Lögberg - 01.03.1928, Side 4

Lögberg - 01.03.1928, Side 4
BIs. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MARZ 1928. Meðalhóf. Óviturlegt hefir það alla jafna þótt, að dæma manngildi einstaklingsins eftir klæðaburði. Þó hefir slíkt viðgengist í liðinni tíð, og viðgengst því miður, jafnvel þann dag í dag. Að vísu er það æskilegt, að fólk gangi vel til fara, en að alt sé undir því komið, nær vitanlega ekki nokk- urri minstu átt Fagurt og lýtalaust ljóðform, er eigi aðeins æskilegt, heldur og beinlínis sjálfsagt. En er dæmt skal um gildi bóka, er það engan veginn einhlítt, að form þeirra sé viðunanlegt, því um innihaldið, eða kjamann sjálfan, er að sjálf- sögðu margfalt meira vert. Ritdómarar, ritskoðarar, ritskýrendur, eða hvaða nöfnum þeir helzt nefnast, unga oft og iðulega út hverjum sleggjudómnum á fætur öðram, um einstök kvæði, skáldsögur, eða heil- ar ljóðabækur, og negla sig blýfasta í sitthvað það, sem þeir kalla formgalla, en geta þó stund- um hvorki gert sjálfum sér né öðrum fyrir því ljósa grein, í hverju þeir helzt sé fólgnir. Það er oftast nær eitthvað bogið við form þeirra rithöfunda, er gleyma gullna meðalveginum, og draga dár að1 annara formi, án þess að styðja staðhæfingar sínar með fullnaðarrökum. Óg hvað er svo formið, þegar alt kemur til alls? Búningur, ytri búningur, sem æskilegt er að sé fagur og fari vel, en sem þó aldrei, hversu skrautlegur sem vera kann, kemst í hálfkvisti við innihaldið, eða tilverugildi ljóðs og sagna. Alveg eins og manngildi einstaklingsins verður sjaldnast réttilega dæmt af flíkunum, eins verður tilverugildið, eða hið andlega er- indi ljóðsins, tæpast sanngjarnlega metið af forminu einu.—Frumneísti sá, er til góðs leiðir, spyr ekki um viðurkent form, hann skap- ar það sjálfur þegar í upphafi, án þess að leita fyrst samþvkkis þeirra, er síðar kunna að lesa fullsamið kvæði og brjóta ]>að til mergjar. Hinir og þessir grannsvndir ritsnápar halda því fram að skáldskapur hinna ýmsu þjóða, sé í háskalegri hnignun. Segja ]>eir ljóðagerð nú- tímans þoli engan samanburð við það, er við- gekst við hálfum mannsaldri, eða svo. En hver eru svo rökin? Yindhögg á vindhögg ofan. En er ekki alt af einhverja öfgamenn að finna, er til dæmis halda því fram á þessari risavöxnu menningaröld, að landbúnaðurinn sé í afturför, ásamt ýmsu fleira? Alveg vafalaust. Það eru ávalt einhverjar náttuglur á sveimi, er finna þykjast eða sjá afturfara einkenni í hvaða átt sem lit-ið er. Skilningur almermings á gildi góðra bóka, er ef til vill eigi jafn skýr um þessar mundir og hann hefir stundum áður verið, en slfkt stendur í engum samböndum við afturfarir í skáldskap. Stórskáld hætta eigi að fæðast fyr- ir það, — munurinn að eins sá, að viðurkenn- ingin kemur kannske ekki fyr en öldum seinna. Skáldskapurinn sjálfur er í engri hættu staddur . Hann ej eilífs eðlis, og þessvegna getur honum ekki einu sinni farið aftur. En væri um einhverja hgpttu að ræða í þessu sam- bandi, þá mjmdi hún á engan hátt stafa af góð- skáldaskorti, heldur miklu fremur af óvandaðri klíku gagnrýni, sem ýmist af hagsmunahvötum, eða hégómadýrð, hefur einn rithöfundinn til skýjanna fvrir lítið afrek, en þeytir upp form- galla moldviðri yfir annan, oft og einatt langt- um snjallari. Mikill hluti nútíðarritdóma gengur í það að tína saman svonefnda