Lögberg - 15.08.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG FíMTUDAGINN lö. ÁGÚST 1925.
Bla. b.
7. Er það satt, eða er það lýgi,
að nefndin hafi sagt Bracken, að
Vestur-íslendingar væru fúsir að
þiggja betliféð með hvaða skilyrð-
um sem væri, og viljugir að fara
heim til íslands 1930 sem launað-
ir vesturflutninga agentar?
8. Hefir ekki Heimskringla —
málgagn heimfararnefndarinnar—
sagt, að 75—90% allra Vestur-
íslendinga væru á móti stjórnar-
styrknum ?
9. Er það ekki satt, að sjálfboð-
ar hafi alt af verið til þess fúsir,
að taka höndum saman við heim-
fararnefndina og vinna að undir-
búningi heimfararinnar með
henni, ef hún aðeins hætti við
allan stjórnarstyrk?
10. Er það ekki satt, að C.P.R.
félagið hafi farið þess á leit ný-
lega viði Cunard félagið, að allir
íslendingar færu heim samskipa;
að sjálfboðar hafi verið því sam-
þykkir og fúsir til samvinnu, ef
við styrkinn væri hætt — alt sam-
komulag hafi strandað á því, að
heimfararnefndin neitaði — mat
nteira peningana og auglýsinga-
starfið, en sameining allra Vest-
ur-íslendinga?
Þessi atriði fela í sér alt deilu-
málið; allar þessar spurnipgar
eru settar fram í alvöru og þeim
beint að séra Rögnvaldi, sem að-
almanni heimafararnefndarinnar;
við erum reiðubúnir að rökræða
þær við hann, og yfirleitt mun
fólk álíta, að honum sé skylt að
svara þeim. Það er blátt. áfram
borið á heimfararnefndina hér og
heima, efta réttara sagt vissa menn
í henni —> séra Rögnvald Péturs-
son og J. J. Bildfell—, að þeir séu
launaðir agentar til þess að ginna
fólk til nýrra vesturflutninga.
Flóttasvör út í bláinn hafa enga
þýðingu, þegar um jafn-alvarlegi
mál er að ræða; rökstudd mót-
mæli eða gildar málsbætur, er það
eina, sem íslenzk a'lþýða beggja
megin hafsins tekur gilt.
Þegar húsbóndinn talar næst,
verður hann að hafa þetta í huga.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Jón H. Gíslason.
Canada
Ræða flutt á íslendingadag í Riv-
er Park, 3. ág. 1929.
Eftir séra H. J. Leó.
(Framih. frá síðasta blaði.)
En hvorki ísland, né heldur
nokkurt annað land í Evrópu, get-
ur bent á jafn-hraðskreiðar fram-
farir og þetta land. Um miðja
sextándu öld byrjar hér fyrst bygð
meðfram St. Lawrence bökkunum.
160>8 er Quebecborgin bygð, ■— þá
ekkj nema vígi og fáeinir kofar.
Ontario fer fyrst að byggjast að
mun, er frelsisstríð Bandaríkj-
anna var til lykta leitt. Fyrir
miðja síðastliðna öld má svo að
orði kveða, að Vesturlandið væri
ónumið land. Þessi mikla borg á
sér utn hálfrar aldar sögu.
Fylkja samband Ganada myndað-
ist 1867, og þá efcki nema fjögur
fylki. Það var, svo að segja, í
gær, að Saskatchewan og Alberta
Urðu til. — Kyrrahafs járnbraut-
irnar bygðar síðan menn um fim-
tugsaldur voru börn. Slétturnar
canadisku hafa með réttu öðlast
nafnið ‘forðabúr heimsins.” Mörg
hundruð mílur af járnbrautum
bygðar á hverju ári.
Ef dæmt er eftir því, sem þegarj
hefir komist í framkvæmd, er ekki i
líklegt, að við verðum öll til mold-i
I
ar gengin, þegar Port Churchillj
hefir sama gildi fyrir Canada og:
Montreal hefir nú, án þess það
dragi úr vexti þeirrar borgar.
