Lögberg - 23.05.1929, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.05.1929, Blaðsíða 3
LÖGBERG BTMTUDAGINN 28. MAÍ 1929. Bls. S. SOLSKIN Fyrir börnpg unglinga FILAR. Fóllinn er gott dæmi þess, hve rangt er að kalla skepnurnar skynlauasr. Þegar við lesum sögur >af ýmsum dýrum, svo sem úlfalda, uxa o. s. frv., þá finnum við lítimi vott um hugsun. Aftur á móti eru margar sannar sögur til um fílinn, sem sýna mjög mikið vit. Hér eru nokkrar þeirra: I. Eg var einu sinni að gefa fíl kartöflur. Hann át þær úr lófa mínum. Ein þeirra datt á gólfið og valt þangað, sém hann gat ekki náð henni. Eftir að hafa reynt það noklkrum sinn- um, tók liann það ráð að blása fast á hana, svo að hún hrökk svo fast á vegginn, að hún valt til baka, svo að hann náði í hana. Þetta er líkt aðferð drengja, þegar þeir leik sér að bolta. II. Ekki er varlegt að glettast við fílinn. Hann man lengi mótgerðir og notar hv^ert tæikifæri til að hefna; s.ín. Hér er saga, sem merkur skip- stjóri sagði. Hann langaði til að vita, hvort það væri satt, að fíllinn væri minnugur og langtrækinn. Einu sinni gaf hann fíl brauðsneið með heil- miklu af pipar ofan á. Sex mánuðum síðar heimsótti hann fílinn aftur. Tók liann þá að láta vel að honum, eins og hann var vanur. Fíllinn sýndi engin merki }>ess, að hann væri reiður, svo að skipstjórinn hélt, að hann væri búinn að gleyma því, að hann hafði hrekkjað hann. En alt í einu sætti hann lagi, þegar sikipstjórinn tók ekki eftir, fylti ranann af vatni og jós yfir skipstjórann, svo að hann varð allur rennvotur. Af þessu má sjá, að fíllinn hefir gott minni. III. Maður einn segir frá fíl, sem hann þekti í London. Þegar fíllinn var að éta, lék maður- inn sér að því að færa heyið frá honum, svo hann náði því ekki. Fíllinn varð afar reiður. ‘‘'Giættu að þér, sagði sá, er hirti fílinn, “hann glevmir aldrei þessari mótgerð.” Nokkrum vikum síð- ar kom maðurinn aftur, og var þá búinn að gleyma þessu atvilki. Fíllinn hafði þó ekki gleymt því. Hann reiddi up ranann og sló til mannsins. Var höggið svo mikið, að nægja mundi til að mola mannshöfuð, en til allrar hamingju sá maðurinn tilræðið og gat hrokkið undan. Til eru margar sannar sögur af fílum, sem drápu þá er beittu þá rangindum. IV. Enskur herramaður, Layard að nafni, ferð- aðist til Ceylon með konu sinni. Hún sá hóp af fílum, sem komu heim að kveldi, að afloknu dagsverki. Frú Layard bað um leyfi að mega ganga niður' að fílahúsinu, til þess að sjá þá betur. Eigandi fílanna kvað það velkomið. Fílaeigandinn tók klasa af ávöxtum frá borðinu, og gekk á undan fólkinu út til fílanna. Þar var kvenfíll að veifa rananum og virða fyrir sér gestina. Heimamaður rétti frúnni á- vextina og sagði: ‘‘ Þér megið gefa þá þessum fíl, það er góð og meinlaus skepna.” Frúin tók ávextina og rétti fílnum. Hann tók þá með rananum og lét þá upp í sig og gleypti þá, og lét síðan vel að gefandanum. Gestirnir töluðust við um stund, skoðuðu dýrin og klöppuðu þeim. Létu hjónin mikið yf- ir viti og göfuglyndi fílsins. “ Já,” sagði eigand- inn, ‘‘hún er göfugt og viturt dýr. Ilún hefir nú samt drepið tvo menn síðastliðinn máluð.” Frúin fölnaði af hræðslu, þegar hún heyrði þetta. Maður hennar varð afarreiður og sagði: “Hvers vegna létuð þér konuna mína ganga fast að þessu voða dýrj?” ‘Haldið þér,” sagði eigandi fílsins, “að eg hefði látið frúna fara til fílsins, ef eg hefði ekfki verið