Lögberg - 16.02.1928, Síða 6

Lögberg - 16.02.1928, Síða 6
BIs. ð. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. FEBRÚAR 1928. Ljónið og Músin. Eftir Charles Klein. (Saga sú, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu, kom fyrst út árið 1906 í New York). “Þið refjúttir Englendingar komið hingað til að níðast á fátækum Frakkanum. Þið látið mig vinna allan daginn og viljið svo ekkert borga mér. En eg lset nú ekkert slíkt á mig ganga. Eg veit hverju eg á heimtingu á og eg ætla ekki að láta ykkur ganga á rétti mínum.” Þetta var sagt á því máli, að Shirley átti fult í fangi að skilja hvað maðurinn var að segja og Jefferson skildi hann alls ekki. En hann vissi fullvel, að þessi ökumaður var að sýna Shirley ókurteisi og hann færði sig nær manninum, og Shirley duldist ekki á svip hans, að það var ekki langt frá honum að lækka rost- ann í þessum náunga með handalögmáli, svo hún sneri sér þegar að Jefferson, lagði hönd- ina á handlegg hans og sagði: “Nei, nei, Mr. Ryder, ekkert uppistand. Láttu mig fást við þennan' mann. Eg get það vel. Og isvo fór dóttir eins af dómurunum í vf- irrétti Bandaríkjanna, að skýra mál sitt, með mikilli nákvæmni, fyrir manni, sem tilhevrir þeim mannflokki, |Sem latastur er og ósann- gjarnastur allra manna, þeirra er hægt er að finna á nokkru bygðu bóli, þar sem siðað fólk á heima. Það var undarlegt, að hún þóttist viss í sinni sök, og það sem hún sagði, var á þessa leið: “Hlustaðu nú á það, sem eg hefi að segja, maður minn. Við höfum ekki tíma til að eyða mörgum orðum við yður. Eg leigði vagninn yðar, þegar klukkan var hálf fjögur, nú er hún hálf sex. Það eru réttir tveir klukkutímar. Taxtinn er tveir frankar um klukkutímann, eða alls fjórir frankar. Við höfum boðið vður fimm franka. Ef þér eruð ekki ánægður með þetta, þá skulum við fara upp í vagninn og keyra til næstu lögreglustöðva, og þar getum við fengið skorið úr þessari þrætu.” Maðurinn steinþagnaði. Hann fann, að -þessi stúlka var hans ofurefli. Þótt hún væri útlend, þá þekti hún lögin engu síður en hann, og kannske betur. Það var fjarri honum, að fallast á þá uppástungu, að keyra til lögreglu- sitöðvanna, því hann vissi fullvel, að þar ætti hann ekki góðum viðtökum að fagna. Hann lót sér því nægja að hreyta út úr sér töluverðu af illyrðum. Greip síðan þessa fimm franka, sem Jefferson rétti honum og keyrði af stað, eins hratt og hann gat. Þau voru bæði ánægð út af þeim sigri, sem Shirley hafði unnið á þessum ósanngjarna öku- manni og nú fóru þau inn í listigarðinn, sem var yndislega fagur og vel hirtur. Hermanna sveit lék þar á hljóðfæri sín og þarna var fjöldi 'fólks saman kominn. Margir sátu í grend við hljóm- sveitina, á stólum, sem maður gat leigt fyrir örlítið verð. Aðrir voru á gangi til og frá um garðinn. Það var einstaklega þægilegt, að sitja þarna ij skugga trjánna, því þar var hit- inn ekki til óþæginda, og njóta ilmsins frá blóm- unum og hljómlistarinnar. sem Shiríey fanst mikið1 til um, og þótti henni slæmt, hve tíminn var stuttur, sem þau máttu vera þarna. Hún gat líka skemt sér við að horfa á fólkið,/ sem va rhér mjög mismunandi, eins og alsfaðar. Þarna voru háskóla prófessorar með gullspanga gleraugu, og aðrir embættismenn í margskonar einkennisbúningi, fjöldi barna, vel klædd, hrein- leg og kát, en -höguðiv sér vel og siðsamlega; margir stúdentar, í síjium einkennilegu búning- um og konur klæddar samkvæmt nýjustu tízku, og þá bar ekki hvað minst á^fyrirliðunum úr hernum, sem báru sig ágætlega. Hér voru eng- ir ruddalegir og illa siðaðir menn, né óhrein og illa1 vanin