Lögberg


Lögberg - 25.04.1929, Qupperneq 6

Lögberg - 25.04.1929, Qupperneq 6
Bls. 6. LÖGBERG FIMTUDAGINN 25. APRIL 1929 Bftir þetta gekk honum ágætlega að raka sig og öryggis rakhnífurinn varð hans mesta uppáhald. Hann gat ekki beðið eftir því, að Bert vinur hans kæmi, heldur fór hann með hnífinn til hans, til að sýna honum þetta undra álhald. “Við 'höfum bara verið flón, að láta raka okkur öll þessi ár á rakarastofum, og eiga á hættu, að við kannske smittuðumst af ein- hverjum sjúkdómi, eins og stundum kemur fyr- ir. Með þessu hníf get eg rakað mig alveg eins vel og nokkur rakari getur gert, og eg er enga stund að því, bara sex mínútur, og verð enn fljótari, þegar eg æfist betur, og maður getur ekki einu sinni skorið sig, þó maður reyndi. Og þar að auki -sparar þetta manni tuttugu og sex dali á ári. Saxon segir það, og það hlýtur að vera rétt.” VI. KAPITULI. Viðskiftin milli þeirra Saxon og Mercedes fóru vaxandi. Hin síðarnefnda seldi greiðlega alla þá handavinnu, sem Saxon gat afkastað, og var hún þó vinnusöm mjög og afkastaði miklu. Henni fanst nauðsynlegt að vinna eins mikið eins og hún gat, því bæði var nú það, að hún átti von á að fjölskyldan stækkaði áður en langt liði, og svo hafði kaup Willa verið lækkað tölu- vert, og efnahagurinn var því ekki nærri góður. Hún fann Kka til þess, að í raun og veru eyddi hún meiru til heimilisins og til fata handa sjálfri sér, heldur en nauðsynlegt var, því að hvorttveggja vildi hún iháfa sem fullkomnast. Þar við bættist, að aldrei fvr hafði hún haft undir hendi og eytt peningum, sem einhver annar hafði unnið fyrir. Frá því hún var ung- lingur hafði hún sjálf unnið fyrir öllum þeim peningum, sem hún eyddi, og nú átti hún Mer- sedes það að þakka, að hún hafði enn peninga til að nota eftir eigin vild, sem hún hafði unnið fvrir sjálf, og þess vegna gat hún látið ýmis- legt eftir sér, sem hún annars mundi hafa orð- ið að neita sér um. Mercedes gaf henni margar bendingar um það, hvað hentugast væri fyrir hana að búa til og henni brást aldrei að selja það þannig, að Saxon fanst að hún hefði sjálf sanngjarnan ágóða. Hver sölulaunin voru, vissi hún aldrei. Það sem Saxon aðallega bjó til, var kvenfatn- aður og náttkjólar. Samkvæmt ráðum Merce- de, bjó hún til aðra morgunhúfu, enn fallegri, en þá, sem Mercedes hafði fengið, og fyrir hana fékk Saxon tólf dali, eftir að gamla konan 'hafði tekið sín sölulaun af verðinu. Saxon var svo þauliðin, að hún eyddi engum tíma til ónýtis, og sat aklrei auðum höndum. En þrátt fyrir alla vinnuna, gleymdi hún ekki að hugsa vel fyrir litla gestinum, sem hún átti von. Hún keypti svo sem ekkert af tilbúnum bamafötum, en bjó sjálf til svo að segja alt, sem hún áleit að hún þyrfti á að halda, og það var töluvert margt, því litla barnið átti að vera vel klætt og ekki skorta neitt, sem það þurfi að hafa. Sumt af því, sem hún bjó til, mundu margar aðrnr konur hafa talið óþarfa og eyðslusemi. En í hvað eina, sem hún bjó til handa barninu sfnu, lagði hún ást sína og um- hyggjuemi, og henni varð það alt til gleði. Alt þetta sýndi hún Willa og hann tók innilegan þátt í gleði hennar og alt af var hann jafn viss um, að þau myndu eignast dreng. En þessi viðskifti, sem Saxon hafði haft við Mercedes, tóku fljótlega enda, og það með held- ur leiðinlegu móti. Einn daginn, þegar hún var að reyna að sæta einhverjum kjörkaupum í helztu