Lögberg


Lögberg - 15.11.1928, Qupperneq 5

Lögberg - 15.11.1928, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NOVEMBER 192S. i Bla. 5 í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgure fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beinl frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, ef borgun fylgir. — Blessuð jólin! Mikið hiakka eg til að fá kaffi og jólabrauð! — Nú kemur mamma upp með kaff- ið. Hún tekur rúmfjölina frá rekkju sinni og leggur hana ofan á sængina í kjöltu mína. Hún set- ur kaffibollann og brauðdiskinn á rúmfjölina. Á diskinumi eru, auk brauðsins, fjórir hvítasykursmol- ar og teskeið fylgir bollanum. — Eg á þá að gera kaffið sætt! — Mikið eru jólin ólík öðrum dög- um. — Eg vildi að það væri oftar jól.----- Góð stund líður. k Nú kemur pabbi inn. Hann sezt hjá mér á rekkjustokkinn — kyss- ir mig. og óskar mér gleðilegra jóla. — Það er blæja logn og heiF- skíra veður, segir hann — þú hlakkar víst til kirkjuferðar? Nú koma piltarnir upp í bað- stofuna. Á eftir þeim koma stúlk- urnar. Þær bera jólagrautinn inn í skálum. Allir matast, hver á sinni rekkju. Að máltíðinni lokinni eru skál- ar bornar fram, en spariföt inn. — Klæðum er skift, og fólk býst til kirkuferðgar. Mamma færir mig í drifhvíta línskyrtu. — Eg verð bæði feim- eg aldrei áður eignast. — i— Ætli það væri ekki óhætt að slökkva á öðrum lampanum? Mér sýnist vera runninn dagur, segir ein vinnukonan. Blár og heiðtær vetrarhiminn blikar við gegn um gluggana. — Logið á lömpunum er gult og dauft og hætt að lýsa. — Meira en hálf- bjart af degi í baðstofunni. Vinnukonan slekkur á lömpun- um. — Nú ta'laði mamma ekki um olíueyðslu, það var af því, að nú voru jólin. — Nú er gengið inn göngin og upp í loftsvalirnar. — Góðan daginn og gleðileg jól! Húsbóndinn er með mér. — Eru þið ekki ferðbin? Komi þið blessuð og sæl! Komumaður gengur fyrir hvern mann í baðstofunni og kyssir aila. Gesturinn var Kristófer, ráðs- maður gömlu hjónanna hð Brodda- nesi. Hann var aldraður maður, síglaður og góður.og mér þótti sem barni mjög vænt um hann. Mamma og pabbi gengu til dyra að fagna gestum, — Kirkjufólk- ið kemur inn göngin. Pabbi fer fyrstur. Hann leiðir Jón gamla, húsbóndann að Brodda nesi, við hönd sér. Jón hafði ver- ið blindur um langt skeið. Alla daga stóð hann við smíðar í skemmu sinni. Hann gerði bús- Leggið Horn- steininn að vel- gengni yðar í Framtíðinni Nú er tími til að leggja hom- stein að velgengi yðar. Legg- ið dálitla upphæð á banka hjá oss á hverjum borgunardegi og verðið þannig með tímanum fjárhagslega sjiálfstæð. 3* 1í% renta $1.00 byrjar viðskifHn 'Hours 9 to 6 - Sat. 9 to 1 * PROVINCE of MANITOBA SAVINGS OFFICE Ellice og Donald- 984 Main St. “Conducted to Foster Thrift and Welfare of the People” hiuti flesta, bæði ifyrir sjálfan sig og aðra, og þótti það með fá- dæmum. — Hér er nú stiginn, heyri eg að pabbi segir. öldungurinn stígur upp á loft- skörina. — Sælt og blessað veri fólkið og guð gefi öllum gleðileg jól. Allir í baðstofunni spruttu á fæt- ur, að fagna gestinum. — Pabbi leiðir hann inn baðstofugólfið og fær honuní sæti á rekkju þeirra hjóna. Eg virði öldunginn fyrir mér. Hann er fremur smár vexti og grannur, en fríðu rsýnum — drif- hvítur á hár og skegg. Hann er í bláum frakka. Hann handleikur skínandi fagrar neftóbaksdósir úr