börn, eins og maður á að venjast í listigörðum stórborganna í Bandaríkjunum, þar sem alls konar fólki ægir saman. Hér var sjáanlega að eins hið svo nefnda heldra fólk saman komið. Lika studentarnir, sem Shirley virtust ærið afkáralegir í útliti, báru það þó margir hverjir með sér, að þeir voru arfþegar mikillar þ.jóðarmenningar. Þó voru þarna ein- staka verkamenn, miður vel til fara, og fáeinir aðrir, sem sjáanlega voru af hinum lægri stétt- um, en þeir voru í hverfanda minni hluta. Shirley, sem uppalin var í Bandaríkjunum og hafði verið þar alla sína æfi, hafði vitanlega óbifanlega trú á lýðfrelsinu og jafnrétti allra gagnvart lögunum. En sú kenning, að allir menn væru í raun og veru jafnir, hún væri bara heilaspuni. Það gat ekki verið um jöfnuð að ræða, þar sem sumir voru gáfaðir og ment- aðir og sigfágaðir, en aðrir heimskir, ómentað- ir og ruddalegir. Milli þessar tveggja mann-' flokka var mikið djúp staðfest. Henni fanst það ekki nema rétt og sanngjarnt af hverjum þeim, se-m sjálfur væri hreinlátur, hvað mikill lýðfrelsismaður sem hann væri, þó hann veigr- aði sér við, að sitja á sama bgkk eins og sá, sem væri svarinn óvinur vatns og sápu. 1 Vest- urheimi, þar sem lýðfrelsið væri svo mikið, að öllu fólki ægði saman, hreinu og óhreinu, prúð- mannlegu og ruddalegu, þar væri ferðalag með járnbrautum og sporvögnum næstum því óþol- andi. Nokkum veginn hið sama mætti segja um listigarðana og aðra opinbera skemtistaði. Á Frakklandi, þar sem þó var lýðveldi, eins og í Bandaríkjunum, var þetta töluvert öðra vísi. Stéttaskiftingin var þar greinilegri og það var meiri aðskilnaður. Hinar svo kölluðu lægri stéttir skildu hvað þeim tilheyrði, og sóttust ekki ákaft eftir því að1 apa alt eftir þeim, sem ofar voru settir, eða hafa mjög náinn félags- skap við heldra fólkið. Þessi skilningur kom þó ekki í bága við hið sanna lýðfrelsi, og þurfti alls ekki að varna bóndasyinum, að verða á sínum tíma forseti franska lýðveldisins, ef að hann hafði hæfileika til þess og aflaði sér þeirrar mentunar og menningar og siðfágun- ar, sem til þess var nauðsynleg. Hver hluti Parísarborgar hafði sína eigin skemtistaði, sín eigin leikhús og sína eigin listigarða. Þetta kom ekki til af neinu stríði milli auðs og vinnu, heldur af þeirri eðlilegu tilfinningu þeirra, sem hreinlátir eru og vel siðaðir, að þeir vilja ó- gjarna vera í alt of nánu nágrenni við “þessa hjörð, sem þvoði sér aldrei hér á jörð.” “Hér er einstaklega gott að vera,” sagði Shirley. “Hér vildi eg vera alt af, vildir þú það ekki líka1?” “Jú, með þér,” sagði Jefferson og brosti við. iShirley reyndi að láta líta svo út, sem hún væri reið, og í raun og veru féll henni mið- ur, að talað væri við sig á þenna hátt. “Þú veizt það, Mr. Ryder, að mér fellur ekki að þú talir við mig á þenna hátt. Það er okkur ekki samboðið. Blessaður reyndu að ta-la eins og skynsamur maður.” Jefferson varðl hljóður við þetta, en svar- aði þó eftir litla umhugsun, en heldur kulda- lega: “Það vildi eg, að þú vildir hætta að kalla mig Mr. Ryder. Eg hefi lengi ætlað að biðja þig um þetta. Þú veizt sjálf, að þú hefir enga sérlega ást á þessu nafni og ef ’þú heldur áfram að kalla mig því, þá kemur að því, að þú ferð að sikipa mér á bekk með þeim, sem þér er illa við og sem þú lætur vera aðal persónuna í sög- unni þinni.” Shirley horfði á hann glaðlega, en þó for- vitnislega, og sagði: ‘ :‘Hvað áttu við? Hvað viltu að eg kalli þig?” “O, eg veit ekki,” svaraði hann heldur dræmlega. “Þvr ekki að kalla mig Jefferson? Mr. Ryder er óþarflega viðhafnarmikið. ” Shirley hló hátt og