Lögberg - 07.03.1929, Blaðsíða 4
Bl3. 4.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 7. MARZ 1929.
Hogtjerg
Gefið út hvern fimtudag af The Col-
umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The “Lögberg” is printed and published by |j!
\' The Columbia Press, Limited, in the Columbia * ■ -
í; Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Fjárlögin í Ottawa-þinginu
Föstudaginn hinn 1. þessa mánaðar, lagði
fjármálaráðgjafinn, Hon. James A. Robb, fram
fjárlagafrumvarp sitt í sambandsþinginu, að
viðstaddri svo mikilli gestaþröng á áheyrenda-
pöllum, að einstætt mun vera í þingsögu hinnar
canadisku þjóðar. Mar ræðu ráÖgjafans tekið
með fögnuði miklum, af öllum flokkum jafnt,
að þtá er ráða má af Ottawa-fregnum. Enda
var innihald hennar, eða yfirlitið yfir þjóðar-
búskapinn slíkt, að ekki gat hjá því farið, að
almennan fögnuð myndi vekja.
'Tekjuafgangurinn í ár, er meiri en nokkru
sinni fyr, eða um sjötíu miljónir dala. Höfðu
þingmenn, jafnvel þeir, er stjóminni standa
næst, ekki vogað að láta sig dreyma um slíka
feikna fjárupphæð.
Tekjur þær, er stjómin hafði innheimt á
síðastliðnu f járhagsári, námu í alt $455,000,000.
Útgjöldin hlupu upp á $385,000,000, og nemur
tekjuafgangurinn þar af leiðandi sjötíu miljón-
um dala, eins og áður hefir verið drepið á.
1 ræðu sinni gaf Mr. Robb það í skyn, að
meginhluta tekjuafgangsins yrði varið til
greiðslu á ríkisskuldabréfum, er í gjalddaga
falla í næstkomandi ágústmánuði, að upphæð
sextíu miljónir dala. Hefir stjórnin á síðast-
liðnum tveim árum, lækkað þjóðskuldina um
$113,000,000, og má það sannarlega kallast vel
að verið. Skattar lækka, samkvæmt ákvæðum
fjárlagafrumvarpsins, um $25,000,000.
Breytingar á tollmálakerfinu eru æði-
margar, og era þær þvínær undantekningarlaust,
gerðar að ráði tollmálanefndarinnar. Allar
miða breytingarnar, þótt fæstar þeirra séu
djúptækar, í áttina til lækkunar á verndartoll-
um, og mun þéim yfirleitt verða vel tekið.
Söluskatturinn hefir enn verið lækkaður
og er nú kominn ofan í tvo af hundraði. Hefir
þessi síðasta lækkun í för með sér, tuttugu og
þriggja miljón dala tekjutap. Þá hafa og
nokkrir smáskattai* verið afnumdir með öllu,
er í för með sér hafa tveggja miljón dala tekju-
tap. Nemur því tekjutap það, er af lækkun
skatta leiðir. á umræddu fjárhagstímabili, tutt-
ugu og fittnn miljónum í alt.
Þá hefir og skattur af farbréfum með gufu-
skipum og eimlestum, verið numinn úr gildi, og
ná slík ákvæði einnig til aðgangs að svefn-
vögnum.
1 niðurlagi fjármálaræðu sinnar, komst Mr.
Robb meðal annars svo að orði:
“Lækkun sú á sköttum, sem fjárlögin að
þessu sinni gera ráð fyrir, er engan veginn út
í hött, né gerð með það fyrir augum, að vinna
kjósendahylli. Hún er bygð á nákvæmum rann-
sóknum á efnalegu ástandi þjóðarinnar, gjald-
þoli hennar og framleiðsluskilyrðum.
Síðustu fimtán árin, hafa margar þjóðir
heims, fundið það allmiklum örðugleikum bund-
ið, að láta tekjur og útgjöld standast á. Og
jafnvel þó, að slíkt hafi reynst kleift, að minsta
kosti á pappírnum, hjá sumum þeirra, þá hef-
ir lánstraustið útávið, eigi verið slíkt, sem
skyldi.
