Lögberg - 17.05.1928, Síða 8

Lögberg - 17.05.1928, Síða 8
BIh. 8. LöGBERG, FIMTUDAGINN 17. MAl 1928. r Þér fáið fleiri brauð og betri ef þér notið RobinHood FLOUR ABYGGILEG PENINGA TRYGG ING I HVERJUM POKA ,Ur baenum. Eitt herbergi til leigu að 1098 Ingersoll Street. Dr. Tweed verður í Árborg á þriðjudaginn 22. maí. í dag, fimtudag, er uppstign- ingardagur. Guðsþjónusta í kvöld í Fyrstu Iút. kirkju kl. 8. Gefin saman í hjónaband, 30. apríl Thorvaldur Skafti Éinars- son og Elinborg Eiríksson, bæði frá Gimli. Séra Björn B. Jóns- son, D.D., gifti. Mr. Egill Fáfnis kom til borg- arinnar á laugardaginn frá Chi- cago, þar sem hann hefir verið síðan í haust og stundað guð- fræðanám. Mun , hann ætla að verða hér í sumar, eða þangað til hann byrjar aftur á námi með haustinu. Mr. Á. E. ísfeld, frá Winnipeg Beach, kom til borgarinnar fyrir helgina norðan frá Langruth, þar sem hann hafði dvalið nokkra daga í gistivináttu systkina sinna, er þar eiga heima. Mr. Bjðrn B. Johnson frá Gimli, kom til borgarinnar seinni part- inn í vikunni sem leið, og hélt heimleiðis á laugardaginn. Takið eftir! $450.00 Doherty Mahogany Piano til sölu fyrir $295.00. $150.00. MoLagan Mahogany Phonograph fyrir $50.00. — Regluteg kjörkaup. — Sími 89 001 eftir kl. 6. Mr. John B. Johnson-frá Gimli, var staddur í borginni seinni part vikunnar sem leið. Séra Haraldur Sigmar kom til borgarinnar á fimtudaginn í síð- ustu viku og fór vestur til Wyn- yard á föstudagskveldið, til að vera við jarðarför Guðl. Krist- jánssonar, sem fram fór á laugar- daginn. Séra Sigmar prédikaði þar vestra á sunnudaginn í sínu gamla prestakalli. Hann kom aft- ur til bæjarins á þriðjudaginn var. Mr. Árni Josephson og Mr. G. J. Oleson frá Glenboro og synir hans tveir, komu til borgarinnar í bíl á föstudaginn. Þeir fóru heim- leiðis næsta dag. fþróttafélagið Sleipnir byrjar æfingar í Goodtemplarahúsinu á Sargent Ave. (ineðri salnum), mánudagskv. 21. maí 1928. Það heldur æfingar framvegis hvert mánudagskveld á sama stað. — Leikfimiskennari fyrir drengi er Óskar Helgason. ísl. glímu kenn- ir B. ólafsson, og C. C. Can P. Sig- urdson. — Drengir 15 ára og yngri byrja kl. 7.30, fullorðnir menn: glíma o. fl. 8.30. Allir velkomnir. Þess var getið hér í blaðinu í vetur, þegar skýrt var frá síðasta ársfundi Fyrsta lút. safnaðar í Winnieg, að á þessu ári væru lið- in fimtíu ár frá því söfnuðurinn var stofnaður og ákvað fundurinn þá að söfnuðurinn skyldi minn- ast þessa hálfrar aldar afmælis síns á þessu ári. Hefir nefnd manna verið valin til að standa fyrir því hátíðarhaldi. Prestur safnaðarins. Dr. Björn B. Jóns- son, er formaður nefndarinnar, en auk hans eru í nefndinni þessir níu menn: Dr. B. J. Brandson, A. C. Johnson, Árni Eggertsson, A. S. Bardal, Jónas Jóhannesson, J. J. Swanson, J. J. Vopni, A. P. Jóhánnsson og S. W. Melsted. Hefir nefndin nú þegar gert sín- ar ráðstafanir þessari afæmlishá- tíð viðvíkjandi. Söfnuðurinn var stofnaður í ágústmánuði, en það þykir óhentugur tími til hátíða- halds, því um það leyti eru marg- ir ekki heima. Verður því afmæl- ishátíðin væntanlega haldin seint í september. Nefndin býst við, að á töluverðu fé þurfi að halda til að koma því í framkvæmd, sem hún hefir hugsað sér í þessu sam- bandi, og er þess