lengi og hjartanlega, svo það vakti eftirtekt þeirra, sem fram hjá gengu og litu sumir þeirra brosandi til þessara ungu gesta frá Ajmeríku, sem allir töldu sjálf- sagt að væru kærustupar. Þegar Shirley hugs- aði um þetta, þá fanst henni að Jefferson hafa alveg rétt fyrir sér. Þau hefðu nú verið saman svo aðl segja daglega í meir en heilan mánuð, og voru jafnvel áður vel kunnug. Auðvitað átti hún ekki að kalla hann Mr. Ryder. Svo nú á- varpaði hún hann með mikilli alvörugefni, sem að vísu var uppgerð, og sagði: “Þetta er alveg rétt hjá þér, Mr. Ryder— eg meina Jefferson. Frá þessari stundu ert þú Jefferson, en þú verður að muna eftir því,” —og hún hristi hendina rétt framan við and- litið á honum—, ‘ ‘ að gæta tungu þinnar! Ekk- ert meira tal líkt því, sem þú hafðir rétt áðan. ’ ’ Jefferson hneigði sig til samþykkis. Sjálf- um fanst honum að hann hafa vaxið við þetta samtal og á þeirri stundu vildi hann ekki skifta kjörum við nokkurn mann í veröldinni. Til þess að hylja tilfinningar sínar, leit hann á úr- ið sitt og sagði: “Klukkan er orðin fimtán mínútur eftir sex. Við höfum ekkert meira en nógan tíma til að komast á gistihúsið og búa okkur fvrir miðdegisverðinn. ” Shirley stóð strax á fætur, þótt hún vildi gjarna mega vera þama lengur. “'Mér datt ekki í hug; að það væri orðið svona framorðið. En hvað tíminn líður fljótt! Við skulum hraða okkur, Jefferson vertu nú góður drengur, og náðu í vagn eins fljótt og þú getur. ” Það var engin fyrirstaða á því að ná í keyrsluvagn, og eftir fimtán mínútur voru þau komin til Grande Hotel, þar sem Shirley hélt til. Þar var henni sagt, að frænka hennar væri komin fyrir góðri stundu og hefði hún farið upp í herbergi sitt. Shirley fór líka strax inn í sitt herbergi, en Jefferson fór út og áleiðis til gistihússins, þar sem hann hafðist við. Það Það voru enn tuttugu og fimm mínútur, þang- að til máltíðin átti að byrja, en til að klæða sig þurfti hann ekki nema tíu mínútur, svo hann settist niður á einum veitingastaðnum, sem alls staðar voru á leiðinni, fékk sér að drekka, því hann var þyrstur og keypti sér Bandaríkjablað til að lesa. Lmferðin á strætinu var jafnvel enn meiri, en vanalega, vegna þess, að nú var verið að loka bæði mörgum búðum og skrifstofum og fólkið var að fara heim til sín. Fm Jefferson var ekkert að hugsa um mann- f jöldann. Hann var að hugsa um Shirley. Það var undarlegt töfravald, sem þessi stúlka hafði yfir honum. Fvrir fáum mánuðum hafði hon- um ekki dottið í hug að gifta sig o(g fundist það fjarstæða, en nú vildi hann það öllu öðra frem- ur. Það var einmitt það, sem skorti á lífsgleði hans, að þessi kona yrði félagi hans og með- hjálp. Hann elskaði hana, á því var enginn efi. Hugsanir hans, bæði í vöku og svefni, voru allar við hana bundnar, og hann gat ekki hugs- að um sína framtíð, án þess aðhugsa jafnframt um hennar framtíð. Ef hún giftist nokkrum manni, þá, skyldi það áreiðanlega verða hann, sem hún giftist. En kærði hún sig nokkuð um ,, hann? Hann vissi það eklri, og það var hræði- leg óvissa. Það varð hvorki séð né heyrt, að hún bæri nokkra' ást til hans; en hún var kann- ske bara að reyna hann. Áreiðanlega bar ekki á því, að henni félli hann illa. Þjónninn færði honum svaladrykk og bunka af blöðum. Þar á meðal var London Times, og New Yórk Herald. Yesturheimsblöðin voru nálega mánaðar gömul, en hann kærði sig ekk- ert um það. Hann las ekki með miklum áhuga, því hugurinn var allur hjá Shirley, og hann hugsaði lítið um það sem hann las. Eftir litla stund kom hann þó auga á fyrirsögn, sem vakti eftirtekt hans og var