viss um, að það var óhætt. Þessi fíll er bezti og þægasti fíllinn, sem eg á. Hann hefði aldrei drepið mennina, sem hirtu hann, ef þeir liefðu ekki verið búnir að gera honum rangt til.” Af þessu sést, að fíllinn kann góð skil á réttu og röngu. Hann launar gott með góðu og ilt með illu. Að launa ilt með góðu, revnist mörgum manninum fullerfitt, er slíkt sízt heimtandi af dýrunum, sem stundum eru nefnd skynlaus, og enga siðfræði liafa lært. V. 1 Dublin á Irlandi var fíll einn sýndur opin- berlega. Honum hafði verið kent að sýna ýms.- ar listir. Þar var meðal annars lítill dreng- snáði, sem erti fílinn á allar lundir. Fíllinn lézt elkki taka eftir þessu lengi vel, en vel vissi hann hvað hann fór. Þegar strákur kom nógu nærri, greip fíllinn hattinn af liöfðinu á honum, svo sneri hann sér í hálfhring og gaf frá sér ein- kenriilegt hljóð, eins og hann væri að hlæja. Svo vel lék fíllinn, að allir héldu að hann hefði étið hattinn. Litli hrekkjalimurinn stóð ráða- laus og klóraði sér í höfðinu. En stóru skepn- unni var auðsjáanlega slkemt. Hann drap titl- inga og sýndist hlæja með sjálfum sér. Loks dró hann hattinn út úr sér og kastaði honum með rananum heint f andlitið á stráknum. Þetta gerði hann með svo mikilli glettni, að allir sem sáu, ultu um af hlátri. VI. Fílar geta lyft loki af íláti, opnað dyr, tekið tappa úr flösku o. s. frv. Þeir stela oft hlutum og fela þá. Ferðamaður einn sá fíl draga upp hæl, s«m hann var bundinn við, fara svo að húsi, þar sem hafrar voru geymdir. Lyfti hann þá lo/kunni og fór imi og át eins og hann lvsti. Að því búnu fór hann út og bjó um dyrnar eins og áður, fór svo á sinn stað, ýtti niður hælnum og lét á engu bera. Þegar eigandinn kom, var alt með kvrrum kjörum, og fíllinn hinn sakleys- islegasti á svipinn. Eigandi hafranna varð hinn reiðasti og bar vsig illa yfir missinum, en fílsi stóð grafkyr, og gletnin skein úr litlu aug- unum hans. VII. Hér er önnur saga sömu tegundar. Fíll á Indlandi var bundinn við tré. Eigand* inn hafði ofn í grendinni, þar bakaði hann hrís- grjónakökur. Ldkaði hann ofninum og lét steina yfir. Þegar hann var farinn, losaði fíll- inn hlekkina, sem bundið var um fót hans, gekk svo að ofninum og færði burtu steinana, opnaði ofninn og át kökurnar og fór svo á sinn stað. Hann gat etóki fest hlekkina á fætinum, svo hann vafði þeim um fótinn, til þess að láta líta sem líkast út og áður. Þegar «igandinn kom, sneri fíllinn sér frá ofninum. Maðurin vitjaði nú um kökurjjar og greip í tómt. Hann fór nú að líta eftir þjófnum og sá fílinn gefa sér horn- auga, hann sá á honum, að hann mundi vera sekur, og refsaði honum fyrir.tiltækið. Eklkert dýr refir þvílík vopn og fíllinn. Hann getur með rananum rifið stórar gr«inar af trjám og tékið upp títuprjón af götunni. Þótt fíllinn sé svona stór og sterkur, er hann viðkvæmur og tilfinninganæmur. Þótt hann hiki ekki við að berjast við tígrisdýr, þá fellur honum mjög illa flugubit, og hræddur er hann við mýs, eins og hjartveik stúlika. Fíllinn hefir yndi af björtum litum. Ilann er mjög hreinlátur og gefinn fyrir að baða. sig. Margir m«nn lifa á því, að ferðast um og sýna fíla, sem þeir hafa kent að leika listir, t. d. að sitja til borðs, ganga á afturfótum, ganga eftir hljóðfalli o. s. frv. Þykir mönnum undur að sjá, hve margt þeir kunna og hve vel þeir gera það. — S. A. safnaði.