Lögberg - 07.03.1929, Page 6

Lögberg - 07.03.1929, Page 6
B!s. 6. LÖGBERG FIMTUDAGINN 7. MARZ 1929. Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. ‘‘Um hvað vorum v.ið nú aftur að tala?” sagði Willi, þegar þau voru komin fram hjá bílnum. “ Já, nú man eg það, við vorum að tala um húsbóndann. Hvaða réttlæti er nú ann- ars í þessu, að þeesi maður skuli eiga tvö hund- ruð hesta og svo ótal margt fleira, en þú og eg eigum ekki neitt?” “Þú átt jálfan þig og þína góðu heilsu,” sagði Saxon glaðlega. “ Já, ” sagði Willi, “og það átt þú líka, en við erum að selja þessa eigu okkar smátt og smátt, rétt eins og búðarmaðurinn selur léreft í álnatali á búðarborðinu. Ef þú vinnur nokk- ur ár enn í þvottahúsinu, þá býst eg við að þú finnir, að þú sért búin að láta töluvert úti af því eina, som þú átt, og sem vitaskuld er afar- dýrmætt. Eg er að selja ofurlítinn hluta af minn,i góðu heilsu og mínu vinnuþreki, á hverj- um degi. Sjáðu litla fingurinn á þessari hendi” —hann tók báða taumana með annari hendinni og hélt h'nni á lofti. “Þessi fingur er orðinn kreptur og eg get aldrei rétt hann aftur. Þetta fékk eg við vinnuna og þarna hefi eg selt part af sjálfum mér. Hefirðu tekið eftir því, hvem- ig hendurnar á öllum þessum gömlu keyrslu- mönnum líta út ? Þær eru allar skakkar og kræklóttar og ekki líkar neinum mannshönd- um. ” ‘‘Þetta var ekki svona í gamla daga, þegar okkar fólk kom vestur yfir slétturnar. Það getur vel verið, að gömlu mennirnir hafi brot- ið fingurna á sér stundum, en þeir áttu sjálfa sig og voru ekki und:r aðra gefnir. ” ‘Nei, þeir unnu fyrir sjálfa sig. Þeir slitu sér sjálfsagt út, en þeir gerðu það í sínar eig- in þarfir. Eg er að slíta mínum kröftum fyrir annan mann. Hann á alla þessa hesta og margt og margt fleira, og snertir aldrei á nokkru verki, og hefir nóga peninga. En eg verð að vinna alla daga og hefi lítið annað upp úr því, en föt og fæði. Það ergjr mig oft, að þessu skuli vera svona varið, En hvað ræður því, að þetta er svona? Það þætti mér gaman að vita. Tímarnir hafa breyzt, en hver hefir breytt þeim?” ‘Guð hefir ekki breytt þeim.” “Nei, áreiðanlega ekki. En það er nú annað, sem eg skil ekki. Enda er það sjálfsagt ómögu- legt að skilja guð. Ef hann ræður öllu, og eg býst sjálfsagt við að hann geri það, því í ósköp- unum lætur hann þá allan þennan m'kla mis- mun eiga, sér stað ? Því lætur hann það við- gangast, að einstöku menn geti níðst á varnar- lausum og Umkomulausum stúlkum, sem að réttu lagi ættu að giftast einhverjum, sem þeim þætti vænt um og vera húsmæður og eiga börn, sem þær þyrftu ekk,i að fyrirverða sig fyrir að eiga, og lifa eins og þeim er eðlilegt og náttúr- an hefir ætlast til?” Þau voru komin æði langt út úr borginni og landslagið var mjög mishæðótt og breytilegt og prýðis fallegt. “Dæmalaust finst mér hér vera fallegt,” sagði Willi. ‘ ‘ Finst þér það ekki líka. ’ ’ “Jú, framúrskarandi,” sagði Saxon. “Þeg- ar eg sé svona fallegt landslag, þá langar mig til að búa úti í sveit, þð eg hafi aldrei átt heima annars staðar en í borginni.” “Það er alveg eins með mig,” sagði