Hitt er víst, að næsta sporið eft-
ir að Hudsonsflóabjrautin er
hygð, verður að gera Nelson-ána
skipgenga, svo hægt verði að fara
sjóleið og vatnsleið frá Fort
Öhurchill til Winnipeg. Þegar því
v«rki er lokið, hefir Winnipeg á-
]íka þýðingu fyrir Canada, og
Chicago fyrir Bandaríkin.
Enn eru hér þúsundir fermílna
sf ónumdu landi, sem bíða atorku-
^annsins til að breyta þeim í
akra og engi. Þó hér eigi heima
nserri níu miljónir manna, er rúm
fyrir tíu sinnum fleiri.
Náma-auður Canada er óþrjót-
andi. Nýjar námur námur finn-
ast með ári hverju, og nú á síð-
ustu tíð eru þær unnar með meira
^aPpi en nolckru sinni fyr. Svo má
^e]ta, að ný Klondyke sé nú fund-
m hæði í Ontario og Manitoba.
erður þess þá ekki langt að bíða,
fólkstala vors eigin fylkis
margfaldist.
Vötn vor og sjórinn með strönd-
um fram eru svo auðug af fiski,
að alt það fólk, sem á hér heima
nú, gæti haldið sér við með því að
stunda ;þá einu atvinnugrein. Þó
er varla hægt að segja, að möskvi
hafi verið lagður í vötnín í Norð-
vestur-Canada, að Winnipegvatni
einu upndanskildu, því Manitoba-
vatn og Winnipegosis geta ekki
talist með stærri vötnum. Can-
ada hefir verið kallað kornforða-
búr heimsins með réttu.
Þegar járnbrautir hafa verið
lagðar norðvestur að Þrælavatni
hinu mikla og Bjarnarvatni (Great
Bear Lake), og veiðiskapur byrj-
ar fyrir alvöru á Hudsonsflóan-
um og ám þeim, sem í hann falla,
öðlast Canada ef til vill nafnið
“fiskiforðabúr heimsins”.
Er þá nokkur furða, þó hingað
flytji margar þúsundir manna á
hverju ári? Hér eru tækifærin.
Náttúruauðlegðin svo stórkost-
Jeg, að vart má téljast með töl-
um, en ekki nema örfáir menn á
fermilu hverri.
En í gömlu löndunum sumum
fleiri hundruð á hverri fermílu.
Þau lönd hafa séð sitt fegursta,
eins og þegar er augsýnilegt um
mörg ríki Norðurálfunnar. En
skáldið mælti sannleika um land
vort, er hann kvað:
“Þú ert landið, sem þess dáð
vilt drýgja,
dýpst og sterkast kveður lifsins
brag.
Þú ert land hins þróttarmikla’
og nýja,
þú varst aldrei fegri’ en nú
í dag.”
3. 'Canada er frelsisins land.
íslenzkt skáld orti eitt sinn til
Vestur-íslendinga þessa heilnæmu
áminningu:
“Hvað er frelsi? Hjótp og
þvaður,
Hjörinn þinn unz sigur vinnur.
Þrældómsjörð þér veröldin
verður,
Verkin þín nema geri þig
frjálsan”,
og ætti Vestur-íslendingum seint
að fyrnast orðin þau. Hér er hver
maður frjáls að öllu leyti, nema
því einu, að vera öðrum til meins,
en Canada ber þá tiltrú til vor
allra, að vér keppum eftir því að
veita landinu og meðbræðrum vor-
um þroska, með því að þroska
sjálfa oss. Hver sá, er mest skar-
ar hér fram úr, sjálfum sér og
öðrum til gagns, er beztur borgari
þessa lands. Sérskoðunum sínum
má hver einn ráða. Fyrir því var
barist á Englandi frá dögum Vil-
hjálms fyrsta til þessa dags. Sá
arfur hefir oss í Canada fallið í
skaut. — Þroskasaga lands vors
er að sumu leyti saga þess, hvern-
ig góð móðir þroskar börn sín. —
Eftir því sem það verður hæfara
til sjálfstjórnar, fær það meira
frelsi. Og svo má heita komið nú,
að trygðin og þakklætistilfinning-
in sé einu tengslin, sem binda oss
við Bretland, en þau eru og hin
haldbeztu og spá beztu um fram-
tíðina. Canada er nú sem ung
dóttir, sem kýs heldur að dvelja í
húsi móður sinnar, en að giftast
eða byrja búskap upp á eigin býti,
þó svo að hún taki í sínar hendur
sinn hluta af yfirráðum heimilis-
ins. Hún virðir og elskar móður
sína, en krefst þess að hún hafi
fullveðja réttindi á heimilinu
sjálfu. Hvað er brezka samband-
ið annað en það, að þau lönd, sem
áður voru nýlendur, — meðan þau
voru á barnsaldri, — eru nú full-
veðja, vaxin börn, sem ekki vilja
við móður sína skiljast, en krefj-
ast þess, að bera, ásamt henni, á-
byrgð á heimilinu.
