Lögberg - 23.05.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.05.1929, Blaðsíða 1
42 ARGANGUR , WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 23. MAÍ 1929 NÚMER 21 /poc= U o L Helztu heims-fréttir 0<=* J Canada Manitoba háskóilinn hafir veitt fimm mónnum heiðurstitilinn Doctor of Laws (LL.D.) . Þeir eru: Rev. G. A. MacBeth, Vancouver; Chester Martin, prófessor við Manitoba hástólann, en sem nú er að fara til Toronto; Dr. Walt- er C. Murray, forseti háskólans í Saskatchewan; Dr. H. M. Ami, forstjóri Canadian Sdhool of Pre- history in France, og D. M. Dunc- an, umsjónarmaður alþýðuskól- anna í Manitoba. * * * Hinn nýkosni hershöfðingi Hjálpræðishersins, Edward J. Higgins, er væntanlegur til Can- ada í ágústmánuð' í sumar; ætlar hann að ferðast um Vestur-Can- ada seint í sumar eða haust. * * * Aðfaranótt sunnudagsins, hinn 12. þ.m. varð bílslys mikið og hræðilegt á Henderson brautinni, niður með Rauðánni að austan- verðu. í bílnum voru tveir ungir menn, Leonard Peferson og Robert Russell, og tvær stúlkur, Joan Ray og Victoria Jowers. Varð bíllinn fyrir strætisvagni á hraðri ferð, og mölbrotnaði. Robert Russell meiddist svo að hann dó eftir fáar klukkustundir. Hinn pilturinn og báðar stúlkurnar me,iddust öll stórkostlega, og hafa þau öll leg- ið á spítala síðan. Var þeim naumast hugað líf fyrstu dagana, eða ekki piltinum að minsta kosti, en nú er sagt að þau séu öll á batavegi, og góð von um að þau muni ná sér aftur. Leonard Pet- erson er sonur Magnúsar Peter- son bæjarskrifara í Winnipeg. * * * E. H. Colemen, lögmaður í Win- nipeg, hefir verið skipaður skóla- stjóri (Dean).við lagaskóla Mani- tobafylksis. Hefir það embætti verið óveitt síðan J. T. Thorson sagði því lausu, fjTÍr þremur ár- um, þegar hann var kosinn sam- bandsþingmaður. Hefir H. A. Robson lögmaður og þingmaður gegnt því síðan, en aðal verkinu við skóiann mun E. Leach, LL.B., hafa gegnt síðan Mr. Thorson sagði þessu embætti lausu. Hann hefir verið kennari við skólann í mörg ár og hefir Ihann þótt leysa starf sitt prýðis vel af hendi. Heldur hann áfram að vera kenn- ari við skólann. * * * Þeir Hon. W. J. Major, K.C., og Hon. W. R. Clubb, eru aftur orðn- ir ráðherrar og aflögðu þeir sinn embættiseið á laugardaginn í vik- unni sem leið. Eins og ménn muna, sögðu þeir af sér embættum sín- um í febrúarmánuði í vetur út af því, að þeir Shöfðu keypt hluti í Winnipeg Electric fél., um það leyti er félagið var að semja við stjórnina um Sjö-systra-fossana. Mun það mál lesendum Lögbergs enn í fersku minni. Þó þessir menn hefðu sjálfsagt betur látið ógert að kaupa hluti í Winnipeg Electric félaginu á þeim tíma, sem þeir gerðu það, þá munu nú flest- ir á einu máli um það, að í raun og veru hafi þeir ekkert gert, sem víta sé vert í þessu.efni, og megi þess vegna gjarnan vera ráðherr- ar og væntanlega mælist það ekki illa fyrir, þó Mr. Bracken hafi nú aftur skipað þá ráðherra, Mr. Major dómsmálaráðherra og Mr. Club ráðherra opinberra verka, eins og þeir áður voru. út af þessu verður aukakosning fram að fara í Morris kjördæminu, þar sem Mr. Clubb á þingsæti. En Mr. Major þarf ekki að vera endur- kosinn vegna þess, að hann er einn af þingmönnum Winnipeg- borgar, þar sem hlutfallskosning- ar eru viðhafðar. * * * Fylkisþinginu í Manitoba var