Lögberg - 07.03.1929, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 7. MARZ 1929.
BIs. 7.
Ameríka og Menningin
Álit Knut Hamsun.
Hver eru einkenni nútímamenn-
ingarinnar og hvaða áhrif hefir
hún haft á mannfólkið?
Slíkra og þvílíkra spurninga
spyrja nú hugsandi menn í öllum
löndum. Og menn pyrja ekki af
einskærri fordild. Menn spyrja í
römustu og sárustu alvöru, af því
að hagur og framtíð vestrænnar
menningar er alvarlegasta um-
hugsunar og úrlausnarefni manna
nú, eftir styrjaldarlokin og eftir
alla þá kreppu og bölvun og eymd,
sem það heimskulega blóðbað
hafði í för með sér.
Það þarf engan að undra, þótt
margur þykist þurfa að stjaldra
við, til þess að athuga, hvort alt
sé með feldu hjá þeirri menn-
ingu, sem hefir varpað sjálfri
sér út í viðurstygð eyðileggingar-
innar, sem heimsstyrjöldin var,
heimsstyrjöldina, er kostaði Ev-
rópuríkin nærri 35% miljón
mannslífa, og þau sóuðu í meira
en 280 biljónum dol'lara, og skildi
þjóðirnar eftir óánægðari og
ráðalausari en nokkru sinni fyr.
Hvert stefnir menningin? —
Hvernig verður ráðin bót á mein-
um hennar? Margir beztu menn
þjóðanna hafa látið þessi mál til
sín taka á seinustu árum og sýn-
ist sitt hverjum. Sumir segja, að
menning hvítra manna sé nú að
eyða sjálfri sér, að Evrópumenn-
ingin sé að minsta kosti á fall-
anda fæti. Aðrir segja, að smám
saman komist á jafnvægi eftir
ringulreið styrjaldaráranna, og
þá rísi upp ný jörð og endurfædd
menning, máttugri og frjálsari
en sú forna. Er þá oft bent á
Ameríku, eða Bandaríkin sérstak-
lega, sem hið fyrirheitna land
framtíðarinnar.
Lögrétta hefir oft áður rætt
ýmislegt af því helzta, sem fram
hefir komið í umræðum um þessi
mál. Nýlega hefir einn af helztu
skáldsagnahöfundum heimsins,
Knut Hamsun, einnig lagt sinn
skerf í þessar umræður, og hefir
grein hans um þessi mál birzt í
blöðum margra landa.
Hamsun var í Ameriku um
skeið, á flökkuárum æsku sinnar,
og skrifaði síðan harðvítuga á-
deilu á andlegt líf Vesturheims.
Seinna kom hann heim aftur til
Noregs og gerðist skáld mikið,
svo sem kunugt er, og býr nú búi
sínu í sóma og yfirlæti. Hann
fær, eins og títt er um fræga
menn, mesta- sæg af allskonar
bréfum. M. A. segist hann hafa
fengið talsvert af bréfum frá
Ameríku og Evrópu, þar sem hann
er beðinn þess, að ge'fa bréfritar-
anum einhver holl ráð, einhvern
lífsins vísdóm, stutta, spaklega
setningu, sem geti verið leiðar-
stjarna lífsins í framtíðinni. En
því í ósköpunum er verið að
spyrja mig, segir^hann, mig, sem
sjálfur hefi ekki komist ab neinni
niðurstöðu í lífinu, en verð dag-
lega að spyrjast fyrir hjá hafinu,
vindinum og stjörnunum?
Aðrir nútímamenn hafa einnig
verið svo snjallir, að þeir hafa
fundið allskonar þjóðráð. Berg-
son hefir hossað hugsýninni, Ein-
stein afstæðiskenningunni, en
Hamsun er blankur, veit ekkert,
hefir ekki einu sinni próf úr
neinum skóla. Eg er bóndi á
jörðinni minni, ókunnugur ein-
feldningur. Og svo er eg beðinn
um spakmæli! Fornöldih átti að
epakmæli einkunnarorð Ágústín-
usar: Festína lente, flýttu þér
rólega, eða kapp með forsjá!