En þess ber og að minnast, að
á því heimili eiga engir gjöreyð-
endur griðland. Fvrelsi er ekki
fólgið í því, að gjöreyða gróðri og
una S(VO flaginu bezt. Frelsi er
ekki í því fólgið, heldur í því, að
hver maður megi óhindraður beita
sér að hverju starfi, er til fram-
fara miðar.
Canada er þakklát hverjum þeim.
sem rífur niður gamla kofa á
heimili hennar, ef ihann byggir
upp önnur veglegri býli. En þrosk-
un hvers lands sem er, er í því
fólgin, að þetta tvent fylgist að.
Og þroskunarsaga brezka veldis-
ins er meðal annars saga þeirrar
staðreyndar, að þetta tvent verður
að haldast í hendur til til þess, að
manndómur og menning geti not-
ið sín sem bezt.
Eg hefi nú um stund látið hug-
ann dvelja við fátteitt af þeim
gæðum, sem Canada býður börn-
um sínum. Eg hefi reynt að mæla
engar öfgar, því svo er hver bezt
frægður, að ekki sé oflof mælt.
Þó varðar það mestu máli, að vér
elskum landið, vegna þess að það
er vort land. Hér ólumst vér upp.
Hér höfum vér hlotið þá menn-
ingu, sem hefir fallið oss í skaut.
Hér búumst vér við, að kyn vort
búi langvistum. Hér hvílast bein
vor að loknu dagsverki.
En eru þá engar hættur á vegi?
Canada væri ekki jarðnesk vist-
arvera, ef gallar fyndust eigi. Vil
eg nú benda á nokkrar þær hætt-
ur, sem mér virðast fram undan.
Sú fyrsta og helzta þeirra er sú,
að auðæfi landsins sjálfs verði
menningu vorri til tjóns.
Eg vona nú, að enginn misskilji
orð mín. Eg dáist að framtaks-
semi samborgara minna, eg dáist
að þeim þroska, sem þjóð vor hin
canadiska hefir tekið á fáum ár-
um. Og þá viðleitni manna að
afla sér daglegs brauðs á heiðar-
legan ‘hátt, virðir hver sanngjarn
maður. Eðlilegt líka, að bardag-
inn fyrir þeim gæðum sé þá harð-
astur, er ný lönd eru numin. En
hættan liggur í því, að auðsafn sé
álitin hin æðstu gæði, — að menn-
ing manna sé metin á mælikvarða
auranna, að efnishyggjan eyði-
leggi andlegt líf, eða vinni því
tjón. Mér virðist þetta vera að-
al hættan, sem yfir vofir. Pen-
ingar eða önnur slík þægindi, eru
oft tíðræddasta umtalsefnið.
'Sjálfsagt tekur skáldið sér skálda-
leyfi, er hann yrkir um Golden:
“Og Jehóva sendir sinn Hjálp-
ræðisher
Á hnotskóg þess auðæfalands.
En karlinn hann Mammon var
mannflestur þó,
Því mergðin var öllsömun hans.”
