Lögberg - 03.05.1928, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAÍ 1928.
Bli. B.
DODDS
KIDNEY
PILLS J
THEP®
1 meir en þriðjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bak-
verk, gigt, þvagteppu og mörgum
fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll-
um lyfsölum, fyrir 50c. askjan,
eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint
frá The Dodds Medicine Co., Ltd.,
Toronto, ef borgun fylgir.
sem eg hefi minst á.
(1) Valdið til að hefja stríð og
gera friðarsamninga.—
Það er mála sannast, að þátt-
taka Ganadamanna í stríðinu
mikla, gerði mikið til þess að þjóð
vor fengi viðurkenning sem sér-
stök þjóðarheild, og átti sú viður-
kenning sér stað ekki einungis
innan brezka veldisins, heldur og
meðal allra bandaþjóðanna. En
það í sjálfu sér hefði ekki veriðrCanada er í miðstjórninni, er það
nóg, hefði ekki ýmsir aðrir við-
burðir komið fyrir á eftir, sem
sýna svo ótvíræðilega, hvaða áhrif
það hafði í för með sér.
Þegar að því kom, að semja
átti frið eftir stríðslok, þá var
spurt, hvort Canada hefði nokk-
urn rétt til þess að senda sína
eigin erindsreka á friðarþingið.
En málið var eiginlega ekki rætt,
engin veruleg mótsyrna fanst —
og sendi því Oanadastjórnin sína
eigin fulltrúa á þingið í Versöl-
um — ekki sem part af fulltrúa-
deild þeirri, sem Bretland átti
heimting á að senda, heldur sem
erindsreka sjálfstæðrar þjóðar___
Þá í fyrsta sinn í sögu hennar,
skipaði Canada sæti á friðarþingi
með sömu réttindum og aðrar
sjálfstæðar og fullvalda þjóðir.
Og svo vel hittist á, að þetta var
hið mikilvægasta friðarþing, er
sögur fara af. Með þátttöku sinni
á friðarþinginu í Versöíum fékk
Canadaþjóðin alþjóðaviðurkenn-
ing um rétt hennár að semja úð-
arsamninga.
Rétturinn til að hefja stríð og
rétturinn til að semja frið, fylgj-
ast ætíð að. Um leið og Canada
ávann sér annan réttinn, fékk hún
og hinn. Vonandi er, að við þurf-
um aldrei að beita þeim rétti.
Varla förum við að segja Banda-
ríkjunum eða Japan stríð á hend-
ur. Eg get varla ímyndað mér
svo alvarlegt tilfelli, að nauðsyn-
legt verði fyrir þetta ríki, eitt
fyrir sig, að nota stríðsréttinn.
En um tækifæri að nota réttinn,
þarf eigi að ræða, rétturinn er til,
viðurkendur í Versölum, ef á þarf
að halda.
(2) Að þjóðin hafi rétt til að
skipa sæti á öllum alþjóða- og al-
heimsfundum með öðrum óháðum
þjóðum og taka þátt í fundar-
gjörðum þar.
í friðarþinginu í Versölum var
stofnað “The League of Nations”
—Alþjóðasambandið. Canada, sem
öðrum frjálsum og sjálfstæðum
þjóðum og ríkjum, var boðið að
gerast meðlimur þess. Hún þáði
Þoðið og hefir verið meðlimur
sambandsins frá því er það var
stofnsett. Engum datt til. hugar
að álíta, að Canada væri enn þá
einungis brezk nýlenda og ætti
ekki inngöngurétt í þetta alþjóða-
samiband.
