Lögberg - 23.05.1929, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 23. MAÍ 1929.
Bla. 7.
Eitt pund
“Já, manni veröur fyrir að reyna
flest, þegar maður er veikur,
sagði húsfreyja og dró band af
hnyklinum undan hendi sér.
“Þat5 held eg,” tók Árdís undir,
spýtti á loftið og þurkaði með fæt-
inum.
“Tannpinan er ill, eða þessi höf-
uðgigt, sem ]>að nú er víst í raun-
inni, og mikið leið eg fyrir hana,
samt voru það smámunir í saman-
burði við annað, sem eg hef orðið
að líða.”
“Þú átt við þegar Hallur brá
þér, eða þegar þú meiddist í fæt-
inum ?”
“Það er alt sama sagan, Þuríður
mín.”
“Mér var ekki kunnugt um það
atvik,” ansaði húsfreyja.
“Eg ryfja þau sjaldan upp,”
sagði Árdís og tók svuntuhorniö sitt
og þurkaði tár af augum sér.”
“Guð veit það, Þuríður mín, og
mér er sama þó þær manneskjur,
sem mér hafa verið góðar viti það
líka.”
Hún grét beisklega stundarkorn
og húsfreyja prjónaði þfegjandi.
svo hresti hún sig upp og Ibyrjaði:
“Við vorum vinnuhjú í Tröö í
þrjú ár og frá því fyrsta eg kom
þangað var sem hann hefði aldrei
séð stúlku nema mig, þar til Ása
kom, sem var síðasta árið, sem eg
var þar, eða öllu heldur þar til hún
var búin að vera þar í misseri.
Hún var ein af þeim, sem þóttist
heilög og ekki vilja lita á karlmenn
sízt þann Hall. En mér fanst hann
verða kaldari við mig eftir að hún
var búin að vera þetta. Svo fór
vinnufólkið að stinga saman nefj-
um uin að eitthvað væri á milli
þeirra Ásu og hans.
Eg spurði hann að því, en hann
margneitaði. ,
Húsmóðir min heyrði þetta líka.
Hún talaði við hann, en hún sá
ekki við honum fremur en eg. Hann
sór og sárt við lagði að nokkur
hæfa væri væri í þessu tali fólksins.
Svardagar hans friðuðu mig. En
vinnufólkið hitt, hélt áfram að
hvíslast á, og lita hornaugum til
mín.
Það var svo einu sinni að vetrar-1
lagi, að fara átti til kirkju. Mörg
messuföll höfðu orðið og veðrið
gott, svo nú var uppi fjöður og fit
á öllum, sem vonast gátu eftir reið-
skjóta.
H&llur átti góðan reiðhest. Eg
taldi mér hann vísan, og að hann
mundi fá annan lakari hjá húsbænd-
unum. En þegar til átti að taka*
var hann búinn að lána Ásu hann.
Sagði að hún hefði beðið sig á und-
an mér.
Mér varð hverft við þetta og
gekk nú á hann sem fyr, um það
hvort nokþuð væri á milli þeirra
og svardagar hans þá, falla njcr-
aldrei úr minni.
Hann sór það við alniáttugan
Guð að nokkur tilhæfa væriví þvi
og fór uim það mörgum orðum,
hvað fólk væri slúðurgjarnt.”
Húsfreyja hristi höfuðið.
“Það var sem fyr, að svardagar
hans friðuðu mig. Húsbóndinn
lánaði mér hest. Hallur lét sér ant
um að vel færi á hesti Ásu, á leið-
inni, en hann spurði mig líka, hvort
eg vildi að hann gyrti á fyrir mig.
Þess þurfti ekki, því húsbóndinn
hafði lagt vel á fyrir mig, áður en kné sér, en benti með hinni á Ár
við fórum. dísi:
Guðsþjónustan fór fram á venju-
legan hátt. Þegar presturinn var
búinn með ræðuna, áður en hann sté
úr prédikunarstólnum, var eins og
fegins og forvitnisandi færi um
kirkjuna. Væru nokkrar lýsingar,
komu þær nú. Það var eins og
einhver undarlegheit kæmu yfir mig,
sem eg get ekki lýst fyrir neinum.
Kitkjugólfið byrjaði að snitast,
augnablikin, sem presturinn blaðaði
í handbókinni. En ef Hallur léti nú
lýsa með okkur, mér að óvörum.
