Lögberg - 17.05.1928, Side 4

Lögberg - 17.05.1928, Side 4
BIb. 4 LÖGBECRG, FIMTUDAGINN 17. MAl 1928. 3Jo§berg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talaknan N-6S27 04 N-6328 Einar P. Jónsson, Editw Ulanáskrift til biaðsint: THÍ tOlUIHBUt PRtíS, Itd., Box317*. Wnnlpog, Utanáskrift rititjórana: EOtTOR LOCBERC, Box 317* Wlnnlpog, »tan. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Ttao ‘‘t#ÖRtaor«’' 1» prlntod and publUtaod br Ttao Oolumblt. Proae, UmlteJ. ln the Colunabia * •uildinc. SSS Sargent Ave Wlnnlpeg, Manttoba. - Starfsvið. * Forystumenn í mentamálum hinna ýmsu þjóða, hafa gefið sig við því allmjög hin síðari árin, að greiða götu unglinga, sem um það leyti eru að útskrifast úr harnaskólunum, hvað það áhrærir, að velja sér framtíðarköllun. Heimil- in höfðu bersýnilega ekki ávalt gætt skyldu sinnar í þessu efni, eins og vera bar, og þess vegna var það, að skólakennarar og aðrir mentafrömuðir, fóru að taka ráð sín saman, og beita sér fyrir nauðsynlegar framkvæmdir í málinu. Marga hina eldri fslendinga í landi hér, rek- ur vafalaust til þess minni, að við fæðingu sveins, var það stundum svo að segja afráðið, hver staða hans skyldi verða í þ.jóðfélaginu, kæmist liann á annað horð til vits og ára. Einn átti að verða prestnr, hvað svo sem það kostaði; annar sýslumaður, öldungis án tillits til npp- lags og innrætis. Stundum var þetta hamrað í gegn, hváð svo sem hlutaðeigandi embættis- mannsefni sagði, en sjaldnast fór það vel. Fyrir allmörgum árum komumst vér í náin kynhi við prest einn heima á Fróni, prúðan mann í framgöngu og hinn bezta dreng. Um einlægni hans sem kennimanns, var aldrei efast, en skör- ungur var hann enginn á því sviði. Þegar til búskaparins kom, var nokkuð öðru máli að gegna. Mátti með fullum rétti segja, að í þeim verkahring, hefði klerkur verið brautrvðjandi, — einn af fáum. Hann var af efnafólki kominn, og foreldrar hans vildu fyrir hvern mun gera* úr honum prest. Sjálfur sagðist hann hafa vil.j- að fara utan um fermingaraldur, og leggja stund á'búvísindi. Hliðstæðu dæmi af sýslumanni kyntumst vér einnig, er þröngvað hafði verið til laganáms, hvort sem það nú heldur var gvltu hnappanna vegna, eða ekki. Hann var það, sem kallað er, meðal yfirvald, og enginn hafði neitt upp á embættisfærslu hans að klaga. Þó var hann aldrei þar með allan hugann. Hvenær, sem hann komst höndunum undir, var hann óð- ara farinn að teikna, og lék honum þá ávalt á- nægjufbros um varir. Hann hafði þráð að verða húsagerðarmeistari, því uppdrættir þeir allir, er hann fdkst við, voru af ímynduðum stór- hýsum þjóðinni til sæmdar. Menn þeir allir, er að því vinna í einlægni, að segja æskulýð þjóðanna til vegar, eiga al- mennings þakkir skyldar fyrir starf sitt. Hef- ir slíkri viðleitni fram að þessu, sjaldan verið sá sómi sýndur, er vera har. Af fræðslumálaskýrslum hinna ýmsu þjóða, má það ærið glögglega sjá, að tala nemenda þeirra, bœði á gagnfræðaskólum og háskólum, er hætta námi á miðri leið, fer árlega hækkandi jafnt og þétt. Námslýður þessi, virðíst af ein- hverjum