Lögberg - 15.08.1929, Blaðsíða 4
-1.
LÖGBERG ETMTUDAGINN 15. ÁGÚST 1925.
/
Högfaerg
Gefið út hvern fimtudag af The Col-
umhia. Press, Ltd., Cor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Eóitor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The “LögherK” is prlnted and published by
The Columbia Press, Limited, in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
i z>o<=>*czr=>oc
nm---->o<—— r>o<—~>n
Opið bréf
Um þær mundir, er síðasta tölublað Lög-
'bergs var fullprentað, barst oss í hendur með-
fylgjandi bréf frá stjómarformanni Saskatche-
wan fylkis, Hon. James G. Gardiner, með þeirri
ósk, að það yrði birt hér í blaÖinu. S'kal það
nú góðfúslega hér með gert. Bréfið hljóðar á
þessa leið:
Regina, August 6th, 1929.
“The Editor,
Logberg,
Box 3172
Winnipeg, Man.
I)ear Sir:
I am informed that there have been discus-
sions in the Icelandic Newspapers published in
Winnipeg with leference to the motives for the
making of a grant bv the Govemment and
Legislature of the Province of Saskatchewan
to the Icelandic Exoursion Committee whicli
is orgahizing an excursion to Iceland on the
oocasion of the Millennial Celebration of the
Icelandic Parliament in June, 1930. I am
further informed that statements have been
made to the effeet that the purpose of making
the grant was to use this occasion for adver-
tising Saskatchewan with the object of inducing
citizens of Iceland to emigrate to this Province.
I would therefore like to make a brief state-
ment as to the círcumstances under which the
above grant was made and would ask you to
publish same in your paper.
The attention of the Legislative Assembly
of Saskatchewan was first drawn to the Ice-
landic Millennial Celeration, by an address by
the Member for Wvnvard, during the debate on
the Speech from the Throne at the 1928 Session.
The Legislature was informed that t’he Ice-
landers in Canada and tlie United States were
organizing an excursion to Iceland on this
oocasion. In his speech the Member told of the
prosperous conditions in Iceland and pointed
out that this excursion would have no influence
on renewing the movement of Icelanders to
Canada. Tmmigration from Iceland was a
thing of the past.
When the making of the grant to the com-
mittee for organization expenses was consid-
ered in the Legislature it receive<i the unanim-
ous support of the House. The supporting
speeohes bv prominent members of all the
Parties made it very clear that the only motive
was to honour and to show sympathetic recog-
nition of this unique historical occasion by
assisting in making this exicursion of the Ice-
landic citizens of the Provinee a success. This
was entirely in accord with the attitude of the
Government.
I hope that this statement will have the ef-
fect of removing any misconseption that may
'have arisen in connection with this grant.
Yours truly,
James G. Gardiner.”
Það er öldungis óþarft, að fjölyrða um inni-
hald ofanskráðs brélfs. Sjálfboðanefndin í heim-
fararmálinu hefir aldrei nokkru sirini gert
eina einustu staShæfingu um það, hvort nokkur
böggull hefði fylgt skammrifi í sahibandi við
styrk þann, er heimfaramefnd Þjóðræknisfé-
lagsins lánaðist að kría út úr stjórn Saskatche-
wanfvlkis. Þessu til sönnunar, nægir að benda
á eftirgreind ummæli Dr. B. J. Brandsons, er í
Lögbergi birtust þann 25. apríl síðastliðinn.
“Ef til vill segir nefndin, að þesisi skilvrði
nái ekki til fjárveitinganna frá Saskatchewan.