—Samlb. BENDING. Foreldrar Jensínu voru fátæk, og móðir hennar varð að taka heim efni, af heldra fólki í bænum, til að sauma úr. Jensína var eitt sinn send út í bæ með sauma- dót, og á meðan hún beið eftir saumalaununum, leit hún í íkring um sig og komst að þeirri nið- urstöðu, að það hlyti að vera fjarska ánægju- legt að búa í svona yndislegu húsi og vera jafn- ríkur eins oggamla frúin, sem bjó þar. Það var aðfangadagskvöld jóla, og frúin hafði ákveðið að gefa Jensínu litlu sjálfri eitt- hvað. I annari hendinni hélt hún á peninga- pyngjunni, en í hinni á smábögli, með lostætum, nýbökuðum kökum. Þegar frúin hafði greitt saumalaunin, sagði hún: “Litla vina mín, hér er ofurlítið handa þér sjálfri!” Jensínu brast orð til að svara í bili, en eft- ir örstutta stund svaraði hún: “Hjartans þakkir; en má eg ekki gefa Lilly frænku minni það? Sjáið þér til, hún er mátt- laus og getur ekki komist út, eins og eg, en verður að sitja alla daga inni í stólnum sínum. Eg er sannfærð um, að þetta myndi gleðja hana innilega.” “Jú,” 'svaraði frúin, ‘‘það mátt þú gjarnan, ef þig langar til.” En þegar frúin hafði lokað dyrunum, fór hún að hugsa um sjálfsafneitunarandann og orðin, sem Jensína hafði sagt. Og nam af því meiri fróðleik, en heillar æfi lestur hefði getað kent henni.—Ungi hermaður. HVER SKRIFADI BRÉFID? Skrifborðið var ólæst, eigandinn hafði verið Ikvaddur frá rétt í J)ví er hann var að byrja að skrifa sendibréf. Á borðinu lá pappírsörk og umslag.. Blekbyttan stóð þar hjá og penna- stöng, þerriblað og pennaþurka, hvert við hlið- ina á öðru. Herbergið var mannlaust og pappírsörkin fór að tala við þessa fyrnefndu nábúa sína. t “Þér ferst helzt að bera þig svo burgeis- lega,” sagði hún með fyrirlitningu; “á mig verður þó bréfið ritað.” “Já,” svaarði penninn, “en þú gleymir því, að það er eg sem skrifa það.” “Og þú gleymir því,” sagði blekið, “að þú getur eklki skrifað án minnar aðstoðar.” “Ykkur ferst að gorta,” sagði blekbyttan. “Hvernig væruð þið stödd án minnar hjálp- • ar?” “Það er hlægilegt að heyra í ykkur raupið,” skaut þerriblaðið inn í. “Það yrði laglegt verk- lag, ef mín nyti elkki við” “Og má eg spyrja,” sagði umslagið, “hvaða gagn yrði að ykkur öllum saman, ef eg varð- veitti ekki bréfið og kæmi því til viðtakand- ans?” “En það er þó eg, sem krifa nafnið og heimilisfangið á þig,” svaraði penninn með þjósti. “Góðu vinir liættið þið að rífast,” sagði pennaþurkan hæversklega. Hún hafði ekki fyr lagt orð í belg. “Hvað vilt þú eiginlega vera að derra þig?” sagði penninn. “Þú ert ekkert annað en þurkuræksni.” Og svo skellihló hann að þess- ari fyndni sinni. “Jafnvel þótt eg sé aðeins þurkuræksni, ” svaraði pennajrarkan hógværlega, “þá mundir þú samt, án mín, verða svo hrúðraður af blek- storku, að það gæti enginn skrifað með þér. Og verðmæti hvers okkar um sig og allra sam- anlagt, eý aðeins undir því komið, að einhver noti olkkur. Hér gætum við öll lifað til heims- endis, og öll í sameiningu gætum við aldrei skrifað bréfið það taraa, af eigin ramleik. Það er aðeins hönd húsbóndans, sem getur það.” “;Hún hefir víst lög að mæla,” sögðu um- slagið og pappírsörkin samtímis. Þegar hér var komið málinu, kom eigand- inn aftur inn í herbergið og alt datt í dúnalogn. Penninn var tekinn upp, stungið niður í blekið og lireyfður fram og til batka um pappírsörk- ina. Þerriblaðinu var þrýst á hana, bréförk- inni stungið í umslagið, utanáskriftin rituð á það