ástæðum ekki una aganum sem bezt og kýs heldur að henda sér út í hringiðu viðskifta- lífsins tafarlaust, hvað sem undirbúningnum líður. Margir, sem þannig er ástatt fyrir, vaða áfram í villu og svíma, fljóta sofandi að feigð- arósi, kjölfestu og áttavitalausir. Það eru slík- ir menn, — mennirnir, er ekki vita sjálfir hvað þeir vilja, er öllum öðrum fremur, þurfa á leið- sögn hinna reyndari að halda. Þar eru uppeldis- vísindin sérstaklega þörf, og þar geta þau komið að mestum notum. Sérhver eintsaklingur verður fvrst af öllu, að finna s.jálfan sig, finna út með vissu, hvar starfsvið hans er, því með þeim hætti einum, getur hann orðið sjálfum sér og þjóðfé- laginu til tilætlaðrar nytsemdar. Merkur maður lét sér fyrir skömmu þau orð um munn fara, að villusporin flest, er hann hefði í æsku stigið, hefðu í raun og veru hvorki stafað frá beinu áhugaleysi né fávizku, heldur hefði orsökin legið í því, hve erfitt sér héfði veizt að beina huganum að nokkurri sérstakri lífsköllun. Sömu söguna hefir vafalaust marg- ur maðurinn að segja, frá sinni bernskutíð. __ Þessi hin nýja leiðbeiningai stefna fræðslu- málanna, er nú, sem betur fer, farin að skjóta rótum vítt út um hinn mentaða heim. Hún hlýt- ur að auka mjög á veg þf'irra mentastofnana, er tekið hafa hana á dagskrá, jafnframt því sem hún léttir undir með hikandi unglingum við val ákveðinnar lífsköllunar. Skólamentun nútíðarinnar, er nú ekki leng- ur bundin við forréttindanokk. Skólafyrir- komulaginu er nú svo háttað, að allir eiga lög- um samkvæmt, jafnan aðgang að uppsprettum fræðslunnar. En viðhorfið er að brevtast til muna. Mönnum er nú nokkurn veginn ljósTega farið að skiljast, að tilgangur skólamentunar er annars og liær.ra eðlis, en undirhúningurinn undir embættispróf. Frá skólum nútímans kemur víðsýnni mentalýður, en að líkindum nokkru sinni fvr, og svo á það líka að vera. Sér- hverri kynslóð ber að sníða sér stakk eftir vextí. Skólafvrirkomulag' sérhverrar kynslóðar, verð- ur að þroskast í samræmi við kynslóðina sjálfa. Æska nútíðarinnar er vaxin up úr miðalda- stakknum, og lætur ekki hlindandi hasla sér völl. Megin tilgangur skólamentunarinnar, ætti að vera sá, að virkja mannlega orku, ef svo mætti að orði kveða, og knýja fram í þjónustu þess góða, samstilt andlhg og efnisleg öfl. Mannleg orka hefir, því miður, oft og einatt orðið að eyðslufé. Skólar samtíðar og framtíðar, eiga að fyrirbyggja, að til nokkurs slíks geti komið á ný. Það er óendanlega dásamlegt hlutverk, að geta sagt til vegar unglingi, sem staddur er á krossgötum, og eigi veit til hvorrar handar skal halda. Það er engan veginn jafn auðvelt og sumir kunna að halda, að velja sér lífsköllun. Að sjálfsögðu eru foreldrar oft og iðulega beztu ráðgjafarnir í þessum efnnm, en þeim hefir líka þráfaldlega missýnst, eins og drepið hefir verið á hér að framan, og þá er það skólanna að hlaupa und.ir bagga. Fngan_ veginn er það óalgengt, að unglingar misstigi sig, þegar um val lífsköllunar er að ræða, með því að gleypa við fyrstu hagsmuna- beitunni, er fyrir auga ber. Slíkur