Lögberg - 10.05.1928, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. MAÍ 1928.
Bls. 3.
Þær bættu honum
stórkostlega.
Það Segir Maður Frá Alberta Um
Dodd’s Kidney Pills.
Mr. Ernest A. Day Mælir Með
Þeim Við Alla Vini Sína.
Bow Island, Alta., 7. maí —
dEinkaskeyti)—
‘Fg hefi notað Dodd’s Kidney
Pills við höfuðverk og Jiser hafa
reynst mér ágætlega,” segir Mr.
E. A. Day., Box 10, Bow Island,
Alta. ‘‘Eg vildi ekki án þeirra
vera. Þær hafa hjálpað mér,
þegar önnur meðul hafa reynst
mér árangurslaus. Eg hefi sagt
öllum vinum mínum hve vel þær
hafa reynst mér og vona að þeir
noti þær, ef þeir þurfa þeirra
við.”
Dodd’s Kidney Pills hreinsa
blóðið og hreint blóð flytur öllum
líkamanum heilbrigði og styrk.
Dodd’s kidney Pills eru ágætis
heilsulyf, og nú er einmitt tími til
að nota það. Á hinum löngu og
köldu vetrarmánuðum missir lík-
aminn miki'ð af sínum styrkleika
og honum fer aftur. Dodd’s Kid-
ney Pills hjálpa náttúrunni til að
bæta þetta upp og hreinsa óholl
efni úr blóðinu og valda veik-
indum.
Dodd’s Kidney IPills fást alls-
staðar hiá lyfsölum eða hjá The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Tor-
onto2 , Ont.
Úlfljótur eða Grímur
geitaskór?
Þá tillögu kemur Þorsteinn Þ.
Þorsteinsson fram með í Lögbergi
19. apríl þ.á., að breyting sé gerð
með fjárstyrk þann, sem hinar
canadisku fyíkisstjórnir hafa
veitt þegnum sínum, Vestur-ís-
lendingum, til íslandsfarar 1930,
að verja honum á annan hátt en
upphaflega var farið fram á, og
samið var um við téð stjórnar-
völd. Og í stað þess að brúka það
fé til hinnar fyrirhuguðu ferðar,
skuli því varið til þess að setja
upp myndastyttu af Úlfljóti, sem
hin fornu Úlfljótslög eru kend
við. En nú getur heimfarar-
nefndin. ekki gert þá breytingu,
nema með samþykki þeirra stjórn-
arvalda, sem féð leggur til.
En mundum við þurfa nokkurn
slfkan styrk, þó til þess kæmi að
vér, Vestur-íslendingar, réðumst
í það að færa frændum vorum
heima á ættjörðinni eitthvert
veglegt minnismerki um hinn
sögufræga viðburð, sem hin fyr-
irhugaða hátíð er tengd við? Eg
sé ekki betur, en að við gætum og
ættum að standa á vorum eigin
fótum í því efni.
En nú getur það verið nokkurt
álitamál, hvort úlfljóti tilheyrði
það minnismerki, sem skáldið vill
skreyta hann með, fremur en öðr-
um, sem eiga engu síður sögurik-
ar minningar tengdar hinum forna
alþingisstað. Mætti þar til nefna
Þórð gelli og iSkapta Þóroddsson,
sem báðir hafa haft stórtæk áhrif
á löggjöf og stjórnarsögu íslands
á söguöldinni, og verið hafa hin-
ir merkustu menn, er uppi hafa
verið á því tímabili.
Úlfljótur fer utan, eftir að hann
hefir keypt löndin af Þórði
skeggja, og er hann þá í Noregi
þrjá vetur • með Þorleifi hinum
skapa frænda sínum, er verið hef-
Ir hinn mesti spekingur að viti.
Og eftir því sem Melabókarbrotið
segir: samanskrifuðu þeir þau lög
sem Úlfljótur kemur með til ís-
lands, sem ber saman við sögu
Ara, að verið hafi að miklu leyti
hin fornu Gulaþingslög með
nokkrum breytingum, ýmist felt
úr eða aukið við. Og það er auð-
skilið á orðum Ara, að þar hafa
komið til ráð Þorleifs með þær
breytingar. Og hans hyggjuviti
er sú löggjöf mest að þakka, sem
Úlfljóti eignuð er einum.