En beiðnimar um spakmæli og
heilræði, benda á eitt, þær benda
á hina óþrota ringulreið um víða
veröld. Allir þreifa fyrir sér,
enginn hefir frið. Guð er gleymd-
ur, og það kemur upp úr kafinu,
að dollarinn er ekki þess megn-
ugur, að koma í stað hans, véla-
leiknin huggar enga sálarkvöl.
Leiðin er lokuð. En Ameríka ger-
ir ekki annað en að auka hrað-
ann, hún lætur lífið hendast á-
fram eins og hvirfilvind, hamrar
það hvítglóandi.
Það er ekki vottur um kraft, að
misbrúka hann. Stundum er það
meira að segja ekki vottur um
kraft, að brúka hann. Kraftur
eyðist, og sá dagur kemur, að
krafturinn er þorrinn og menn
verða að lifa á varasjóðnum.
Fornar þjóðir, eins og Assyríu-
^enn og Babyloníumenn notuðu
kraft sinn og misnotuðu kraft
sinn og fórust.
Mér virðast Austurlandamenn
standa hátt í siðspeki. Þeir voru
frá fornu fari eigendur ánægj-
unnar yfir lífinu, þeir brostu að
hinum þindarlausa þveitingi Vest-
urlandamannsins og beygðu höf-
uð sitt í hugsandi rósemi. 1 blöð-
unum stóð nýlega saga um flug-
vél, sem strandaði á eyðimörk í
langferð. Fólkið á Sisdiobka-
vininni, sem hafði séð hinn 3tóra
fugl í loftinu, kom á strandstað-
inn, gekk í kring um fuglinn,
hugsaði, hristi höfuðið, en þagði.
Fuglinn var dauður, fuglinn hafði
aldrei verið lifandi. Flugmenn-
irnir höfðu átt von á öðrum við-
tökum: afskaplegri undrun og
knéfa[lli fyrir uþpfyndingunni.
Hvorugt skeði. Tvaregarnir sögðu
nokkur hæverskleg orð og ætluðu
að fara. En þetta var ekki að
skapi flugmannanna, þeir vildu
auðmýkja þessa syni eyðimerkur-
innar. En sheikinn, foringi þeirra,
lét þá í ljós efa sinn um það, að
uppfyndingin, ferðin, öll hug-
myndin, væri verð þess mannlega
sálarlífs, sem í fyrirtækið hefði
verið lagt. Auðvitað höfðu orð
hans engin áhrif á flugmennina,
hann var rödd í eyðimörkinni, En
fyrir tveimur mannsöldrum skrif-
aði John Stuart Mill um það, að
vafasamt væri, hvort hinar miklu
vélauppfyndingar hefðu gert erf-
iði lífsins auðveldara fyrir nokk-
urn mann. Hvað skyldi Mill hafa
sagt núna? Er hvellurinn, “sen-
sasjónin”, nauðsynlegur fyrir
mannlegt líf? Tvareginn gat lif-
að án hans. Við setjum met í
flugi, kappakstri, barsmíðum með
hnefunum, við ýtlfrum af fögnuði
yfir hetjunum, sem flugu yfir At-
lantshafið — og við förum heim
innantóm eftir æsinguna. ]>að er
hugrekki, persónulegt þrek, á-
ræði, kapp, æsing í slíkum fyrir-
tækjum. En það sýnir ekkert
jafnvægi sálarinnar hjá okkur,
þegar við dásömum svona sauð-
svarta heimsku, jafnvel þótt
henni sé breytt í framkvæmd, sem
tekst vel. Þetta ber máske vott
um menningu, en ekki siðmenn-
ingu.
Þetta er mergurinn málsins,
mlenningin eykst, eykst úr hófí
fram hjá okkur, en andinn rýrn-
ar. Við hnefaleiki gefum við okk-
ur blygðunarlaust á vald geðveik-
um, tryltum fögnuði yfir þeim
slagsmálahundinum, sem gerir
mótstöðumanninum mest tjón. —
Þegar Lindbergh kom heim úr At-
lantshafs fluginu, var skrifað um
það í alvöru, að hann ætti að
verða forseti Bandaríkjanna. Er
slíkt siðmenning?
