Lögberg - 07.03.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN 7. MARZ 1929.
Bls. 5.
I meir en priöjung aldar hafa
Ðodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bak-
verk, gigt, þvagteppu og mörgum
fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll*
um lyfsölum, fyrir 50c. askjan
eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beinl
frá The Dodds Medicine Co., Ltd..
Toronto, ef borgun fylgir.
að bíða, að þau öll gangi í þennan
sameiginlega félagsskap.
Á ársfundinum í fyrra var
skorað á framkvæmdarnefnd
kirkjufélagsins að sinna heima-
trúboðinu meira en föng hafa
verið til á undanförnum árum, og
er oss öllum vafalaust mikið
gleðiefni að framkvæmdarnefnd-
in og kirkjuþingið hefir séð sér
fært að gera miklu meira í þessa
átt á þessu ári, heldur en gert
hefir verið á síðastliðnum árum.
Þeirri hugmynd vorri, að fá
stúlkur, sem vanar væru kenslu-
störfum og sunnudagsskólastarf-
semi, til að heimsækja þá söfn-
uði, þar sem lítil eða engin sunnu-
dags kólastarfsemi á sér stað, til
að leiðbeina fólki þar í þessum
efnum, hefir verið ágætlega tek-
ið af kirkjufélaginu, þó þetta hafi
ekki komið til framkvæmda enn.
En nú hafa tvær stúlkur hér í
borginni lofast til að sinna þessu
á næsta sumri, meðan alþýðuskól-
unum er lokað. Annan tíma hafa
þær ekki til þess, því þær eru báð-
ar kenslukonur. Þær stúlkur, sem
sýna okkur þessa miklu góðvild,
eru þær Miss Jenny Johnson og
Miss Guðrún Bildfell. Báðar eru
þær þessu verki ágætlega vel
vaxnar, eins og allir vita, sem
þær þekkja. Vér hðfum fylstu á-
stæðu til að vera þeim báðum
innilega þaklátar fyrir sínar góðu
undirtektir, og eg trúi því fast-
lega,- að af starfi þeirra verði
mikill og góður árangur.
Eitt af þeim málum, er vér tók-
um til meðferðar á síðasta árs-
fundi, voru heimilisguðsþjónust-
ur. Var skorað á kvenfélögin, að
koma þeim á, ef mögulegt væri,
þar sem þær hefðu lagst niður.
Hvaða árangur aá áskrun hefir
borið, er mér ekki vel kunnugt,
en eg efa ekki, að hann hafi ein-
hver orðið. En hvað sem því líð-
ur, ættum vér vafalaust að halda
þessu máli á lofti, þvi heimilis-
guðsþjónustur ættu vafalaust að
vera um hönd hafðar á öllum
kristnum heimilum.
Eg sé ekki ástæðu til að fara
um þetta fleiri orðum að þessu
sinni. Mál félags vors er nú í
yðar höndum og eg er þess full-
vissa, vér verðum allar samtaka
í því að gera þær stundir, sem
vér megum hér saman vera, eins
upplbyggilegar og ánægjulegar
eins og vér eigum frekast kst á.
Legg eg svo mál félags vors í yð-
ar hendur og bið góðan guð að
leggja blessun sína yfir þennan
ársfund vorn.
Svo voru skýrslur binna ýmsu
félaga lesnar af erindrekum
þeirra. Skrifari las skýrslur
þeirra félaga, er ekki sendu erind-
reka á þingið.
Mrs. H. Olson lét í ljós ánægju
sína yfir skýrslunum og gjörði þá
uppástungu oð fundurinn tæki á
móti þeim með þakklæti. Stutt af
Mrs. Marteinsson. Samþykt.