slitið á föstudaginn í vikunni sem leið, eftir að hafa setið 52 daga og samþykt mesta fjölda af nýj- um lögum og lagabreytingum, eins og vant er, eitthvað 118 tals- ins. Má víst segja, að þingið hafi gengið bærilega, þó ekki liti vel út í fyrstu, þegar tveir af ráð- herrunum sögðu af sér, enginn vissi að hvaða niðurstöðu kon- unglega rannróknarnefndin mundi komast, og íhaldsmenn og verka- menn voru samtalka í því að gera eins mikið veður út af Sjö-systra- fossamálinu eins og þeir gátu. Ekki verður því heldur neitað, að þingið var dálítið stormasamt með köflum. En málin gengu frana samt sem áður og samþykti gerð- ir stjórnarinnar í þessu fræga fossamáli, þrátt fyrir alla mót- stöðu andstæðinga stjórnarinnar. Frjálslyndi flokkurinn studdi stjórnina og virðist hún nú fast- ari í sessi heldur en í þingbyrjun. * * * Blaðið Manitoba Free Press flutti sínar fyrstu fréttir á þessu ári, af uppskeruhorfum í þremur Sléttufylkjunum. Sáning hefir gengið vel og var hveiti að miklu leyti sáð fyrir 10. maí. Gekk sán- ing yfirleitt vel, því tíðin var víð- ast hentug til útivinnu. En tíðin hetfir alt til þessa verið köld, svo gróður er enn óvanalega lítill á þessum tíma árs. tírkomur hafa einnig verið mjög litlar. í öllum þremur iSléttufylkjunum mun hafa verið sáð hveiti í álíka margar ekrur eins og í fyrra, því þó þær séu töluvert færri í Manitoba, þá eru þær þeim mun fleiri í Alberta. Enn er vitanlega ekki hægt að gera sér nokkra verulega hug- mynd um, hvernig uppskeran muni verða í haust. * * * Robert Watson, senator, andað- ist á sunnudaginn var, á heimili dóttur sinnar, Mrs. McGregor, Brandon, Man. Hann var fæddur í Elora, Ont., 29. apríl 1853. Til jManitoba kom hann 23 ára að aldri, og var hér jafnan síðan. Sex árum eftir að hann kom vest- lr, var hann kosinn sambands- þingmaður. Átti hann þar sæti í tíu ár og var um tíma eini þing- maðurinn vestan Stórvatnanna, er frjálslynda flokknum tilheyrði. Árið 1892 sagði hann af sér sem sambandsþingmaður, og varð ráðherra opinberra verka í M^ni- toba og var þá kosinn fylkis þing- maður í Portage la Prairie. Hélt hann því embætti þangað til 1899 að Greenway stjórnin féll. En snemma á árinu 1900 var hann út- nefndur senator og hélt því em- bætti jafnan síðan. Mr. Watson naut jafnan mikils trausts al- mennings og þótti hinn nýtasti maður. Hvaðanæfa Hið mikla loftskip, Graf Zeppe- lin, sem sem snemma í vetur flaug frá Friedhrickshafen á Þýzkalandi til New York og heim aftur, lagði upp í aðra ferð fyrir skömmu og var ferðinni aftur heitið til New York. Foringinn var hinn sami og áður, Dr. Hugo Eckner. En nú gekk ekki eins vel og áður, því áður en loftskipið var all-Iangt koiúið, biluðu sumar afJ- vélarnar og sneri það þá aftur og lenti í ofviðri miklu Oig mkilli hættu, en hepnaðist þó að lenda, án þess að nokkurt manntjóji yrði, | Toulon á Frakklandi. Hafði loftskipið verið 40 klukku- stundir uppi í loftinu, þegar því hepnaðist að lenda. Innanborðs voru skipverjar 41 og farþegar 18 talsins. < Frá íslandi N Reykjavík, 9. ar. Á Völlum í Svarfaðardal hafa tvær kýr verið látnar út á hverj- um degi síðan snemma í marz og beitt lengri og skemmri tíma .