Lögberg - 16.02.1928, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.02.1928, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. FEBRÚAR 1928. Bl*. 7. NorÖurljós — Aurora Boreális — Eftir Jón Eyþórsson.. (Framh.) Uppruni norðurljósa hefir löng- um verið mönnum hin mesta ráð- gáta. Má því geta nærri, að marg- víslegar getur hafi verið leiddar að orsökum þeirra og eðli. Yrði of langt mál að rekja það hér til hlítar. Svo segir í Konungsskuggsjá, að þrjá hluti hafi menn fært í getur sem tildrög norðurljósa á Græn- landi: “Sumir segja, að eldur kringi umhverfis höfin og öll vötn þau, sem hið ytra renni um böll (—hnött) jarðarinnar. En, með því að Grænland liggur á hinni yztu síðu heimsins til norðurs, þá kalla þeir það inega vera, að það ijós skíni af þeim eldi, er um- hverfis er kringdur hin yztu höf- in. Þetta hafa og sumir í ræðu fært, að í þann tíma er rás sólar- innar verður undir belli jarðar- innar um nóttina, að nokkrir skim- ar megi af hennar geislum bera UPP á himininn, með því að þeir kalla Grænland svo utarlega liggja á þessari heimsins síðu, að brekku- hvelið jarðarinnar má þar minka, það er fyrir ber skin sólarinnar. En eru þeir sumir, er þetta ætla, og það þykir ei ólíkast vera, að ísarnir og frostið dragi svo mikið afl undir sig, að af þeim geisli þessi skimi. Eigi veit eg þá hluti fleiri, er í getur séu færðir um þetta má, . . . . og engan dæmum vér sannan af þeim ...” A síðari öldum hafa norður- Ijósin oft og einatt verið talin ^eð öðrum náttúruundrum á voru ^andi. Sagt er jafnvel að einn fé- slyngur landi hafi unnið það þrek- virki að selja mátulega gáfuðam útlendingi norðurljósa-réttindi á íslandi! — Johan Anderson. borg- ®nneistari í Hamborg, segir í ís- landslýsingu sinni (1746), að norðurljósin hljóti að stafa af þrennisteinsgufu, er stigi hátt 1 loft upp frá eldfjöllum og hverum. Safnast gufur þessar einkum að heimskautinu og þjappast þar saman í kulda-röku loftinu, unz í þeim kviknar! ^ér munum nú láta þessu lík- ar getgátur eiga sig, en leitast við að s’kýra nokkru nánar frá stað- betri rannsóknum, er gerðar hafa verið þrjá síðustu áratugina. — ■^fafa þær aðallega verið fram- kvæmdar af þremur prófessorum við háskólann í Osló, þeim Birke- land, Störmer og Vegard. Má og þakka þeim fjest það, sem nú er þaft fyrir satt um tildrög og eðli norðurljósa. Fyrir daga Birkelands höfðu ymsir vísindamenn rannsakað norðurljós og leitt getum að upp- runa þeirra. Reynt hafði verið að mæla hæð þeirra yfir jörðu, en niðurstöðurnar voru mjög sund- urleitar. Sumir álitu, að það væri ... eins nokkur hundruð metra frá J r u, aðrir töldu fjarlægðina þundruð kílómetra. Því °fðu menn veitt eftirtekt, að Pegar norðurljós eru mikil, verður segulnálin ókyrr 0g sveiflast í sí- e lu fram 0g aftur. Truflanir pessar ganga undir nafninu seg- u magns-storinar 0g stafa vafa- aust af breytingum á segulafli Jarðarinnar., Með segulmagns- stormunum fylgja stundum svo miklar truflanir á símalínum, að samtöl og skeytasendingar trufl- ast alveg. — Enn fremur var það sannað, að þegar mikið er af dökk- um blettum á