grundvöll- ur er sjaldan til framhúðar. Starfsvið sérhvers einstaklings, verður að grundvallast á skapgerð og upplagi, ef vel á að fara. Sálarfræði nútímans getur komið að afar- víðtækum notum, þegar um val lífsköllunar er að ræða. Það ætti að vera megin tilgangur sérhvers góðs kennara, að kynnast sem allra nákvæmelgast skapgerð og innræti nemenda sinna, og glöggva skilning þeirra á þeirri mik- ilvægu list, að læra að velja og hafna. Sé þeirri gullvægu reglu samvizkusamlega fram fylgt, er á því margfalt minni hætta, að menn lepdi, það sem kallað er, á rangri hillu, eðp sigli skipi sínu í strand, þegar út í baráttu manndómsáranna er komið. Bjartsýni. Sem skáld, risti Pope ekki ávalt djúpt. Þó liggja eftir hann margar setningar, sem orðn- ar eru óaðskiljanlegur liluti enskrar tungu, svo sem eftirgreindar ljóðlínur: ‘ ‘ Hope springs eternal in the human breast, Man never is, but always to he blest.” Líklegast hvergi í víðri veröld, eiga ljóðlín- ur þessar hetur við, en um fólkið í Vestur- Canada. Það hefir sætt svo mörgum vonbrigð- um, sem í flestum tilfellum hafa snúist upp í sigra, að nú er það vafalaust eitt allra bjart- sýnasta fólldð í heimi. Vonir þess eru ekki einskorðaðar við yfirstandandi tíð, heldur eru þær grundvallaðar á draumum framtíðarinnar. Nýjar vonir eru ekki reistar á lofticöstulum einum. Grundvöllur þeirra er fólginn í hald- beztri reynslu liðna tímans. Nú í ár, virðast víst allflestir sannfærðir um, að ný gullöld iðju og athafnalífs, sé um þær mundir að hefja göngu sína hér í Vestur- landinu. Fyrst varð fólk vort frægt út um heim fyrir grávðru framleiðslu sína. Næst kom korn- yrkjan til söguimar, ásamt stórkostlegri kvik- fjárrækt. Hugðu þá ýmsir að hámarki væri náð. Um verulegan verksmiðju iðnað í þá daga, var tæpast að ræða. Nú er svo komið, að eigi er annað unt en að taka verksmiðjuiðnað vom alvarlega til greina. Eru nú nýjar verk- smiðjur að rísa upp jafnt og þétt, sem talandi vottur þess, hve vítæk áhrif vor verða, þegar fram í sækir, á viðskiftalíf veraldarinnar í heild. Og enn er hvergi nærri hálfsögð sagan. Nýtt tímabil í sögu námuiðnaðarins, er nú í að- sigi, ef til vill langtum stórfengilegra, en djörf- ustu menn hafa nokkru sinni vogað að láta sig dreyma um. Að sjálfsögðu hlýtnr slíkt miklu fremur að glæða vonir Vesturlandsins en draga úr þeim. Vestrið er uppljómað af vonum í hvaða átt, sem litið er. Fyrir nokíkrum árum héldu ýmsir því fram, að gxávöru framleiðslan væri að syngja sitt síðasta vers. Hrakspár reyndust það, og ann- að ekki. Síðan hafa nýjar framleiðslutegund- ir komið til sögunnar, svo sem tóurækt og vatns- rotturækt, auk þess sem vísundahjörðunum hef- ir fjölgifið til muna. Það er því sýnt, að Can- ada á enn lengi eftir að vera forystuþjóð, hvað grávöru framleiðsluna áhrærir. í sambandi við kornframleiðsluna, má geta þess, að um eitt skeið voru menn farnir að ótt- ast að drep í korni og ýmsar aðrar plágur, mundu ef til vill ríða henni að fullu. En nú hafa sameinuð atök vísindamanna og hugvits- samra bænda, að miklu leyti nnnið sigur á þeirri