á degi hverjum. Var önnur kýrin í 9 mörkum, þegar byrjað var að hleypa henni út, en græddi sig og var komin í 12 merkur undir mán- aðamótin. Á þrítugs afmæli danska ríkis- erfingjans (11. marz) var dreg- irin danskur fáni á stöng á sjúkra- húsinu “Gudmanns Minde” á Ak- ureyri. Yfir hjúkrunarkonan þar er dönsk og hafði hún leyfi spít- alalæknir (Stgr. Matt.), til að draga upp danska fánann. JEn þetta sárnaði mönnum mjög, sérstak- •lega skólapiltum. Fóru þrír þeirra fyrst niður að spítala og drógu fánann í hálfa stöng. En aftur kom fáninn að hún og hringdi þá bæjarstjóri til læknis og bað hann að sjá um að fáninn yrði dreginn niður, og fékk læknirinn hjúkrun- arkonuna til þess. En meðan hún var að því, komu skólapiltar fylktu liði og ætluðu að draga fánann niður með valdi. Þegar þeir komu upp í skóla aftur, kallaði Sig. Guð- mundsson skólastjóri þá saman og hélt yfir þeim ræðu fyrir minni ríkiserfingjans og lét þá hrópa nífalt húrra á eftir. Lauk svo þessu “stríði“, sem er skólanum til lítillar virðingar. Mokafli var kominn víða nyrðra, þegar Esja fór um seinast. Vél- bátur á Akureyri fékk þá einn daginn 6000 pund af rígaþorski hjá Gjögrum, og er mælt að við Eyjafjörð hafi varla sézt vænni fiskur. Annar bátur fékk um 900 pund á Amarnesvík. Norður í Núpasveit var kominn ágætur afli. Höfðu menn róið nokkra daga og rifið upp vænan fisk rétt utan við landsteiria. — Mgbl. Veganefnd bæjarstjórnar hélt fund í gær til þess að ræða um sundhallarmálið. Húsameistari ríkisins kom kom á fundinn og lagði fram nýjan uppdrátt. Er þar gert ráð fyrir einni sundlaug, 33% m. á lengd, en henni verður skift í tvent fyrst um sinn, 8 m. sjólaug í öðrum enda, en 25 m. vatnslaug í hinum. í húsinu verða 40 einmenningsklefar og 6 klefar fyrir 10 menn hver. Enn fremur tvær stofur fyrir íþróttamenn, snyrtingaklefar, þvottaklelfar og íbúð fyrir umsjónarmann. Við suðurhlið er sólbaðstaður, og er átælað að þessi sundhöll muni kosta 320 þús. kr. Nefndin félst á uppdráttinn í ðllum aðalatriðum, en vill þó þær breytingar, að hægt sé að koma fyrir kerlaugum, þar sem menn geti fengið sjóböð. Dómur var kveðinn upp í hæsta- rétti í gær í máli því, er Einar Jónasson ffyrv. sýslumaður höfð- aði gegn ríkisstjórninni. Krafðist' Einar þess, að ómerk yhði dæmd afsetning sín og skipun nýs sýslu- manns í Barðastrandarsýslu, að hann yrði settur inn í embætti aftur og að ríkisstjóm væri dæmd til að greiða sér 200 þús.. kr. skaðabætur fyrir álitsspjöll. — 1 undirrétti var rikisstjórnin sýkn- uð af þessum kröfum og staðfesti hæstiréttur þann dóm. Málið var flutt skriflega fyrir hæstarétti og flutti Einar það sjálfur, en Stefán Jóh. Stefánsson varði. Válbáturinþ Höskuldur kom í gær af reknetaveiðum með 50 tn. af síld. Seyðisfirði, 28. apríl. Að undanförnu þrotlaus illviðri með frosti og fannkomu. Allur gróður í jörðu hefir nálega ger- eyðilagst, en var orðinn svipaður því sem tíðast er í byrjun júní- mánaðar. t Sýslunefndarfundur Norður- Múlasýslu var haldinn hér og stóð í níu daga. Fundinum lauk þann 23. apríl. Svöhljóðandi til- laga var samþykt: “Aðalfundur sýslunefndar Norð- ur-Mjúlasýslu leyfir sér að skora á yfirstandandi Alþingi að veita ríflega fjárupphæð til akbrautar- lagningar yfir Fjarðarheiði, auk fjárveitinga til annara vega sýsl- rnnnar. Jafnframt beinir sýslu- nefndin þeirri áskorun til þing- manna sýslunnar, að þeir beiti sér fyrir framgangi málsins við rík- isstjórnina, svo