sólunni, þá eru og bæði segulstorimar og norðurljós venju fremur áberandi. Sólblett- irnir eru einskonar stormsveipar í hinum glóandi lofthjúpi sólar- innar. Þeir eru mestir 11. hvert ar> en ná lágmarki þess á milli. Við árlegar athuganir á norður- Ijósum og segulstormum, kom það í Ijós, að tíðleiki þeirra breytist samtíða só’lblettunum. Það var því auðsætt, að eitthvert orsaka-samband var milli þessara fyrirbrigða, en hvernig því væri háttað, kunni enginn að greina. Aðalsporið í þá átt tók Kristian Birkeland, sá er fann aðferðina til að vinna kæfiefni úr loftinu og gera Noregssaltpétur til jarð- ræktar. Árið 1869 fékst Birkeland við rannsóknir á katóðugeislum. — Geislar þessir eru rafmagnseind- ir á hraðri ferð og myndast m. a. þegar sterkum rafmagnsstraumi er hleypt í gegn um nærri loft- tómt glerhylki. Hann varð þess var, að segulstál virtist safna raf- eindum að sér líkt og brennigler safnar ljósgeislum að einunt depli. Datt honum þá hug, hvort norðurljósin mundu ekki vera katóðugeislar, sem safnaðist að segulskautum jarðar, utan úr geimnum. Stöfuðu geislar þessir einkum frá sólu, en líka frá öðrum meginstjörnum. Til þess að reyna þessa hugmynd nánar, gerði Birke- land sér dálítinn jarðhnött, sem að utan var borinn efni nokkru, er verður lýsandi þegar katóðu- geisla ilýstur á þau. Innan í hnett- inum var járnstafur, sem gera mátti segulmagnaðan með raf- magnsstraumi. Hnötturinn var_ lokaður inni í lofttómu glerhylki. Þegar straumi af katóðugeislum var beint að hnettinum, og væri hann ósegulmagnaður, þá varð hann einungis lýsandi á þeirri hlið, er í geislastrauminn vissi. En væri hann gerður segulmagn- aður, varð alt annað uppi. Þá við. Svo er talið í símann: einn, tveir, þrír og báðar myndir tekn- ar á sama augnabliki. — Sama norðurljós og sömu stjörnur koma fram á báðum myndunum, en norðurljósin bera ekki eins við stjörnurnar frá báðum stöðum. Þennan stefnumun má mæla ná- kvæmlega og þar af reikna hæð norðurljóssins. Aðalvandinn við þessa aðferð var að fá Ijósrík og heldur ekki utan vissrar fjar- lægða rfrá þe'm. Stendur þetta heima við tilraun Birkelands og gefur einnig glögga hugmynd um norðljósabelti jarðarinnar. Allfjarri jörðu verkar segul- magn hennar eins og það kæmi frá einum segulstaf, er gengi í gegn um miðdepil hnattarins og skæri yfirborðið á nyrðri hálf- unni í Norðvestur-Grænlandi. Er myndatæki 0g svo Ijósnæmar plöt- j þar fundin skýring á því, að sá ur, að hægt væri að taka mynd-1 staður er miðdepill í norðljósa- irnar á augnabliki (1 sekúndu eða beltinu, en ekki sjálft segul- skemur), því annars mundi ljósið skautið. hreyfast úr stað og myndin verða Eitt er þaði gem hyorki tiJraun ógreinileg. Þessa erfiðleika sigr- Birkelands né, reikningsliist Sör. aði Störmer. Síðan hafa verið mers gaf skýringu á. En það er, telcnar fjölmargar myndir af norð-l að norðljósabeltið er í raun og urljósum með aðferð hans. Eink-;veru víðara eða fjær segulásnum um hefir jarðeðlis-stofnunin í J heldur en búast mætti við. Tromsöy unnið að því og svo Störmer sjálfur í Osló.. Þegar norðurljós sjást þar, vakir hann