vænst, að sem allra flestir meðlimir yngri og eldri, helst alveg allir, taki ein- hvern ofurlitinn þátt í því. íslendingar í N. Dakota ætla að minnast 50 ára afmælis bygðar- innar í sumar, með hátiðahaldi, sem fram á að fara að Mountain 2. júlí. Hefir nú þegar verið mikið unnið að undirbúningi hátíða- haldsins og er engin hætta á því, að íslendingar í N. Dakota láti sér ekki farast það vel úr hendi, þó ekki kunnum vér frekar frá því að skýra í þetta sinn. Hinn 2. þ.m. var silfurbrúð- kaupsdagur þeirra Mr. og Mrs. S. Ingimundarson, að 467 Lipton St. hér í borginni. Heimsóttu margir vinir þeirra þau þá um kveldið og var þar góður mann- fagnaður. Meiri hluti gestanna var frá Selkirk, en þar áttu þessi hjón heima í mörg ár, þangað til nú fyrir fáum árum að þau fluttu til Winnipeg. Þau voru þar mjög vinsæl og mikils virt, eins og þau nú eru í Winnipeg. Séra Jónas A. Sigurðsson stýrði samsætinu, séra Rúnólfur Marteinsson flutti bæn, Mr. Klemens Jónasson talaði fyr- ir minni silfurbrúðhjónana og af- henti þeim minningargjöf frá gestunum og fleiri vinum. Séra Björn B. Jónsson D.D. flutti líka ræðu. Margt fleira var þar ur» hönd haft til skemtunar og ágæt- ar veitingar fram bornar og var samsætið hið ánægjulegasta. Gift voru hinn 11. þ.jn. þau Jó- dís Hólmfríður Sigurðsson og Ei- ríkur Hjálmar Sigurðsson, bæði til heimilis hér í borginni. Séra Rúnólfur Marteinsson gifti. Séra Ragnar E. Kvaran, prest- ur Sambandssafnaðar 1 Winnipeg, hefir sagt söfnuðinum upp þjón- ustu sinni, frá næstkomandi októ- bermánuði að telja. í þessu tölublaði Lögbergs, birt- ist auglýsing frá Commercial Mot- ors, Ltd., er aðal skrifstofu hefir á mótum James og Princess. Fé- lag þetta, verzlar aðallega með hina góðkunnu Chrysler bíla, auk þess sem það hefir afarmikið á boðstólum af brúkuðum bílum, með sérstaklega sanngjörnu verði. —Félag þetta hefir ráðið í þjón- ustu sína ungan íslending, Mr. Bowery, er um allmörg • undan- farin ár hefir starfað í þjónustu T. Eaton verzlunarfélagsins mikla. Er Mr. Bowery sérlega lipur mað- ur í umgengni, og mun verða það sérstakt ánægjuefni, að greiða fyrir viðskiftum íslendinga, þeg- ar þeir þurfa að kaua nýja, eða brúkaða bíla. Allir fyrverandi nemendur Jóns Bjarnasonar skóla, eru beðnir að mæta á fundi í skólanum, á föstu- daginn í þessari viku, klukkan 8 að kveldi. íslenzki söngflokkurinn, Ice- Iandic Choral Society, og hljóð- færaflokkur sd.skóla Fyrstu lút. kirkju, ásamt Canadian Legion flokknum, efna til hljómleika þriðjudagskvöldið þann 29. yfir- standandi mánaðar. Nánar aug- lýst í næsta blaði. GEYSIR BAKARÍIÐ 724 Sargent Ave. Talsími 37 476 Heildsöluverð nú á tvíbökum til allra, sem taka 20 pund eða meira 20c. pundið, á hagldabrauði 16c. pundið. Búðin opin til kl. 10 e.m. Séra Rúnólfur Marteinsson heimsótti íslendinga í Brandon um helgina og prédikaði fyrir þá á sunnudaginn. Shaunavon, 11. maí 1928. Herra ritstjóri Lögbergs! Eg get ekki minna gert, en senda nokkrar línur í þakklætis- skyni fyrir síðasta Lögberg. Það er reyndar æfinlega velkomið, því ætíð færir það eitthvað af fréttum og fróðleik. Ef út af því ber, að eg fái ekki blaðið á laugardögum, sem er þess rétti dagur, sakna eg vinar í stað. — Greinin “Atvik og athugasemdir” frá Foam Lake” eftir