hættn. Ihúum Vesturlandsins stendur flest nær, en hugarvíl og örvænting. Þeir eru bardaga- menn, sem ekki gefast upp fyr en í fulla hnef- ang er komið. Aldrei hefir það verið glöggar metið, en eimriitt nú, hve afar þýðingarmikið forðabúr að Vesturlandið er, fyrir mannkynsheildina. Verksmiðju iðnaður vOr, þótt á hröðu fram- farastigi sé, hefir vitanlega átt við margvís- lega örðugleika að striða. Fn ganga mun mega út frá því sem gefnu, að eftir að hin nýja siglmgaleið til Norðurálfunnar opnast, þ’á muni framleiðsla var á því .sviði margfahlast. Og enn er hvergi nærri hálfsögð sagan. Fvrir fáum árum, var orkuleiðsla skoðuð því nær óhugsanleg. Litlu seínna komust menn á þá skoðun, að leiða mætti orku frá sextíu til sjötíu mílur, eða eittlivað því um líkt. Nú er það komið á daginn, að leiða má orku, mörgum sinnum lengri leið en það. Fkki þarf þess að bíða nema örfá ár, að svo verði Nelson áin virkjuð, að hagnýta megi þá U eg"ja miljón hestafla orkn, sem' þar liggur í læðingi, og mun slíkt hafa í för með sér stór- kostlegar breytingar til hins hetra á kjörum íbúa Manitobafylkis. Nágrannafylkin hin, eiga yfir afarmikilli orku að ráða, sem í ymsnm til- fellum er sennilega talsvert auðveldara að beizla, en hér með oss. Að öllu athuguðu, hafa íbúar Vesturlands- ins til þess góða og gilda ástæðu, að vera hjart- sýnir menn. Vonin er þeim vakandi vornætur- draumur. En þótt nú sé bjart og blítt um- horfs, og sambúðin við aðrar þjóðir ákjósan- leg, þá mænir þó fólk vort björtum vonaraug- um til dagslins mikla, er breyta skal í veruleik hjartfólgnustu vonum þjóðarinnar, — vonunum um það, að hún, yngsta þjóð þjóðanna, megi eigi aðeins verða forystuþjóð hvað viðkemur iðnaði og framleiðslu, heldur einnig á sviði samfélagsmálanna, þjónustuseminnar og kær- leikans, því þar, og hvergi nema þar, er sannan mikilleik að finna.—Western Home Monthly. Canada framtíðarlandið. Tiltölulega auðvelt er, enn sem komið er, að eignast lönd í Alberta, við sanngjörnu verði. Ný- ræktað land gefur þar skjótt af sér arðvænlega upp- skeru og auk þess má því nær alstaðar hafa mikla búpeningsrækt. Land í Alberta steig ekki í verði meðan á stríð- inu stóð, í hlutfalli við það, sem það gaf af sér. Vinnukraftur var takmarkaður þegar fyrir stríðið, og eftir að fjöldi hinna ungu manna gekk í herþjón- ustu, var eins og leiðir af sjálfu sér, enn örðugra, að afla sér vinnumanna. Meðan á stríðinu stóð, var enginn fólksflutningur inn í fylkið, né heldur nokk- urt utanað komandi fjármagn. Á þeim tímum hækk- aði land allmikið í verði í Bandaríkjunum; fór það í hlutf. við verðhækkun hinna ýmsu landbúnaðar- afurða. í Alberta eru enn feykistór flæmi ónumin með öllu, og sökum þess hve tiltölulega fátt fólk hefir fluzt þangað inn hin síðari árin og eftirspurn- in verið lítil eftir jarðnæði, hafa ónumin lönd hækk- að tiltölulega lítið í verði. öðru máli er að gegna með Bandaríkin, þar sem megnið af öllu hyggilegu landi er undir rækt. Enda hækka landeignir þar jafnt og þétt í verði, með hverju árinu sem líður. Meðalverð ræktaðs lands í Alberta nemur