formgalla. Þegar því er svo lokið, kemur deilan um stefnurnar, til hvaða flokks, eða hverrar stefnu þetta og þetta kvæð- ið teljist, þar til að lokum hið andlega erindi ljóðsins eða sögunnar hefir verið ausið moldu. Er dæmt skal um bækur, eins og reyndar flest annað, ríður lífið á að fullrar sanngirni sé gætt. Slípuð rímfroða hefir sjaldnast varan- legt framtíðargildi. En hitt er engan veginn óalgengt, að finna megi í tötrum fátæklegs forms, dýrmæta gimsteina auðugra manndóms- hugsana. Þorrablót klúbbsins “Helga magra.,, Eins og almenningi þegar er kunnugt, efndi klúbburinn Helgi magri, til þorrablóts eins all- veglegs, á Marlborough hótelinu hér í borginni, miðvikudaginn þann 15. febrúar síðastliðinn, klukkan átta að kveldi. Sóttu mót þetta frek- lega tvöhundruð manns, og skemtu gestir sér hið bezta við ræðuhöld, söng, spil og dans, þar til komið var nokkuð fram yfir miðnætti, er hófinu sleit. Matföng voru ba?ði mikil og góð, og gat þar að líta sitthvað íslenzkra, uppáhalds- rétta, svo sem pönnukökur og rúllupylsu.— Eæðismaður íslendinga og Dana, herra Al- bert C. Johnson, setti samkvæmið með nokkr- um vel völdum orðum, og kvaðst vænta þess í fullri alvöru, að veizlugestir mættu hverfa til heimkynna sinna með ljúfar endurminningar um ánægjulega samfundi. Yarð það að áhríns- orðum, því sjaldan mun fólk vort horfið hafa til lií'býla sinna, að loknu Þorrablóti, í betra skapi yfirleitt. Tvær stuttar og kjarngóðar ræður, voru fluttar á móti þessu, af þeim Jóni J. Bíldfell og Asmundi P. Jóhannssyni. Hefir hin fyrri þeg- ar birt verið hér í blaðinu, en því miður auðn- aðist oss eigi að fá ræðu Asmundar, með því að hann hafði hana ekki skrifaða í heild. Mint- ist ræðumaður Islands með svo miklum inni- leik til lands og þjóðar, að ekki gat hjá því far- ið, að bergmál vekti í sérhverju, sönnu íslend- ings hjarta. Drap hann stuttlega á helztu framfarir í nútímalífi þjóðarinnar, svo sem heilsuhælið nýreista á óðali Helga magra, að Kristnesi í Eyjafirði, er komið hefði verið á fót með almennum samskotum, til aðhlynning- ar t>erklaveiku fólki. Voru áheyrendur drjúg- um kunnugri þessari dásamlegu mannúðar- stofnun, eftir en áður. Asm. P. Jóhannsson á sæti í nefnd. þeirri, er fyrir hönd þjóðræknisfélagsins starfar að undirbúningi heimfarar Vestur-lslendinga 1930. Fór hann nokkrum orðum um það mál, og spáði í eyðurnar um það, hverjar viðtökurnar myndu verða, er vestur-íslenzka gestafylkingin kæmi heim, með því.að vitna í tvær móttöku athafnir, er hann hefði verið sjónarvottur að á Fróni, sumarið 1924. Lýsti hann viðhöfn þeirri hinni miklu, er um hönd hefði verið höfð, þá er kon- ungur Islands og Danmerkur steig fæti á land, ásamt föruneyti sínu. Glæsileg hefði sú athöfn óneitanlega verið. Þó myndi sér minnisstæð- ari verða heimsókn íþróttaflokksins norska og viðtökur þær hinar innilegu, er sá flokkur fékk í höfuðstað Islands. Hefði þar, eins og svo víða annarsstaðar, blóðið jafnan runnið fyrst til skyldunnar. Fullvís kvaðst ræðumaður þó þess, að viðtökur Norðmannaflokksins, myndu aðeins verða svipur hjá sjón, borið saman við hjarta-fögnuð þann, er heilsa mjmdi bræðra- fylkingunni vestrænu, við landgöngu í Beykja- vík 1930. Öldungis sagði Asmundur að á sama hefði staðið hvar spor sín hefðu legið um landið, á öllum ferðum sínum heima. Allstaðar hefði sama