Lögberg - 23.05.1929, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.05.1929, Blaðsíða 4
Bl3. 4. LÖGBERG 1*1 MTUDAGINN 23. MAl 1929. X Xögticrg Gefið út hvern fimludag af The Col- 1 Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: ihe Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: itor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. :rð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The ‘‘Lögberg’’ is printed and publlshed by e Columbia Presa, Limited, in the Columbia dlding, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Af svipuðum ástæðum, er vafalaust það, að rit- stjórinn hefir látið blað sitt flytja niðurlægjandi ummæli um Sveinbjörn Johnson, Hjálmar A. Bergman, Thorstínu Jackson-Walter^og Emile Walters. Ilonum kann að svíða, hvað fólk þetta alt, er óendanlega hátt yfir hann sjálfan hafið, og þess vegna er um að gera, að plokka af því f jaðrirnar—í heiðurs skyni við íslenzkt þjóðerni. Þegar menn missa sjónar á öllu, og öllnm, nema sjálfum sér, er ekki von að vel fari. En það er einmitt það, sem ritstjóri Ileimskringlu hefir gert. Hann þykist einn alt vita, og að þar- afleiðandi geti hann alla knésett. Hann knéset- ur, það er að segja í Iíeimskringlu, Calvin Cool- idge, Herbert Hoover, og marga aðra nytsöm- ustu og mestu menn veraldarinnar, og þó hefir hann sjálfur, aldrei náð meðalmanni í hné, í neinum skilningi, nema sjálfsdýrkuninni. Ársfundur fiskisamlagsins Rógburður heinifararnefndar Þjóðrœknisféla{isins. 1 sögukorni eftir séra Jónas heitinn Jónas- son frá Hrafnagili, er dreginn fx*am á sjónar- sviðið persónugerfingur, átakanlega andstyggi- legur, er nefnist “Eiríkur í einu kófi.” Yar hann landshornamaður, er flæktist bæ frá bæ, skenxti auðtrúa fólki með Gróusögum, og spýtti í prestinn. Þegar Eiríkur lagði harðast að sér í þarfir slúðursins og Gróusagnanna, svitn- aði hann jafnan rnjög, og var þá allur í einu kófi. Hýrasta auganu leit Eiríkur þá bæi, þar sem lielzt var bita, eoa spóns von, og þess vegna var hann eins tíður gestur á prestsetri því, er sögukornið getur um, og raun varð á. Eiríkur var i-ógberi, í andlegri frændsemi við Mörð Valgarðsson. Djúpt hrygðarefni, hlýtur það að vera sér- hverjum alvarlega hugsandi tslendingi, að enn skuli fínnast innan vébanda vors fámenna þ.jóð- flokks, menn, er á sér beri andlegt ættarmót þeiri*a Eiríks og Marðar. Þó verður því eigi auðvældlega neitað, að svo sé. Cndanfarnar tvær vikur, hefir ritstjóri stvrkbónarnefndarinnar, sem jafnframt er rit- stjóri Heimskringlu, látið blað sitt flvtja, einn þann andsfyggilegasta óþverra, er dæmi munu til, að birst hafi í nokkru íslenzku blaði. Ekki er þar rætt um deilumál þau, sem staðið hafa yfir meðal vor Vestur-lslendinga, og standa enn, út af stjórnarstvrksbetli heimfar- arnefndar Þjóðræknisfélagsins, heldur í þess stað gripið til vopnanna, sem þeim Eiríki og Merði voru tömust, rógburðarins og ræfil- menskunnar. Örvuxnum öllum, er stefnt að Dr. Brandson. Það er hann, sem um er að gera, að ná sér niðri á, og um meðulin þarf ekki að spyrja, þar sem ritstjóri Heimskringlu, og aðrir spenamenn, eiga lilut að máli. t Að sjálfsögðu, gerir það Dr. Brandson hvorki til né frá, hvað blóðlausir pennasnápar, sem ritstjóri Heimskringlu, hafa um hann að segja. En hitt