En þetta er, því miður, ekki mælt
alveg ófyrirsynju. Þroski vor í
andlegum efnum, — eg á ekki við
trúmál eingöngu, heldur allan
andlegan þroska, — er ekki hlið-
stæður við efnalegar framfarir, —
að eg nú ekki tali um allskonar
gróðabrall, sem að sönnu er
“within the law”, en óheilnæmt og
banvænt öllum mannskap og
sönnum þroska. “Maðurinn lifir
ekki af einu saman brauði,” var
forðum sagt.
Eg las í tímariti einu íslenzku,
um daginn, ritgerð eftir séra
Ragnar E. Kvaran, vel hugsaða og
vel fram setta. Hann er að tala
um ísland og hag þess. Bendir
'hann á þessa sömu hættu, sem
yfir íslandi. vofi, og segir á þá
leið, að kosta verði kapps um and-
lega menning þeirrar þjóðar, til
-að verjast efnishyggjunni.
Hann sér fram undan sðmu boð-
ana, sem eg sé hér, þó um annað
land sé að ræða.
Eg er honum alveg samþykkur
um þetta atriði. — Sá meðal borg-
ara vorra vinnur mest gagn, sem
auðgar mest og vekur andlegt líf
meðal vor. Munum þá að starfa
á því sviði, það sem orka leyfir.
Eg sé aðrar hættur. Ein þeirra
er sú tilhneiging manna og flokka,
að halda uppruna-einkennum sín-
um, svo að þeir leggi meiri stund
á slíkt heldur en að skilja mál og
háttu binnar canadisku þjóðar.
Sagt er, að menn geti keyrt svo
allan daginn á milli bændabýla í
Quebec, að þér sé svarað með “Je
ne parle pas Anglais”, er þú drep-
ur á dyr og ávarpar fólkið á tungu
landsins. Mig varðar það minstu,
af hverju þetta stafar. Sumir
segja, að það sé verk kirkjunnar
kaþólsku. Aðrir segja, að það sé
óbeit á brezkri menning. — En eg
veit þetta, að “hvert iþað ríki, sem
sundurþykt er sjálfu sér, fær ekki
staðist.” Og það virðist mér eiga
eiga hér vel við.
Samskonar raddir hafa látið til
sín heyra hjá Mennonitum, Douk-
hobors og fleirum Smáflokkum,
sem eru svo smáir, að þeir megna
ekki að vinna canadiskri þjóðern-
ismeðvitund neitt verulegt tjón.
— Er þá nokkur furða, þó stjórn-
ir þessa lands krefjist að fyrst og
fremst eigi hvert barn að læra að
mæla og rita tungu þessa lands
og taki hag þess fyrst til greina?
Eg sé enn fremur hættu þá, sem
af því getur leitt, er menn gerast
opportunistar og meta eigin
skammvinnan hagnað meira en
þroska lands og þjóðar. Alt þetta,
sem kallast á ensku graft, öll pól-
itisk fjárglæfraspil, eða þessi “get
rich quick” sýki, sem stundum
fer með menn í gönur, er þjóðar-
böl, því hvernig sem þeim reiðir
af, fellur manngildi hlutaðeig-
anda í verði. Frá öllu slíku ber
því að vaxa.
Að endingu fáein orð um vora
eigin afstöðu gagnvart þessu
landi.
Tvær öfgar hafa gert vart við
sig meðal Vestur-íslendinga. Báð-
ar ber oss að forðast.
Önnur er sú, að því fyr sem vér
gleymum uppruna vorum og
tungu, því betri borgarar verðum
vér í þessu landi. Þannig geta
þeir einir mælt, sem aldrei áttu
neitt þjóðerni. Þjóðerni á dýpri
rætur en svo, að vér getum af-
klæðst því er oss svo sýnist. Og
Canada er gróði í því að hið
bezta í menningu hvers þjóðar-
brots festi hér rætur. Til dæmis
er Canada gróði í, að kend sé hér
íslenzk tunga, sé það ekki tekið
frám yfir þá nauðsyn, að nema
tungu og bókmentir þessa lands.
Eg þekki ekkert það, sem vér eig-
um betra til að gróðursetja á
canadiskri grund, ekkert göfugra
minnismerki vor sjálfra, en ís-
lenzk ljóð og sögu frá elztu tímum
til þessa dags.