góðviljans gætt í garð Vestur-lslendinga, sama áhugans á afstöðu þeirra til stofriþjóðar- innar og högum. Lauk ræðumaður máli sínu með því, um leið og hann bað ísland lengi lifa, að sú væri eindregin sannfæring sín, að hvern- ig svo helzt, sem höggvið yrði á tengslin, eða hinn þjóðernislega vað, þá myndi insti þátturinn aldrei hrökkva, því sá væri vígður. Ögleymt skal það, að á mannfagnaði þessum skemti með söng, læknisfrú Sigríður Olson. Söng alþýðuvísurnar dásamlegu, undir lögum Mendelsohns, “Flý með mér héðan hjartans mey,” “LTm vornótt féll hrím og héla þung,” og “Á gröf þeirra er meiðurj’ o. s. frv. Söngur frú Sigríðar var blátt áfram yndislegur, lát- laus, mildur og fagur,—innileg þjóðræknispré- dikHn í tónum. Sungið var og öðru hvoru af veizlugestum, allmargt íslenzkra þjóðlaga, und- ir forystu hr. Paul Bardals. Þá var og sungið kvæði, er Magnús Markússon hafði ort fyrir þetta tækifæri, rímslétt að vanda, en hvorki máttugt né meginstyrkt. Klúbburinn “Helgi magri,” þótt ekki sé sérlega margmennur, á þakkir skyldar, fyrir að stofna til þessa veglega móts, sem á sínu sviði, var þjóðræknismót rít af fyrir sig. Öll ísl. félög eru þjóðræknisfélög, þótt fólki voru hætti ef til vill stundum til að gleyma því. Skrifar ósjálfrátt, eða hvað? 1 svo að. segja einsdæma prúðmannlegu greinarkorni, sem birtist í síðustu Heimskringlu, þrungnu af nýstárlegum vandlætingar liarm- kvælum, skýtur ritstjórinn upp höfði milli dúr- anna, gramur eins og í fyrra skiftið yfir þeim ó- sköpum, að hafa ekki fengið á því einkaleyfi, að kalla dómsmálaráðgjafa íslands lvgara. Hefir hann, með svari sínu til Kristjáns Al- bertssonar, sannað þetta svo áþreifanlega, að ekki verður um vilst. \ ér hefðum sennilega látið greinarkorn þetta afskiftalaust, ef ekki hefði verið fyrir það, að af einhverjum ástæðum hefir slæðst inn í það setning, sem ekki er alveg að öllu leyti í ósamræmi við sannleikann, þótt slitin sé að vísu úr réttu samhengi. Ritstjórinn hefir það eftir oss, að vér höfum lýst vel- þólcnan vorri á því, að birta grein Kristjáns Al- bertssonar. 1 þessu er neistí af sannleika. Hinu má þó ekki gleyma, að vér mintumst ekki einu orði á dómsmálaráðgjafa Islands, heldur létum í ljós ánægju á þeirri hlið greinarinnar, sem sérstaklega vissi að ritstjóra Heimskringlu, Þetta hlýtur ritstjóranum auðveldlega að skiljast við næstu fótaferð. Að ritstjóri Heimskringlu ritaði ósjálfrátt, var oss ekki til hlítar kunnugt um, fyr en upp á síðkastið. Og til þess að taka af ölí tvímæli í þessu efni, leyfum vér oss að endurprenta með- fvlgjandi fréttagrein úr Heimskringlu, frá 1. febrúar síðastliðinn: “Lady Roblin, ekkja Sir Rodmond Roblin, fyrverandi forsætisráðgjafa í Manitoba, er ný- lega látin hér í bænum. Var hún jarðsett á fimtudaginn var í Elmwood grafreit, við hlið manns síns.” Sir Rodmond Roblin, er framkvæmdarstjóri Consolidated Motors hér í borginni, og kemur enn þann dag í dag, að því er almenningur frék- ast veit, engu seinna á skrifstofu sína á morgn- ana, en ritstjóri Heimskringlu. Er það svo nokkuð að undra, þótt fólk sé farið að stinga samanl um það nefjum, hvort það muni nú ekki vera í rauninni tilfellið, að ritstjóri Heimskringlu sé farinn að skrifa ó- sjálfrátt, eða liggi að minsta kosti stundum á ranga hlið ? Fróns mót, Avarp forseta Fróns, er hann setti