'Eitt kom fyrir árið sem leið,
sem er frábærlega markvert, að
minsta kosti frá sjónarmiði Can-
ada að dæma. Fjórtán þjóðir
skipa miðstjórn alþjóðasambands-
ins. Fimm stórveldin hafa var-
anleg sæti í þeirri stjórn, en hin-
ar níu þjóðirnar eru kosnar á árs-
fundum sambandsins. í fyrra
hlaut fulltrúi Canada sæti í
þeirri stjórn. í sambandi við
kosningu miðstjórnarinnar í það
skifti, er eitt mjög eftirtektar-
vert, og er það haft eftir Seriator
Dandurand. Hann var um tíma,
sem öllum er kunnugt, forseti sam-
bandsins. Hann er 'Canadamað-
ur, og það, að hann var forseti
sairibandsins sýnir, hvaða álit
aðrar þjóðir hafa á Canada. Sen-
ator Dandurand hefir sagt, að það,
sem reið baggamuninn og aðal-
lega kom því til leiðar, að Canada
var kosin í miðstjórnina, var það,
að stefna fulltrúa hennar í friðar-
málum, var frábreytt stefnu full-
trúa Bretlands. Þetta sýnir og
sannar sjálfstæði Canada. Hún
tekur þá stefnu, sem hún álítur
rétta, jafnvel þó hún sé gagnstæð
stefnu Bretlands eða hinna
bi æðraþjóðanna í Brezka sam-
bandinu.
Það, að Canada var kosin í mið-
stjór Aljóðasambandsins, er að
mínu áliti eitt hið þýðingarmesta
spor, sem þetta ríki hefir nokkurn
tíma stigið. í sjálfstæði innifelst
ekki einungis vald, heldur og á-
byrgð og skyldur. Á meðan að
skylda hennar, að koma með það
bezta, sem hún hefir til brunns
að bera til þess að skera úr, ekki
að eins öllum þeim vandamálum,
sem koma fyrir miðstjórnina á-
hrærandi Canada eða brezka veld-
inu, heldur og öllum málum á-
hrærandi hvaða þjóð sem sam-
bandinu tilheyrir. Hver getur
með nokkurri sanngirni sagt, að
Canada skipi bekk neðar öðrum
sjálfstæðum þjóðum, þar sem hún
er ein af fjórtán þjóðum, sem
kosnar hafa verið til þess að
rannsaka og leysa úr málum og
spurningum, vísað til sambands-
til samibandsins.
Á herðum Canadaþjóðarinnar
hvíla nú ekki að eins hennar eigin
mál, ekki að eins innanríkismál
brezka veldisins, heldur og öll ut-
anríkis- og alþjóðamál allra þjóða.
hvar í heimi sem er. Að vísu til-
heyra ekki enn allar þjóðir sam-
bandinu, en enginn efi er á því,
að öll stórmál, þar sem meira en
ein þjóð á í hlut, verða beinlir.is
eða óbeinlínis lögð fyrir Aiþjóða-
sambandið, og þess vegna beinlin-
is eða óbeinlínis lögð fyrir Can-
ad á meðan að hún er í miðstjórn-
inni.
03) Að engin önnur þjóð geti
gert samninga, hvaða eðlis sem
er, sem skuldbindi þessa þjóð án
hennar eigin vitundar og sam-
þykkis. — Til dæmis ómögulegt
væri að segja, að íslendingar væri
sjálfstæð þjóð, ef stjórnin í Dan-
mörku gæti gert samninga við
aðrar þjóðir, sem skuldbindi ís-
land án samþykkis þess. — Nú
virðist svo, esm allir flokkar í ís-
lenzka þinginu séu sammála um
það, að sem fyrst ætti að segja
upp sambandslaga samningnum
við Danmörku, og að ísland ætti
að taka við sínum eigin utanrík-
ismálum. óánægja getur risið
upp, ef þjóðir eru ekki fullvalda
um utanríkismál sín, þess vegna
verður maður að athuga þenna
þriðja punkt.
Þið munið ef ti lvill eftir fund-
inum, sem haldinn var í Locarno
árið 1925 og sem kallaður er á
ensku “The Locarno Conference.”