búðunum, fór hún yfir víkina til San Francisoo. Hún gekk þar fram hjá lítilli búð, og einhvem veginn vakti það, sem í glugganum var, eftirtekt hennar. Fyrst ætlaði hún ekki að trúa sínum eigin augum. En það var ekki um að villast, að þama var morgunhúfan, sem hún hafði sjálf búið til og fengið tólf dali fyrir hjá Mercedes. Nú var söluverðið markað á hana, og það var tuttugu og átta dalir. Saxon fór inn í búðina, og tók konuna, sem verzlunina átti, tali. Hún var miðaldra kona og af útlendu bergi brotin. “Eg kom ekki til að kaupa neitt,” sagði Saxon, “en eg kom vegna þess, að eg bý til ýmsa hluti svipaða þeim, er hér em til sölu, og mig langar til að vita, hvað þér borgið fyrir þá, eins og t. d. morgunhúfuna þarna í gluggan- um.” Konan veitti Saxon nána eftirtekt, og það var eins og hún vildi skoða hana í krók og kring og ekki sízt hveraig hún var klædd. “öetið þér gert sVona verk!” spurði hún. Saxon játti því. “Eg borgaði konunni, sem bjó Tessa húfu til, tuttugu dali fyrir hana.” Það datt a\veg ofan yfir Saxon, en hún gætti sín samt, að láta ekki á neinu bera. Mercedes hafði borgað henni átta dali. Sjálf hafði hún því tek’ð tólf, eða þriðjungi meira, þó Saxon hefði lagt til efnið og alla vinnuna. “Viljið þér lofa mér að sjá heimagerðan nærfatnað og náttkjóla, og lofa mér að vita, hvað þér borgið fyrjr slíkt!” “Getið þér búið þá til!” “ Já.” “Og viljið þér selja mér!” “Já, sjálfsagt,” sagði Saxon. “Til þess kom eg hingað.” “Við leggjum bara lítið e,itt á það, sem við seljum,” sagði búðarkonan. “Við verðum að borga húsaleigu og fyrir ljós og fleira, og við verðum að hafa dálítinn ágóða, annars gætum við ekk,i verið hér. ” “Það er nú ekki nema alveg sjálfsagt og sanngjarnt,” svaraði Saxon. Saxon fór að skoða varninginn og hún fann þar ýmislegt af því, sem hún hafði sjálf búið til. Það, sem Mercedes hafði borgað henni átta dali fyrir, var nú selt á átján dali og búðar konan hafði borgað fyrir það fjórtán dali. Og alt annað var eftir þessu. “Þakka yður fyrir,” sagði Saxon og lét á sig vetlingana. “Eg vildi gjarnan koma með sumt af því, sem eg hefi búið til, og selja yður það fyrir sama verð og þér hafið borgað hinni konunni.” “Eg skal kaupa það með ánægju, ef það er eins gott eins og þetta. En þér verðið að muna, að það verður að vera eins gott. Eg fæ líka stundum sérstakar pantanir og eg skal gefa vður tækifæri til að búa til eitthvað af þeim,” Mercedes var alveg hreinskilin og blátt á- fram, þegar Saxon nokkru síðar fór að tala um þetta við hana. “Þú sagðir mér, að þú bara tækir sölulaun af þvn, sem þú seldir fyrir mig,” sagði Saxon. “Eg gerði það líka og ekkert annað.” “En eg lagði til efnið og gerði alt verkið, en samt hefir þú meira upp úr þessu heldur en eg. Þú ert áreiðanlega að hafa það bezta upp úr þessum viðskiftum.” “Já, því skyldi eg ekki hafa það, góða mín! Eg var hér kaupmaðurinn, og það er æfinlega kaupmaðurinn, sem hefir það bezta af við- skiftunum. Það er svo vanalegt, að það þykir ekki nema sjálfsagt.” “Það sýnist mér hreint og beint ósann- gjarnt,” sagði Saxon og var fremur hrygg en reið. “Það er heimurinn, góða mín, sem þú mátt vera óánægð við, en ekki eg,” sagði Mercedes einbeittlega, en breytti svo fljótt til og varð blíð og góð. Henni var það lagið, að skifta fljótt um skap og málróm og viðmót. “Við megum ekk,i áta okkur koma illa sam- an, ómögulega,” sagði Mercedes. “Mér þvkir