Þetta kann að vera rétt, en ef svo er, þá er það
ekki nefndinni að þakka, ef engin skilyrði voru
sett af 8tjórn Saskatchewan fylkis. Eins og
bréf eitt, sem hér er birt, sýnir, þá gjörði nefnd-
in báðum þessum fylkjum, Manitoba og Sas-
katchewan, jafnt undir hötfði. Ef stjórn Sas-
katchewan fylkis hefði sett nokkur álíka skil-
yrði og Manitoba gjörði, þá hefði nefndin ef-
laust viðtekið þau á sama hátt og hún viðtók
skilyrði Manitoba stjóraar. ’’
Kvillar þeir, sem um langt skeið hafa hel-
tekið meðlimi heimfararnefndar Þjóðræknisfé-
lagsins, era hvmrki fáir né smáir, þó, næst óein-
lægninni við í.slenzkan manndóm, beri mest á
ósamræmisplágunni. Eer þeim svo jafnan, er
illan hafa málstað, og byggja sigurvronir sínar
á blekkingum. í éinu atriði hefir nöfndin þó
ávalt verið samkvæm sjálfri sér. Hvenær sem
grilti í dollar, vrar hún óðara komin á vettvang
og reiðubúin að handsama hann, Alþingishá-
tíðinni og íslenzku þjóðerai vafalaust til lofs
og dýrðar! Hún var svo sem ekki g.ð horfa í
skilyrðin; það sanna bréfaviðskiftin milli
Bracken stjórnarformaims og þeirra Rögn-
valdar og Biklfells. Og þótt um samskonar
skilyrði hefði vei ið að ræða af liálfu Saskatche-
wanstjómar, myndi nefndin hafa gleypt við
þeim umsvifalaust. Henni hefir auðsjáanlega
reynst það ofurefli, að horfast í augu við doll-
arinn, hvað sem íslenzka málstaðnum leið.
Röbsemdafærsla heimfararnefndarinnar, í
sambandi við þann mikla heiður, er stvrkn-
um átti að vera samfara, er í meira lagi hjá-
kátleg, jafníframt því sem hún er líka sorgleg.
Það á að vrera ’heiður við íslenzku þjóðina heima
fyrir, að fáeinir efnamenn vestan liafs, rötta
sig saman og falla í brunninn frammi fyrir
stjórnum þessa lands í von um auðvirðilegan
bitling. Hvern skilning að heimaþjóðin leggur
í heiðurinn, má ljóslega ráða af þeim tveimur
ritstjórnargreinum Morgunblaðsins í Reykja-
vík, er endurprentaðar hafa verið hér í
blaðinu.
Það er heimfararnefndin ein, er frá byrjun
ber á því fulla ábyrgð, að til klofnings kom í
heímfararmálinu; það er dauðahaldi hennar í
stvrkinn að kenna, að allar samkomulags til-
raunir hafa farið út um þúfur; það er hún,
sem með agentsbramli sínu og betlibraski, hef-
ir vnkið tortrygnisöldu á tslandi og varpað
skugga' á sáttmálsörk íslenzks þjóðernis, Al-
þingiahátíðina sjálfa.
Stjórnarskifti í Frakklandi
. Þess var getið í síðasta blaði, að ráðuneytis-
forseti Frakklands, Raymond Poincaré, væri
faiinn frá völdum, og að viÖ embætti hans hefði
tekið Aristide Briand. Stjórnarskiftin komu
vrist fáum á óvart, með því að kunnugt var, að
Poincaré var allmjög þrotinn að heilsu. Er
engan veginn ólíklegt, að hann hefði sagt af sér
fyr, ef ekki hefði veriÖ fyrir þá sök, hve ant
honum var um það, að koma persónulega í
gegn um þingið samningunum um greiðslu á
skuldum P'lrakka við Bandaríkin.
Stjómmálaferill Poincaré’s, er bæði langur
og magrbrevtilegur. Var þessi harð.snúni
stjórnmálaskörungur fvrst kosinn á þing, fyrir
meira én fjörutíu árum, og hefir ávalt staðið í
broddi fylkingar jafnan síðan, þegar um al-
menningsmál var að ræða.
Raymond Poincaré hefir fimm sinnum haft
með höndum ráSunevtis forvstu á Frakklandi,
og auk þess gegnt ráÖgjafastörfum í fjórum
öðrum ráðunevtum. Arið 1913 var Poinearé
kjörinn forseti lýðveldisins franska, og gegndi
því tignarembætti fram á árið 1922. Þótti hann
sýna röggsemi og ráðfestu í þeirri vandasömu
stöðu, þó ekki 'hvað sízt, meðan á heimsstyrj-
öldinni miklu stóð.
