Lögberg - 02.05.1929, Page 2

Lögberg - 02.05.1929, Page 2
BIb. 2. LÖGBERG FIMTUDAGINN 2. MAl 1929. Ferðaminningar Eftir Kristófer Ólafsson. Birtar meS leyfi Siggeirs ÞóríSar- sonar, Cypress River, Man. Karl fyrverandi félagi minn beyddi mig aÖ heimsækja í Gauta- borg Þorvald Grönvold, móður- bróður sinn; fórum við nú að leita hans, en sú leit varð árangurslaus, fundum við hann ómögulega og leituðum þó í öllum kirkjugötum borgarinnar, símaskrám og adressu- bókum lögreglunnar. Síðan leið- réttist það, að götunafnið í adress- unni, sem við höfðum var skakt. Klukkan níu um kvöldið gáfum við upp leitina og lögðum af stað. Gekk 'það hægt og sígandi, því rétt leið út úr borginni var vandrötuð og reyndar altaf. Komumst við fljótt að því, að hér var ekki eins gott að rata eins og i Danmörku. Spurð- um við vegfarendur, sem við mætt- um oft til vega, urðu allir vel við því og leiðbeindu okkur eftir beztu getu. Þegar fór að dimma, fórum við að litast um| eftir gististað, þeg- ar það var árangurslaust, spurðum við kunnuga menn, sem um veginn fóru. Fengum við þær upplýsingar að töluverður krókur væri til opin- bers gististaðar. Til að losna við þennan krók, tókum við það ráð, að Ieggja okkur í heystakk á meðan svo var dimt að við ekki gátum lesið á kortið, því án þess gátum við ekkert ratað. Lítið varð úr svefni fyrir okkur þó gott væri veður og sæmilega færi um okkur. Klukkan hálf fjögur, eftir þriggja tíma hvíld, héldum við af stað aftur. Um fótaferð komum við að mynd- arlegum bónda-bæ. Höfðum við mikla þörf fyrir morgunkaffi eft- ir næturferðalagið, svo við fórum heim og kvöddum til dyra. Kom út berfætt kona, bárum við upp erindið við hana og greindum á- stæður, að við hefðum verið á ferð- inni um nóttina mikið til og ekki hitt fyrir neinn opnberan gestastað. Tók hún vel bón okkar, en gaf okk- ur þó homauga, um leið og hún bauð okkur inn, eins og hún væri að velta því fyrir sér hvort þessir náungar gætu verið beiningamenn Fengum við rúg-kaffi vel útilátið, sem kom sér vel, því við vorum svangir, höfðum ekki gætt þess að hafa mat með okkur. Um leið og við þökkuðum fyrir okkur og fór- um, spurðum við hvað við ættum að borga, hún tiltók fimtíu aura, en við fengum henni tvær krónur, svo hún gæti sannfærst um að við værum ekki beiningamenn, virtist hún verða bæði þakklát og hissa, mun hún hafa haldið að við hefðum Iítil skildingaráð. Rétt eftir há- degið, komum við að búð, þar sem við gátum fengið mat, þótti okkur líka mál til komið og borðuðum mikið. Sagði búðarþjónninn okkur að þaðan væri skamt til Börketorps. Þegar við komum til Börketorps komum við þar-í búð og spurðum frú, sem þar var, hvar Líbet Bör- sell ætti heima í þorpinu. Sagði hún að fljótlegt væri að gefa þær upplýsingar og vatt sér út í búðar- dyrnar og benti ökkur á tvö stór, hvít hús fimm mínútna gang þar frá og sagði að þama ætti hún heima. Um leið og við kvöddum sagði hún og kýmdi, að þar væru f jórar aðrar ungar dætur. Þegar við komum heim að húsinu, stóð Börsell hús- bóndi