Hjartað barðist í brjósti mér, svo
ótt að eg varð steinmáttlaus. En
nú byrjaði presturinn aftur. Jú.
það voru lýsingar!
Presturinn talaði skýrt og skor-
inort, hann var vanur því: “Lýs-
ist til heilags ektaskapar í fyrsta
sinn, með heiðarlegum yngismanni
Halli Sölvasyni og heiðarlegri yng-
ismey Ásu Daðadóttur, bæði til
heimilis í Tröð í þessarí sókn. Hafi
nokkur meinbugi á þessu þá segi
hann til í tíma.”
Eg sá ekkert og sætið var að
hvolfast með mig. Hjartað stóð
kyrt, svo hentist það á stað aftur
og mér fanst eg ætla að springa.
‘Ásu Daðadóttur, meinbugir! Ásu
Daðadóttur, meinbugir, eg gæti
hlegið þá upp úr kirkjuþakinu.
En höfuðið var svo þungt og hjart
að svo ægilega óþægt og svo var
sætið að hvolfast og kirkjugólfið
ruggaði; svo eg gat ekkert nema
rólað út með hanu fólkinu. Alt
var á hringferð fyrir mínum aug-
um og jörðin gekk í bylgjum. Eg
hefi enga hugmynd um hvemig eg
komst á hestinn og heim, en þá
lagðist eg í rúmið.
Mér er ekki 1 jóst tímabilið, sem
á eftir fór, nema það að bamið
mitt fæddist. Það var með litlu
lífi og dó áður en eg komst á fæt-
ur. Eg var lengi milli heims og
helju og þegar eg loks komst
fætur var eg hölt og hefi verið það
síðan.”
Árdís þagnaði og þurkaði svita
af enni sér.,
Mikið þóknast almáttugum guði
að láta viðgangast,” sagði Þuríður
hægt og alvarlega.
“Enginn skilur það til fulls, nema
sá, sem verðujr fyrír því,” sagð
Ardís og strauk aftur um enni sér
“Og þó eru menn að fetta fing-
ur út í það sem meistari Jón segir
um hegninguna. Halda menn að
almáttugur Guð láti annað eins og
þetta viðgangast hirtingarlaust"
sagði Þuríður og prjónaði rösk
lega.
“Eg felli mig ekki við gífuryrði
meistara Jóns, en hitt verð eg að
játa, að altaf þegar eg hugsa um
svardaga Halls þennan sunnudags
morgun þá setur að mér geig og eg
finn hve ómögulegur sá herra af
manni til væri, sem léti nota nafn
sitt svo háðuglega og setti engan
gjalddaga þar við, hvað þá heldur
guð' almáttugur. Og þó að eg hafi
oft í anda leitað miskunnar fyrir
manninn, sem þannig talaði og
breytti, finn eg til magnleysis, er
eg reyni það. Eg finn að sektin
er mikið dýpri en hiti andvarpa
minna.
Bæn mín um náð handa honum,
hefir því aldrei getað orðið eins
heit og sársaukinn um svik hans
olli mér.”
Þuríður slepti annæri hendi af
prjónuinum, lagði prjónahendina á
Látið
CANADIAN NATIONAL—
CUNARD LINE
sambandi við The Icelandic MiUennial Celebration
Committee.
Dr. B. J. Brandson,
H. A. Bergman,
Dr. S. J. Johannesson,
E. P Jonsson,
Dr. B. H. Olson,
S. Anderson,
A. B. Olson,
G. Johannson,
L. J. Hallgrimsson,
S. K. Hall,
G. Stefansson,
A. C. Johnson,
J. H. Glslason,
Jonas Palsson,
P. Bardal,
M. Markusson,
W. A. Davidson.
Islendingar í Canada, eins og
landar þeirra, sem dvelja yíðs-
vegar annarsstaðar ,'iarri fóstur-
Jörðinni, eru nú meir en nokkru
sinni áður farnir að hlakka til
þúsund ára Alþingishátiðarinnar
I Reykjavík, I júnlmánuði 1930.
tsland, vagga lýðveldisins, eins
og vC-r nú þekkjum það, stofnaði
hið elzta löggjafarþing I júní-
mánuði árið 930. Pað er ekkert
fslenzkt hjarta, sem ekki gleðst
og slær hraðara við hugsunina
um þessa þúsund ára Alþingis-
hátlð, sem stjórn Islands hefir
ákveðið að halda á viðeigandi
hátt.
