Lögberg - 16.02.1928, Blaðsíða 8

Lögberg - 16.02.1928, Blaðsíða 8
Bls. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. FEBRÚAR 1928. Lœknir (jölskyldunnar mælir með Robin Hood Flour vegnaþess að mjöiið er hreint og heil- nœmt. Þér fáið fleiri brauð úr pokanum. RobínHood FI/OUR r ABYGGILEG PENINGA TRYGG ING í HVERJUM POKA Þeir, sem kynnu að vita um ut- anáskrift eða heimilisfang, Mr. Morris Anderson, er um eitt skeið bjó að 441 Ferry Road, St. James, eru vinsamlega beðnir að gera ritstjóra Lögbergs aðvart. KENNARA vantar fyrir Mary- Hill skóla No. 987, frá 15. marz til 15. nóv. (á^úst frí). Umsækjend- ur tilgreini mentastig, æfingu og kaup. Tilboð sendist fyrir 25. feb. til S. Sigurdson, Sec.-Treas., Box 129, Lundar, Man. Séra Jónas A. Sigurðsson fór vestur \til Churchbridge, Sask., á þriðjudagskveldið. Bjóst við að koma aftur fyrir eða um helg- ina. Icelandic Choral Society, held- ur næstu æfingu í samkomusal Fyrstu lút. kirkju, þriðjudags- kveldið þann 21. |>.m. Er mjög á- ríðandi- að meðlimir mæti stund- víslega. Þá verður byrjað að æfa fyrir þátttökuna í hinni al- mennu hljómlistarsamkepni Mani- toba fylkis. Skemtisamkoma verður haldin í Riverton, þriðjudagskvöldið þ. 28. yfirstandandi mánaðar, til arðs fyrir Björgvinssjóðinn. Með al þeirra sem skemta, má telja Mrs. S. K. Hall, og Mr. Paul Bar- dal héðan úr borginni. Hafa Rivertonbúar stofnað til fjöl- breyttrar skemtiskrár og haft við- búnað mikinn, þarf því ekki að efa, að húsfyllir verði. öllum ís- lendingum er það sérstakt ánægju efni, að ljá Björgvinsmálinu stuðning. Nánar í næsta blaði. Aðfaranótt þess 19. janúar, lézt að heimili sínu í Eyford-bygð í N. Dakota, ekkjan Anna Gests- dóttir, 63 ára að aldri, 'hin mesta myndar og merkiskona. Var hún jarðsungin af séra Haraldi Sig- mar, að viðstöddu miklu fjöl- menni. Hinnar framliðnu verður nánar minst hér í blaðinu. Margir gestir hafa verið stadd- ir í borginni undanfarna daga. Auk þeirra, sem annars staðar er getið hér í blaðinu, höfum vér orðið varir við þessa: Séra' K. K. Olafson, Glenboro; séra N. S. Thorlaksson, Mountain; séra Jó- hann Bjarnason, Árborg; séra J. A. Sigurðsson, Selkirk; hr. Magn- ús Pétursson, Langruth, hr. Gísla Jo'hnson, The Narrows, og hr. Th. Thorarinsson, Riverton. Stúdentafélagið hélt fund í samkomusal Fyrstu lút. kirkju, síðastliðið laugardagskvöld, við góða aðsókn. Flutti Dr. ólafur Helgason þar einkar fróðlegt er- indi um ísland og íslenzka þjóð. Var á fundinum margt fleira til skemtana, og kaffiveitingar að lokum. - Mr. Víglundur Davíðsson, bygg- ingameistari, kom sunnan úr Bandaríkjum um miðja fyrri viku, eftir að hafa ferðast þar allvíða um. Mr. Olafur Johnson, frá Hen- don P.O., Sask., kom til ‘borgar- innar í vikunni sem leið. MATARKAUP. Glænýr, frosinn fiskur úr Mani- tobavatni. Verð; Hvítfiskur 6c pd.; Gedda (Jackfish) 3%c pd.; iSugfiskur (Mullets) 3c pd.; — Blandað: 40 pd hvítf., 40 p. gedda, 20 pd. sugfisk, 100 pundin fyrir $5. Sent í Dokum, vel frá gengið. Pantanir afgreiddar tafarlaust. Jón Ámason, Moosehorn, Man. GJAFIR til Jóns Bjarnasonar skóla. Mrs. Stefanía Benson, Selkirk, Man........... $2.00 Sigurður Davíðsson, Gardar, North Dakota .......... 