íslendinga- mót, miðvikudaginn 22. febrúar. Háttvirtu Islendingar! Eg segi yður alla, sem sótt hafið þetta mót, hjartanlega velkomna, Á þessu augnabliki, þegar eg lít framan í þann skara fólks, sem safnast liefir hér saman, á aðal-þjóðræknissam- komu Islendinga í þessari borg á vetrinum, verður sú löngun mín sterkust allra, að mótið mætti verða yður öllum til gagns og gleði. Alla þá, sem meta föstuhald eins og það tíðkast í lúterskum sið verður að biðja afsök- unar á 'því, að þetta mót ber upp á guðsþjón- ustukvöld kirkjunnar. Engin vísvitandi lítils- virðing á föstunni liggur samt hér til grund- vallar. Það hefir nú, öll hin síðari ár, tíðkast, að Frón hefði miðkvöld þjóðræknisþingsins fyrir hið almenna íslendingamót sitt. Þessari reglu var fylgt nú eins og áður án þess eftir því væri tekið, fyr en of seint, að mótið bar upp á öskudaginn. — Mannlegum veikleika mun það samkvæmt, ef um yfirsjón er að ræða, að leitast við að finna dæmi, sem heldur dragi úr hörðum dómum. Sagt er mér, að árið 1907, hafi nákvæmlega þetta sama komið fyrir í sam- bandi við Þorrablót, og, þó þetta þætti slvs þá, eins og nú, var samt miðlað málum, svo ekki varð tjón af. Ekki veit eg, hversu margir þeir kunna að vera, sem hneykslast á þessu slysi, en það veit .eg, að langt er síðan íslendingar gjörðu þennan dag að skrípadegi, og er það eitt hið fáránleg- asta undur af þjóð, sem með passíusálmum Hallgríms, Péturssonar, hefir fært föstuhald- inu eitt hið fegursta djásn, sem fært liefir ver- ið meðal manna. Nefna vil eg í því sambandi þrjá Islendinga, og var ekki nema hinn fyrsti þeirra kirkju- maður. Skáldjöfur Islendinga vitnaði um Hallgrím: “Niðjar íslands munu minnast þín meðan sól á kaldan jökul skín.” Steingrímur Stefánsson, síðast einn af bóka- vörðum við bókasafn kongressins í Washing- ton, einn hinn allra fróðasti lslendin,gur, sem nokkurn tíma hefir stigið fæti á þetta megin- land, sagði við mig þegar við vorum báðir í Chicago: “Eg get ekki talið nokkurn þann mann íslending, sem ekki kann passíusálm- ana. ’ ’ Kunnugur maður og skýr hefir sagt mér, að Þorsteinn skáld Erlingsson hafi jafnan, á síð- ari árum, haft passíusálmana á borði við rúm- ið sitt eða undir koddanum. Auðveldast hefði verið fyrir mig, að draga mig í hlé og vera ekki á mótinu en mér sýndist það ekki rétt. Ef Fróp át.ti að verða fyrir ein- hverju tjóni út af þessu slvsi, vil eg. ekki skor- ast undan að vera með félagssvstkinum mínum í hruninu. Það er bezt að skömm skelli þar sem hún á heima, og eg vil á engan hátt skorast undan mínum hluta. Þetta atvik sýnir, hve mikil er þörfin, í fé- lagskap vorum, á umburðarlyndi og víðsýni. Yér verðum að taka hver annan nærgætnislega til greina, eftir því sem vér be^ megnum. Það má gegna furðu, að vér Islendingar, fá- liða eins og vér erum, eigum nokkuð það í þjóð- ræknislegum arfi vorum, sem vert er að rækta; en það er þó tvímælalaust. Vér eigum nærri ó- trúlega mikið af því, sem verðskuldar varð- veizlu. Eftir því sem eg verð eldri, verður mér það æ ljósara, live mikil efnaþjóð þessi afarfámenni íslendingahópur í heiminum er. Þegar eg hugsa um gáfuri og listfengi íslendinga, getur mér ekki dulist, hve auðug þessi litla þjóð er. Þeim mun grátlegra er það, þegar illa er með farið. Því miður, förum vér stundum skelfilega illa með gott efni. Vér tætum sundur