Lögberg - 25.04.1929, Side 3

Lögberg - 25.04.1929, Side 3
LÖGBERG FIMTUDAGINN 25. APRÍL 1929. BIs. S. SOLSKIN SÓTI A BESSASTÖDUM. Þó að því sé svo farið, að eg kunni fátt frá Sóta að segja, þá hefir sú ætlan lengi vakað í huga mér, að þar muni liafa verið einn ágætasti góðhestur, eigi aðeins sakir fræknleiks, fjörs og gangfimi, heldur og fyrir vifsmuni. Þetta er að vísu ágizkan mín. En eg hygg, að hún fari vart fjær sanni en sumt annað, sé þess að einhverju gætt, sem nú verður talið. Þorvaldur lögrégluþjónn í Reykjavík, sonur Bj'örns prests Þorvaldssonar (d. 7. febr. ’72) í Holti undir Eyjafjöllum, sagði mér, að Sóti hefði verið af kyni frábærra gæðinga í Horna- firði. Þaðan liefði faðir sinn eignast hann, líklega fjögra vetra. Sagði Þorvaldur, að faðir sinn hefði fengið mætur á folanum og að þær hefðu eigi stafað frá því einu, að folinn sýndi þegar í tamningUi snilli í spori og háttum, auk mikilla afskasta, heldur af auðsæjum vitsmun- um hans. Og taldi Þorvaldur föður sinn hafa unnað Sóta meira en flestum öðrum hestum samtíis. Alkunna er það, að Björn prestur var hesta- og reiðmaður með ágætum. Hitt var einnig í eðli lians, að sögn réttorðra manna og kunn- ugra, að hann unni sumum gæðingum sínum og leitaðist við, að finna vitsmuni þeirra. Og Þorvaldur sonur hans mælti, að svo hefði því verið farið um Sóta hjá honum. Mun því eigi fjarri sanni, að vit Sóta og athygli hafi þrosk- ast í sambúðinni við Björn prest. 0g iegi verð- ur slíkt ólíklegra fyrir það, að Þorvaldur taldi Sóta hafa orðið mannelskan snemma. Sóti var sjö vetra, fremur en átta, að sögn Þorvalds, þegar hann komst í eigu Gríms Thomsens. Af orðum Gríms og frásögnum margra manna, er nutu nokkurra kynna af honum, er víst, að hann ól í brjosti sér ást til allra dýra og mun hafa lagt allmikla rækt við að kynnast sálarífi þeirra og glæða það eftir föngum. Verður eigi annað ætlað, eftir því sem nú var getiðj en að Sóti hafi nottið góðs skóla alla æfi og að sjálfsögðu eigi sízt í sambúðinni við Grím. Sé þess gætt, að svo reynist öllum mönnum, er það mál virða viðurlits, að ekkert fái glætt vitsmuni dýra framar ástúð manna í umgengni við þau, mætti það verða nokkuð sennilegt, að því er mér skilst, , að vit Sóta hafi getað verið margháttað og ef til vill mikið. Svo er það að vísu, að Gr. Th. segir óvíða frá Sóta. Hann drepur á hann í Dýravininum 1887. Getur hann þar um hyggindi Sóta í því að opna húsið sitt, um gangskifti hans í þreif- andi mvrkri milli Reykjavíkur og Bessastaða, og um minni hans um svæðið í Vífilsstaðahálsi, þar sem hann féll eitt sinn. Þó að Grímur hermi eigi annað en þetta um Sóta, þá dylst ekki, að hann hefir í senn borið ást og traust til hestsins. Og þar er lykillinn að því tvennu, að fá skilið vit hestsins og að geta glætt það. — Framar því, sem nú hefir verið talið, get eg þess, er hér fer eftir, ef það mætti verða til nokkurrar glöggvumar þeim, sem meira vita um Sóta, en eg. Jón fræðslumálastjóri Þórarinsson fullvrti, að Sóti væri fæddur 1854. En hann taldi sig kunna frá fáu að segja um vitsmuni hestsins. Að hinu dáðist hann, hve Sóti hefði verið vel við sér í andliti, fríður yfir sig og garpslegur. Þorvaldur lögregluþjónn sagði, að þeir, fað- ir sinn og Grímur Thomsen, hefðu keypt um Sóta árið 1861, fremur en 1862. Kvað hann, að Grími hefði ekki orðið auðsótt kaupin við föður sinn. Hefði Grímur í fyrstu horfið bónleiður frá Holti, en þó hefði Bjöm prestur farið á leið með honum og riðið Sóta. Þegar Grímur sá háttu hestsins og snild, hefði hann sótt miklu fastar en áður, að ná kaupunum. Og það ráð tók hann, að ríða aftur heim í Holt með presti — og gerðust þá káupin. Grímur var þá á snöggi ferð hér á landi. Fór hann utan með Sóta samsumars. Hafa þeir, hann og Sóti, dvalist samvistum erlendis fimm eða sex vetur, því að þegar Grímur flutt- ist til Bessastaða 1867, var Sóti í fylgd með honum — enda skildu þeir aldrei síðan, meðan klárinn lifði. 