svo dæmalaust vænt um þig. Þetta gerir þér ekkert, væna mín. Þú ert ung og hraust og þú átt mann, sem er líka ungur og hraustur.. Þú verður að gæta þess, að eg er orðin gömul. Gamli Barry getur eigi hjálpað mér mikið héð- an af. Það má heita, að hann sé á grafarbakk- anum. Hann hefir slæma nýrnveiki. Eg verð að gera útför hans heiðarlega; ek ætlast til að við séum grafin hvort hjá öðm og mér finst, að það sé heiður fyrir hann. Hann er vitaskuld ekkert greindur, og hann er óskaplega stirður og þunglamalegur í öllu og grófgerður. En hann er meinlaus og það er ekkert .ilt í honum. Eð hefi keypt grafstæði handa okkur og eg borgaði fyrir það að nokkru leyti með þessum sölulaunum frá þér. Eg verð að gera útförina heiðarlega, og til þess þarf eg að draga saman töluvert enn. Og Barry getur nú farið hvern daginn sem er úr þessu.” Saxon fann töluverða vínlykt og það leyndi sér ekki, að gamla konan hafði enn fengið sér í staupinu. “Komdu með mér, góða mín, eg skal sýna þér nokkuð”. Mercedes sýndi henni kistu, sem stóð í svefnherberginu. Umvatnslyktina lagði uup úr henni og fylti herbergið. “Hérna er mitt brúðarskart, sem eg ætla að láta grafa með mér.” Saxon varð alveg hissa að sjá alla þá skraut- gripi, sem þama vom saman komnir, og sem Meroedes sýndi henni einn eftir nnan. Meðal annars var þar brúðarkjóll, svo fallegur og viðhafnarmikill, að Saxon hafði aldrei séð anað eins. “Þessi kambur er úr skjaldbökuskel,” sagði hún. “Mér var gefinn hann í Evrópu. Það gerði Bruce Anstey viku áður en en hann tæmdi síð- asta fullið og gerði enda á sinni æfintýraríku æfi — með skammbyssunni sinni. ” “Ætlar þú virkilega að láta grafa alt þetta með þér!” spurði Saxon. “Þetta er óskapleg eyðslusemi.” “Því ekki það! Eg ætla að deyja, eins og eg hefi lifað. Það er mín hugsjón og ánægja. Eg vil hverfa til jarðarinnar eins og brúður. Eg vil ekki liggja í þröngum og ljótum og tómum kassa. Eg vil láta fara vel um mig og hafa hjá mér það sem mér hefir þótt mest til koma í líf- inu. ’ ’ “En þetta, sem þarna er saman komið,” sagði Saxon, “er svo mikils virði, að með því er hægt að borga fyrir tuttugu útfarir, sem all- ar væru vel samboðnar hverr.i manneskju. Það er skammarlegt, að grafa alt þetta verðmæti.” “Það er sakvæmt mínu lífi,” sagði Merce- des, “og gamli Barry þarf ekki að skammast sín fyrir brúðurina, sem hvílir við hlið hans. En heldur vildi eg nú samt, að það væri Bruce Anstey, eða þá einhver annar af mínum ungu elskhugum, sem hjá mér hvíldu í gröfinni.” Hún leit á Saxon og það leyudi sér ekki á augnaráðinu, að hún hafði fengið töluvert í staupjnu, þó hún setti sér að láta sem minst á því þera. ■ “1 gamla daga létu höfðingjamir grafa þræla sína með sér lifandi, en eg tek með mér aðeins það, sem fánýtt er í raun og vem.” “Þú ert ekki neitt hrædd við dauðann!” spurði Saxon. “Nei, ” sagði Mercedes. “Dauðinn er góð- ur og blíður og miskunnsamur. Við daugann er eg ekki hrædd. En eg óttast mennina, jafn- vel eftir að eg dauð. En þeir skulu ekki ná í mig þá. ” “Þeir kæra &ig þá sjálfsagt ekkert um þig,” sagði Saxon. “Það er ekki gott að segja,” svaraði Merce-' des. “Veiztu: hvað verður um gamla fólkið, sem ekki á fyrir útförinni sinni! Það er ekki grafið sómasamlega. Veiztu hvað um það verð- ur, þegar það er dáið ? Vitur maður hefir sagt mér margt um það. Hann var háskólakennari, en hann hefði átt að vera hershöfðingi