Lögberg - 19.04.1928, Page 4
Bls. 4
LíÖGBEiRG, FIMTUDAGINN
19. APRÍL 1928.
Jogberg
Gefið út hvern Fimtudag af Tfce Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Tttldlmari N-6S2? «6 N-6328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáakrift til blaðsina:
TI(E COIUMBIA PRESS, Ltd., Box 317*. Wlrwlpo*. H»H.
Utanáakrift riutjórons:
íOfTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnlpog, H*n.
Verð $3.00 um árið. , Borgist fyrirfram
Tho •'LögbOTK" U prlnted *nd publUhad by
Tha Oolumbit. Praaa. Lámltad. ln tha ColuaabU
•utldinc, Sll Surirant Ara Wlnnlpa*. Manltob*.
Surríar.
1 eitt skiftið enn, hefír þrálátum og mis-
lyndum vetri verið til grafar fylgt, en nýtt sum-
ar hringt inn í staðinn. 0g þótt enn sé að vísn
svalt í veðri, er breytingin samt auðsæ í hvaða
átt sem litið er, bæði hið ytra og innra í náttúr-
unni, lengri dagar og ljósari kveld.
Sumardagurinn fyrsti, hefir um langan ald-
ur verið einn af hátíðisdögum íslenzkrar þjóð-
ar. Til hans hafa börnin hlakkað, en roskið og
miðaldra fólk mænt eftirvæntingarfullum von-
ar augum. Við hann hafa verið tengdar ótelj-
andi vonir um björg og blessun til lands og
sjávar, frá yztu andnesjum til instu og afskekt-
ustu öræfabýla.
íslenzka þjóðin hefir flestum þjóðum frem-
nr, gilda ástæðu til að fagna sumri. Hún hefir
oft og iðulega átt við hörkur og hríðarbylji afli
að etja, jafnvel langt fram á vor, því eigi hefir
sumarblíðan ávalt orðið sumardeginum fvrsta
samfara. En sál þjóðarinnar hefir verið snm-
arelsk, og þessvegna hefir henni oft tekist að
stytta veturna að drjúgum mun.
Dís gróandans er hamingjudís hinnar ís-
lenzku þjóðar.
Sem draumspunnið, blómofið brúðarlín,
björt eins og íslenzk fjallasýn
við Jónsmessu himinheiði,
hún veitir þeim þegnrétt, er vilja sjá
hve veröldin mikið af fegurð á
og grætur á góðs manns leiði.
Eigi ber því að neita, að stundum heilsaði
íumarið næsta kuldalega heima á Fróni. En
fagnað var því samt af lífi og sál, því allir
höfðu það á meðvitupdinni, að úr því myndi
þess tiltölulega skamt að bíða, að dís gróand-
ans nœði vfirtökunum á tilveruuni.
Sumarið er vagga hárra hugsjóna. Vonir
þeirra manna, er svarið hafa sumarhugsjóninni
hollustu, eru víðfleygar og láta aldrei hasla
sér völl. Þær eru æðaslög enduryngingar hlut-
verksins mikla.
Ýmsir eiga vafalanst um sárt að binda frá
vetri þeim, sem nú er rétt um garð genginn,
þótt víðtæka blessun hafi hann mðrgum veitt.
En nú er sumarið komið, með lífstein þann, er
fægja skal og græða sárin. Tryggingin er eilífs
eðlis, — hún er falin í sólbjarmanum, langdeg-
inu og gróðrarskúrinni.
Dís gróandans er bjartsýn á lífið, og í jarð-
vegi sólskins hugsjónanna, eru trúarbrðgð
hennar fólgin.
Haustsálna skarinn í felur flýr,
þa fer hun að sunnan prúð óg hýr,
drotningin árdagselda,
með sigurfögnuð um sveitir lands
og sumar í nafni gróandans
til veraldar yztu velda.
Sú er*vor heitasta ósk, að hið nýfædda sum-
ar, megi eigi að eins reynast fólki voru farsælt
í efnalegu tilliti, heldur einnig greiða veg sól-
skini og sættarhug inn að sérhverju mannleori
hjarta.
öskum vér svo öllum íslendingum, hvar i
heimi sem er, góðs og gleðilegs sumars.
Skógareldar.