'Sóti hefir verið þrettán vetra, þegar hann kom að Bessastöðum, en staðið hefir hann á tvítugu þjóðhátíðarárið, 1874. Um gangbrigði Eóta fæ eg ekki annað vitað en það, sem eg heyrði þá, Þórð fyrrum alþing- ismann Þórðarson á Rauðkollsstöðum, og Þor- leif hreppstjóra Þorleifsson í Bjarnarhöfn, sem báðir voru snildar reiðmenn, mæla við föð- ur minn vorið 1886. Þeir riðu saman til þjóð- hátíðarinnar á Þingvelli. Voru þeir í fylgd kon- ungs til Reykjavíkur. Gr. Th. reið jafnan skamt frá konungi og sat á Sóta. Þeir Þórður og Þorleifur komst ekki í námunda við Grím, fyr en á Bústaðamelnum, og var riðið létt. Þeinl var kunnugt um aldur Sóta og dáðust að, hve hann var hnarreistur og léttur við taum, og orð gerðu þeir á, að hýrupor hans hefði verið djarft og fimlegt. t aldur Sóta fæ eg það eitt ráðið, er nú verð- ur sagt. Roskinn maður, sem búandi er í Garðahverfi á Álftanesi, var vinnumaður Gríms Thomsens vistárið 1884—85. Segir hann, að Sóti hafi verið feldur haustið áður, eða 1883. Só rétt með þetta farið, þá hefir hann orðið tuttugu og níu vetra, og samvist Gríms og hans verið um það bil tuttugu og tveir vetrar. ,Eg kysi, að geta fengið sagnir um Sóta og sameign Gríms og hans, frá þeim mönnum, sem myndu þá báða, eða hefði á góðum heimildum að byggja í því efni. Myndu þær sagnir verða birtar í Dýraverndaranum, með leyfi höfund- ar. Mætti það verða nokkurs vert og gæti, auk annars, frætt nokkuð um daglega háttu Gríms Tliomséns, þessa andlega stórmennis, er að vonum mun lengi lialda velli í vitund nýtra Is- lendinga. — Dýrav. Einar Þorkelsson. EILIFT RÉTTLÆTI. Karl Falk var myndhöggvari. Hann ferð- aðist til Rómaborgar á unga aldri og dvaldi þar síðan það sem eftir var æfinnar. Hann var gagnráðvandur maður, lifði flekk- lausu lífi, og var hinn mesti iðjumaður og jafn- lyndur og ljúflyndur, trúlyndur vinur og átti enga óvini. — En samt var hann ekki sæll og ánægður. Hann skorti þann guðdómsneista, sem menn kalla hugvit. Hann var ekki einu sinni gáfumaður, en þrautgæði hans og iðni bætti úr þeim skorti. Hann hafði lent á'rangri hyllu, sem kallað er. Hann hefði áreiðanlega komist betur áfram í heiminum, í hverri sem telzt annari lífsstöðu, en til myndhögglistar viar hann alls óhæ.fur.. Þetta vissu allir vinir hans og töluðu um það sín á milli, en ekki við hann sjálfan. Og nú vildi svo hörmulega til, að þegar hann var orðinn fertugur að aldri, og því var orðið um seinan að byrja á nokkru öðru, tók hann fyrst eftir því, að ekki væri alt með feldu. Höfuð þau og standmyndir, sem hann bjó til úr leir og hjó síðan sem vandlegast í marmara, var alt ógn ósmíðislegt, og engum kom til hug- ar að kaupa þessar standmyndir hans. Til allr- ar hamingju átti hann dálítið fé á vöxtum heima í Noregi, og af því fé gat hann haldið sér uppi, og endur og sinnum komist yfir marmara- blökk til að höggva út. Þá bar svo til éitt kvöld, að hurðinni að myndastofu hans var skyndilega lirundið upp; maður nokkur þeyttist inn og datt niður á gólfið fyrir framan myndhögg\Tarann, og varð hann alveg steinhissa. Ef Falk hefði haft dálítið meiri kynni af heiminum, en raun bar á, þá hefði hann fljótt orðið þess vís, að þessi óvænti gestur hans var blátt áfram dauðadrukkinn. í þessum ósköp- um kallaði hann á nábúa sinn, sem líka var myndhöggvari, og