Jón Einars- son, er svo smellin og orðfyndnin svo mikil, samtvinnaður sannleiki og napurt háð, að maður getur ekki annað en hlegið hátt; ekki eru stóryrðin. Jón er ekkert hrif- inn að af að vera kominn af öp- um, og það þó hann gæti talið sig i skyldleika við “aumingja Gor- illu.” Jón Einarsson ætti skilið, að Lögberg færði honum þakklæti fyrir ritgerðir hans í blaðið; þakklætið mætti gjarnan vera frá gamalli konu í Saskatchewan. Kaupandi Lögbergs. TIL HLLGRMSKIRKJU. Safnað af B. Jones, Minneota: Arngrimur Joþnson....... $1.00 J. H. Frost............... 1.00 Ella Magnússon ........... 1.00 Mrs. J. H£llgríms'>nn ... 1-00 John Williamson.......... 1.00 Mrs. Helga Josephspn .... 1.00 Mrs. K. S. Askdal ....... 1.00 Jóhanna Hallgrimsson .... 1.00 Mrs. John A. Johnson..... 1.00 Mrs. Hinrik Guðmundsson 2.00 Anna O. Anedrson ........ 1.00 Mr. og Mrs Otto Anderson 2.00 E. Hjálmar Rjörnsson ..... 1.00 Björn Björnsson .......... 1.00 P. P. Jökull ...............50 Mrs. Fr. Guðmundsson .......50 Rev. og Mrs. G. Guttormss. 2.00 Mr. og Mrs. B. Jories .... 2.00 Albert Johnson .......... 1.00 Jenny Johnson ............ 1.00 Samtals $23.00 Sam. Benson, Wpeg. .. .......1.00 Ól. Thorlacius, Dolly Bay .... 1.00 J. J. D., Árborg, Man. .... 5.00 Áður auglýst ......... $329.35 Alls nú $359.35 E.P.J. AUGLÝSINGAR. Föstudaginn 18. maí—Mrs. Sarah Rowell Wright, alþjóða forseti Women’s Christian Temerance Union, talar í kirkju Quill Lake safnaðar (brick kirkjunni), um mjög áríðandi málefni. Sunnud. 20. maí—þessar mess- ur: Foam Lake (Bræðraborg), kl. 1, CFast Time). — Holar, kl. 4 e.h. i|Stand.).—Ejfros, kl. 7.30 (Stan- dard). — Sunnudagsskóli verður stofnaður að Bræðraborg. Þriðjud. 22. maí — Bænafundur í kirkju Immanúelssafn. kl. 8 e.h. Miðvikud. 23. maí — Fundur í kirkju Quill Lake safnaðar. Rev. W. E. Millson talar þá. Dr. Mill- son er stórmerkur maður í Sam- einuðu kirkjunni Canadisku. — Guðrún Johnson og Conrad Walk- er' flytja þar ræður fyrir hönd ung° fólksins. Þar að auki verð- ur mikið um ágætan söng. Fjölmennið á allar þessar sam- komur og guðsþjónustur. Vinsamlegast, Carl J. Olson. WONDERLAND. “Cohens and Kellys in Paris”, kvikmyndin, sem sýnd verður á Wonderand þrjá síðustu dagana af þessari viku, er með afbrigðum skemtileg. Margir kannast við Cohens og Kellys frá kvikmynd- um, sem áður hafa verið sýndar í Wonderland, og þessi mynd er alveg sérstaklega skemtileg og ge*ur ekki hjá því farið að hún komi áhorfendunum í gott skap. “The Road to Romance” heitir myndin, sem sýnd verður fyrstu þrjá dagana af næstu viku. Aðal persónan er Spánverji, sem fullur af æfintýralöngun kemur til hins nýja heims. Helztu hlutverkin leika Marcelina Day, Roy D’Arcy, Marc McDermot, Otto Matieson, Cesare Cærvin, Bobby Mack og Jules Cowles. Félagið Sleipnir. Ársfundur íþróttafél. “Sleipnis”, var haldinil í Goodtemplarahús- inu 9. apríl 1928. Fundinn setti forseti félagsins, Jack Snædal. Skýrði hann þá frá því, að félagið hefði verið svo ó- heppið, að ritari þess, hr. R. H. Ragnar, hefði flutt úr borginni, en vararitari Einar Haralds vissi ekkert um bækur félagsins og neitaði að sinna störfum í fjar- veru aðal ritara, yrði hann því að biðja B. ólafsson að vera rit- ara þessa fundar. Var þá síðasta