hver fyr- ir öðrum; höfum hina beztu efnisviðu, en kunn- um ekki úr þeim að reisa. Hér vestra er það sjaldgæft, að vér metum nokkurn mann af ætt- stofni vorum, fyr en þeir ensku eru farnir að hrósa honum, eða þá einhverjir aðrir utan þjóð- ernis vébanda vorra. Eg vildi gefa því orði sigur, að vér færum að meta og virða hver annan, vera nærgætnir, umburðarlyndir og hjálpsamir hver við anrian, án þess að vér seljum sannfæringu vora. Þér, íslendingar, sem saman hafið komið á mót þetta, minnist á klettinn þaðan sem þér er- uð höggnir. Gætið að því, hversu mikið þér gigið sameiginlegt. Njótið kvöldsins í fagnað- arríkri vináttu. Vér erum öll börn sömu móð- ur. 11 Gott er að vér erum hér, ’ ’ systkinahópur- inn. Að reynasit móður vorri til sóma og hinu nýja föðurlandi voru til nytsemdar, er eitt og hið sama. Lifi Island! Lifi Canada! Löndin, sem okkur þykir vænst um allra landa.- Auðnist þjóðrækriisfélaginu að verða oss og niðjum vor- um til vaxandi nytsemdar. Njótið mótsins, íslendingar. Rúnólfur Marteinsson. BLUE RIBBON BAKING POWDER Nœst þegar þér kaup- ið bökunarduft nefnið þá “Blue Ribbon“ og notið það svo þegar þér bakið nœst. Þér þurf- ið ekki að óttastafleið- ingarnar. REYNIÐ ÞAÐ. Sendið 25c til Blue Ribbon, Ltd., Win- nipeg og fáið Blue Ribbon Cook Book, I ágætu bandi,—bezta matreiðslubók- in, sem hugsast getur fyrir heimili Vesturlandsins. ÞEIR SEM ÞURFA LUMB E R KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - ■ WINNIPEG, MAN. VERÐ Og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Þeir íslendingar, er í hyggju hafa aS flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af Islandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Canada framtíðarlandið í Winnipegvatni eru nálega allar þær tegundir fiska, sem í vötnum á meginlandi Norður- Ameríku eru. Þó fæstar af þeim verði hér taldar, væri óviður- kvæmilegt, að gengið væri alveg fram hjá, að nefan tvær af þess- um fiskitegundum. Gæði þeirra eru svo viðurkend, að heita má, að ekkert komi þeim þar nærri. — Þessar fiskitegundir eru hvítfisk- ur og styrja. Fyrri tegundina má fyllilega telja í flokki út af fyrir sig. Gæði hennar eru svo sér- stök, að varla finst í nokkru vatni á þieginlandinu hvífiskur til muna, sem á við hana getur jafn- ast. Og á Bandaríkjamarkaðinum selst sá fiskur hærra verði en nokkur önnur tegund. Um styrj- una er hið sama að segja. 1 Win- nipeg vatni og ám þeim, er í það falla, er styrja aðallega veidd í fylkinu. Og nemur veiði sú, helm- ing allrar styrjuveiði í landinu. Er nú viðurkent, að i þessu fylki sé styrjuveiði þýðingarmeiri, en á nokkrum öðrum stað í landinu. Ágæti þessarár fiskitegundar er óviðjafnanlegt. Hafa tvö síð- ast liðin ár (1924-25) sannað oss þetta. Á Bandaríkja markaðinn var hyrjað að senda styrju frá Rússlandi, sem veidd var í Kas- piska hafinu, og ánni Volga. Var sú styrja seld ódýrar, en styrja úr Manitoba vatni. Leit því út fyrir, að markaðinn ætti að draga Úr höndum þessa fylkis. En hvernig fór? Þegar gæði beggja tegunda voru borin saman, kom brátt í ljós, að þar var tvennu al- gerlega ólíku saman að jafna. Rússneska styrjan hafði ekki þau gæði til að bera, sem á markað- inum var krafist, allra sízt til þess að reykja hana, og afleiðing- in varð sú, að Manitobafylki hélt þar sínum hlut. Á Winnipegvatni hefst sumar- vertíðin 