*Og svo eru hinar öfgarnar jafn-
viðsjárverðar, þær, að dá svo
mjög það sem íslenzkt er, að vér
virðum að vettugi menningu* vors
eigin lands. Enginn þjóðflokkur
hér getur haldið tungu sinni og
sérkennum um langan aldur. Hitt
ætti að vera honum heilög þrá,
að auðga Canada með því bezta,
sem hann á í eigu sinni. Vér get-
um aldrei gert Winnipeg að nýrri
Reykjavík, enda væri þ*ð landi
þessu tjón, og það þrá víst fáir. —
‘En hvernig svörum vér í reynd-
inni, því spursmáli, sem eg hefi
hér minst á?
Fyrir fáeinum árum var það
leyft, að kenna mætti íslenzku við
æðri mentastofnanir þessa fylkis.
Eg var einn þeirra, sem að því
vann, og þykist nú, eins og Hafur
forðum, “úscinnr orðinn”. ís-
lendingar hafa ekki enn fært sér
•það í næt að neinu verulegu leyti.
Með því hefðum vér þó getað
auðgað canadiska menningu. Hvað
veldur? Er það það, að vér vilj-
um ekki veita Canada þann
þroska? Eða eru það deilur vor-
ar og sundurþykkja, — öll þessi
andlega meðalmenska, sem ein-
kennir sögu vora og vex með ár-
um. íslandi hefði líka verið heið-
ur að því, að bókmentir þess
hefðu gengið í arf til canadiskrar
þjóðar. — Og þó hefjumst vér
ekki handa.
íslendingar áttu einu sinni það
á valdi sínu, að eignast þetta
meginland. — En Freydís reynd-
ist drjúgari, en öll heppni Leifs.
Væri nú ekki réttast, að vér
færum á ’ný á fund hutaðeigandi
stjórnarvalda og skýrðum þeim
frá því, að þetta hefði verið leik-
ur einn?
Sú kemur tíðin, að canadiskur
sagnfræðingur ritar sögu vora, er
vér erum löngu dánir. Hverjir
verða þeir, sem þá verða dáðir
sem mætastir borgarar þessa
lands, þeir, sem hafi veitt menn-
ingu Canada drjúgastan skerf?
Það verða fyrst og fremst þeir
mörgu, sem hvíla í nafnlausri
gröf, en báru hita og þunga dags-
ins meðan hann vanst. Frum-
byggjarnir íslenzku gleymast
ekki, þó grafirnar gleymist. Þeir
verða ætíð álitnir göfug fóstur-
börn Canada, eins og þeir hafa
borið Ijóma íslenzkrar menningar
vestur um haf. En öll vor Hjaðn-
ingavíg verða þá álitin böl þess-
arar þjóðar og svartasti þáttur-
inn í vorri eigin sögu.
Þar verður enn fremur getið
fáeinna manna, sem skarað hafa
fram úr fjöldanum, sem voiú
merkisberar þess sem göfugast
er í íslenzku eðli, og sómi þess-
ari þjóð. Menn, sem mikið kveð-
ur að, eins og t. d. Vilhjálmur
Stefánsson, Jón Bjarnason, Steph-
an G. Stephansson, Thos. H. John-
son, B. J. Brandson, J. Thorson og
Þorbergur Þorvaldsson, gleymast
ekki, er saga vor verður rituð. —
Skilyrði þess, að vera göfugur
borgari þessa lands, er nákvæm-
lega það sama og skilyrði þess, að
bera frægðarljóma íslands sem
lengst út um heiminn. Það er að
að vera sannur maður.
Guð blessi Canada, landið vort
kæra. Og árnaðarósk mín til
lands og þjóðar, er sú, að hver
Vestur-fslendingur strengi þess
heit, að vera sannur maður, sjálf-
um sér, landi sínu og þjóð. Eg
bið hvorki um húrra-óp eða lófa-
klapp. I?ví eg veit, að flest slíkt
er bara dægradvöl skemtifunda.
En ’nver góður borgari beri fram
persónulega árnaðaróskir sínar í
verki.
