Lögberg - 15.08.1929, Blaðsíða 8

Lögberg - 15.08.1929, Blaðsíða 8
BU. 8. LÖGBERG FIMTUDAGINN 15. ÁGÚST 1925. RobínHood FI/OUR Gerir brauðið hvítara og léttara, en hœgt er að fá úr öðru mjöli. Ur bænum Laugardaginn 3. ág. voru þau Valdimar Sigurjón Christjánsson og ValgerSur Benedictson, bæði frá Lundar, gefin saman í hjóna- band af séra Rúnólfi Marteins- syni, að 493 Lipton St.Heimili þeirra verður að Lundar. Séra Haraldur Sigmar og fjöl- skylda hans komu til borgarinnar á þriðjudaginn í síðustu viku. Þau fóru vestur til Argyle á laug- ardaginn, þar sem séra Haraldur prédikaði á þrem stöðum á sunnu- daginn. Nemendur Bjargar Frederick- son, er nýlega luku prófi við Tor- onto Canservatory Piano Exam- inations: Primary Grade, Honors: Florence Moore; Elementary Gr., First Class Honors: Marie Svein- son og Gwendolyn Jackson; og Honors: Faith Graham, Esther Josep'hson, Sigrún Olafson, Una Turnbull, Evelyn Nordman; Pass: Sylvia Magnus. — Introductory Grade, First Class Honors: Gertie Myrdal; Honors: Ruth Sigurdson og Edith Jeffries. Á sunnudaginn kemur, 18. ág., messar séra Haraldur Sigmar að Gardar, kl. 11 f.h., Mountain kl. 3 e. h., Hallson (ensk messa) kl. 8 að kveldinu. Mr. Páll Jónsson, bóndi við Wynyard, Sask., var staddur í borginni í vikunni sem leið. Systrakvöld verður í stúkunni Heklu, Nr. 33, I.O.G.T.,, núna á föstudagskveldið, þann 16. þ.m. Stúkan Skuld og allir Goód Temp- larar velkomnir. Hr. iBrynjólfur Thorlaksson, söngkennari, kom frá N. Dakota á föstudaginn í vikunni sem leið, þar sem hann hefir verið nú all lengi. Hann fór vestur til Glen boro á þriðjudaginn. Séra Valdimar J. Eylands, Ma- koti, N. Dak., kom til borgarinnar á /mánudaginn. Hann hefir nú árlangt þjónað norskum söfnuð um þar syðra, og gerir það enn. Hann fór ofan til Gimli á þriðju daginn. Séra Valdimar ferðast í bíl sínum alla leið. Með honum komu þeir Mr. W. B. Hillman, bóndi við Bantry, og Mr. 0. S Freeman, bankastjóri frá Upham, N. D. Mr. Hillman lét heldur vel af uppskeruhorfum í sinni bygð. Séra Sigurður Ólafsson var staddur í borginni í vikunni sem leið. Gleymið ekki, að Jóns Bjarna- sonar skóli býður grí-kenslu í 9. bekk á þessum vetri. Síðastliðinn laugardag, 10. ág., voru þau Jón J. Austman og Wil- dora Hermannson, bæði til heim ilis í Winnipeg, Gefin saman í hjónaband, af séra Rúnólfi Mar- teinssyni, að 666 Alverstone St., heimili Mr. og Mrs. E. ísfeld. tengdabróður og systur brúðarinn- ar. Stór hópur skyldmenna og annara vina þeirra var þar sam- an kominn. Mrs. ísfeld lék brúð- arlag. Miss Margaret Backman söng sóló, meðan undirsl^riftir fóru fram. Að Vígslunni lokinni sátu menn rausnarlega veizlu, er Mrs. ísfeld framreiddi. í veizlu- jbyrjun mælti séra Rúnólfur Mar- teinsson fyrir skál brúðhjónanna. Þau brúðhjónin eru nú í heim- sókn meðal vina á Winnipeg Beach. Um hinn 20. leggja þau af stað’ til Lo« Angeles, þar sem heimili þeirra verður framvegis. WINNIPEG ELECTRIC félagið. Niiutíu og sjö cents á mánuði, eru ekki miklir peningar. Það er litið meira en það, sem maður borgar fyrir þrjá pakka af vindl- ingum. Hér um bil sama og mað ur borgar fyrir einn aðgöngumiða að leikhúsi eða tvo að kvikmynda húsi. Margir eyða meiru en þessu fyrir tyggigúmmí að