10.00 G. B. Olgeirsson, Edinburg 10.00 S. M. Backman, Kandahar, Sask................... 5.00 S. B. Johnson, Wynyard .... 5.00 Dr. H. F. Thorlakson, Crystal North Dak............... 5.00 Mr. og Mrs. T. O. Sigurðs- son, Brown, Man......... 5.00 Mrs. Helga ísfeld, Glenb... 5.00 Halldór Einarsson, Chicago 10.00 P. N. Juul, Bay End, Man.... 5.00 B. Jones, Minneota, Minn.... 5.00 Brynjólfur Arnason, Mozart, Sask., ................ 20.00 Með heillaóskum og þakklæti fyrir gjafirnar S. W. Melsted, gjaldk. Marcelling, Manicuring, Face Massage — Scalp Treatments, etc., etc. Mrs. Emma Eyjolfsson 619 Victor Street Tel.22 588 for appointment Þjóðræknisdeildin Frón heldur sína árlegu miðsvetrarsamkomu hinn 22. þ.m., eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu. Þessar samkomur hafa verið mjög vel sóttar undanfarin ár, og þarf frá- leitt að efa, að svo verði enn. því skemtiskráin er vönduð og bendir ótvírætt í þá átt, að þar verði skemtilegt að vera. Ekki þarf að efa, að veitingarnar verði góðar, því Frón kann að taka vel og rausnarlega móti gestum sín- um, eins og þeir allir kannast við, sem sótt hafa miðsvetrarmótin undanfarna vetur. — Eins og áð- ur og flestum mun kunnugt, er arður af móti þessu notaður til styrktar íslenzku kenslu þeirri er félagið heldur uppi hér í bæ á hverjum vetri. Mr. Jón Freysteinsson frá Churchbridge, Sask., hefir verið staddur í borginni nokkra undan- farna daga. Mrs. F. S. Frederickson frá Gleneboro, kom til borgarinnar í síðustu viku, og var hér nokkra daga. Nýkomin er á markaðinn “Hnausaför mín”, eftir Dr. J. P. Pálsson. Er þar um að ræða endurprentun úr Heimskringlu. Ágóðinn af sölu bókarinnar, renn- ur í iBjörgvinssjóðinn. Bók þessi er prentuð hjá City Printing og Publishing Company, og er frá- gangurinn sæmilega góður. Dr. Tweed verður staddur í Ár- borg fimtudaginn þann 23. þ.m. Að eins þann eina dag að þessu sinni. Mr. Sigurður Jóhannsson skáld er staddur í borginni þessa dag- ana. Kom frá Westbourne, Man., þar sem hann hefir verið um tíma. Hann er enn ern og glað- ur, þó hann sé nú kominn hátt á áttræisaldurinn. Veitið athygli. Allir meðlimir Fróns eru hér með beðnir að athuga ’ það á- kvæði í grundvallarlögum Þjóð- ræknisfélagsins, að enginn fær atkvæði á þingi nema að hann sé skuldlaus við félagið. Bezt er að þeir, sem nú skulda, bregði fljótt við og borgi. Sömuleiðis eru meðlimir beðnir að segja til sín, ef þeir vilja fara með at- kvæði sín á næsta þingi. R. Marteinsson, forseti Fróns. Samsæti. Menn vöknuðu með glöðum huga þriðja febrúar. Hvað stóð til? Ekki var það nú Iítið, sem var á ferðinni. Allir voru svo innilega glaðir. Svo leið dagur og kvðldið kom. Næturgyðjan var vel vakandi, og stjörnubjartur himin — tunglið! bjart og fagurt skein á fólkið, sem ók í sleðunum og keyrði í spretti, og var ferð- inni hætt, þegar komið var að samkomuhúsi Framnesbygðar. Þar var margt fólk saman komið. Til- efni þessa mannfagnaðar var það, að gera þeim glaða stund, nýgiftu hjónunum, Mr. og Mrs. Magnús- son. Brúðurin er uppalin hér í bygð, dóttir Friðriks heitins Nel- sonar og Bjargar Nelson, og lifir hún hjá dóttur sinni og tengda- syni, og er sómakona mesta. — Brúðguminn er ættaður úr Da- kota, sonur Ásgerðar og Ólafs heitins Magnússonar; býr