Annast um ferðir yðar á hira
ÍSLENZKU - - -
Þúsund ára Alþingishátíð
REYKJAVÍK
JÚNÍ ..... 1930
Canadian Natlonal járnbrauta-
kerfið og Cunard eimskipafélagið
vinna I samlögum að þvl, að
flytja Islendinga hundruðum sam-
an og fólk af fslenzku bergi brot-
ið, til Islands U1 að taka þátt I
hátíðinni og siglir sérstakt skip
frá Montreal I þessu skyni. Meðal
annars, sem á borð verður borið
á skipinu, verða fslenzkir, góm-
sætir réttir. par verða leikir og
ýmsar skemtanir um hönd hafð-
ar og fréttablað gefið út.
Spyrjist fyrir um vorar sérstöku ráðstafanir
Leitið upplýsinga hjá Canadian National umboðsmannlnum I
Winnipeg, Saskatoon, Edmonton, eða skrifið beint tii
G. GISLASON, Winnipeg (phone 88 811) 409 Mining Exchange Bldg.
NADIAN NATIONAL RAILWAYS
eða einhverjum umboðsmanni
CUNARD STEAMSHIP LINE
“Þú finnur eitthvað, sem er til,
en eðli þitt getur ekki beygt sig
fyrir, eða vill ekki hlýðnast, Árdís
mín,” sagði hún einbeittlega. “Þú
finnur réttláta reiði Guðs yfir synd-
inni og þitt eigið máttleysi að af-
plána hana. Það er þvi bezt að
segja sem minst um það, hvað
meistari Jón talar um, því við
skiljum það ekki.”
Svo fór Þuriður að prjóna aftur.
“Eg á erfitt með að hugsa mér
reiðan guð,” sagði Árdis dálítið mót-
iróalega.
“Þér hefir þó fundist lifið koma
við þig, sem von er.
Árdís spýtti tóbaksleginum. “Eg
get ekki felt mig við það. Eg held
eg vildi heldur reyna að lifa það
alt upp aftur, já, þó það ætti að
troða mikið meira á mér, en búið
er, heldur en að hann, heldur en að
nokkur mannssál kveljist eilíflega i
helvíti, í eldi og brennisteini, eins
og meistari Jón segir,” sagði Árdís.
“Guðs mskunn getur ekki þolað
>að,” bætti hún við.
“Hvernig stendur á að Guðs mis-
kunn ]>olir alt, sem viðgengst á jörð-
unni, ár eftir ár og öld eftir ÖM?”
sagði Þuríður. “Eg fyrir mitt
leyti, get ekki svarað því, en sagan
þín, er eitt brot af því. Það er til
vegur til lífsins, hann eigum við að
feta. Við eigum að hlýða Guðs
orði og gefa okkur undir hans mis-
kunnarhönd. í guðs orði er okk-
ur boðað, bæði kærleikur Guðs og
reiði. Reiði hans er vís fyrir það
illa. Við getum ekki tekið annað
og fleygt hinu. í rauninni er okk-
ur boðuð reiðin fyrst, líklega af
því eðli okkar er svo syndugt að við
hræðumst dýpra en við elskum; því
skrifað stendur: “Vér eigum yfir
alla hluti fram Guð að óttast, hann
að elska og honum að treysta og
eftir hans boðum gjarnan að
breyta.”
Þú segir sjálf að bænarandvörp
þín séu svo máttlaus, að þau megni
ekki að biðja um fyrirgefningu
handa Hlalli. Þar sérðu máttleysi
þitt að bjarga honum og þó þú lifð-
ir upp samverustundir ykkar aftur,
yrði það aðeins til þess að safna
meiri glóðum elds yfir höfuð hon-
um.”
Þær þögðu báðar um stund.
“Voruð þið ekki trúlofuð, þegar
Ása kom?”
“Trúlofuð! Við vorum harð-
trúlofuð eftir þrjá mánuði, sem eg
hafði verið (þar. 1 Vlið Vorum að
bíða eftir því, að eignast eitthvað,
að hann sagði, fáeinar fleiri kindur.”