Willi. “Og þó hefi eg aldrei verið úti í sveit, en alt mitt fólk var sveitafólk. ” “Það var nú eðljlegt,” sagði Saxon, “því á þeim tímum voru ekki neinar borgir til.” “Eg býst við, að þetta sé alveg rétt hjá þér. Þá var víst ekki um neitt annað að gera, en lifa sveitalífi.” Þegar hér var komið samtalinu, þurftu þau að fara afar bratta brekku, svo Willi varð að hafa nánar gætur á hestunum. Saxon hallaði sér aftur á bak í sætinu og lét aftur augun, eins og hún væri som bezt hún kunni, að njóta hvíldtr- innar. Willi gaf henni auga hvað eftir annað, ']>ar sem hún sat með aftur augun. Gengur nokkuð að þér!” sagði hann loks- ms. Er þér nokkuð ilt?” “Það er svo fallegt hérna,” sagði hún, “að eg er hrædd að opna augun og horfa á það. Hér er alt eitthvað svo hetjulegt, að eg er næst- um hrædd við það.” “Hetjulegt? Það var skrítið.” “ Jú, það er einmitt það »em það er. Mað- ur sér ekkert svoleiðis við húsin eða srtætin í borginni. Eg get ekki gert grein fyrir þessu, en eg bara finn að það er svona.” “Þetta er einnytt það sem mér finst líka,” s\raraði Willi. “Þó eg geti ekki gert grein fyr- ir því. Hér eru mennirn,:r ekki alt af að reýna að leika hver á annan og hafa hver af öðrum og ljúga hver að öðrum. Hér standa trén bein, líkt og íþróttamaðurinn, hnefaleikarinn t. d., þegar hann er að byrja og áður en hann hefir lært að beita allskonar krókum og brögðum. Heyrðu, Saxon! I>ú aérð það, sem aðrir sjá ekki og skilur það, sem aðrir skilja ekki.” Hann horfði á hana með aðdáun og hún fann það og þótti vænna um það, heldur en henni gat þótt, um nokkuð annað. “Mér murtdi þykja reglulega vænt nm, að hafa tækifæri til að leika hnefaleik við einhvern jafningja minn, ef þú værir ein af áhorfendun- um, og þó þú værir eini áhorfandinn. Mér hef- ir aldrei líkað, að kvenfólk horfði á mig, þegar eg hefi leikið hnefaleik. Flestar þeirra hljóða og kveina og eru dauðhræddar, og skilja ekkert hvað er um að vera. Það er alt öðru vísi með þig. Þú sérð og skilur það sem er að gerast, og því þætti mér vænt um, ef þú sæir einhvem tíma, hvað eg get gert, þegar eg tek á því, sem eg á til.” Rétt á eftir komu þau að laglegu bóndabýli, sem var þar í skógarjaðrinum, og var stórt svæði af landi þarna hreinsað og ræktað. Og gróðurinn var bæði mikill og fagur. Willi vék sér aftur að Saxon. “Heyrðu, Saxon. Það hafa ýmsir menn verið skotnir í þér, og þú hefir sjálf verið skot- in í sumum þeirra. Seg"ðu mér eitthvað um það. Hvemig er það eiginlega?” Saxon hristi höfuðið seinlega. :‘Eg hélt bara, að eg væri skotin í þeim einstaka sinnum — ekki oft—” “Ekki oft!” tók Willi fram í. “Eiginlega aldrei raun og veru,” sagði hún þegar hún sá, að Willi mundi líka vera tölu- vert afbrýðisamur. “Eigjnlega hefir mér aldr- ei þótt vérulega vænt um nokkum mann. Ef svo hefði verið, þá væri eg gift. Ef mér þætti vem- lega vænt um einhvem mann, þá finst mér al- veg sjálfsagt að giftast honum. ” “En setjum svo, að honum þætti ekki vænt um þig?” “Eg veit nú ekki,” sagði Saxon brosandi og það var eins og hún þættist nokkuð viss í sinni sök. ‘ ‘ Eg held eg gæti kannske látið hon- um