fyrir dyrum og bauð okkur inn og var hinn artugasti. Kom svo Lísbet að vörmu spori og kynti okkur fyrir foreldram sínum og systkinum. Hlvíldum við okkur nú dálitla stund, borðuðum og röbb- uðum við fólkið, sem okkur leist strax svo sérlega vel á. Spurði hús- bóndinn mikið um ísland, fundum við að hann gerði sér góða grein fyrir hvernig þar væri umhorfs. Seinnipart dagsins var okkur sýnd myllan og umhverfið, sem við vor- um mýög hrifríir af; veðrið ýar líka dásamlegt. Fjölskyldan gjörði líka alt, sem í hennar valdi stóð til að skemta okkur sem mest og bezt. Var okkur boðið að vera um kyrt daginn eftir, sem við þáðum með þökkum. Daginn eftir var ljómandi veður, fórum við sex saman göngu- túr að vatni, sem lá klukkutíma gang frá þorpinu. Voru þar tveir bátar, sem Börsell átti, vélbátur og róðrarbátur. Fórum við á bát- unum víða um vatnið, sem var stórt, með mörgum fallegum skógivöxn- um hólmum. Var þetta skemtilegt ferðalag, í blíðalogni og sólarhita. Þegar við komum í land aftur synti allur hópurinn í vatninu aftur. Kaffi, sem við höfðum með okkur, lagði kona, sem þarna átti heima í hrörlegum kofa, á meðan við syntum. Þegar við komum að vitja um kaffið, var konan búin að leggja á borð fyrir okkur úti á milli trjánna og var það vel til fundið. Settumst við þvínæst að snæðingi, var hóp- urinn glaðvær og hátalaður, gekk það hreint ekki orðalaust að koma niður kaffinu. Eftir kaffið tíndum við bláber og borðuðum, var þarna af þeim hin mesta gnægð um alla ásana á milli tránna. Komum við ekki fyr en seint heim glöð og á- nægð með daginn, því við höfðum skemt okkur ágætlega. Börsell var búinn að vera i Björketorp í fjög- ur ár. Áður bjó hann á stórum búgarði lengra inni í landinu. Starf- rækti hann þarna feiknar stóra kornmyllu, sem gekk fyrir rafur- magni. Ibúðarhúsið er stórt og mikið, skrautlegt og velumgengið, með stórum og fallegum blómgarði í kring. Rétt hjá myllunni stóð vefnaðarverksmiðja, sem tengda- sonur Börsells rak. Þar var verið að vefa gluggatjöld. Alt gekk þetta fyrir rafurmagni. Nú máttum við til að fara að hugs til ferðar og skilja við þetta skemtilega heimili. En af stað fórum við þó ekki fyr en kl. hálf sjö um kvöldið. Fólk- inu þótti alt of heitt fyrir okkur að hjóla á meðan heitast var, ítvo það varð úr að við fórum að tína jarðarber með unga íólkinu, tíndum við lítið meira en við átum og flýtt- um víst ekkert fyrir. Fylgdu okkur úr hlaði innilegustu heillaóskir frá allri fjölskyldunni, sem er alls fjórtán manns, og sumt af yngra fólkinu fylgdi okkur á veg og talaði um að koma til íslands og heimsækja okkur félaga. Hús- bændumir sögðu að við værum vel- komnir til Björketorp, ef við ættum afturkvæmt til Svíþjóðar. Tókum við margar myndir, sem við lofuð- um að senda. Skildum við eftir nokkur póstkorst af íslandi og lof- uðum að bæta við það þegar við kæmum heim. Er þetta eitt hið huggulegasta heimili, sem eg hefi komið á. Fólkið var alt svo svip- fallegt og Ijúfmannlegt, kátt og vel vanið. Þau ibáru það líka með