hún á þessa leið: “Rossmore dómari kærður fyrir að hafa þegið mútur.” Greinin skýrði frá, að Rossmore dómari hefði verið kærður um stórkostlegt afbrot, sem kastaði miklum skugga á mannorð hans og að neðri málstofa þjóðþingsins væri nú að rann- saka málið. Mundi því síðar verða vísað til efri málstofunnar. Þessi ákæra hafði sprott- ið út af dómi, sem liann hafði dæmt í máli Great Northwestern Mining félalgsins, og væri dómarinn sakaður um að hafa þegið stórkost- legar mútur, fyrir að hafa dóm sinn félaginu í hag. Það datt alveg ofan yfir Jefferson. Hann las greinina hvað eftir annað. Það var svo sem ekkert um að villast; það var alveg aug- ljóst, við hvern var átt — Rossmore dómara á Madison stræti. En þetta var alveg óskap- legt! Þessi maður hafði hinigað til notið þess trausts, að enginn maður efaðist um ráðvendni hans og heiðarleik eða ágæta hæfileika og mik- inn lærdóm. Og þessi maður var kærður um að þiggja mútur. Hvernig gat' á þessu staðið? Eitthvað alveg óskaplegt hlaut að hafa komið fyrir síðan Sliirley fór að heiman, það var svo sem auðséð. Af þessu mundi það leiða, að sjálfsögðu, að Shirley færi strax heim, og hann sjálfur líka. Hann skyldi sjá til, hvort ekki væri hægt að laga þetta. Hann þekti hin miklu áhrif, sem faðir hansi hafði og hann bjóst við því, að hann mundi, fyrir sín orð, vilja eitthvað gera í þessu efni. En livernig átti hann að segja Shirley frá þessu? Nei, hann gat það ekki! Hún myndi ekki trúa honum, þó hann segði henni eins og var. Sjálf frétti hiin lík- lega beint að heiman. Henni yrði væntanlega sent símskeyti. Hann ætlaði, hvað sem öðru liði, ekkert á þetta að minnast. Hann borgaði fyrir það sem hann hafði þegið og flýtti sér til gistihússins. Klukkan var rétt sjö, þegar hann kom aftur til Grand Hotel, og þá voru þær Shirley og Mrs. Blake tilbúnar og biðu hans. Jefferson vildi helzt borða í Café de Paris, en Shirley líkaði það ekki og vildi heldur borða úti t. d. í Pavil- lon d’Armonville, þar væri ágætur hljóðfæra- sláttur og þar gætu þau fengið borð út af fyrir sig. Þau fóru því þangað og þau töluðust ekki mikið við á leiðinni, því hvert þeirra hafði nóg að gera að hugsa um það, sem þeim sjálfum lá þyngst á hjarta. Mrs. Blake var að hugsa um nýja kjólinn sinn, sem hún hélt kannske að ekki væri alveg eins og hann ætti að vera. Shirley var þreytt og Jefferson gat ekki hrakið úr huga sér þær illu fréttir, sem hann hafði fengið frá New York. Hann reyndi að dylja hugsanir sínar fyrir Shirley, með' því að líta ekki við henni, og það kom henni til að hugsa, að hún hefði stygt hann á einhvem hátt. Henni þótti meira fyrir þessu, heldur en hún vildi láta Jeff- erson veita eftirtekt, því satt að segja var vin- átta hans alt af að verða henni meira virði, þó hún forðaðist að láta hann veita því eftirtekt, sem bezt hún gat. Þau nutu ágætrar máltíðar og umhverfið alt var hið yndislegasta, og þótt Shirley hefði ekki drukkið nema eitt glas af kampavíni, þá var það nóg til þess að hún komst í allra bezta skap og liún talaði mjög glaðlega við Jeffer- son og reyndi að koma honum í gott skap, eins og hún var sjálf í, en það kom alt fyrir ekki og hann var þegjandalegur og dauflegur mjög. Hún tapaði því þolinmæðinni og sagði heldur kuldalega: “Hvað gengur annars að ]>ér, Jefferson? Þú hefir verið þegjandalegur og fúll í alt kveld. ’ ’ Honum þótti vænt um, að hún hélt þá samn- inga, sem þau höfðu gert með sér um daginn, að hún kallaði hann Jefferson, en ekki Mr. Ryder, og hann svaraði í afsökunarróm: “Fyrirgefðu, mér hefir ekki liðið rétt vel síðustu dagana. Eg held