En eg er ekki að bakbíta, Ame-
ríku, segir Hamsun, eg hefi enga
ástæðu til þess. Eg mun ávalt
meta mikils ýmislegt, sem eg
lærði þar. Eg vil minna á hina
miklu hjálpsemi Ameríkumanna,
samúð þeirra og örlæti. Eg get
hér ekki talað á réttan hátt um
Rockefeller, iCarnegie eða Morg-
an. Eg á við hversdagslega hjálp-
semi alínennra borgara. Þeir
veita aðstoð sína tafarlaust, þeg-
ar hennar er þörf og spyrja ekki
um laun góðverka sinna. Það má
að vísu segja, að
Búið til yðar eigin
Sápu
og sparið peninga
Alt cem þér þurfið
er úrgansfeiti og
GILLETT’S
HREINT | VC
OG GOTT LY t,
Upplýsingar eru á hverri dós
Fæst i mat-
v&rubúðum.
en eg hefi aldrei mætt svo full-
kominni kvenlegri fegurð, eins og
í stórbæjunum í Ameírku austan-
verðri. Andlitið, líkaminn, lim-
irnir, fasið, snyrtmenskan, daðr-
ið — alt var mér þetta fegurðar-
opinberun.
Eg verð einnig að votta Banda-
ríkjunum virðingarfylstu lotn-
ingu mína fyrir það fordæmi, sem
þau hafa gefið heiminum í heiðri
og sæmd vinnunnar. Ameríka
kennir heiminum iðni. Eg hugsa
ekki í þessu sambandi um hinn
eirðarlausa og oft óprúttna eril
og hamaganginn til að “slá í
gegn.” Eg á við iðni almennings,
fólks, er hefir fengið hendur og
heila til starfa og notar hvoru-
tveggja alla æfina. En notar
það of ákaft.
Enginn er of fínn til þess að
vinna í Ameríku. En þjóðin 1
heild sinni virðist vinna í sjúkum
ákafa og ágirnd.
Mannlífið er stutt, en við skul-
um unna okkur tíma til þess að
lifa þvi. Með því að hamast,
slítum við sjálfum okkur um ald-
ur fram. Festina lente!
Ameríkumenn virðast ekki vera
ánægðir með lítið. Þeir vilja hafa
allsnægtir. Austurlandamannin-
um er þveröfugt farið, hans er
nægjusemin og meðfæddur hæfi-
leiki til þess að þola skort.
Hvað eru framfarir? Það, að
geta ekið hraðar á veginum? Nei,
ef reikningarnir verða gerðir upp
á þann hátt, verður halli á þeim.
Framfarir eru nauðsynleg hvíld
líkamans og nauðsynleg rósemi
sálarinnar. Framfarir eru vel-
gengni mannanna. — Lögr.
og mun því vera réttast að geta
þess að nokkru.
Veturinn má teljast hér með
bezta móti fram að nýári. Stilling-
ar og staðviðri, oftast væg frost
og snjófall varla teljandi. Með
áramótuhum skifti um tíð að
nokkru leyti; stillingarnar héld-
ust, en óvanaleg frostharka allan
janúar út, svo aldrei kom dagur,
sem kalla mætti frostvægan. Snjó-
fall óvanalega lítið, svo aðeins
var sleðafæri á brautum. Sama
tíð má heita það sem af er þess-
um mánuði, en þó hafa nú komið
frostvægri dagar. Bifreiðir hafa
verið notaðar hér alt að þessu, á
flestum brautum.
Heilsufar manna hefir verið í
betra lagi, það sem af er vetrin-
um, því þótt “flú” og aðrir smá-
kvillar hafi stungið sér niður, þá
hefir það ekki getað kallast um-
gangsveiki. Engir hafa dáið í ná-
lægum bygðum í vetur, svo eg
viti, og eg hygg ekki tvö síðast-
liðin ár. Það er furðu lítið um
manndauða hér, í samanburði
við það, sem var heima á gamla
landinu. í fjórum pósthéruðum,
sem hér eru næst, hafa ekki dáið
fleiri en einn á ári hverju til jafn-
aðar, í nær 20 ár. Þetta svæði
hefir líka fólkstölu eins og sveit
sú, er eg var í síðustu árin heima;
en þar dóu aldrei færri en 7 á ári
og ^ft miklu fleiri, síðustu 12 ár-
in, sem eg var þar. Má þetta ef-
laust þakka heilnæmari húsa-
kynnum, og jafnara tíðarfari, því
lítil breyting er á lifnaðarháttum
manna að öðru leyti. — En þetta
var nú útúrdúr, sem ekki getur
talist með fréttum.