Mrs. G. Davidson, Baldur, Man.,
gjörði fyrirspurn til þingsins,
samkvæmt beiðni félagsins ‘Bald-
ursbrá”, um það, hvernig bezt
væri að koma í framgang trú-
boðsfundum, þvaða fyrirkomulag
væri heppilegast o.s.frv. — For-
seti skýrði frá aðferð þeirri, er
kvenfél. Fyrsta lút. safnaðar að-
kyltist. — Mrs. Marteinsson benti
á blaðið “The Lutheran Woman’s
Work”, blað, sem gefur ágætar
^iðbeiningar í trúboðs starfsemi
°K trúboðsmálum, og segir greini-
'e?a frá trúboðsstarfi lútersku
kirkjunnar í Ameríku (75c. árg.)
Forseti mintist á áskorun þá,
sem Sam. kvenfél. gjörði til síð-
asta kirkjuþings,í sambandi við
heimatrúboðsstarfið, og skýrði frá
Því, að þessu máli hefði verið
tekið vel af kirkjuþinginu, — og
einnig, að Miss Jennie Johnson og
Miss Guðrún Bildfell séu fúsar á
að gefa tíma af sumarfríi sínu,
næstkomandi sumar, til þess að
heimsækja söfnuði, þar sem lítil
eða engin sunnudagsskóla starf-
semi á sér stað, til þess að leið-
beina fólki þar í þeim efnum.
Forseti þakkaði Mrs. Katrínu
Josephson, Winnipeg, fyrir henn-
ar gjöf (($2.00) til félagsins. —.
Var svo fundi frestað til kl. 8 s.d.
og faðir-vor lesið sameiginlega
að skilnaði.
Kvenfél. Fyrsta lút. safnaðar
bar fram veitingar.
2. fundur.
Þar sem þetta var miðvikud. í
föstuinngang og bænafundarkveld
Fyrsta lút. safnaðar, las prestur
safnaðarins, Dr. B. B. Jónsson,
upphaf píningarsögunnar, þá var
sunginn fjórði passíusálmurinn og
bæn flutt. — Að því loknu var
fundurinn settur. Var fundur-
inn mjög fjölmennur, en tveir er-
indrekar fjarverandi.
Söngflokkur sd.skóla Fyrsta lút,
safnaðar, söng þrjú lög, undir
stjórn Miss G. Bildfell.
Mrs. A. Buhr flutti fagurt og
uppbyggilegt erindi: “Kristin-
dóms uppfræðsla barna”. Var auð-
heyrt, að þetta mál var henni
kært og að hún talaði af eigin
reynslu:
Miss Jennie Johnson flötti er-
indi á ensku “Practical Aids to
Sunday School Work”. — Miss
Johnson hefir verið sunnudags- og
alþýðuskóla kennari í Winnipeg í
mörg ár.
Létu áheyrendurnir í ljós á-
nægju sína og þakklæti fyrir þessi
tvö erindi, með því að standa á
fætur.
Hófust svo umræður um sd.-
skólamálið. J>etta mál er stærsta
og vandamesta mál kirkjufélags-
ins. Skýrðu sumir erindrekarnir
frá ýmsum örðugleikum, er þessu
starfi er samfara út um lands-
bygðirnar. — Erum við fullviss-
ar um' það, að slíkur fundur og
þessi hlýtur að hafa mörg hvetj-
andi áhrif , og er það sérstaklega
það, sem Sam. kvenfél. er stofnað
til, —i það, að hvetja félögin til
meiri og betri starfsemi í hinum
ýmsu málum kirkjufélagsins.
Fundi frestað til kl. 2.30 e.h.
næsta dag.1— Faðir-vor lesið sam-
eiginlega að skilnaði.
3. fundur >
settur kl. 2.30 e. h. — Sálmurinn
nr. 82 sunginn. Mrs. Marteinsson
las bibliukafla og flutti bæn.
Bindindismálið var næsta mál
a dagskrá. Miss Aðalbjörg John-
son innleiddi umræður um þetta
mál, með snjöllu erindi. — Marg-
ar konur tóku þátt í umræðunum
með brennandi áhuga fyrir þessu
máli, sem þær allar án undan-
tekningar álitu annað stórmál
kirkjunnar, næst sunnudagsskól-
anum, þar sem það viðkemur upp-
eldi barna og unglinga. Bar svo
Mrs. O. Anderson fram eftir-
fylgjandi áskorun: “Þingið skor-
ar á öll kvenfélög, að taka þetta
mál á sína dagskrá. Að félags-
konur beiti áhrifum sínum fyrir
velferð þess og ræði það, að
minsta kosti á tveim fundum á
ári, og séu reiðubúnar að styðja
það málefni á allan hátt, sem ein-
staklingar og félög.” — Stutt af
Mrs. Marteinsson. — Samþykt.