Það þing var sett aðallega til þess
að reyna að koma á samningum
milli Evrópuþjóðanna, einkum og
sér í lagi Frakklands og Þýzka-
lands. Engin þörf er að útskýra,
hvað kom fyrir á þeim fundi, því
þau mál tilheyra ekki Canada. En
eitt í sambandi við þann fund er
mjög markvert. Canada sendi
Ye Olde Firme
HEINTZMAN & C0. PIANO
Gerið þér yður grein fyrir
því, að það er hsegt að fá
beztu piano I Canada með rétt
eins þægilegum kjörum eins
og þau, sem lakari eru.
HEIMILI TÐAR ÆTTI AÐ
HAFA þAÐ BEZTA.
Skrifið strax eftir verðlista, sem tekur fram verð og söluskilmála
Seld í Manitoba aðeins hjá
I I 1 H Mr\ fan &Co-
J • «J« n. lYlCLi HAIN Ltd.
The West’s Oldest Music House,
329 Portage Ave. - Winnipeg
ekki fulltrúa á fundinn. Þegar
brezku fulltrúarnir skrifuðu und-
ir samninga þá, er þar voru gerð-
ir, þá skrifuðu þeir undir þá, ekki
sem erindisrekar Brezka veldis-
ins í heild sinni, heldur sem erind-
isrekar Bretlands. Brezku stjórn-
inni kom ekki til hugar að álíta,
eða krefjast þess, að samningar,
sem hún undirritaði, gætu að
nokkru leyti skuld'bundið ný-
lenduþjóðirnar brezku án þeirra
samþykkis. Þetta var sérstaklega
tekið fram, er samningarnir voru
gerðir, og var Canada, sem hinum
brezku þjóðunum, gefið tækifæri
seinna að staðfesta samningana.
Hún neitaði því, sem mjög eðli-
legt var, og hefir engum dottið til
hugar að mótmæla rétti hennar
til þess.
Eitt annað dæmi vil eg benda á.
Fyrir nokkurm dögum síðan var
brezka stjórnin í þann veginn að
gera samninga við Egyptaland.
Álitið var, að þetta væri velferð-
armál Brezka veldisins í heild
sinni, og var því hugmyndin í
fyrsta sú, að samningar væri
gerðir sem næðu yfir alt brezka
veldið. Canadastjórninni var því
tilkynt innihald þessa fyrirhugaða
samnings, og var hún beðin að
láta í ljós, hvort hún vildi vera
með í þeirri samningagjörð. Þess
ber að gæta, að fyrir nokkrum
tugum ára síðan hefði Canada-
stjórninni ekki einu sinni verið til-
kynt hvað stóð til, hvað þá held-
ur gefið tækifæri að taka þátt í
samningsgjörðinni. Mr. King,
fyrir hönd Canada, neitdði að
taka þátt í þessu máli vegna þeirr-
ar einföldu ástæðu, að málið kom
Canada ekkert við. Úrslitin urðu
því þau, að ef þessir samningar
komast á, þá skuldbinda þeir að
eins Bretland, en ekki samlendur
þeirra.
Fróðlegt er að lesa, hvað Lord
Salisbury sagði, er málið var
rætt í lávarðadeildinni í brezka
þinginu. Hann var að tala um ný-
lenduþjóðirnar torezku og afstöðu
þeirra gagnvart heimaþjóðinni og
fórust honum orð á þessa leið:
“Bönd þau, er binda oss saman,
eru eigi lagabönd, heldur bönd
þau, er einn tengja við annan í
sömu fjolskyldu. Okkur dettur
ekki til hugar að vér að nokkru
leyti getum takmarkað rétt hinna
brezku þjóðanna til að taka sína
eigin stefnu í hvaða málum sem
er.”
Ýms önnur tilfelli og dæmi gæti
eg nefnt ef tími leyfði, svo sem
Chanak viðburðinn árið 1922,
Lausanne þingið árið 1923 og svo
framvegis. öl lþesSi tilfelli sanna
ótvíræðilega, að brezka stjórnin
getur ekki gert og mun ekki reyna
að gera samninga við aðrar þjóð-
if, sem að nokkru leyti skuldbinda
hinar brezku þjóðirnar nema með
þeirra eigin vitund og samþykki.