oft ehilar nætur með aðstoðar- menn sína, til þess að taka mynd- ir. Af þessum mælingum hefir niðurstaðan orðið sú, að lægstu norðurljósin í Norður-Noregi séu 87 km. yfir jörðu, en flest 100— 110. km. Sunnar í Noregi verða þau miklu hærri. Nokkur hafa reynst að vera 600 km. yfir jörðu og eitt einasta 750 km. Á árum 1909—’13 reiknaði Störmer út 2500 slíkar hæðarmælingar. Er ! það mikið verk. Annað atriði, sem Störmer lagði mikið kapp á, var að reikna út Þetta hefir Störmer skýrt á þann veg, að utan um jörðina myndist baugur, af katóðugeisl- um, sem ekki verður sýnilegur vegna þess, að hann er fyrir utan allan lofthjúp jarðar. En þessi baugur mundi hafa segulmagns- áhrif, sem truflaði segulsvið jarð- arinnar og “togaði” norðurljósin fjær segulásnum. Venjulega gæt- sett af súrefni og kæfiefni. Þegar hærra dregur minka þessar þyngri lofttegundir brátt, og má ætla að aðrar léttari verði meira áberandi, einkum vetni og helíum. Vér vit- um, að þegar í 7 km. hæð, er súr- efnið í loftinu orðið svo lítið, að flugmenn, sem hærra fara (alt að því 12 km.), verða að hafa með sér súrefni á flöskum, til þess að geta andað. En hvernig ættum vér að fá fulla vissu um efni lofthjúps- ins í 100 km. hæð eða meira? — Helsta ráðið til þess er að rann- saka litróf norðurljósanna. Þau eru oss því nær ein til frásagna um það, sem fyrir er svo langt ofar jörðu. í litrófi norðurljóssins ber mest á einni gulgrænni línu, en auk þess má og sjá nokkrar aðrar svo daufar of hverfular, að erfitt er að mæla bylgjulengd þeirra. Marg ar tilraunir hafa verið gerðar til að ákveða línurnar, en niðurstöð- urnar voru bæði sundurleitar og lítt ábyggilegar. Ekki virtust þær heldur samsvara litrófslínum af no'kkru efni því, er menn þekkja. Hefir þess því verið get- ið til af Alfred Wegener, að “norð- ir áhrifa baugsins lítið; en ef sól-1 Jjósalínan” stafaði frá mjög léttri in sendir frá sér óvenjulega mik-í°® óþektri lofttegund yzt í loft- ið af rafmagnseindum, verður' hjúpi jarðarinnar; nefndi Wegen- hann máttugri en ella. Þá dregst norðurljósið venju fremur langt suður á bóginn, og þá verða um leið segulstormar á jörðunni. — : í baugnum eru rafmagnseindir á brautir þær, sem rafmagnseind-! sífeldri ferð og flugi> koma og irnar hlytu að fara frá sólu til hyerfa eftir gkamma dv61> en nýj. jarðar. Er -á reikningur mjög ar beragt f 8taðinn> Er >á örðugur viðfangs og seinlegur. Skal eg ekki leitast við að lýsa honum, en að eins geta um helztu niðurstöður af rannsóknum hratt hnötturinn katóðugeislunum | Störmers. frá sér nema á blettum umhverfis segulskautin. Geislaflóðið grein- ist í tvær kvíslar er beinast að sínu skautinu hvor, og breiðast út sem lýsandi baugar, en að eins þeim megin á hnettinum, er veit frá katóðunni (sem sendir frá sér geislana). Ef vér hugsum oss, að Vér vitum, að jörðin er segul- mögnuð og að seguláhrifa gætir langt út frá henni á alla vegu. Rafmagnseindirnar ætlum vér að séu örsmáar agnir, sem þeytisí frá sólunni með alt að 100 þús. km hraða á sek. (ljósið fer 300 þús. km.). Agnir þessar eru svo katóðan sé sólin, svarar þetta til, j smáar, að þótt heilum milliardi Endurnærandi svefn? John^f í e^kl soflð>” segir Mrs. “Eg varfJíáJ+f8’ Jackson> Ohio. — arlvst- >n-1.aítt'arin> hafði ekki mat. fékk hvaðaðl?