Sem dæmi upp á skarpskygni Poincaré’s í
meÖferð fjármála, nægir að benda á það, að
þrátt fyrir næsta skiftar skoðanir hin.s franska
þjóðþings, knúði hann fram skuldgreiÖslu-
samninga við Bretland og Bandaríkin, og kom
með því frankanum á fastan fót, en hann hafði,
sem kunnugt er, fallið svo í verÖi, að til vand-
ræða horfði
Nú hefir forysta frönsku stjómarinnar, ver-
ið falin á hemlur Aristide Briand. Erhann einn
af víðkunnustu stjórnmálamönnum Norðurálf-
unnar, þeirra, er nú eru uppi. Er þetta í tí-
unda skiftið, sem hann veitir forystu ráðuneyti
með þjóð sinni.
Bréf frá dómsmálaráðgjafa
Is’ands
Hon. O. B. Burtness, neðri málstofu þing
maður þjóðþingsins í Washington, frá North
Dakota, hefir sýnt oss J)á góðvild, að senda oss
til birtingar í Lögbergi, meðfylgjandi bréf frá
dómsmálaráðgjafa íslands, herra Jónasi Jóns-
svni. í íslenzkri þýðingu, hljóðar bréfið á
J>essa leið:
“Kæri herra Burtness.
Alúðarþökk fyrir yðar vinsamlega bréf,
dagsett þann 22. júní, 1929, sem og fyrir þann
mikla sigur, er ]>ér unnuð til handa íslenzku
þjóðemi í Ameríku, með því að tryggja Islandi
af hálfu stjóraar hins volduga, ameríska lýð-
veldis, líkneski af Leifi Eiríkssyni.
Eg vil levfa mér að láta þess getiÖ, að ís-
lenzka þjóðin mun með sérstakri ánægju veita
viötöku gjöf þessari, er styrkja mun ættar-
tengslin milli hinnar minstu og mestu þjóðar
hins engilsaxneska kynstofns.
Eg treysti því, að svo skipist málum til, að
þér verÖiÖ einn á meðal gesta vorra á þúsund
ára hátíðinni næsta ár, svo stjóm vorri og þjóð
veitist kostur á, þó ekki væri nema af veikum
mætti, að láta í Ijós við yður verðskuldaÖan
virðingarvoítt, fyrir starfsemi yðar í þágu
Jæssa viðkvæma máls.
Yðar með virðingu,
Jónas Jónsson.”
Verndun skóga
1'—.... — ■ - - -............ ■■ ■ ----
Undanfarandi vikur hafa skógareldar gevs-
að víða hér um land, og gert, mikinn usla. Er •
]>að því sízt úr vegi, þótt brýnt sé fyrir almenn-
ingi að gæta fylztu varúðar í þ\n, að fara ekki
ógætilega með eldfæri sín, hvort heldur það eru
eldspýtur, eða eitthvað annað.
Það er kunnugra, en frá þurfi að segja, hve
gífurlegt tjón oft hefir hlotist af þvi, er ein-
staklingar í gáleysi sínu hafa fleygt liál'fbrunn-
um vindlingum, eða óútkulnuðum eldspýtum í
þurt skógarkjarr, eða annað því um líkt. Hafa
af slíkum orsökum, hvað eftir annað þúsundir
mílna af fögru og arÖberandi skóglendi, breyzt
á svipstundu í bera og gróðurlausa eyðimörk.
Það er engan veginn ný bóla, þótt skógar-
eldar eyðileggi á ári fleiri tré, en notuð eru til
húsagerðar og iÖnaðar á sama tímabili. Það
er því sýnt, að hér er um mikilvægt mál að ræða.
er þjóðinni ber að taka til alvarlegrar íhug-
unar.
En þótt ástandið um þessar mundir sé jafn-
alvarlegt, og raun ber vitni um, þá virðist þó
cíinadiskur almenningur vera fremur að vakna
til meðvitundar um það, að hið sama gildi um
skóga, sem önpur náttúrufríðindi, að þeir séu
engrar einnar kvnslóSar eign, heldur beri sér-
hverri hverfandi kynslóð, að skila þeim. eigi
aðeins jafngóðum, heldur og jafriframt arðvæn-
legri í hendur þeirrar næstú.
Því er við brugÖið, hvað íbúar Ontario-
fylkis séu samtaka um það, veita fylkisstjóra-
inni að málum, er skógareldar geysa yfir fylk-
ið, og hve vel þeim liefir jafnan skilist, hvað í
í húfi var.
Skóg\rarnarmáliS hefir engu minni þýðingu
fyrir Sléttufylkin, en fylkin austan vatuanna
miklu. Hví þá ekki að sýna því sömu skil
vestanlands!