Vocal iSolo—Mrs. B. H. Olson.
Málefrtið “Heimilið” var inn-
leitt með stuttum ræðum af Mrs.
Marteinsson og Mrs. S. Olafsson.
Tóku margar konur svo þátt í um-
ræðum. Virtist það vera efst í
huga þeirra, er töluðu í þessu
máli, að áhrif þau er börnin verða
fyrir á heimilunum, séu sterkustu
öfl til góðs eða ills. — Hvað góð-
ir, sem sunnudagskólarnir og al-
þýðuskólarnir eru, ef heimilin
hafa ekki samvinnu með þessum
uppeldisstofnunum, verða áhrif
þeirra að svo miklu minna gagni.
Við, sem vorum viðstaddar á
fundinum í dag, finnum til þess
betur en nokkru sinni áður, hver
ábyrgð hvílir á okkur sem heim-
ilismæður.
Fundi frestað til kl. .30 e. h. —
Faðir-vor lesið sameiginlega.
4. fundur.
Sálmurinn nr. 78 sunginn. Séra
Rún. Marteinsson las biblíukafla
og flutti bæn. — Mjög fjölmenn-
ur fundur.
ForSieti mjnti fundinn á það, að
það þyrfti að ákveða tíma og stað
fyrir næsta þing Sambands kven-
félaganna. — Eftir stuttar um-
ræður var framkv.nefnd falið
þetta mál til úrskurðar.
Fór svo fram kosning embættis-
kvenna:
Forseti—Mrs. Finnur Johnson,
Winnipeg, endurkosin.
Vara-fors.—Mrs. G. Thorleifs-
son, Langruth, Man.
Skrifari—Mrs. B. S. Benson,
Winnipeg, endurkosin.
Féhirðir—Mrs. R. Marteinsson,
Winnipeg, endurkosin.
Varaféh. y— Mrs. O. Anderson,
Baldur, Man
Meðráðakonur—Mrs. O. Steph-
ensen, Winipeg, endurk.; Mrs. A.
C. Johnson, Winnipeg.
Yfirskoðunarkonur—Mrs. H. S.
Bardal, Winnipeg, ek. og Mrs. I.
Ingaldson, Winnipeg.
Mrs. Lincoln Johnson söng tvo
söngva.
Mrs. Thordur Thordarson, frá
Fargo. N. Dak., flutti mjög vand-
að erindi á ensku, um sunnudags-
skólamálið. — Vottaði fundurinn
henni innilegt þaklæti.
Mrs. G. Davids (fyrir hönd er-
indreka og gesta) þakkaði Fyrsta
lút. kvenfél. og framkvæmdar-
nefnd Sam. kvenfél., fyrir rausn-
arlegar viðtökur og skemtilegar
og uppbyggilegar stundir.
Voru svo veitingar fram born-
ar af kvenfél. Fyrsta lút, afn.
Þar sem öll mál á dagskrá voru
afgreidd, var þessu þingi, fjórða
ársþingi Hins sam. kvenfél., slit-
ið með því að sálmurinn “Nú
gjaldið guði þökk” var sunginn,
og Faðir-vor lesið sameiginlega.
Flora Benson,
Skrifari Sam. kvenfél.
Joseph Conrad
Rithöfundur og æfintýramaður.
Fáir rithöfundar hafa getið sér
meiri frægð á þessari öld, en
Joseph Gonrad. Þó mun hann
ekki mörgum kunnur hér á landi,
því að fátt eða ekkert mun hafa
verið þýtt á islenzku eftir hann.