“Þá hefir Ása hlotið að vita það,”
sagði Þuríður.-
“Já, hún vissi það á öllu. Það
vissu það allir á heimilinu.”
“Og hún horfði ekki i að taka
hann frá þér samt, og þú svona á
þig komin?”
“Ekki sýndist það standa fyrir
henni,” anzaði Árdís.
Þuríður blés við.
“Það var illa farið, að þú skvld-
ir ekki geta varað þig á þeim
næsta,” sagði hún.
“Já,” sagði Árdís og greip fast-
ara á nálinni.
“Það voru nú sjö ár frá því þetta
var, og þar til eg trúlofaðist Árna
á Jaðri, og eg aðeins átján ára, í
fyrra sinnið. Tíminn græðir flest
sár, ekki sízt á æskuárunum. Eins
og þú veizt, Jyótti fólki Árna frem-
ur vænt og hann talinn líklegur til
þess að reynast vel, þó ekki reynd-
ist hann mér það.”
“Já, auminginn. Honum fórst
skammarlega við þig. Og víst er
það satt, að hægara er um að tala
en í að komast,” og Þuríður var
mildari i róm.
Eg lærði að elska Árna af því
hann var góður við mig og sótti eft-
ir mér. Eg trúði honum þess vegna
og líka vegna þess, að eg leit upp
til hans.”
“JÚ, jú,” sagði Þuríður og barð-
ist við lykkju, sein hún hafði felt
niður.
“Það hefir líklega þótt fengur í
honum fvrir þig auminginn, fátæk
og umkomulaus.”
“Það er nú vist, en það fór sem
fyr, hann brást mér, þegar hann
vissi eg var ekki einsömul. Það fór
því eins og með hið fyrsta barn
mitt, það fæddist í eymd og lifði
eymdarlífi í þrjár vikur, en ]>á gerði
Drottinn miskunn á því og mér og
tók það.
Hann hafði haft það að glensi
við kuningja sina, að eg væri svo
sem hann ákvað, hölt, að hann gæti
ekki átt mig/’
Þuriður prjónaði og reri um stund.
eftir að Árdis þagnaði, en sagði
svo:
“Það var grinim háðung, sem
hann varð fyrir þar, og er þó verst
að saklausir gjalda. En sá er eng-
inn ólánsmaður, sem enginn liefir
ilt af nema hann sjálfur, segir mál-
tækið. Þú ert nú bara stinghölt, þó
talsverður hæðarmunur sé á fótun-
um, en Arnfríður kona hans er
draghölt og er aumkunnarvert að
sjá hvernig fóturinn liggur ]iversum
á konunni og hún dregst áfram.
Samt er það ekki til að fjasa um,
í samaniburði við hitt; að hún skuli
vera eins óguðlega vond við Val
gerði litlu dóttur þeirra og hún er
og misþyrma henni miskunnarlaust
og þetta er eina barnið. Það er þó
sagt að fáir kunni eitt barn að eiga,
en sjaldnast sannast ]>að á þessa
vísu.
Það er eins og einhver dómur
yfir konunni, því nú er Arnfríður
vel greind og víkur oft góðu að
fólkiÁ’
“Henni var svo illa við Valgerði
á Jaðri, af því henni likaði hún
ekki handa Árna,” sagði Árdís.
“Það er líklega orsökin,” sagði
Þuríður.
“Árna þótti fjarska vænt um
móður sína, 'það sá eg þrátt fyrir
framkomu hans við mig.”
“Hvernig var hún í þinn garð, á
meðan á tilhugalífi ykkar stóð?”
spurði Þuríður.
“Eg held hún hafi verið lítið
kvödd til ráða þar. Hún var þvi
fremur andstæð í fyrstu, en þegar
hún sá að Árna var alvara, lét hún
það gott heita. Eg má þakka það,
að eg hefi aldrei komið mér illa
þar sem eg hefi verið. Eg reyndi
að vinna henni eins og öðrum hús-
bændum mínum, eftir beztu getu, þó
eg segi sjálf frá og það var eins og
hún gerði sér að góðu samdrátt
okkar Árna, líklega í og með af þvi
að henni gekk aldrei neitt illa að
stjórna mér. Hún var mér væn að
mörgu leyti.”
