Lögberg - 16.02.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.02.1928, Blaðsíða 1
41. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 16. FEBRÚAR 1928 NÚMER 7 Helztu heims-fréttir Canada. í vikunni sem leið, kom St. Lawrence skipaskurðurinn til um- ræðu í öldungadeild sambands- þingsins. Flutti Senator W. L. McDougald frá Montreal magn- aða ræðu, þar sem hann skoraði á þing og stjórn, að hefjast nú þegar handa og hrinda málinu í framkvæmd. Senator George P. Graham, fyrverandi járnbrautar- mála ráðgjafi, tjáði sig málinu hlyntan, en lagði jafnframt á það mikla áherzlu, að nauðsynlegt væri að viðhafa alla varkárni, þar sem um jafn umfangsmikið fyrir- tæki væri að ræða. að undanteknum $71. í fjárhags- áæltun þessari eru $7,000, sem ætlaðir eru til flóðvarna á Gimli, og $10,000 ætlaðir til bryggju að Hnausa. Hin nýju vínsölulög Manitoba- fylkis gengu i gildi í gær, og nú geta menn keypt alt það vín, sem þeir vilja í fimm vínsölubúðum í Winnipeg og tekið sjálfir með sér það sem þeir kaupa, ef þeir vilja, þ. e. hið svo nefnda “Cash and Carry” fyrirkomulag. En ekki er búist við að bjórstofurn- ar verði opnaðar fyr en einhvern tíma í næsta mánuði. * * * Fylkisþingið í Alberta kom saman í vikunpi sem leið. 1 há- sætisræðunni var þess minst, að stjórnin hefði selt Canadian Paci- fic járnbrautarfélaginu, Lacombe og Northwestern • járnbrautina. Getið var þess og, að vænlega horfðist nú á um það, að fylkið fengi innan skamms í sínar hend- ur náttúruauðlegð sína. Erin- fremur hét stjórnin auknu fé til vegabóta, sem og til heilbrigðis- niálanna. * * * Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Hon. Frank B. Kellogg, kom til Gttawa í vikunni sem leið og var þar í þrjá daga, eins og vik- ið var að í síðasta blaði. Honum var þar afar vel fagnað af stjórn- inni, sem hélt honum veizlu mikla. Fluttu þar ræður, forsætisráð- herra og leiðtogi íhaldsflokksins og sömuleiðis þing-leiðtogar beggja flokka í öldungaráðinu. Mr. King benti meðal annars á, hve gott samkomulag hefði um langan aldur átt sér stað milli Canada og Bandaríkjanna, sem aðrar þjóðir mættu vel taka sér til fyrirmyndar. Mr. Kellogg sagði í ræðu, sem hann flutti við þetta tækifæri, að ekkert væri fjær skapi Bandaríkjaþjóðarinn- ar, en að ásælast lönd annara þjóða, eða að jafna ágréinings- múl sín með vopnaburði. Sérstak- lega lagði hann mikla áherzlu á, Lve vel þessum tveimur þjóðum, ÍBandaríkjunum og Canada, hefði farist að jafna ávalt sínar sakir friðsamlega og sanngjarnlega og sagði hann, að alt benti til þess, að svo mundi ávalt verða. * * * H. MaciLeod, sem um eitt skeið var ráðsmaður Canadian Northern járnbrautarinnar í Vest- Ur-iCanada og átti þá heima í Win- nipeg, andaðist í Toronto í vik- unni sem leið, sjötugur að aldri. Hann var síðustu árin varafor- seti C. N. járnbrautakerfisins. •* * # Macdonald yfirdómari í Mani- toba, hefir nokkrar undanfarnar vikur Iegið sjúkur á Mayo spítal- anum í Rochester, Minn. Var hann skorinn þar upp tvisvar sinnum. Síðustu fréttir af hon- um segja, að hann sé nú á góðum batavegi og líkur séu til að hann geti komið heim eftir svo sem tvær eða þrjár vikur. Stórkostlegt sl föstudaginn í vik Hollinger gullná: við Timmings, kviknaði í Uppgö ist náman af reyh inennirnir, sem \ sína þar niðri, ko: köfnuðu niðri