En nú eru Norðmenn farnir að
gefa út skáldsögur hans, og vel
má vera, að þær hafi verið þýdd-
ar á önnur Norðurlandamál. Má
því ætla, að margir kynnist sögum
hans hér á landi á næstu árum
og hafi þess vegna gaman af að
vita einhver deili á honum, og því
fremur sem segja má, að æfi hans
hafi verið mjög merkileg.
Hann hét fullu nafni Josef
Konrad Korserfiovski, og var
fæddur í Berdiczew á Póllandi 3.
skipið, sem hann notaði til þess-
ara flutninga. Það var 60 smá-
lestir að stærð og sigldi hann á
því marga mánuði og flutti upp-
reisnarmönnum skotfæri. En eina
nótt kom spánverskt varðskip að
honum og hafði hann þá engin
ráð önnur en að sigla skipinu í
strand á Spáni, skamt frá landa-
mærum Frakklands, og komst
nauðlega yfir landamærin, slypp-
ur og snauður og vonlaus, því
hann bjóst við að hafa fyrirgert
ást þeirrar konu, sem mikinn þátt
átti í því, að hann réðist í þetta
æfintýri.
Hún var spánversk hefðarmær,
og lék það orð á, að sjálfur Don
Garlos hefði lagt ást á hana.
Þóttist Conrad vita, að hún mundi
aldrei frairiar vilja heyra sig sé
sjá. En það fór á annan veg.
Hún sættist við hann í svip. En
einn af fylgismönnum don Carlos
fékk ást á henni og skoraði á Con
rad til einvígis. Börðust þeir og
særðist Conrad hættulega, og þeg-
ar hann kojn úr sjúkrahúsi, komst
hann að því, að “Rita de Lasta-
olo” (en svo hét hún í skáldsög-
um hans síðar), væri farin eitt-
hvað út í heim, og sáust þau aldr-
ei síðan.
Eftir það festi Conrad ekki
yndi á Frakklandi og réðst í sigl-
ingar með Bretum. Steig hann
fyrst fæti á land í Bretlandi árið
1878, þá tuttugu og eins árs að
aldri, og kunni nær ekkert
ensku.
Nú hófst nýr þáttur í æfi hans.
Hann sigldi um öll heimshöf og
var lengi í förum, fyrst háseti,
svo stýrimaður og að lokum skip-
stjóri. Rataði hann þá í margar
raunir og æfintýri, en ekki fór
hann að semja skáldsögur fyr en
á fertugsaldri og ritaði þær þá á
ensku. Telja Englendingar hann
einhvern snjallasta rithöfund
sinn, en þó varð honum enska
aldrei svo tungutöm, að hann tal-
aði hana til nokkurrar hlítar.
Fyrsta bók hans kom út árið
1893 og var hann þá farlama orð-
inn af gigt eftir margra ára vos-
búð og erfiði. Var honum þá
nauðugur einn kostur að hætta
siglingum, en eftir það rak hver
sagan aðra og komst hann brátt í
röð hinna frægustu rithöfunda.
Flesta sögu hans lýsa sjóferð-
um, og þykir enginn rithöfundur
dag desembermánaðar 1857, en
andaðist á Englandi árið 1924. —|hafa lýst þeim betur en hann, og
Faðir hans var pólskur aðalsmað- fáir hafa haft til brunns að bera
ur, og átti hann þátt í samsæri
gegn Rússum og var handtekinn
og fluttur austur í Rússland árið
1862. Kona hans og sonur fylgdu
honum i útlegðina og var Joseph
litli þá 5 ára gamall. Mundi hann
alla æfi þá eldraun: Kvíða sam-
særismanna, er þeir komu um
nætur til fundarhalda í húsi föð-
ur hans, og loks hermennina, sem
brutust inn í húsið og handtóku
föður hans og fluttu hann að
heiman.
í fimm ár var hann í hinni dap-
urlegustu útlegð í Rússlandi, en
þá fékk faðir hans heimfarar-
leyfi og var þá þrotinn að heilsu,
en kona hans var dáin úr tæringu.