bað hann að hlaupa eftir lækni. Þessi vinur hans stóð \dð stundarkorn og liorfði á manninn liggjandi á gólfinu. En síð- an sagði hann: “Það gengur ekkert að mann- inum, Falk, það er ekki minsta ástæða til að sækja læknir. Eg þekki þennan náunga ósköp vel. Það er maður, sem hefir verið á ferðinni hér í Róm síðustu mánuðina. Hann er dauða- drukkinn, og það er hann annars'margsinnis; viljir þú fara að mínum ráðum, þá sbaltu bera hann út. Verði hann sér í nótt, þá hefir hann út úr þér peninga fyrir brennivín handa sér; og gefir þú honum ekkert, þá stelur hann frá þér, ef hann sér sér færi. Hann er þorpari, sem engu tauti er hægt að koma við.,T Falk tók þetta nærri sér, sem vinur hans sagði. “Eg get ekki borið mann út á götuan og lát- ið hann liggja þar og deyja. Hann verður að vera hér í nótt. ” Falk bjó manninum nú svo gott ból sem hann gat, úr dýnum og ábreiðum og velti hon- um svo upp í það. Maðurinn hét George Kana. Þetta var í fyrsta skiftið, sem Falk hafði litið hann aug- um. Hann var unglegur í yfirbragði, en var farinn að eldast fvrir tímann, og bar á sér merki svalls og ólifnaðar. Hann var svo ólík- ur Falk, sem framast mátti verða. Hann var drykkjurútur, lygari og þjófur. Hjá honum fanst enginn neisti af sómatilfinningu eða heið- arleika. Og þó liöfðu þeir fyrir satt, sem þektu hann, að Kana hefði það, sem Falk skorti aug- sýnilega, og það var hin óumræðilega náðar- gjöf, sem hiágvit kallast. Allir drykkjumenn eru niðurbevgðir og fullir iðrunar að morgni. Kana var Falk eink- ar þakklátur fyrir það, að hann hefði tekið svona vinsamlega á móti sér. Og það gladdi Falk, að hann sá ekki betur en að Kana lofaði bót( og betrun í fullri einlægni. Kana kvaðst enga ættingja eiga né vini og enginn í víðri veröld léti ant um hann; ef einhver hefði rétt honum hjálparliönd, þá mundi hann ekki hafa sokkið svona djúpt. En heimurinn er harður og eigingjarn, og allir leggjast fast á þann vagninn, sem hallast. Loks fór hann fram á, að Falk lánaði honum hundrað franka, en hann fékk ekki nema tuttugu. Þetta sama kvöld reikaði hann aftur inn í myndastofu Falks, nærri því jafnilla á sig kom- inn og í fyrra skiftið. Nú kallaði Falk ekki á nábúa sinn til hjálpar, heldur bjó þessum mann- ræfli svo hentugt ból sem hann gat, með tryggu hjarta. Svona byrjaði og hélt áfram þessi einkenni- legi kunningsskapur þeirra. Enginn maður í allri Rómaborg mundi liafa þolað svona lengi hina sívaxandi ósvífni þessa drykkjumanns- ræfils. Hann gerði Falk alt til skapraunar, var stór hjá sér við hann og kom fram alveg eins og hann gerði honum hinn mesta greiða með því að búa hjá honum, og alt af var hann að heimta meiri og meiri peninga af Falk. Hann reyndi jafnvel að falsa nafn Falks, en hann bar nú annars ekki mikið úr býtum við það, því það er lítið varið í það gaman, að falsa nafn þess manns, sem ekki á einn eyri inni í bönkunum. Enginn af vinum Falks botnaði í því, hvern- ig hann gæti komist af með vaxtafé sitt, þegar svona var komið; héldu margir, að hann yrði blátt áfram að svelta heilu liungri. En sjálfur liafði hann óbifanlega trú á því, að eittvað gott mundi búa í Kana og var óþreytadi í því, að hafa betrandi áhrif á hann og fá hann til að vinna, þó ekki væri nema fáar stundir á dag. En alt til þessa hafði öll viðleitni hans reynst árangurslaus. Einu sinni bauð hann Kana, að kenna honum að búa til frummyndir. Það vildi þá svo vel til, að hann var algáður þann morguninn og var þess vegira önugur og í illu skapi, þegar hann heyrði uppástungu Falks; þá starði hann á liann alveg forviða og sagði: “Þú ert víst ekki með öllum mjalla, gamli