Samkvæmt skýrslu innanríkisráðgjafans,
Hon. Charles Stewarts, þá var minna um
skogarelda 1 Canada arið 1927, en nokkurt ann-
að ár þar á undan. AlL-s gerðu skógareldar vart
við sig á 3,766 stöðum á árinu, en ekmfjöldinn
er þeir geysuðu yfir, nam 481,373. Tapið, er
skógareldarnir urðu valdir að, nam $1,396,055,
og er það hér um 20 af hundraði lægra, en átti
ser stað á árinn 1926.
Mest fjárhagslegt tap hér í landi, orsöknðu
skogareldamir árið 1923, því þá nam það fjöru-
tiu miljónum.
Mr. Stewart þakkar það að miklu leyti re<mi
og svolu vorveðri, hve tiltölulega lítið var um
skogarelda í fyrra. 1 hinum norðlægari héruð-
um Saskatchewan fylkis, sem og í Alberta, héld-
ust stoðugir sumarþurkar um lan^t skeið er
jnku mjog á skógareldahættuna. Enda varð þar
viða all-tdfmnanlegt tjón. En víðast hvar
annarsstaðar gekk á með skúrum sumarið út
og dro það mikið úr hættnnni.
Elugvélar era nú allmjög notaðar til skóg-
gæzlu, og hafa gefist mæta vel. Hafa þær eiiik-
um mikið notaðar verið í Ontario og Quehec.
^ Skogvemdarfélag canadisku þjóðararinnar
fra, unnið mikið og þarft verk í þarfir lýðs og
hefir, að því er innanríkisráðgjafanum' segist
lands, með því að fræða þjóðina um gildi skóga,
sem og um viðhald þeirra. Telur hann sam-
vinnu þess félags við stjórnina.hafa verið hina
ákjósanlegustu, og að þá en ekki fyr sé málinu
borgið, en þjóðin leggist á eitt með framkvæmd
þess. Kveðst ráðgjafinn þess fullvís, að með
auknum áhuga og aukinni upplýsingu almenn-
ings, um nytsemi skóga, þá muni skógarelda-
tilfellunum fækka svo árlega, að tjónið af völd-
um þeirra, verði tæpast teljandi, borið saman
við það sem áðnr var.
Afghanistan.
Vikið hefir verið að því áður, í fréttadálk-
um þessa blaðs, að konungurinn yfir Afghan-
istan, hafi ásamt drotningu sinni, dvalið um
þriggja vikna tíma á Bretlandi, og sætt þar hin-
nm ágætustu viðtökum. Segja Lundúna sím-
fregnir, að heimsókn þessi hafi til þess leitt,
að samningar hafi tekist milli stjórnarvalda
þessara tveggja þjóða um ýms mikilvæg mál,
einkum og sérflagi þau, er að hervörnum lóta.
Hvort fregnir þessar em ábyggilegar að öllu,
er enn eigi til hlítar ljóst, en hitt er engum vafa
undirorpið, að brezkir stjórnmálamenn telja
konnngs heimsókn þessa all þýðingarmikla. og
hafa gert alt, sem í valdi þeirra stóð, til þess að
af henni mætti leiða aukinn skilning milli þjóð-
anna beggja.
í meir en fimm hundrað ár, hefir þessi til-
tðlulega fámenni þjóðflokknr, er Afghanistan
byggir, haldið vöku fyrir brezikum stjórnmála-
mönnum og valdið þeim hugarangurs. Er mann-
flokkur þessi all uppvöðslusamur og herskár
mjög. Það er lega Afghanistan ríkisins, sem
gerir það að verkum, að Bretum ríður mikið á,
að friðsamleg sambönd fái haldist meðal þjóð-
anna. Landið er um 245,000 fermílur að stærð,
en íbúatalan að eins eitthvað á þriðju miljón.
Reknr þjóðin ætt sína til Sáls konungs, og þótt
hún líkist allmjög Gyðingum í útliti, þá á tnnga
hennar lítið sem ekkert skylt við hebrezknna.
Saga þjóðarinnar, er saga blóðsúthellinga
og styrjalda, er kostað hefir brezku þjóðina
margt mannslífið. í gegn um Khyber 'skarð.
hafa ávalt öðru hvom, siðustu fimm hundmð
árin, leitað inn á Indland, hálfviltar fylkingar
bardagamanna, er gert hafa stórkostleg spjöll.