eg þyrfti að taka mér aðra sjóferð. Mér líður aldrei eins vel, eins og þegar eg er á sjónum. ’ ’ Þetta kom Shirley til að tala um fyrirætl- anir sínar viðvíkjandiferðalaginu. Hún ætlaði heim í septembermánuði. Hún; hafði ákveðið, að vera þjár vikur í London. Hjón frá Bancla- ríkjunum, sem hún var kunnug, hefði boðið henni og móðursystur hennar að koma með sér suður í Miðjarðarhaf á lystiskipi, sem þau áttu sjálf, og hún var í engum efa um, að þau mundu líka bjóða Jefferson, og hún spurði hvort hann mundi ekki alveg sjálfsagt þiggja það. Jefferson vissi ekki hvað hann átti að segja. Hann, reyndi að tala um þessa tilvonandi sjó- ferð suður í höf, sem hann vissi þó fullvel að aldrei mundi verða neitt af, hvað Shirley snerti, eða hann sjálfan, og það skar hann í hjartastað, að sjá veslings stúlkuna glaða og káta, vera að ráðgera skemtiferðir og láta sig dreyma um gleði og gaman, þar sem hann sjálf- ur vissi, að ólánið og mótlætið grúfði yfir höfði hennar. Klukkan var orðin langt gengin tíu, þegar þau höfðu lokið við máltíðina og þau sátu þar clálítið lengur til að hlusta á hljóðfærasláttinn. Alt í einu sneri Shirley sér að Jefferson og sagði: “1 dag hafði eg meiri ánægju af hljóðfæra- slættinum, heldur én eg hefi nú.” ^ “Hvers vegna það?” sagði Je’fferson og þóttist ekki skilja hvað hún væri að fara. “Vegna þess, að þá varst þú miklu glað- legri,” svaraði hún heldur hvatlega. Þetta var í fyrsta sinn, sem nokkur mis- ■skilningur hafði komið upp á milli þeirra, en Jefferson sagði ekkert. Hann gat ekki fengið sig til að segja henni það sem hann hafði verið að hugsa um alt kveldið og sem valdið hafði honum svo mikillar ógleði. Þau lögðu á stað heimleiðis. Jefferson vildi vera lengur úti, en Mrs. Blake var þreytt og Shirley var dálítið óánægð út af því hvað Jefferson hafði verið ) / daufur og þurlegur, og hélt hún að; bezt væri að þau skildu í þetta sinn. En hún gat aldrei verið lengi reið, og þegar þau skildu, sagði hún góðlátlega við hann: “Ertu reiður við mig, Jefferson?” Hann leit undan, en liún sá samt að það lá eitthvað illa á honum. “Reiður við þig, nei, nei. Góða nótt. Guð veri með þér. ” Hann átti bágt með að koma þessu upp og lionum fanst kökkur sitja í háls- inum á sér. Hann tók í hendina á henni og flýtti sér svo burt. Shirley og Mrs. Blake fóru inn í skrifstof- una, til að sækja lykilinn að herberginu sínu. en jafnframt og maðurinn, sem þar var, rétti Shirley lykilinn, fékk hann henni líka sím- skeyti, sem var rétt nýkomið. Hún brá lit; henni var illa við að fá símskeyti; hún hafði ó- trú á þeim og óttaðist jafnan að þau hefðu slæmar fréttir að flytja. Ef til vill var liér út- skýring á því, hve undarlega Jefferson hagaði sér þettaj kveld. Hún opnaði skeytið, og var það' á þessa leið: “Komdu strax heim. Mamma.” V. KAPITULI. Hafið, þessi “eyðimörk ógna og dýrðar”, sem enginn getur lýst nema skáldin, og þó ekki nema einstöku þeirra, og enginn getur gert sér í hugarlund hvernig lítur út, nema sá, sem hef- ir séð það í þess mörgu myndum, breiddi sig í allar áttir, eins langt og augað eygði; og Shir- ley, sem stóð einsömul á þilfarinu, hafði ekkert til að horfa á, þegar hún leit út fyrir borð- stokkinn, annað en öldur hafsins, því land var hvergi að sjá. En þar var nóga tilbreytingu að sjá, því sjórinn á ótal svipbrigði og lit- brigði. Það voru fjórir dagar síðan hún lagði af stað, og nú voru væntanlega ekki nema svo sem tveir dagar þangað til hún gæmist heim og fengi að vita sannleikann í því máli, sem alt af síðan hún fékk símskeytið; frá móður sinni, hafði legið eins og farg