Frásögnin um utanför úlfljóts
er nokkuð óná'kvæm, hvort hann
hafi farið af eigin hvötum eða að
ráði landsmanna, sem erindsreki
þeirra á fund Þorleifs, með það
áhugamál þeirra, sem vakandi
hefir verið hjá þeim, að fá hag-
feld lög fyrir hið nýja fyrirhug-
aða Alþingi, og er hið síðara at-
riðið líklegra, má jafnvel telja
lájálfsagt, að svo hafi verið.
Landsmenn hafa að sjálfsðgðu
fundið til þess, hversu þeim var
brýn þörf, að fá ein allsherjar
lög og eitt allsherjar þing fyrir
alt land. Benda til þess þau hér-
aðsþing, sem komin eru á fót áð-
ur en Alþing er sett: Kjalarness-
þing, og Þórsnessþing, og sjálf-
sagt eitthvað fleiri, sem þá hafa
verið komin á fót. Islendingar
hafa þá ekki verið eins miklir
lagamenn, sem þeir urðu síðar á
söguöldinni. Lagaþekking þe:rra
hefir verið nokkuð mikið í molum
sem von er til, þar sem þeir eru
komnir frá hinum ýmsu fylkjum
Noregs, og f jöldi þeirra vestan um
haf, víðsvegar að. Og lagaþekk-
ing Úlfljóts hefir ekki heldur get-
að fullnægt þeim. Þess vegna var
það mjög hyggilegt af lands-
mönnum, að fá löggjöf sína frá
Þorleifi spaka, er þeir fundu sig
ekki færa til að fást við það verk-
efpi sjálfir með tilstyrk Úlfljóts.
Því finst mér óviðfeldið, að slegið
sé upp myndastyttu af Úlfljóti í
tilefni af lögum þeim, sem við
hann eru kend, þar sem annar
maður stendur honum mikið meir
en jafnfætis að þeirri löggjöf.
En svo kemur sá maður fram á
sjónarsvið sögunnar, sem einn er
sér um það söguatriði, sem tengir
hann svo sterkum tökum við hinn
‘‘helga völl”, alþingisstaðinn
forna við öxará, að um annan
verður ekki deilt, og það er Grím-
ur geitskór. Hann fer um land
alt og leitar þess staðar, sem hon-
um virðist bezt til þess fallinn, að
helgaður sé hinu fyrirhugaða al-
þingi íslendinga. Og hann hefir
verið glöggskygn og smekkvís í
valinu Því auk þess sem staður-
inn er vel til þess fallinn frá nátt-
úrunnar hendi að vera þingstað-
ur, er hann einhver hinn fegursti
og tilkomumesti staður á landinu.
Grímur geitskór kemur hvergi
við sögur vorar, nema það sem Ari
getur hans í fám orðum í sam-
bandi við það, sem hér hefir ver-
ið sagt. Dr. Guðbrandur Vigfús-
son getur þess til í ritgerð sinni
“um tímatal í íslendingasögum”,
að hann hafi verið Geitlendingur,
— líklega þá fengið viðurnefnið
af því. — Hann gæti vel hafa ver-
ið sonur Úlfs Grímssonar háleyska,
hvað tímatal snertir.
Og Ari getur þess um Grím, þá
er hann hafði valið þingstaðinn,
að honum fékk hver maður pen-
ing til á landinu, en hann gaf það
til hofa. Og er það í samræmi
við upplýsingar þeirra tíma, hið
sama sem menn er vinna við op-
inber störf nú á tímum, gæfu sín
laun til kirkna eða annara há-
leitra * stofnana, fyrir hlutfalls-
lega jafn umfangsmikið og erfitt
starf. Þetta sýnir, hvað hann
hefir verið sérstaklega ósérplæg-
inn og óeigingjarn, er hann ferð-
ast um alt Island, jafnvel um
öræfi og óbygðir, án þess að ætl-
ast til launa. Grímur er auðsjá-
anlega ekki að vinna fyrir sinn
eigin hag, heldur fyrir hag og
heiður föðurlandsins. Auðvitað
eru þeir margir fleiri, sem þar að
vinna. En Grímur stendur hér
einn sér í því falli, sem hér hefir
verið tekið fram. Og nafn hans
snýst eingöngu um hinn helga
stað: — hjartastað íslands.