í ustu fréttir segja yflr tnátíu meni * • Áætlun um útg ir fjárhagsárið 19 ustu viku lögð tingið. Útgjöldin niiljónum hærri h hagsárinu, sem endar 31. marz. A in á næsta fjá $373,796,856. Ti brautarinnar eru 000, en á síðasta \ fyrirtæki ætlaðir hofir sú upphæð Bandaríkin. Kaupskipafloti Bandaríkjanna er ekki í eins góðu lagi eins og vænta mætti hjá þjóð, sem er eins langt komin í verzlun og iðnaði eins og Bandaríkin eru. Skipa- flotinn hefir kostað þrjár biljón- ir dollara, en er nú svo úr sér genginn, að hann er orðinn til- tölulega lítils virði í samanburði við það, seip hann hefir kostað. ÞettíV þyíkir sumum Bandaríkja- mönnum ekki mega lengur svo til ganga og segja, að Bandaríkja- fáninn hverfi bráðlega af skipum, sem*m sjóinn sigli, ef ekki sé að gert. Vill Senator Jones, sem þó hefir aldrei verið því hlyntur, að stjórnin taki að sér nokkurn at- vinnurekstur, nú að stjórnin hefjist handa og kaupi kaup- skipaflotann af einstökum mönn- um og félögum, sem skip eigi, komi honum í lag og ræki sigling- ar upp á kostnað þjóðfélagsins. Segir hann, að erfitt muni verða að koma þessu í lag, og láta fyr- irtækið bera sig, meðal annars vegna þess, að það séS of dýrt að byggja skip í Bandaríkjunum, en þetta verði nú þjóðin samt að gera. » * * Fyrir utan stríðslánin gömlu, hafa Bandaríkjamenn lánað sum- um Norðurálfuþjóðunum afar- mikið fé nú síðustu árin, sérstak- lega Þýzkalandi, Póllandi og Ju- go-Slavia, sem Bandaríkjamenn hafa þegar lánað fjörutíu miljón- ir dala, og stendur nú til að þeir láni þeirri þjóð enn $250,000,000. Þykir sumum Norðurálfuþjóðun- um þetta all-ískyggilegt, því grun- urinn er alt af sá sami meðal þjóðanna, að hin þjóðin noti þá peninga, sem hún á, eða fær að láni, hinni þjóðinni til einhvers óhagnaðar, sérstaklega til her- mála. f öðrú lagi óttast margir, það vald sem Bandaríkin eru að ná í Nlorðurálfunni, þar sem margar þjóðirnar þar skulda þeim meira fé, heldur en þær eiga vel hægt með að standa straum af. / * * * William Edwdrd Hickman hef- ir verið fundinn sekur um að hafa myrt Marian Parker 0g sömújeiðis hetfir kviðdómurinn komist að þeirri niðurstöðu, að maðurinn sé 0g hafi verið með ráði, og sé því hér um hreint og beint morð að ræða, sem unnið hafi verið af yfirlögðu ráði. í kviðdóminum voru átta karlmenn og fjórar konur og komst þetta fólk alt að einni niðurstöðu í þessi efni. * * * \ Hon. Herbert Hoover, verzlun- armála ráðherra, hefir látið vini sína vita, að hann sé viljugur til að vera í kjöri sem forsetaefni á Republican flokksþinginu í Ohio. Það þarf því ekki að éfa, að Mr. Hoover verður einn af þeim, sem í kjöri verða á þessu flokksþingi. En sjálfur segist hann ekki geta tekið þátt í þessum undirbúnings kosningum, því hann verði að verja tímanum til þess að gegna skyldum sínum sem ráðherra. Sín útnefning sé því algerlega í höndum vina sinna og flokks- manna. * * * rhomas A. Edison er fæddur 11. febrúar í Little Milton í Ohio ríkinu. Nú eru bæjarbúar að hugsa um að koma þar upp vís- indaskóla og heiðra á þann hátt þennan fræga son, sem þar var fæddur og uppalinn. * * * Konur, sem voru að spila “bridge” í, Dettroiti, iMich., urðu saupsáttar út af spilunum, og varð það svo alvarlegt, að ein konan, Mrs. Mary Lee Bishop að nafni, skaut konuna, sem á móti henni var, til