móðir hans hjá börnum sín.um, sem bú- sett eru í Dakota. Samsætinu stýrði Mr. Lúlli Holm. Byrjaði hann með því að leiða brúðhjónin til sætis og bjóða þau og gestf velkomna; og þar næst talaði hann til hjónanna fá, en vel valin orð. Þar næst las veizlustjóri upp kvæði eftir hag- yrðinginn aldraða, Mr. Magnús Sigurðsson. Það þykir nú kann- ske sumum, að eg segja mikið, ef eg segi, að eg hafi ekki heyrt hér í bygð betur lesin upp kvæði, en Mr. Holm gerir, en það verður að hafa það, hver segir fyrir sig. Þar næst hélt Mr. Snæbjörn Johnson ræðu, og var hún á þá leið, að fátækir erum við og af fátækum komnir; hann áleit, að maður væri ánægður að vera fá- tækur, en þar er eg ekki á sama máli. Fátæktin getur verið lík- amleg og andleg kvöl, svo mikil örbirgð, að maður hafi ekki fyrir sig og sína það sem maður þarf með, og um leið er það pínandi kvöl að draga fram lífið á þann 'hátt. Peningar eru valdið, hvað geta þeir menn og konur, sem enga hafa peninga? Ekki neitt! Það sagði einu sinni við mig vel- metinn maður, að það væri ríkur maður, sem hefði nóg fyrir sig og sína, og væri skuldlaus, og það er mikið í því. — Eg veit að Mr. Johnson misvirðir ekki þenna út- úrdúr, því hann er gætinn og vel greindur maður. Þar næst kallaði veizlustjóri fram Mr. Gunnlaug Holm, og hélt hann ágæta tölu. Mintist hann á að brúðguminn hefði farið her- ferð sunnan úr Bandaríkjum og haldið áfram þrjár mílur norður fyrir Árborg. Þar hefði verið lít- il snót, sem hefði tekið hann her- fangi. Yar góður rómur gerður að ræðu hans, og vildi eg eiga eftir að heyra hann og sjá koma fram á ræðupall aftur. Næst afhenti veizlustjóri brúð- hjónunum fallegan kassa, sem var prýðilega skreyttur, og var stór skeifa á lokinu og orðin “Good Luck” sett í kring; og í því var sjóður frá veizlugestum. Næst talaði Mrs. Arnold á ensku og þótti það ágætt. — Þar næst söng söngflokkur bygðarinnar 4 lög: “Hvað er svo glatt?” og þrjú önnur. Því næst bað veizlustjóri alla að syngja Eldgamla ísafold. Síðan var gengið til borð3 og dl-ukkið 'kaffi ogl asllsllags !góð- gæti haft með. — Þá voru borð upp tekin og fólk sté dans þang- að til næturgyðjan fór að sofa. Eg óska að endingu Mr. og Mrs. Magnússon alls góðs. Guð gefi þeim langa, en ekki stranga, lífs- leið. Eg veit, að þau bindast böndum ástarinnar, og það megn- ar enginn þau að slíta. Speking- urinn Sókrates sagði: enginn ætti að giftast, fyr en hann er vel fullorðinn, því þá mun vel fara. Það eru þam bæði, og þau munu eiga vel saman, því hún er álitin bezti kvenkostur hér í bygð, og hann var bezti búmaður í Dakota og drengur ágætur. Mér gleymdist að geta þess á sínum stað, að brúðurin þakkaði fyrir gjafirnar og velvildina til þeirra hjóna. Friðrika Eydal. AFMÆLISDAGUR. Jón Jónsson frá Svarfhóli í Stafholtstungum, sem um langt skeið var bóndi á Grund í Mikley, Man., nú búsettur húseigandi á Gimli, Man., á fyrsta febrúar að afmælisdegi. Hann er fæddur 1. febrúar 1846. Sigríður Jónsdótt- ir, kona hans, á einnig 1. febrú- ar að afmælisdegi. Hún er fædd 1. febrúar 1844. 