Þjáðist tvö ár
af nýrnaveiki
pá Notaði Maður frá Saskatche-
wan Dodd’s Kidney Pills.
Mr. D. Milan Batnaði, Þegar Hann
Hafði Tekið Úr Þremur öskjum
af Dodd’s Kidney Pills.
Glencairn, Man., 4. marz (einka-
skeyti)'—
“Eg vil láta yður vita, að Dodd’s
Kidney Pills hafa reynst mér á-
gætlega”, segir Mr. D. Milan, sem
hér er vel þektur maður. “Eg er
35 ára gamall og eg hefi haft
nýrnaveiki í tvö ár eða lengur.
Eg reyndi allskonar meðul og fór
alt af versnandi. — Nágranni
minn sagði mér að reyna Dodd’s
Kidney Pills, og eftir að eg hafði
brúkað úr þremur öskjum, var eg
orðinn frískur. Nú hefi eg þær
alt af við hendina á heimilinu.
Eg get ekki hælt þeim um of og
eg held þær séu bezta meðalið við
nýrnaveiki.”
£ meir en þriðjung aldar hefir
fólkið verið að segja hvað öðru
hve vel Dodd’s Kidney Pills hafi
reynst sér. — Þær eru reglulegt
nýrnameðal. Ef þú hefir nýrna-
veiki, þá reyndu Dodd’s Kidney
Pills. Þær eru meðalið, sem þú
þarft.
Undirstaða góðrar máltíðar
OGILVIES
jROYAL
HOUSEHOLD
FLOUR
Á að selja Hlíðarenda
í Fljótshlíð?
Fréttabréf
Vogar, 16. febr. 1929.
Herra ritstj. Lögbergs!
Það er ekki af leti eða trassa-
skap, að svo langt er síðan að eg
sendi þér fréttabréf. Hitt er or-
sökin, að það ber svo fátt til tið-
inda hér í strjálbýlinu. Menn eru
auðkýfingana |hér friðsamir og óáleitnir hver
muni ekki um þetta. En alt umjvið annan, og hver býr að sínu i
það bendir það á gott hjartalagji'ó og næði. Það mundi heldur
hjá þeim. Og þar sem góðgerða- ekki teljast með fréttum, þó að
bændur hér úti lentu í illdeilum.
semin er almenn, einnig hjá hin-
um efnalitlu, má gera ráð fyrir
því, að hér sé um þjóðareinkenni
Það eru stærri tilþrif í þá átt í
stórborgunum, eins og með flést
að ræða. Þess vegna kemur okk-|annað. — Samt er það nú tilfell-
ur Evrópumönnum einkennilega i ið, að þið ritstjórarnir, óskið eftir
fyrir sjónir, hin óskynsamlega j að fá fréttabréf frá okur sveita-
körlunum; en að líkindum er það
fremur vegna annara bygðamanna,
en bæjarmanna.
harka í ýmsum amerískum stjórn-
arráðstöfunum. Eg nefni toll-
múrana og stríðsskuldakröfurn-
ar. J>ótt Ameríka græði nú sem
stendur allra þjóða mest á fjár-
málastefnu sinni, þá er stefnan
óskynsamleg vegna seinni tíma.
Ameríka getur ekki staðið ein-
sömul, fremur en önnur lönd
jarðarinnar. Ameríka er ekki
heimurinn. Ameríka er hluti af
heiminum og verður að lifa lífi
sínu með öllum hinum hlutunum.
Andlegt líf í Ameríku hefir tek-
ið miklum stajkkaskiftum á síð-
ustu áratugum. Það hefir nú á
öllum sviðum komist svo hátt,
sem stórþjóð sæmir, og í sumum
vísindagreinum kváðu Ameríku-
menn nú vera vorystumenn. List-
irnar blómgast, og bókmentirnar.