dauðs, vegna þess hve illa hún spilaði. Hét sú Mrs. Rosa Henderson, sem lífið lét fyrir að spila illa “bridge”. Mrs. Bishop hefir verið dæmd í lífstíð- ar fangelsi. * * » Öldungádeildin hefir samþykt yfirlýsingu, sem Robert La Fol- lette bar fram, með 56 atkvæðum gegn 25, þess efnis, að deildin líti svo á, að forsetar Bandaríkj- anna, sem þjónað hefðu tvö kjör- tímabil, ættu að halda fast við þá reglu, að gefa ekki kost á sér í þriðja sinn. Mun þessari yfirlýs- ingu vera sérstaklega stefnt að Coolidge forseta, því margir af flokksmönnum hans vilja að hann gefi enn kost á sér, en sjálfur hef- ir hann, eins og kunnugt er, lýst yfir því, að hann verði ekki í kjöri við næstu forsetakosningar. Bretland. Á Englandi er verið að byggja loftfar, sem ætlað er til að flytja fólk milli Englands og Bandaríkj- anna. Er loftfarið svo stórt, að ætlast er til að það taki 100 far- þega og 10 tonn af póstflutningi. Hafa þeir, sem hlut eiga að máli, farið fram á það við stjórn Bandaríkjanna, að hún veitti fé- laginu nokkur hlunnindi, leyfði því afnot af loftfarastöðvum sín- um, og gerði við það sérstakan samning um póstflutninga o. fl. Og er jafnframt ætlast til, að Bandaíkjamenn taki höndum sam- an við Breta og byggi fleiri loft- för af sama tagi, ef þetta gefist vel. Hefir Bandaríkjastjórnin tekið þessu vel og er búist við, að loftfarið verði tilbúið eftir svo sem þrjá mánuði. Það er gert ráð fyrir, að loftför þessi geti farið vestur um haf á 48 klukkustundum, en austur yfir á 38 klukkustundum. * * * Flrjálslync^i flokkurinn hefir unnið eitt þingsæti við nýafstaðn- ar aukakosningar, sem íhalds- flokkurinn hélt áður. Losnaði þingsætið þannig, að þingmaður- inn var tekinn í lávarðadeildina. Sá sem kosningu hlaut, heitir R. P. Tomlinson, sem haut 14,689 at- kvæði. ifhaldsmaðurinn, sem í kjöri var, fékk 12,680, og verka- maðurinn 6,101 atkv. * * * Stjórnmálamaðurinn brezki, Herbert H. Asquith, Earl of Ax- ford, andaðist í gærmorgun, 15. febrúar, 75 ára að aldri, fæddur 12. september 1852. Hann varð forsætisráðherra Bretlands 1908 og var forsætisráðherra þegar stríðið skall á 1914, og um langt skeið leiðtogi frjálslynda flokks- ins. Þótti einn með merkustu stjórnmálamönnum Breta á sinni tíð. Hvaðanœfa. Seint í janúarmánuði urðu stjórnarskifti í Noregi og tók þá verkamannaflokkurinn við stjórn- artaumunum, því síðustu almenn- ar kosningar höfðu farið þannig, að þeim flokk óx mikið fylgi á Stórþinginu. Er þetta í fyrsta sinn, sem verkamannastjórn hefir komist til valda i Noregi, en hún sat ekki lengi að völdum, því í vikunni sem leið var, á Stórþing- inu, borin fram vantrausts yfir- lýsing gegn henni, og samþykt með 86 atkvæðum gegn 63 atkv. Lýsti stjórnarformaður, Horns- rud, yfir því, að stjórnin mundi þegar segja af sér. Þessi stjórn hefir því orðið álíka langgæð, eins og stjórn Jörundar á íslandi forðum daga. * * * Hinn 21. júní 1929 hefst heims- þing lúterskra manna, sem hald- ið verður í Kaupmannahöfn, og stendur það yfir í tíu daga. Þing þetta verður stærsta kirkjulega samkoman, sem nokkurn tíma hef- ir verið haldin í Evrópu, og er öllum heimill aðgangur, sem játa lúterska, trú. Undirbúning- ur hefir þegar verið hafinn und- ir móttöku gesta og annað þess konar. Einnig hefir dagskrá þingsins verið samin að miklu leyti og koma