sér gömlu hjónin að eitthvað var í þau spunnið. Hefði maður vel getað búist við, að þau væru fimtán árum yngri en þau voru, eftir útliti að dæma. Samt voru þau íbúin að koma tólf efnilegum börnum til sjálfbjarga aldurs. Mikið unnu þau og mikið hafa þau unnið, en lífs- glöð hafa þau verið og ánægð með sitt hlutskifti, þótt ekki hefðu þau fullar hendur fjár. Eg minnist heimilis þeirra með hlýjum hug og virðingu, því það er fögur og full- komin fyrirmynd. Móttökunum í Björketorp munum við félagar seint gleyma, slíkar móttökur eru sjaldgæfar fyrir ókunna útlendinga. Frá Björketorp fórum við til Var- berg, komum við þangað um tíu- leytið og tókum okkur gistingu á járnbrautarhótelinu. Varberg og sveitin þar í kring, er einstaklega hlýlegt pláss. Margir reisulegir og vel hirtir búgarðar og fólkið svo vingjarnlegt og aðlaðandi. Þann ii. júlí héldum við í gegnum Falkenberg, er þar gömul kirkja bygð í fallegum stíl. Þegar við höfðum hjóíað eina mílu frá Kalk- eríberg, komum við í þorp, ætluðum við að hjóla rakleitt í gegnum það án þess að stoppa. Var eg dálítið á undan og hélt mína leið þngað til eg sá að eg hafði tekið skakka götu út úr þorpinu, svo eg stoppaði til að bíða eftir Ragnari, því eg taldi víst að hann mundi koma von- bráðar á eftir, en hann kom ekki, leidldist mér brátt að bíða, svo eg fór til baka og leitaði hans, en árangurslaust. Taldi eg þá víst, að hann hefði hjólað réttu leiðina til Halmstad, því þangað ætluðum við um kvöldið, svo eg fékk mér bíl og ætlaði að ná honum í skyndi, en það gekk ekki fljótt fyrir sér, fór eg alla leið til Halmstad án þess að finna Ragnar. Fór eg á járn- brautar-hótelið og spurði eftir hon- um, því þangað datt mér helzt í hug að hann mundi leita, en hann hafði ekki þar komið. Beiddi eg þar um herbergi, því myrkt var og framorðið, en fékk þær upplýsing- ar, að öll herbergi væru upptekin, símaði þá hótelþjónn, eftir beiðni minni á önnur hótel borgarinnar, en alstaðar kvað við sama sagan, að alt væri upptekið. Horfði málið í- skyggilega við fyrir mig, þar sem hvergi var hægt að fá herbergi, og þar að auk var eg búinn að tapa af Ragnari, en hann var með alla okk- ar peninga og' ferðakost. Stúlka, sem var á skrifstofu hótelsins sagði mér þá, að hún þekti konu, sem hefði herbergi, sem eg myndi geta fengið ef eg vildi, sagðist eg vera henni þakklátur, ef hún gæti út- vegað mér það. Símaði stúlkan til konunnar og var það afráðið með það sama, að eg gisti hjá henni um nóttina. Þessi kona var mjög art- ug og gestrisin, fékk eg hjá henni ágætt herbergi. Sagði eg henni strax að eg væri peninaglaus þang- að til eg hitti hinn týnda féaga minn, Saskatchewan manni líður 100% betur Mr. L. Siaud Talar Lofsamlega um Dodd’s Kidney Pills. Nýrnaveiki Gerði Hann Máttfar- inn og Olli Honum Augnveiki. Forget, Sask., 29. apríl (einka- skeytijf—- “Á undanförnum árum hefi eg haft nýrnaveiki, sem hefir gert mig máttfarinn og augnveikan”, segir Mr. L. Siaud, sem hér er al- kunnur borgari. “Síðan eg fór að nota Dodd’s Kidney