Væri þá ekki tilhlýðilegt, að
minnast hans að verðleikum á
þúsund ára hátíð Alþingis 1930?
Og skilið ætti hann, að honum
yrði reistur veglegur minnisvarði
á þingstaðnum forna, á einhvern
viðeigandi hátt. Hér gæti ekki
heldur verið gert upp á milli
tveggja eða fleiri á nokkurn veg,
er valdið gæti sundrung, í því
málefni, sem hér kæmi til greina.
Læt eg svo þessa tillögu frá mér
fara til yfirlits og ef svo vill verða
til frekari umræðu og aðgerða.
Magnús Sigurðsson á Storð.
Bréf frá Mozart.
Oft er eg að, furða mig á því,
hvað sjaldan sjást bréf úr íslend-
ingabygðunum í Winnieg blöðun-
um, því mér finst mjög ótrúlegt,
að ekki beri eitthvað fréttnæmt
við I hverri bygð, í það minsta
einu sinni á ári, sem menn hefðu
gaman af að sjá um.
Hér í þessari bygð, Mozart, eru
tvær samkomur nýafstaðnar, sem
vel mætti minnast á. Það hefir
verið siður kvenfélagsins, Vilj-
inn, á Mozart, að fagna sumardeg-
inum fyrsta með rausnarlegum
veitingum og skemtiskrá. Og í
þetta sinn var það í bezta lagi, að
minsta kosti var samkomuhúsið
svo fult af fólki, að eg hefi aldrei
séð þar fleira fólk saman komið í
einu, og hefi eg þó verið á öllum
helztu samkomunum þar, sem
haldnar hafa verið síðan það var
bygt. Þar var og ágæt skemti-
skrá, söngur, ræður og 'leikir, alt
prýðilega vel af hendi leyst, og
síðast dans og veitingar, er stóðu
yfir til dögunar, án þess hlé yrði
á dansinum eða veitingunum. Eg
held að allir hafi farið vel ánægð-
ir heim til sín á eftir.
Svo á sunnudaginn fyrstan í
sumri messaði séra Carl J. Olson,
eftir kl. 2, og var þá svo margt
við messu, að eg varð hissa, eins
og einhver stórhátíð væri, og svo
margt utansóknar fólk (leins og
kallað var heima á gamla land-
inu), einkum frá Wynyard og þar
í kring að vestan, Elfros og víðar
að. En í ræðulok, þegar prestur
var að auglýsa, byrjaði hann á
þvi, að halda ætti einum gömlum
manni heiðurssamsæti, og allir,
sem viðstaddir væru, ættu að
drekka kaffi með honum^ þá fór
mér ekki að lítast á blikuna, því
mig grunaði þá að við mig væri
átt, þó eg ekkert af þessu vissi
fyr. En af því eg nenni lítt að
nota annan fótinn, sá eg mér til
einskis að reyna að flýja, þó vilja
hefði til þess, og sat því kyr.
Eftir messu var eg leiddur til
sætis við borð alþakið allslags
kaffibrauðssælgæti; og sagt að
sitja þar kyr, meðan fólkið drykki
kaffi mér til samlætis. Eg sat
þar svo á meðan þrisvar var al-
skipað við borðið, og get eg vel trú-
að, að nær 50 manns hafi setið í
hvert sinn. En þá var kallað á
mig, þótt fjöldi fólks væri ekki
búið að fá kaffið, því prestur átti
að! halda fyrstu ræðuna, en hann
ætlaði að messa í Elfros og var
orðinn á eftir tíma.
Þá byrjaði söngur, og prestur
svo með ræðuna. Þar næst hélt
Friðrik Guðmundsson ræðu og
flutti mér nýort kvæði. Þar næst
flutti frændi minn, G. Goodman i
Wynyard ræðu, og kona hans las
upp kvæði til mín eftir séra Frið-
rik. Þar næst flutti Árni Jónsson
ræðu og Páll Tómasson og afhenti
mér umslag úttroðið, og sagði það
vera silkiklút. En mér fanst klút-
urinn undra þungur og fór því að
opna hann. Ultu þá ofan á gólf
silfurpeningar úr umslaginu; þá
sá eg að þetta voru seðlar og
silfur i staðinn fyrir silkiklút. —
Jón Finnsson hélt þakklætisræðu
fyrir mig til fólksins, því eg
treysti mer ekki til þess allra
hluta vegna. — Söngur var milli
hverrar ræðu, og stýrði Páll Tóm-
asson söngnum. Líka talaði
Kristján Pétursson nokkur orð.