í- af hæ£ðaleysi °K taugaóstvvueftl,r annað svima og við fyrstn fi’- ,Mér batnaði mikið ■Eg fékk t, ioskuna af Nuga-Tone. eK góða heilsu me4ra nú hefi reiðanlega ánti Nnga-Tone er a ann og MóXík* meðal fyrir mag- Meir en míB 0fir taugarnar-” Nuga-Ton?1 Jn manna hafa reynt lega w °? reynst Það ágæt- bætir mpitfvkur matarlystina og magínuS ÍLngVnS* eyðir *asi 1 blöðrn Jf'i0?- læknar nyrna- og um Þn'«Uk t0nia’ 9ft a Já,lrn dög- gerir styÆlr taugakerfið og gerír Kia*1« stlltari og rólegri og stvrkir °nlð rautt °K heilbrigt og Nuffn har með allan Hkamann. hvrf.f; 01le er selt með þeirri á- aft.Vr’ að peningunum er skilað vorVr’ ef fu ert ekki ánægður með nrrknnir hess.^ Lestu það sem hverrf ösk°'r & blaðið> sem er í tækjunum 8 Ju' stjörnu, sem norðurljós er í nánd að-norðurljósið birtist að eins að kvöld- og næturlagi, eða þeim megin á jörðunni, er frá sólu snýr. Birkeland hafði þannig tekist að framleiða norðurljós, þótt í smáum stíl væri. Helztu niðurstöður, sem hann fékk af tilraunum sínum og öðr- um rannsóknum, voru þessar: Frá sólblettunum þeytast straumar af rafmagnseindum, er stefna beint út frá yfirborði sól- ar, en dreifast ekki í allar áttir eins og ljósgeislarnir. Ef slíkur geislabaugur kemst í námunda við jörðu, verða raf- magnseindirnar fyrir áhrifum af segulafli jarðarinnar, segulkraft- urinn verkar þráðbeint á geisla- stefnuna, og afleiðingin verður sú, að flestar geislaagnirnar hrindast frá jörðu um miðbaug. Til þess að ná jörðinni, verða þær að fylgja segulafls-línunum, er allar stefna að jörðu nálægt heimsskautunum. Þetta er skýr- ingin á því, að katóðugeislarnir safnast um segulskautin í tilraun Birkelands, og um leið skýring á norðurljósabeltum jarðarinnar. ■— Komist geislarnir nægilega nærri jörðunni, lýstur þeim niður í efstu svið lofthjúpsins og tendra þar norðurljós. Venjulega hverfa geislastraum- arnir frá jörðu í 500—1000 kíló- metra fjarlægð. Er því að eins lítill hluti þeirra, sem kemst svo langt inn í lofthjúpinn, að norð- urljós myndist af. Straumar þess- ir hafa geysimikla orku í sér fólgna, stundum yfir 1 miljón “ampéres” (straumeindir) og ork- an ætti að vera alt að því 100 miljónir hestafla. — En því mið- ur eru líkindin lítil til, að geta beizlað þessa orkulind; hún er bæði stopul og alt of hátt á grein til þess að vér náum henni. Birkeland gat einnlg sýnt fram á, að straumar þessir fylgdu hreyfingum sólarinnar og hlytu því mestmegnis að stafa frá henni. Næsta þátt þessara rannsókna hóf prófessor Störmer laust eftir síðustu aldamót. í fyrsta lagi tókst honum að leysa þá þraut að ákveða hæð norðurljósa með fullri vissu. — Beitti hann þeirri aðferð, að taka samtímis ljósmyndir af sama norðurljósi frá tveimur stöðum; þarf fjarlægð þeirra að vera minst 30 kílóm. Þeir, sem myndirnar taka, þurfa að hafa síma á milli sín til þess að geta talast við og gefið merki. Þeir miða nú mynda- á einhverja þekta af þeim væri