Lögberg


Lögberg - 07.03.1929, Qupperneq 2

Lögberg - 07.03.1929, Qupperneq 2
Bls. 2. LÖGBERG FIMTl/DAGINN 7. MARZ 1929. Slys ÞAR sem um er að ræða skurði, mar, tognun, bruna eða sár, þá er Zam-Buk þægilegast og bezta með- alið tíl að græða alt slíkt. Það er frá mjög heilnæm- um jurtasafa að Zam-Buk fær sinn kraft til að draga úr verkjnm og bólgu og hindra áhrif gerlanna, og til að fegra húðina. Zam-Buk er ágætt við saxa í höndum og frost- bólgu. Kauptu öskju í dag. Á Kjalvegi Ferðasaga eftir A. B. og K. B. (Framh.) Til Hvítárvatns. Mánudag 16. júlí var veður svip- að og daginn áður. Dagurinn hófst með björtu veðri, og var jafnan bjart framundan, en skúralflóka dró upp í suðvestrinu er virtust elta okkur. Sá nú fljótt á, að heimalönd voru horfin, og afrétt- in tekin við, því leiðin lá um gróð- urlitlar urðir, og var nú brautin bein og ótvíræð, vel ruddur reið- vegur, er stefndi á Bláfell aust- anvert. Við áðum við Sandá, og voru þar horfin öll merki ferða- fólks. Bláfell færðist nær, — Bláfell við Hvítárvatn, sem við höfðum stundum í góðu skygni séð neðan úr bygð í ljóbláma fjar- lægðar. Þá hafði það einatt vak- ið hjá okkur drauma um æfin- týraríki íslenzkra jókla og þá spurningu, hvort okkur myndi nokkurn tíma auðnast að líta dýrð þeirra. Nú döknaði það óð- um og bláminn fór að hverfa. Fanst okkur efsti hnúkurinn líkj- ast hnúðnum á úlfaldabaki. — Lengst til hægri sáum við Kerl- ingarfjöll, stundum gullroðin af sólu, stundum hálf hulin skýja- bólstrum. Vonir okkar um gott ferðaveður stigu og féllu með skýjunum á Kerlingarfjöllum. Hestarnir rákust nú miklu bet- ur en daginn áður, því bæði voru þeir orðnir samvanir, og svo voru engar freistingar til að staldra við veginn. Auk þess gekk Ham- mer mjög rösklega fram í að reka þá. Hafði hann langa ól í hendi eins og “cowboy”, og þurfti eng- inn hestur annað en að sjá til hans eða heyra, til þess að taka til fótanna. Voru fylgdarmenn- irnir mjög hrifnir af þessum dugnaði. Bláfell varð ljótara, eftir því sem það færðist nær, grámórautt og grýtt, og fórum við að þreyt- ast á því og brjóta heilann um, hvað hinum megin mundi búa. Veðrið versnaði óðum eftir því, sem við nálguðumst Bláfell, og þegar við áðum nálægt Fremsta- veri, fórum við flest í olíuföt. Á Bláfellshálsi var rok og slagveð- ursrigning og þótti okkur land það hrjóstrugt og ömurlegt. Loks vorum við komin fyrir fjallið og birtist þá Hrútafell og ný hlið af Langjöícli (Sólkatla og Skriðu- fell). En óblíða veðursins dró úr dýrð þesarar opinberunar. öðrp hvoru sáum við Hvítá, en ferju- staðurinn var alveg upp undir Hvítárvatni. Riðum við nú á- fram í rigningunni, þangað til við komum á allgrösugt láglendi á bökkum Hvítár. Vegna þess, hve allar ár voru vatnslitlar í sumar, ætluðum við að freista þess, að fara yfir Hvítá á Skagfirðingavaði. Vað þetta er all-hættuulegt, vegna vatnsmagns og sandbleytu, sé nokkuð brugð- ið út af réttri leið. Fylgdarmenn okkar voru vel kunnir vaðinu. Þeir voru nú orðnir þrír, því Er- lendur frá Vatnsleysu hafði náð okkur þegar við áðum hjá Sandá. Einn af fylgdarmönnunum (Guð- laugur), hélt áfram með það af