Fengu þeir feðgar þá að setjast
að í Austur-lFólland, en fangavist-
in hafði sorfið svo fast að föður
Josephs, að hann andaðist ári
síðar. En það er til marks um
vinsældir þessa göfuga aðals-
manns og föðurlandsvinar, að
borgarbúar í Kraká gerðu Joseph
litla að heiðursborgara þar,
skömmu eftir andlát föður hans,
og þar naut hann skólafræðslu
nokkur ár.
En hugur hans stóð jafnan til
siglinga. Vakinn og sofinn hugði
hann á sjóferðir, eins og 'faðir
hans hafði sífelt gert í útlegð-
inni. Vonir hans allar voru
bundnar við, “inn ónumda, víð-
lenda sæ”, sem honum var ímynd
frelsis og fegurðar og allra lífs-
ins gæða, en þó hafði hann aldrei
á sjó séð sjálfur. — Sextán ára
gamalt fór hann úr landi sér til
heilsubótar, og í þeirri ferð sá
hann hafið í fyrsta sinni á æf-
inni, þegar hann kom til ítalíu.
J>egar heim kom úr þeirri ferð
linti hann ekki fyr en hann fékk
fararleyfi og hélt þá rakleiðis til
Marseilles og réðst þar á frakk-
neskt barkskip, og fór tvær ferðir
á því til Suður-Ameríku.
Um þessar mundir Var uppreisn
í aðsigi á Spáni. Don Carlos ætl-
aði að brjótast þar til valda, og
félagar hans þurftu á vopnum að
halda. Þá kom þeim til hugar að
leita á náðir hins unga aðals-
manns frá Póllandi. Conrad var
þá tvítugur að aldri og tókst á
hendur að sigla með hergögn til
Biscayaflóa. — “The Molino” hét
svo fjölbreytta lífsreynslu sem
hann. Minningar hans voru sú
ótæmandi uppspretta, sem hann
jós af í öllum sögum sínum, og
fyrir því hafa bækur hans meira
gildi en flestra annara. Og með
því að þar við bættist skáldleg
andagift og glæsilegur ritháttur,
þá hefir skáldfrægð hans ekki
horfið með honum í gröfina. —
Bækur hans eru víðlesnar enn, og
hafa ef til vill aldrei verið fræg-
ari en nú.—Vísir.
Árið 1893 giftist hann Kristínu,
dóttur þeirra hjóna Árna og Guð-
rúnar, og bjó með tengdaforeldr-
um sínum um hríð. Árið 1900
fluttu þau Eileifur og kona hans
til Ameríku. Voru þau fyrsta ár-
ið hjá Guðgeiri Eggertssyni og
Guðnýju konu hans, er þá bjuggu i
nálægt Stony Mountain, Man, en
fluttu svo vorið eftir til Church-
bridge, Sask. Voru þau sumar-
langt hjá Birni Jónssyni, bróð-
ur Eileifs, en fluttu um haustið á
land skamt þaðan. J>ar dvöldu þau
eitt ár, en settust svo að á heim-
ilisréttarlandi sínu og áttu þar
síðan heimili þar til dauða Eileifs
bar að höndum 7. sept. síðastl.
Þeim hjónum varð 5 barna auð-
ið; tvö þau elztu voru stúlkur og
dóu þær í æsku, en þrír drengir
lifa föður sinn: Árni, Jón og ólaf-
ur.
Eileifur var drengur hinn bezti
og fáskiftinn um annara hagi, en
annaðist því betur fjölskyldu sína
og bú. Ástríkur eiginmaður og
faðir og vildi alt í sölur leggja
fyrir ástvini sína. Er ekki of-
mælt, að kærleikur fjölskyldunn-
ar innbyrðis hafi gert þeim sam-
búð og samstarf gleðiríkt og upp-
byggilegt.
f dagfari sínu var hann glaður
og viðfeldinn við alla og svo stilt-
ur og rólyndur, að eigi bar á
skapbrigðum, hvað mikla erfið-
leika eða mótlæti er að höndum
bar; hjóðsyrði heldur eigi í garð
náungans. Vinur var hann vina
sinna og vi’.di eigi vamm sitt
vita í neinu.