er furðulegra, að finnast skyldu vor á meðal, nokkrir þeir aðrir, andlegir ör- kumlamenn, er staðfesta rildu róginn með und- irskrift sinni. Ekki verður því neitað, að um andlegt ætt- armót sé að ræða, með ritstjóra Heimskringlu og Eiríki í einu kófi. Þeir eru báðir flakkarar, þótt sitt með hvorum hætti sé. Eiríkur flakkaði bæ frá bæ, til þe.ss að rægja og lítilsvirða, mestu mennina. Ritstjóri Heimskringlu, er penna- flakkari, auðsjáanlega á ferð og flugi í sömu erindum og Eiríkur. Sé honum sagt, að ná sér niðri á einhverjum, fer hann vitanlega tafar- laust á stúfana, og bölsótast um eins og naut í flagi. Bardaga aðferðir liggja honum í léttu rúmi. Hitt sýnist meira uöx vert, að hrína sem hæzt, og berast sem allra mest á. Þótt ritstjóri Heimskringlu sé nú revndar næsta fáliðaður í rógburðar-ofsóknum sínum á Dr. Brandson, þá verður það þó engan veginn með santii sagt, að hann standi alveg einn uppi. Þessu til sönnunar nægir að benda á, að í Heimskringlu þann 1. þ. m., birtist rógburðar- samsetningur, sem, auk'ritstjórans, er undir- skrifaður af Jóni J. Bildfell, Rögnvaldi Péturs- svni, Asmundi P. Jóhannssyni, Ragnari E. Kvaran, og Árna Eggertssvni. Þeir meðlimir styrkbónarnefndarinnar, sem utanbæjar ex*u, höfðu ekki undirskrifað áminsta grein. En mótmæli þeir ekki opinberlega innihaldi hennar, eða róginum á Dr. Brandson, hlýtur þögn þeirra að skoðast sem samþvkki. I ritsmíð sinni í síðustu Heimskringlu, gefur ritstjórinn það í skvn, að hann hafi komið ein- hverju upp um Dr. Brandson, alveg eins og um einhvern óknvttahnokka va'ri að ræða. Ekki væri nú líklegast til of mikils mælst, þótt krafist væri þess af ritstjóranum, að Ixann gerði þess fulla grein, hvað ]>að nú helzt væri, sem hann hefði komið upp um Dr. Brandson. Dvlgjur, sem þess- ar, væru ósæmandi öllum öðrum, en ritstjóra Heimskringlu. Ritstjóri Heimskringlu, er líklegast eitthvað það allra undarlegasta þjóðemisfyrirbrigði, er um þessar mundir lætur til sín heyra vestan hafs. Hann er, sýknt og heilagt, að reyna að smeygja því inn hjá almenningi, hve afskaplega sér liggi viðhald íslenzks þjóðemis þungt á hjarta. Samt er hann ávalt fyrsti maðurinn til þess, að bíta í hælinn á flestum þeim af þjóð- flokki vorum vestan hafs, er hæst hafa náð í manndómi og orðið ætt vorri og uppruna til mestrar sæmdai*. Honum er það vafalaust ljóst, að um þessar mundir, er Dr. Brandson sá mað- urinn, er fyrir atgerfis sakir og mannkosta, ber höfuð og herðar yfir flesta, ef ekki alla, núlif- andi Vestur-lslendinga, að minsta kosti þá, er norðan dvelja landamæranna. Þess vegna er um að gera, að reyna að hafa ofan af honum skóinn. Samkvæmt auglýsingu hér í blaðinu, hýlt fiskisamlag Manitobafvlkis, The Manitoba Co- O’perative Fisheries, Limited, ársfund sinn í íslenzka. Goodtemplarahúsinu, hér í borginni, dagana þann 15. og 16. yfirstandandi mánaðar. Var fundurinn frábærlega vel sóttur, og það svo, að kalla mátti, að húsfyllir væri mestan tímann, gx* hann stóð yfir. Hlýtur slíkt að skoðast gleðilegur vottur um aukinn áhuga fiskima'nna, gagnvart þessu nauðsynlega fyr- irtæki. Þegar á alt er litið, þann a far skamma tíma, sem samlagið enn hefir verið að verki, og eins hitt, hve óvenju óhagstæð að veðráttan revnd- ist fiskimönnum, að heita mátti fram undir