þykja vænt um mig.” “Já, það er víst enginn efi á því,” sagði WiUi. “Því er bara svona varið, að mig hefir aldr- ei langað til að giftast neinum af þeim, sem liafa vjljað giftast mér.” Rétt í þessu hljóp dálítill héri rétt undan hestafótunum og dálítil rák af grálitu rvki sýndi, í hvaða átt hann hljóp. Rétt á eftir hlupu margir fleirj hérar yfir brautina til að forða sér undan hestshófunum. Þau Willi og Saxon höfðu mikið gaman af þessu. “Það vildi eg, að eg væri uppaþn úti í sveit og mætti alt af vera þar,” sagði Willi. “Fólk- ið er ekki skapað til þess að kássast saman í þessum stóru borgum.” “Ekki þú eða eg að! minsta kosti,” sagði Saxon og horfði á fegurð náttúrpnnar alt í kring um sig. ‘ ‘ Þetta er alt svo yndislega fag- urt. Á einhverjum svona yndislegum stað vildi eg mega lifa alla mína æfi. Stundum langar mig tjl að vera Indíána kona. ’ ’ Það var eins og Willi ætlaði hvað eftir ann- að að segja eitthvað, en hætti við það jafnóð- um. “Þú hefir ekkert sagt mér um þessa pilta, sem þú hélzt að þú værir skotin í,” sagði hann loksins. “Langar þig til að hevra nokkuð um þá?” sagði hún. “ Það er ekkert sögulegt við þá.” “Auðvitað langar mig til að vita um þá. Þú þarft ekkert að vera feimin við það. Láttu það bara fjúka.” “Fyrst var nú Alli Stanley—” “Hvað gerði hann?” greip Willi fram í ó- þolinmóðlega. “Hann spjlaði upp á peninga.” Willi leit til hennar grunsamlega og það var töluverður liarðneskju syipur á andlitinu. “Þetta var nú ekki eins slæmt, eins og þú heldur,” sagði hún hlæjandi. “Eg var þá bara átta ára. Eg er að byrja á upphafinu, eins og þú skilur. Þetta var eftir að móðir mín dó, og eg var korrýn til Cady. Hann hafði gistihús og vínsölu í Los Angeles. Það var bara lítið gisti- hús. Verkamenn, aðallega jámbrautannenn, héldu þar til eða gistu þar og eg býst við, að Stanley hafi með einhverjum ráðum náð í nokk- urn hluta af kaupinu þeirra. Hann var svo fall- egur og góðlátlegur og talaði svo dæmalaust mjúklega og fallega. Eg hefi aldrei þekt nokk- urn mann, sem hefir haft eins fallegar hendur, eins og hann hafði og hann hélt þeim altaf eins hreinum eins og bezt gat verið og svo var hann svo dæmalaust vel eygður. Eg man enn svo vel eftir þeim. Hann lék stundum við mig seinni part dagsins og gaf mér brjóstsykur og fleira góðgæti. Ánnars svaf hann mestallan daginn. Eg vissi þá ekki, hvers vegna hann gerði það. Eg liélt að hann væri öllum mönnum fallegri og skemtilegri. Svo kom það slys. fyrir, að hann var drepinn í veitingastofunni, en hann drap líka banamann sinn. Þar endaði mitt fyrsta ásta æfintýri.” “Svo kom ekkert af þessu tagi fyrir, fyr en eg var þrettán ára og komjn til bróður míns, er eg hefi alt af verið hjá síðan. 