Pills líður mér 100 procent betur. Eg vil að allir, sem þetta lesa, sannfærist um, að það er betra að taka tvær Dodd’s Kidney Pills þrisvar á dag, heldur en þurfa að fara á spítal- ann.” Það sem mest á ríður til að halda heilsu, er að jiýrun séu í lagi. Ef þau eru það, þá hreins- ast alt óholt etfni úr blóðinu. Ef nýrun eru veik, þá safnast þessi óhollu efni fyrir í blóðinu og veik- ir allan líkamann. Dodd’s Kidney PiIIs halda nýr- unum heilbrigðum og gera þau þar með hæf til að hreinsa blóðið. Fólk, sem er veiklað og mátt- farið, ætti að reyna þær. sagði hún að það skifti ekki máli fyrir sig hvað gistinguna snerti, því eg mundi borga þó síðar væri. Þótti mér vænt um traustið, sem kerlingin bar. strax til mín undir þessum kringumstæöum. Morgun- inn eftir fór eg strax á lögreglu- stöðina, til að kunngera þar vand- ræði min og fá hjálp til að hafa upp á Ragnari. Brást lögreglan vel við því og hét mér þeirri hjálp, sem hún gæti í té látið. Var strax látið boð út ganga meðal lögreglu- þjóna, að reyna að hafa upp á Ragnari. Því n!ú var eg prðinn hræddur um að eitthvaö hefði orð- ið að honum og smíðaði í hugan- um ýmsar griur því viðvíkjandi Um kl. ellefu var símað til min frá járnbrautarhótelinu, að Ragnar væri þangað kominn, og varð eg mikið glaður við þau tíðindi. Varð með okkur hinn mesti fagnaðarfundur, eins og við hefðum ekki séðst lengi. Vorum við hver í sínu lagi hrædd- ir um að við myndum ekki nú sam- an fyr en í Kaupmannahöfn. Fór- um við strax á lögregluskrifstof- una til að kunngjöra þar samfundi okkar. Höfðum viS komið báðir um líkt Ieitj til Halmstad, þó hefir Ragnar verið aðeins á undan, því hann fékk síðasta rúmið, á hótel- inu, sem hann gisti á, en þegar eg kom voru öll rúm upptekin á því hóteli, var reynt að fá þar gistingu fyrir mig. Ragnar hafði farið ann- an veg en eg til Halmstad, svo ekki var von að eg næði honum. Vorum við þennan dag um kyrt i Haimstad, að skoSa okkur um. Er þar ljóm andi fallegur listigarður, sem Tivoli heitir. Spilar þar hljómsveit tvisvar á dag og var þá margt þar um manninn, skemtum við okkur þar ágætlega. Gistum við nú báðir hjá gömlu konunni, sem heitir Beata Erickson og býr í Bankgatan 2. Lét hún afskaplega mikið með okk ur, gekk okkur illa að fá hana til að trúa því, að við værum bænda- synir frá íslandi. Bar hún hvað eftir annaS upp á mig, að eg væri að skrökva að sér, því eg hlyti að- vera barón eða greifi, sagðist strax hafa séð það, þegar hún sá mig og að annað fólk væri sér samdóma um það. Eg maldaði í móinn og gat ekki stilt mig um að hlæja aS hugmyndaflugi gömlu konunnar. Gamall skipstjóri vinur gömlu kon- unnar, sem studdi hennar mál, hélt því fast fram, að eg væri miljóneri, þá þótti mér skörin færast upp í bekkinn, þvi eg vissi ekki til að eg hefði gefið neitt tilefni til slíkra hugleiðinga og ályktana. Sagði eg þeim þar á móti að eg væri lítt efn- aður og ætlaði að verða bóndi upp undir jöklum á íslandi, en |>ví var ekki trúaS. Héldu gömlu hjúin því fast fram, að eg leyndi