og penninn síðan þerraður á pennaþurk- unni. “Sérhvert okkar liefir lagt fram sinn litla skerf,” sagði blekið í hálfum hljóðum. “Já,” svaraði penninn, “og án eigandans hefðum við ekkert megnað.” —Ungi herm. FJÖTRADUR VID FÓTKNÖTT OG VINDLING. Páll litli, ötull nýsveinn í hljóðfærasveit- inni, var nýkominn í einkennisbúning sinn og hélt á spegilfægðu horainu í hendinni, á leið út til samkomunnar. Leið hans lá fram hjá dá- litlum engjabletti, og þar rakst hann á gamlan skólabróður sinn, sem sat í grænu grasinu drembilátur, með ifindling í munninum, og stóran fótknött við hlið sér. Sennilega beið hann þar einhverra lagsbræðra, sem hann ætl- aði að leika knattleik við. Þegar hann sá Pál koma, tók hann vindling- inn út úr sér, og þeir hófu eftirfarandi við- ræðu: Emil (egnandi): “Jæja, svo þú ert enn þá nýliði.” Páll (vingjarnlega): “Góðan daginn, Emil. “Eg er að fara á samkomu. Hún er í dagdiald- in á járnbrautartorginu, og þú ert hjartanlega velkominn þangað.” Emil (þóttafullur): “Þakka þér fyrir! Eg hefi eklki hugsað mér að gerast nýliði!” Páll: ‘ ‘ Eg er ekki í skóla, er eg hermaður, og ef þú hefðir hugmynd um hve það er dýr- legt, þá er eg sannfærður um, að þú mundir verða það líka. ’ ’ Bmil (með fyrirlitningu): “Nei, helzt ekki! Eg skil ekki, hvemig þér getur dottið í hug að eyðileggja beztu ár æfi þinnar með þesskonar skrípaleik. Maður er þó ekki nema einu sinni ungur, og þá ber manni að njóta lífsins. Þegar vrið tökum að eldast, þá er nægur tími til þess- konar vafsturs — álít eg. Þú mátt ekki leggja trúnað á alt, sem þér er sagt. Nú ert þú á þeim aldri, þegar liverjum manni ber að mvnda sér sjálfstæða skoðun og verða frjáls maður. ” — (Hann sýgur vindlinginn fast og þeytir borg- inmannlega út úr sér þvkkum reykjarmekki.) “Páll: “Þú hrósar þér af frelsi þínu! En eg' skal segja þér, að þú ert í f jötrum tóbaíks- nautnarinnar, þar sem þér er þó sjálfum ljóst, að er heilsu þinni skaðsamleg, og þú eyðir öllu skotsilfri þínu í þessa nautn, í stað þess að nota það til einhvers, sem gagnlegt er. Reyk- ingarástríðan er orðin þér að lesti. Hvað gagnaði það, þótt foreldrar þínir lofuðu þér glæsilegri jólagjöf, ef þú hættir að reykja? Þú mundir alls ekki geta hætt. Þannig er það einn- ig með knattleikinn; þú eyðir öllum frístundum þínum í hann, vanrækir skólanám þitt og ert jafnvel ófáanlegur til að gera handarvik fvrir hana mömmu þína, bara vegna knattleiksins. Þú munt vafalaust iðrast þess seinna, hve lít- ið þú hefir lært í æsku þinni, sem orðið gæti þér að gagni síðar í lífinu. Er þetta nokurt frelsi? —iSjáðu nú til. Það er þó eitthvað annað að fylgja Jesú. Þá gleðjum við foreldra okkar moð því að vera þeim hjálpfús; gefum okkur nægan tíma. til að stunda námið sem bez't, svo við getum síðarmeir orðið nýtir borgarar þjóð- félagsins. 0g það dýrlegasta er, að í tóm- stundunum getum við unnið málefni Drottins gagn, með því að fá aðra til að gefa honum líka hjarta sitt. Eg skal segja þér, að slíkt er langtum fegra og betra, en að lifa aðeins til að skemta sjálfum sér. Eil eg sé, að þú ert' ekki alveg sannfærður um þeta enn þá, og nú er eg að verða of seinn á samkomuna. En hugsa þú bara um þetta, sem við höfum verið að ræða um núna. — 1 guðs friði!” — Ungi herm. Apinn og refurinn. Api nokkur ætlaði að drepast í kulda, og varð þá refur einn á vegi lians, sem liafði ó- venju mikið skott, langt og di.gurt og kafloðið af ríkum hárvexti. Apinn sagði þá við refinn: “Heyrðu, skaufhali! eg er svo þuimliærður og ber fyrir öllum ónotum vinds og veðurs, en þú hefir miklu meira. sl^ott en þörf er á, og það svo, að þú dregur helminginn á eftir þér í aura- um og sorpinu.” — “Ekki vissi eg það áður”, svaraði refurinn, “að eg hefði of mikið, en <r Professional Cards <zzr>oczroo<—r->o<—rr>o<zzz^o<zzz>oczzz>oc Ö 0 DR. Ao BLONDAL Medlcml Arte Bldff. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdðma. Er aB hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Vlctor St. Sfmi: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. J. J. SWANSON & CO. MITED 601 Paris Bldg. Winnipeg Fasteignasalar. Leigja hús. Útvega peningalán og elds- ábyrgð af öllu tagi. Phone 26 349 Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. íslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg DR S. J. JÓHANNESSON stundar læknmgar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street Þriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—6 e. h. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN iaL lögfneSlngu. Skrlfiitafa: Room 811 McArthW Bulldlnc, Portace Ave. P.O. Boz 1656 Phonee: 26 849 og 26 14« LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N Islenzkir lögfræðlngar. 356 Main St. Tala.: 24 913 peir hafa einnlg akrifatufur aS Lundar, Rlverton, Glmll og Plnag og eru þar að hitta a eftlrfjrld- andi tlmum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudajr, Gimli: Fyrata mfðvlkudag, Piney: priðja föatudag f hverjum mð.nu81 J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Building 356 Main St. Winnipeg Símar: Skifst. 21 033 Heima 71 75« JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrfstofa: 702 Confederation Life Building Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambera Talsími: 87 371 A. C. JOHNSON 1*07 Oonfederatlon Llte BMg WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparlfé fölks Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- Ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samatundis. Skrifstofuslmi: 24 263 Helmasfmi: 33 328 A. S. BARDAL 841 gberbrooke 8b Selur llkktetur og annaat um ttt- farir. Allur ötbúnaður að beML Ennfrexnur seLur hann eilekn— r minnisvarða og iecatelna. Skrifstofu tals. 86 607 Heimllte Tals.: M 8M SIMPS0N TRANSFER Verzla með egg-A-dsg hansnaföSur. Ánnast einnig um allar tegundlr flutnlnga. 681 Arlington St., Winnipeg ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Simi 71 898 ÍSLENZKIR FASTÉIGNA- SALAR 1 Undirritaðir selja hús og lóðir; ; og leigja út ágæt hús og íbúðir, ; hvar sem vera vill í bænum. Annast enn fremur um allskon-i ar tryggingar (Insurance) veita fljóta og lipra afgreiðslu ODDSON og AUSTMANN 521 Somerset Bldg. Sími 24 664! Dr. C. H. VR0MAN Tannlaknir 661 Beyd Buildlng Phone 1« 171 WINNIPEG. ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhútið eem beesl borg heflr nokkurn tíma haft tnnan vébanda slnna Fyrirtake mAlfcfðlr, akyT, pönnu- kökur, rullupyHaa og þjóðrsaknia- kaffu — Utanbæjarmenn tk eé Avalv fyrst hressingu 4 WEVKL CAFE, 899 Sargeot Ave Slml: B-S197. Rooaey Stevens. etgandi. hvað sem um það er, þá skal eg fyr láta skottið mitt sópa eftir mér götuna alla æfi, en eg taki út því eitt einasta hár til að gefa rækalls apan- um.” — Stgr. Th. þýddi. 4

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.