Hér í Canada hefir hvorki verið, né er,
nokkra slíku til að dreifa.
Síðustu sex árin, hefir svo ströngum spam-
aðarreglum verið fylgt af hálfu stjórnarinnar,
að drjúgur tekju-afgangur hefir ávalt komið í
ljós á fjárlögunum. Þess vegna er það, að af
tekjum hvers árs í senn, hefir stjóminni auðn-
ast að mæta í réttan gjaldaga afborgunum á
eldri lánum, ásamt áföllnum vöxtum, án þess
nokkra sinni að þurfa að grípa til þess óyndis-
úrræðis, að afla nýrra lána til greiðslu þeirra,
sem eldri vora. Auk þess hefir þjóðskuld sú
hin mikla, er frá heimsstyrjöldinni síðustu
stafar, árlega lækkað jafnt og þétt.
Hefir meðferð fjármálanna í höndum nú-
verandi stjórnar, verið slík, að vakið hefir
traust, jafnt utanlands sem innan.
Við undirbúning fjármálaáætlunarinnar fvrir
næsta ár, hefir stjómin viðhaft aHaí'' húgsan-
lega varúð. Hún hefir lækkað skatta, með því
að hún hefir reynslu fyrir sér í því, að lækkuð-
um sköttum fylgir aukið athafnalíf. En hitt
vil eg að allir skilji, að þó að stjórain að sjálf-
sögðu telji það skyldu sína, að hlynna að sér-
hverri þeirri tilraun, er að því hnígur að auka
á núverandi velgengni þjóðarinnar, þá þver-
neítar hún að ausa út fé almennings á báða
bóga, því, er henni var trúað fyrir, jafnvel þótt
svo gæti li-tið út í svip, að meiri fjárveitingar
hefðu meiri velgengni í för með sér.
Stjóm sú, er eg hefi þann heiður að teljast
til, hefir heitið kjósendum því afdráttarlaust,
að gæta fylstu varúðar í sambandi við útgjöld-
in, og því loforði, sem öðram, er hún einráðin
í að reynast trú.
Treysti eg því, að þér, háttvirtir samþingis-
menn, séuð mér sammála um það, að alt beri að
gera, er til þess miðar, að grynna frekar á
þjóðskuldinni, ásamt því að draga úr skattbyrði
almennings, hvar helzt sem því verður við
komið.”
Blöð þau flest, er vér höfum séð, frá þeim
tíma, er fjárlagafrumvarpið var lagt fram,
fara næsta lofsamlegum orðum um stjórnina,
og róma einkum sanngimi fjármálaráðgjafans,
Mr. Robbs.
Þingið í Manitoba
í síðasta blaði gerðum vér nokkra grein fyr-
ir stjórnmála ástandinu hér í Manitoba, eða þó
öllu heldur ringulreið þeirri, sem komist hefði
áj fylkisþinginu, út af kærum Mr. Tavlors, sem
og vegna embættisafsagnar tveggja ráðgjafa
Bracken stjórnarinnar, sem sé ráðgjafa opin-
berra verka, Mr. Clubbs og dómsmálaráðgjaf-
ans, Mr. Majors. En báðir höfðu þessir síðar-
nefndu menn, keypt hluti í Winnipeg Electric
félaginu, ásamt þingforsetanum, Mr. Talbot, og
Mr. Haig, einum úr flokki íhaldsmanna, er sæti
á í fylkisþinginu fyrir Winnipegborg. Höfðu
hlutabréfakaupin augsýnilega átt sér stað, um
það leyti er á samningum milli fylkisstjórnar-
innar og Winnipeg Electric félagsins stóð, um
leyfi á virkjun Sjö systra fossa.
Vér lýstum því yfir í síðasta blaði, og lýs-
um því yfir enn, hve alvarlega að fyrgreindir
ráðgjafar hefðu misstigið sig, jafnvel þótt slíkt
k^mni miklu fremur hafa stafað frá fljótræði,
en illum tilgangi. Er þess að vænta, að yfir-
sjón þessara tveggja fyrverandi ráðgjafa, verði
eftirmönnum þeirra til alvarlegrar viðvöranar.