“Það var merkilegt að hún skyldi
ekki skerast í leik er Árna fórst svo
illa við þig.
Hjónaband
Eftir Böðvar frá Hnífsdal.
Það var undir vaxandi mána.
Þau voru um tvítugt bæði.
Þau sátu saman í næði,
og sungu fjörug kvæði, —
í klifinu — upp við ána.
í klifinu upp við ána,
þau urðu blóðrjóð í framan.
Kossar og kynlegt gamanv
Þau komu sér dável saman,
af völdum hins vaxandi mána.
Hún vefst fyrir unglingum,
vörnin.
Varfærnin brást nú hjá honum.
Þeim fæddist samlloka af sonum.
Sögunnar framhald að vonum,
giftingin — baslið og börnin.
Og ástin er einskis virði,
ef ekki er matur á borði.
M|enn lifa’ ekki á eintómu orði.
Uppkominn barna-forði
dreifist um fjöll og' firði.
Þau sjá (hivorki sól eða mána.
Á sveitinni eru þau bæði,
þau liggja við léleg klæði,
og lifa á huíidafæði, —
í kofa þar upp við ána.
—Les’b. Mgbl.
OGIUVIE
OATS /
FOR BREAKFAST
/
Ogilvie Oats
og leikja. Panti
ja til ótakmarkaða orku til vinnu
Ogilvie Oats hjá kaupmanninum
1
Kveðja
ellistoð, en varð bilaður á heilsu,
og gat því ekki hjálpað þeim við
búskapinn, eða stundað harða
vinnu, en er náttúraður fýrir alla
vélavinnu, og hafði fengið eða
aflað sér tilsagnar í þá átt. Þetta
var það sem gerði þeim búskap-
inn ómögulegan, þau roskin óg
kraftar að þverra, og úrræðin þau
einu að selja alt, sem hægt var,
en ganga frá landii og leigja það
hvernig sem hepnast. Pilturinn
mun hafa í hyggju að leita sér
að atvinnu, sem náttúran vfsar
jhonum bezt til. — Stúlkan, sem
jer ógift, hefir víst í hyggju eitt-
jhvað í þá átt, sem hún er að læra,
er hneigð fyrir sönglist. Gömlu
hjónin kvíða því engu, og eru
vongóð. Þau eru vel virt og met-
in af öllum í þessari! bygð, fyrir
góða samvinnu í öllum félagsskap,
einkum skóla og safnaðarmálum,
Sökum þess að við hjónin ekki
gátum verið viðstödd, vegna las-
leika konu minnar og vonsku-js€m b311 bafa svo vel stutt með
((T,„ ,, ,veðurs, við kveðjumót þeirra góðu peninga framiögum og vinnu, af
Ja, sagði Árdis þyngslalega. hjóna> yíglundar Vigfússonar 0g .kristilegum kæríeika fyrir mál-
“Hún hafði mikið dálæti á sonum Sigríðar Jónsdóttur, frá Breiða- efnið. Sigríður hefir og stutt
sínum og hefir sjálfsagt ekki viljað bólsstöðum í Reykholtsdal, vildi j kvenfélagið með dug og dáð síðan
neyða Árna til þess að gera það sem eg biðja þig, ritstjóri Lögbergs, him kom í bygðina. Víglundur og
honum var ekki ljúft. að leyfa þessum línum rúm í þínu
“Agaleysið! agaleysið gamla,” beiðraða blaði. Árið 1903 komu
tautaði Þuríður.
sjálfsögðu fylt hjartað meiri al-
vöru gefni, svo að mér og öðrum
finnist búskapurinn alt annað en
leikur. Víglundur hefir æ aukið
á bjartsýni okkar, og er það ekki
ofsagt, að allir muni honum inni-
lega þakklátir. Víglundur er af
bezta fólki kominn; þau séra Árni
á Kálfatjöm og og Steinunn kona
séra Jóns í Hvammi í Norðurár-
dal, voru systkynabðrn við hann.
iBæði þau bjón, Víglundur og
Sigríður hafa áunnið sér hér
óskifta velvild fyrir samúðina og
hið blíða bros, er vermir hjörtu
samferðafólksins. Svo ökkum við
þeim hjónum samveruna og ósk-
'um þeim allra heilla í framtíð-
inni. iDrottin farsæli þeirra æfi-
kvöld í Jesú nafni.