Allar voru ræðurnar góðar, en
helzti mikið lof í þeim.
Tilefni þessa samfagnaðar mér
til handa var það, að eg átti af-
mæli mitt hið 85. á sumardaginn
fyrsta. Þá var eg búinn að lifa
85 ár, vel frískur að öllu leyti,
nema gigt í hægra fæti, svo eg
get ekkert gengið; hefi ágæta
sjón, en daufa heyrn, sem er að
smá bila, sem og minnið.
Fyrir samsæti þessu stóðu börn
mín, er mér sagt, og frændfólk
mitt, sem eg á hér fjölda margt i
þessari bygð og víðar hér um
bygðir landa. En hvernig á þessu
heiðurs samsæti stendur, get eg
ekki sagt, því eg hefi alla mína
tið verið sem núll í öllu mannfé-
lagi, fátækur, latur og ónýtur til
flestra verka, og þegið af öðrum
margar velgjörðir, stórar og smá-
ar, án endurgjalds eða þakklætis.
En hvað sem öllu þessu líður,
þá er eg hjartanlega ánægður og
þakklátur fyrir hinn höfðinglega
heiður mér auðsýndan, og miklu
peningagjafir. Eg má vera guði
þakklátur fyrir alla mína liðnu
æfi, einkum fyrir mína góðu konu
og börnin. Og þá ekki síður fyr-
ir mína mörgu og góðu nágranna,
sem eg hefi átt um æfina, og hefi
eg aldrei átt óvin, það eg til veit,
en marga góða vini.
Nú bið eg góðan guð að launa
öllum mínum velgjörðamönnum,
alt það mikla og góða, er þeir hafa
auðsýnt mér, í orði og verki, og
gefa öllum skyldum og vanda-
lausum gleðilegt, gott og arðsamt
sumar og alla þeirra lífdaga.
Þess óskar og biður
Daníel Grímsson.
~ ■ >--
Ungt, íslenzkt skáld.
vekur athygli erlendis.
í eitt af stærstu dagblöðunum í
Suður^Svíþjóð hefir prófessor
Lindroth skrifað langa grein um
ísl. menningu og ísl. bókmentir.
Einn kafli greinarinnar er um
Kristmann Guðmundsson. Segir
hann þar meðal annars:
“Það er löngu viðurkent, að ís-
lendingar og Danir eru all-ólíkir
og framandi í augum hvor annara.
Þó að báðar þessar þjóðir séu af
sama norræna stofninum, verða
menn að játa, að hann hefir alt
frá upphafi orðið fyrir töluverð-
um breytingum. Þó að kynblönd-
un sé slept, verður mannfræðin
nú á tímum einnig að taka tillit
til umhverfis, þjóðfélagsskipunar,
sögu og menningaráhrifa. Andleg
einkenni Dana og íslendinga eru
í rauninni gagnólík. Hins vegar
er auðsætt, að skyldleiki íslend-
inga og Norðmanna er miklu
meiri. íslendingar eru einmitt
ættaðir úr Noregi og lifnaðar-
hættirnir á íslandi og vestanverð-
um og norðanverðum Noregi, eru
áþreifanlega líkih. Það er því
ekki undarlegt, að Norðmenn og
íslendingar hafa dregist nær hver
öðrum á síðari árum, þar sem ís-
lendingar eru nú frjálsari en áð-
ur og geta óhikað leitað sér sam-
bands við menningu annara þjóða
eftir sínu eigin höfði.
Hið eftirtektarverðasta — einn-
ig fyrir oss Svía — er það, að
ungt íslenzkt skáld hefir sett sér
það mark og mið, að skrifa skáld-
sögur á norsku máli. Efnið í sög-
ur sínar sækir hann til íslands.
Þetta unga skáld er Kristinn Guð-
mundsson. Hann er kornungur
maður, að eins 25 ára að aldri.