(4) Að þjóðin hafi rétt til þess
að gera löglega verzlunar- landa-
merkja- og þessháttar samninga
•við aðrar þjóðir.
Hér áður, þegar álitið’ var að
Canada væri að eins brezk ný-
lenda, voru allir svoleiðis samn-
ingar áhrærandi Canada, samdir
af brezku stjórninni. Það er
löng og mikil raunasaga, því
Canada var ætíð látin sitja á hak-
anum. Brezka stjórnin hafði æf-
inlega mörg járn í eldi, og til þe s
að komast að sem beztum samn-
ingum um málefni er Bretland
snerti, var hún ævinlega tilbúin
slaka til í málum, er nýlendunum
tilheyrði. Þetta er ræðuefni út
af fyrir sig, en út í þá sálma get
eg ekki farið í þetta sinn. Árið
1878 fór Canadastjórnin að fara
fram á það, að brezka stjórnin
ætti áð kjósa fulltrúa frá Canada
til að gera samninga við aðrar
þjóðir, ef að um málefni væri að
ræða, er Canada snerti. Þá svar-
aði innanríkisráðgjafi Bretlands
á þessa leið:
“Mér er falið á hendur, að láta
yður vita, að það er ekki álitið
æskilegt að canadiskur fulltrúi
sé kosinn til þess að taka þátt í
samningagjörð við aðrar þjóðir,
en ef stjórn yðar æskir að senda
einhvern til þess að gefa okkur
bendingu, þá væri það brezku
stjórninni mikil ánægja, að hlusta
á það sem hann hefði að segja.”
Ekki vantaði á hrokann þá, en
nú er þetta alt orðið breytt. ó-
þarfi er að rekja þá breytingar-
sögu spor frá spori. Eg ætla ein-
ungis að benda á dæmi, sem sýna
hvenrig litið er á svona mál þann
dag í dag..
Árið 1923 komst Canadastjórn-
in að samningum við Bandaríkja-
stjórnina um fiskiveiðar í norður
Kynjahafinu, sem kallaðir eru
“The Halibut Treaty”. Var það
í fyrsta sinn, sem eg veit til, að
Canadaþjóðin gerði svoleiðis
samninga við aðra þjóð. Fyrst
var þó nokkurt veður gert út af
þessu víða um berzka veldið af
h\num svo kölluðu veldissinnum
(ilmperialistum). Þeim fanst
þetta vera landráð, sama og að
slíta smbandinu við Bretland. En
hróp þeirra féllu á dauf eyru og
gleymdust fyr en varði.
Nú sem stendur er sambands-
stjórnin í þann veginn að semja
við Bandaríkin um dýpkun á St.
Lawrence fljótinu og framleiðslu
á rafafli í fossunum í ánni. Að
þessu hefir brezka stjórnin ekki
látið þessa samninga sig neinu
skifta, sambandsstjórnin hefir
ekki leitað ráða hennar, og er
enginn efi á, að hún verður ekki
að neinu leyti riðin við þá samn-
ingagjörð. Réttur Canada til að
gjöra verzlunar- viðskifta- og
þessháttar samninga við aðrar
þjóðir, er nú viðurkendur um alt
brezka veldið.
(5) Að þjóðin hafi rétt til að
skipa sína eigin sendiherra eða
ræðismenn, til annara þjóða, til
að vernda þar rétt lands og
þegna.
Á meðan að sú skoðun réði, að
Cariada væri nýlenda og eign Bret-
lands, var engum blöðum um það
að fletta, að hún hafði ekki rétt
til þess að senda umboðsmenn
sína til annara þjóða. En eftir
að þjóðin fór að þroskast, var
farið að ræða um það, bæði á
sambandsþinginu og í ritum og
ræðum, að Canada ætti að mega
skipa sendiherra til annara þjóða.