og yfir- vinna borgir, eða þá ræningi og ræna heila banka. En hann var vitur og fróður, og hann fræddi mig um dauðann og annað líf og sagði mér margt, sem mér hafðj aldrei áður dottið í liug. Eg æftla ekk að láta kasta mér út eins og hræi. Eg veit hvernig á að fara með með þá, sem dauðir eru, og eg trúi því, að það hafi mikla þýðingu, að það sé gert rétt. Þú mátt ekki vera reið við mig út af þessum sölulaun- um, því að eg verð að fá peninga til að gera út- för mína eins og hún á að vera, jafnvel þó eg verði að stela þeim.” “ Trúir þú ekki á Guð?” spurði Saxon og stilti sig sem bezt hún gat, þó henni þætti meira en nóg um þetta alt saman. “Eg veit ekki. En eg ætla að njóta góðrar hvíldar.” “En heldurðu ekki, að maður verði að gjalda synda sinna?” spurði Saxon. “Það tekur engu tali. Guð er góður. Ein- hvern tíma skal eg tala við þig um hann. Vertu aldrei hrædd við guð. En láttu þér ekki standa á sama um hitt, hvað mennimir gera við þinn fallega líkama, þegar þú ert dáin.” VII. KAPITULI. Það fór að valda Willa töluverðrar áhyggju, hve vel þau komust af, ekki meira en kaupið var, sem hann fékk. Innie.ign þeirra í bankan- um fór stöðugt vaxandi. Húsaleigan var borg- uð á hverjum mánuði, og eins það, sem bar að borga fyrir húsmunina. Þau höfðu ágætt fæði og hann hafði alt af töluverða vasapeninga. Þegar hann hugsaði um alt þetta, þá gat hann ómögulega skilið í því, hvernig Saxon gat kevpt efnið í alt þetta, sem hún var alt af að búa til. Hann hafði nokkram sinnum vakið máls á þessu við hana, en hún hafði gert lítið út því og snúið því öllu upp í gaman. “Eg sé ekki, livernig í ósköpunum þú gerir þetta, með ekki meiri peninga en við höfum,” sagði hann eitt kveldið. Það leit út fyrir, að hann ætlaði að segja eitthvað meira, en hann hætti við það og sat þegjandi í einar fimm m.nútum. En það vora hnyklar í brúnunum á honum. “Heyrðu!” sagði hann loks. “Hvað varð um þessa fallegu húfu, sem þú lagðir svo mikið kapp á að búa til? Þú brúkar hana aldr- ei. Það er ómögulegt, að' þú ætlir hana handa barninu.” Saxon vissi ekki hvað hún átti að segja. Henni hafði aldrei verið það lagið, að segja ó- satt. Og að segja Willa ósatt, gat ekki tekið nokkru tali. Hvin gat ,séð hnyklana í brúnum hans og það leyndi sér ekki á augnaráðinu, að honum var þetta fullkomið alvörumál. “Heyrðu, Saxon,” hélt hann áfram. “Þú ert þó ekki-----eg vona þú sért ekki að selja þessa hluti, sem þú býrð til?” Hún sagði honum alt eins og var og dró ekk- ert undan. Hún sagði honum, hvern þátt Mer- cedes Higgins átti í þessu og hún sagði honum hvernig hún ætlaði að haga jarðarför sinni. Það hafði engin áhrif á Willa. Hann sagði henni með mjög ákveðnum orðum, að hann vildi alls ekki að hún væri að vinna fyrir pen- ingum. “Eg hefi svo mikinn tíma afgangs frá heimilisverkunum, góði minn,” sagði hún blíð- lega. Hann hristi höfuðjð. “Þetta kemur ekki til mála. Eg vil ekki hlusta á þetta. Eg giftist þér með þeim ásetn- ingi, að leggja þér til það sem þú þarft. Eng- inn skal hafa ástæðu til að segja með sönnu, að mín kona þurfi að vinna, og sjálfur vil eg ekki hugsa til þess. Þetta er heldur ekki nauð- svnlegt. ” “En, Willi minn—” byrjaði hún að segja. “Nei, nei, þetta er nokkuð, sem eg get ekki liðið með nokkra móti. Það er ekki vegna þe.ss, að eg vilji ekki að þú hafir þessa fallegu hluti, sem þú býrð til. Mér þykir einmitt vænt um það, og