Eljumaður var hann hinn mesti
við störf sín. Á íslandi var hann
álitinn að vera einn hinn bezti
sjómaður sunnanlands. En hér í
landi ber risnuhú fjölskyldunnar
starfsemi hans ljósan vott. Vandi
hann og drengi sína við vinnu og
mannskap , enda önnuðust þeir
með atorku heimilið ásamt móður
sinni um hið 3—4 ára langa sjúk-
dómstímabil föður síns. Ber og
)ess að geta sem fyrirmyndar, að
aldrei heyrðist kvðrtunaryrði frá
sjúkrabeði hans og eins hins, að
fjölskyldan annaðist hann með
frábærri nærgætni. Og aldrei fóru
synir hans svo til verka að morgni
dags, að þeir ekki kveddu föður
sinn með kossi. Þó var umönn-
unin eðlilega að mestu le^rti í
höndum ástríkar konu.
Eileifur heitinn var meðlimur
Concordia-safn. um langt skeið.
Var kristindómur fjölskyldu hans
og honum sjálfum hjartanlegt al-
vörumál, sem raun bar vitni í
fórnfúsu starfi, enda voru hús-
lestrar eins reglulega um hönd
hafðir á heimili hans hér megin
hafsins sem áður. Mun þeim
(Framh. á bls. 8)
Æfiminning
EILEIFS JÓNSSONAR.
Það hefir dregist lengur en
skyldi, að rita æfiminning Eileifs
Jónssonar, er lézjt síðastliðið
sumar í grend við Chuhchbridge
P. 0., Sask.
Hann var fæddur á Skáney í
Reykoltsdal í Borgarfjarðarsýslu,
4. maí 1850. Faðir hans var Jón
Björnsson, Magnúsonar, Erlends
sonar, er síðast bjó í Fljótstungu,
og er ættin kend við bæinn. Móð-
Eileifs var Ingibjörg Eileifsdótt-
ir, Jónssonar. Móðir Ingibjargar
var Una Kristjánsdóttir.
Þau foreldrar Eileifs bjuggu á
Skáney þar til vorið 1858, að þau
fluttu að Efrihrepp í Skorradal
og bjuggu þar til vorsins 1862.
Þá misti Eileifur föður sinn.
Fluttist hann þá með móður sinni
að Neðra-Hreppskoti, í Hús-
mensku til Bjarna bónda, er þar
bjó. Vorið eftir flutti hann að
Brekkukoti í Reykholtsdal til góð-
vina foreldra sinna, Guðmundar
Guðmundssonar frá Skáney og
Jóríðar Grímsdóttur frá Gríms
stððum í sömu sveit. Árið 1871
fór Eileifur til iSigurðar Jónsson-
ar bónda á Indriðastöðum og Ing-
veldar Jónsdóttur, konu hans
Þaðan fór hann að Syðstu-Fossum
árið 1875, til Ara Jónssonar og
Kristínar Runólfsdóttur. Þaðan
fluttist hann suður i Voga i Kjós-
ar- og Gullbringusýslu, að Hábæ
til Árna Jónssonar, Jónssonar
Daníelssonar dannebrogsmanns í
Stóru-Vogum, og konu hans Guð-
rúnar Ásmundardóttur, Björns-
sonar, söðlasmiðs, af norðlenzk-
um ættum.
CUNARD LINE
1820—1929
Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada.
Cunard línan veitir ágætar sam-
göngur milli Canada og Noregs,
Svíþjóðar og Danmerkur, bæði til
og frá Montreal og Quebec.
Eitt, sem mælir með því að ferð-
ast með þessari línu, er það, hve
þægilegt er að koma við í Lon-
don, stærstu borg heimsins.
Cunard línan hefir sérstaka inn-
flutningaskrifstofu í Winnipeg,
fyrir Norðurlönd. Skrifstofu-
stjórinn er Mr. Carl Jacobsen,
sem útvegar bændum íslenzkt
vinnufólk vinnumenn og vinnu-
konur, eða heilar fjölskyldur. —
Það fer vel um frændur yðar og
vini, ef þeir koma til Canada með
Cunard línunni.