1 þetta sinn var það unglings drengur, sem keyrði út brauð. Eg sá hann hér um bil á hverjum morgni, þegar eg fór í skólann. Það var kannske vegna þess, að hann keyrði hest, að eg tók svo mikið eftir honum. En hvað sem því líður, þá hlýt eg að hafa elskað hann í eina tvo mánuði. Svo tap- aði hann vinnunni, eða eitthvað því líkt kom fyrir, því hann hætti að keyra hestinn og ann- ar drengur tók við honum. Við kyntumst ekk- ert, því við töluðum aldrei saman. “Svo var það bókhaldari, er mér leizt vel á, þegar eg var sextán ára. Mér hefir annars lík- lega lit.'st bezt á bókhaldara, því mér leizt líka býsna vel á bókhaldarann, sem Charley Long barði. Hinum kyntist eg löngu áður. Hann hafði líka ósköp mjúkar hendur. En eg fékk fljótt nóg af honum. Hann hafði eitthvað svip- aðar liugmyndir um kvenfólk eins og maður- inn, sem þú vinnur hjá, og ýmsir fleiri. Mér þótti eiginlega aldrej verulega vænt um hann, þú mátt trúa því. Eg fann alt af, að hann var ekki verulega einlægur. Svo þegar eg vann í pappírs verksmiðjunni, þá leizt mér nokkuð vel á bókhaldara, sem þar var. Hann var dæmalaust hæglátur maður og vandaður, alt of hæglátur og daufgerður. Hann vildi giftast mér, en mig langaði ekkert til að eiga hann. Það sýnir, að eg elskaði hann ekki. Hann var veiklulegur og heldur ólaglegur og honum var alt af kalt á höndunum, og ef maður tók á þeim, var eins og maður tæki á fiski. En hann var alt af svo dæmalaust fínn og vel til fara. Hann sagði mér, að hann ætlaði að drekkja sér og alt að tama, en eg neitaði hon- um engu að síður. “Eftir þetta — ja, það var enginn eftir þetta. Eg hefi þá líklega farið að verða þrosk- aðri og varfærnari, eða vandlátari. Nokkuð var það, að eg kyntist engum, sem mig langaði til að eiga. Eg kyntist ýmsum mönnum, en það var eins og það væri aldrei nein einlægni í þeim kunningsskap. Hann var eitthvað líkur því, þegar menn hafa rangt v.ið í spilum. Charley Long var nú samt full alvara og svo var banka- anninum líka. En í báðum þeim tilfellum hugs- aði eg ekki um neitt annað en að verjast. Kunningsskapurinn við þessa menn var allur þannig, að eg fann að eg varð að gæta mín. Eg mátti ekki treysta þeim. ” Hún hætti að tala og horfði á Willa, en hann virtist hafa allan hugann á því að stjórna hest- unum. Og þegar hann leit á hana, brosti hún til hans góðlátlega. “Þetta er nú öll mín reynsla í þes^um efn- um,” sagði hún. “Eg hefi sagt þér alt afdrátt- arlaust, og þetta er í fyrsta sinni, sem eg hefi sagt þetta nokkurri manneskju. En nú kemur að þér, að segja mér þína sögu.” “Eg hefi ekki mikið að segja, Saxon! . Eg hefi aldrei hugsað mikið um stúlkumar. Það er að segja, mig hefir aldrei langað til að gift- ast neinni þeirra. Mér hefir fallið betur við piltana, t. d. Willa Murphy. Þar að auki var eg svo mikið að hugsa um þennan hnefaleik og all- ar þessar æfingar, og eg skifti mér ekki mikið af stúlkunum. Þó ekki hafi nú kannske alt verið eins og það átti að vera, þá segi eg þér al- veg satt, Saxon, að eg hefi aldrei talað um ástamál við nokkra stúlku.” “Stúlkunum hefir þótt vænt um þig, engu að síður,” sagði Saxon dálítið stríðnislega. En í hjarta sínu gladdist hún innilega yfir því, sem Willi hafði sagt. Það var eins og hann hugsaði um það eitt, að stjóma hestunum. “Mörgum af þeim,” bætti hún við. Hann svaraði henni ekki. “Er þetta nú ekki satt?” bætti hún við. ‘ Það er þá ekki mér að kenna, ’ ’ sagði hann seinlega. “Ef einhverjum þeirra hefir litist vel á mig, þá gat eg ekki að því