svo sem einum þriðja af landverðinu sunnan línunnar. Jafnvel beztu lönd í Alberta mega enn kallast í lágu verði. Land í Idwa selst fyrir $169 ekran, en meðalverð í Illinois ríkinu er $144, þótt á sumum stöðum seljist það fyrir $400 til $450. Svipaður mismunur á sér stað milli verðs á bújörðum á Eng- landi og í Alberta. Gott land í Alberta fæst keypt fyrir það sem svarar ársleigu á sama landrými í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Óyrkt land fæst fyrir þetta frá $20 til $40 ekran, en ræktað land frá i$25 til $75 hver ekra, eftir því hve miklar umbætur er um að ræða. Áveitulönd seljast fyrir frá $50 til $75 og þar sem þau eru fullræktuð, fyrir $75 til $125 ekran. f Alberta fylki eru markaðsskilyrði fyrir korn, hin ágætustu. Ströngum lögum er fylgt í sambandi við sölu kornsins; hafa umsjónarmenn stjórnarinn- ar eftirlit með flokkuninni. Alls eru í fylkinu fimm hundruð kornhlöður og eiga nú bænudr sjálfir í sameiningu flestar þeirra. Allir kornkaupmenn verða að hafa stjórnarleyfi og leggja fram veð, er tryggi bændur gegn tapi, ef kornkaupmaður kynni að verða gjaldþrota, eða sýna af sér óráðvendni. Bóndinn getur sent korn sitt til kornhlððunnar og fengið fyrir það alt peninga út í hönd, eða hann getur fengið að geymt þar og beðið eftir betra verði, ef ráðlegt þykir. Fær hann skýrteini er sýnir flokk- un og magn kornsins. Selt getur hann kornið, nær sem vera vill. Vilji hann senda kornið beina boð- leið, getur hann flutt það sjálfur til stöðvarinnar og látið það í járnbrautarvagninn, því hleðslupallar eru þar hvarvetna og má aka upp að þeim alla leið. Markaður fyrir búpening er hinn hentugasti. Gripasölutorgum er stjórnað samkvæmt fyrirmælum laga, er nefnast The Live Stock and Live Stock Pro- ducts Act. — 1 Edmonton og Calgary eru stærstu markaðirnir fyrir afurðir bænda. Kornyrkjumanna- félögin og eins félög hinna sameinuðu bænda, hafa starfað að því allmikið á hinum síðari árum, að koma á samtökum, að því er snertir sölu hinna ýmsu búnaðar afurða. Gripakvíar (Stock Yards), eru undir ströngu stjórnar eftirliti. Skal þar föstum reglum fylgt, að því er snertir vigt og meðferð markaðsfénaðar. Smjörgerð fylkisbúa, stendur undir beinu stjórn- ar eftirliti. Landbúnaðardeild fylkisins á íshús í Calgarý og þangað geta bændur sent smjör sitt, selt það þegar í stað, eða fengið það geymt þangað til markaðsskilyrði batna. Smjör alt er flokkað, sam- kvæmt lögum, er nefnast The Dairymens Act. Fer flokkun fram bæði í Cálgary og Edmonton, jafn- skjótt og sýnishornin berast þangað í hendur um- boðsmanni stjórnarinnar. Lögin um samvinnulán — The Alberta Co. operative Act, heimila 30 bændum, að afla sér láns í sameiningu gegn sameiginlegri ábyrgð og lána það síðar út aftur til meðlima sinna. Sérhver meðlimur leggur fram $100, síðar kýs félagsskaur þessi em- bættismenn, er semja við löggiltan banka um að kaupa eiginhandar víxla félagsmanna, gegn ábyrgð félagsins í heild sinni. Slík lán eru veitt til eins árs í einu og eru vextirnir venjulega sex af hundr- aði. The Live Stock Encouragement