farangrinum, sem síst mátti vökna, og Hammer, sem hafði engin vaðstígrvél, að ferjustaðn- um. Á meðan fóru hinir karl- mennirnir yfir ána á vaðinu með lausu hestana og nokkra af á- burðarhestunum, en við stúlk- urnar biðum á bakkanum, til þess að sjá hvernig okkur litist á vað- ið, því Guðlaugur hafði talið ráð- legast fyrir okkur, að fara með sér í bátnum, en okkur langaði meira til að ríða vaðið, ef við sæj- um okkur það fært. Stóðum við nú á bakkanum í rigningunni, héldum við í hesta okkar og fylgd- um karlmönnunum með augunum yfir ána. Fyrst riðu þeir út í lít- inn hólma og þaðan út í annan dálítið stærri, á ská undan straumi. Voru báðir þessir álar grunnir, ekki dýpri en í kvið. Tók þá við breiður áll, þvert yfir ána að sandeyri. dýpkaði þá snögg- lega, en þó ekki meira en á miðj- ar síður. . Þaðan riðu þeir nokk- uð á móti straumi til lands, og var sá áll breiðastur, en grynstur. Okkur létti, er seinasti hesturinn var stiginn upp úr ánni, því að bæði vissum við samferðamenn okkar úr allri hættu og svo höfð- um við séð, að áín var ekki verri en svo, að okkur myndi fullfært að ríða hana. Áttum við að kalla til fylgdarmannanna, ef okkur ur litist þannig á vaðið, að við vildum ríða það, og lustum við nú upp ópi miklu. Komu þá Eiríkur og Erlendur aftur ríðandi yfir ána til að sækja okkur. Áður en við lögð- um af stað, tókum við upp segl- garnsspotta úr vösum okkar, og bundum fyrir skálmumar á olíu- buxum okkar. Þóttumst við þá færar í flestan sjó. Fyrst fóru fylgdarmennirnir með J. M. og K. B. út á eyrina og sóttu síðan A. B. og Bridgei. Riðum við svo öll saman til lands. Okk- ur fanst gaman að ríða ána, nut- um þess, að sjá vatnið streyma óðfluga fram hjá okkur, og finna hin sterku tök hestsins, og æsing- in jók á ánægjuna fyrir þeim, sem hætti við að svima, eða ekki höfðu riðið vötn áður. Ærlegt regn. Síðan riðum við upp með ánni og komum að ferjustaðnum og sæluhúsinu. Stöldruðum við þar við, til að sjá ferjað yfir ána. Veður var hið versta; skáhalt, ís- kalt regnið streymdi niður, og okkur fanst landslag alt hið öm- urlegasta. •— Bridget sagði: “I don’t like this part of your country,” og skreið inn í sælu- húsið. Fórum við flest að dæmi hennar, í þeirri von, að finna þar ofurlítið afdrep. Var þó lítið betra inni, því að þetta var lít- ill og vesæll moldarkofi, með fult af rifum í loftinu, sem vatnið draup óspart í gegn um, niður á hálsa okkar. Vorum við nú sum farin að líta nokkuð svart á tilver- una, einkum A. B., sem hafði það á samvizkunni, að hafa tælt er- lenda stúlku, gerókunnuga ís- landi, út í þetta ferðalag. Brátt var lagt út í óveðrið aft- ur, en því fór nú heldur að slota. Riðum við nú um stund, og var leiðin upp á móti. J>egar við komum upp á hæðina, opnaðist alt í einu hið dýrðlegasta útsýni. Við sáum út yfir Hvítárnesið, slétt og grösugt, bak við það glitti í rönd af Hvítárvatni, og umhverfis þetta land lukti sig Langjökull í boga. Langjökull er eitthvert okkar fjölbreyttasta fjall. Allstaðar er hann fagur, en hvergi eins fríður og séður úr þessari átt. Þessi langi, lági fjallabogi er svo einkennilega “symmetriskur”, í