gert. En það er annars undarlegt, og þú hefir sjálfsagt enga hugmynd um það, hvað stúlkurnar sækjast mik- ið eftir þessum hnefaleikurum. Stundum finst mér þær svo frekar, að þær mundu ekki hika við nokkrum sköpuðum blut í þeim efnum. Eg hefi aldrei verið neitt að sæjast eftir þeim, og eg hefi aldrei verið svo heimskur, að láta slíkt kvenfólk leiða mig í gönur. ’ ’ “Þú hefir kannske ekki þann hæfileika, að geta látið þér þykja vænt um nokkra konu?” sagði hún. “Það getur skeð, að eg hafi það ekki,” svar- aði hann hálf kuldalega. “Það er að minsta kosti áreiðanlegt, að eg kæri mjg lítið um þær stulkur, sem eru að sækjast eftir mér. Það er nokkuð, sem eg get ekki með nokkru móti felt mig við.” “Móðir mín sagði alt af, að ástin væri það dýrlegasta, sem til væri í heiminum,” sagði Saxon. “Hún orti líka ástakvæði og sum þeirra hafa verið prentuð. ” “En hvað heldur þú um það?” “Eg veit varla hvað eg á um það að segja,” sagði hún hæglátlega og brosti. “En hitt veit eg, að það er gott að mega lifa svona fagran sumardag.” “Já, það er það áreiðanlega, og mega fara svona skemtilega ferð,” bætti hann við. Þegar klukkan var eitt, sneri Willi út af veginum og inn á grasflöt inni á milli trjánna. “Héraa skulum við nú fá okkur að borða,” sagði hann. “Eg hélt það væri betra að hafa mat með okkur, heldur en að fá okkur að borða á einhverjum þessum ve.itingastað, sem við höfum farið fram hjá. Nú ætla eg að taka af hestunum, svo þeim líði betur, því við höfum nógan tíma, en þú getur á meðan tekið matar- körfuna og raðað því, sem í henni er á dúkinn, sem er þarna í kerrunni.” Saxon tók matarkörfuna og raðaði því, sem í henni var á dúkinn. Eftir að hún hafði breitt hann á grasið. Henni næstum ofbauð, hvað þaraa var mikið af allskonar góðgæti. Henni datt í hug, að Willi mundi háfa haft það í huga, að kaupa alt það bezta, sem einhver mtsölu- búð.in hafði fyrirliggjandi af tilbúnum, góðum mat. Henni satt að segja ofbauð eyðslusemin. “Þú hefir keypt alt of mikið af þessu,” sagði hún, þegar Willi kom og settist niður. “Þetta er alveg nóg handa sex að minsta kost.i, og það þó þeir séu vel matlystugir. ” “Það er ekki svo slæmt,” sagði hann. “....Nei, áreiðanlega ekki,” sagði hún. “Það eina, sem að því er, er það, að þetta er alt of mikill matur.” “Þá er alt gott og blessað,” -sagði Willi. “Mér líkar alt af betur, að hafa nóg fyrir fram- an mig. Fáðu þér dálítið af bjór, til að skola kverkarnar, áður en við byrjum að borða. Við skulum fara varlega með glösin. Eg þarf að skila þeim.” Þegar þau voru búin að borða, kveikti hann sér í vindlingi og fór að spyrja hana um henn- ar fvrra líf. Hún sagði honum, að hún ætti heima hjá bróður sínum og borgaði fjóra og hálfan dal á viku fyrir fæði sitt og húsnæði. Hún hafði ver- KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Offlce: Bth Floor, Bank ofHamlHonChawber* ið búin í barnaskólanum, þegar hún var fimtán ára, og þá hefði lmn strax byrjað að vinna fyr- ir sér, og fengið fjóra dali á viku í kaup og þrjá af þeim hefð.i hún borgað tengdasystur sinni. “Hvernig var með þennan hótelhaldara?” spurði