Ekki er nauðsynlegt að rekja sög-
una frá fyrstu, því nú dettur eng-
um til hugar að neita þessum
rétti Canadaþjóðarinnar. Sendi-
herra til Bandaríkjanna var kos-
inn fyrir nokkru síðan, og er hann
nú í Washington með fullu um-
boði frá Canadastjórninni. Nú
lítur út fyrir, að innan skamms
verði sendiherrar frá Canada skip-
aðir bæði til Frakklands og Japan
og án efa til annara landa, ef
þess er þörf.
Þessi dæmi frá helztu viðburð-
um nútímans, er eg hefi minst á,
sýna skýlaust að Canadaþjóðin
hefir öðlast þau fimm forréttindi,
sem einkenna óháða og fullvalda
þjóð. Hvað meira getur maður
óskað eftir? Það vírðist, að eng-
inn réttur eða vald sé til, er full-
valda þjóð á yfir að ráða, sem
Canadaþjóðin hefir ekki öðlast og
nýtur þann dag í dag.
En á jsálfstæði þjóða getur
maður litið frá öðru sjónarmiði.
Þjóð getur verið að nafninu til
frjáls og sjálfstæð, en í virkileika
mjög háð öðrum þjóðum. Frelsi
þjóða frá þessu sjónarmiði er
mikið undir því komið, hvaða bekk
þær skipa í áliti annara þjóða,
sérstaklega stórþjóðanna. Þjóðir
eru sem einstaklignar, þær fara
eins langt og þær þora. Auðvelt
væri að sýna ykkur, að hinar svo-
kölluðu frjálsu og sjálfstæðu
þjóðir í Mið-Ameríku og með
norðurströnd Suður Ameríku, eru
mjög mikið háðar Bandaríkjunum.
Engin þdirra gæti komist að jafn-
sanngjörnum samningum við Ban-
daríkin eins og t. a. m. Canada
Mér er alveg sama hvert málefn-
ið er.
Eg skal benda ykkur á eitt dæmi.
óánægja og deilur hafa nú í
seinni tíð átt sér stað milli Banda-
ríkjanna og Nicaragua — einnar
af Mið-Ameríku þjóðunum. Stjórn
Bandaríkjanna hefir sent sjóher
til Nicaragua í því yfirskini að
vernda þar rétt og eijrnir þegna
sinna. Þetta er ekki nema fyrir-
sláttur, því hin verulega ástæða
er sú, að verja og halda við i em-
bætti mönnum, sem Bandaríkja-
stjórnin veit að eru henni vel-
viljaðir.
HÍað myndi Canadastjórnin
segja, hvað myndir þú og eg segja,
vil eg spyrja, ef Bandaríkin sendu
hermenn sína inn til Canada, til
þess að varðveita eignir og rétt-
indi Bandaríkjaþegna, vegna þess
að einhver misskilningur eða óá-
nægja ætti sér stað um málefni,
er þessar þjóðir væru eigi ásáttar
um? Eg vil fara lengra — hvað
myndi Bretland segja? Hvað
myndi Ástralía segja? Hvað
myndi Brezka veldið í heild sinni
segja eða gera?
Eg held það liggi í augum uppi
að nú, þegar Canada er orðin við-
urkend sem sjálfstætt og fullvalda
ríki, þá skipar hún æðra sæti í
alþjóða áliti, en ella hefði verið,
vegna þess, að hún er eitt af
mörgum ríkjum, sem til samans
mynda Brezka veldið. Eg er sann-
færður um, að Canadaþjóðin ,er
miklu frjálsari, það er að segja,
er miklu óháðari öðrum þjóðum,
af því hún tilheyrir Brezka sam-
bandinu.
Þegar þjóðir gera samninga
við Canada eða eru í deilum við
hana, þá vita þær, að Canadþjóðin
hefir á bak við sig velvild, ef ekki
algjörðan stuðning Brezka veld-
isins í heild sinni.