Beiðni
Eg undirritaður hefi með höndum undir-
búning á safni af enskum þýðingum af íslenzk-
um ljóðum, er út kemur væntanlega í Reykjavík
á næsta vori, í tæka tíð fyrir Alþingis'hátíðina.
Útgefandinn verður Þórhallur Bjarnarson,
prentari frá Akui-eyri, er frumkvæðið á að út-
gáfu slíks þýðingasafns. Á safn þetta að
verða sýnishom af hinni nýrri ljóÖagerð Is-
lendinga. Mun eg leggja áherzfu á, að velja
kvæði, sem helzt einkenna höfund hvern og
einnig eru að einhverju leyti einkennileg fvrir
land vort og þjóð. Verður eigi aðeins vandað
til vals ljóðanna og þýðinganna, heldur einnig
til hins ytra frágangs á ritinu. Ætlar útgef-
andinn að gera það sem smekklegast úr garði
og þjóðlegast. A þetta að verða skrautútgáfa
til minningar um ísland og Alþingishátíðina,
og er auðvitað einkanlega ætluð þeim, er heim-
sækja Island á þessum merku tímamótum, Is-
lendinggim sem útlendingum. En slíks rits sem
þessa 'hefir lengi verið þörf og ætti að geta
aukið athygli og þekkingu á þjóð vorri og and-
legu lífi hennar út á við. Er þess meir
en full þörf. Eg hefi átt tal við ýmsa merka
fræðimenn um útgáfu-hugmvnd þessa. Hafa
þeir allir lýst velþóknan sinni á henni og hvatt
mig til starfsins. Meðal þessara má eg nefna
Sir William A. Craigie, hinn mikla Isíandsvin
og Hálldór prófessor Hermannssoíi.
En til þess að koma hugmynd þessari í fram-
kvæmd, þarf eg aðstoð þeirra, er fengist hafa
við að þýða íslenzk ljóð á ensku. Er það til
þeirra, að þessi beiÖni er stíluð. Frú Jakobína
Johnson og prófessor Skúli Johnosn — en þau
era meðal hinna kunnustu þýðenda af íslenzk-
um ljóðum á ensku — hafa þegar góðgúslega
heitið mér aðstoð sinni, og svo er um fleiri.
En mér er kunnugt um, að aðrir tslendingar
vestan hafs en þeir, sem eg þegar hefi náð til,
hafa lagt stund á að snúa íslenzkum ljóðum á
enska tungu. Vil eg fara þess á leit, .að allir
þeir, sem slíkar þýðingar eiga í fórum sínum,
hvort sem prentaðar hafa verið eða eigi, geri
mér þann greiða, að láta mig hafa þær til lest-
urs og athugunar, og, ef til vill, til birtingar í
þýðingasafni mínu. Er mér ant um, að ná í
sem flestar þýðingar að unt er, að eg hafi úr
sem mestu að velja og geti gert safn mitt sem
fjölbreyttast og bezt. En það eitt vakir fyrir
mér, að gera safnið sem vavdaða.st úr garði,
að það megi verða öllum hlutaðeigendum til
sæmdar, ekki sízt ættþjóð vorri og ættjörðu.
AuÖvitað vel eg eigi aðeins úr þeim þýðingum,
sem Islendingar hafa unnið að, heldur einnig
þeim, sem til eru eftir eniska menn og konur.
Fáum — eg vona engum — mun dyljast, að
nm þarft verk er að ræða, þar sem slíkt þýÖ-
inga-safn er. Treysti eg því þess vegna, að
þeir tslendingar vestan hafs, er beiðni þessa
lesa, og hafa fengist við að þýða íslenzk ljóð á
ensku, sýni mér þá velvild, að senda mér þýð
ingar sínar hið fyrsta.
Virðingarfylst,
Richard Beck,
Tlhiel College, Greenville, Pa.,
U. S. America.
Oss er það sérstakt ánægjuefni, að mæla
með því, að fólk vort veiti próf. Beck allan
hugsanlegan stuðning, í sambandi við fram-
kvæmd ]>essa nytjaverks, sem hér um ræÖir.
Að slíkrar útgáfu sé þörf, verður eigi um deilt,
og eiga þeir allir þakkir skyldar, er hlut eiga
að máli. Prófessor Beck er manna vandvirk-
astur, og má því þesS vegna óhætt treysta, að
hann leggi sig í líma 'hvað vali þýðinganna við
kemur.