miðjunni “Stól- katla,” bogadregið fjall, dökk- blátt með snjósköflum, sem líta út eins og hvítar dröfnur; skrið- jöklar báðum megin við það, og Hrútafell á hægri hönd og Skriðu- fell á vinstri virðast héðan vera mjög lík. — Lengra til austurs sá í kjalfell, Hofsjökul og Kerling- arfjöll. En við höfðum ekki langan tima til að dást að útsýninni. Þegar við komum upp á hæðina, var sem hestarnir gerbreyttust. Þeir h'öfðu verið slæptir og lúalegir, en nú laust fjöri niður í þá eins og eld- ingu. Þegar þeir sáu víðáttuna framundan, mátti finna vöðvana stælast og sjá eyrun sperrast og makkana hringast. Hver á fætur öðrum frísuðu þeir og þeyttust á sprett. Og sprettinum linti varla það sem eftir var af leiðinni fram í Fróðárdalinn. — Sumir segja, að það megi greinilega sjá, að ^ skepnur beri skyn á náttúrufeg- j urð. Virtumst við hér fá óræk- ar sannanir þess. En hér bar fleira til. Allir voru hestarnir úr Tungunum og höfðu alist upp í stóði við Hvítárvatn. Er það því líklegast, að fögnuðurinn yfir því, að sjá aftur æskustöðvarnar, hafi hleypt slíkum eldmóði í þá. Hvort sem það nú voru hugljúfar end- urminningar um frjálsa og far- sæla æsku, eða fagnaðartilfinn- ing hjá skynlausum skepnunum, smituðumst við reiðmennirnir af fjöri og fögnuði hesanna. í HvítárnesL Við riðum á móti útbreiddum faðmi fjallanna. Einhver okkar heyrði tóu gagga. Svani sáum við í hópum og voru þeit í sár- um. Ein svanamóðir vaggaði rétt fram hjá okkur með ungahóp á eftir sér. Stóðið, sem var á beit niðri við vatnið, kom hneggjandi á móti okkur. Við virtumst vera á veðramótum. Að baki okkar var himininn þungbúinn og svartur, fram undan var loft létt og tært. Langjökull markaðist blár og hvítur við grábláan himininn. Beint yfir höfði okkar mættist dimmviðrið úr suðvestri og heið- ríkjan úr norðrinu. Hvort mundi bera hærra hlut? Það var komið logn og hætt að rigna. — Alt í einu lék svalur vindgustur um vanga okkar. A. B. varð svo mik- ið um, að hún snarsnerist í hnakknum og hrópaði: "Húrra! Hann er á norðan”, svo hátt, að þeir, sem ekki ' heyrðu orðaskil, héldu að hún hefði dottið af baki. En öllum þótti okkur þá vænt um andvarann, sem lék ofan af Lang- jökli, og vonuðum, að hann væri fyrirboði bjartara veðurs.. Hug- kvæmdist A. B. þá að heita “tí- kalli” á Strandarkirkju, ef bjart- viðrið yrði ofan á. Við riðum svo Svartá og Tjarná, sem aðeins voru smálækir. Svo kom Fúlakvísl, gríðarlega breið og rennur í mörgum kvislum um gráa sanda. Svo riðum við fram með Hrefnubúðum og komum í undirlendið fram af Fróðárdaln- um. Sáum við þar tjöld ferða- fólksins, sem við höfðum hitt kveldið áður, en engan mann sá- um við, því það hafði farið inn í Karlsdrátt. Við riðum fram hjá tjöldunum, og tjölduðum inst í Fróðárdaln- um, undir hinni bröttu fjallshlíð, sem liggur norðan að dalnum. Fróðárdalur. Tjaldstaður þessi var forkunn- ar fagur, hvammurinn vaxinn grasi, víði og blágresi, birkikjarr fyrir ofan, fram undan graslendi niður að vatninu; var það mýr- lent og liðuðust um það Fróðá, og ýms síki og lækir. Upp yfir fjalls- hlíðinni og fram undan henni gægðist Langjökull, og dálítið af