Árið 1841 voru allmargir brezkir embættis-
menn og stjórnarerindsrekar, sviftir lífi við
Kabul. 1 janúarmánuði árið eftir hafði Afg-.
hanistanstjórmn opinberlega heitið Bretum því,
að þeir mættu óáreittir fara með herlið, eitt-
hvað um fjögur þúsund og fimm hundruð
manns, gegn um Khyber skarð. En hverjar
urðu efndimar? Skarðið var um það leyti af-
ar-ilt yfirferðar og svellalög mikil. En áður en
nokkurn varði, réðust. flokkar hálfviltra Afg
líanistan manna að hinum brezka her, er engr-
ar hættu átti sér von, og hjó hann niður sem
hráviði, milli Kabul og Jalalabad. Er mælt, að
að eins einn brezkur hermaðnr, Dr. Brydon að
nafni, hafi komist lífs af úr þeirri orrahríð.
Arið 1879 hljóp alt í bál og brand á ný.
Var þá Sir Louis Cavagnari, tekinn af lífi
við Kabul, ásamt föraneyti sínu öllu. Leiddi
það til nýrrar styrjaldar, er lauk með því, að
Bretar kúguðu Afghanistanmenn til hlýðni.
Eins og málum nú er skipað, láta Bretar sér
ekki til hugar koma, að blanda sér inn í innan-
landsmál Afghanistanbúa. En hitt er þeim að
sjálfsögðu brennandi áhngamál, að utanríkis-
samböndin megi fara batnandi jafnt og þétt. og
með það fyrir augum telja þeir Ifklegt, að gott
eitt muni af konungiiheimsókninni leiða.
Opið bréf
Til Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar, t
Winnipeg, Man.
Kæri herra!
Eg þakka þér fyrir athugasemd þína við grein
heimferðarnefndarinnar, gegn mótmælum Dr. Brand-
sons. Eg er fyllilega sannfærður um, að Dr. Brand-
son mælir þar fyrir munn fjölda íslendinga.
Eg hefi persónulega talað við marga um þetta
mál, bæði áður og eftir að mótmæli Dr. Brandsons
komu út í Lögbergi, og hafa flestir verið þeirrar
skoðunar, að það væri óhappa aðferð ryrir heimfar-
arnefndina, að fara í fjárbón til stjórnarvaldanna,
til að standast kostnað í sambandi við hina tilætl-
uðu íslandsferð Vestur-íslendinga árið 1930. Eg
ætla ekki að taka hér fram þau atriði, sem Dr.
Brandson getur um í grein sinni; þau ættu að vera
hverjum manni Ijós, sem lesið hafa þá grein.
Ekki þarf eg heldur að endurtaka það sem konsúll
Albert C. Johnson segir í greín þeirri, er hahn rit-
ar í Lögberg, er út kom 4. þ.m. En það eru aðrar
hliðar á þessu máli, sem eg vildi minnast á í fáum
orðum.
Ef nefndin ekki — og það tafarlaust — gjörir
yfirlýsingu í íslenzku blöðunum, Heimskringlu og
Lögbergi, að hún — nefndin — hafi afráðið að hætta
við alla fjárbeiðslu til stjórnarvaldanna, og að hún
hafi skilað til baka öllu því fé, sem hún kann að hafa
tekið á móti, þá verða óhjákvæmilega þær afleiðing-
ar, er eg nú skal greina:
1. Nefndin hefir gert áætlun um fararkostnað,
og er sú áætlun afar lág, og bundin þeim skilyrðum,
að viss tala farþega fáist; “skipsfarmur”, eins og
nefndin kemst að orði; þessi farþegatala er svo
há, að tftt hugsanlegt er að hún fáist, jafnvel þó
nefndin gjöri ekkert það, sem beinlínis fæli fólk frá
að taka þátt í heimferðinni, eins og þessi fjárþón
til stjórnarvaldanna hlýtur að gjöra.
2. Það verða margir, sem annars mundu vilja
fara, en sem hætta við slíka för, ef hún nýtur á
nokkurn hátt styrks frá því opinbera.
Minkar þá tala farþega, — sem lágmark fargjalds
er bundið við — svo mikið, að fargjöld hinna, sem
fara, hækka. Þetta orsakar aftur það, að nokkrir
setjast aftur, vegna hækkunar á fargjaldi.
3. Enn verða nokkrir menn og konur, sem ætla
sér að fara heim, en sem ekki vilja vera í hópi
þeirra manna, sem hafa á einhvern hátt verið styrkt-
ir af opinberu fé til fararinnar, beinlínis eða óbein-
línis; þeir fara heim óháðir nefndinni að ðllu, sigla
með öðru skipi og borga sitt fargjald; það eru ein.
mitt þessir menn og þessar konur, sem nefndinni er
er mestur skaði að missa úr sínum hópi. Og ekki
hygg eg, að það sé mikil fjarstæða að geta þess til,
að sá flokkur manna og kvenna fái hlýrri móttökur
heima en hinir.