og Alþingi.” Vestmannaeyjum, 27. apríl. » Óðinn tók þýzkan botnvörpung “Hamburg”, frá Altona, að ólög- legum veiðum á miðvikudag. Rétt- arhöld á fimtudag. Skipstjóri var dæmdur í 12,500 kr. sekt, afli og veiðarfæri gert upptækt. Þýzka eftirlitsskipið Ziethen! kom ihingað í gær. Um hádegisbilið kom upp eldur; í fiskimjölsverksmiðju Gísla J. | Johnsen, en var bráðlega slökt- ur. — Visir. Reykjavík, 29. apríl. * § Frú Ragna Thoroddsen, kona Guðmundar Thoroddsens prófess- ors andaðist í tfyrrinótt á heimili Katrínar læknis Thoroddsen, þar sem hún hafði verið sér til hress- ingar. Eldur kom upp í herbergi hennar um nóttina, og varð ekki vart fyr en Iherbergið var orðið fult af reyk, og hafði hún andast þar inni áður en að var komið. — Frú Regína Thoroddsen var dóttir séra Benedikts sál. Kristj- ánssonar prófasts á Grenjaðar- stöðum og frú Ástu Þórarinsdótt- ur, sem nú býr hér í bænum. Hún var aðeins 41 árs að aldri, fædd 23. júní 1887, gáfuð kona og fríð sýnum, en heilsulítil hin síðustu ár. — Vísir. Reykjavík, 30. apríl. í fyrradag andaðist Þorbjörg Helgadóttir á Marðarnúpi í Vatns- dal, móðir Guðmundar landlæknis og þeirra systkina. Hún var ní- ræð að aldri, fædd 6. nóv. 1839. 27. þ. m. Andaðist Ingunn Árna- dóttir að Dúki í Sæmundarhlíð í Skagafirði. Hún var systir Magn- úsar heitins Árnasonar trésmiðs og fóstra Jónasar H. Jónassonar. Hún var á öðru ári yfir nírætt. — Vísir. Háskólaprófin Skrá yfir þá, er útskrifuðust, eða hlutu verðlaun. Sir James Aikins Scholarship in English'—Junior Division in Arts and Science: Christine Hall- grimson. \ Doctor of Medicine: Thordar- son, Siggeir Stefán (Sask.); og Thorleifson, Wilfried Harold. Baöhelor of Science in Electric- Engineering: HjaUalín, Clifford Paul. Diploma Home Economics: Björnson, Unnur Elizabeth; Egg- ertson, Elín. Diploma Agriculture: Peterson, Thorvaldur. Diploma í Agriculture: Peterson, Johannes Adolph; Sigvaldason, Eric Ellsworth Marino. Bachelor of Arts: Bergman, Ethel; Gillis, Sigfús Valdimar; Gíslason, Beatrice Sigurbjörg; Johnson, Gytha. Master of Arts: Angantýr Árnason, B. A., Manitoba 1926; Major Canadian History, Minor Italian History. Thesis: “Iceland- ic Settlements in America. Arnason, Ingólfur Gilbert, B.A., Manitoba 1921; Major zoology; minor genetics; thesis: “The Blood Voscular System of Amhlys- toma Triginum (Green)i.” Sigurdson, Olof, B.A., Manito- ba 1927. Major Canadian History; Minor Italian Histor^. Thesis: Icelandic Settlements in Manitoba and Other Points in Am'erica, with a Brief Outline of Icelandic Histroy. V onbrigði Þeim, sem byggir borgir, birtast margar sorgir, því eins og blíðu blómin, sem bíða hinsta dóminn, hverfur alt og hrynur, — hjúpast gleymsku-slæðu. Bifast brjóst og stynur, bugað þungri mæðu. Eg ól í ungu hjarta æskuþrána bjarta. Mig langaði til að lifa, í lífsins bók að skrifa. Sælir sigurdraumar signdu hugsun mína. Glæstir geislastraumar, gljáfeld létu skína. Hve sár var ekki sorgin? Eg sá, að hrundi borgin Ó! hvað er ekki heimska, hverfulleiki — og gleymska Þó háa höllu reisi, hégóminn og prjálið, þá er hún ónýt hreysi — — einskisvert er tálið. Steinn K. Steindórsson. —Lesb. Æfintýramaður Hann fór með Byrd til Suðurpóls- ins—til þess að hvíla sig. Maður er nefndur Charlie Mc- Guinness og er íri að ætt. Hann