,Nú er Canadaþjóðin fullorðin,
komin til lögaldurs. Rétt eins og
lög landsins veita hinum unga
manni öll réttindi fulltíða manns,
eins hefir Canadaþjóðin öðlast öll
forréttindi sjálfstæðrar og full-
valda þjóðar.
En hinn ungi maður hefir ekki
skilið við föðurhúsin. Nú vinnur
hann með foreldrum sínum í
ráðsmensku heimilisins. Foreldr-
arnir hafa viðurkent í orði og
verki, að hann er eigi harn leng-
ur. Það sem átti við, er hann
var að alast upp, er fyrir löngu
orðið úrelt og gleymt. En hingað
til hafa engar lagabrejrtingar
verið gerðar — enga skrifaða
samninga hefir þurft að gera til
þess að lýsa hinni markverðu
breytingu, sem komin er á heim-
ilið.
Á þessum degi, samkvæmt göml-
um og fallegum, islenzkum sið,
samgleðjumst vér af því, að sum-
arið er komið. Vér Vestur-
íslendingar höfum tvöfalda á-
stæðu til að samgleðjast: sumar-
ið er komið og einnig sumardag-
urinn fyrsti hinnar ungu, sjálf-
stæðu Canadaþjóðar.
umboðsmaður brezku stjórnar-
innar, en landstjórinn umboðs-
maður konungsins.
Sendiherra frá Englandi.
Sir W. H. Clark hefir brezka
stjórnin skipað sem nokkurs konar
sendiherrá sinn til Canada, og er,
hann nefndur “high commission-|
er”, eins og umboðsmaður Can-* 1 2
ada í London. Þessi maður er
Fám orðum fljótlega
svarað.
í mjög varhugaverðri grein, eft-
ir herra Hjálmar A. Bergman,
sem birt er í síðasta Lögbergi, er
minst á bending þá, er eg gaf í
næsta blaði á undan, um það, að
mér þætti bezt fara á því að
þiggja ékki “stjórnarpeningana”
handa sjálfum oss, heldur láta
stjórnirnar snúa þeim upp í aðra
gjöf. Eru orð Hjálmars fá, en
meiningin full. — “Tillaga” mín,
sem hann kallar syo, finst honum
“með öllu óhæfileg”, og nota pen-
ingana þannig sé “vægast talað,
blátt áfram óheiðarlegt — og
einnig ólöglegt.”
Með einu móti getur greinár-
höfundur réttlætt þessi þungu
orð: að hann játi algerðan mis-
skilning sinn á anda og efni grein-
ar minnar.
Eg hefi aldrei ætlast til, né til
hugar komið, að íslendingar
vestra færu á bak við stjórnir
þessa lands, og fengju féð undir
fölsku yfirskini.
Vér eigum að koma því til leið-
ar, að Canada gefi “íslandi mynda-
styttu Úlfljóts lögsögumanns”, —
“eða Canada og íslendingar hér”,
stóð í grein minni.
Engum getur blandast hugur
um, að hér eigi að ganga beint
til verks.
Það er auðskilið mál, að í stað
þess að skila aftur fénu með van-
þakklæti, skilyrðislaust, þá er hér
ætlast til, að stjórnunum sé skýrt
frá, að vér getum ekki þegið það
handa sjálfum oss, á þeim grund-
velli, sem uphaflega var um það
beðið, en oss þætti vel við eig-
andi, að þær heiðruðu þúsund ára
DREWRY5
LAGER
P imtíu ára stöð-
ug framsókn hef-
ir gert þennan
drykk fullkom-
mn.
Biðjið um það með nafni.
The Drewry’s Ltd.
Winnipeg
Phone 57 221
402
Gasoiíu Skattlögin og regl-
ur þeim viðvíkjandi.
(Ganga í gildi i. maí 1928)
Hver sá, sem flytur inn gasoline, framleiðir eða selur, skal
mánaðarlega gefa Provincial Secretary, Regina skýrslu. er
sýni hve mörg gallon af gasoline hann hefir selt í Saskatchewan
næstliöinn mánuð.