1. febrúar 1928 var 82. afmæl- isdagur Jóns, en 84. afmælisdag- ur Sigríðar. Miðvikudaginn 1. febrúar s. 1. (1928), buðu þau hjón nokkrum vinum sínum til afmælisagnaðar í húsi sínu. Þar voru góðar veit- ingar og mannagnaður. Halldór Daníelsson, frændi'Jóns (þeir eru systkinasynir) las upp ávarp til þeirra hjóna og kveðju til barna þeirra, sem öll voru fjarverandi, búa í miklum fjarlægðum. Þar með fylgdu beztu óskir til for- eldranna og barna þeirra. Heim- boð þetta þakkast hið bezta. Á þessu ári (1928) eru liðin 57 ár frá giftíngu þeirra hjóna, Jóns og Sigríðar. Þau giftust 18. ágúst 1871. Árið 1921 héldu þau gull- brúðkaup sitt. Á þessu ári (1928) eru liðin 50 ár, síðan þau fluttu frá íslandi til Ameríku. Frá íslandi fluttu þau 1878. Fluttu þá frá Uppsölum í Norðurárdal. Þau hjón hafa unnið langt, mik- ið og nytsamt æfistarf. Þau hafa alt af búið við góðan efnahag, hvarvetna notið hylli og virðing- ar samferðamanna sinna þau hafa komið fram efnilegum og velgefn- um börnum. Þau hjón bera ellina vel. Sig- ríður hefir nú undanfarið kent vanheilsu, hefir þó fótavist. Fjögur börn þeirra eru á lífi: einn sonur og þrjár dætur, öll gift, og nú sem stendur öll búsett í Californíu. Vinir, frændur og kunningjar þeirra hjóna, óska þeim og börn- um þeirra allrar blessunar. Einn af gestunum. R O 8 V Theatre*-* Laugardag eftirl hád. 12 ágæt verðlaun gefin hverju barni. Föstud. og Laugard. ,fBebe” Daniels í leiknum “SHE’S A SHEIK” Gamanleikur Blakes frá Scotland Yard Mánudag og Þriðjudag næstu viku Irene Rich í leiknum “The Honeymoon Express” Gamanleikur — Callegians og fréttir. MiðVikud. og Fýntudag Monte Blue í leiknum The Brute” Gaman og Æfintýr THE WONDERLAND THEATRE Sargent and Sherbrooke Leikið daglega frá kl. 2 til 11 e. h. Verð e.h. 15c ogiOc fyrir börn, en að kveldi 20c fyrir fullo. börn lOc og 15c Fimtud. Föstud. Laugard. þessa viku: verða sýndir skoplegustu leikfélagarnir, þeir GEORGE SIDNEY og CHARLIE MURRAY í “THE LIFE OF RILEY” Missið ekki af þvf. Þá er 8. þátturinn í' “Melting Millions” Max Davidson skopleikarar skemta börnum eftir hádeg- ið á laugardaginn. Guðj. Storm......., .... ,,,\. 5.00 Kvenfél. Fríkirkjusafn..... 10.00 Thorst. Johnson á Hólmi.... 5.00 B. ísberg, Baldur ..;........ 1.00 alls $44.50 E. Th., Lundar, Man.......... 2.00 Rósamunda Guðmundsdóttir, Grafton, N. D............. 1.00 Björn Jónsson, Mountain .... 5.00 Mr. og Mrs. J. Walter, Gardar 5.00 Brynjólfur Jónsson, Wynyard 2.50 Áður auglýst ............. $122.95 Alls nú $210.35 E. P. J. Á fyrsta fundi ársfj. 1. febr. 1928, voru þessir embættismenn settir í embætti af umboðsmanni stúk. Skuld, 0. S. Thorgeirsson: Æ. T.: Hrund Thorgrímsfcon. V. T.: Rósa Magnússon. F.Æ.T.: Dr. S. J. Jóhannesson. Ritari: Ásta B. Sæmundsson. A. R.: Guðm. M. Bjarnason. Kapil.: Ingibj. Guðjónsson. F. R.: Sig. Oddleifsson. Gjaldk.: Magn. Jónsson. Drótts.: Anna Pétursson. A. D.: Þórunn Anderson. I. V.: G. H. Hialtálín. G. U.T.: Guðrún Pálsson. Org.: Lil.lie Furney. í byrjun ársins 1928 telur stúkan 197 meðlimi, o% áminnir jafnframt alla meðlimi sina um að sækja vel fundi reglunnar og koma inn með nýja meðlimi. Sig. Oddleifsson, F.R. WONDERLAND. George Sidny er yfirmaður lög- regluliðsins og Charlie Murray er yfirmaður brunaliðsins og eru þeir báðir í hinni nýju kvikmynd, Tre Life of Riley, sem sýnd verð- ur á Wonderland leikhúsinu á fimtudag, föstudag og