1. júní. Er þá aðallega hvítfiskur veiddur. Fer veiðin þá nálega öll fram á norðurhluta vatnsins. Þrjár miljónir punda má veiða yfir vertíðina. En hún er úti 15. ágúst, ef upphæðinni, sem leyft er að veiða, er ekki náð fyrir þann tíma. Fiskiveiðin er stunduð á tví- möstruðum seglbátum, 30 feta löngum. Þrír menn eru á hverj- um báti, en að eins einn þeirra þarf fiskileyfis við. Hver bátur hefir 3000 yards af netum (gill nets). Fiskimenn semja vanalega viíS eitthvert félag um sölu á afl- anum, og gera þau félög mennina út til veiða, eftir því sem þörf krefur. Auk þess hafa þessi fiskifélög ávalt gufubát í hverri veiðistöð, sem hvorttveggja gera, að veiða fisk og flytja seglbátana út á fiskimið og heim aftur, ef logn eða andbyri hamlar. Gufu- bátar þessir hafa hver um 5,000 yards af netjum. Að fráskildum þessum gufubátum, er veiðin al- gerlega rekin af einstaklingum. Þar sem að veiðistöðvar eru nú um 200 til 280 mílur frá Selkirk og Gimli, en það eru staðirnir, sem útgerðarfélögin eiga heima í, þarf að koma fiskinum þangað einu sinni eða tvisvar í viku. Og til þeirra flutninga eru fjögur stór gufuskip notuð. Eru þau með frystiklefum og hið haganlegasta útbúin. Fiskurinn er slægður í veiðistöðinni og lagður í ís og svo látinn í kassa, sem vega um 100 pund hver, sem hann er flutt- ur í á skipunum. Þegar til Sel- kirk eða Gimli kemur, er fiskur- inn flokkaður á ný í kössunum og innan eins eða tveggja daga send- ur með járnbrautum í ísluktum vögnum til þeirra staða, er hann er seldur á, hvar á meginlandi Ameríku sem er. Það sem ekki er strax selt, er geymt í frystihús- unum þar til hagkvæm sala fæ,st fyrir hann. Nálfisk, eða Pick, sem er mjög verðmæt tegund fiskjar í Winni- pegvatni, má veiða frá 1. júní til 15. nóvember. Sú veiði er ná- lega eingöngu stunduð af ein- staklingum og smærri félögum. Er krökt að veiðistöðvum, sem ■pikkveiði er stunduð í, alla leið frá Swahpy-eyju, og inn að Rauð- á á ströndum Winnipegvatns. Hefir hver veiðistöð oft litla gufu báta til þess að flytja fiskinn á til járnbrautar og selja þá sjálf- ir vöru sína á meginlands mark- aðinum. íshús, og stundum jafn- vel fullkomin frystihús, eru í veiðistöðvum þessum, þar sem endalaust má geyma fiskinn í. Veiði þessi fer fram á róðrar- prömmum og er oftast einn mað- ur á bát. Hefir hver bátur 1500 yards af netjum. Styrjuveiði er mest stunduð í nánd við Berens ána, Pigeon ána, Bloodvein ána og Winnipeg ána. Vertíðin er frá 15. júní til 15. október. Styrjan er mestmegnis veidd í net, sem að möskvastærð er 12 þuml. Af styrju veiddust um 90,000 pund árið 1924. Vetrar vertíðin hefst 15. nóv- ember og er úti í lok næsta febrú- armánaðar. Er þá fiskað gegn um ís, og nemur vetrarveiðin oftast jafnmiklu og sumarveiðin. Ein af þeim fiskitegundum, sem mikið er veitt af á veturna, er byrtingur. Hann er af þeirri tegund fiskjar, er vatna-síld nefn- ist og vegur um þrjá-fjórðu úr pundi. Mest er etið af honum reyktum. Cisco heitir fiskur, sem mjög mikið er veitt af í Lake Erie, og mjög svipaður byrtingi. Fer því verð byrtingsins mjög eftir veið- inni á haustin í Lake Erie af áð- urnefndri fisktegund. En þrátt fyrir þessa skæðu samkepni á byrtings markaðnum, hefir byrt- ingsveiði oftast reynst þess verð að stunda hana og tiðum gefið

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.