silfri, hið mesta vöiundarsmíði — grafnar mjög. Upp við rekkju stokkinn rís göngustafur hans — reirstafur rauður og rekinn silfri mjög. Hlut prýðilegri hafði eg aldrei séð. iBroddaneshjón voru ákaflega ástsæl, enda voru þau bjargvættir héraðsins. Gjafmildi og rausn húsfreyju var viðbrugð- ið. Til gjafa lét húu steypa kerti — fyrir jól — handa börn- um þeirra, er lítið áttu ljósmeti. Allar árstíðir var hún að gefa. í vöntun allri var ieitað á fund hennar. Til marks um orðstír hennar er þetta: — Á hverjum bæ yfir þrjá hreppa, er hennar var minst, var hún aldrei nefnd ann- að en: “Húsmóðirin”.. Heiti það datt engri húsfreyju í hug að taka til sín — það var séreign hús- freyjunnar að Broddanesi. Þau Broddaneshjón voru for- eldri Björns prófasts að Mikla- bæ. — Kirkjufólkið kemur upp í baðstofuna. Hátíðagleði er yfir öllum. Kaffi er drukkið og talað um að hraða sér.—Við erum að verða á eftir öllum, segir eldra fólkið, — og að ná ekki messu á sjálfan jóladaginn, væri hneysa. Frá okk- ur fara allir til kirkju. Bænum er lokað. Venjulegast á hátíðum var einhver heima og gætti bæj- arins. Á er logn og heiðviðri og frost mikið. Gangfæri er ágætt, en hált nokkuð. — Eyrar, flói og á — 6- slitín svella samfella. Öll erum við gangandi, nema húsbóndinn gamli að Broddanesi. Hann er ríðandi og gengur ráðs- maður bónda fyrir hesti: hans. Frá Stóra - Fjarðarhorni — bernskuheimili mínu — er röskur hálftíma gangur að Felli. Alla þá leið svif eg, en geng ekki. Hjarta mitt er þrungið himneskri sælu. Eg heyri fólkið rifja upp fyrri ára kirkjuferðir — heillandi fögur jóla æfintýri, — blessunar- stundir hárrar æfi. Úr öllum áttum streymir fólk til kirkjunnar og eru flestir okk- urf yrri í hlaðið, heim að staðn- um. Þegar við komum heim á prests- setrið, er þar fyrir mannfjöldi mikill. — Nú hefjast heilsanir- Eg er hálf utan við mig í öllu því umstangi. Mest er þröngin um húsbóndann gamla að Brodda- nesi. Allir fagna honum. Feimn- ir krakkar eru leidir á fund öld- ungsins blinda til að heilsa. Mér finst eg enn heyra kveðjuorð gamla mannsins: — Guð blessi þig! Hver er ný að heilsa? Að prestssetrinu er söfnuð öll- um boðið í stofu, veittar góðgerð- ir, áður en í kirkju var gengið. Alla messudaga ársins var sið þeim haldið, þar að prestssetrinu, enda var staðurinn á dögum séra Arnórs Árnasonar víðspurður að rausn og góðgerðum. Fell bar hátt í þá daga. — — Nú liður að tíðagerð. Úti fýrir ísáluWliðinu stendur söfnuðurinn. Út kirkjustiginn kemur djákn- inn, Gísli á Hamri.. Hann geng- ur hratt, en veltir lítið eitt vöng- um. Fólk víkur úr vegi. Að baki sér í vinstri hendi ber hann hatt sinn, en heldur kirkjulyklinum frammi fyrir sér í hægri hendi. Hann er öldurmannlegur sýnum, hærður mjög og hár og skegg hvítt. Hann er þrekinn á vöxt, en ekki stór maður. — Um háls- inn ber hann svartan silkiklút, hnýttan. Hann er í síðtreyju svartri — tvíneppu og á horn- hnappar rendir. Brækur hans eru í sama lit og síðtreyjan. Þær eru víðar niður og taka honum á kálfasporð. Hann er í ljósbláum ullarsokkum. Á fótum ber hann sauðskinnsskó, litaða af sorta- lyngi' og á eltiskinnsbryddingar hvítar. Gísli þótti meiriháttar sökum andlegrar atgerfi. — Hann las, nam og kunni feiknin öll af ís- lenzkum fræðum. Ætlun manna var, að Sturlungu og Árbækur Espólíns kynni Gísli utanbkar. Á yngri árum Gísla var til