óðals- nafni ættar minnar og nefndi mig bara skírnarnafninu, og þó að eg væri ekki greifi eða barón, þá væri faðir minn það, en að eg væri eða yrði bóndi, þaS töldu þau ekki geta komið til greina, því bændur eða bændasynir ferSuðust ekki svona. Þannig þóttust þau sanna mál sitt. Svo fór að lyktum, að við gáfumst upp við að sannfæra þau, enda skifti það litlu máli hvað þau héldu. Á milli Gautaborgar og Björke- torps í Veskadal hittum við gaml- an bónda, að máli, þegar hann heyrÖi að við værum >frá íslandi, sagSi . hann: “Allstaðar búa menn, bæði á Spitzbergen og íslandi,” og einnig í Svíþjóð, bætti eg við. Á fram angreindum atburðum og fleiru sá eg, að oft gerir fólk sér skrítnar hugmyndir um það, sem það þekk- ir ekki. Þann 13. júlí vakti gamla konan okkur með kaffi klukkan fjögur um morguninn, því nú ætluðum viS að hafa langa dagleið og heitt að hjóla um miðjan daginn. Skaffaði hún okkur saftblöndu i nestið við þorstanum. Um leið og við kvödd- um barmaði hún sér ’yfir því, að hún mundi ekki fá aS sjá okkur aftur, við töldum það nú líklegra, en þó væri ekki hægt að fortaka það. Lofuðum við að skrifa henni og senda myndir frá íslandi. Hjól- uðum við nú í krafti laganna, því nú var ferðinni heitið til Helsing- ör. Fórum við meS ströndinni i gegnum Laholm og Engelholm. Um daginn hittum við hjón að máli, voru þau við heyskap. Létu þau undrun sína í ljósi yfir því, að eg skyldi vera íslendingur svona stór og ekki minkaði undrun þeirra þeg- > ar eg sagði þeim að margir íslend- ingar væru mun stærri en eg. Skoð- UÖum við okkur dálítið um í Hels- ingborg, eru þar mörg vegleg mann- virki. Nú vorum viS að skilja við Svíþjóð, glaðir og ánægðir yfir ferðalaginu þar, en hryggir yfir því að geta ekki verið þar lengur og notið þess unaðar og yndisþokka, sem hvarvetna varð þar á vegi okk- ar. Til Helsingör komum við klukk- an að ganga átta um kvöldið. ByrjuSum við á að leita þar uppi Stengaden 57, bjó þar íslenzk stúlka sem Ragnar þekti, Sigríður Hagan frá Akureyri. Er hún þar hjá ís- lenzkum lækni Sigtryggi Kaldan Eiríkssyni frá Reykjavík. Kona hans er dönsk, en í þriðja eða f jórða liÖ af Stephensens ættinni og þaraf- leiðandi frænka mín. Var þarna stödd systir læknisins, Láretta Hag- an, kona Haraldar Hagan úrsmiðs í Reykjavík og dönsk stúlka, sem les norrænu Og hafði verið fjóra mán- uði heima á íslandi að læra íslenzku og talar hana ágætlega. Var þarna tekið á moti okkur tveiin höndum. Ætluðum við að fá okkur gistingu í gistihúsi þar nærliggjandi, en lækríirinn afstók það með öllu, sagðist hafa fjórtán herbergi í hús inu, og með þeim húsakynnum mundi það þykja þunt heima í sveit- um á íslandi, að geta ekki lofað tveimur mönnum að vera, og þar með var það látið vera útrætt mál. Þegar viS vorum búnir að þvo okkur og borða, keyrði læknirinn með okkur út á landið, vorum við sex í bílnum og sungum látlaust alla leið falleg íslenzk lög. Eftir að við komum heim aftur, skemtum við okkur við dans og hlóðfæra- slátt fram á miða nótt. Miöviku- daginn þann 14. júlí vorum við um kyrt í Helsingör í góðum fagnaði. Var þar mikið um dýrðir, tilefni þess var sex hundrúð ára afmæli bqrgarinnar. Voru flestar götur borgarinnar sópaðar og prýddar og fánum skreyttar. Skoðuðum við hinn forna ramgyrta kastala, með sínum draugalegu fangelsum niðri í jörðinni, sem fræg eru fyrir pynt- ingar sænskra hermanna. 