Skrifið á yðar eigin máli, eftir
upplýsingum og sendið bréfin á
þann stað, sem gefinn er hér að
neðan.
öllum fyrirspurnum svarað fljótt
og yður að kostnaðarlausu.
LINE
£
10053 Jasper Ave.
EDMONTON
100 Plnder Block
SASKATOON
401 I.ancaster Bld^i
CALGARY
270 Main St.
WINNIPEG, Man.
Cor. Bay & WellinHton Ste.
TORONTO, Ont.
230 Hospital St.
MONTREAL, Que.
r
What will
o
you he doing |
one year
from today? 0
/
A course at the Dominion
Business College will equip -
you for a well paid position
and prepare you for rapid
promotion.
ENRDLL MOKDAY
DAY AND EVENING
CLASSES
The “Dominion”
and its branches
are equipped to
render a com-
plete service in
business educa-
tion.
Branches:
ELMWOOD
210 Hespeler
Ave.
ST. JAMES
1751 Portage
Ave.
í Dominion Business Oollege
CIBe^Mall. WlNNIPEG.
DIXON MINING CO., LTD.
Höfuðstóll 2,000,000 hlutir
Löggilt undir Sambandalög
Canada.
EKKERT
AKVEÐIÐ VERÐ
Hugsið um -
Að á hverjum degi færa hinir
hygnustu gróðamenn sér tilboð
vort í nyt. Nú eigið þér kost á að
kaupa þessa ódýru hluti. Næstu
hlutir verða seldir fyrir hærra
verð.
Félagið hefir i fjárhirzlu
800,000 hluti.
slnni
Félagið hefir alls ekki nema
100,000 hluti til sölu.
lyrir 50'
hvern
hlut
Seldir beint til kaupenda.
Enginn aukakoatnaöur.
Peningar notaðir til frekari
starfrækslu.
' 3.
_ i:
Hér er óútmálanlegt tækifæri.þar sem centin verða að dollurum.
VÉLAÚTBÚNAÐUR -
2 Small Diamond Drilla, 1 Large Drill, 1 Complete
•* compressor, Outfit with Hoist, Ore Bucket, Ore
Wagon and miniature rails, 2 Complete Blacksmith Outfits, 1 Complete Assaying Outfit, 2 large Motor
Boats, 1 Barge, 2 Canoes, with Outboard Engines, Horses, Caterpillar, Snowmobile, and all necessary small
tools and equipment, also 3 Complete Camps.
TÓLF SPILDUR AF NÁMALÖNDUM
DIXIE SPILDAN
Allar nauCsyniegar byggingar og
átbúnaður. Tré hafa veriö feld og
landið hreinsað og grafið niður að
málmæðum á 3000 feta svæði og
sést af þvl að landið er auðugt af
gulli, silfri, blýi og kopar. Málm-
æðin supistaðar 11 feta breið.
WAVERLEY SPILDAN
Allar nauðsynlegar byggingar og
útbönaður. pessi spilda sýnir að
mikið er af málmum, jafnvel
ofanjarðar á svæði, sem er 300 feta
langt og 4 feta breitt. Sýnishorn,
sqm tekin eru af handa höfi, sýna
að þarna er meira en $54 af gulli,
silfri, blýi og kopar I tonni.
AÐRAR SPILDUR
þær rannsóknir, sem gerðar hafa
verið sýna að þar er að öllum lík-
indum mjög mikið af máhni.
Hérumbil 5000 ekrur af landi, sem
að öllum ltkindum er auðugt af
málumum og alt nærri járnbraut-
um. Ekki langt frá Flin Flon og
Flin Flon brautinni.
100,000 hlutir er alt, sem selt verður í þctta sinn.
PÖNTUNUM 1 50c HLUTUM Veitt Móttaka á Skrifsfcofu Vorn
DIXON MINING
CO., 408 Paris Bldg.
LTD. WINNIPEG
eða hjá Umboðsmönnum Vorum, WOOD, DUDLEY and HILLIARD, LTD..
Building, Winnipeg, Man.
305 McArthur