Nú hefir það verið leitt í ljós fyrir hinni
konunglegu rannsóknamefnd, sem um þessar
mundir er að rannsaka kærur Mr. Taylors, að
lleiðtogi verkamannaflokksins/ í fylkisþinginu,
'Mr. John Queen, keypti einnig hluti í Winni-
peg Electric félaginu um sama leyti og sam-
þingismenn hans, þeir, er nú hafa nefndir ver-
ið, og má því með sanni segja, að víða sé pott-
ur brotinn.
Ekki hefir enn neitt það komið á daginn við
rannsóknina, er til þess bendi, að liberal þing-
mennirnir í fylkisþinginu, hafi bitið á agnið
líkt og félagar þeirra, og er vonandi að slíkt
komi heldur aldrei í ljós.
Vér gátum þess í síðasta blaði, að Mr.
Bracken hefði farið fram á, að fá þingi frestað
til þess 20. yfirstandandi mánaðar. Hefir hann
nú fengið vilja sínum framgengt í þessu efni,
þótt eigi gengi það þrautalaust.
Gegn þinghlé börðust af kappi miklu íhalds-
þingmennimir allir, ásamt þingmönnum verka-
mannaflokksins. Liberal flokkurinn í fylkis-
þinginu, þótt ekki sé fjölmennur, var skiftur.
Greiddu þrír atkvæði á hlið stjómarinnar, en
þrír á móti. Mrs. Edith Rogers, er fylgir
liberal flokknum að málum, var fjarverandi, og
hefir verið svo frá þingsetning.
Þeir þrír þingmenn úr liberal hópnum, sem
atkvæði greiddu með þingfrestunar tillögu Mr.
Brackens, voru þeir Dr. McKay frá Springfield,
Dr. Cleghorn frá Mountain, og Skúli Sigfússon,
þingmaður St. George kjördæmis. Eram vér
þeirrar skoðunar, að slíkt muni reiknað verða
Skúla til inntekta, sem og reyndar margt ann-
að í þingsögu hans, sem nú er orðin næsta löng.
Enda er hann viðurkendur hyggindamaður,
þott eigi se hann tungumjukur að sama skapi
> °g ýmsir aðrir samverkamenn hans.
Megin astæðan til afstöðu vorrar í þessu
máli, er sú, að vér teljum æskilegt, að Mr.
Bracken vinnist til þess tími, að endurskipa
ráðuneyti sitt, jafnframt hinu, að rangt væri
að kveða upp áfellisdóm yfir gjörðum hans, þar
iil að minsta kosti að hin konunglega rannsókn-
arnefnd hefir lokið starfi, og leitt í ljós hvað
hæft var í ákærum Mr. Taylors, eða ekki.
Vinsamleg bending
A þingi Þjóðræknisfélagsins, því, sem nú
má heita nýafstaðið, flutti séra Jónas A. Sig-
urðsson erindi, sem nokkuð var frábrugðið því,
sem menn eiga að venjast á slíkum mannfund-
um. Var innihald erindisins í raun og vera,
ekkert annað, en persónuleg árás á vissa menn,
sem honum einkum vjrðist um þessar mundir
vera orðið meinilla við, auk þess sem Lögberg
' var jafnframt tekið dl'bæna.
Menn þeir, er hann veittist sérstaklega að,
voru þeir, séra Björn B. Jónsson, D.D.; Dr. B.
J. Brandson og Hjálmar 'A. Bergman, sem
allir era í stjórnarnefnd Lögbergs.
Sennilega geta ýmsir rent grun í það, hvers
vegna að séra Jónas, sem éinn af meðlimum
heinlfararnéfndar Þjóðræknisfélagsins, réðist
á þá Dr. Brandson og Mr. Bergman. En hitt
verður margfalt torskildara, af hvaða ástæðu
hann ræðst á séra Björn, mann, sem ekki hefir
lagt eitt einasta orð til deilunnar út af heim-
fararmálinu.
Enginn þessara manna, virðir árás séra
Jónasar svars. Enda væri slíkt ekki ómaksins
vert.