er nú skipstjóri á skipi Byrds í Suður-íshafinu. Þegar hann fór frá New York og átti von á því að verða marga mánuði suður í pól- arísnum, kvaðst hann gera það til þess að hvíla sig. —Eg hefi setið í fangelsi í mörgum löndum og verið ákærð- ur á mörgum tungumálum, mælti hann. Eg slepp þó að minsta kosti við þau óþægindi suður í íshaf- inu. Hann er aðeins 36 ára gamall og æfisögu sína segir hann á þessa leið: — Eg strauk að heiman, þegar eg var 15 ára og réðist í sigling- ar. Það er sjómannablóð í æðum mínum og faðir minn var skip- stjóri. En hann vildi, að eg yrði lærdómsmaður. Eg var sendur til Londonderry á skóla, en strauk þaðan þegar á fyrsta ári. Ekki hafði eg verið lengi. í sigl- ingum, er eg lenti í skipreika. Það var þegar “Puritan” sökk í Kyrrahafi. Fellibylur kom á okk- ur, framsiglan brotnaþi og reiðinn fór fyrir borð, brotsjór reif upp lestarhlerana, afturlestin fyltist og “Puritan” stakk nefinu upp í loftið og sökk niður á endann. Við mistum stýrimann og 8 menn aðra. Hinir komust í björgunar- bátana. Sextant og klukku höfð- um við með okkur, og nú var stefnt til Tahiti. En brátt urðum við uppiskroppa af matvælum og vatni. Sumir drukku þá sjó, en urðu 'bandóðir af þorsta og hita- kvölum. Eftir nokkra daga rakst skip á okkur og flutti okkur til Tahiti. Eg kömst nú um borð í perlu- veiðaskip og ffór með því til Kína. Svo sigldi eg á “donk” milli Hon- kong og Shanghai. En þegar eg kom heim til Englands, var stríð- ið byrjað og gekk eg í enska sjó- herinn. Ef eg 'hefði komist til Þýzkalands, mundi eg hafa geng- ið í þýzka sjóherinn og barist gegn Bretum. Við írar vorum Þjóðverja vinir á þeim dögum, eða öllu heldur vorum við óvinir Breta. iSkipið, sem eg var á, var á sveimi i Ermarsundi og Norður- sjó. Það var sett til höfuðs þýzk- um kaf'bátum og átti að ónýta strandvígi Þjóðverja. En brátt komust Bretar að þeirri niður- stöðu, að írar væri ekki nógu tryggir til þess að þeim væri trú- andi í þessari þjónustu. Eg var þá fluttur á annað skip, og það sigldi til þýzku nýlendanna í Afr- íku. Eg var ásamt ððrum sendur á land og barðist gegn Þjóðverj- um. Særðist eg þá á fæti og var handtekinn. — Þegar Þjóðverjar vissu að eg var íri, fóru þeir mjög vel með mig. Og þegar eg var gró- inn sára minna, fékk eg leyfi til að fara til laridnemaþorps nokk- urs, sem er 350 km. inni í landi. Á þeirri leið elti hlébarði mig lengi og það var heldur óskemtilegt. Eg þorði tæpast að líta við, en eg hygg að hlébarðinn hafi verið hræddur við mig líka, því að hann hvarf eftir nokkra daga. Síðan var eg skipstjóri á flutn- ingabát, sem portugalska stjórn- in átti. Var hann í förum milli Zansibar og Durban. Við fengum aftaka veður, báturinn strandaði og sökk eins og steinn. í 26 kl.- stundir hélt eg mér uppi á rekaldi úr honum. Svo var mér bjargað. Eftir það var eg um tíma í sigl- ingum til Kína. Þá fékk eg bréf að heiman, og frétti það, að írar væri í vanda staddir. Eg flýtti mér þá heim til þess að bfi’jast gegn Englendingum. í uppreisnarhernum írska var eg settur yfir flokk af bifhjóla- mönnum. Sú herdeild þrefaldað- ist bráðlega. Eg var gerður að stórfylkisforingja — það var auð- velt að fá herforingja nafnbætur á þeim dögum! Einhverju sinni rændum við banka í Ardarra — við gerðum alt hvað við gátum til þess að spilla