laugardag í þessari viku.. Þar kemur líka fram hin fagra ekkja Myrtle Sted- man og prýðir leikinn og gerir hann skemtilegri. Báðir þessir fyrirliðar eru að gegna skyldu- störfum sínum með sínum mönn- um og báðir vilja ráða og hvor um sig vilja láta til sín taka og halda uppi virðingu síns embætt- is. Einnig verður sýndur hluti af lieknum “Melting Millions” —- Sérstök sýning fyrir börn seinni- part laugardagsins. — Þrjá dag- ana fyrstu af næstu viku verður sýnd kvikmyndin “Twelve Miles Out.” Mánud. Þriðjud. Miðv.d. 20., 21. og 22. febr. JOHN GILBERT í “TWELVE MILES OUT” Einkar skemtilegt A1 St. John í “Listen Lena” Næst kemur: Wm. Haines í leiknym “Spring Fever.” Heilsan er lífsins bezta gjöf. pér get- ið aftur öðlast hana með qPRACTIC Talið við DR. WM. IVENS, M.A. M.L.A, 926 Somerset Blk, Winnipeg. Sími; 21 179 Heima: 56 485 Ferð til Minnesota (frá bls. 5). sem ekki voru mölbornir. Áttum við skemtilegar samræður við Jó- hann um morguninn; fylgdi hann okkur svo sjálfur úr garði, heim til Sigbjörns, ásamt elzta syni sínum, sem var bílstjórinn. Kvödd- um við þá feðga þar og lofuðum þeim, ef okkur bæri aftur þar til bygðar, að gera þeim meiri á- troðning. Nú var Halldór til með bílinn í boð Hallgríms Gottskálkssonar. Var svo keyrt sem leið liggur til Minneota og svo vestur; er þar snoturt landslag og akurlendi fag- urt, en er vestar dregur eru snar- brattir hálsar og drög á milli, og verður maður varla var, fyr en komið er á hverja hálsrunna. — Hallgrímur tók vel á móti okkur og kona hans engu síður; er hún mjög myndarleg kona, hefir hún óefað unnið mikið verk og er enn eða að minsta kosti sýnist korn- ung. Var okkur ríkmannleg mál- tíð framborin. (Framh.) TIL HALLGRfMSKIRKJU. Frá Argyle— Afhent af séra K. K. O.: Ásbjörn ’Stefánsson ..... $2.00 Stefán S. Stefánsson ..... 2.00 Mr. og Mrs. G. J. Oleson ... 2.00 Mr. og Mrs. S. A. Anderson 5.00 Mrs. Steinunn Berg ....... 1.00 Mr. og Mrs. Árni Josephson 2.00 Halli Sigtryggsson ....... 1.60 Mr. og Mrs. Theo. Jóhannss 2.00 Mr. og Mrs. J. Sigtryggsson 1.00 Thori Goodman............. 2.00 Mr. og Mrs. Jón Goodman 4.00 Guðbjörg Goodman.......... 2.00 Guðrún og Helga ísfeld !... .40 Alls $27.40, er Guðbjörg Good- man tók á móti, en það sem hér fer á eftir tók séra K.K.O. við: Mr. og Mrs. Jón Sveinsson 2.00 Mrs. Thorb. Johnson ...... 1.00 Mr. og Mrs. Kr. Bjarnason 3.00 Mr. og Mrs. G. Lambertsen 2.00 JVIrs. Guðf. Björnson .... 1.00 Mr. og Mrs. Thorl. Goodman .50 Mr. og Mrs. Jón Gillis... 2.00 Mr. og Mrs_. K. K. Olafson.... 2.00 Kvenfél. GÍenboro safn.. 10.00 Til minningar um Andrés And- résson, gefið af Mr. og Mrs. KOL KOLt KOL! ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS DRUMHELLER COKE HARD LUMP iiiiiiiiiiiiiiii Thos. Jackson & Sons COAL—COKE—WOOD 370 Colony Street Eigið Talsímakerfi: 37 021 POCA STEAM SAUNDERS ALLSKONAR LUMP COAL CREEK VIDUR Strong, Reliable Business choo AA A A A A ^ A A V+A A 4^4 4^4 4^4 4^4 4^4 vy ^ Miðsvetrarmót Fróns ? f f Miðvikudaginn 22. Febrúar. 1928 SKEMTISKRÁ. f i. Ávarp forseta. 1 ♦> 2. Piano spil x ♦:♦ 3. Ræða ♦♦♦ 4. Kvæði G. J. Guttormsson ♦!♦ 5. Einsöngur Mrs. S. K. Hall ♦*♦ 6. Karlakór Brynjólfs Þorlák3sonar. ♦*♦ 7. Ræða Dr. Sig. Júl. Jóhannesson ♦*♦ 8. Kvæði L. Kristjánsson A 9. Fiðluspil 10. Einsðngur ... Sigfús Halldórs frá Höfnum Eina alíslenzka samkoman á árinu. ♦!