Það má vera að gasoline skattur verði endurborgaður, af
Provincial Secretary, af þeirri olíu, sem keypt hefir verið en
ekki notuð til ferðalaga á keyrsiuvegum fylkisins.
Eyðublöð fást, ef urn er béðið, hjá Department of the Pro-
vincial Secretary, Legislative Building, Regina. Þessi eyðu-
iblöð verða að vera nákvæmlega útfylt og kvittanir fyrir keypta
gasolíu fylgi.
Engin endurborgun á sér stað, ef sú upphæð, sem krafist
er, er ekki yfir $3.00.
Endurborgun fer fram aðeins fjórum sinnum á ári, nefni-
lega rétt eftir 1. ágúst, 1. nóvember, 1. febrúar og 1. maí.
Hver, sem brotlegur verður við þessi fylkislög og er sekur
fundinn. verður að greiða sekt, seni ekki er minni en $10.00 og
ekki meiri en $100.00 fyrir fyrsta brot og ekki minni en $25.00
og ekki meiri en 200.00 ef brotið er endurtekið.
Department of the Provincial
Secretary
Búið til yðar eigin
Sápu
og sparið peninga
Alt gem þér þurfið
er úrgansfeiti og
GILLETTS
HREINT I VC
OG GOTT LY L
Upplýsingar eru á hverri dós
Fæst I mat-
vörubúÖum.
hátíð vors íslenzka Alþingis, með
samskonar gjöf — hvort sem sú
gjðf kæmi úr öðrum sjóði en upp-
haflega var ætlast til, eða ekki.
Eg er sannfærður um, að hægt
væri að koma því til leiðar með
fullri sæmd, að Sambandsstjórnin
ein framkvæmdi starf þetta. Og
það er trúa mín, að sá tími komi,
að hún í nafni Canada heiðri ís-
land á einhvern góðan hátt, á
hátíð þess, 1930.
Og hið fengna fé, álít eg ekki
svo háskalegt, þótt vont kunni að
vera, að ekki megi skifta því hjá
stjórnunum fyrir steypumálm, eða
snúa því upp í hverja gjöf sem
vera vill.
En vel má vera, að ekki verði
auðhlaupið að steypa hugmynd
þessa í standmynd, með því hug-
arfari, sem nú virðist ríkja vor á
meðal. Enda var þetta aldrei
nema bending frá mér, en aðrir
áttu að fullkomna., væri hún þess
verð. Nær hún þá ekki lengra, en
festast á agnúum viljaleysisins
öðru megin, þjóðtýningarinnar
hinu megin og óbilgirninnar öllu
megin.
- 28.-4.-’28.
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson.
Eins og höf. þessa greinarstúfs
er kunnugt um, vorum vér tillögu
hans alveg mótfallnir, og^teljum
þetta skrif hans í rauninni ekkert
svar.—Ritstj.
W O NDERLAND.
HON. S. (]. LATTA,
Provincial Secretary.
J. W. McLEOD,
Deputy Provincial Secretarv.
Þrjá síðustu dagana af þessari
v'ku sýnir Wonderland leikhúsið
kvikmyndina “The Wagon Show”,
þar sem Ken. Maynard er aðal-
persónan. Hann er vel þektur frá
“Circus” kvikmyndum og sýnir
framúrskarandi fimleik og snar-
ræði, sem er reglulegt yndi að
horfa á. — Mr. Rost, ráðsmaður
Wonderland leikhússins, lætur
þess getið, að á triánudaginn og
næstu tvo daga, sýnir Dolores Cos-
tello þar leiklist sína í leiknum
“The College Widow”. Það er
sérstaklega fjörugur og skemti-
legur leikur, sem allir hljóta að
hafa gaman af.
“White Seal’’
langbezti bjórinn
KIEWEL
Tals. 81 178 oi! 81 179