öðrum skriðjöklinum. Á vatninu voru ísjakar á sveimi. Við klifruðum dálítið upp eftir fjallinu og settumst þar niður til þess að njóta útsýnisins. Það var orðið talsvert áliðið og djúp þögn MACDONALD’S Fine Cut Bezta Tóbakið Fyrir Þá, Sem Búa til Sína Eigin Vindlinga. Með .Hverjum Pakka ZIC-ZAC Vindlinga Pappír ókeypis. NÝIR KRAFTAR FYRIR GAMLA OG VEIKLAÐA. Eldri menn og þeir, sem eru að tapa kröftum, eða verða veiklað- ir á einhvern hátt, munu undrast hve fljótt Nuga Tone gerir þá hraustari og duglegri. Þeir fá fljótlega betri matarlyst og melt- ingin kemst í lag. Nýrna og blöðru sjúkdómar læknast og sömuleiðis höfuðverkur, svimi, hægðaleysi og fleira þess konar. Svefninn verð- ur reglulegri og meira endurnær- andi og magurt fólk verður sæl- legt og safnar holdum. .Það sem Nuga-Tone hefir gert fyrir þúsundir manna, er vel orð- að af Mr. W. J. Hopper, Lumber- ton, N. C., er segir: “Eg hefi engin meðul brúkað, sem hafa gefið mér eins mikla krafta eins og Nuga-Tóne. Eg er 54 ára og hefi notað meðalið að- eins í 20 daga og finst eg nú vera eins sterkur og fjörugur, eins og þegar eg var 25 ára.” Þetta er vanaleg reynsla þeirya, sem nota Nuga-Tone, og þeir sem eru að tapa kröftum, ættu ekki að hika við að reyna þaíW Þú getur keypt Nuga-Tone allstaðar þar sem meðul eru seld, eða lyfsalinn get- ur útvegað þér það frá heildsölu- húsinu. grúfði yfir öllu. En þegar við sát- um þarna djúpt sokkin niður í kveldkyrðina, var þögnin alt í einu rofin af þungum dunum og dynkjum. Við spruttum á fætur og horfðum út á Hvítárvatn; sá- um við þá öldugáng koma á vatn- ið, og alla jakana, sem á því voru, komast á hreyfingu. Vissum við nú, að þetta hafði verið jökul- hlaup. Litlu síðar fórum við aft- ur niður í tjöldin til að sofa, en þeir, sem ekki sváfu vel um nótt- ina, gátu alt af við og við heyrt hina þungu, dularfullu dynki í jöklinum. Við vöknuðum næsta morgun við það, að sólin bakaði að utan tjaldið og var illvært inni í því fyrir hita. Við flýttum okkur út og var þá glaða sólskin og ekkert ský á himninum. Strandarkirkja hafði ekki reynst ónýt! Sumir okkar fóru niður að Fróðá, til þess að fá sér bað. Var sú laug köld, en hressandi Við stöndum í þakklætisskuld við margan læk- inn og marga ána, sem nú syngur sinn öræfaóð, í órofinni einveru á milli fjallanna. Við minnumst með hlýju margra af þessum litlu lækjum og bergvantsám, sem veittu okkur unaðsstund í félags- skap við sólina, vindinn, grasið, steinana og fjallahringinn. En ekkert þeirra jafnast á við Fróð- á, sem liðast köld og tær í þessu undurfagra umhverfi og speglaði himinblámann á þessum yndi^lega morgni. Við neyttum morgun- verðar í hvamminum fyrir utan tjöldin, bökuð af sólinni, og lögð- um síðan af stað. Inn í Karlsdrátt. Úr Fróðárdal er mjög stutt inn í Karlsdrátt (um kl.tíma gangur), en erfiður vegur og fórum við því gangandi og gáfum hestunum frí þann dag. Leiðin liggur fyrst ut- an í skriðum, sem, liggja nokkuð bratt niður að vatninu, og svo upp og niður nokkrar brattar og grýttar brekkur. Skamt fyrir ut- an Karlsdrátt eru tveir litlir hnúkar eða hyrnur með skarði á milli. Gengum við öll