♦ 1 G. F. húsinu á homi McGee og Sargent. í V Dyrnar opnar kl. 7.30. Byrjar kl. 8 e. h. : Dans. - Veitingar. f Arthur Furney spilar fyrir dansinum. ♦♦♦ f f l f f V v f f ±\ i f fl f I f f ♦!♦ MORE THAN 1500 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTF.NDED THE SUCCESS BUSINESS COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909. It will pay you again and again to train in Win- nipeg where employment ig at its best and where you can attend the Success Business College whose graduates are given preference by thousands of em- ployers and where you can step right from school into a good position as soon as your course is finished. The Success Business College, Winnipeg, is a strong, reliable school—its superlor service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly attendance of all other Business Colleges in the whole province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. y BUSINESS COLLEGE, Limited 385V2 Portage Ave. — Winnipeg, Man. » pJ £ £ a a a a a pí a a a pí a a a £ Í5HSH5H5HSH5H5H5H5H5HSH5H5H5HSH525H5H5H5H5H5H5H5H5E5H5H5HSH5H5H5H^ uí>að er til ljósmynda smiður í Winnipeg,, Phone A7921 Eatons opposite W. W. R0BS0N 317 Portage Ave. KennedyBldg ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið sem þcssl borg heflr nokkurn tima haft Intijiti vébanda slnna. Fyrirtakfl máltlöir, skyr,. pönnu- kökur, rullupyllfla og þjöCrseknla- kaffi. — Utanbæjarmenn fá flé. avalt fyrst hressingu 4 WKVEIi CAFE, 692 Sargent Ave Simi: B-3197. Rooney Stevens, eigandi. Vér seljum NUGA-T0NE fyrir90c og öll önnur meðöl við lægsta verði. THE SARGENT PHARMACY, LTD. Sargenit & Toronto - Winnipeg Simi 23 466 Vegna þess að þú hefir eng- in öþægindi aö síma oss pantanirnar. Vér höfum vort eigið skiftiborð og tólf síma, svo það er æfinlega hægt að ná til vor strax. Símið oss og fáið að vita alt i)m gæði kolanna og verðið. ARCTIC A. SŒDAL PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and Calsomining. 407 Victor St. Phone 34 505 DRS. H. R. & H. W. TWEEI) Tanmlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith SL Phone A-6545 Winnipeg Fiskimenn! Umboðssala á þíðum og frosnum fiski verður bezt af- greidd af B. METHUSALEMSON, 709 Greai West PermanentBldá. Phones: 24 963 eða 22 959 ♦ Exchange Taxi Sími 30 500 $1.00 fyrir keyrslu til allra staða innan bæjar. Gert við allar tegundir bif- reiða, bilaðar bifreiðar dregnar hvert sem vera vill. Bifreiðar geymdar. Wankling, Millican Motors, Ltd. Tals. 80 623. Heimili: 88 026 C. J0HNS0N 675 Sargent Ave. Umboðsm. fyrir Hecla Furnace Allar viðgerðir gerðar. Áætlanir gerðar yður að kostnaðarlausu. Rose Hemstitching & Millinary Gleymið ekkl að 4 804 Sargent Avo. fást keyptir nýtízku kvenhattar. Hnappar yfirklæddir. Hemstitching og kvenfatasaumur gerður. Sératök athygll veitt Mall Orders. H. GOODMAN. V. SIGURDSON. Blómadeildin Nafnkunna Allar tegundir fegurstu blóma við hvaða tækifæri aem er, Pantanir afgreiddar tafarlauit Islenoka töluð i deildinni. Hringja m& upp á sunnudög- um B 6151. Robinson’s Dept. Store.Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.