Vestur-Æslendingar þekkja alla þessa menn,
og þeir þekkja líka séra Jónas. Mun mörgum
finnast, að hans eigin glerhöll sé meiri hætta
búin af slíku grjótkasti frá hans hendi, en
mannorði þeirra mætu manna, sem hann ræðst
*
a.
Eftir því, sem árin líða, verða þeir vafa-
laust fleiri og fleiri, er að þeirri niðurstöðu
komast, að manngildi séra Jónasar hafi verið
rétt metið á metaskálum Magnúsar heitins
Brynjólfssonar.
Séra Jónas fór mörgum háðsyrðum um
það, að hætt hefði verið að senda sér Lögberg.
Stjórnamefnd blaðsins á hér engan hlut að
máli. Framkvæmdarstjóri þess, hætti að senda
séra Jónasi blaðið, eftir að auðsætt var orðið,
að það eina, sem hann lét því í té, vora skamm-
ir um það og aðstandendur þess.
Vera má, að séra Jónas telji fúkvrði sín og
heiftarmál, gildan gjaldeyri, og að þess vegna
megi hann bjóða sér alt. Grunur vor er þó sá,
að íslenzkur almenningur, muni líta nokkuð
öðrum augum á málin.
Því miður, er þessi deiluaðferð séra Jónas-
ar, ekki einsdæmi í félagsmálasögu vor Ve-stur-
lslendinga. Það er einmitt slík aðferð, sem
gert hefir það að verkum, að margir af hinni
yngri kynslóð Vestur-lslendinga. stteiða sig
hjá íslenzkum félagsskap og æskilegri hlut-
töku í íslenzkum félagsmálum.
Eigi menn það á hættu, að verða fvrir ó-
sæmilegum brigslum, jafnskjótt og einhver
stefnumunur í meginmálum kemur í ljós, er sízt
að undra, þótt margir haldi sig utan félagsskap-
ar, eða samtaka, sem svo er ástatt með.
Enginn félagsskapur fær þrifist til lengdar,
þar sem slíkur óheilla-andi stjómar orðum og
athöfnum.
En þótt séra Jónas virðist nú sennilega
hátt yfir það hafinn, að taka nokkrar vísbend-
ingar til greina, þá væntum vér þess engu að
síður, að hann, sem forseti Þjóðræknisfélags-
in.s, brjóti að minsta kosti odd af oflæti sínu,
í þetta sinn, og taki þessa vinsamlegu bendingu
til yfirvegunar.
Þing Þjóðrœknisfélagsins
: - ................................—
tí f
Um starfsemi hins nýafstaðna þjóðræknis-
þings, skal ekki fjölyrt að sinni. Myndi slíkt
og að litlu haldi koma, þar sem ganga má út frá
því sem gefnu að fundargemingurinn birtist á
næstunni í blöðunum, eins og venja hefir verið
til í liðinni tíð.
Yfirleitt má segja, að þingið færi friðsam-
lega fram, að undanskildum’ nokkram orða-
sennum, er langt gengu út yfir öll velsæmis-
takmörk.
Flest þau mál, er á dagskrá vora, komust
að nafninu til í nefndir. Að nafninu til segj-
um vér, vegna þess, að þingheimur átti þar
ekkert íhlutunarvald; forseti skipaði þær allar
sjálfur, með einhverjum Mussolini-myndugleik,
sem vér minnumst eigi að hafa áður orðið varir
við á þingum félagsins. Enda var samsetning
nefndanna slík, að í þær voru ekki aðrir skip-
aðir, en þeir dauðtryggu. Ekki endilega þeir
tryggustu við íslenzkt þjóðemi, heldur þeir
dauðtryggustu við “klíkuna,” sem reynt hefir
að gera Þjóðræknisfélagið sér að undirgefnum
leppi. Má slíkt eigi lengur viðgangast óátalið,
svo fremi að framtíð félagsins eigi ekki að
verða stórhætta búin.