fjárhag Breta i landinu — en þá á eftir vorum við umkringdir af “Black and Tans” hermönnum. Við fleygðum bif- hjólunum og hlupum niður að sjó og tókum okkur þar stöðu í sand- hólum. Eg skifti mönnum mínum í tvo flokka. En Bretar hand- tóku alla nema fjóra. Við hlup- um frá einum sandhólnum á bak við annan og skutum sem óðir á óvinina. Þá fékk eg skot í lærið. Eg fékk félaga mínum öll skjöl mín, gróf mig niður í sandinn og hélt áfram að skjóta. Svo fór önnur kúla í gegn um hægri hend- ina á mér. Eg varð máttlaus af blóðmissi og var að lokum hand- tekinn. Síðan var eg fluttur í fangelsið í Londonderry og dæmdur til dauða. En eg flýði eftir 10 daga veru þar. Kunningjum okkar var heimilt að heimsækja okkur, og vegna þess að eg var sár, bæði á hendi og! fæti, var ekki haldinn strang- ur vörður um. Sárin voru ekki hættuleg og eg náði mér brátt. Einn af kunningjum mínum laum- aði til mín járnsög innan í brauði. Það voru margir merkilegir grip- ir fólgnir í brauðum á írlandi i tíma. Eg hafði dálitla æfingu í því að brjótast út úr fangelsi. En það var ekki hlaupið að því að .brjótast þarna út. Fangelsið í Londonderry er eitthvert hið traustasta fangelsi á Irlandi, en þó komst eg þaðan án þess að nokkur yrði var við. Nokkru seinna var haldinn fund- ur í Dublin og var eg þar við- staddur. Menn okkar höfðu vopn af allskonar gerð og það var mestu vandkvæðum bundið að útvega skotfæri, sem hæfði í allar byss- urnar. Eg bauðst því til að fara til Þýzkalands og kaupa vopn. Eg hafði yfir 35 þús. pundum að ráða og eg átti góða vini í Þýzkalandi, I menn sem eg hafði kynst í Aust- | ur-Afríku. Og margir voru ír- landsvinir í Berlín. Eg leigði fyrst þýzt fiskiskip. Það var útbúið til veiða og varð því að gera miklar 'breytingar á því. Yfirvöldin komust á snoðir um, til hvers skipið ætti að not- ast. Það var gert upptækt og eg var dæmdur til þess að greiða nokkur hundruð marka sekt. Þá leigði eg mér seglskútu og hlóð hana ffyrir augunum á tollvörðum og lögregluþjónum. Eg flutti um borð 5000 riffla, nokkrar miljónir skota og nokkrar vélbyssur. Það var látið heita svo, að farmurinn ætti að fara til Argentínu handa veiðimönnum. Mér tókst að flytja fjóra slíka farma til írlands. í hvert skifti varð eg að leika á þýzku og brezku yfirvöldin, og það var “spennandi” gaman. Þjóðverjar höfðu ekki leyfi til þess að senda vopn til írlands. Englendingar höfðu slegið her- skipahring um írland, og eg þótt- ist viss um það í hverri ferð að verða gripinn. En þegar eg kom með seinasta farminn, höfðu Bretar og írar samið frið og for- ingjar íra bönnuðu mönnum að bera vopn. Þá fór eg til Ameríku. Þar hitti eg fulltrúa Chang-Kai-Shek, yfirherstjóra Cantonhersins. Við áttum tal saman um hergagna- flutning. En einn góðan veður- dag skifti hann skoðun, eins og kínverskum hershöfðingjum er títt og það varð ekkert úr ráða- gerð okkar.