Það er síður en svo, að oss sé persónulega
kunnugt um alt, það af íslenzkum ljóðum, er
snúið hefir verið á enska tungu, en þó er það
hreint ekkert smáræði, er vér höfum fest auga á.
Auk þeirra frú Jakobínu Johnson og próf. Skúla
Johnson, er próf. Beck sérstaklega minnist á,
má geta séra Runólfs heitins Fjeldsted, Páls
Bjamasonar í Wynyard og vafalaust margra
fleiri. Hefir Páll þýtt mikið, og sumt frábær-
lega vel.
Vér væntum þess, að landar vorir hér
vestra, greiði götu þessá útgáfu fyrirtækis eft-
ir föngum, því það á það fyllilega skilið.
Ohultur staður
Það er ekki gott að geyma verðmæt skjöl á
heimilinu, eða skrifstofunni. Fyrir litla borg-
un, getið þér fengið Safety Deposit Box innan
við stálhurðir öryggisskápa vorra.
Oss er ánægja að sýna yÖur þetta.
Eini öruggi staðurinn 1yrir erfðaskrár, bonds,
stocks, eignaskjöl, ábyrgOarskjöl fjölskyldu,
Skrautmuni o. s. frv.
The Royal Bank
of Canada
Húsbóndinn talar
Eins og það er á vitund manna,
að séra Rögnvaldur Pétursson
hefir tekið sér Mussolini-vald yf-
ir stefnu og störfum heimfarar-
nefndarinnar, þannig er það einn-
ig öllum ljóst, að honum finst
hann eiga að ráða því, hvað sagt
er í Heimskringlu og hvað ekki;
virðist hann nota afla sinn úr
Bostonróðrunum til þess að halda
vendi yfir ihöfði ritstjórans.. Um
þetta er mönnum tíðrætt og þykir
mörgum vinum blaðsins og rit-
stjórans illa farið; finst þeim sem
meiri von væri þess, að rædd væru
málin sjálf í blaðinu, en ekki far-
ið í kring um þau öll eins og kött-
ur fer í kring um heitan graut, ef
ritstjórinn væri sjálfráður.
Það er aðallega í heimfarar-
málinu, sem séra R. Pétursson og
ritari Heimskringlu hafa tekið
þá stefnu, að minnast aldrei á
aða'lefnið. f síðasta blaði kastar
þó tólfunum í þessu tilliti. Þar
birtist grein eftir R. IP., sem hann
stílar til okkar undirritaðra. Um
hana skal farið fáum orðum.
Rögnvaldi finst það óvirðing i
okkar garð, að Voröld sé liðin
undir lok og hafi ekki orðið lang-
líf; en það getum við sagt honum í
einlægni, að við erum stoltir af
því, að láta blaðið okkar heldur
deyja ærlegum dauða á unga
aldri, en að feta í fótspor “Heims-
kringlu”, sem í seinni tíð, eftir
vitnisburði eins eiganda hennar,
hefir verið portkona, standandi á
strætum og gatnamótum til þjón-
ustu hverjum þeim, er bezt býður,
■— conservatívum, meðan þeir
voru í sinni dýrð, “progressives”,
þegar þeir urðu sterkir, Bracken-
klíkunni, þegar hún náði völdum,
og horfir nú aftur girndaraugum
á fjárhirzlurnar í höndum vænt-
anlegrar afturgöngustjórnar úr
conservatíva flokknum.
Séra Rögnvaldur segir, að við
höfum þýtt grein efftir Jóhannes
Stefánsson; að þessu lýsum við
hann opinberan ósannindamann,
og skiljum þar við hann í sömu
skorðum og vinur hans J. J. Bild-
fell gerði forðum. Hitt mætti
benda honum á, að jafnvel Jó-
hannes þessi iStefánsson, sem
prestinum er svo ljúft að sparka í,
af því honum finst hann vera aum-
ingi, já, jatfnvel hann var þó það
kjarkmeiri eða mannlundaðri en
séra Rögnvaldur Pétursson, að
hann hafði djörfung til þess að
kannast við það á prenti, sem
hann hafði sagt í ræðum. Séra
Rögnvaldur aftur á móti hafði
ekki hreinlyndi til þess að birta
í "Ferðaminningum” sínum skæt-
inginn og skammirnar um Austur-
íslendinga, sem hann skreytti með
þetta afkvæmi sitt í fyrirlestra-
flakkinu áður en hann prentaði
það.