Hann er fæddur í Reykjavík, en
kynti sér snemma íslenzkt sveita-
líf eftir föngum.
Hann sá fljótt, að hann þurfti
að afla sér fleiri lesenda, en um
er að ræða heima. Fór hann því
til Noregs og tókst að ná svo full-
komnu valdi á norsku ríkismáli,
að hann gat gefið út smásögu-
safn, er hann nefndi “Islandsk
Kjærlighet”, árið 1926. Þessar
sögur fengu góðar viðtökur. Og
þæ'r áttu það skilið.
Árið 1927 kom út stór skáld-
saga eftir hann, “Brudekjolen”,
íslenzk að efni. Auk bókmenta-
legs gildis síns, gefur þessi saga
óvenjulega áreiðanlega og skemti-
lega lýsingu af íslenzkri menn-
ingu nú á tímum. Skáldið notar
mikið samtalsbúning. — Samtöl-
in eru ágæt, svo sem vænta má hjá
manni, sem gengið hefir í skóla
hjá hinum fornu söguhöfundum.
En um nokkura stælingu er þó
ekki að ræða. Einnig oss ber að
veita þessum höfundi fylsta at-
hygli.”
Kristmann Guðmundsson hefir
nýlega undirskrifað samning um
enska og þýzka þýðingu á bók
sinni “Brudekjolen”, sem kom út
í fyrra hjá H. Aschehoug and Co..
Sá, sem annast ensku þýðing-
una, er dr. Richard Beck, en hina
þýzku Ernst Zuchner, sem hefir
m. a. þýtt á þýzku beztu leikrit
norska skáldsins Gunnars Hei-
berg—Morgbl.
Ferð mín
kringum Manitobavatn.
Eg get ekki stilt mig um, að
láta í ljós með nokkrum orðum
viðtökur þær og ótvíræðan þjóð-
ræknisvott, er eg undantekningar-
laust mætti hjá löndum mínum
hringinn í kringum alt Manitoba-
vatn í vetur og haust, þegar eg
ferðaðist þar um allar þeirra far-
sælu bygðir.
Mér væri kært að nefna mörg
nöfn, bæði karla og kvenna, en
gestrisnin og viðmótið og alúðin
var svo jafnt yfir allsstaðar þar
sem eg kom, að eg verð að láta
mér nægja að taka alla fyrir
númer eitt, með hjartans þökk-
um fyrir allan greiðann, því hvergi
var mér leyft að borga fyrir mig
eitt einasta cent.
Oft hefir mér dottið í hug, þeg-
ar eg hefi ferðast á milli landa
minna í þessu landi, eftir 50 ára
dvöl, að skeð gæti að íslendingar
heima á gamla landinu vildu síð-
ur viðurkenna, að Vestur-íslend-
ingar héldu sinni risnu og forna
höfðingsskap og í einu orði flest-
um beztu einkennum þjóðarinnar.
máske ekkert síður en þeir sjálf-
i rheima. Þetta er að eins mín
eigin hugsun.
Um að lýsa efnalegu ástandi
manna skal eg vera fáyrtur. Mér
sýndist fólkinu yfirleitt líða mjög
vel. Vera má að gripastofn sé
heldur meiri yfirleitt að vestan-
verðu vatns; endurbtur á húsa-
kynnum mjög almennar og sum-
staðar bygð stórhýsi með afbrigð-
um. Griparækt og fiskiveiðar að-
al-atvinna, og plægingar allmikl-
ar við suðurenda vatnsins.
Erindi mitt í þessari ferð, var
að selja bækur eftir sjálfan mig.
Og þar kom fram sama velvildin.
Þær voru keyptar í bæjarþorpun-
um mjög alment, og út um landið
að heita mátti undantekningar-
laust, og var eg þó víða alókunn-
ugur í þeim sveitum.
Það virðast augljóst vera, að
lestrarþrá sé töluvert meiri út til
sveita, heldur en inni í bæjar-
þorpum, og er það í rauninni eðli-
legt. Afstaðan er alt öðruvísi,
sérstaklega fyrir yngra fólkið.