Wílli. “Hvernig stóð á því, að hann fór að taka þig til fósturs?” “Það veit eg ekki.” sagði Saxon, “nema hvað mínir ættingjar voru víst illa staddir fjárhags- lega. Þeir sýnast aldrei hafa getað gert betur, en rétt að hafa í sig og á. Þessi fóstri minn var gamall hermaður, og hafð,i verið lengi í her- deild, sem faðir minn réð fyrir. Hann kallaði hann æfinlega kaptein Kit, og hélt meira upp á hann heldur en nokkurn annan mann. Eg hefi því sjálfsagt notið föður míns. Hann græddi heilmikla peninga á vínsölunni og eg komst síðar að) því, að liann hafí5i borgað lækninum, sem stundaði móður mína, og hann borgaði út- fararkostnaðinn og sá um að hún var graf.in við hlið föður míns. Eg átti að fara til frænda míns, sem var hjarðbóndi, eða það ætlaðist móðir mín til. En það urðu þá einhverjir bar- dagar þar sem hann átti heima, út af einhverj- um girðingum með gripum, eða einhverju þess konar, og þar voru menn drepnir. Nokkuð var það, að þessi frændi minn lenti í fangelsi og var þar árum saman, og þegar honum loksins var slept, þá voru lögmennirnir, sem vörðu mál hans, búnir að ná undir sig öllum eignum hans. Hann var þá orðinn gamall og eignalaus og konan hans veiktist, og þegar hann loksins fékk eitthvað að gera, þá fékk hann ekki nema fjörutíu dali um mánuðinn. Það var því ekki von, að hann gæti gert mikið fyrir mig, en vín- salinn tók mig og ól mig upp, þángað til eg gat farið að vinna fyr.ir mér sjálf.” Þessi fóstri minn, Cady hét hann, var allra bezti maður, þó hann væri vínsali. Konan hans var stór og falleg kona. Eg heyrði, að hún væri einhver gallagripur og hefi heyrt það síðan, en hún var einstaklega góð við mig. Hvað sem um hana var sagt og hvemig sem hún í raun og veru var, þá var hún æfinlega framúrskarandi góð við mig. Eftir að Cady dó, bilaði hún hún algerlega á skapsmununum. Fór eg þá á barnaheimili og var þar í þrjú ár, en þar leið mér ekki nærri vel. Þegar þessi þrjú ár voru liðin, var Tom bróðir minn giftur, og fór eg þá til hans og hefi alt af verið hjá honum síðan, og svo að segja alt af unnið stöðugt.” MALDEN ELEVATOR COMPANY, LIMITED Stjórnarleyfi og ábyrgB. ASalskrlfstofa: Grain Exchange. Winnipeg Stocks - Bonds - Mines - Grains Vér höfum skrifstofur í öllum helztu borgum 1 Vestur-Canada, og elnka simasamband vlö alla hveiti- og stockmarkaöi og bjöðum þvl vlð- sklftavinum vorum hina beztu afgreiöslu. Hveitlkaup fyrir aöra eru höndluö meö sömu varfserni og hyggindum, eins og stocks og bonds. Leitið upplýslnga hjá hvaöa banka sem er. KOMIST 1 SAMBAND VIÐ RÁÐSMANN VORN A pEIRRl SKRIFSTOFU, SEM NÆST TÐUR ER. Winnipeg Reglna Moose Jaw Swift Current Saskatoon Calgary Brandon Rosetown Gull Lake Assinibola Herbert Weybum Biggar Indian Head Prince Albert Tofield Edmonton Kerrobert Tll aö vera viss, skrifiö á. yöar BIlls of lading: "Advise Malden Elevator Company, Llmited, Grain Exchange, Winnipeg." DBEWJRYS STANDARD LACER FIMTÍU ÁRA STÖÐUG FRAMSÓKN HEFIR GERT ÞENNA DRYKK FULLKOMINN. Biðjíð um hann með nafni. The Drewrys Ltd. Winnipeg Phone 57 221 AOl

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.