Björn Jónsson.
Churchbridge, Sask.
þau höfðu kirkjuna til hirðingar
úti og inni, með hringingu í 12 ár,
þau hjón í þessa bygð, settust hériOg leystu það verk af hend með
ít , !að með lítil efni, eins og fleiri, ogjstakri trúmensku; máttu allir, er
“Það vill heldur láta fjandann yígiundur heilsubilaður í fyrstu. til kirkju komu, eiga víst að mæta
hlaupa með börnin sín, en láta það En stóra strikið í reikninginn kirkjuverði stundvíslega með
á móti þeim að stýra ]ieim á rétta gerði mikið, að þau bæði voru alúðarviðmóti, annað hvort í sálu-
leið, og svo er talað um; að þeir gæddi með hvorutveggja, trausti jhliði eða kirkjudyrum; og þar lét
séu harðorðir, sem segja manni til til hans, sem öllu ræður til bless-ihann sig aldrei vanta með ylríku
syndanna, og afleiðinga þeirra. unar- vilía síalfs sín að leKKja handtaki og gleðjandi orð þar til
Ætli það hefði ekki verið betra fyr- alt fram< sem stutt 2æti U1 að alllr veru fomnlr’og n
reyna að verða hjálpar hans verð- gatu ekki latið vera að brosa við
ir hana Völu litlu skinnið, að nafna
, .. ug, Enda rættist ótrúlega fljótt honum, hvernig sem á þeim lá.
hennar og amma hefði ottast guð fram úr ðJlum erfiðieikunum, svo Minnist eg ekJ'' að hafa kynst lífs-
og látið son sinn gera það sem rétt ag innan fárra ára voru þau kom- glaðari manni en Víglundi. Eg
var.” in { efni. Þau 25 ár, sem þau kyntist honum við sjó heima á ís-
“E!g veit nú ekki hvort það hefir hafa dvalið hér, hafa þau liðið landi; þar þótti hann leikinn í því
verið orsökin,” sagði Árdís mein- súrt og sætt með okkur og lagt
leysislega. sinn skerf fram af bezta vilja og
,<T. * r , , , . x, ... * 'af dugnaði. Komu þau sér upp
Það er fylsta astæða t,l að ætla góðu heimiH( 4gætu íbúðarhúsi
það. ansaði Þunður embeittlega. með nýt5zku fyrirkomulagi, mið-
“'Guð lætur ekki aö sér hæða. Hann gtöðvarhitun ag vatnsþró. Tvö
hefir sagst vera forsvari réttarins börn þeirra hjóna eru gift og tvö
og líka smælingjanna. Hann er það. ógift, annað piltur efnilegur, sem
Hann hefir lika sagt að hann hefndi líklegur var til að geta veitt þeim
hins illa og launaði hið góða. Hann
gerir það.”
“Mér finst nú hefndin koma nið-
ur á röngurn stað, séu brotin og
skekt beinin í henni Valgerði litlu,
af sjálfri móðurhöndHnni, iaf 'því
faðir hennar syndgaöi,” sagði Ár-
dís.
“Það lítur margt undarlega út
fyrir okkar augum, Árdís mín, en
þú segir að Ámi hafi elskað móð-
ur sína, þessvegna hefir hann látið
þessa dóttur sína heita hennar nafni.
Eg hefi það nú fyrir satt, að Árna
þykir vænt um telpuna, þó hann
megni ekki að verja hana fyrir hinu
ónáttúrlega hatri móður hennar á
henni.
Heldurðu að honum sé það ekki
ógurleg kvöl að láta fara svona með
þá veru, sem hann hefir nú elsk-
að hreinast og varanlegast aðra en
móður sína, og það þeim mun meir,
sem hún er alveg hjálparlaus. Mér
sýnist að í þessu lífi sé ekki hægt
að leggja bitrari tyftunarvönd á
hann og væri óskandi að hann
skildi það og sneri sér til Guðs og
beiddi hann að fyrirgefa sér ávirð-
ingu sina. Og eg er ekki viss um
nema það sé svo, þvi um daginn
þegar hann kom hérna, var eins
og hann þyrði ekki að líta á þig.