hans leit- að um tímatal. Hann var sá eini, er fingrarím kunni þar um slóð- ir . úti stóð Gísli um nætur við stjörnuskoðun. Hann reiknaði út gang himintungla og sagði fyrir um óorðna hluti. Gísli var kurteis maður og hátt- prúður, svo frá bar. Heyrt hefi eg af Gísla sagt, að hann berhöfð- aður jafnan gengið í garð og úr garði að Felli, fyrir lotningar- sakir og elsku á guðshúsi, þar að staðnum. Nú kemur presturinn, skrýdd- ur hempu. í hægri hendi ber hann handbókina. — Eitt veikt og titrandi klukkna hljóð kveður við frá kirkjuturn- inum. — Karlmenn þrífa til hatta sinna og taka ofan — ómur klukk- unnar deyr út. — — í annað sinn slær kólfur klukkuna eitt högg — og nú svieflast hljómurinn fagnandi út í vetrarheiðið. — Eg heyri hann hoppa í klettabeltum og fjalla- brúnum yfir prestssetrinu — svo deyr hann titrandi út. — 1 sömu andrá kveða við kirkju- klukkurnar báðar og nú er sí- hringt — töfrandi og máttug jólahringing. — Út frá kirkju- turninum hrynja klukknahljóm- arnir og allir hoppa þeir stall af stalli upp til fjalla og þaðan svífa þeir upp í bláhvolfin i— að há- sæti guðs. —Þessi hringing hlaut að heyr- ast um víða veröld. — Söfnuður- inn streymir inn í kirkjuna. — Eg kólna af lotningu. — Eg er staddur í húsi drottins — í húsi Jesú Krists. Pabbi leiðir mig við hönd sína inn kirkjugólfið og inn í kórinn. Hann gengur til sætis og setur mig í kjöltu sér, því þröngt er í kirkjunni. Eg litast um. — Hvílík dýrð! Rautt gullklæði er breitt yfir altarið, en yfir klæðinu dúkur, Alderman Thos. Boyd Leitar endurkosningar í 2. kjördeild Hann hefir átt sæti í bæjar- stjórninni í 8 ár, og býður sig nú fram á ný. Greiðið honum No. 1 Kosningarnar fara fram ^LKVOcOl. 23. Nóvember I Many outstanding ; specials are off ered for | Mid-Month selling on ; our divided payment | plan. Visit this busy house furnishing store. 'The Reliable Home Fúrnishers" 492 Main St. \ Phohe 86 667 j Rosedale KOL Lump $12.00 Stove $11.00 FORD COKE $15.50 ton SCRANTON HARDKOL POCA LUMP og CANMORE BRICQUETS Thomas Jackson & Sons 370 COLCNY ST. PHONE: 37 021 skínandi hvítur. Á altarinu brenna níu kerti í þrem glóandi fögrum kertastjökum. Eg virði altaristðfluna fyrir mér. Á henni eru vængir tveir. Þeir standa opnir. Á töfluna eru málaðar myndir af postulum Krists. Þeir bera rauða og bláa kyrtla og ljósin á altarinu varpa Ijóma á klæði þeirra. Fremst í kórnum hangir ljósa- hjálmur úr kopar. En í tvísett- um hringröðum umhverfis krón- una brennur á tólgarkertum tólf. Frammi í kirkjunni brennur á ljósahjálmi öðrum. — Yfir kórnum rís hvelfingin blá og djúp eins og vetrarhimininn úti fyrir. Um veggi er kirkjan ljósmáluð, en bekkir eru bláir. Bogagluggg- ar sex eru á kirkjunni og rúður þrjár í þoga hverjum, sveigskorn- ar. einnig verið hreyft á stúdenta- mótum þeim, sem haldin hafa ver- ið á Norðurlöndum síðustu árin. Stúdentafélag Reykjavíkur kaus nefnd í málið í vetur sem leið. Mun nefndin ekki enn hafa kom- ist að fastri niðurstöðu í málinu, en vera sammála um, að æskilegt sé að þetta komist í framkvæmd. Munu ýms yandkvæði þó á því, að af móti þessu geti orðið, einkum húsnæðisvandræði. í fyrra vetur kom hingað til lands, að tilhlutan Haldórs Vil- hjiálmssonar á Hvanneyri, þýzkur vísindamaður, Dr. Lotz að nafni. Var erindi hans hingað til lands, að rannsaka hina svo nefndu Hvanneyrar-veiki, ,semj