Ferðin til
Alþingishátíðarinnar
Alt virðist benda til þess, að
íslendingar hér vestra muni fjöl-
menna með Cunard línuskipinu,
sem flytja á fólk til Alþingishá-
tíðarinnar á Þingvöllum.
Allur fjöldinn af þeim, sem
fara úr íslendingabygðunum í
Bandaríkjunum og Canada, munu
koma saman í Winnipeg og ferð-
aét með sérstakri lest Þjóðbrauta-
félags Canada (Canadian Nation-
al> til Montreal; þar munu þeir
hitta aðra Íslandsfara, sem koma
frá New York og annars staðar
að og stíga svo um borð i hið
skrautlega, nýja Cunard linu-
skip, sem flytja á ferðafólkið til
Reykjavíkur, um átta daga sigl-
ing.
Ferðakostnaður frá Winnipeg
til Reykjavíkur, fram og til baka,
er sem fylgir:
Með járnbraut — Winnipeg til
Montreal og til baka $72.00.
Með skipinu—Montreal til
Reykjavíkur aðra leið á káetu far-
rými (cabin)| $156. Montreal til
Reykjavíkur á ferðamanna farrými,
báðar leiðir, $194.50; Montreal
til Reykjavákur á þriðja far-
rými, fram og til baka, $172.00.
Sennilega munu margir íslend-
ingar, sem fara, dvelja hjá frænd-
um og vinum í Reykjavík og á
vegum þeirra á Þingvöllum, en
ráðstafanir hafa verið gerðar fyrir
þá, er ekki eru svo vel settir; verð-
ur þeim útvegað fæði, húsnæði,
þjónusta og verustaður á þingvðll-
um og flutningur, með rýmilegum
kjörum. Allar sérstakar upplýs-
ingar um það efni er hægt að fá
með því að skrifa undirritaðri.
Það er búist við því, að skipið
muni 'koma til Reykjavíkur um
miðjan júní; hafa gestirnir því
tækifæri til þess að kynnast höf-
uðborg íslands áður en hátíðin
byrjar^e. júní.
Meðal þess, sem ánægja og upp-
bygging er að sjá í Reykjavík, er
landsbókasafnið og forngripa-
safnið, listasafn Einars Jónsson-
ar, sem sagt, yfirleitt svo margar
hliðar á íslenzku þjóðlífi og menn-
ing, sem gefur að líta í höfuð-
borginni.
Eflaúst munu margir hafa löng-
un til að sjá ýmsa staði á Suður-
landi, fræga fyrir sögulega við-
burði, náttúrufegurð o.s.frv. Þar
á meðal má telja Heklu, Geysir,
Gullfoss, Fljótshlíðina og mörg
vel kunnug pláss. Samið hefir
verið um flutning á fólki frá
Reykjavík til ofangreindra staða,
einnig annað, svo sem fæði og
þjónústu meðan á ferðunum
stendur; ráð er gert fyrir, að fara
bæði í bifreiðum og á hestum.
Með því að nota sér að mun hin-
ar björtu sumarnætur, verður
hægt að fara flestar þessar ferð-
ir á dag fram og til baka. Ferð-
ir frá Reykjavík til Heklu, Fljóts-
hlíðar, Geysis og Gullf(>ss, munu
kosta um $15 hver báðar leiðir.
Eftir hátíðina munu gestirnir
dreifast; sumir þurfa að snúa
strax til baka, aðrir, að líkindum
fleiri parturinn, munu heim- j
sækja átthagana. Enginn efi er [
á því, að vestur munu gestirnir
fara í smáhópum, eftir kringum-1
stæðum; verða þeir þess vegna að
taka sér far með skipum, sem fara
frá íslandi tii útlanda, og komast
svo í samband við Cunard línu-
skip, annað hvort á Englandi eða
Frakklandi. Þeir sem kaupa far-
seðil fyrir báðar leiðir, geta not-
að hann endurgjaldslaust á skip-
um, sem fara til Leith, og svo það-
an einnig endurgjaldslaust til
Cunard hafnar. En þar sem svo
margir af þeim.sem ætla sér að
ferðast til íslands að sumri, hafa
látið í ljós, að þeir vildu nota
tækifærið til þess að sjá Evrópu-
lönd, hefir samningur verið gerð-
ur við Thos. Cook and Son um
aukaferðir, og hefir verið komið
sér saman um fjórar þess konar.'