kjáni, ætlar þú kannske að kenna mér eitthvað ? Sjálfur hefir þú ekkert vit á að gera frum- myndir. Þess vegna kaupir engin sála þetta ósmíði þitt. Þú eyðileggur beztu marmara- blökk jafnskjótt sem þú lieggur meitlinum í hana. Þú hefðir ef til vill getað orðið dágóður járnsmiður, þótt ekki sé eg alveg viss um það; en það hefir aldrei verið tilætlunin, að þú ættir að verða myndhöggvari.” “Nei, nú skal eg einu sinni sýna þér, livað það er að gera fyrirmyndir. ” Falk gekk þá andvarpandi til iðju sinnar. Kana tókþá eina af vinnutreyjum Falks og fór í og fór að fást við leirinn af miklu kappi. Ilann vann og drakk í senn. Hann gaf sig all- an við verkinu. Falk gaf honum við og við auga og hnykti við, er hann sá andlit vera smám saman að koma út úr votum leirnum. Þetta var í fyrsta sinni á æfinni, sem hann gat ekki fengið sig til að halda áfram verki sínu. Hann stóð þarna eins og heillaður og starði á hið undurSamlega: Hversu hinn líflausi, voti leirkökkur breyttist og varð sem lifandi undir höndum mikils lista- manns. Kana nam augnablik staðar. “Ó, farðu út, og sæktu mér dálítið af koní- aki. ” “Eg hefi aldrei á æfi minni til þessa keypt koníak. ’’ “Einu sinni verður alt fyrst. Ef eg geng nú frá verki, þá veit eg, að eg kem ekki aftur fyr en eg er orðinn dauðadrukkinn. En ef þú vilt sækja koníak handa mér, þá skal eg ljúka við þetta. En ef þú gerir það ekki, þá myl eg alt mjölinu smærra og fer sjálfur út og sæki það.” Þó að Falk væri það kvöl fyrir sína vakandi samvizku, að vei-ða við beiðni lians, þá lét hann þó tilleiðast. Það var snilli Kana, sem virtist algerlega þröngva honum til þess. Nú var Kana búinn að ljúka verkinu. Nokk- I uð hafði hann drukkið, en þó j hófi. Myndin var höfuð og efri partur af brjósti af ungri og einkar fríðri stúlku. Andlitsdrættirnir voru undursamlega lifandi ímynd dýpstu sorgar. Þegar Kana var búinn að vefja mvndina votum dúki, þá sagði hann í háði við Falk: “Ef þér skyldi í annað skifti koma til hug- ar að ætla að fara að kenna mér að gera frummyndir, þá skaltu gægjast vitund til þess- arar mvndar; það gæti, ef til vill kent þér að vera dálítið kurteisari.” Sama dag var afhent bréf inn á myndastof- una, það var skrifað með fagurri kvenhönd. Falk kannaðist ekki við nafnið utan á því og setti það á liylluna yfir eldavélinni. Morguninn eftir kom Kana auga á bréfið. Hann var þá líka ódrukkinn. “Hve nær kom þetta bréf? það er til mín. Falk leit á liann og þótti hann djarftækur. “Er þetta* 'þitt rétta nafn?” Kana svaraði ekki. Hann las bréfið og reif það í tætlur. “Eg skil ekki,” sagði hann í hálfum hljóð- um, “hvemig hún hefir getað snuðrað upni, hvar eg á heima. Heyrðu mig! Ef einhver kemur og spyr eftir mér, segðu henni þá, að þú þekkir ekkert til mín.” “Eg skal segja henni eins og er,” svaraði Falk, “mér kemur ekki annað til liugar.” “Já, eg hefði nú annars getað sagt mér það sjálfur, að þú mundir gera það. Eg gleymdi því rétt í þessu augnabliki, hvað þú ert mikill bjáni. ’ ’ “Segðu mér þá, hvað þú heitir réttu nafni. Er það Kana, eða nafnið, sem stóð á 0^0^™’” Það stendur á sama livað maður heitir. En viljir þú um fram alt vita það, þá lieiti eg hvor- ugt. Og nú fer eg leiðar minnar. Mig sér þú aldrei framar. Láttu mig hafa það, sem þú hefir í reiðum peningum. ” Að svo mæltu snaraðist hann út. Vinir Falks óskuðu honum hamingju af þessu tilefni; en Falk var sárhryggur út af því, hve lítið hon- um hefði tekist þrátt fyrir alla viðleitni sína við hann. “Eg held að það gangi eitthvað mikið til grunna með honum,” sagði hann einu sinni við nábúa sinn, myndliögg\rarann. “Komdu bara með mér og sjáðu