Af nýjum málum, er inn á þing komu, má
sérstaklega nefna Ingólfsmálið. Orrahríðin í
blöðunum um það mál, var slík, að almenningi
var sennilega orðið fullljóst, um hvað var bar-
ist. Mál þetta afgreiddi þingið að miklu leyti,
á þeim grundvelli, sem hr. Hjálmar A. Berg-
man og hr. Jónas Pálsson héldu fram. Yerður
afgangur Ingólfssjóðsins ekki lengur í bygg-
ingarsjóði félagsins, heldur fær hér eftir sitt
uppranalega nafn, og kallast “ Varnarsjóður
Ingólfs Ingólfssonar. ” Tillaga um að nema
úr gildi samþykt þingsins 1926, út úr ráðstöf-
un Ingólfssjóðsins, var feld með allmiklu at-
kvæðamagni, gegn tíu.
Ritstjóri þessa blaðs, er einn af stofnend-
um Þjóðræknisfélagsins, og hefir alla jafna
látið sér ant um hag þess. Þessvegna svíður
honum það, eins og fjöldamörgum öðram, ef
svo er með mál félagsins farið, að því geti staf-
að hætta af.
Þjóðræknisfélagið getur aldrei þrifist til
'engdar sem klíkufélag. Það verður að vera al-
hliða Islendingafélag, þar sem allir geta átt
heima, eða því verður bráður bani búinn.
Að forsetakosningunni, það er að segja
kosningu séra Jónasar A. Sigurðssonar, höfum
vér áður vikið hér að framan, og því óþarft að
um það sé farið mörgum fleiri orðum að sinni.
Þó skal það endurtekið, að slíkt virðist í hæsta
lagi ískyggilegt, ef þingið átti ekki annars úr-
kosta, en að tylla orðhák einum í forsetastól.
Canada framtíðarlandið
Garðrækt.
Flest af blómum þeim og jarð-
eplum, sem vaxa í görðum fólks í
Evrópu, þar sem loftið er tempr-
að, vaxa líka í Vestur-Canada,
svo sem raspber, jarðber, kúren-
ur, bláber og margar fleiri teg-
undir, nema í hinum norðlægustu
héruðum.
Kartöflu upskera, er mikil, og
fá menn oft meira en 148 bushel
af ekru, þó í sama blettinn sé sáð
til tíu ára, og hefir sú uppskera
oft numið 170 bush. af hverri
ekru á ári. Garðarnir gjöra vana-
lega betur en fullnægja þörfum
bændanna með garðávexti. Það
er oft afgangur til sölu og úr-
gangur, sem er ágætt fuglafóður.
Garðar, þar sem bæði ávextir og
fleira er ræktað, ættu að vera í
sambandi við hvert einasta býli
bænda í Vestur-Canada, og einn-
ig munu bændur komast að raun
um, að trjáplöntur í kring um
heimilin margborga sig, og fást
trjáplöntur til þeirra þarfa ó-
keypis frá fyrirmyndarbúinu í
Indian Head í Saskatchewan. —
Einnig sér stjórnin um, að æfðir
skógfræðingar frá þeim búum
veiti mönnum tilsögn með skóg-
ræktina, og segja þeim hvaða
trjátegundir séu hentugastar fyr-
ir þetta eða hitt plássið.
Engi og bithagi.
Hið ágæta engi og bithagi, sem
fyr á árum fóðraði þúsundir vís-
unda, antelópa, elk- og moosedýra,
er enn hér að finna. Þar sem ekki
er næg beit handa búfé, þar sá
menn alfalfa, smára, timothy,
reyrgrasi, eða einhverjum öðrum
fóðurgrasstegundum; þó er þess-
um tegundum fremur sáð til vetr-
arfóðurs í Vesturfylkjunum, eink-
um í Manitoga, heldur en til bib-
hqga. Einnig er maís sáð hér
allmikið til vetrarfóðurs handa
nautgripum.
Þegar engjar í Vestur^Canada
eru slegnar snemma, er grasið af
þeim mjög kjarngott, og gefur
lítið eða ekkert eftir ræktuðu
fóðri, ef það næst óhrakið. Þær
tegundir, sem bezt hafa reynst af
ræktuðu fóðri í Vesturfylkjunum,
er alfalfa, rúggras og broomgras,
hvort heldur að þeim tegundum
er blandað saman eða að þær eru
gefnar hver út af fyrir sig. En
ef sáð er þar til bithaga, þá er
alfa og broomgras haldbeztu teg-
undirnar.
