Lögberg - 23.05.1929, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.05.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG FíMTUDAGINN 23. MAI 1929. Bls. 5. ' I meir en pnöjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sj'úkdómum. Fást hj'á öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askj'an eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medieine Co., Ltd Toronto, ef borgun fylgir. Sannleikurinn er sagna beztur Halldór Laxnesingur fræddi lesendur “Vöku” á því s. 1. ár, að Benedikt Jónsson frá Auðnum væri “faðir þingeyskrar álþýðu- menningar.” Og í öðru lagi gat hann þess, að hér í sýslu væri tal- að fegurst mál í landi voru. Eg ætla það sönnu næst, að hvorugur okkar Halldórs geti skorið úr því með vissu eða rök- um, hvar í landi voru er tðluð hreinust íslenzka. Eg hefi hald- ið, að Skaftafellssýslu bæri sú einkunn. Halldór er ekki svo kunnugur hér í sýslu, að hanr, geti fullyrt nokkuð til né frá um þetta. Hann hefir ferðast um Suður-Þingeyjarsýslu það eitt, að hann kom í Reykjahlíð austan af Hólsfjöllum. Þá drap hann sér niður á Skútustöðum, ferðaðist að Laugaskóla, þaðan í bíl að Húsa- vík, kom þar í eitt hús, það hið sama, sem Benedikt frá Auðnum er í; brá sér í Skörð, bústað Ófeigs Járngerðarsonar. Eigi veit eg um fleiri bœi en þessa. — Hvaða kynning fæst af íbúum sysíu í svona ferð? Og þó að svo væri, að Halldór hafi komið á 2— 3 bæi auk þeirra, sem eg hefi nefnt, ber að sama brunni. Og Benedikt, faðir þingeyskrar menningar. Hvað veit Halldór um það. Eigi neita eg því, að Bene- dikt sé gáfaður maður og fróður um útlendar bókmentir, sumar greinar þeirra. Hann hefir manna mest fjallað um bókasafn sýsl- unnar, stofnun þess, ásamt Jóni í Múla, Pétri á Gautlöndum, Sig- urði í Felli o. fl. En menningin var hér í sýslu áður en Benedikts naut. Fyrirrennarar hans voru marg- ir. Fyrst má nefna Illhugastaða- bræður, Björn í Lundi og Kristján á Illhugastöðum. Synir Kristjáns voru: Kristján amtm. og Benedikt prófastur í Múla. Út af Birni spratt Tómas ráðherra í Winni- peg t. d. Næstir komu fram á sjónarsviðið: Einar Ásmundsson í Nesi, Jón á Lundarbrekku, móð- urfaðir Árna ristj. Varðar, Jón á Gautlöndum og Jón Hinriksson. Þar á eftir, samhliða Benedikt: Sigurður í Felli, Pétur Gauti, Jón í Múla, Jón Stefánsson. Þessir 4 menn eru hver um sig jafnokar Benedikts a. m. k. Það skal játað, að Benedikt hefir manna bezt sáð til samvinnu uppskerunnar hér í sýslu, og fóstrað jafnaðarmensk- una. En skiftar munu skoðanir um það, hvort þingeysk alþýðu- menning er fólgin í þessum efn- um — eða þá öðrum greinum. Yngri mennirnir hér í sýslu hafa að vísu litið í útlendinga bækur þær, sem Benedikt hefir valið handa sýslubókasafninu. Þær hafa ef til vill frjóvgað hugsair þeirra. En örðugt mun verða að benda á það, að áhrifanna gæti t. d. í skáldskap. — Benedikt er ekki stálsleginn í íslenzkum bókment- um, En dóttir hans (Hulda) hef- ir bezt ge'rt í þjóðlegum viðfangs- efnum, í þulunum og einu kvæði, sem er að efninu tekið úr fornum fræðum (“Þar dali þrýtur”). Þetta bendir til, að hún hafi frjóvgað sál