upp á ann- an þeirra, og sátum þar lengi og nutum útsýnisins, sem var með því fegursta, sem nokkurt okkar hafði séð. Að baki okkar gnæfði hin breiða, fannhvíta bunga Hofs- jökuls, og fyrir sunnan hana hvassir tindar Kerlingarfjalla — en fram undan blasti Karlsdrátt- ur og Hvítárvatn, glampandi í sólskininu. — Við höfðum gert okkur mjög háar hugmyndir um náttúrufegurðina við Hvítárvatn, en veruleikinn tók langt fram í- myndunarafli okkar. Það er eins og náttúran hafi beitt — og beiti enn sinni mestu snild til þess, að skapa hér sem fullkomnast lista- verk. Vatnið er að mestu umlokið fjöllum. Fyrir miðju er Skriðu- fell, milli tveggja skriðjökla, sem teygja sig út í vatnið eins og stirðnaðar ár. Utar á vinstri hönd er Bláfell, sem er öðruvísi og fegurra séð frá þessari hlið. Minnir hæsti hnjúkurinn helzt á hina háu, gömlu kvensöðla. Vatn- ið var mjólkurhvitt og ógagnsætt, nema þar sem bergvatnið úr Fróð- á kom út í það. f>essi dagur var svo skínandi fagur. Sólin skein af alheiðum himni og varpaði ljóma sinum á mjallhvítar jökulbungur, gráleita skriðjökla, logntafað vatnið og grænglæru ísjakana, em flutu á vatninu, eða höfðu strandað í fjörunni. Að glæsilegra og fríð- ara landslagi má lengi leita. Á leiðinni niður hlíðina varð fyrir okkur blágresishvammur, og hafði ekkert okkar fyr séð slíkan. Aldrei nýtur hin tignar- lega fjallanáttúra landsins sín eins vel og þegar hún mætir and- stæðu sinni, gróðursæld og blóma fegurð, og hér óx blágresið þéttar og bar stærri og djúpblárri blóm, en við höfðum nokkurn tíma séð. Við lögðumst niður í kafþykku grasinu, umkringd af ’blómum á alla veg og horfðum á skriðjök- ulinn, sem blasti við okkur. — Heyrðum við stöðugt dynki og sá- um mörg smá jökulhlaup og óróa þann, sem kom á vatnið á eftir. Jökulhlaup. Niður undan hvamminum var lágur malartangi, sem gekk all- langt út í vatnið á móti skriðjökl- inum Við gengum út á þennan tanga og settumst á steinana. í flæðarmálinu var mjög mikið af ísjökum, bæði stórum og smáum, og voru þeir svo glærir og svalir, að við gátum ekki stilt okkur um að taka mola og stinga upp í okk- ur. Á vatninu voru ísjakar á sveimi, og höfðu ýmsar myndir. Líktist einn víkingaskipi, annar birni. En uppáhaldið okkar var einn, sem var í laginú nákvæm- lega eins og postulínshæna. Lengra úti voru flotar af jöklum, sem líktust borgum með mörgum turnum. Yfir skriðjökulinn er hvergi betra útsýni en úr þessum stað. Yfirborð hans er mjög hrufótt og sundurtætt, líkt og úfið hraun, og sjást í honum svo margar myndir, að lesa mætti úr honum heil æfintýri. Sífelt heyrðust brestir, stundum framan í jökul- tanganum, stundum einhvers staðar bak við. Öðru hvoru sáum bið vatnsstróka og öldur rísa, þar sem jakar höfðu fallið niður, og stundum eygðum við jakana, þeg- ar þeir voru hrapa. Þótti okkur þetta hin bezta skemtun. Fremst á tanganum var allstór spilda eða “drangur,” sem virtist laus frá skriðjöklinum. Heyrðum við oft dyrityi mikla fbak við þenna “drang”, og óskuðum af alhug, að hann mundi hrapa.,— “Það vildi eg að þessi drangur vildi hrapa,” sagði E. V. og hitti á óskastund- ina. Öll spildan hrapaði