Áburður.
Aðal einkenni jarðvegsins í
Saskatchewan og í Sléttufylkj-
unum öllum, er það, hve ríkur
hann er af köfnunarefni og jurta-
leifum, og það er einmitt það,
sem gefur berjum frjóefni og var-
anlegleik. Þess vegna þurfa
bændur ekki á tilbúnum áburði
að halda. En ekki dugir fyrir
bændur að rækta korn á landinu
sínu 'ár frá ári, án þess að hvíla
landið, eða að breyta um sáðteg-
undir, því við það liður hann
margfaldan skaða.
Til þess að varðveita frjómagn
landsins, þarf korn og nautgripa-
rækt að haldast í hendur, og verð-
ur það þýðingarmikla atriði aldr-
ei of vel brýnt fyrir mönnum, ef
þeir vilja að vel fari.
Hin hörðu vetrarfrost og hið
þurra loftslag, eru öfl til vernd-
unar frjósemi jarðvegsins. Þau
losa allan jurtagróðúr í klaka-
böndum sínum frá vetrarnóttum
til sumarmála. Enn fremur varn-
ar hið reglubundna regnfall sum-
arsins því, að jarðvegurinn missi
gróðrarkraftsins af of miklum
þurki. Það hefir ávalt sannast,
að þar sem framleiðsla hefir far-
ið þverrandi, þá er það því að
kenna, að landinu hefir verið
misboðið, — að bændurnir hafa
annað hvort ekki hirt um að
breyta til um útsæði, eða á neinn
hátt að vernda gróðrarkraftinn.
Eldiviður og vatn.
Linkol eru aðal eldiviðarforði
manna í Saskatchewan, og eru
stórkostlegar linkolanámur í suð-
austur hluta fylkisins. Einnig
hefir Dominion stjórnin í félagi
við fýlkisstjórnirnar í Saskatche-
wan og Manitoba, ráðist í að búa
til hnuillunga úr kolamylsnu, sem
er pressuð með vélum ásamt lím-
efni til að halda mylsnunni sam-
an, og hefir því reynst ágætt
eldsneyti, ekki að eins heimá fýr-
ir, heldur er líkleg til þess að
verða ágæt markaðsvara. Kolum
þessum má líka brenna eins og
þau koma úr námunum, og er gott
eldsneyti. Þessi kol finnast víða
í ’Saskatchewan, og eru þau enn
ekki grafin upp að neinu veru-
i legu ráði, nema á tiltölulega ör-
fáum stöðum, heldur grafa menn
nokkur fet ofan í jörðina og taka
þar það, sem þeir þurfa með í það
og það skiftið.
í norður hluta fylkisins eru
víðáttumiklar timburlendur, þar
sem bændur geta fengið sér elds-
neyti og efni til bygginga. — Það
er ekki þýðingarlítið fyrir þá,
sem hugsa sér að setjast að á
einhverjum stað, að vita, að
vatnsforði er nægur. Á mörgum
stöðum í Saskatchewan er hægt
að fá brunnvatn, sem er bæði not-
hæft fyrir menn og skepnur, og
eru þeir brunnar vanalegast frá
10 til 30 fet á dýpt. Sumstaðar
þurfa menn að grafa dýpra, til
þess að ná í nægilegan vatns-
forða.
Fjórða ársþing
Hins sameinaða kvenfél. Hins ev.
lút. kirkjufélags íslendinga í Vest-
urheimi, var sett í fundarsal
Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg, á
miðvikudag 13. febr. 1929, klukk-
an 2.30 e. h.
Dr. Björn B. Jónsson las biblíu-
kafla og flutti bæn. Sálmurinn
nr. 80 var sunginn.
Forseti, Mrs. Finnur Johnson,
ávarpaði fundinn og hvatti alla
erindsreka til að vera reiðubún-
ar að flytja félögum sínum
greinilegar skýrslur yfir gjörðir
þingsins.