eins. Fólkið í Winnipeg, sem strætisvagnana notar, eyðir til þess að eins níutíu og sjö centum á mánuði að meðal- tali, eða $11.58 á ári. Þar að auki er þess að gæta, að strætisvagn- arnir spara manni svona mikla i upphæð árlega í skóleðri. j En þrátt fyrir þetta, og þrátt fyrir þá staðreynd, að 5.86 cents er lægra fargjald heldur en far- gjald með strætisvögnum í nokk- urri annari borg, sem hefir yfir 25,000 ibúa, þá eru samt umkvart- anir, en aðallega frá þeim, sem minst vita um þessi efni. í Toronto eru fargjöldin með strætisvögnunum að meðaltali 6.17 cents; eru þeir þar þó meira notaðir en í Winnipeg og þar er strætisbrautakerfið eign almenn- ings. En aðal-atriðið er það, hve hverfandi sú upphæð er, sem not- uð er fyrir fargjöld á strætisvögn- unum í samanburði við önnur dag- leg útgjöld. Ferðamenn, sem koma til Winnipeg frá öðrum borg- um, segja að strætisbrautimar hér og alt sem þeim viðkemur, jafnist fyllilega við strætisbrautir í öðr- um borgum, og taki þeim víða fram. Allir óhlutdrægir menr. munu játa, að $11.58 á ári, eða níutíu og sjö cent á "mánuði, er lítið gjald frá hverjum einum fyr- ir að flytja fólk um alla borgina, allar stundir dagsins og mikinn hluta næturinnar. Vinnur medalíu í annað sinn. Lilja Pálsson, dóttir Mr. og Mrs. Jón Pálsson, í Geysir, vann silf- ur medalíu í annað sinn, sem Tor- onto Conservatory of Music veitir hæsta nemanda í Primary Piano- forte prófi; var hún hæst, ásamt tveimur öðrum nemendum í Can- ada, við bæði miðsvetrar og sum- ar próf, með 90 stig. Vann hún silfur medalíu í fyrra fyrir Ele- mentary Pianoforte próf með 92 stig. — Kennari hennar er Miss Sena Jóhannesson að Árborg. Fimtudaginn 8. ág. voru þau Erl. Sigurðsson Dohlman og Pál- ína Kristjana Guttormsson, bæði frá Riverton, Man., gefin saman í hjónaband, af séra Rúnólfi Mar- teinssyni, að 493 Lipton St. Heim- ili þeirra verður í Riverton. Jónas Pálsson píanó kennari, byrjar kenslu nú þegar að heimili sínu, 107 Lenore St. Lærisvein- ar búnir undir próf á hvaða stigi sem óskað er eftir. Þeir sem hefðu í hyggju að ganga undir kennarapróf, eða konsert spil, ættu að byrja sem fyrst. Mr. Eiríkur Einarsson, frá Hnausa, iMan., var staddur í borg- inni fyrir helgina. Mr. Bjarni Thordárson frá Les- lie, Sask., kom til borgarinnar á mánudaginn. Hann var á leið til Langruth, Man. Messuboð 18. ágúst—Mozart kl. 11 f. h.; Wynyard, kl. 3 e. h., og Kandahar (á ensku) kl. 7.30 e.h. Allir boðnir og velkomnir. — Vin- samlegast Carl J. Olson. Sunnudaginn 18. ágúst rnessar séra Sig. Ólafsson, að Hnausum kl. 2 e.h.; þar fer fram ferming og altarisganga. Að kveldi sama dags, kl. 8, er messað í Árborg. Mr. Baldvin Halldórsson frá Riverton, hefir verið hér í borg- inni að undanförnu að leita sér lækninga. Var fyrir skömmu gerð- ur á honum uppskurður, sem hepnaðist ágætlega. Það gerði Dr. Brandson og biður Mr. Halldórs- son Lögberg að flytja honum sín- ar innilegustu þakkir fyrir ágæta læknishjálp og framúrskarandi umönnun að öllu leyti. Mr. Pétur Árnason frá San Diego, Cal., var staddur I borg- inni fyrir fáum dögum ásamt fjór- um dætrum sínum. Mr. Árni G. Eggertsson, lögmað- ur frá Wynyard, Sask., var stadd- ur í borginni í vikunni sem leið. MARTIN & CO. Þér munuð komast