4. Eftir því, sem eg skil flesta Vestur-íslend-
inga, sem eg hefi haft kynni af, þá eru þeir sára-
fáir, sem vilja láta setja á sig vesturfara-agents
mark, en sem verður óhjákvæmilegt, ef stjórnar-
völdin hér í Canada styrkja þessa för með fjárfram-
lögum. f svari sínu til Dr. Brand»ons neitar nefnd-
in því, að stjórnin hér í Manitoba veiti styrkinn í
þeim tilgangi, þó má næstum lesa það út úr hverri
línu í svarinu, sem fjallar um það atriði, að svo sé;
það á að auglýsa Hudsonsflóa hrautina, o. s. frv.
og hópurinn á að auglýsa sjálfan sig.
Að stjórnarformaðurinn í Manitoba ætli að nota
þessa heimferðar fyrirætlun fslendinga sem lyfti-
stöng til að knýja áfram byggingu Hudsonsflóa-
brautarinnar, er svo barnaleg hugsun, að mig stór-
furðar að nefndin skuli hafa minst á það.
Nefndin má ekki hugsa sem svo, að það gjöri nú
svo sem ekkert til, þótt nokkrar óánægðar hræður
sitji heima, það sé hægt að fylla það skarð með
enskumælandi mönnum, sem til íslands vilja fara og
taka þátt í hátíðarhaldinu.
Fyrst væri það með öllu óafsakanlegt, því
Þjóðræknisfélagið mun hafa kosið þessa nefnd, með
því augnamiði, að hún starfaði í þágu allra íslend-
inga hér vestan hafs, eftir því sem hún hefði föng
til. í öðru lagi er valt að treytsa því, að enskumæl-
andi menn hér taki svo mikinn þátt í þessu hátíðar-
haldi íslendinga heima á íslandi, að þeir vilji verja
tíma og peningum til þess. En ef það væru ein-
hverjir, sem fúsir væru að gjöra slíkt, þá eru lík-
indi til, að það yrðu að eins þeir, sem vegna auðs
síns og aðstöðu í mannfélaginu, ekki mundu fara
vegna þess að fargjald væri niðursett.
Minst hefir verið á það, að mögulegt mundi að
“organizera” flokk af skólakennurum, til að taka
þátt í þessari ferð. Slíkt er mjög ólíklegt, þótt það
hafi átt sér stað áður, að hópar af kennurum hafa
farið skemtiferð til Norðurálfunnar í sumarfríinu,
þá eru ekki líkur til, að það geti orðið til inntekta
á neinn hátt Vestur-íslendingum, sem heim vildu
fara.
Kennarahópur á ekki samleið með þeim, nema að
nokkru leyti. Hann mundi vafalaust viljæ fara til
suðurhluta Norðurálfunnar, komá við á ítalíu og
ýmsum öðrum stöðum á ströndum Miðjarðarhafs-
ins; naumast hygg eg að margir af Vestur-íslena-
ingum vildu fylgja þeim þangað, og bæði lengja
tímann, sem þeir væru að heiman og auka útgjöld
sín.
Svo er það mjög líklegt, að hátíðahaldið heima
verði ekki á sama tíma og skólafríið er hér. Mjög
líklegt þykir mér, að hátíðahaldið á Þingvöllum
verði haldið vikuna 15.—22. júní; bæði er það sá
tími, sem Alþingi hið forna var háð, og líka á þeim
tíma, þegar bændur gætu bezt mist tíma til að vera
þar viðstadddir, og svo er 17. júní hátíðisdagur þjóð-
arinnar.
Sjálfsagt tel eg þetta mál það mikilvægasta og
umfangsmesta mál, sem Þjóðræknisfélagið hefir
haft með höndum hingað til. Vöxtur þess og vel-
þóknun almennings á því, hlýtur að aukast eða
þverra í hlutfalli við það, hvernig nefndinni tekst
að leysa þetta starf af hendi. Ef henni tekst að
leysa starf sitt svo af hendi, að Vestur-íslendingum
verði fremur sæmd en vansæmd að, þá vex gengi
Þjóðræknisfélagsins. En ef nefndin fer svo með
þetta málefni, að hún gefi almenningi ástæðu til
óánægju og tortrygni, þá koma líka þær afleiðingar
niður á því.