gert hefir vart við sig í sauðfé á seinni ár- árum. Hefir það verið álit manna að veiki þessi stafaði af votheys- fóðrun. Sálmur er sunginn. Frammi fyrir altarinu stendur presturinn í fullum skrúða. Hann lýtur yfir altarið og les bæn í hljóði. Niðurl. næst. Frá Islandi. Reykjavík, 2. okt. Prestafélagsritið er nýkomið út. Er það 10. árgangur þess. Rit- stjóri Sig. P. Sívertsen. Þetta er mikil bók, 14 arkir í stóru broti, og eru þar margar greinar eftir ýmsa höfunda. Þar er t. d. sein- asta prédikun Haralds próf. Ní- elssonar: Vinnuveitandi og verka- menn; alþýðuerindi um samvinnu- mál eftir séra Magnús Helgason, ritgerðir um Harald Níesson og Geir Sæmundsson vígslubiskup eftir Sig. P. Sívertsen og séra Stefán Kristjánsson og fylgja myndir. Rannsóknir um æfí Jesú, Kirkjumálin á þingi, Mer’ bók, alt eftir Magnús Jónsson prófessor. Erindi um kristniboð, eftir Ólaf Ólafsson kristniboð og fylgja myndir frá Kína, og ótal margt er þar fleira eftir lærða menn og leika. — Mbl. Fátt hefir vakið meira umtal hér í höfuðstaðnum seinustu vikurn- ar, en hin dularfulla flugvél, sem fjöldi manna þykist hafa komið auga á, sveimandi hér yfir bæn- um eða í grendinni. Hefir þessi kynjafluga sézt svo að segja á öll- u,m tímum dags og nætur. Sann- orðir menn og greinargóðir hafa séð ,hana um nónbilið. Heiðarleg- ustu borgarar hafa séð bláan loga standa aftur úr henni fyrir ljósa- skiftin. Maður, sem var við hey- skap uppi á Hvalfjarðarströnd, vaknaði úr fasta svefni við ann- arlegan klið. Sat þá flugan hin rólegasta niður við sjó, en flug- maðurinn kom á harðaspretti of- an úr fjalli, og var mjótt á mun- um, að fugl sá yrði handsamaóur. Oft hefir það komið fyrir, að ung- ir elskendur, sem notið hafa kyrð- arinnar á siðkvedum, hafa hrokkið saman við að tvær ógnarglyrnur hafa starað niður til þeirra, utan úr helmyrkum fjarskanum. Dag- lega berast nýir og nýir vitnis- burðir. Margir eru orðnir í- bygnir og kinka kolli>, þegar minst er á flugvélina. Hver maður hef- ir sína “tehoríu”. Einn segir, að hún fljúgi “með fríðasta lið, fær- andi varninginn heim”. Annar, að hér sé visindaleiðangur á ferð- inni. Þriðji, að þetta sé útsend- ari frá einhyerju herbúnu stór- veldi, til að “þefa” af Shell og B. P.; fjórði að þetta sé eit af finngálknum forneskjunnar í nú- tíma grimubúningi. Fimti, að þetta séu einskonar “loftkend” Þverárundur. Og sjötti — það var Walter flugkafteinn — segir að þetta sé tóm missýning. “En það er meira á himni og jörðu Horaz, en.heimspekina okk- ar dreymir um.” Norrænt stúdentamót í Reykja- vik 1930.— Fyrir nokkrum árum stakk Stú- dentaráðið upp á því, að reynt yrði að efna til norræns stúdenta- móts á íslandi í sambandi við Al- þingishátíðina 19Í50. Hefir þessu 1 samtali yið Morgunbl. nýlega segir Dr. Latz, að rannsóknir sín- ar hafi leitt í ljós, að frumorsök veikinnar sé ekki votheysgjöf. Hins vegar séu mygla og skemdir í fóðri mjög varhugaverðar. Telur hann að veikin hafi komið fyrir 1 fé, sem alls ekki hafi verið fóðrað á votheyi, t. d. sé sama veikin oft kölluð ormaveiki á Austurlandi. Hann telur það mestu varða við votheysgerð, að svo sé frá gryfj- unum gengið, að ekki rigni í þær. Þá sé votheyið fyrirtaks fóður og “hreinasti heilsugjafi.” — Vörðr. Að vera ungur. Flestir munu þrá það, að geta verið sem lengst ungir. Fæstir þekkja skilyrðin. *Enda