þessi mál til um- hæðu: Fræði Lúters hin minni og þýðing þeirra fyrir kristin- dómskenslu. Trú og játning í Ijósi Marburg og Ágsborgar játn- ingar. Framtíðar skipulag heims- þinganna. Hvað er hægt að gera til eflingar andlegu sambandi milli lúterskra manna víðsvegar um heim? Munur kristindómsins og veraldarhyggjunnar, samkvæmt lúterskum skilningi. Starf að innri endurnýjun lúterskrar kirkju, svo að hún sé hæf til að rækja hlutverk sitt. Lúterska kirkjan og þjóðfélagsmeinin. Aðal verkefni lúterska trúboðsíns með- al heiðingja. — 1 sambandi við þing þetta verða farnar skemti- verðir til Lunds og ýmsra danskra bæja. Hvað eftir annað hafa blöðin verið að segjai eitthvað frá ungri konu, sem Mme Tchaikovsky heit- ir og sem sumjr segja að sé dótt- ir Nikulásar keisara, á Rússlandi, sem myrtur var í stjórnarbylting- unni. Segir sagan, að ungur her- maður hafi frelsað líf hennar, þegar keisarafjölskyldan var myrt og flúið með hana til Rúmeníu, og þar hafi þau gifst. Síðar komst hún til Þýzkalands og var þar lengi í spítala og nú um daginn kom kona þessi til New York, og er því enn haldið fram af mörg- um, að hún sé dóttir keisarans og kunna menn langar sögur að segja af flótta hennar og raunum, En : ekki virðast enn hafa komiS fram neinar ábyggilegar sannannir fyr- ir því, að kona þessi sé sú sem sagt er. * * » Frétt frá Noregi hinn 10. þ.m. segir, að ofviðri og skriðuhlaup hafi þar orðið tuttugu og fimm manns að bana. Fréttin kemuV frá Oslo, en ekki verður af henni séð, hvar í Nonegi þetta slys hef- ir viljað til. Þjóðræknisþingið verður sett kl. 10 árdegis, þriðju- daginn 21. þ.m., í Goodtemplara- húsinu. \ Eins og getið hefir verið um í síðasta blaði, bjóða íþróttamenn til skemtunar fyrsta þingkvöldið, kl. 8,30. Annað kvöldið verður hið venjulega miðsvetrarmót “Fróns”. En síðasta kvöldið, fimtudagskvöld 23. febr. — flyt- ur séra Jónas A. Sigurðsson er- indi^ en á undan því og eftir fer fram söngur og hljóðfærasláttur, sem nánar mun getið um í næsta blaði. Enginn inngangur verður tekinn fyrsta og siðasta kvöldið. R. E. Kvaran, forseti. Úr bœnum. Mr. og Mrs. iSigurður Sigfús- son frá Oak View, Man., voru í borginni vikuna sem leið og fóru heimleiðis á laugardaginn. Sameinuðu kvenflögin héldu þriðja ársþing sitt á mánudaginn og þriðjudaginn í þessari viku í Fyrstu lútersku kirkju. Fulltrú- ar mættu á þinginu frá flestum eða öllum kvenfélögunum, sem Sambandinu tilheyra. Auk þess var þingið vel sótt af konum, sem heima eiga í borginni, eða eru hér staddar. Nokkur erindi voru flutt á þinginu og mun óhætt mega segja, að það hafi verið á- nægjulegt og uppbyggilegt. Vér vonum, að geta sagt greinilegar frá þessu þingi í næsta blaði. Stúdentafélags leikurinn. Mánudagskveldið, þann 30. jan- úar síðastliðinn, sýndi íslenzka Stúdentafélagið skopleikinn “Ap- ann”, eftir frú Heiberg, í Good- templarahúsinu, við góða aðsókn. Leikritið er ekki tilþrifamikið, en vel til þess fallið, að komcf áhorf- endum í gott skap, enda var ó- spart hlegið um kvöldið. Leik- endur allir gerðu hlutverkum sín- um sæmilega, þótt bezt tækist þeim yfirleitt, Jóni Bjarnasyni og Þóru Sveinsson. Ingibjörg Bjarnason lék, og sæmilega, hefir skýran framburð og fallega söng- rödd, en stundum fanst oss hún leika helzti mikið. Leikur þeirra Marino Frederickson og