Nefndin getur höndlað þetta mál þannig, að Þjóð-
ræknisfélagið bíði þess aldrei bætur. Mun þá sum-
um þykja ver farið en heima setið.
} Skiljanlegt er að nefndin þurfi á dálitlu fé að
halda, en að hún þurfi fleiri þúsund dollara, er
mjög ólíklegt. Kostnaðurinn verður aðallega í bréfa-
viðskiftum og ferðalögum milli járnbrautaskrifstof-
anna í Winnipeg. Ferðalög nefndarinnar út um
bygðir íslendinga eru með öllu ónauðsynleg. Allur
kostnaður ætti ekki að vera meiri en svo sem $500
til $1,000. Ekki er sanngjarnt að ætlast til, að nefnd-
in leggi þetta fé fram. Sumir nefndarmennirnir eru
félitlir og geta ekkert fé lagt fram í slíkan sjóð.
Þjóðræknisfélagið á að leggja fram þetta fé.
Viljað getur það til, að einhver spyrji sem svo:
Hvernig á Þjóðræknisfélagið að ná saman þessari
upphæð? Eg tel ekki ólíklegt, iað þinir efnaðri
menn í félaginu leggi fúplega fram þetta fé og grípi
með þökkum tækifærið til að sýna almenningi, að
þjóðræknisfylgi þeirra sé meira en eintómt mál-
skrum.
Annars er það ekki aðal atriðið, að sem flestir
af Vestur-lslendingum taki þátt í þessari heimför,
heldur hitt, að þeir, sem fara heim, fari'án allra
opinberra ölmusugjafa; þeir einir ættu að fara
heim, sem langar til að fara, og geta mist bæði tíma
og peninga,' sem ferðin kostar. Fefðin hlýtur að
kosta talsvert meira en fjöldinn ímyndar sér.
Menn mega búast við, að þeir þurfi að borga
hæsta verð fyrir svo að segja hvern vatnsdropa, sem
þeir þíggja af Austur-fslendingum. Enda ættu ekki
aðrír að fara heim, en þeir, sem bæði eru þeim efn-
um búnir að geta, og viljugir að gera það.
Kæri h^rra doktar! eg skrifa þér þetta bréf, af
því þú ert ehm af meðlimum heimfararnerndarinn-
ar, og hefir með athugasemd þinni látið í Ijós skoð-
un þína, sem er í samræmi við aðalstefnu þessa
bréfs. Eg álít því, að þú sért líklegastur allra
nefndarmannanna að kippa þessu í lag.
Virðingarfylst,
Gerðabók 9. ársþings
bjóðrœknisfélags Islendinga í
Vesturheimi.
hefói látið þess getið að hann tæki ekki
Ikosnipgu. Gísli Magnússon stakk þá upp
á séra J. P. Sólmundssyni en A. B. Olson
studdi. Séra Jónas A. Sigurðsson stakk
upp á G. K. Jónatanssyni, Jón J. Húnfjörö
studdi. A8 lokum afsökuðu sig þessir allir
og lagði þá Mrs. F. Swanson til, en Sig-
fús Halldórs frá Höfnum studdi, að
fresta skyldi þessari kosningu unz tal
yrði haft af fyrverandi endurskoðanda
Walter Jóhannsson og eftir því komist
hvort hann myndi fáanlegur til að gegna
verkinu áfram. Var tillagan samþykt.
Var þá aftur tekið fyrir Bðkasafns-
málið. Tillaga A. P. Jóhannssonar borin
upp og feld. Fyrsta grein frumvarpsins
samþykt, sömuleiðis 2. og 3. Fjórða grein
feld; 5. gr. samþykt. Var viðbætt orðun-
um “sætti lántakandi sig ekki við úrskurð
skjalavarðar getur ihann skotið máli sínu
til stjórnarnefndar, er þá sker úr.” 6. gr.
samþykt. B. B. Olson gerði breytingartil-
lögu við 7. gr. að bókaverði séu greiddir
$25.00 á ári. Breytingartillagan feld, 7. gr.
samþykt með 30 atkv. gegn 19.
Tillaga bókasafnsnefndarinnar um að
skipa miliþinganefnd til þess að annast
um bókakaup rædd. B. B. Olson lagði til,
E. P. Jónsson studdi, að í stað milliþinga-
nefndar sé stjórnarnefndinni falið þetta
verk. Breytingartillagan borin upp og
samþykt. Var þá alt nefndarfrumvarpið
iborið upp með áorðnum breytingum og
samþykt.