myndina, sem hann hefir gert, rétt áður en hann hvarf.” \ Framh. ^0<--»0<==>oc=>o<rrz>oc=izr>oczrr>o<=>oc=z>oczzi>oczzz>o<r=ooc=i>oc=zDo<m>o<=^ocrz>o<rzr^ I Professional Cards 30CD0CZD0C :>Q< T~>Q< ->Q<->Qg=>oc ■ - >o<—>Q<- __ \n< - ■ sr\4-->r>, DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Offlce tfmar: 2—3 Heimill 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN iaL lögfræCing&r. Skrlfistafa: Roora 811 McArUmr Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 165« Phone*: 26 849 og 26 246 DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimill: 764 Victor St., Phone: 27 586 Winnípeg, Manitoba. . LINDAL, BUHR & STEFÁNSON íslenzkir lögfrœðingar. 256 Main St. Tala.: 24 962 peir h&fa etnnlg akrlfMofur aS Lundax, Riverton, Gimll og Plaag og eru þar að hltta & eftlrfylgj- andl tiraum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrstaa mtðvikudag, Piney: Priðja fðetud&g 1 hverjiuin mAnuðl DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. J. Rapar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tslenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Building 356 Main St. Winnipeg Símar: Skifst. 21 033 Heima 71 758 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Er aC hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. HelmlU: 373 River Ave. Tals.: 42 691 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great Weet Permanent Building Main St. south of Pertage. PHONE: 22 768 dr. a. blondal Medlcal Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdðma. Er að hitta frá kl. 10-12 t. h. dg 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 HeimiU: 806 Vlctor St. Sfmi: 28 180 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. - A. C. JOHNSON 907 Oonfederation IJfe SMg WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparlfé fðlks. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- lr. Skriflegum fyrirspurnum svarað eamstundle. Skrlfstofusimi: 24 263 Heimaslmi: 33 328 Dr. C. H. VROMAN Tannlaknir 505 Boyd Building Phone 2« 1T1 WINNIPEG. A. S. BARDAL S48 Sherbrooke 6u Selur llkkistur og annaet um út- fartr. Allur útbúnaður eá beML Ennfremur selur hann iilelrr—r mlnnlavarða og Legatelna. Skrifstofu tals. 86 607 Iletmills Tals.: M M Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, T.T.n Í3lenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg SIMPS0N TRANSFER Versla með egg-á-dag hansnaföður. Annast elnnig um allar tegundlr flutnlnga. 681 Arlington St., Winnipeg DR S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherburn St. 532 Sími 30 877 ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturjnn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 898 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street OÞriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—6 «s. h. ÍSLÉNZklR FASTEIGNA- SALAR ■ Undirritaðir selja hús og lóðir ! og leigja út ágæt hús og íbúðir, hvar sem vera vill í bænum. ■Annast enn fremur um allskon- !ar tryggingar (Insurance) ok veita fljóta og lipra afgreiðslu ODDSON og AUSTMANN 521 Somerset Bldg. Sími 24 664 L ---■** . DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg FpWLERQPTtCAL pTp ^F(fw LE 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS ÞJ0ÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið sem pesal borg beflr nokkum tlma b&ft lnnan vébanrta slnm. Fyrirtaka málttðir, akyrb pðnnu- kökui, rullupyflaa og þjððr®knia- kaffl. — Utanbæjarmenn fá aé ávalv fyrat hreaslngu á WEVEL CAFE, «02 Sargent Ave Sflmt: B-2197. Rooney Stevena. elgandi. j

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.