1 inn- gangi fangelsisins, var höggmynd af Holgeir danska, sat gamli mað- urinn í stól. Munnmælasögu heyrði eg um það, að hann hefði deplaÖ öðru auganu, karlinn, rétt áður en stríðið hófst 1914. Utan við borg- ina var afgyrt svæði, þar sem aÖal- hátíðahöldin fóru fram. Var þarna mikið um dýrðir og margt að sá. MeÖal annars reyndu gestirnir sig á því_ að skjóta til marks, reyndi VwésTeel/ \STEEL CLAD/ ^barnsL BÆNDAB YGGING AR Fáið þessa bók áður en þér byggið uw Hún kennir yður að búa til betri og traustari byggingar Sendist án endurgjalds, þá um beðið. Vér búum einnig til CULVERTS, VATNSKASSA, KORNGEYMSLUHÚS, LOFT- KLÆÐNINGAR, BRUNNKASSA, BRUNNUMGJÖÐIR. Skrifið eftir upplýsingum og verði WESTERN STEEL PRODUCTS LIMITED WINNIPEG ___ Calgary, Edmonton, Regina, Saskatoon, Vancouver, Victoria WESTERN STEEL PRODUCTS LIMITEO ERTU MATTFARINN? “Eg var máttfarinn og heilsan var veil, áður en eg fór að taka inn Nuga-Tone”, segir Mr. H. Ruf- ener, Dillon, Kans. “Eg hefi not- að nokkrar flöskur alf því, og síð- an er eg eins og annar maður.” Þessu líkt segja þeir vanalega, sem Nuga-Tone nota. Það hefir veitt miiljónum manna betri heilsu og einnig meiri andlega orku. Uuga-Tone eykur matar- lystina og bætir meltinguna, lækn- ar höfuðverk, svima, nýmaveiki og blöðrusjúkdóma, styrkir taug- arnar og stælir vöðvana og gerir fólk feitara og sællegra. Reynið Nuga-Tone. Þér getið fengið það hjá lylfsalanum, og ef það reynist ekki eins og sagt er, þá er pen- ingunum skilað aftur orðalaust. eg það einu sinni, og fékk silfur- skeið, sem fyrstu verðlaun fyrir fyrsta flokks skot. Á fimtudáginn kvöddum við kunningjana í Helsingör og héldum áleiðis til Kaupmannahafnar, er þar á milli góður vegur og skemtileg leið. Meðfram ströndinni eru marg- ir sumarbústaðir og baðstaðir. Stoppuðum við dálítið í Lingby, er það smáþorp rétt utan við Kaup- mannahöfn, er þar smáfrítt og vinalegt umhverfi. Heimsóttum við þar kaupmann frá Kaupmannahöfn, vorum við hjá honum alt kvöldið í bezta yfirlæti. Þegar við fórum var komið myrkur, svo við fengum lánaðar luktir á hjólin, því við höfðum engar. Þegar við komum í útjaðar Kaupmannahafnar slokn- aði á báðum luktunum, svo við gátum ekki kveikt aftur. Var þetta óefnilegt fyrir okkur, því við þurft- um að fara þvert í gegnum borg- ina og komin var nótt. Hjóluðum við nú ljóslausir hægt og gætilega, því við máttum búast við á hverri stundu að lögreglan kæmi auga á okkur og léti okkur borga sekt fyr- ir að hjóla ljóslausir um hánótt, vorum við, fljótir að stíga af hjól- unum, ef við nálguðumst lögreglu- þjón. Gekk þetta næturferðalag betur en við mátti búast, því við sluppum ósektaðir