Kostnaðurinn við þessar sérstöku
ferðir, innifelur farbréf á járn-
brautum, skipúm, bifreiðum o. s.
frv. Einnig herbergi, þjónustu,
mat og ferðarleiðtoga, sem flest-
um tilfellum mun verða af ís-
lenzkum ættum, verður hann að-
stoðaður af þjónum félagsins, sem
líta eftir öllum undirbúningi, far-
bréfakaupum, þjónustu o. s. frv.
Þessar fjórar ferðir eru, sem
fylgir:
(Eramh. á bls. 8).
W*.; i®l rTA Wi XL'4 'b
I
CUNARD LINE
1840—1929
Elzta eimskipafélagið, sem siglir fra Canada.
Cunard línan veitir ágætar sam-
göngur milli Canada og Noregs, Sví-
þjóðar og Danmerkur, bæði til og frá
Montreal og Quebec.
Eitt, sem mælir meö því aö feröast
með þessari línu, er það, hve þægilegt
er aö koma við í London, stærstu borg
heimsins.
Cunard línan hefir sérstaka inn-
flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir
Noröurlönd. Skrifstofustjórinn er
Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bænd-
um íslenzkt vinnufólk vinnumenn og
vinnuikonur, eöa heilar fjölskyldur.—
Það fer vel um frændur yðar og vini,
ef þeir koma til Canada með Cunard
linunni.
Skrifið á yöar eigin máli, eftir upp-
lýsingum og sendið bréfin á þann staö,
sem gefinn er hér að neðan.
öllum fyrirspurnum svaraö fljótt
og yöur aö kostnaöarlausu.
LINE
%
i
i
i
i
i
i
i
i
270 Maln St.
WINNIPEG, Man.
36 Welllnaton St. W.
TORONTO, Ont.
227 St. Sacrament St.
MONTREAL, Que.
Brewers Of
COUNTRY CLUB*
BEER
GOLDEN GLOW
ALE
BANQUET ALE
XXX STOUT
BR EWERV
OSBORNEói MULVEY-WINNIPEG
PHONES 41-111 4^30456
PROMPT DELIVERY
TO PERMIT HOLDERS,
ATVINNUSKRIFSTOFA CANADA og
KAUPAFÓLKID
Af ýmsum ástæðum, svo sem: lítilli uppskeru, útbreiðslu
hinna nýjú véla, sem slá og þreskja í einu, miklum innflutningi
fólks og auknum iðnaði, hefir verið afráðið, að hafa engar sér-
stakar járnbrautarlestir til að flytja kaupafólk frá Austur-Can-
ada til Saskatcheawn, og er álitið að nægilegt kaupafólk sé
hægt að fá innan fylkisins.
Bændur, sem þurfa kaupamenn og héruð, sem kynnu að
hafa menn aflögum, ættu að komast i samband við The Local
Employment Office, eða The Provincial Superintendent of Em-
ployment, Regina, Sask.
Skrifstofurnar eru á þessum stöðum:
REGINA SWIFT CURREIT WEYBURN
SASKATOON YORKTON ESTEVAN
MOOSE JAW PRINCE ALBERT N. BATTLEFORD
MELFORT
Thos. M. Molloy, G. E. Tomsett,
Deputy Minister, Regina. Supt. of Employment, Regina.
Stiles & Humphries
hafa stórkostlega útsölu áður en
vöruskrá er samin og stendur
hún nú sem hœst
Látið ekki bregðast að færa yður í nyt eittlivað
af þeim miklu kjörkaupum, sem hév eru í boði.
Lesið auglýsingu v*>ra í ilagblöðunum.
Stiles & Humphries
Bezta karlmanua fatábúðin í Winnipeg.
261 PORTAGE AVE. Næst við Dingwall’s.