á huga hennar og hald- ið fyrir henni vöku á nóttunni. Hún hafði fengið far með einu af liinum afar stóru og vönduðu skipum North German Lloyd línunn- ar og siiglt frá Cherbourg tveimur dögum eftir að hún fékk símsikeytið frá New York. Mrs. Blake hafði endilega viljað fara með henni, hvort sem Shirley líkaði betur eða ver. Shirley hafði sagt henni, að hún hefði verið ein sinna ferða, þegar hún kom austur yfir hafið, og hún gæti atveg eins farið ein heim. Þar að auki mundi Mr. Ryder fara vestur með sama skip- inu. Hann væri skemtilegur félagi, og hann mundi áreiðanlega verða sér hjálplegur, ef hún þyrfti einhvers með. En þetta kom alt fyrir ekki; Mrs. Blake var alráðin í því að fara þessa ferð. Hún hafði ekki séð systur sína í mörg ár, og þar að auki hafði nú þetta sím- skeyti ruglað öllum hennar fyrirætlunum. Hún var engin sjóhetja, en hún elskaði sjóinn, og þetta var að minsta kosti góð afsökun fyrir því að takast á hendur langa sjóferð. Shirley var alt of áliyggjufull um hagi sína og sinna til þess að veita nókkra frekari mótspyrnu, og svo vildi svo vel til, að þær fengu ágætt herbergi í skipinu, þar sem þær gátu verið báðar. Jeff- erson hafði.ekki verið eins heppinn, því honum til mikillar óánægju hafði hann lent í her- bergi, ekki all-langt frá vélinni, og það, sem enn verra var, var það, að í sama herberginu var þjóðverzkur ölgerðarmaður frá Cincinnati, sem var feitlaginn fram úr öllu liófi og hraut svo hátt, að á nóttunni gerði hann miklu meiri hávaðat heldur en nokkurn tíma vélin í skipinu. Þetta reiðarslag, að vera kölluð heim svona fljótlega, og ekki síður fréttirnar af föður hennar, sem Jefferson hafði nú sýnt henni, hafði reynst Shirley þungbært og larnað sálar- þrek hennar. Þetta var þeim mun erfiðara, sem það var svo algerlega óvænt. Eitthvað hlaut að vera hæft í þessu. Það gat ekki verið, að blaðið liefði búið söguna til. Móðir hennar mundi ekki hafa kallað hana heim, nema eitt- hvað alvarlegt væri að. Það sem Shirley féll allra þyngst, var það, að hún hafði engar frétt- ir fengið beint frá föður sínum. Yið þá til- hugsun, að ef til vill hefði hún nú séð föður sinn í síðasta sinni, fanst henni hjarta sitt vera að hætta að slá, og blóðið vera að frjósa í æð- um sínum. Hún mundi svo vel, það sem hann hafði sagt við hana, þegar hún fór að heiman. Hann hafði kvatt hana með kossi, og hún sá tár í augum lians, sem hann virtist þó fvrirverða sig fyrir og vilja hylja. Við þessar hugsanir og endurminningar, hnigu brennheit tár af augum hennar. Hvað áttu þessar skammarlegu og illvígu á- kærur að þýða? Hvers vegna höfðu þessi ó- sannindi verið borin út til að eyðileggja föður hennar? Hún efaði ekki, að hann ætti óvini. Því var svo varið með alla mikla menn. Henni var vel| kunnugt um, að lrans réttlátu dómar höfðu valdið honum óvinsælda hjá ýmsum bragðarefum, sem vildu koma fram margskon- ar óréttlæti sjálfum sér í hag. Einu sinni að minsta kosti hefðu þeir gengið svo langt, að hóta honum að sitja um líf hans. En þetta var verra en alt annað, að bera á hann lognar sak- ir, til að eyðileggja mannorð hans og það al- menna traust, sem hann hafði ávalt notið. Auðvitað tók ekki þessi kæra nokkru tali. Öld- ungaráðið mundi að sjálfsögðu vísa henni frá og blöðin mundu vissulega koma almenningi í skilning nm þau ósannindi, sem hér væri á lofti halclið. En hvað hafði í raun og veru verið gert í þessu máli? Sjálf hafði hún ekkert gert, annað en að bíða þess er að höndum bæri, þeg- ar hún kæmi heim. En biðin og óvissan var óttaleg.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.