Einkum er skáldsagnagerð Banda-
ríkjamanna eftirtektarverð, hisp-
urslausasta og frumlegasta
skáldsagnagerð heimsins, fyrir-
mynd handa Evrópu. Af amerísk-
um heimspekingum þarf aðeins
að nefna William James. Margt
mætti einnig skrifa um hin indælu
amerísku börn og um kvenfólkið,
fegursta kvenfólkið á þessari
jörð. Eg hefi séð sitt af hverju
hjá hvítum mönnum og lituðum,
Tíðarfarið mun hafa verið líkt
hér og annars staðar í nálægum
sveitum í vetur, en fátt hefi eg
séð af tíðarfarsfréttum úr nálæg-
um sveitum í blöðunum í vetur,
Þá verður víst að minnast á
fiskiveiðar, því þær eru annar
aðal-atvinnuvegur okkar. — Þær
hafa gengið illa í vetur, svo að
sjaldan hefir eins verið. Fyrst
lagði Manitobavatn svo seint, að
ekki var hægt að byrja fyr en alt
að því tveim vikum síðar en eftir
lögleyfðan tíma, og þá aðeins á
víkum og mjóum sundum. Svo
braut ísinn upp tvisvar, eftir að
flestir voru búnir að leggja, og
urðu þá margir fyrir stórsköðum
á veiðarfærum. Þegar loks að
traustur ís var kominn, var fisk-
ur genginn af grunnmiðum, enda
var sá tími þá liðinn, sem ætíð er
fengsælastur. Þar við bættist,
að síðan hefir fiskigengd verið
með minsta móti, eftir því sem
venja er um miðjan vetur, og á
sumum stöðum sama sem engin.
Aftur hefir verð á fiski verið með
bezta móti í vetur, og bætir það
nokkuð úr. Má það eflaust þakka
fiskifélaginu nýja, að miklu leyti,
því hvað sem' um það er sagt, og
hvernig sem útkoman verður eft-
ir árið, þá hefir það aukið sam-
kepni á fiskimarkaðinum. Hefði
þó mátt betur vera, ef hluttakan í
félaginu hefði verið almennari.
Slysfarir hafa engar orðið hér
í bygð, sem teljandi eru. Þó má
geta þess, að húsbruni varð í Ash-
ern fyrir skömmu. Get eg þessa
hér, þó í fjarlægð sé, því eg hefi
ekki séð þess getið í blöðunum
enn þá, þótt nokkuð sé umliðið.
Þar brann stórt fjós, sem Halldór
Þorkelsson útkeyrslumaður átti.
Brunnu þar inni 4 hestar, 4 kýr,
mikið af aktýgjum, ýmsum áhöld-
um og heyi og nýr Fordbíll. Elds-
ábyrgð var mjög lág á húsinu og
talið óvíst, að hún fáist, því það
kvað vera á móti lögum eldsá-
byrgðarfélaganna, að hafa bif-
reiðir í fjósum, eða nærri þeim.
Skaðinn er mjög tilfinnanlegur,
því kalla má, að Halldór hafi mist
aleigu sína, en hann er fjölskyldu-
maður, og hefir fyrir mörgum að
sjá.
Guðm. Jónsson.
Þótt undarlegt megi þykja, mun
það sönnu nær, að í ráði sé að
selja hinn fornfræga sögustað,
Hlíðarenda í Fljótshlíð, í hendur
útlendinga. Að vísu munu þau
kaup ekki komin á enn, enda þarf um-
skilyrði fyrir slíka sölu, sem ekki
verður fram hjá gengið, en svo ó-
trúleg hefir þessi saga þótt, að
hvergi hefir verið minst opinber-
lega á þetta mál í blöðum hér
syðra.