Tökum til dæmis kvöldin, þegar
fólk hættir vinnu inni í bæjunum;
þá er að búa sig til ferðar á leik-
hús, samkomur af öllum sort-
um og dansa, og þetta gengur má-
ske á hverju kveldi alla vikuna út
og oft langt fram á nætur, og þá
er fólkið orðið stað-uppgefið og
fellur strax í svefn, vitandi að
það verður að vakna snemma
næsta morgun til vinnu.
Þetta eyðileggur alla lestrar-
löngun, því hugurinn snýst allur
um þetta, eyðileggur starfsþrá
margra góðra unglinga, bæði karla
og kvenna, í staðinn fyrir að
lestur allra góðra bóka fræðir og
byggir upp eðli mannsins til
sannra lífsafnota.
Ekki má fólkið taka þetta sem
aðfinning eða sleggjudóm, held-
ur er þetta mín eigin hjartans
sannfæring; svo ekki meira um
það að sinni.
Gaman þætti mér, ef einhver
af öllum þeim vel hugsandi og
pennafæru alþýðumönnum, sem
eg fyrirhitti í þessari áminstu
ferð, vildu láta mér í ljós hvaða
skoðun þeir hefðu á þessum bókum
mínum, hvort þær væru þeim þess
virði, sem þeir borguðu fyrir þær.
Og skal eg taka það fram, að eg
er eins ánægður með aðfinslur,
séu þær á rökum bygðar, hvort
heldur frá karli eða konu, eins og
hól, ekki sízt ef mér sjálfum finst
það um of, því sjálfstæði í skoð-
un er mér kærast af öllu, sem eg
les. Eg er alþýðumaður og álít
það skyldu mína, að gala fyrir al-
þýðu, svo lengi eg get, svo framt
að eg viti, að hún, alþýðan, hefir
eitthvert gagn og einhverja
skemtun af; því ef ekki, þá er
mér bezt að þagna og þegja.
Með virðing og vinsemd,
Jón Stefánsson.
Bandaríkjamenn og Þjóðverjar
hafa gert með sér sérstaka samn-
inga um varanlegan frið eða að
hlíta gerðardómi í ágreiningsmál-
um, sem fyrir kunna að koma.
Voru þeir undirritaðir á laugar-
daginn var af Kellogg utanríkis-
ráðherra og þýzka sendiherranum
F. von Prittwitz.
JamesRichardson&Sons
Bankamenn, sem ávaxta peninga.
367 Main Street
STOCKS
AND
BONPS
WINNIPEG
Meðlimir
Montreal
Stock
Exchange
Víðtæk þekking og auðfengnar
upplýsingar gera oss mögulegt að
láta í té nákvæmar upplýsingar
viðvíkjandi sölu verðbréfa á
hvaða peningamarkaði sem er.
Vér erum viljugir að gefa yður
allar upplýsingar viðvíkjandi
þeim verðbréfum, sem þér hafið,
eða hafið í hyggju að kaupa. —
Ágætlega vel trygð verðbréf er
hægt að kaupa með mánaðar nið-
urborgunum, samkvæmt samning-
um við oss.
Sími 24 831.
(Private Branch Exchange)
MALDEN ELEVATOR
COMPANY, LIMITED
Stjórnarleyfi og ábyrgB. ABalskrifstofa: Orain Exchange, Winnipeg
Stocks - Bonds - Mines - Grains
Vér höfum skrifstofur I öllum helztu borgum 1 Vestur-Canada, og
einka simasamband viS alla hveiti- og stockmarkaði og bjóðum þvi viB-
skiftavlnum vorum hina beztu afgreiSslu. Hveitikaup fyrir aSra eru
höndluS meS sömu varfœrni og hyggindum, eins og stocks og bonds.
Leitið upplýsinga hjá hvaða banka sem er.
KOMIST 1 SAMBAND VIÐ RÁDSMANN VORN A pEIRRI
' SKRIFSTOFU, SEM NÆST TÐUR ER.
Winnipeg
Regina
Moose Jaw
Swift Current
Saskatoon
Calgary
Brandon
Rosetown
Gull Lake
Assinibola
Herbert
Weyburn
Biggar
Indian Head
Prince Albert
Tofield
Edmonton
Kerrobert
Tll að vera viss, skrifiS á ySar Bills of lading: "Advise Malden
Elevator Company, Limited, Grain Exchange, Winnipeg.”