niður með skruðningi miklum og gusu- gangi. Nú kom líf og fjör á vatn- ið. Allir jakarnir byrjuðu að hringsnúast og dansa, og fyrir sumum var það dauðadans, því þeir rákust á og brotnuðu eða kollsigldu sig, en nýir bættust í hópinn. Reis nú alda mikil og þaut eins og örskot fram með ströndinni til beggja handa, og urðum við að bjarga okkur undan henni í auðans ofboði. Þegar við litum út á vatnið aftur, var “hæn- an” horfin, og þótti okkur þar skarð fyrir skildi. Fórum við nú að kalla til jökulsins og skemta okkur við að heyra, hve greini- legt bergmálið var. Jökullinn hrópaði, hóaði og hló, en þó kyn- legt megi virðast, talaði hann ekki annað en dönsku. Hann hlýtur að vera annaðhvört óþióð- rækinn eða kvenhatari, því okkur stúlkurnar, sem ávörpuðum hann á íslenzku, virti hann ekki svars. en karlmönnunum svaraði hann á ágætri dönsku. Á skriðjöklinum. Gengum við nú meðfram víkinni (Karlsdrætti) í áttina til skrið- jökulsins. Fyrir botni víkurinn- ar urðum við að krækja dálítið upp í fjallshlíðina. Þar hittum við fylgdarmennina, sem lágu og sóluðu sig nálægt rústunum af kofa karlsins, sem víkin dregur nafn sitt af. Spurðu við þá, hvort óhætt væri að ganga á skriðjök- ulinn, og kváðu þeir algert nei við. Við fundum marga fagra þlágresjshvamma, en enginn þeirra jafnaðist á við hvamminn góða. Loks komum við alveg að skriðjöklinum. Þótti okkur hann nú úfinn og mórauður og næsta illúðlegur. Samt langaði okkur til að kynnast honum nánar, og byrjuðum því með hálfum huga að fikra okkur út á hann. Fyrst varð fyrir okkur dálítil mórauð brekka, sem virtist ekki sleip. En þar duttum við öll, hvert á fætur öðru. “Af hverju dettið þið?” spurði sú síðasta, og kútveltist niður brekkuna. “Fall er farar- heill,1” hugsuðum við og héldum áfram. Vorum við nú viðbúin að taka til fótanna með sekúndu fyr- irvara, ef dynkur skyldi heyrast ískyggilega nærri. Við mundum eftir með hverju jökullinn hafði nýskeð verið að skemta okkur og treystum honum ekki. Stundum blöstu við okkur gínandi sprung- ur, og urðum við oft að velja á milli þess að snúa við, hoppa yf- ir sprunguna eða hætta okkur lengra út á jökulinn, en okkur beinlínis langaði til. Við höfðum hvorki mannbrodda, reipi, né neinn annan útbúnað til jökul- göngu, og fanst okkur því brátt réttast að hætta þessum leik. Islenzkur stormur. Skiftist þá hópur okkar i tvent. Karlmennirnir og J. M. gengu upp með skriðjöklinum upp á fjallsbrúnina, en við hinar sner- um heimleiðis. Á heimleiðinni gekk okkur illa að halda slóðinni; ýmist ruddumst við gegn um þétt vaxna runna eða gegnum brattar skriður. Alt í einu skall á ofsa- rok, svo að varla var stætt, og moldrykið fylti vit okkar. Hugs- uðum við þá með skelfingu til þess, að við hefðum engin ryk- gleraugu, ef við skyldum fá sand- rok á öræfunum. Þegar við nálg- uðumst tjöldin, kom fljúgandi á móti okkur handklæði, sokkar, hanskar og annað dót, sem við höfðum. breitt út til þerris. Hóf- um við nú eltingaleik og tókst að bjarga öllu. Brátt komu allir heim og hjálpuðust til að mat- reiða. Var annað en gaman að ná upp úr koffortunum, sækja vatn og hýða kartöflur úti í