áramót, verður ekki annað sagt, en að starf- i*æksla þess gengi furðu vel,,jafnvel betur, en fjölda manna mun hafa órað fyrir. Fiski- magnið vai*ð með minna móti, en þvl til upp- bótar var verðið yfirleitt gott, svo útkoman mun reyn.st hafa sæmileg, vafalaust betri, en hún myndi hafa orðið, samkvæmt gamla mark- aðs fyrirkomulaginu. Ekki er það nokki*um minstá vafa bundið, að það hið háa verð,. er fiskimenn fen,gu fyrir veiði sína á síðastliðnum vetri, má að miklu leyti þakka starfsemi og áhrifum fiskisamla^s- ins. Það er samlaginu að þakka, að fiskifé- lögin gömlu, er að undanförnu höfðu skamtað fiskimönnum úr hnefa, hvað verðlag áhrærði, sáu nú þann kost vænstan, að bjóða og borga sæmilegt verð fyrir þessa tegund framleiðsl- unnar. Fiskisamlaginu má líka þakka þann aukna áhuga, sem nú kemur hvarvetna í ljós, að því er viðreisn fiskiveiðanna áhrærir, þann- ig, að þær fái veitt fiskimönnunum sjálfum, þeim, er mest leggja í hættuna, sem mest í aðra hönd. Það er kunnugra, en frá þurfi að segja, hve fiskimenn vorir hafa átt við ramman reip að draga undanfarin ár, þar sem um einokunar- hringina, eða Gyðinga samtökin syðra, var að ræða. Mcð öflugum samtökum, meðal fiski- manna sjálfra, og engu öðru, má það takast, að hnekkja svo valdi þeirra, að þau verði viðráð- anlegri í við.skiftum, en við hefir gengist í lið- inni tíð. Nú er sumar-veiði á fiskivötnum Manitoba- fylkis, þar sem fiskiveiðar eru levfðar að sumr- inu til, rett í þann veginn að byrja. Var sam- lagsmönnum það þegar ljóst, að eigi dygði að láta sitja við vetrarveiðina eina, heldur væri það og jafnframt lífs.skilyrði, að geta náð haldi á sumarveiðinni líka, svo hægt yrði • að full nægja hinni auknu eftirspum, allan ársins hring. Þess vegna er það, að samlagið hefir komið sér upp og náð hakli á stöðvum víðsveg- ar við vötnin, svo takast mætti á sem greiðast- an hátt, að na i sumarfiskinn, og koma honum til markaðar. Hvernig samlaginu reiðir af úr þessu, er að mestu leyti undir fiskimönnum sjálfum komið. Tilvemréttur þess hefir verið sann- aður að fullu. Samtökin ein, geta trv*£jt hann í framtíð allri. Meðal nýjunga þeirra, er fram komu á árs- fundi fiskisamlagsins, var tillaga nokkur, er samþykt var í einu hljóði, þess efnis, að skora a stjórnina, að skipa nefnd, til þess að rann- •saka allar aðstæður fiskimanna vorra, með það * fyrir augum, að tryggja hag og réttindi þeirra, gegn utanaðkomandi áhrifum, eða yfirganvi. Þykir líklegt, að rtjómin hefjist handa í^þessa att, í náinni framtíð. Það, sem öðru fremur einkendi ársfund tiskisamlagsins, var sú liin mikla eindrægni er ívarvetna kom í Ijós. Það var auðsætt, að samlagsmönnum skildist, hve hér væri afar- merkilegt mál á ferðinni, sem lífið riði á, að svnd væri hin fylzta nærgætni. Þess vegna vom misfellur allar ræddar af hógværð og sann^nn, með það eitt fyrir augum, að reyna aö raða bot á þeim, á sem allra áhrifamestan hatt. Forstjóri samlagsins, Mr. G. F. Jónasson, skyrði fundarmönnum frá, að frá sínu sjónar- miði, væri það engan vGginn nauðsynlegt, að forstjóri og fjármálaritari ættu sæti í fram- kvæmdarstjóminni. A hinn bóginn væri það auðsætt, hver hagur samlaginu væri í því, að í framkvæmdamefndinni sætu menn, frá’ sem allra flestum fiskiumdæmum. Með þetta fyrir augum, sagði