A. P. Jóhannson las þá upp eftirfylgj-
andi tillögu fjármálanefndar um styrk-
veitingu til útbreiðslu félagsins.
“Fjármálanefndin Iítur svo á, að heim-
faramefndin muni að meira eða minna
leyti starfa að útbreiðslumálum á árinu
og hvetja Islendinga til að styðja og
styrkja Þjóðrælknisfélagið hvervetna þar
sem nefndin fer um bygðir Islendinga.
Leggur því nefndin til að veiting til út-
breiðslumála sérstaklega skuli eigi fara
fram úr $100.00 og þó með því skilyrði,
að fé þessu sé varið til að stofna dfilóir.
þar sem þjóðræknishreyfingin er komin á
það stig, að bygðirnar óska eftir, að sér
sé sendur fulltrúi frá Þjóðræknisfélaginu
til þess að koma deildum á fót.
23. fehr. 1928
A. P. Jóhannsson, Tobias Tobíasson,
Jón J. Húnfjörð.”
Breytingartillaga við nefndarálitið um
að hækka fjárstvrkinn tipp í $200.00 og
að stjórnarnefndinni séu leyfðar óbundn-
ar hendur nieð hvernig hún noti fjárveit-
ingurta, var studd og samþykt.
Biörgrnnsmálið var þá næst á daeskrá
E. P. Tónsson rakti sögu málsins. Kvað
fjársöfnun hafa gengið ágætlega. Líkur
væru til að Björgvin Guðmundsson Iyki
námi á þessu vori. Lagði til að milli-
þinganefnd væri enn skipuð í málið. Til-
löguna studdi B. B. Olson.
Séra Rögnvaldur Pétursson gerði þá
breytingu, er studd var af J. S. Gillies að
sama nefnd sé endurkosin er málinu hefir
veitt forstöðu til þessa. Breytingartillagan
samþykt í einu hljóði.
Iþróttamálið:—Tfjálmar Gíslason lagði
fram svohljóðandi nefndarálit:
“Herra forseti! Vér, sem skipaðir voru
í nefnd til að athuga íþróttamál og skýrslu
milliþinganefndar, sem starfandi var síð-
astl. ár, leyfum oss að leggja til:
1. Að skýrslur nefndarinnar séu við-
teknar og nefndinni þakkað vel unnið
starf.
2. Að nefndin sé endurkosin fyrir kom-
andi ár.
3. Að þingið leiti álits fjármálanefnd-
ar um það hvort félagið sjái sér eigi fært
að stvrkia nefndina með fjárframlögum
til úíbreiðslu íþrótta.
4. Að þingið hvetji deildir út um Iand-
ið til að nota sér þá kenslu, sem nefndin
kann að geta útvegað, en með þeim skiln-
ingi að hlutaðeigandi deildir standist að
mestu leyti kostnað sem af því leiðir.
5. Að þingið minnist með þakklæti
þeirra einstakra manna, sem svo drengi-
!ega hafa stutt íþróttamálið með fjár-
framlögum á s. 1. ári.
Winnipeg 23. febr. 1928.
/. F. Krístjánsson, J. S. GUlies,
Hjálmar Gislason.”
Nefndarálitið borið upp og samþykt »
einu hljóði.
FrumvaÝþ til bráðabyrgðar aukálaga
var þá lesið af J. F, Kristjánssyni sem
fylgir:
“1. Við stjórn funda og allra mála á
fundum skal farið eftir stjórnarskrá fé-
lagsins, aukalögum þessum og Roberts
Rules of Order.
i 2. Rétt deilda, eða meðlima deilda, sem
ákveðinn er með 21. gr. stjórnarskrárinn-
ar, ber að skilia banning, að kjömir er-
indrekar frá deildtim er mæta á ársbing-
um félagsins fvrir bönd sinna heimadeilda
leggi fram í bingbyrjun kiörbréf tindir-
ritað af forseta og ritara þeirrar deildar.
er^íendir erindrekann, og taki kiörbréfið
gr’éinilega fram. bvað mörg atkvæði fulí-
tröi fer með til þines og nafngreini. auk
bess. þá deildarmeðlimi, sem æskia að
fara með sitt eigið atkvæði á þingi.