að J 4 raun um að fullkomnasta gerð og sanngjamast verð og hægustu borgunar skilmálar eru að finna hjá MARTIN & CO. EASY PAYMENTS LTD. á fatnaði karla og kvenna og furfatnaði. Það er þægilegt að borga smátt og smátt. Á öðru gólfi Winnipeg Piano Bldg Portage og Hargrave Á sunnudaginn var, hinn 11. ágúst, andaðist að Misericorda spítalanum hér í borginni, Paul Johnston, til heimilis að 708 Banning str., eftir skamma legu. Jarðarförin fór fram í gær, mið- vikudag, fyrst frá heimilinu, þar sem séra Rúnólfur Marteinsson flutti húskveðju, og svo frá Fyrstu lútersku kirkju, og stjórnaði sókn- aði sóknarpresturinn, Dr. Björn B. Jónsson, athöfninni þar og jarð- söng hinn látna. Paul Johston var fimtugur að aldri. Mesti greindar maður, góð- ur drengur og vinsæll. Ekkja hans, Mrs. Helga Johnston, er dóttir H. S. Bardal hér í borginni. Opcn mt 0.3« p.m. Saturday l p.m. - ROSE - Weit Endl Fineit Theatre THUR. - FRI. - SAT. (Thls Week) Part Talkie Warner Bros. Latest Success “The LIDN NOUSE’’ MAY McAVOY LIONEL BARRIMORE Alec Francis, William Collier, Jr. TIGERS SHADOW No. 5» COMEDY and FABLE Extra Haturday Matinee Only BUCK JONES “THE BRANDED SQMBRERD" Also— FREE FREE! to the Children Saturday, Life Savers and Chewing Gum. MON„ TUES., WED„ AUG. 19-20-21 CcJwMa^Unrs‘ *<The Bocficícv . Giif ^WIUIAM CCLUtL^ L JACfilÆUNC X064M And— TALKING SCREEN SNAPSHOT COMEDY and NEW8 EF ÞÉR hafið í hyggji að byggja, þá tryggið yður hjá oss TIMBUR The McArthur Lumber & Fuel Co., Ltd. Cor., Princcts & Higgins Ave., Winnipcg. 8lml 86 619 The Knights of Khorassan Það hefir verið óvanalega gest- kvæmt í Winnipeg undanfarna daga. Félag það, sem nefnt er hér að ofan, hefir verið að halda alls- herjar þing hér í borginni þessa dagana, og hafa þeir félagar, karl- ar og konur, streymt hingað í þús- unda tali, síðan fyrir helgi, bæði á járnbrautum úr öllum áttum og á ótal bílum. Er sagt, að hér sé fólk úr þrjátíu ríkjum Bandaríkjanna og úr fjórum fylkjunum í Canada. Félag þeta er að nokkru leyti sjálfstætt félag, en þó hluti af fé- laginu Knights of Pythias, sem er eitt af þremur fjölmennustu bræðrafélögum i Norður Ameríku. Mun það sérstaklega ætlunar- verk þessarar deildar, að halda uppi gleðskap og skemtunum, enda er sagt, að það hafi verið æði glatt á hjalla hjá þeim þessa und- anfarna daga hér í Winnipeg, og er kannske ekki alveg laust við, að hinum kyrrlátu Winnipegbú- um, þyki sumir þessir aðkomnu “riddarar” heldur gustmiklir, þó þeir tfráleitt vilji amast við gleð- inni. Orðið Khorassan þýðir “sólarsvið”, eða eitthvað því líkt, það sem er sólar megin og birt- unnar, og þessir Ijóssins riddar- ar vilja vinna að því, að auka sól- arljósið, ánægjuna log gleðskap- inn í lífi mannanna. Flestir munu geta séð, að það er mikill hagur fyrir Winnipeg, að slík þing sem þetta séu haldin hér, því tugir þúsunda manna eyða miklum peningum í bænum, þó þeir séu hér aðeins fáa daga. Það er því bæjarbúa eigin hagur, að taka slíkum gestum vel. Mr. I. Ingaldson, fylkisþing- maður, er nýkominn heim úr þriggja vikna ferðalagi um aust- urfylki Canada og Bandaríkin. Verður þess nánar minst í næsta blaði. Rose leikhúsið. “The Lion and the Mouse” heit- ir kvikmyndin, sem Rose leikhús- ið hefir að sýna síðustu þrjá dag- ana af þessari viku. Mörgum ís- lendingum mun forvitni á að sjá þessa mynd, því flestir kannast við söguna meða þessu nafni: “Ljónið og músin,” sem prentuð i var í Lögbergi fyrir ári síðan. j Mikið af söguefninu sér maður í | myndinni. — Fyrstu þrjá dagana af næstu l viku sýnir leikhúsið myndina “The I Bachelor Girl’ — spennandi ásta- i saga. Alþingishátíðin (Framh. frá bls. 5)i Fyrsta aukaferð.