inn í Missións- hótelið i Helgolandsgötu kl. 3 um nóttina. Daginn eftir byrjuðum við á því, að útvega okkur far með e.s. Botníu til íslands. Átti hún að leggja af stað þann 20. júlí kl. sex síðdegis, svo við höföum fimm daga til und- irbúnings. Notuðum við þann tíma vel og dyggilega til að skemta okk- ur og skoða borgina, vorum við þá daglegir gestir í Tivoli og á Vífli, sem er fínasta kaffihús borgarinn- ar. Vorum við mikið hrifnir af Tivoli, er það líka heimsfrægur staður. Horfðum við hugfangnir á ljósadýrðina, flugeldana, blóm- skrúðið og hina dásamlegu og hrika- legu leikfimi, sem þar var sýnd bæði af mönnum og skepnum. Er það hrikaleg sjón, að sjá mann koma í bíl úr háalofti, sem rennur eftir flugbröttum örmjóum járn- teinum, fór bíllinn, með manninum í yfir sig í loftinu áður en hann kom niður, um leið og járnteinun- um slepti, sem neðst voru beygðir upp á við, hentist bíllinn langa leið í lausu lofti, féll niður á fjaðradínu, fanst mér þá létta hjarta mínu. Fa,nst mér þetta likjast fíflslegri ofdirfsku og alt að því skilt nauta- ötunum á Spáni, sem eru hóflaus skemtun. ,Nokkrum sinnum fórum við í “Cirkus,” höfðum við af því ágæta skemtun, er það líka fróðlegt fyrir þá, sem ekki hafa séð slíkt áður. Þessa daga kyntumst við og heim- sóttum íslenzk fyrirmyndarhjón, eru það þau Þórður Jónsson og Steinunn kona hans, sem búa í Caldinggade 20 á þriðja sal. Sögðu mér kunnugir að heimili þeirra væri griðastaður bágstaddra landa í borg- inni. Heilan dag vorum við að skoða dýragarÖinn, urðum við að fara þar fljótt yfir sögu, því margt var þar að sjá, sem við höfðum aldrei augum litið áður, hefði eg vel getað unað mér þar vikutíma. Síðasta daginn fórum við að skoða Frið- riksborgarslot. Gaf þar að líta prúðbúna list forenaldarinnar í stóru safni. Þriðjudaginn 20. júlí kvöddum við Kaupmannahöfn og stigum á skip, glaðir og ánægðir með ferða- lagið og yfir því að koma nú von- bráðar heim á gamla Frón aftur. Fengum við dáamlegt veður, svo lítið varð vart sjúkleika meðal far- þegar. Voru líka margir samhent- ir með að drífa tíðina, með glaum og gleði til að dreifa hug þeirra, er minni voru sjógarpar. Kom skipið við í Þórshöfn í Færeyjum, en stoppaði lítið. Gátum við aðeins skotist í land, en höfðum sem sagt engan tíma til að litast þar um. Þórshöfn er fátæklegur fiski- mannábær, með mjóum götum og lágreistum byggingum. Langvarandi kúgun hefir líka sniðið Færeyingum þröngann stakkinn til framfara og velmegunar. Að lita upp til lands- ins fanst mér fagurt og æfintýra- legt. Sigldum við skamt fyrir framan Kirkjubæ ; gátum við gert okkur góða grein fyrir staðnum í sjónauka. Var þar reisulegt heirn^ að líta og stórt ræktað tún. Er’ Kirkjubær líka mesta höfuðból Færeyja, býr þar frelsishetja þjóð- arinnar Jóhannes Paturson, er hann þjóð sinni álíka “sverð og skjöld- ur” eins og Jón Sigurðsson var ís- lendingum á sinni tíð. Til Vest- mannaeyja vorum við komin sem sagt áður en maður vissi af, veðrið var svo gott og tíminn leið svo fljótt. Var