Það aö skammast sín, er fyrsta
frelsunarmerkið. Hann vissi ekki
hvað hann átti að gera við sig á
meðan hann drakk úr bollanum, af
þvi þú sázt þarna á rúminu á móti
honum, og lengra en í uppgönguna
var ómogulegt að koma honum.”
“Kannske,” sagði Árdís máttleys-
islega. Hún mundi eftir að hún var
býsna athyglisgjörn á saumana sína,
stundina sem Arni sat á loftskörinni
og drakk kaffið. Hvort henni var
það ljóst, að yfir henni þá, hvíldi
tign særðrar sálar, en yfir honum
vanvirðublær þeirrar sálar, sem
fallið hefir á meðal púka, og finnur
til þess, vitum vér ekki. Árdís var
þó ekki farin að ganga x dóm, eða
alls ekki verulega, hvorki við sig
né aðra. Hún fylgdist bara með
lífinu, eins og vatnið undan straum
og virtist aldrei detta í hug að
synda á móti, fyr en um seinan.
“Það en eins og með ykkur Kára,
Árdís mín góð,” hélt Þuríður á-
frain, “þið ættuð ekki að búa svona
ógift saman og ala börn óskilget-
in.”
Framh.
að geta látið dapurlynda menn
hlæja, hvernig sem á þeim lá; við
þetta jókst honum bæði vinsæld
og mannhylli, hjá þeim, sem
lcunna að meta þá drottins gjöf,
að kunna að gleðja og hugga
alla samferðamennina. Hið sama
hefir Víglundur stundað hér, þó
árin og ýmsir erfiðleikar hafi að
Bjarni Magnússon
Falla eikur um foldar svörð,
fá ekki staðist veðrin hörð;
dóminn örlaga ei þe'kkir þjóð,
þegjandi er vitna dæmin fróð.
iEin er nú, víst það vitum vér,
að velli dottin eikin hér.
Glerið er brthætt, gáum að,
gefast mörg dæmin upp á það.
Er frelsarans þjóða heilög hönd
holdsvistar þóknast slíta bönd,
alvarleg næsta, en einkar blíð
umskifti verða kristnum lýð.
Okkur þú tryggur vinur varst,
vel sem að þér nú umbunast,
í æðra heimi, utan stanz,
hjá englum guðs og frelsarans.
Nú er þér 'horfin þreyta og
þraut,
þú ert lagstur í móður skaut,
en sálin er flutt til sælulands,
sveipuð ljóssins og friðar krans.
M. E.
Forsjálni og óforsjáini
EFTIR að búið er að nota bílinn um stund, getur
alt gengið bærilega með næstum hvaða olíu sem
er — um stund.
En ef bíllinn' er ekki réttilega olíuborinn, þá líður
ekki á löngu þangað til vélin fer að sýna þess merki,
að hún er farin að eldast og gefa sig . . vinnur ekki
eins vel og áður . . . gerir meiri hávaða . . . og
vinnur að öllu leyti lakar.
Þér getið farið vel og réttilega með þessa undra-
verðu og viðkvæmu vél, sem er í bílnum yðar, með
því að nota eina af hinum fimm tegundum af
Autolene Oil strax í byrjun.
Ef þér gerið það, þá helzt vélin í góðu lagi og end-
ist miklu lengra.
Gætið að British American merkinu, sem er tákn
23 ára góði-ar þjónustu í þarfir bíleigenda.
/The BRITISH AMERICAN OIL CXX, LIMITEDV
\ SuperlWtr-^BAEniYL Gosolcnes- QtíXoCcnc tíiú j
3WC
BRITISH AMERICAN
ETHYl GISÖIEHE
Vúr höfum samiö vi8
Ethyl Gaaoline Corpora-
tion of New York um
aC fá alt aem vér þurf-
um af Tetraethyl of
Lead og höfum nti
BRITISH AMERICAN
ETHYL GASOLINE
petta eldaneyti er hinn
langbezti orkugjafi fyr-
ir nútlma blla og tilbú-
iC samkvænit reKlum
aem gefa hinn allra
bezta finvngrur I aam-
bandi viB Tetraethyl of
Lead.
LlFGJAFI fyrir GASOLENEVÉLAR
LIGIIT- MEDIUM - HEAVY * SPECIAL HEAVY ~ EXTRV HEAVY