í kjörbréfanefnd voru útnefnd-
ar: Mrs. G. Thorleifson, Lang-
ruth, Man., og Mrs. G. Davidson,
Baldur, Man.
Samkvæmt kjörbréfum þeim, er
fram voru lögð, eiga eftirfylgj-
andi erindrekar sæti á þinginu,
auk framkvæmdarnefndarinnar og
prestskona kirkjufélagsins:
Fyrir hönd kvenfél. Ágústínus
safn., Kanadahar, Sask.: Miss S.
B. Jónsson; f. h. kvenfél. Herðu-
breið safn., Langruth, Man.,: Mrs.
G. Thorleifson; f.h. k.vfél. Björk,
Lundar, iMan., Mrs. J. Eiríksson;
f. h. kvenfél. Baldursbrá, Baldur,
Man.: Mrs. G. Davidson; f. h. kv.-
fél. Fyrsta lút. safn., Wpeg: Mrs.
C. B. Julius, Mrs. A. C. Johnson,
Mrs. B. Johnson og Mrs. J. Good-
man; f. h. kvenfél. Framsókn,
Gimli, Man.: Miss E. V. Julius;
f. h. kvenfél. Árdals safn, Arborg,
Man.: Mrs. I. Ingaldsn, Mrs. M.
Jónasson og Mrs. Jóh. Bjarnason;
f. h. kvenfél. Stjarnan, Arnes,
Man.: Mrs. Th. Jónasson; f. h.
kven|fé(!. Bræðrasafn., Riverton,
man.: Mrs. S. Sigurdson; f. h.
trúboðsfél. Fyrsta lút. safn. Wpgr
Mrs. H. S. Bardal.
Fundargjörningur siðasta árs-
fundar var lesinn. — Þá lögðu
embættismenn fram skýrslur sín-
ar.
Ársskýrsla forseta, 13. febr. ’29.
Kæru félagssystur
Ofur stuttorða skýrslu vil eg
leyfa mér að leggja fram á þess-
um ársfundi félags vors, þó vit-
anlega sé ekki frá miklu að skýra,
enda ekki við því að búast, að
vort fámenna og afar fátæka fé-
lag komi miklu til leiðar árlega.
En það skyldi enginn setja fyrir
sig, eða láta draga úr sér kjark,
þó lítið virðist kannske vinnast
á, að minsta kosti fyrstu árin, því
vér trúum því allar, að vér séum
að vinna fyrir gott málefni, og
ef vér vinnum að því með ein-
lægni og trúmensku, þá hlýtur
oss að verða eitthvað ágengt.
Á síðasta ársfundi gengu tvö
kvenfélög í félag vort, félagið
^Sigurvon” að Húsavík, Man., og
trúboðsfélag Fyrsta lút. safnaðar
í Winnipeg. Enn eru allmörg
kvenfélög innan kirkjufélagsins,
sem ekki tilheyra voru félagi.
Hverjar ástæður þeirra eru til að
halda sér utan þessa Sameinaða
kvenfélags, er mér ekki fullkom-
lega ljóst. Mér finst alt mæla
með því, að þau gangi inn, því þó'
þau hvert um sig tilheyri sínunt
eigin söfnuðum og vinni innan
þeirra aðallega, þá hafa þau þá
öll eitt sameiginelgt takmark, og
það er, að efla og glæða Jcriítin-
dóminn meðal fólks vors eftir-
beztu föngum. Eitthvað í þá átt
hlýtur að vinnast á með þeim
samtökum, sem hér eiga sér-
stað, ef með trúmensku og ein-
lægni er stefnt í áttina. Þar að-
auki hlýtur það að vera gróði fyr-
ir þær konur, sem víðsvegar vinna
að sama takmarki, að kynnast
hver annari og hvers annars
starfsaðferðum. Kynningin færir
oss nær hver annari og eyðir
mörgum misskilningi og samvinn-
an stækkar sjóndeildárhringinn,
sein oft vill verða þröngur. Vona
eg, að safnaðarkvenfélögin innan
kirkjufélagsins sannfærist öll um
þetta, og að þess verði ekki langt