ársfundargjörð (sem birt var í ísl. blöðunum) les- in og samþykt. Næst kom skýrsla féhirðis, sem var í sérlega góðu lagi, þar sem félagið telur fáa meðlimi, en hef- ir há útgjöld. Skýrslan var sam- þykt, og fékk W. J. Jóhannsson hrós fundarins fyrir góða og drengilega framkomu í þarfir fé- lagsins. Því næst bað forseti fundinn að láta skoðun sina í ljós, hvort nokk- ur möguleiki væri fyrir. félagið að halda áfram starfi á komandi ári, sér og íslendingum til sóma. Á fundinum voru 15 meðlimir, sem allir létu eindregið í ljós þá skoðun sina, að Sleipnir mætti ekki leggja niður starf, Þar sem svo fáir félagsmenn voru viðstaddir, kom fundurinn sér saman um að hyggilegra væri að fresta að kjósa stjórnarnefnd að sinni. Kom Iþá tillaga frá P. N. Johnson, studd af Sigfúsi Hall- dórs frá Höfnum, að fresta fundi þar til í lok apríl mánaðar, og var hún samþykt. Var þá skipuð af forseta fimm manna undirbúningsnefnd fyrir þann fund; voru það: Sigfús Hall- dórs frá Höfnum, Oskar Helga- son, John Peterson, John Vopn- fjord og S. Johnson.. Var þú fundi slitið. 7. maí 1928 var fundur settur af forseta félagsins í G. T. hús- inu á Sargent ave. 1— Fundar- gjörð frá 9. apríl samþykt. Var þá lagt fyrir fundinn, af forseta Jack Snædal, hvort félags- menn sæju sér fært að halda á- fram starfi. Var málið rætt frá ýmsum hliðum og sýnt fram á, hvað þessi félagsskapur hefði orðið Jslendingum til stórsóma 1. júlí 1927, ásamt ýmsu öðru, er það hefði gjört í þarfir íþrótta með- al íslendinga hér í bæ, og jmr sem það væri nú fyrst komið í rétt horf, hefði bæði steyipböð og ýms íþróttatæki, með hgakvæmu fyrirkomulagi í G. T.'húsinu, er allir meðlimir gætu notið. Lét þá fundurinn eindregið þann vilja í ljós, að halda félags- skapnum áfram.. Tillaga kom frá C. Thorlakson, studd af J. Vopnfjord, að félagið héldi áfram starfi á komanda ári. —Samþykt. Var þá kosin stjórn félagsins, og hlutu þessir kosningu: Heiðurs forseti: Jóhannes Jós- efsson; heiðurs varaforsetí, A. P. Jóhannsson; heiðurs ritari, A. iS. Bardal; allir endurkosnir. Forseti: Jack iSnædal. Varafors.: Oskar Helgason. Gjaldk.: John Pétursson. V-gjaldk.: Ásbj. Eggertsson. Ritari: C. Thorlakson. Vararit.: B. Olafsson. Eignavörður: John Vopnfjörð. Walter Jóhannsson gerði tillögu um breyting á elleftu lagagrein félagsins, studda af J. Vopnfjörð, að í stað 18 ára aldurs komi 15 ára og yngri, greiði $1.50 ársgjald og að aldurstakmark drengja sé 8 ára, er fái inngöngu i félagið.— Samþykt. Fundi slitið. C. Thorlakson, ritari. Verðlaun fyrir drengi, 15 ára og yngri. íþróttafélagið “Sleipnir” gefur þeim félaga verðlaun, er flestum áskrifendum safnar. Hver keppandi verður að koma með ekki færri en fimm nýja á- skrifendur fyrir 2. ágúst 1928, til stjórnarnfendar félagsins; með hverri umbeiðni verður að fylgja ársgjald umsækjanda, sem er fyr- ir fullorðna $3.00 en fyrir ung- linga $1.50. 