sína sjálf, og svo mun vera um hin alþýðuskáldin hér í sýslu. Sumir alþýðumenn hér í sýslu hafa evrið á öndVerðum meiði við Benedikt, t. d. Þórarinn Jónsson á Halldórsstöðum og Sören Jóns- son í Glaumbæjarseli, stórmælsk- ir gáfumenn, þó ekkert hafi eftir sig látið á prenti. Hins vegar má þó þ a ð til sanns vegar færa, að Benedikt íónsson á ítök í þingeyskri alþýðumenn- ing, þó nokkur. Hann er merki- legur maður, og mun hans lengi minst, jafnvel í herbúðum þeirra, sem eigi hafa verið samherjar hans eða jábræður. Eg býst við, að Þingeyjarsýsla hneigi sig og brosi af ánægju, þegar hún rifjar upp lof Halldórs um sig, en sumir húskarlar henn- ar munu hugsa sitt af hvoru. Það mun leika á tveim tungum, hvort það beri vott um menningu hér í sýslu, fram yfir menningarstig annara sýslna, — að hér í bygð- arlögunum öllum, er það keypt og leisð mestmegnis, sem Tíminn og Dagur bera á borð. Eg læt öld- um og óbornum eftir að draga á- lyktanir af þessu. — Það er auðvitað, að greinar menningar eru margskonar. — Austanlands og sunnan er 't. d. tó- kapur betri en hér. v Skáldmentir munu vera í þassari sýslu meiri en í öðrum sýslum. Og þó eru rit- færir menn cfg skáldmæltir komn- ir úr ýmsum áttum. Stefán frá Hvítadal og Jakob Thor. eru af Ströndum, Jóhannes úr Kötlum mun vera úr Dölum, Halldór Helgason og Þotskabítur eru Borgfirðingar, og Kristleifur á Kroppi ágætlega ritfær maður. Jón Magnússon úr Þingvallasveit. Söngmenn eru úr Eyjafirði og og Skagafirði og af Suðurlandi, tónskáld af Austfjörðum, málar- ar og höggmyndasmiðir af Suður- landi, Þórbergur Þórðarson úr Skaftafellssýslu, orðfær maður, þó aurana vaði stundum. Mér virðist svo, sem Þingeyjarsýsla megi vara sig, ef hún á að halda hlut sínum gagnvart sumujn systrum sínum. Þetta læt eg nægja, þó að fleira mætti greina. Guðm. Friðjónsson. —Vörður. SORGLEGT SLYS. Hinn 4. aprílmánaðar druknuðu tveir piltar frá Flögu í Skaftár- tungu, Sveinn, sonur hjónanna þar, Vigfúsar Gunnarssonar og Sigríðar Sveinsdóttur, og Páll Sigurðsson, systursonur húsfreyj- unnar. Voru þeir báðir um tví- tugsaldur og j einstakir efnis- menn. Menn vita ekki glögt með hverj- um hætti slysið hefir orðið. Þeir voru að stunda veiðiskap í Eld- vatni, skamt frá Flögu. Er al- gengt að silungsveiði sé stunduð þar, bæði í reknet og ádrátt og vaðið með netin. En Eldvatnið breytir sér stöðugt þarna, grefur hylji og ála og hleður upp eyrum sitt á hvað. Seinast þegar fréttist (7. apr.) var lík Sveins ófundið, en lík Páls hafði fundist suður í Kúða- fljóti.—Þeir frændur voru systra- synir þeirra Páls Sveinssonar mentask.kennara og Gísla Sveins- sonar Sýslumanns í Vík. — Mgbl. JÓHANN JÓHANNSSON Fæddur 9. júlí 1856. Dáinn 21. febr. 1929 Foreldrar Jóhanns voru þau hjón, Jóhann bóndi Guðmundsson og kona hans Helga Pálsdóttir, er bjuggu á Húsabakka í Skagafirði. Var Jóhann þar fæddur, ár og dag sem að ofan er greint. Þau syst- kini Jóhanns, að honum sjálfum | meðtöldum, voru sextán að tölu. iMunu nú aðeins þrjú þeirra vera jeftir á lífi: Anna, kona Bjarna jbónda Tómassonar í grend við Langruth; Indriði Jóhannsson