því vil eg gjaman að þú búir þá til handa jálfri þér, og eg vil gjaman leggja til peningana, því eg veit að þú vilt gera þetta, og þér þykir gaman að eiga það sem fallegt er. En eg hefi enga ánægju af þessu, ef þú býrð þetta til, til þess að selja það. Eg hefi aldrei hugsað mér, að mín kona ætti að þurfa að vinna sér inn peninga. Það hefi eg alt af ætlað að gera sjálfur. Svo þarft þú nú ekki að gera þetta.” “Þú ert alt af svo góður við mig,” hvíslaði hún blíðlega, þó hún reyndar hefði nú orðið fyrir vonbrigðum. ‘ ‘ Eg vil að þú hafir alt sem þú þarft, og eg ætla að sjá um að þú hafir það, meðan eg hefi tvær hendur til að vinna með. Eins og eg kunni ekki að meta það, að þú sért vel til fara. Þú hefir ekki meiri ánægju af því sjálf, heldur en eg hefi. Alt, sem fallegt er, fer þér betur en nokkurri annari stúlku. Eg hefi kynst tals- vert mörgum stúlkum, og eg veit dálítið um þær, en eg hefi aldrei þekt neina, sem var lík þér. ’ ’ Hann þagnaði litla stund, og það var eins og hann gæti engin orð fundið til að tákna það sem í huga hans var. “Það er ekki bara þessi hreinleiki, þó hann sé nú vitanlega mjög góður. Margar stúlkur era hreinlegar. Það er ekki það. Það er eitt- hvað annað og meira. Eg get ómögulega lýst því. Þú tekur svo langt fram öllum öðram stúlkum, sem eg hefi nokkum tíma þekt. Og því meira sem þú hefir af því sem er fínt og fallegt, því betra þykir mér.” “Þú þarft ekki að neita þér um að kaupa það sem þig langar til af þessu tagi. Það er hægt að ná í dálitlar aukatekjur með hægu móti. Willi Murphy fékk sjötíu og fimm dali í vik- KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEQ, MAN. Offlce: 6th Floor, Bank of HamlltonChamber* unni sem leið, með því að taka þátt í dálitlum hnefaleik. Þess vegna gat hann borgað okkur þessa fimtíu dali, sem við lánuðum honum, svona fljótt.” Nú var það Saxn, sem mótmælti harðlega. Willi sagði henni, að hann hefði tækifæri til að reyna sig við mann, sem að vísu væri stór og sterkur, en hann hefði séð hann leika hnefaleik, og hann sagðist ekki vera í nokkrum vafa um það, að hann mundi sjálfur hafa betur, ef þeir reyndu með sér, og sá, sem hefði betur, ætti að fá hundrað dali. * “Ef eg má ekki vinna mér inn peninga, þá mátt þú ekki taka þátt í hnefaleik,” sagði Sax- on, og hún sagði það þannig, að það var ekki um að villast, að hún meinti það sem hún sagði. “En við gerum enga samninga um þetta, þú og eg. Jafnvel þó þú leyfðir mér að halda áfram að vinna, þá leyfði eg þér ekki að leika hnefaleik. Eg mn of vel, hvað þú hefir sagt mér um hnefaleikarana. Eg vil ekki, að þú tapir því, sem bezt er í sjálfum þér fyrir það, því það er það bezta, sem eg á. Og ef þú átt ekkert við hnefaleik, þá skal eg ekki vinna, og meira að segja, eg skal aldrei gera neitt, Willi, sem þú vilt ekki.” “Það er alveg sjálfsagt að ganga að þessu,” sagði Willi. “En ekki get eg neitað því, að mig dauðlangar til að reyna mig við þennan ná- unga, Hansen lieitir hann, og jafna um hann, því hann lætur svo mikið yfir sér. En nú skul- um við gleyma þessu öllu saman og nú langar mig til að þú spilir fyrir mig á hljóðfærið þitt, þetta “ukulélé,” eða hvað það nú er, sem þú kallar það, og syngir fyrir mig.” Hún spilaði og söng og liann söng líka, því þetta var einmitt eina lagið, sem hún hafði sagt lionum að hann gæti sungið sæmilega. Hann gat allrei skilið, að hann gæti ekki sungið eins