CANADIAN MINES
HIN vlðtæka og fullkomna þekking vor á þessum félagsskap
stendur þeim til boða, sem kynna vilja sér canadlskan náma-
iðnað. Holl og skynsamleg ráð, eru þeim með ánægju gefin,
sem kynnu að vilja jeggja fé I þessi fyrirtæki. Viðtal eða bréfa-
viðskifti framboðin.
Stobie Forlong Matthews
Sérfræðingar-1 náma-hlutabréfum.
LIMITED
MINING EXCHANGE BLDG. 356 MAIN ST SOUTH. PHONE: 89 326
Einka símasambönd.
WINNIPEG,
MAN.
INCORPORATED 27? MAY 1670.
WINNIPEG,
MAN.
H. B. C. Bargain Basement Hagnadur
í sambandi við vora 258. afmœlis útsölu
—Þessar vörur verða til sölu á Miðvikudag og Fimtudag, 9. og 10. Maí, OG ERU AÐ EINS BOÐNAR ÞEIM VIÐSKIFTA-
VINUM, SEM LESA BLÖÐ A ÚTLENDUM TUNGUMÁLUM. Þær eru ekki boðnar lesendum ensku blaðanna.
-Engar eftirkröfur.
Engar póstpantanir.
Enginn útflutningur.
Engar símapantanir.
50c
Kvensokkar fyrir vorið
17c parið 3 pör fyrir ..
—Gerðir úr góðri tegund af rayon silki. Góðir sokk-
ar með sérstaklega góðum hælum og tám. Brúnir
og hvítir að eins. Stærðir 8^4 til 10.
39c
Naincheck kvenbuxur
Sérstök kjörkaup . .
—Gott efni, sem endist vel og þvæst vel. Vel gerðar
og rúmgóðar, með tvöföldum, sterkum geirum. Ein-
litar gulleitar, hörundslitar, bláar, rauðgular og
hvítar. 25 til 27 lengdir.
Kjólar
fyrir skólastúlkur
Gjafverð
69c.
—Chambrays og gingham kjól-
ar, þvost vel, fallega sniðnir og
skreyttir. Mjög smekklegir. —
Bláleitir, ljósleitir, grænleitir
og móleitir. 'Stærðir fyrir 7 til
14 ára aldur.
Laglegar Tweed húfur
fyrir karlmenn
98c.
—Kollurinn í einu lagi eða sam-
settur. Um marga liti og gerð-
ir að ræða. Stærðir 6% til 7%.
79c
Kvenmanns Tennis Skór
Afmælis kjörkaup ....
Góðir skór til að brúka á sumrin
—1500 pör af skóm fyrir konur og stúlkur til að
brúka úti og við tennis leiki. Vér keyptum þessa
skó á réttum tima fyrir litið verð. Nú er tími til
að kaupa það sem þér þurfið af þeim til sumarsins.
Þeir eru hneptir með einni eða tveimur ólum. Tog-
leður sólar að nokkru eða ðllu leyti.
—Oxfords — hvítir, svartir og brúnir, lágir tog-
leður hælar og sólar. Flestir ekki alveg samkvæm-
ir kröfur verksmiðjunnar, en gallarnir svo litlir, að
þeir gera lítið til. Stærðir 2/2 til 8. Fyrir þetta
verð væri hyggilegt að kaupa meir en eina skó.
Poiret Twill kvenkápur (tl 1 QC
Gjafverð á................Y*
—Einstaklega fallegar kápur, bláar. Sumar eru
skreyttar með fur, aðrar ekki. Ágætar kápur fyrir
lítið verð. Margar stærðir, 14 til 44.
Bargain Basement H-B.C.
1000 yards chintz á
15c
—Góð tegund af éhintz, 34
þuml. breitt; ýmsir litir og á-
ferð. Alveg sérstakl. ódýrt.
Vín og ávaxta glös
—Skirt gler og vel fægt. Sér-
staklega ódýrt.
Hvert selt á
lOc.
Drengja Jerseys
Gjafverð á
$1.89
—^Ull og bómull. Hneptar upp i
háls eða flegnar, og einnig ó-
hneptar. Stærðir 22 til 32. —
Þetta er reglulega gjafverð.