í í Winnipeg, og Guðmundína, kona • Kristófers Ingjaldssonar úrsmiðs, sömuleiðis búsett í Winnipeg. Saga Jóhanns Jóhannssonar á uppvaxtarárunum, er vafalaust svipuð því, er alment gerðist með pilta í sveit á íslandi á þeirri tíð. Hann var uppalinn hjá foreldrum sínum á Húsabakka og mun hafa verið hjá þeim að mestu eða öllu þar til hann fór að eiga með sig sjálfur. Þ. 20. okt. 1882 gekk Jóhann að eiga ungfrú Sigríði ólafsdóttur frá Hofsstöðum í Vindhælis- hreppi í Húnavatnssýslu. Voru jforeldrar hennar þau ólafur tré- | smiður Ólafsson og Sigríður Sæ- I mundsdóttir. í Almanaki ólafs Thorgeirssonar 1924, en hann þekti Jóhann sál. vel. — Sigríður húsfreyja Ólafs- dóttir, kona Jóhanns, er og ágæt- iskona. Stundaði hún Ijósmóður- störf um margra ara skeið og lán- aðist vel. Var þeim hjónum hald- ið þaklætis- og heiðurs samsæti í bænum Langruth, þ. 20. október 1923, er var fertugasti og fyrsti giftingar - afmælisdagur þeirra, þeim þar færð heiðursgjöf af borgurum og bygðarmönnum og jafnframt þakkað frábærlega mik- ið og gott starf þeirra. Mun sam- sætið hafa verið fjðlment og hið sæmilegasta í alla staði. Lengst af æfi sinni naut Jóhann sál. hinnar beztu heilsu, var kvik- ur á fæti, léttur í spori, sí-glaður og skemtilegur í viðmóti. Virtist fólki hann vera yngri maður, en hann í raun og veru var. Fanst mönnum sem hann mundi enn eiga mörg ár eftir ólifuð. Um miðjan febrúar s. 1. veiktist hann af lungnabólgu, er reyndist væg í fyrstu, en þyngdi á tökunum, er frá leið, og andaðist hann á sjö- unda sólarhring frá því er veikin fyrst byrjaði. — Jarðarförin fór fram þ. 24. feb- rúar og var fjðlmenn. Var fyrst húskveðja á heimilinu í Langruth og síðan útfararathöfn í fundar- sal Big Point-bygðar, þar sem Herðibreiðarsöfnuður hefir mess- j ur sínar. 1 fjarveru sóhnarprests, séra H. J. Leó, talaði sá, er þetta [ ritar, á báðum stöðum. Var lík Jóhanns sál. Jóhannssonar síðan! , lagt til hinnar hinztu hvídar i grafreit safnaðarins, sem er all- j skamt frá fundarsalnum. Bæði við jarðarförina og á eftir j höfðu ýmsir orð á því við mig, að nú hefðu menn verið að kveðja | einn af beztu og merkustu mönn- | um bygðarlagsins. Var það mælt af þeim, er nákunnugir voru og vissu hvað þeir voru að segja. Er það meira en lítið ánægjulegt, CUNARD LINE 1840—1929 Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada. Cunard línan veitir ágætar sam- göngur milli Canada og Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur, bæði til og frá Montreal og Quebec. Eitt, sem mælir með því að ferð- ast með þessari línu, er það, hve .þægilegt er að koma við í Lon- don, stærstu borg heimsins. Cunard línan hefir sérstaka inn- flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir Norðurlöiid. Skrifstofu- stjórinn er Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bændum íslenzkt vinnufólk vinnumenn og vinnu- konur, eða heilar fjölskyldur. — Það fer vel um frændur yðar og vini, ef þeir koma til Canada með Cunard línunni. Skrifið á yðar eigin máli, eftir upplýsingum og sendið bréfin á þann stað, sem gefinn er hér að neðan. öllum fyrirspurnum