Sigtryggs Sigurjónssonar, var hvergi nærri eins góður, skorti báða tilfinnan- lega eðlileg blæbrigði. Þó náðu þeir sér allvel niðri með köflum. Allir eru leikendur þessir við- vaningar, og væri því eigi rétt- látt að gera til þeirra mjög strang- ar kröfur. En yfirleitt mun mega fullyrða, að ileikurinn tækist sæmflega, og á \,Stjúdentafélagið þakkir skilið fyrir áhuga þann, sem það hefir sýnt í því að halda uppi leikjum og fundarhöldum á íslenzku. Landið, sem hefir aðeinseina borg (Edwin R. Petre, í Minnea- polis Journal.). Ef þú ert hygginn maður, þá ert þú nú þegar farinn að hugsa um, hvert þú ætlir að fara í sum- ar. Eg ætla að koma með nokk- uð, sem er nýtt, og ef þú fylgir mínum ráðum, þá munu frídag- arnir verða þér ógleymanlegir. Farðu til íslands. Hvernig hægt er að komast þangað, geta umboðsmenn eimskipafélaganna sagt þér. En eg get bent á nokkr- ar ástæður, hvers vegna þú ættir að fara þangað. Ef þig langar til að yfirgefa stórborgalífið um tíma, þá á ísland bara eina borg, og hún er svo lítil, að það þyrfti fimm hundruð af þeim til að jafn- I ast á við New York, hvað fólks- fjölda snertir, Ef þú vilt kom- ast út úr kolareyknum, þá er ekk- ert af honum á íslandi, en þar er nóg af hverum og heitum laug- um, sem nota má í eldiviðar stað. Ef þig langar til að komast um tíma burt frá hinum svo kölluðu lífsþægindum eða síðari tíma unlbótum, þá hefir ísland beðið þín í meir en þúsund ár. Ef þig langar til að komast fyrir sann- leikann í þeim tröllasögum, sem þú í æsku heyrðir um Island, þá sjáðu til, hvort þú finnur þar nokkra Eskimóa, ísbirni eða þjóð, sem lifir eingöngu á selakjöti. — Eftir þriggja daga siglingu frá Leith á Skotlandi, kemur þú til lands, þar sem sumarveðrið er sérstaklega þægilegt og ekki of heitt. Það er land bjartra nátta, hvera og eldfjalla, sem ekkert tjón vinna þér, land víkinganna fornu, land söngva og sagna. Þú getur hugsað og talað um ferðina, það sem eftir er æfinnar. Brúðkaupskveldið. Leikfélag Sambandssafnaðár lék þennan gamanleik á þriðjudags- kveldið í samkomusal Sambands- kirkju. Leikurinn var svo vel sóttur, að ekki komst fleira fólk fyrir í salnum. Fólkið virtist skemtavsér vel þó hér eins og vanalega, væri nokkuð erfitt að gera sér grein fyrir hvort íslenzk- um samkomugektum líkar betur eða ver. Þeir láta það ekki eins ótvírætt í ljós eins og aðrir menn. Leikurinn er fyrst og fremst gam- anleikur 0g hann er þannig leik- inn, að það er vel hægt að hafa gaman af honum. Mr. P. S. Páls- son gerir brúðgumann t. d. “yfir- máta” hlægilega persónu. Miss Guðbjörg Sigurðsson lék gamla konu, eins og hún hefir oft gert áður, og hún gerði það nú eins^og fyr, prýðis vel. Yfirleitt leysa lqikendurnir hlutv^rk ,sín sæmi- lega af hendi. f kveld, fimtudag, verður leikurinn endurteikinn. Frá Hveitisamlaginu. Fyrir nokkru flutti Dr. Robert Magill, ritari (Winnipeg Grain Ex- change, ræðu í Toronto Empire Club, er framkvæmdarstjórn hveitisamlagsins hefir ýmislegt að athuga við. Hefir framkvæmdarstjóri Cent- ral Selling Agency, Mr. E. B. Ram- say, nýlega birt eftir farandi at- hugasemdir við ræðu Dr. Magills: “Þær fregnir hafa borist oss til eyrna, frá umboðsmanni vorum í Lundúnum, að forseti Winnipeg Grain Exchange, hafi látið sér þau orð um munn fara, að upp- skeran í Canada síðastliðið