þessu roki. Borðuðum við kvöldverð inni í okkar tjaldi og á eftir lág- um við þar öll inni, nutum hlýj- unnar og sungum. Uppgötvuðum við þá, að fylgdarmennirnir höfðu frábærlega góðar raddir, og upp frá því skemtu þeir okkur oft með söng sínum. Úti fyrir geisaði stormurinn. Kom hann í hviðum, svo sterkum, að oft vorum við hrædd um, að tjaldið mundi fjúka ofan af okkur, eða, af því að botn var í því, taka upp með öllu, sem í því var. Milli söngvanna vorum ið að lesa í ferðabók Daníels Bruun (Tværs over Kölen). Lás- um við með mestri athygli hina furðulegu lýsingu hans á Kerl- ingarfjöllum og komumt að þeirri niðurstöðu, að ef við vildum sjá Hveradalinn nógu vel, yrðum við að vera þar dag um kyrt, og á- kváðum því, að bæta einum degi við ferðina. Um 11-leytið gengu allir til sefns og höfðu þá tilfinn- ingu, að þótt við ættum ekki eftir að fá annað en rok og rigningu, mundi ferðin borga sig fyrir þenna dag einan. Hann ar einn af þeim dögum, sem menn finna þörf hjá sér til að þakka fyrir að hafa lifað. (Framh.). Healthv Wheat Tryggið ágóða yðai á þessa ári með standard ^RMALDEHYPl KILLS SMUT IOO% EFFECTIVE Frá ágúst til desember 1928 voru 1,577 járnbraut- arhlöss af hveiti dæmd smutty. Meira en tvœr miljónir mœla lækkuSu þar með I verði um lOc hver mælir eða meira og $211,318.00 TÖPUÐUST. Hugsið um þennan mikla skaða.... Soldin llb & 5 1b.fjðrum sinnum á við 1923 Og 1924. cana, also ln bulk, by all dealejs. Stöðvið útbreiðslu smut. Hjálpið til að viðhalda gæðum uppskeru Vestur-Canada. í Standard For- naldehyde hreinsað útsæði ver það FáiO réttar upplýsingar. SkrifiO eftil mynda-tœkling, "Smut in Orain" ttí Ttae STANDARD CHEMICAL Co. Ltd Montreal WINNIPEG Toronto Sendið korn yðar tu UHITEDGRA1NGR0WERSI? ink of Hamilton Chambers WINNIPEG CilX Kovhi frvoroinon Lougheed Ðuilding CALGARY BEZTU KAUP Á AKTYGJUM í CANADA Goldin Grain Brand $ 3f No. 878 G. G. aktýgi Með Layer Trace - Án kraga Beisii, krúnusnið % cheek. Tvísaumuð fyrir ennið. Winkler gjarðir með fögrum augnskýlum úr málmi. 1% þuml. tvöfaldar krúnulínur og % þuml. hálsband. Taumar þumlungs breiðir með hinu hag- kvæma Conway lagi. Aktaumar 2 þuml. breiðir, ðlar með hringsniði 2 þuml. þre- faldir og hlekkir á endum. Hams, með stál áferð og taumhringir 1 þuml. að þvermáli. Leðurpúðar 3% þuml. á breidd fððraðir með ílðka 1% þuml. með con- way sniði af bestu gerð. Martingales 1% þuml. með Dees. og gjörð 1% þuml. tvöföld ' og gegnsaumuð. No. 817 G. G. Aktýgi, eins og að ofan, með 2 þml. tvöföldum ólum. Án kraga $35.95 No. 814 G.G. Aktýgi, eins og að ofan. Með 2% þml ólum, þreföldum. Án kraga $32.25 gjáið kaupmanninn. Hann hefir þessar tegundir af Golden Grain og Hor»e Shoe af krögum fullnœt ja viskiftaþörfum yðar Hver ól ábyrgst. Gætið að vörumerkinu á hverri þeirra. Ekkert flutningsgjald Tilbúið af THE GREAT WEST SADDLERY COMPANY, LIMITED Winnipeg, Man. Calgary, Alta. Regina, Sask. Saskatoon, Edmonton, Alta. petta er verðið í heimabæ I Manitoba og Saskatchewan. Auk flutningsgjalds til Albertu. Ivaupið Horse Shoe kraga og fáið hið bezta

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.