Enn sem komið er, hefir ætt-
erni hins tilvonandi kaupanda
anda verið haldið leyndn; í aust-
ursveitum hefir það gegið staf-
laust um bygðir, að hann sé
danskur, en eitthvað í honum
muni þó af öðru kyni. Um það
skal engum getum leitt, hvort
þetta sé rétt, enda virðist það
skifta minstu máli, ef um útlend-
ing er hér að ræða á annað borð.
minnismerki yfir Gunnar á Hlíð-
arenda. Njálssaga mun það brot
íslenzkra Ibókmentd, sem einna
bezt er þekt hjá erlendum þjóð-
Hún er til á enskri tungu í
snildarþýðingu eftir Dasent og
Morris, en Everyman’s Library
gaf hana út. Vegna þess, meðal
annars, mun fjöldi erlendra gesta
leggja leið sina þangað austur
1930 og mundu þeir ekki reka upp
stór augu, er þeir sæju fána sam-
bandsþjóðar vorrar blakta þar
yfir bæ Gunnars — á Hlíðarenda?
—Vísir.. K. S.
Fyrir skömmu dó elzti maður-
inn á Englandi og var 107 ára
ganiall. Hann byrjaði að vinna
fyrir sér sjálfur, þegar hann var
tólf ára, og vann alt af sem al-
gení&ur verkamaður, þangað til
hann var 86. ára. Aldrei fékk
hann hærra kaup, en sem svaraði
$5.25 á viku. Þegar hann var 86
ára, bað hann um kauphækkun,
sem svaraði einu centi á klukku-
tímann. Honum var neitað um
þessa kauphækkun, og gerði hann
þá verkfall til að framfylgja þess-
ari kröfu sinni og vann hann
aldrei eftir það. í
____________________________
Einn kennimaður hér í bæ, mun
aðallega riðinn við þessi kaup, en
þar eð hann er að þjóðrækni
kunnur, hlýtur þetta mál að eiga
sér einhverja þá skýringu, sem
hið fyrsta þarf að koma fram í
dagsljósið. Hér er mál, sem hvern
íslending varðar.
Hlíðarenda í Fljótshlíð ætti
ríkið að kaupa, láta rækta jörð-
ina, sem tök eru til, hýsa í þjóð-
legum stíl og reisa þar fagra en
litla kirkju. Jafnframt væri það
hið ákjósanlegasta verkefni fyrir
ungmennafélög þar eystra, að
reisa þar með tímanum veglegt
Stofnað 1882
Löggilt 1914
D. D. Wood & Sons, Ltd.
KOLAKAUPMENN
Vér þorum að hætta mannorði voru og velgengni
á viðskiftin.
SOURIS — DRUMHELLER
FOOTHILLS — SAUNDERS CREEK
POCAHONTES — STEINKOL
Koppers, Solway eða Ford Kók
Allar tegundir eldiviðar.
Not - Gæði - Sparnaður
Þetta þrent hafið þér upp úr því að skifta við oss.
SIMI: 87 308 Ross Ave. and Arlington St.
Vér færum yður kolin hvenær sem þér viljið.
Rosedale KQL
Lump $12.00 Stove $11.00
FORD COKE $15.50 ton
SCRANTON HARDKOL
POCA LUMP og
CANMORE BRICQUETS
Thomas Jackson & Sons
370 COLCNY ST. PHONE: 37 021
OM «
Poítcard
wítl brinef
t/ou ihíy
QQtalogue,
'0£
*T. EATON C°um,teo
- CANADA
WINNIPEG
Fáið eintak - Kostar ekkert1
púaundir viðskiftavina um landið þvert og endi- I
langt, hafa látið i ljðs ánsegju sína yfir þvt að I
hafa tækifæri til að kaupa frá EATON’S með j
pðstpöntunum. Peir hafa talað lofsamlega um
gæði. frágang og fjölbreytni vörutegunda vorra
og þeir hafa dáðst að því hve verðið væri sann-
gjarnt. peir hafa einnig dáðst að því hve þægi-
legt væri að kaupa á þannan hátt og þeirri víð-
tæku tryggingu sem EATON I þessum efnum
gefur viðskiftavinum slnum.
Ef þér eruð einn af þeim, sem eru nýkom.iir til
Vestur-Canada. og þvl ekki vel kunnugt um við-
skiftin við EATON, þá skorum vér á yður að senda
efíir verðlista vorum og kynna yður þanr. hagnað
sem þér getið notið með þvi að panta vörur yðar
með póstl frá oss.
peir viðskiftavinlr, sem ekki hafa fengið
verðskrá vora, skrifi eftir henni strax.
t