1. verðlaun, vörur fyrir $6.00, gefnar af Thomas Jewellery Co. 2. verðlaun, vörur fyrir $4.00, gefnar af Sargent Bicycle Shop. 3. verðlaun, vörur fyrir $2.50, gefnar af Bjarnason Bakery Co. Hvetjið drengi yðar til starfs. Stjórnin. RO S V Theatre“ Fimtud. Föstud. Laugard. Mary Pickford “MY BEST GIRL” Annar þátturinn af WISE CRACKERS Mánudag og Þriðjud. JANET GAYNOR Stjarnan frá Sjöunda himni GLENN TRYQN Two Girls Wanted Gaman Fréttir ÞAKKLÆTI. Það hefir dregist lengur en skyldi, að iþakka ollum þeim, sem sýndu mér hjálp og hluttekningu þegar eg varð fyrir þeirri sorg að missa drenginn minn. Nöfn þeirra allra get eg ekki talið, eri nokk- urra verð eg þó að minnast per- sónulega. Er það þá fyrst og fremst A. S. Bardal og hans fólk, sem í alla staði reyndist mér eins osr bezt hefði verið mögulegt að reynast systur sinni. Stórkostlega gladdi það mig, að ungir vinir drengsins míns söfn- uðu fé til þess að kaupa fyrir blóm og leggja á kistuna hans. Þá var það einnig ánægjulegt — sæla í sorginni — að leikbræður hans báru hann til grafar og tóku ein- læp>an þátt í athöfninni. Þeim sem blóm gáfu votta eg innilegt þakklæti, og eru það bessir: Bardals fólkið, Mr. og Mrs. F. Thordárson, systurnar Lilja og Dora Dalman, Mr. og Mrs. H. Jó- hannesson, nokkrir drengir, vinir hins látna; nokkrir nágrannar, Hudsons Bay félagið. Þá þakka eg þeim sérstaklega, Mr. Bardal yngra og Mrs. Hope, sem bæði sungu vel og hjartnæmt við þetta tækifæri. Sömuleiðis Mrs. Lilju Dalman, sem lék á hljóðfæri. Síðast en ekki sizt þakka eg séra B. B. Jónssyni fyrir þá ógleyman- legu ræðu og pau huggunarorð, senr hann flutti. Winnieg, 17. mai 1928. Maria Stevenson. * * * Guðjón A. Stevenson, fæddur 13. nóv. 1904, dáinn 23. marz 1928. Hann flaug eins og fugl úr hreiðri í fjarlægan, nýjan heim frá systur ,og móður sinni —1 sál hans var mynd af þeim. | Og sólfagurt suðrið brosti við sjónum hins unga manns: “í guðs nafni sælar — sælar!” var síðasta kveðjan hans. Hann systur og móður mundi í mannþröng hins nýja lands: hvert blað og hvert bréf frá honum var bjart eins og sálin hans. í sumar hann sagðist koma til systur og móður heim og segja þeim fréttir sjálfur að sunnan — og fagna þeim. Og heim er hann kominn—kaldur; hún kyssir hann móðirin i og bænhlýjar vefur hún blæjur um blessaðan drenginn sina. Sig. Jú’ Jóhannesson. THE W0NDERLAND THEftTRE Fimtud. Föstud. Laugard. þessa viku, The Cohens & Kellys in Paris með GEOP.W E. SIDNEY og J. FARRELL MacDONALD TRAIL OF THE TIGER 4. þ. Jh FELIX dP THE CAT Sérstakt gaman laugardags eftirmiðdr»g Mánud. Þriðjud. Miðvikud. 21., 22. og 23. maí Ramon Novarro í The Road to Romance Comedy Racing Mad og Hodge Podge Bráðum kemur THE BIG PARADE ÞJ0ÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið sem þessl borg heflr nokkurn tima hitft lnnnn vébcinda slnnt Fyrirtaks máltfiSir, akyr, pönr.u- kökui, rullupyisa og þJÖÖrieknla kaffi. — Utanbæjarmenn fft sí avalt fyrst hressingu ft WEVEIi CAFE, 6»2 Sargent An Síml: B-3197. Hooney Stevens, eigandi. Gefið HeimiliYðar MAJESTIC K0LA RENNUR Vottur um fyrirmyndar heimili, —kemur í veg fyrir- aögerða kostnað. Abyrgst að þær brotna ekki. Gerðar úr Malleable jftrni og Keystone Copþer Steel.