ár hafi verið svo rýr, að ensk félög hafi svo sem ekkert korri getað fengið héðan til mölunar. “Dr. Magill hefði átt að vera það kunnugt, að uppskera ársins 1927 varð meiri en í meðallagi, og að hið góða verð, sem bændur yf- irleitt fengu fyrir kornvörur sin- ar, var mikið til starfsemi heviti- samlagsins að þakka. “Því verður að visu eigi á móti mælt, að hveititegundirnar urðu með lakara móti. En samt kom þó allmikið af góðu hveiti á mark- aðinn, er seldist við hæsta verði. “Mr. Mclvor, einn af fram- kvæmdarstjórum samlagsins, hef- ir nýlega lýst yfir því, að eftir- spurnin eftir canadisku hveiti, sé jafnt 0g þétt að fara í vöxt, og nægar birgðir séu fyrir hendi. Og þess lætur hann jafnframt getið, að ,No. 3 Northern, canadiskt hveiti, hafi nýverið selst við hærra verði, en beztu hveititegundir frá Argentínu. “Hvað helzt sem að Dr. Magill hefir þegar sagt, eða kann að segja, um canadiskar hveitiafurð- ir, eða markaðsskilyrði, þá verður því samt eigi neitað, að allir þeir, er keypt hafa hveiti af samlaginu, eru hæst ánægðir með vöruna.” í sambandi við þá staðhæfingu Dr. Magills, að hveitisamlagið rói að því öllum árum, að fá óhæfi- lega hátt verð fyrir hveitið, þá mótmælir Mr. Ramsay því að svo sé, en bætir því jafnframt við, að samlagið muni í framtíðinni, eins og hingað til, gera alt sem í valdi þess stendur, til þess að canadisk- ir bændur fái eins sanngjarnt verð fyrir korntegundir sínar, og frek- ast hugsanlegt er. Erá California. Úr bréfi til ritstj. Lögbergs. Long Beach, Cal., 2. feb. 28. Góði vinur:— Þökk fyrir hlýlegt bréf frá 26. f.m. Bróðir minn sendir þér $100, sem eg lofaði að gefa, til féhirðis Þjóðræknisfélagsins, undir áins eftir að hann meðtekur bréf frá mér. ‘^Hvað er að frétta úr kaup- staðnum?” Það var næsta algeng spurning í uppsveitum feðra- lands, þegar langferðamann bar að garði. Nei, nei, minn glað- lyndi góðkunningi, ekki þarftu að óttast, að eg þreyti þig með kaup- sýslu kaupstaðarfréttum. Eg þekki þig nægilega vel til þess að forð- ast að bjóða þér nokkuð því- líkt.----- Tíðarfar er blítt og bjart hér í Suður-Californíu. En það eru hér tveir ókostir, sem flestir Norð- urlandamenn munu fljótlega verða varir við. Of miklir þurkar og vatn er hér víðast hálf slæmt. Halldór Halldórsson frá Winni- peg, er nú fyrir skömmu byrjað- ur á 40 íbúða stórhýsi i Los Ang- eles á góðum stað. Við t Metúsalem Thorarinsson gerðum okkar fyrstu tilraun til þess að fljúga til himnaríkis nú fyrir tveimur dögum. Hvorugur okkar hafði enn eignast vængi, þess vegna urðum við að taka skip og flugmann og fjaðrir að láni. Okkur var það báðum ljóst, áður en við yfirgáfum okkar jarðneska bústað, að við vorum ekki vel undir ferðina búnir, eða hinn dýrðlega áfangastað í uppsveit- um, þess vegna báðunv’við okkar djarfa flugforingja, að snúa til baka, eftir fremur kuldalegar við- tökur þar uppi. — Við komumst slysalaust til baka við jarðneskan orðstír — ogj himneskar endur- minningar. — 1— Til Hollywood ferðuðumst við Thorarinsson. jí ftjeim 'suðræna sælustað er margt að sjá skraut- legt. T. d. leiftrandi stjörnur sjást þar með berum augum (án þess að hafa sjónauka), um há- bjartan dag í glaða sólskini — (frægir leikarar eru stundum nefndir “stars” á ensku máli). í Hollywood er eitt allra skraut- legasta leikhús