raðað hlið við hlið, mundi röðin samt ekki verða yfir min. á lengd. Þegar rafmagns- eindirnar koma svo nálægt jörðu, að áhrifa fer að gæta af jarðseg- ulmagninu, taka þær að breyta stefnu. Verður þá að reikna hreyf- ingu þeirra skref af skrefi, eftir því sem seguiaflsvið jarðarinnar breytist. Vinda þær sig nú áfram í gormrás um segulaflslínurnar, en fæstar ná þó inn í lofthjúp jarðarinnar. í vissri fjarlægð leggja þær lykkju á leið sína og vindast aftur frá jörðu og út í geiminn. Aðeins nokkur hluti þeirra fer í stóran sveig um jörð- ina og lýtur niður í lofthjúpinn þeim megin er veit frá sólinni. Til þess að hægra væri að átta sig á þessu, gerði Störmer eftirlíking- ar af brautunum, eins og þær höfðu vejið reiknaðar. Notaði hann til þess beygjanlegan málm- þráð, undinn hvítu silki og studdi undir með dökkleitum stálteinum. Reikningurinn sýndi, að engar rafmagnseindir frá sólunni geta hæft jörðu við sjálf segulskautin er hana “geókóróníum”. En nú ætla flestir þetta heilaspuna. Vegard tók nú að rannsaka nánar litróf norðurljóssins og að mæla bylgjulengdir línanna. Með því að setja ljósríka litsjá í samband við Ijósmyndatæki tókst honum að fá ljósmynd af litrófi norðurljóssins. Á myndinni komu fram, auk grænu höfuðlínunnar, 6 aðrar línur, bláar og fjólubláar. Mátti ákveða bylgjulengdir þeirra svo nákvæmlega, að enginn vafi var á, að þær stöfuðu frá kæfi- efni. Hins vegar komu engar vetnis- né helíumlínur fram, eins og alment var búist við. Vegard ins og 'tendra ljósbjarma. — Ef £at mælt bylgjulengd höfuðlín- unnar með meiri nákvæmni en nokkru sinni fyr, en ekki sam- Rannsóknir Störmers á geisla- brautunum hafa einnig leitt í Ijós, hvernig norðurljósin fá hin ýmsu gervi er nefnd voru hér að framan. Hver geislatunga í norðurljósinu er mynduð af syrpu rafmagns- agna, sem vindast eftir segullín- unum inn í lofthjúp jarðarinnar. Þar rekast þær á sameindir lofs- geislatungurnar þyrptust saman á háloftinu, sýnist oss sem þær hverfi að einum depli, enda þótt þær í raun og veru séu samhliða. Þær mynda norðljósahjálm. Fald- ar myndast með því móti, að geislasyrpa frá sóulnni, sem lýst- Ur niður í lofthjúpinn, breiðist út á tvær hendur, unz hún er orðin að unnu bandi yfir þveran himinn frá austri til vesturs. En þetta getur að eins átt sér stað við sér- staka afstöðu jarðar og sólar, enda eru faldarnir kvikir mjög og hverfulir. Það er einkenni manna, að því fleira sem þeir vita, því forvitn- ari verða þeir. — Enda þótt Birke- land og Störmer hafi mikið glætt skilning vorn á tilkomu norður- ljósa, eru samt margir þeir hlutir ótaldir, sem oss fýsir að vita skil á. Hvernig stendur á því, að smá- agnir, hlaðnar rafmagni, skuli tendra norðurljós, er þeim lýstur niður í lofthjúpinn? Og hvaða efni er það í loftinu, sem gerist lýsandi, og hvernig er það á sig komið? Þessi atriði hefir próf. Vegard einkum tekið sér fyrir hendur að rannsaka. Andrúmsloft er aðallega sam- svaraði hún nokkurri annari línu í litrófinu, sem menn vissu um. Til þess að rannsaka litrófið enn þá nánar, lét Vegard gera nýjar og stærri litsjár. Með þeim tókst