svarað fljótt cg yður að kostnaðarlausu. | i © § s I I i £ £ £ $ 10053 Jasper Are. EDMONTON 100 Plndcr Block &ASKATOON 401 IjuicuNter liltlff., CAIT.ARY 270 Main St. WINNIPEG, Man. Cor. Bay & Wellington Sts. TORONTO, Ont. 230 Hospital St- MONTREAL, 0««- Cu0tr* LINE 'i i I I I ! i £ £ 1 í I I x \ £ I \ £ £ að skilja eftir þá minning hjá samferðamönnunum, sem eg fann að hinn látni merki maður lét eft- ir sig, hjá þeim, er verið höfðu samherjar hans og vinir um margra ára skeið. — Eftir lát manns ,síns, flutti ekkjan, Mrs. Sigríður Jóhannsson, til dætra sinna, Helgu og Guð- mundínu önnu, sem giftar eru þeim Erlendsons bræðrum, er nú búa að 704 Home St, Winnpieg.— Mun henni líða þar eins vel og auðið er. En sakna mun hún hins mæta eiginmanns síns, djúpt og hjartanlega, þó hún hins vegar eigi þá huggun, er kristnar, góð- ar konur æfinlega eiga. — Guð blessi minningu hins látan, merka manns, eiginkonu hans og. ástvini alla. Bæði mannkostir þeir og sá myndarskapur, er Jóhann sál. Jó- hannsson hafði þegið og geymt trúelga, eru aðalseinkenni ís- lenzk, er geymast eiga áfram í Vesturheimi. Þá lexíu megum vér, sem eftir erum, athuga vandlega, þegar landnámsmennirnir trúu og sönnu eru að hverfa burt af sjónarsvið- inu. Jóh. B. jiyjeðan andítæðingarnir, íhaldsmennirnir, hafa I” verið að útbreiða hntykslissögur cg gera úlf- alda úr mýflugunni, hefir hin frjálslynda stjórn í Saskatchewan-fylki unnið að hinum stœrri vel- ferðarmálum fylkisins. x Hún lieíir meðal annars: Trygt hin opinberu yfirráð yfir vatnsorkunni um allan aldur. Leitt málið um náttúru-auðæfi fylkisins nálega til lykta. Hvatt til vísindalegra athafna á sviði akuryrkjumálanna í þeirra mörgu myndum. Innleitt þá gagngerðustu rannsókn á blöndun hveititegunda, er hugsast getur, sem og á markaðs skilyrðum öllum. Beitt sér fyrir auka útfærslu kolanáma iðnaðarins. Innleitt ellistyrkslög. Annast um ókeypis aðhlynningu fyrir tæringarveikt fólk. Hrundið í framkvæmd fullkomnustu skaðabóta löggjöf verkamönnum til handa. Stofnað fylkis-vega kerfi, sem nú er verið að mölbera, frá sveit til sveitar. Aðstoðað við að opna nýja vegi í hinum norðlægari hér uðum, fyrir námaleitendur og námamenn og trygt þeim raforku til afnota. Með stefnu sinni í járnbrautamálum hefir fylkisstjómin komið samgöngunum á styttri tíma í betra horf, en viðgengst í nokkru öðru fylki í Canada. Stjórnin hefir og haldið þjóðskuldinni lægri en nokkurt annað fylki vestan við Quebec. Aðstoðað fylkisbúa í öllum þeirra miklu og margvíslegu samvinnu-tilraunum. KJÓSENDUR! Greiðið atkvœði með merg málsins, en ekki smámunum HAG FÓLKSINS I SASKATCHEWAN YERÐUR BEZT BORGIÐ MEÐ ÞVÍ AÐ ÞAD ENDURNÝI TRAUST SITT A FRJÁLSLYNDU STEFNUNNI. GREIÐIÐ ATKVÆÐI MEÐ LIBERAL- FLOKKNUM HINN 6. JÚNI Birt samkvæmt fyrirskipun The Saskatchewan Liberal, Association, Regina. Fyrstu tvö árin af hjónabandi j sínu munu þau Jóhann og Sigríð- ur hafa átt heima í Skagafirði, | en fluttu þá að Öxnhóli í Eyja- firði og bjuggu þar í þrjú ár Það- ; an tóku þau sig upp árið 1887 og I fluttu alfarin vestur um haf. Settust þau fyrst að í