—Sextán daga ferðalög, frá Reykjavík til Leith, þaðan til Edinborgar, síðan til hinna frægu Trossachs á Skot- landi, þaðan til plássins á Eng- landi kent við Shakespeare, svo til London og þaðan til Parísar; sigla siðan með Cunard línu- skipi frá Havre á Frakklandi; komandi við á leiðinni þangað frá París, í Rúðuborg Göngu-Hrólfs. Að öllu samantöldu, mun þessi ferð kosta $190. önnur aukaferð. — Þessi ferð stendur yfir 22 daga. Farið verð- ur frá Reykjavík til Bergen, kom- ið við í Þórshöfn á leiðinni; frá Bergen mun leiðin liggja um marga fegurstu staði í Noregi, svo sem Balholm og Voss, síðan til Oslo, þaðan til Stokkbólms, svo til Kaupmannahafnar og frá Kaup- mannahöfn til London og þaðan til Cunard hafnarinnar South- ampton. Allur kostnaður við þessa ferð verður $280. Þriðja aukaferð—Nítján daga ferðalög, frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar, þaðan til Ham- borgar, síðan til Amterdam, svo Brussels, þaðan til Parisar, frá París til London, svo til South- ampton. Allur kostnaður við þá ferð mun verða $1230. Fjórða aukaferð—26 daga ferða- lög, frá Reykjavík til Kaupmanna- hafnar, þaðan til Berlín, frá Ber- lín til Cologne, þar um Rínárdal- inn, bæði með lest og eins með skipi, eftir hinu söguríka Rínar- fljóti.. Frá Rínárdalnum verður fara til Munich, svo til Oberam- mergau til að sjá Passíuleikinn, sem sýndur verður að sumri; frá Oberammergau til Innsbruck, og þaðan til Lucerne, frá Lucerne til Parísar, frá París til London, og síðan til Southampton. Allur kostnaður við þessa ferð verður $335. Eins og gefur að skilja, er nauð- synlegt að þeir, sem ætla sér að fara með Cunard skipinu, tryggi sér pláss sem allra fyrst, með því að borga dálítinn hluta af farseð- ilsverðinu, svo serti $25. Ef eitt- hvað kemur fyrir, svo þeir, sem búnir eru að borga einhverja upp- hæð, geta ekki farið, skilar Cun- ard félagið peningunum til baka, svo framarlega sem þess er óskað þremur vikum áður en farið er af stað. Það er einnig áríðandi fyr- ir fólk á íslandi, að fá að vita eins fljótt og unt er, hvað margir ætla að koma, svo greiðara gangi með allan undirbúning. íslendingar heima vona og óska, að frændur og vinir fjöl- menni og þrá að taka sem allra bezt á móti þeim. Það var minst á við mig á síðustifferð minni um Island, að æskilegt væri, að nöfn þeirra, sem ætluðu að koma, væru birt í Reykjavíkur blöðun- um, og um, leið væri skýrt frá því, úr hvaða héraði þeir væru að heiman. Þess konar upplýsingar mynjdi gera frændum og vinum léttara að komast í samand við þá, sem ætla að koma að vestan. Ýmsir frá Norður- og Austurlandi gátu þess, að þeir vildu mæta hópum af sveitungum þeirra frá Ameríku í átthaga höfnunum með hesta, svo þeir kæmust sem allra greiðast til forn-heimkynna sinna, eða ættfólks síns. Cunard félagið þarf einnig