— Byðga ekki. Komið og sjáið “Majestic.” GUNNLAUGUR SÖLVASON í Riverton, Man., er tekinn við umboði fyrir De Laval Cream Separator Company á óákveðnu svæði, og óskar eft- ir viðskiftum íslendinga. Áreiðanlega beztu fatakaupin í Winnipeg Föt tilbúin eftir máli fyrir $30.00 Ty%r«r $35.00 English Whipcord*, Fancy V/orsted’s, Serges and Tweeds MEN’S CLOTHES SHOP 304 Donald Strect Aðeins 50 fet frá Portag* A Strong, Reliable Business School MORE THAN 1500 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTENDED THE SUCCESS BUSINESS COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909. It will pay you again and again to train in Win- nipeg where employment ls at its best and where you can attend the Success Business College whose graduates are given preference by thousands of em- ployers and where you can step right from school into a good position as soon as your course is finished. The Success Business College, Winnipeg, is a strong, reliable school—Its superlor service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly attendance of all other Business Colleges in the whole province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. BUSINESS COLLEGE, Limited 385^2 Portage Ave. — Winnipeg, Man. ■aíÆ5H5HSHSHS2SE5H5HSa53SE525H52SHSH5E5E5E5H525E5ES2SE525E5H5E5a52? ÞÉR ÞURFIÐ KÆLISKÁP Nú er þægilegt að fá hann. Tíu mánuðir til að borga fyrir skápinn og ísinn alt sumarið. Spyrjið oss um verðið. ARCTIC.i ICEsFUELCaim 439 PORTACE AVL Oppcs/t* Hudton* &*y< PHONE 42321 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg Póstpantanir. Vér önnumst nákvæmlega pantanlr með pösti, hvert sem eru meöul, patent meðul, togleður vörur, áhöld fyrir sjökra herbergi eða annað, með sama verði og í borginni. Kynni vor við Islendinga er trygg- ing fyrir sanngjörnum viðskiftum. THE SARGENT PHARMACY, ETD. Sargent & Torontio - Winnipeg Simi 23 45S Úrvals Canadiskar varphæn- ur. Þúsundum ungað út viku- lega af reyndum, stjórnarvið- urkendum tegundum. Eggja- hanar frá 313—317 skrásettir í útungunarvélum vorum. 100 per cent. ábyrgst að hafi útung- unaregg. Incubators og Brood- ers. Komið eða skrifið eftir gefins verðskrá, til Alex TayloFs Hatchery 362 Furby St. Wpg. Sími 33 352 CARL THORLAKSSON úrsmiður Ákveðið metverð sent til yðar samdægurs. Sendið úr yðar til aðgerða. — Hrein viðskifti Góð afgreiðsla. THOMAS JEWELRY CO. 666 Sargent Ave. Winnipeg Talsími 34 152 ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú fer að líða að vorflutning- um og er þá tryggast og bezt að leita til undirritaðs. JAKOB F. BJARNASON 662 Victor St. Sími 27 292 A. SŒDAL PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and j Calsomining. 407 Victor SL Phone 34 505 Baby Chicks Stort, hreinlegt og gott pláss fyrir hænuunga. Frá 56 beztu teg- undum í Manitoba komu 51,000 egg í raf-útungunarvélum vorum. Hænuungar tilbúnir að sendast burtu strax. Ábyrgst, að 100% komi lifandi. Hvít og brún Leghorns,. Mottled Anconas: 25 50 100 $4.50 $8.50 $16.00 Barred Rocks, Single or Rose Comb, R. I. Reds, White Wyan- dottes, Black Minorcas, Buff Orp- ingtons: 25 50 100 $5.00 $9.50 $18.00 IPantið samkvæmt þessari aug- lýsingu, eða skrifið eftir verð- lista. Hambly Electric Hatchery. 601 Logan Ave., Winnipeg, Man. Tals. 80 623. Heimili: 88 026 C. J0HNS0N 675 Sargent Ave. Umboðsm. fyrir Hecla Furnace Allar viðgerðir gerðar. Áætlanir gerðar yður að kostnaðarlausu. Blómadeildin Nafnkunna Allar tegundir fegurstu blóma við hvaða tœkifacri sem er, Pantanir afgreiddar tafarlaust Islenzka töluð í deildinni. Hringja má upp á sunnudftg. um B 6151. Robinson’s Dept. Store.Winnioeg f

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.