Mr. Jónasson sig úr framkvæmd- arstjóminni, og hið sama gerði fjármálaritar- inn, Mr. Walker. Eftirgreindir menn, skipa stjórn samlags- ins_ fyrir næsta starfsár: Paul Reykdal, for- seti; F. E. Snædal, endurk.; Bjöm Bjarnason, Guðm. Fjeldsted, endurk.; Geirfinnur Péturs- son, endurk.; R. S. Vidal, Guðmundur Hanne^- son, frá Cranberry Portage; J. R. Burrell, frá Winnipegosis, og Skúli Sigfússon, þingmaður fyrir St. George kjördæmið. Fylkiskosningar í Saskatchewan | Fimtudaginn, þann 6. júní næstkomandi, fara fram almennar kosningar til fylkisþings- ins í Saskatchevvan. Hefir fylkið ávalt búið við frjálslynda stjórn, og verður ekki annað sagt, en að ráðsmenskan hafi í flestum tilfell- um, gongið ákjósanlega vel. pað er kunnugra, en frá þurfi að segja, hvílíkum feikna frámförum að fylkið tók, í stjórnartíð Mr. Dunnings. Enda er það nú á ' vitund almennings, að þar sé um að ræða, einn af hinum allra víðskygnustu og atorkusömustu stjórnmálamönnum canadisku þjóðarinnar, þeirra, er nú eru uppi. Núverandi stjórnarformaÖur Saskatche- vvanfvlkLs, hefir einnig getið sér hinn bezta orðstír, og þykir í livívetna mikilhæfur maður. Er stjórn hans jafnframt það vel mönnuð, að ekki mun ofsagt, að um ein\ralalið sé að ræða. Flest virðist því mæla með, að stjórrrin verð- skuldi endurkosningu, og er vonandi, að svo \*erði. íslendingar eru all-fjölmennir í Saskatclie- vvariþþótt ekki fái þoir ráðið úrslitum við fylk- iskosningar í öðnim kjördæmum, en Wvnvard. Að þessu sinni er um þrjá, íslenzka fram- bjóðendur að ræða í Wynvard kjördæmi, eða þá AV. H. Paulson, er Um langt skeið, hefir átt sæti í fylkisþinginu fyrir það kjördæmi af hálfu frjálslynda flokksins; Jón .Tanusson, er býður sig fram undir merkjum íhaldsmanna, og Óla Halldórsson, sem sagt er, að teljist til hins svo- nefnda bænda- eða framsóknarflokks. Tveir hinir síðarnefndu frambjóðendur, hafa aldrei setið á fvlkisþingþog þar a*f léið- andi er heldur ekki unt, að jafna þeim saman við Mr. Paulson, hvað viðvíkur reynslu á stjórnmálasviðinu. Þeir geta verið hæfileika- menn engu að síður. En er tekið er tillit til þess, hve hæfur þingmaður að Mr. Paulson er, og h\re dyggilega hann hefir, að flestra dómi, unnið kjördæmi sínu, væri tæpást viturlega að skifta á honum fyrir nýgræðing, jafn holl og sú steflia, er hann hefir ávalt fylgt, frjálslvnda stefnan, hefir reynst fylkinu í heild. Attavitar Enn þá virðist sumum vandratað á vegum heimfararmálsins; hér skulu því hlaðnar nokkr- ar nýjar vörður í viðbót við hinar, sem enginn hefir enn treyst sér til að rífa niður. , þrátt fyrir ummæli Hjálmars Gíslasonar: I. Heimfararnefnd Þjóðræknisfélagsins lýs- ir því vfir livað efir annað, að sjórnarstvrkur- inn sé heiðursfé, í virðingarskyni veitt íslend- ingum og laust við allar auglýsingar. . Sjálfboðanefndin heldur því fram, að þetta sé ósatt, stvrkurinn sé aðeins auglýsingafé. 3. Dr. Brandson biður um, að bréfin, sem sýni í hvaða skyni styrkurinn sé fenginn, séu lögð fram í þinginu eins og hver önnur opinber skjöl, sem almenningur eigi heimting á að sjá Fetta ætlar Drr McKay þingmaður að láta gera. 4. Bracken forsætisráðherra segir, að bréfin snerti aðallega íslendinga, Og stingur upp á því, að fyrra bragði, að Dr. Brandson fái eftirrit af bréfunum á skrifstofu sinni (Brackens). 