honum að fá allgreinilega | mynd af öllu litrófi norðurljóss- ins. Meðal annars komu fram um 30 bláar og fjólubláar línur, er við nánari rannsókn virtust stafa frá kæfiefni með mjög lágu hita- stigi. Engin merki fundust um línur frá vetni eða helíum. Ekki gat höfuðlínan heldur stafað frá þeim lofttegundum. Þóttist Ve- gard nú geta fullyrt, að þær séu ekki til yzt í lofthjúp.inu, heldur sé kæfiefni þar yfirgnæfandi eins og í andrúmsloftinu. Nú er það lítt hugsaníegt, að svo þung loft- tegund geti verið svo hátt yfir jörðu, þar sem loftþrýstingin hlýt- ur að vera sama sem engin. En hugsanlegt er, að sameindir kæfi- efnisins séu hlaðnar rafmagni og haldist svífandi í rafmagnsorku. Ýms einkenni á litrófi norður- ljóssins, sem Vegard tók eftir, komu loks þeirri hugmynd inn hjá honum, að höfuðlínan og nokkrar KOSTNAÐARSÖM EIGINGIRNI IBI !IIW!II H!'W"! 'lilll Allir bændur í Vestur-Canada, fá hærra verð fyrir liveiti sitt vegna þess, að Hveitisamlagið liefir haft þau áhrif, að verðið er stöðugra og ábyggilegra á heims- markaðinum. Mikill liluti þeirra bænda, sem stunda utan við Hveitisamlagið, fá lægra meðal- verð fyrir hveiti sitt, heldur en Samlags bændurnir. Hvers vegna vanrækja þá enn svo margir bændur . að undirskrifa samninga við Hveitisamlagið? Einn bóndinn í Manitoba, sem þó viðurkendi, að Samlagið útvegaði bændum hærra verð , neitaði að skrifa undir með þeim ummælum, að liann vildi heldur vera fyllilega sjálfráður, jafnvel þó hann tapaði peningum á því, heldur en að vera bundinn við nábúa sinn í samvinnufélagsskap, þar sem allir tækju jafnan hlut. Með þessu var maðurinn ekki að sýna neitt sjálfstæði, heldur að eins eigingirni sína. Það hlýtur að koma til af skorti á dómgreind, að nokkur maður skuli haga sér svo heimskulega, að fá 'þeim mönnum hveiti sitt í hendur ár eftir ár, sem sjálfir eru að græða á því, þegar hann á kost á að ganga í Samvinnufélagsskap með ná- grönnum sínum og láta Hveitisamlagið selja hveiti sitt, sem skilar bóndanum öllu verðinu, að undanteknum beinum kostnaði, við að höndla liveitið. Sömu kostirnir, sem gera mann góðan nágranna og góðan borgara, gera hann líka g’óðan Hveitisamlagsmann. Þarf er eitthvað að hverjum peim manni, sem heldur vill sjálfur fara á höfuðið, en að vera nábúunum tih hjálpar. TIIE CANAÐIAN CO-OPERATIVE WHÉAT PRODUCERS, LIMITED aðrar rauðar og grænar línur í lit- rófi norðurljóssina stuðli frá írosnu kæfiefni, sem katóðugeisl- arnir rækjust á. Kæfiefni verður fljótandi við 196 stig og storknar við 213 stiga frost. — Fýsti Vegard nú að sannreyna hugmynd sína með því að sjá hvað verða vildi, ef katóðu- geislum væir skotið á storkið kæfi efni. En heima fyrir voru engin tök á að gera slíka tilraun. Leit- aði hann þá til háskólans í Ley- den í Hollandi, og þar var fyrsta tilraunin gerð 1923. Til þess að frysta kæfiefnið var notað fljót- andi vetni (-:- 253 stig), sem leitt var gegnum eirpípu ti lað kæla hana; síðan var kæfiefnið látið leika um pípuna, og myndaðist þá um hana þunn himna af kæfiefn- isís. Þá var katóðugeislum varp- að á ísinn. Tók hann þá þegar að