3. Allir fulltrúar og erindrekar skuht
skrásettir við þingbvrjun. Skal rita við
nafn hvers bingmanns tölu, er s'éntr með
hve mörg atkvæði hann fer á þingi. t. d.
1, 2 o? 19 o. s. frv.
4. Við atkvæðagreiðskt þingfunda
'skulu vara-ritari og vara-fiármálaritari.
eða í fiarveru þeirra tveir aðrir btng-
menn. er forseti nefnir. aðstoða forseta
OP’ ritara við ta1r"’n<rii atkvmð’ á fttndnni
5. Atkvæðagreiðsla fer fram eftir
nafnakalli. t>ó getnr bineið ákveðið skrif-
lega atkvæðaereiðslu, hvenær sem þvt
svnist hess börf.
Jónas A. Simir'ðsson. Hiálmar Gtslasón.
J. F. Kristiánsson.”
Sambvkt var að ræða frttmvarnið Jið
fvrir lið. Fvrsta gr. borin uop og sam-
Selkirk, 12. apríl 1928.
Stephen Thorson.
bvkt: sömuleiðis 2. 3. og 4. er. Séra
Rögnvaldtir Pétnrsson henti á að 5. gr.
kæmi í bága víð erundvallarlöein. bar
sem eert er ráð fvrir í 26. er. hverstt at-
.kvæði skuli eefin. Fimta greinin dregin
■ ■ ' Sa»
til haka. Var þá nefndarálitið borið upp
með áorðinni breytingu og sairiþykt.
Séra Rögnvaldur Pétursson gat þess
að hann hefði haft tal af hr. Walter Jó-
hannsson. Væri hann fús til þess að halda
áfram yfirskoðunarembættinu komandi ár.
lagði til að hann væri kosinn. Árni Egg-
ertsson studdi. Tillagan samþykt í einu
hljóði.
Útgáfa Tímarítsins:— Séra Jónas A.
Sigurðsson lagði fram eftirfylgjandi
nefndarálit:
"Tímarítsmálið.
Til bjððræknisþingsins 1928.
Nefndin, er skipuð var til að íhuga út-
gáfu Tímaritsins, finnur sig knúða til að
kannast við að Tímaritið hefir reynst
lífæð og fjársjóður félagsins. Aldrei hef-
ir hagur þess staðið betur en nú. Dylst
víst fáum að án Tímaritsins hefði félags-
skapur vor orðið skammær. Um hið ein-
staka x nýprentuðum árgangi ritsins er
hér ekki dæmt. Að sjálfsögðu má á eitt-
hvað benda við útgáfu þess, er horfir til
bóta. Það er eitt höfuðeinkenni allrar
mannlegrar starfsemi.
Á síðasta ársþingi var því ráðstafað,
að Tímaritið veitti viðtöku og prentaði
ritgerðir um vísindaleg efni. Sanngjarnt
er á það að benda, að örðugt mun að sam-
rýma það ákvði þeirri ósk ýmsra að rit-
ið verði helzt alþýðlegt ungmennablað.
Enda neitaði þingið 1926 tillögu þing-
nefndar í þá átt í einu hljóði. Það mun
einnig sanni næst, að hugmynd félags-
manna með stofnun ritsins hafi fra önd-
verðu verið sú, að það væri innbyrðis
meðal Vestur-íslendinga og sömuleiðis
út á við, merki hinnar íslenzku menning-
ar, er vér þágum að arfi. Efalaust væri
mjög æskilegt að Tímaritið túlkaði sem
bezt sögu og menningu Vestur-Islendinga,
yrði fulltrúi félags vors á því sviði.
Hvað snertir útbreiðslu Tímaritsins
verður við það að kannast að hun hefin
verið fremur slælega rekin í hið minsta
á síðari tíð, þar sem um jafn vandað og
ódýrt rit er að ræða.
Á þessar athuganir leyfir nefndin sér
að benda stjórn og þingi.
Nefndin leggur fyrir þing til sam-
þykta:—
1. Að stjórn Þjóðræknisfélagsins sé
falið að annast um útgáfu Tímaritsins á
yfirstandandi ári. Til framfara myndi
horfa, sæi stjómin sér fært, að gefa ritið
út tvisvar á ári.
2. Að stjórninni sé falið að ráðstafa
ritstjórn Tímaritsins.
8. Að allir atkvæðisbærir meðlimir fé-
lagsins, er greitt hafa félagsgjald fyrir
árið 1928, fái þennan árgang ritsins ó-
keypis.