Við höfum lesið Framtíðar-
greinina, þótt við höfum ekki
þýtt hana, og við höldum því ó-
hikað fr£m, að í þeim hluta henn-
ar, sen\ fjallar um heimfarar-
nefndina, sé að efninu til ná-
kvæmlega það sama sem Morgun-
blaðið heldur fram, en í hinum
hlutanum, sem lýsir Vesturheimi
og Vestmönnum, sé að efni til al-
veg það sama, sem Heimskringla
hefir flutt að undanförnu. Vilji
séra Rögnvaldur ekki samþykkja
þetta, annað hvort með þögn eða
orðum, þá er velkomið að birta
sýnishorn af hvorutveggja til
samanburðar.
Séra Rönvaldur hlakkar yfir því,
að bæði muni bresta dugnað og
sápu til þess að þvo af þjóðinni
sníkju- og svikablettinn, sem hann
og félagar hans hafa sett á heið-
ur hennar. Sú ánægja er honum
velkomin. Bletturinn er svartur,
það er satt, en samt mun reynt að
þvo hann af eftir mætti.
í þessu svari(!) sínu til okkar,
reynir séra Rögnvaldur að narta í
H. A. Bergman Iögmann. Finst
sumum, að prestinum hefði verið
sæmra, að herða upp hugann og
þiðja guð að gefa sér kjark til
þess að svara spurningum Berg-
mans, eða rökræða heimfararmál-
ið við hann; en það hefir hann
ekki þorað enn þá.
Við sögðum í fyrri grein okkar,
að tæplega væri eyðandi bleki og
pappír til þess að ræða um alvar-
leg mál við Heimskringlu. Sönn-
un þess, og hún óræk, er þetta
síðasta örverpi séra Rögnvaldar
Péturssonar.
Er það annars mögulegt að þú,
séra Rögnvaldur Pétursson, sem
óbeðinn hefir tekist það starf á
hendur að reyna að leiðbeina fs-
lendingum skoðanalega, teljir
skynsemi og dómgreind íslenzkr-
ar alþýðu á svo lágu stigi, að hún
muni gera sér gott af því í rök-
semda stað„ sem þú hefir sagt eða
ritað um heimfararmálið? Álítur
þú íslenzkt sjálfstæði, íslenzka
menningu, heimförina 1930 og þús-
und ára hátíðina svo lítils virði, að
hvorki þurfi að rita um það né
ræða á annan hátt en með keskni
og flóttasvörum? Ertu ekki nógu
mikill maður og nógu ærlegur ís-
lendingur til þess að geta rætt
alvörumál með rökum við and-
stæðinga þína? Fyrst þú fórst að
svara að nafninu til á annað borð
því sem við skrifuðum í Lögbergi,
þá hefði mátt ætla, að þú minstist
þar á helztu atriðin í deilumálinu,
til dæmis þessi:
1. Var það satt, eða var það lýgi,
að heimfararnefndin hefði beðið
Manitobastjórnina um styrkinn,
en stjórnin aldrei boðið hann?
2. Var það satt, eða var það lýgi,
að stjórnin neitaði að veita Þjóð-
ræknisfélaginu nokkurt fé, en
sagðist vera tilleiðanleg til þess
að ávaxta $3,000 með því að aug'
lýsa Manitoba sérstaklega á ís-
landi?
3. Var það satt, eða var það lýgi,
að nefndin sagðist ganga að öllum
auglýsingaskilyírðum, éf perting-
arnir áðeins fengjust?
4. Ef þetta er satt — berð þú á
móti því, ef það er lýgi — var
þá ekki nefndin með þessu orðin
vesturflutninga agent?
5. Ef nefndin fékk peninga i
nafni allra Vestur-íslendinga til
þess að ginna fólk frá íslandi i
sambandi við íhátíðahaldið á Þing*
velli, var hún þá ekki að selja all®
Vestur-íslendinga til þess
svíkja alla Austur-íslendinga?
6. Er það satt, eða er það lýP’
að Bracken hafi efast um,
Sæmilegt yrði talið að þiggja
sem svona væri fengið?