Þingvalla- nýlendu og bjuggu þar til 1892. Fluttu þá búferlum til Manitoba- vatnsygðar og bjuggu þar nálægt sem Vogar ósthús * er nú. Þar bjuggu þau í þrjú ár. Fluttu þá j búferlum á ný, vestur fyrir Mani-! tobavatn, og settust þar að sem kallað er í Sandy Bay. Bjuggu i þau þar í tvö ár. Fluttu þau þá j enn búferlum og nú þangað, sem | nefnt er Big Point-bygð, sem er landsvæði allmikið og blómlegt austur af Langruth þorpi. Keyptu , þau hjón þar land og bjuggu þ^r góðu búi þar til árið 1918. Seldu þau þá land og bú og settust að í bænum Langruth. Lifðu þau þar kyrlátu og farsælu lífi, þar til ; dauðinn aðskildi þau með burt- köllun Jóhanns þ. 21. febr. s.l. Börn þeirra hjóna, Jóhanns og j Sigríðar, eru sex á lífi: 1. Jóhann j Arnór, bóndi í Big Point-bygð; á j hann fyrir konu Birgittu, dóttur þeirra Bjarna Ingimundarsonar og konu hans, sem eru merkishjón í þeirri bygð. 2. ólafía Sigríður, j gift skozkum manni, er heitir John Duncan McLeod; érú þau hjón búsett austur í Ontario. 3. Helga, kona Finnboga Erlendssonar, fyrrum verzlunarmanns i Lang- ruth; eiga þau hjón nú heima í Winnipeg. 4. Guðmundína Anna, kona Erlendar Erlendssonar, bróður Finnboga; eru þau hjón nú einnig flutt frá Langruth til Winnipeg. 5. Árni Margeir, bóndi í grend við Langruth; fyrri kona hans, Guðlaug Gunnhildur, dóttir Bjarna Ingimundarsonar; misti Árni hana kornunga konu, 23 ára, árið 1915; síðari kona hans er Hilda Blanch Dalton, kennari áð- ur en þau giftust, af enskum ætt- um. 6. Guðrún Sigurlína; á fyr- ir mann George Isaac Herman Garrett skólastjóra; eru þau hjón nú búsett í Melita, hér í fylkinu. — Öll eru þau systkin vel á sig komin og hin myndarlegustu. Vinsælda mikilla og nær óskiftra mun Jóhann Jóhannsson hafa not- ið hjó öllum, er hann þektu. Var hann maður glaður í lund, félags- maður hinn bezti, tillögugóður og heilráður. Átti marga hinna beztu íslenzkra mannkosta. Mun hann og hafa verið hinn mesti greindarmaður. Telur Halldór sál. Daníelsson, fræðimaður og fyrr- um alþingismaður Mýramanna, Jóhann hafa verið ágætlega viti borinn, í landnámsmannatali sínu Yður mun íalla vel voiar margbreyttu Brauðtegundir Biðjið um tvö eða fleiri af þessum tegundum Snowdrift Milk Special Graham Rye Real Homemade Heather Vienna Health Fruit Twin Loaf 100% Whole wheat Raisin Rye, BUNS og ROLLS BUNS og ROLLS Sætar Raisin Buns Iced Buns Parkerhouse Finger Rolls óbrotnar Small Square Rolls Large Square Rolls Vienna Rolls Graham Rolls. Biðjið um vora Daglegu Skrá Yfir— CAKES CGOKIES DOUGHNUTS Ekki munuð þér aðeins verða gláður og ánægður með vorar mörgu og ágætu tegundir af Loaves, Buns, Rolls og Kökum af ýmsu tagi, sem keyrslumaður vor flytur heim til yðar daglega, Heldur mun yður líka þykja mikið til koma, að hafa á borðinu tvær eða fleiri tegundir af Speirs Parnell Brauði. Flutt daglega um alla Winnipeg-borg beint frá Speirs Parneil bökunarstofunum heim til manna, eða fœst bjá matsalanum, sem þér skiftið við. Einnig sent til staða utanbæjar. irs Parnell Bakin^ Co. Ltd, < Jeedíný a City since i882~

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.