5. Dr. McKay spyr Dr. Brandson, hvort hann sé ánægður með þær ráðstafanir; Dr. Brandson kveðst vera það; sér sé sama, hvort hann fái afrit af bréfunum í þingsalnum eða á skrifstofu forsætisráðherrans. 6. Dr. Brand-son fær eftirrit af'bréfunum á þann hátt, sem Bracken sjálfur stingur upp á og býður. 7. Dr. McKay lýsir því vfir, að bréfin séu al- mennings eign, og Bracken segir, að þau snerti sérstaklega íslendinga (ekki aðeins Dr. Brand- son, heldur alla íslendinga); þau eru því birt í Lögbergi til þess að íslenzkur almenningur geti sjálfur séð sína eigin eign. 8. Bréfin sýna það og sanna, að heimfarar- nefndin hefir margbeðið um styrkinn, en Bracken hefir neitað að veita hann, nema með því ákveðna skilyrði, að engu centi af honum sé varið til nokkurs annars en auglýsinga, sem ábatasamar séu fvrir fvlkið. 9. Heimfararnefndin gengur hiklaust að þessum skilvrðum, og fær loforð fvrir styrknum með því móti; að hún borgi hann með ábata- sömum auglýsingum. 10. Bracken segir nefndinni enn fremur, að hann veiti ekki styrkinn Þjóðræknisfélaginu, heldur til auglýsinga fyrir hönd allra Tslend- inga, ef þeir æski þess. Nefndin segir honum, að íslendingar óski eftir styrknum nálega í einu hljóði, og biður um hann fyrir hönd þeirra allra. II. Þegar bréfin birtast í Lögbergi, segir heimfararnefndin, að ekkert sé í þeim, sem ekki megi allir vita; meira að segja sé ekkert í þeim annað en það, sem nofndin sjálf hafi þegar sagt almenningi. 12. Samt heldur hún því fram, að birting bréfanna sé mesta haturs- og heiftardemba, sem yfir hana hafi dunið frá sjálfboðanefnd- inni. 13. Heimfaramefndin kveður Dr. Brandson hafa náð bréfunum á óheiðarlegan hátt, og birt þau í heimildarley.si. Það á að vera óheiðar- legt, að þiggja boð forsætisráðherrans um eft- irrit af bréfunum, sem eru almennings eign, og það á að vera í heimildarleysi gert, að birta bréf í íslenzku blaði, sem bæði eru almennings- eign og sérstaklega snerta T.slendinga. 14. Hingað til hefir heimfaramefnd Þjóð- ræknisfélagsins aðeins rætt um aðferðina til þess að fá bréfin og um birtingu þeirra. Nú á hún það eftir, að ræða aðalefnið: bréfin sjálf, og sýna það, í hverju heiðurinn sé fólginn. Sig. Júl. Jóhannesson. Canada framtíðarlandið Verzlunar-samtök meðal bænda eru alt af að aukast. Aðallega gangast akuryrkjuskólar og fyrir- myndarbú stjórnaníía fyrir því. Það er ekki langt síðan að bænd- ur þurftu víðast hvar að selja af- Urðir búsins í bænum næst við sig, og láta vörurnar, hvort sem þeim þótti verðið, sem þeim var boðið, fullnægjandi eða ekki. — Oft var það líka, að peningar fengust þá ekki, nema fyrir lít- in'n part af því, sem bóndinn hafði að selja. Mikið af hveitinu var selt strax að haustinu, þegar verðið var lægst, því aðeins efn- aðri bændur voru svo stæðir, að þeir gætu borgað kostnað við uppskeru o. s. frv. og aðrar skuldir að haustinu, og geymt svo hveitið þar til það hækkaði í verði. Hið sama má segja um aðrar afurðir. Stundum var það kunnáttuleysi eða kæruleysi, sem olli því, að varan var í lágu verði. T. d. egg voru send til markaðar, þó þau væru ekki öll fersk. Það var þá ekki verið að rekast í því, hvort þau væru ný eða nokkurra daga gömul. Verzlunarmenn urðu svo fyrir tapi, þegar eggin reyndust ekki