all-örð- ugt að þekkja þau 611. Eins at- riðis í því sambandi má þó minn- ast, sem er handhægt og óbrigð- ult. Þeir, sem unna hugsunarhætti æskuáranna, ættu að temja sér barnaleiki — temja sér, a§ leika sér með börnunum, venja sig á barnslegt traust á öllum góðum hlutum. Enga friðarkosti betri hefir þessi heimur að bjóða, en að mega leika sér eins og börn með bðrn- um. Meta leikföngin á bernsku- legan mælikvarða. ‘Endurkalla flogin, æskuár. Hjálpa börnunum til að raða leikföngunum, og byggja bæi og borgir. Þetta er eitt þýðingarmesta skil- yrðið þess, að geta haldist ungur í anda. Þær stundir, sem liða á þennan hátt, eru áhyggjulitlar, og inni- lega gleðiríkar, — ef til vill fagn- aðarríkastar allra stunda æfinn- ar. í félagsskap barnanna er engum hætta búin. Stormur ástríðanna er ekki tek- inn að næða um hin gljúpu, barns- legu brjóst. Metorðagirndin hef- ir ekki náð yfirhöndinni. Hin falslausu hjörtu eru tfull kærleika, með óblektuHrúnaðartrausti. Ná- vist barnanna skapar sólbjart um- horf. Það vekur upp eigin æsku- drauma og aldingarður æskunnar skreytist á ný í huga og hjarta. Iðulega heyrast menn hefja raunasöngva og harmatölur eins og heimurinn væri að sporðreis- ast. ISeinna sá eg þá að barna- leikjum hjartanlega glaða og áhyggjulausa, eins og enginn blettur eða hrukka fyndist á heimi þessum. Enginn skyldi láta líða svo nokkurn dag, að hann ekki eyddi dálítilli stund með börnunura á þennan hátt. Sá, sem það temur sér, mun lengi haldast ungur. Endurminningar Það var árið 1882. Eg var að koma úr verinu á Suðurlandi með með öðrum fleiri Norðlendingum. Við vorum þrír Skagfirðingar: eg, Ásmundur Jóhannesson frá Hóli í Tun£usveit í Skagafirði, og bræðurnir Magnús og Árni Björns- synir, ættaðir úr Eyjafirði og voru eitt sinn vinnumenn að Merkigili í Austurdal. Við vorum snemma morguns að fara frá Fornahvammi og upp á Holtavörðuheiði, og var glaða sól- skin og heiðríkt og sá yfir alt, þegar upp á heiðina kom. Þar settumst við niður til að hvíla okkur og tala saman um daginn og veginn, þangað til Magnús segir við Árna: Nú skulum við gera sína vísuna eða versið hvor og segir svo: Nú gengur sól frá sævar rönd og sveipar gulli haf og lönd, um mæra morgun stund; nú brosir land, nú brosir sær, og blóm í hverjum lundi hlær; alt rís af blíðum blund, alt rís af blíðum blund. Þá segir Árni: Eg sé í fjarska fjöllin blá mað fagurt skrúð og tigna brá og fimbulramman foss, hann drunar þar í gljúfri grá, en grátljóð kveða blómin smá undan hans kalda koss, undan hans kalda goss. Það var gaman að horfa suður yfir Borgarfjarðar héraðið og Faxaflóann, alt glitrandi í sólar- geislanum. Eg gleymi því aldrei. Gamall íslendingur. mmmmmmmmmmmammmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmaem Stofnað 1882 Löggilt 1914 D. D. Wood & Sons, Lti1 KOLA KAUPMENN Vér þorum að hætta mannorði voru og velgengni á viðskiftin SOURIS — DRUMHELLER FOOTHILLS — SAUNDERS CREEK— POCAHONTAS — STEINKOL Koppers, Solway eða Ford Kók Allar tegundir eldiviðar. Not - Gæði - Sparnaður Þetta þrent hafið þér upp úr því að skifta við oss. SÍMI: 87 308 Ross Ave. and Arlington St. Vér færum yður kolin hvenær sem þér viljið. -V MACDONALD’S EneCut Bezta Tóbakið Fyrir Þá, Sem Búa til Sína Eigin Vindlinga. Með Hverjum Pakka ZIG-ZAG

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.