lýsa með skærum grænleitum bjamra, er minti mjög á litarhátt norðurljóssins. Þegar ísbjarminn var skoðaður í litsjá, kom þegar í ljós, að litróf hans líktist mjög litrófi norðurljóss. Bláu og fjólu- bláu línurnar voru nákvæmlega eins. 1 grænum lit kom fram mjótt banda á sama stað og höf- uðlína norðurljóssins. — Tilraunin virðist nú hafa leitt mjög gildar líkur fyrir því, að á yztu takmörkum lofthjúpsins muni vera svífandi ísryk úr kæfiefni, sem að nokkru leyti er rafmagn- að. ísagnirnar eru vitanlega svo smáar, að þær eru með öllu ósýni- legar berum augum. Þær mundu sífelt vera á fleygiferð, ýmist hefjast eða hniga, ýmist rafmagn- ast eða afmagnast. Þær mundu dreifa sólarljósinu og valda miklu um bláma himinsins. Segulsvið jarðarinnar mundi leitast við að safna þeim um segulmiðbauginn, og þar mundi fjarlægð þeirra frá jörðu verða mest. Stendur það og heima við þá sannreynd, að norð- urljósin verði því hærri, sem sunnar dregur. Loks má ætla, að slíkur “rafmagnshjúpur” um jörð- ina mundi hafa áhrif á loftskeyta- bylgjur og langdrægni þeirra. Þess ber að geta, að allmiklar brigður hafa verið bornar á til- raun Vegards og ályktanir þær, sem hann hefir dregið af þeim og nú hafa verið lauslega taldar. Amerískur vísindamaður hefir endurtekið tilraunina, en aðeins haft völ á fullkomnari litsjá, held- ur en þeirri sem Vegard notaði. Hefir þá græna bandið í litrófi kæfiefnis-íssins greinst sundur í fleiri skarpar línur, en engin jeirra féll algerlega saman við grænu höfuðlínuna í litrófi norð- urljóssins. — En hér er þess að gæta, hve erfitt það muni vera að fá öll sömu skilyrði við slíka til- raun í smáum stíl eins og þau eru úti í geimnum, mörg hundruð km. ofar jörðu. Vér vitum t.d. eigi um hraða katóðugeisla þeirra, sem mynda norðurljósin og heldur ekki um stærð ísagnanna, sem þeim lýstur við. Þessu lík atriði gætu verið nægileg ástæða fyrir því, að nokkurs mismunar kendi litrófi norðurljóssins og litrófi ísbjarmans við tilraun Vegards. Rannsóknir á þessu efni munu enn þá vera sóttar af kappi, og því óséð, hver leikslok verða. En jafnvel þótt ráðning Vegards á geislarúnum norðurljósanna fái eigi með öllu staðist eldraun sann- reynslunnar, er hún eigi að síður stórmerk og glæsileg. Hún hefir blásið ’nýju fjöri í rannsóknirnar og beint þeim á nýjar og ókann- aðar brautir. Við það kemur vafa- laust margt nýtt í ljós, sem leiðir nær takmarkinu.—Allar eru rann- sóknir þessar gott dæmi þess, hvernig vísindamenn verða að láta ímyndunarafl sitt og reynsluþekk- ingu vinna saman, þegar þeir glíma við flóknustu gátur tilver- unnar. ULUSTID Hafið þér heyrt um Peps ? Pepsftöí 1- urnar eru búnar til sa’m- kvæmt strangvísindalegum reglum og skulu notaðar við hósta, kvefi, hálssárindum og brjóstþyngslum. Peps innihalda viss lækning- arefni, sem leysast upp á tung- unni og verða að gufu, er þrýst- ir sér út í lungnapípurnar. Gufa þessi mýkir og græðir hina sjúku parta svo að segja á svip- stundu. Þegar engin önnur efni eiga aðgang að lungnapipunum, þá þrýstir gufa þessi sér viðstöðu- laust út í 'hvern einasta af- kima og læknar tafarlaust. — Ókeypis reynsla. Klippið þessa auglýsingu úr blaðinu sendið hana með pósti, ásamt 1 c. frímerki, til Peps Co., Tor- onto. Munum vér þá senda yð- ur ókeypis reynsluskerf. Fæst hjá öllum lyfsölum og í búðum 50 cent askjan. ?