eins góð og búist var við. Þar af leiðandi gáfu þeir aldrei mjög hátt verð fyrir þau. Nú' er komin breyting á þetta. Egg eru nú flokkuð og verðið, sem bóndinh fær, er undir því komið, hvaða stigi eggin ná, þeg- ar þau eru skoðuð. Fyrir góð egg fæst að jafnaði töluvert meira nú en áður og á sama tíma hafa bændur lært, að það borgi sig ekki, að bjóða nema góð egg til sölu. . í Suður - Manitoba hefir korn- uppskeran verið léleg undanfarin ár. Bæmjur sáu ekki íhvernig þeir ættu að bæta hag sinn, og voru sumir sem álitu, að bezt væri að flytja lengra vestur, þar sem lancT væri nýtt og þar sem uppskeruvon væri betri. En slíkt hefði haft mikinn kostnað, auk ánnara erfiðleika í för með sré. Þá ráðlögðu búfræðiitgar þessum bændum að gefa sig meira við kvikfénaðs- og fuglarækt, en þe/r hefðu gert. Þeir bentu á, að þó kornið væri ekki gott til mölun- ar, gæti það verið allra bezta Jóður, og að jafnvel meiri pen- inga mætti hafa upp úr því með þessu móti, en með því að selja það eins og þeir 'höfðu gert. Bændur fóru svo að reyna þetta og hefir það gefist ágætlega. Það hefir verið aðal gallinn á búskap manna í Vesturlandinu, að þess- i um tíma, að svo margir bændpr hafa gefið sig við kornrækt að- eins. Það eru fljótteknir pening- ar, ef alt gengur vel. En það er ekki alt af hægt að byggja á því, að vel gangi. Bændur í Suður-Manitoba fóru að rækta fugla — tyrkja og hæns — mikið meira en áður. Sérfræð- ingar frá búnaðarskólum og fyr- irmyndarbúum ferðuðust svo um á haustin (þeir gera það enn) og sýndu fólki hvernig bezt væri að búa fuglana til markaðar. Það þarf vist lag við þetta, og ef ráð- leggingum er fylgt, fæst mun meira fyrir pundið af fuglakjöt- inu en ella, og það var sent þang- að, sem beztur var markaðurinn. Bændur 1 hverju héraði um sig lögðu svo saman og sendu vagn- hlass (carload) með járnbraut austur til stórborganna, eða þang- að, sem beztur var markaðurinn. Þetta gafst svo vel, að þessi að- ferð að búa fuglakjöt til markað- ar og selja það, er nú riotuð víða í Vesturlandinu. Það þurfa að vera svo margir bændur í hvejru héraði, sem reyna þetta, að hægt verði að senda vagnhlass þaðan að haustinu. Þá verður flutn- ingskostnaður minni. Til þess að svona hepnist, þarf bóndinn að rækta fuglategundir, sem seljast æfinlega vel. Búnað- arskólar og fyrirmyndarbúin gefa fullkomnar uþplýsingar þessu við- víkjandi. Það hefir lítinn árang- ur, þó bóndinn rækti mikið af fuglum, ef þeir eru úrkynja (sörub)| eða ómöguleg markaðs- vara. Ef lagið er með og ef leitað er allra upplýsinga, er Ihægt að hafa góða peninga upp úr fuglarækt- inni. Margt fólk, sem komið hefir hingað frá Mið-Evrópulöndunum, hefir það, er hér kallast smábýli, og býr vel. Það hefir ekki nema nokkrar ekrur af landi, en hver ekra er láin framjeiða alt sem mögulegt er. Það iðkar garðrækt, og sú uppskera bregst sjaldan — aldrei svo, að eitthvað sé ekki í aðra hönd. Það hefir tvær eða þrjár kýr, og svo fugla, vanalega heldur stóran hóp. Enn fremur hefir það korn, nógan fóðurbætir handa skepnunum fyrir veturinn. Fólki, sem hefir þelckingu á garð- rækt) vegnar vel á svona bújörð- um, þó smáar séu. Inntektir eru náttúrlega ekki eins miklar eins og á stórbúi, en kostnaðurinn er heldur hvergi nærri eins mikill. Enn fremur verður svona blettur , segjum 5— 10 ekrur, ræktaður miklu betur heldur en þar sem landið er stórt. Uppskeran verður, og er, tiltölu- lega meiri. Landið kostar ekki eins mikið til að byrja með, skatt- ur er ekki eins hár, og, sem sagt, útgjöld verða öll lægri. Austur í Ontario fylki eru nú bændur að minka bújarðir sínar. Það telst nú, að meðal bújörð, í þeim héruðum, sem eru gömul og þéttbygð, sé um 100 ekrur, og bændur þar græða nú meira, en meðan þeir höfðu meira land undir höndum. Ástæðan er sú, að nú gefa þeir sig við fleiru en kornrækt — hafa mjólkurbú," bý- flugnarækt, aldinarækt og garð- rækt. Það má geta þess, að bændur í Manitoba og Vesturfylkjunum, eru nýlega farnir að gefa sig að býflugnarækt. Var mikið af hun- angi, er framlei'tt var í Manitoba, selt haustið sem leið, og fékst gott verð fyrir það. Þess verður ekki langt að bíða, að fleiri bændur fari að stunda býflugna- rækt og auka inntektir sínar að mun, án mikillar fyrirhafnar. Upplýsingar um búskap, hvar sem er í Canada, fást hjá búnað- arskólum, fyrirmyndarbúum sam- bandsstjórnarinnar (Dominion Ex- perimental Farms)(, og á stjórn- arskrifstofum (Department of Agriculture) í hverju fylki. Fólk ætti að lesa þær skýrslur, sem þar eru gefnar hverjum sem vill kostnaðarlaust. Þeir, sem hafa í hyggju að fara að búa, ættu ekki að láta það hjá líða, að hota allar þær leiðbeiningar, sem þaðan má fá, því þær eru bygðar á reynslu, en ekki á getgátum. — Fólk í öðr- um löndum getur fengið þessar upplýsingar með því að skrifa til Dominion Experimental Farm, Ottawa, Canada, eða' til Depart ment of Agriculture, Ottawa, Can- ada. Hafi menn í hyggju að setj- ast að í einhverju sérstöku fylki, þá er ekki annað en að geta þess, og munu þá sérstakar upplýsing- ar viðvíkjandi búskap í því fylki, verða sendar. Frú Hoover Frú Lovísa Hoover, “The first lady” í Bandaríkjunum, er ment- uð kona og vel að sér um margt. Hún kom ung í Stamford háskól- ann í Californíu, til þess að taka þar kennarapróf, og þar kyntist hún Herbert Hoover. — Hann stundaði þar málmfræði. Tókst brátt gott vinfengi með þeim.' Hann var einstæðingur og bláfá- tækur. Leiðir þeirra skildu, en þau skrifuðust á. Lovísa settist að í Monterey, bæ í Californíu, en Hoover var á sífeldu flakki. Bréf hans komu úr ölhim áttunv frá Lundúnum, Ceylon, og Síberíu. Hann fór um allan heim. En einn góðan veðurdag, kom hann til Monterey. Hann dvaldi þar að- eins einn dag og fór þaðan um kvöldið með Lovís'u sem brúði sína. Og er hún spurði mann sinn hvert förinni væri heitið, svaraði hann: “Til Kína.” Hoover hafði verið gerður að yfir umsjónarmanni við námur nokkrar í Kína. Þau hjón settust að í Tienstrin, en rétt á eftir hófst Baxara-upreisnin. Heimili þeirra var þá gert að sjúkrahúsi, en þessir hræðilegu tímar fengu svo á frú Hoover, að maður henn- ar varð að senda hana heim til Monterey, að hún gæti hvílt sig þar. Næstu árin voru þau á sífeldu flakki, og safnaði Hoover of fjár. Var hann í miklu áliti fyrir það, að hann gat vísað á hvar málma væri að finna í jörðu, svo sem gull, silfur og kopar. Þegar heimsstyrjöldin hófst, áttu þau heima í Lundúnum, en seinustu árin hafa þau átt heima í skraut- hýsi nokkru í nánd við Washing- ton. Þau eiga tvo syni. — / I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.