------ Blaðamaðurinn, sem átti tal við McGuinness, spyr hann nú, hvort hann sé ekki orðinn leiður á þess^ um svaðilförum; hvort hann langi ekki til þess að gifta sig og setj- ast í helgan stein. — Eg er kvæntur; eg giftist rússneskri stúlku í Vínarborg og við eigum 3 ára gamlan dreng. Og mér þykir ákaflega vænt um þau bæði. En satt að segja, þá þoli eg ekki menninguna. Eg hefi nú í fjögur ár íæynt að láta mér nægja þau æfintýri, sem maður kemst í með því að vera á sífeldu ferðalagi í liltum vélbát. En það er mér ekki nóg. Eg get ekki þrifist hér í Ameríku. Hér halda menn, að Evrópa sé einhver af- kimi veraldar, sem engan varði neitt um, og þeir halda, að þeir einir viti alt og 'hafi á réttu að standa. Og ef maður situr ekk? og stendur eins og þeim þóknast, Þegar Brandson birti bréfin var þetta kveðið. Labbar unnu langvint stríð. Liggur Valdi í sárum — Bíldur fyrir framan lýð flóir nú í tárum. Fúsi einn með ósköpum upp í vindinn beitir. Tómum auka-atriðum út í loftið þeytir. Bracken hljóður signir sig, svika undrast grotta.*— —íslenzk sæmd, eg aumkva þig — Enskir standa og glotta. Heiðri landsins hnekt er þar. Heimför spenamanna snýst í líkfðr lýginnar, ljós það dæmin sanna. Íslendingur! eldci gleym ávöxt sýna í verki. Aðeins sæktu ættjörð heim undir hreinu merki. Af þér blettinn áttu þvo, alþýða, — nú vaktu! Bíld og Valda, báða tvo, brátt úr sæti taktu. Fjallkonan að fornum sið fórnar krefst á mönnum þeim, — sem eru utan við ást á drengskap sönnum. Norðri. * Þingeyskt orð: óheilt, haldlaust. þá er maður vargur í véum. Eg þoli þetta ekki. Út vil eg. Um leið og eg er kominn heim, lang- ar mig til að komast eitthvað þangað, sem eitthvað er gert. — Nú er hann skipstjóri á suður- pólsskipi Byrds. Hann er líka eini kafari leiðangursins. Hann lærði að kafa, meðan hann var við perluveiðina og síðan í enska flotanum. Hann er kominn suður í heimskautsísinn og ætlar að vera þar í tvö ár, til þess að koma sér út úr sollinum — og hvíla sig! — Lesb. Mgbl. ÍÞRÓTTAMAÐUR. Margir halda því fram, að eng- inn maður, sem stundar erfiðis- vinnu dag ©ftir dag, geti orðið góður íþróttamaður. Menn verði að fórna sér alveg fyrir iþrótt- irnar, ef þeir eigi að skara fram úr í þeim. En þetta er misskiln- ingur. Líkamlegt erfiði er oft og tíðum á við beztu líkamsæfingar, Maður er nefndur Oscar Aas- eins og sést á eftirfarandi sögu. Haugen og vinnur við að grafa möl og aka í Fetsund. Að lokn- um vinnutíma á þriðjudagskvöld fór hann til Oslo til að taka þar >átt í kappgöngu á skíðum. Á mið- vikudaginn tók hann þátt í 50 km. hlaupi, lagði á stað 30 sekúndum á undan, Finnanum Lappaleinen, og varð svo langt á undan honum, að Finninn sá hann aldrei — og varð sá sjötti í röðinni að marki. Á fimtudaginn bar hann sigur af hólmi í kapphlaupi hermanna og kl. 8 á föstudagsmorgun var hann byrjaður að vinna aftur.—Mgbl. STEINATÖKIN í DRITVIK. í Dritvík undir Jökli eru stein- ar fjórir, mismunandi stórir, og heita þeir: Fullsterkur, Hálfsterk- Hálfdrættingur og Amlóði. — Liggja þeir fyrir neðan bergstall, sem nær meðalmanni í mjöðm og var það leikur vermanna, meðan útræði var í Dritvík, að reyna að koma stein um þessum á stall. — Þótti það þrekraun eigi lítil að koma Hálfsterk á stallinn og ekki voru það aðrir en afburðamenn, sem gátu stallsett Fullsterk — Nú segir “Ægir” frá því, að Helgi Áimason bóndi á Gislbæ á Hellis- völlum, Jón sonur hans og vinnu- maður, hafi vegið . steina þessa árið 1906, og hafi þeir reynst: Fullsterkur 310 pd, Hálfsterkur 280 pd., Hálfdrættingur 98 pd. og Amlóði 46 pd. — Má sjá af þessu, að nokurt bil á að vera milli þess manns, sem er fullsterkur og hins sem er amlóði. — Lesb.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.