eg dálítið stoltur af því að eg var fyrsti maður á skipinu, sem kom auga á jökul-kórónu Ör- æfajökuls, þegar eg kvað upp úr með þetta vildu samferðamenn mín- ir neita því, sögðu að við værum svo langt undan landi að það gæti ekki borið sig, að eg sæi land, leit þá stýrimaður í sjónauka sinn til að skera úr málinu og dæmdi mér sigurinn. Til Reykjavíkur komum við síð- ari hluta dags, þann 25. júlí. Beið eg þar nokkra daga eftir skipsferð til Borgarness, notaði eg tímann til að heilsa upp á kunningjana. Niú skildu leiðir okkar Ragnars, hélt hann áfram með skipinu til Akureyrar. Þegar til Borgarness kom var pabbi þar kominn til að sækja mig, varð þar fagnaðarfund- ur. Þótti okkur gaman að hittast aftur glaðir og hressir. Gaman þótti mér að ríða upp Borgarfjörð- inn á Messuðum léttvígu klárunum mínum, og virða fyrir mér Eiríks- jökul og félaga hans frammi við dalbotnana. Oft hafði hugurinn reikað um þessar slóðir á meðan eg var í burtu þó það væri ekki lengi. Hvarvetna mætti eg vinum og kunningjum, sem buðu mig hjart- anlega velkominn í Borgarfjörðinn aftur. Heim að Kalmanstungu kom eg þrítugasta júlí. Þótti mömmu vænt um að sjá drenginn sinn aft- ur hressan og kátan. Nú fann eg það vel, hve gaman er að koma heim, þegar maður er búinn að vera langt i burtu ,og nú get eg vel skil- ið tilfinningar sannra íslendinga, þegar þeir eygja íslenzka f jallatinda eftir langa fjarvist. Að síðustu vil eg minnast ferða- félaga minna með þakklæti; voru þeir skemtilegir og aðlaÖandi fé- lagar, sem eg fann að mikið traust var að. Munum við hver í sínu lagi lengj minnast þessa ferðalags. fEndir). Sumar LeyEi ÓDÝRT FARGJALD sk eMti Fe R D I R Farseðlar Til Solu 15. MAI til 30. SEPT. Heimkoma Bundin Við 31. OKTÓBER 1929 AUSTUR CANADA Skemtistaðir á Austurströnd. Einnig í iQuebec og Ontaro. STÓRVÖTNIN Skemtileg tilbreytni fyrir yður á þeirri leið. FERÐIR YFIR HAFIÐ Um Bretlandseyjar og Meginlandið. KYRRAHAFSSTRÖND Skoðið á leiðinni: Banff, Lake Lake Louise, Emerald Lake og aðra fræga staði í fjöllunum. TIL ALASKA Æfintýralandsins í norðri. VESTURSTRÖNDIN — Van- couver Island—Fimm daga för meðfram Vesturströndinni, Fáið allar upplýsingar hjá farseðla umboðsmanninum CANADIAN PACIFIC MARTIN & CO. VORFATNADUR Frámunalega lágt verð Og þér getið borgað vikulega NIDUR 20 vikur til að borga afgang- inn jafnframt og þér notið fötin Þér getið komið inn í búð vora með $5.00, og farið út með al- fatnað eða yfirhöfn. Föt sem þér eruð ánægðir með, og svo haft 20 vikur til að borga af- ganginn. OPNIÐ VIÐSKIFTAREIKNING STRAX í DAG KVEN YFIRHAFNIR $15.95 tll $55.00 ALFATNAÐIR $19*75 tll $35.00 KJÓLAR $9.75 til $25.50 FOX CHOKERS $24*75 til $45.00 KARLM. ALFATNAÐIR $19.75 til $49*50 Föt sem vér ábyrgjumst. YFIRHAFNIR $19.75 til $35.00 BORBUNAR SKILMALAR ERU ÞÆGILEGIR Búðin opin á laugardagskveldin til kl. 10. MARTIN & CO. EASY PAYMENTS LTD. Á öðru gólfi í Winnipeg Piano Bldg. Portage og Hargrave L. Harland, ráðsmaður.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.