4. Að stjórnarnefndin ráði kjörkaupum
á eldri árgöngum ritsins og auglýsi þau.
5. Að virkileg gangskör sé að því gerð
að koma ritinu inn á hvert vestur-íslenzkt
heimili.
Á þingi í Winnipeg, 23. febr. 1928.
Jónas A. Sigurðsson, Finnb. Hjálmarsson,
Eiríkur H. Sigurðsson
Samþykt var að ræða nefndarálitið lið
fyrir lið.
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson lagði til að
unglingadeild sé bætt t ritið, að minsta
kosti sem svari 5 af hundraði af prent-
uðu máli. Séra Runólfur Marteinsson
studdi, og benti á þörfina að eitthvað
væri gefið út er unglingum væri ætlað að
lesa. Séra Rögnvaldur Pétursson kvað til-
löguna óþarfa. Erfitt væri að þröngva
unglingum til að lesa, þeir yrðu sjálfir að
jfinna hvöt hjá sér til þess. Finnbogi
Hjálmarsson kvað aðra aðferð heppilegri
en þá, sem bent væri á. T. d. að gefin
vær út vikulega örlítil barnablöð með
báðum íslenzku blöðunum “Hkr.” og
“Lög-b.” Sagðist hafa hugsað sér að
vekja athygli á því seinna. Fleiri tóku til
máls. Breytingartillagan var borin upp
og feld. Fyrsti liður samþyktur. Dr. Sig.
Júl. Jóhannesson gerði breytingu við ann-
an Hð, að í stað þess að stjórninni sé
falið að ráðstafa ritstjórn, kjósi þingið
þá séra Jónas A. Sigurðsson og séra
Rögnvald Pétursson sem ritstjóra Tíma-
ritsins. Breytingartillagan feld. Annar
liður samþyktur, sömuleiðis 3, 4. og 5.
liður. Var þá nefndarálitið 'borið upp i
heild og samþykt.
Sigfús Halldórs frá Höfnum bað sér
þá hljóðs og flutti eftirfylgjandi þngs-
yfirlýsingu studda af séra R. Péturssyni:
Frú Helga Jónsdóttir StephánssonJ
í tilefni að láti manns yðar, skáldsins
St. G. Stephánssonar viíl hið níunda
Þjóðræknisþing Vestur-íslendinga, fyrsta
þingið haldið að honum látum, og fyrsta
þingið er eigi hefir meðtekið kveðju frá
honum, beinlínis eða óbeinlínis, votta yð-
ur og börnum yðar, dýpstu hluttekningu
sína. Pinnur þingið sér þetta því Ijúfara,
sem vér finnum til þess, að vér eigum
með yður sameiginlega sorg. Því eigi var
hann einungis heiðursfélagi vor, sem hér
erum samankomin, heldur heiður allra ís-
lendinga, vestan hafs og austan.
Winnipeg 23. febr. 1928.
Sigfús Halldórs frá Höfnum,
Rögnvaldur Pétursson.”
Yfirlýsing þessi var samþykt í einu
hljóði með því að allir risu á fætur og
forseta falið að senda afrit hennar til frú
Helgu Stephánsson í Markerville, Alta.
Var þá stungið upp á að slíta fundi, og
fresta þingi til kl. 8.39 e. h. Forseti gat
þess að þessi síðasti fundur þingsins vrði
hyrjaður með fyrirlestri, er séra Jónas
A. Sigurðsson hefði góðfúslega lofast til
að flytia. Fleira yrði til skemtunar. Bað
hann fólk að vera komið stundvíslega á
fundarstað, svo ljúka mætti við þau störf
er enn væru öafgreidd. Þingi frestað til
kl. 8.39.
Sjöundi þingfundur var settur kl. 8.39
sama dav. Hófst bann með bví að herra
Sigfús Halldórs frá Höfnum söng 1ang-
an flokk íslenzkra þióðsönpva. en honnm
til aðstoðar lék ungfrvt Þorbjörg Biama-
son á píanó. Séra Tónas A. Sigurðsson
flntti lamrt o<r r'»*ki1ep<t erindi um menn-
infrareildi íslenzkrar tunmi o<r fræða oe
þörfna á bióðræknisstarfsemi á meðal
vor. Að 1okum fluttí Sifrurðtir Tnhanns-
son skáld kvæði. Stóð skemtim þessi t?I
VI. 9.49 að aftnr var tekið til þingstarfa.
Fundarbók lesin og sambvkt.
fFramh.T