þessarar álfu. Mun það hafa verið bygt at tilhlutan “stjarnanna” og “stjörnuspek- inganna” í þeirri himnesku borg. Charlie Chaplin kom þar fram á leiksviðið í sínum heimsfrægu tötrum, og sjálfkjörnu niðurlæg- ingu — “Charlie leads a dog’s life amongst high-spots of society,”— nærri því í öllum leikritum, þar sem hann kemur fram. Heimska og fáfræði, stolt og hégómagirni, hljóta oft eftirminnileg olnboga- skot hjá Charlie Chaplin, hann hefir hlotið maklega viðurkenn- ingu. Með kærri kveðju til Lögberg- inga. Þinn einlægur, Aðalsteinn Kristjánsson. Fregnir frá Ottawa. eftir L. P. Bancroft. þingmann Selkirk kjördæmis. Síðastliðin vika, hefir gengið að heita má öll, í umræður um stjórn- arboðskapinn, eða hásætisræðuna. Mr. Ilsley frá Nova Scotia, nýr þingmaður, flutti eina þá snjöll- ustu ræðu, sem haldin hefir verið á þingi hin síðari ár. Ræður for- sætisráðgjafans, Rt. Hon. Mac- kenzie Kings, og Mr. Bennetts, for- ingja íhaldsmanna, voru með af- brigðum snjallar og rökfastar. Breyting sú á þingsköpum, sem gerð var í fyrra, og bindur ræðu- tíma hvers einstaks þingmanns við fjörutíu mínútur, hefir leitt til þess, að þingmenn fylgja fast- ar umræðuefninu og blanda síður inn í það' óviðkomandi málum. Þegar eftir setningu þings, tóku Liberal-Progressive þingmennirn- ir frá Manitoba, að berjast fyrir lækkun verndartolla. 1 sama streng tóku, og allir liberal þing- mennirnir frá Sléttufylkjunum. Sá er línur þessar ritar, flutti ræðu þann 31. janúar síðastliðinn, og skaut því að stjórninni, að ýms- ar þær upplýsingar, er tollmála- nefndinni þegar hefði borist, meira en réttlættu lækkun vernd- artolla á ýmsum sviðum. Benti hann einnig á það, að ákvæðin í “Inspection and Sale” lögunum, hvað bindaratvinna áhrærði, væru bændum óhagstæð, og þyrftu því breytingar við. Mun mega ganga út frá því sem gefnu, að breyting á téðum lögum nái fram að ganga á yfirstandandi þingi. Etftirgreindir Lib.-Progressive þingmenn, hafa þegar tekið til máls um hásætisræðuna: Beau- bien, Bancroft, Glen, Steedsman, Brown, MHne og Lovie. Búist er við, að umræðunum um stjórnarboðskapinn, verði lokið seinni part næstu viku. RAGNAR H. RAGNAR. Hr. Ragnar H. Ragnar, píanó- kennari, sem mörgum er að góðu kunnur frá dvöl hans hér í borg, stundar píanókenslu í bænum Medicine Hat, Alta, yfirstandandi vetur, við ágætan orðstír, eftir fregnum, sem oss hafa borist af rionum að1 jvestan., iHefir hann efnt til nokkurra hljómleika í vetur, og hlotið að launum aðdá- un áheyrenda, fyrir leikni sína og skilningsglöggvi á hlutverkum þeim, er hann hefir haft með höndum. Nýlega hefir oss borist í hend- ur úrklippa úr blaði einu, sem gefið er út í Medicine Hat, með eftirfarandi ummælum um hr. Ragnar: “Það er ekki langt síðan að Ragnar kom til Medicine Hat, en á þeim stutta tíma hefir það sann- ast, að hann er einn af allra full- komnustu píanóleikurum bæjar- ins. Meðferð hans á “Romance”, eftir Sibelius, var stórhrífapdi, og er hið sama að segja um “May Night” eftir Palmgren. Hámarki sínu mun þó hrifningin hafa náð, er þessi efnilegi píanóleikari spilaði “Hungarian” eftir Mc- Dowell. Varð fögnuður áheyr- enda þá svo mikill, að píanistinn varð knúður til að spila auka- númer, þar á meðal Chopins ‘Nocturne” í F dúr.” T

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.