€pS landi og víðar. Ekki munu veður- fræðingar þó aðhyllast þá skoð- un, að þau hafi. nein beinlinis á- hrif á veðráttu á jörðunni. En norðljósa rannsóknir eru mjög þýðingarmiklar fyrir veðurfræð- ina, að því leyti sem þær geta gef- ið vitneskju um efni og eðli loft- hjúpsins á hærri sviðum. Geta má og þess, að veðráttufar jarð- arinnar virðist vera háð breyting- um þeim á geislamagni sólar, sem sólblettirnir hafa í för með sér. En sama máli er að gegna með norðurljósin, og segulstormana, eins og áður var drepið á. Sólin er sameiginleg orsök þessara fyr- irbrigða, en að öðru leyti eru þau hvort öðru óháð.—Eimreiðin. Manitoba Wheat Pool Winnipeg Manitoba. Manimmií Saskatchewan Wheat Pool Regina, Saskatchewan. Alberta Wheat Poo Calgarv, Albcrta. Frá Islandi. Hallgeirsey, 5. jan. 1928. Hér hefir verið auð jörð enn sem komið er. Snjó festi ekki á jörð fyrir austan Rangá um jólaleytið. Menn fóru ekki að gefa ám fyr en undir jól. Stóð og sauðir ganga úti enn. — óvenjulega lítið um bráðapest. — Heilsufar gott. — Sjór hefir verið ókyr við suður- ströndina undanfarna daga og ó- venjulega mikið brim. Borgarnesi, 5. janúar. Námsskeið hefst á alþýðuskól- anum á Hvítárbakka á morgun. Verða haldnir á því fyrirlestrar um ýms efni o. s. frv. tJtskurðar- kensla fer fram á námsskeiði þessu og hefir Ríkarður Jónsson hana á hendi. Þá á einnig að kenna viki- vaka og hefir Helgi Valtýsson þá kenslu á hendi. Heyrst hefir, að séra Jakob Kristinsson muni koma á námskeiðið og halda þar fyr- irlestra. Aðsókn er mikil að náms- skeiðinu og miklu fleiri en hús- rúm leyfir. í skólanum eru 40—50 nemendur, og sagt er, að milli 20 og 30 sæki námsskeiðið. — Bænda- námskeið mun standa til að verði haldið að Hvanneyri bráðlega, og mun það þá verða fjölsótt að vanda. — Vísir. Æ. V. Norðurljós hafa löngum verið meðal þeirra hluta, sem menn hafa markað veður af, bæði hér á Á föstudagskvöldið, 3- Þ-m., setti umboðsmaður st. Heklu, B. Magn- ússon, eftirfarandi meðlimi í em- bætti: F. Æ.T.: Stefanía Eydal. T.: Jún Marteinsson. T.: Salóme Backman. G. U.: Jódís Sigurðsson. R.: Gísli Magnússon. A.R.: Stefan Einarsson. F.R.: Guðm. Jónatansson. Sigríður Jakobson. Sigurveig Christie. A.D.: Jódís Sigurðsson. V.: Octavía Borgfjörð. Ú.V.: Hjálmar Gíslason. Meðlimir Heklu eru 198. K. D. miiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimi BEZTU TEGUNDIR SENT TIL ÞIN I DAG KOLA AF ÖLLUM SORTUM Ef þér þarfnist, getum vér sent pöntun yðar sama klukkutím- ann og vér fáum hana. DRUMHELLER — SAUNDERS CREEK — SOURIS — FOOTHILLS — McLEOD RIVER — KOPPERS COKE — POCAHONTAS Kaupið Kolin Ykkar frá Gömlum, Áreiðanlegum Viðskifta- mönnum. — Tuttugu og Fimm Ára Þekking Um Það, Hvemig Eigi að Senda Ykkur Hina Réttu Sort af Kolum D. D.W00D & S0NS Tals.: 87 308 ROSS and ARLINGTON STREETS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.