lögin, sem oft eru nefnd The Cow Bill, voru samin í þeim tilgang’, að gera nýbyggjum kleift að útvega sér kýr og koma sér upp nautgripastofni. Fimm eða fleiri bændur geta samkvæmt þeim lögum stofnað með sér félags- skap í þeim tilgangi að afla iáns. Eigi má lána einstökum félagsmanni meira en $500. Umboðsmað- ur stjórnarinnar hefir eftirlit með lánveitingum, en fylkissjóður ábyrgist iánin. Slík lán eru veítt til fimm ára, gegn sex af hundraði í vöxtu. Til þess að standast kostnað við skrifstofuhaid, greiðir sérhver meðlimur þess félagsskapar $1 í sameiginlegan sjóð. Ábyrgð stjórnarinnar á lánum samkvæmt lögum þessum, nemur nú orðið meira en hálfri annari miljón. dala. Graham Paige Haug Motors Ltd. Manitoba Diátributors 267 Maryland - Phone 33 375 3 ,V/irg;n, Brúkið peninga lyðar á Ðankanum. Notkun Peninga í Nýju Ljósi. Látið þér peningana á bank- ann? Því ekki? Þér getið þar keypt ánaegju, tryggingu og sjálfsvirðingu, auk meiri peninga sem renturnar gefa. Spyrjið um rit vort: “The Uses of a Bank“ The Royal Bank of Canada Kjörkaup í Vikulokin Föstudag og Laugardag aðeins 25c Bromo Seltzer .........-^17c. 90c Eno’s Fruit Salts .... 73c 25c Seidlitz Pdr, 2 fyrir 25c 25c Listerine T. Paste .... 17c $1.00 Nujol ............ 79c lOc Ice Cream Sodas .... 5c 5c Nut Bars, 3 fyrir ... lOc 25c Palmolive og Talc. 2 á 25c 25c Palmolive Sh. Cream 23c 45cl Fruit-a-tives ..... 34c 39c Pepsodent T. Paste'. 34c 3 af þeim fyrir .... $1.00 35c Lysol .............. 25c 25c Kodak Films ....... 19c 30c Kodak Films ....... 24c 45c Kodak Films ....... 33c 55c Kodak Films ....... 46c 25c Beecham’s Pills .... 17c $1.25 Adlerica .......... 89c 85c Dextri Maltose ....... 69c lOc Baby Niples ........... 6c lOc Baby Bottles .......... 5c 85c Ch. J.ohnson’sHospital Cotton ................. 49c 70c Ib Chocolates ........ 39c 80c Ib Smiles’n Chuckles 49c 75c Auto Str Blades lOs 59c $1.25 Hot Water Bottles 63c $2.00 Hot Water Bottles $1.11 75c Vacuum Bottles ....... 41c 75c Gillette Blades ...... 59c 45c Pbnds Creáms, 2 for 75c 33c Castoria ............. 26c 48c Phillips Milk Mg......37c lOc Palmolive Soaps ....... 7c lOc Pck Envelopes, 2 for 5c 35c Freezone ............ 25i 45c Java Rice Pdr.........26' 69c Coty’s Pdr........... 50c 30c Colorite for Str Hats 20c 25c A.B.S. and C. Tabl.... 13c $1.08 Scott’s Emulsion .... 75c 50c Chases Ointment .... 39c 50c Chases Nerve Food.... 39c Ice Cream Bricks, vanal. 35c, nú á ............... 20c MEÐALA FORSKRIFTIR. Vér teljum meðala forskriftirnar mest varðandi af öllu pem viðkemur verzlun vorri. Vér notum að eins allra beztu tegundir af meðulum, bæði að styrkleik ög gæðum. Verð vort er mjög sanngjarnt. Vér sendum vörur vorar til hvaða staðar sem er í borginni án aukagjalds. Hvenær sem yður vanhagar um meðul, sjúkrastofu áhöld, blöð, tímarit, vindla, vindlinga eða tóbak, þá símið 30 120, og vér munum senda vörurnar tafarlaust og. í bezta lagi. Arlington Pharmacy 800 Sargent Avenue Phone 30 120 íslenzkra við- skifta óskað

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.