og aðrir menn, þó Bert og aðrir félagar hans hefðu oft sagt honum það. “Við getum vel sungið saman,” sagði hún og hún hélt ekki að þau smá-ósannindi væra mjög saknæm. Það var komið vor, þegar verkfallið byrjaði á járnbrautar verkstæðunum. Næsta sunnudag áður en það byrjaði, borðuðu þau Willi og Sax- an miðdagsverð hjá Bert og Maríu. Bróðir Saxon var þar líka, þó Sarah hefði ekki með nokkra móti fengist til og koma. Bert var von- lítill mjög og leizt æði illa á framtíðina. María var önnum kafin við að undirbúa máltíðina og liún lét mjög ótvíræðilega í ljós þá skoðun sína, að þetta verkfall væri alt mesta vitleysa. Saxon lét á sig eldhússsvuntu og fór að hjálpa Maríu, en Bert fór og sótti bjór og svo sátu þeir piltarnir þrír og drakkil bjór og reyktu og töluðu um verkfallið, sem yfir vofði. ‘ ‘ Við hefðum átt að gera þetta verkfall fyr- ir löngu,” sagði Bert. “Eg vil auðvitað helzt, að það komi sem fyrst, en eg sé að það er nú orðið of seint. Við höfum náttúrlega það versta af því öllu saman, eins og nú er komið.” “0 ,eg veit ekki,” sagði Tom, sem var að reykja pípu sína, hæglátur eins og hann var vanur. “Verkamanna samtökin era að verða öflugri með degi hverjum. Eg man eftir því, þegar ekki var nokkurt verkamannafélag til í Californíu. Hugsið um breytinguna, sem orðið hefir á seinni árum, hærra kaup, styttri vinnu- tími og alt miklu betra.” “Þú talar eins og þessir náungar, sem hafa það fyrir atvinnu, að fá menn til að ganga í verkamanna félögin,” sagði Bert háðslega. “þeir eru oftast að tala við heimskingja, og þeir treysta á það. En við vitum1 betur. Við vitum, að það kaup, sem verkamennimir í fé- laginu fá nú, fullnægir ekki þörfum þeirra eins vel eins og ])að kaup gerði, sem þeir fengu áður en nokkur verkamannafélög voru til. Þeir hafa okkur alveg í hendi sinni. Hvernig gengur það í San Franeisco? Þar vinna þessir verka- mannaleiðtogar nú meiri óþokkabrögð, heldur en stjórnmálaskúmarnir nokkum tíma gerðu. Ef þú hlustar á alt, sem þér er sagt, Tom Brown, þá munt þú heyra, að allir trésmiðir í Frisco fái fult kaup, það sem verkamannafélög- in heimta. Trúir þú því? Eg má segja þér það, að það er haugalýgi. Það er ekki sá tré- smiður til í Friseo, sem ekki skilar aftur tals- vert miklu af sínu kaupi til verkyeitandans á hverjum borgunardegi. Svona eru verkamanna- samtökin í San Francisco. Leiðtogarnir skemta sér í Evrópu á því, sem þeir narra út úr þess- um ræflum. Þeir era ekki að segja frá þessu. Þeir kæra sig ekki um að lenda í tugthúsinu.” MALDEN ELEVATOR COMPANY, LIMITED Stjðmarleyfi og &byrg:5. ACalskrlfstofa: Qraln Eichange. Wlnnlpeg Stocks - Bonds - Mines - Grains Vér höfum skrifstofur I öllum helztu borgum t Vestur-Canada, og elnka slmasamband viO alla hvelti- og stockmarkaOi og bjöOum þvl tlö- sklftavinum vorum hina beztu afgrelOslu. Hveltlkaup fyrir aCra eru höndluO meC sömu varfœrni og hyggindum, eins og stocks og bonda. LeitiO upplýsínga hjá hvaOa banka sem er. KOMIST I SAMBAND VIÐ RAÐSMANN VORN A PEIRRl SKRIFSTOFU, SEM NÆST YÐUR ER. Winnlpeg Reglna Moose Jaw Swlft Current Saskatoon Calgary Brandon Rosetown Gull Lake Asslnibola Herbert Weybum Biggar Indlan He&d Prlnce Albert Tofield Edmonton Kerrobert Tll aO vera viss, skrlfiO 6. yOar Bills of lading: "Advlae Malden Elevator Company, Limited, Grain Exch&nge, Wlnnipeg.”

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.