nauðsynlega að vita sem fyrst, hvað margir ætla að fara og hve- nær menn vilja snúa til baka, svo hægt sé að sjá öllum fyrir plássi vestur. Þess ber að gæta, að fjöldinn af þeim, sem fara til ís- lands, munu vilja leggja af stað heimleiðis í ágúst, september og október, einmitt á þeim tíma, þegar skip á -vesturleið eru þétt- ast sett af ferðafólki. Þess vegna er réttast, að tryggja sér pláss löngu fyrir fram. Alþingishátíðin er nú þegar farin að vekja athygli út um heim. Þjóðþing víðsvegar hafa kunngjört, að þau muni senda fulltrúa. Bandaríkin hafa alla- reiðu heiðrað ísland á þýðingar- mikinn hátt. Eg var mjög hrifin af því á síðustu ferð minni til íslands, hvað þjóðin var einhuga um það að vinna saman að undirbúningn- um fyrir hátíðina. Það virtist svo, sem allir vildu leggja lið og láta flokksmál og þvíumlíkt gleym- ast. Alt bar vott um fyrirhyggju og framsýni, hvað undirbúningn- um viðkom, svo sem á Þingvöll- um, þar sem mikið þarf að starfa. Ákveðið er, að setja hámarksverð á nauðsynjar næsta ár, og annað þess konar. Það er vonandi, að Vestur-ls- lendingar geti fjölment á Alþing- ishátíðina, sem þýðir svo ómetan- lega mikið fyrir íslenzku þjóðina. Undirrituð er tilbúin að veita all- ar nauðsynlegar upplýsingar við- víkjandi tilhögun á ferðalögum og ,öðru. Greinar um ýms efni munu birtast af og til, verður þar leitast við að skýra ýmislegt, sem að ferðinni lýtur Torstina Jackson Walters. Gert í Winnipeg Allar tegundir af rafáhöldum fyrir helmilið. Einnig allskonar aðgerðir. Hlutir silfraðir og nickel litaðir. SÍMI: 24 267 GARRY ELECTRIC FIXTURE C0„ LiMITED 120 LOMBARD ST. - WINNIPEG WONDERLAND WinnipecYs Cosiest 8ut>urban • Theatre Thur. - Fri. - Sat. (This Week) ZANE GRAY’S “SUNSET PASS” Added feature DOUG. FAIRBANKS Jr. “POWER OF THE PRESS” 3rd Episode “Final Reckoning” Mon. - Tue. - Wed. (Next Week) RICHARD DIX IN “THE RED SKIN” Added— “BEHIND CLOSED DOORS” Auglýsing. Um þann 20. apríl 1929 kom til mín á Sec. 29, T. 19, R. 9 W, átta rnílur frá Amaranth, hryssa. Hver sá, sem sannar eignarrétt sinn og borgar kostnað, má taka hana í burt. — Eg vona, að þér álítið þetta rétt útskýrt. — Virðingar- fylst B. Thordarson. Á mánudaginn í þessari viku vildi það slys til, að tveir slökkvi- liðsmenn í St. James biðu bana, þegar þeir voru að gegna skyldu- störfum sínum, og tveir aðrir meiddust svo mikið, að á þriðja degi, þegar þetta er skrifað, þyk- ir tvísýnt, að þeir haldi lífi. «— Þessir fjórir menn voru á leið þangað sem þeir höfðu verið kall- aðir til að slökkva eld, en þar sem enginn eldur var þó, þegar til kom, og af einhverjum ástæðum valt motorvagninn, sem þeir keyrðu, um koil, og er því kent um, að maðurinn sem keyrði, hafi reynt að stöðva hann of fljót- lega. Mennirnir, sem dóu, hétu Fred Doulding og Alex Morrison, en þeir sem meiddust, James Dick- son og Duncan Dewer. Allir áttu þeir heima í St. James. EINA HUGGUNIN. Hitavellan er sú sama, og ekkert útlit fyrir því, að úr henni dragi. —Þeés vegna er góður Arctic ís og góður kæliskápur, við góðu verði, eina líknin. — Hringið oss upp í sím- ann. ARCTIC. ICESFUEL caim 439 PORTACE AVL Qp*osstr ttoKfson* PHONE #*pj Eina hótelið er leigir herbergi fyrir $1.00 á dag. — Húsið eld- trygt sem bezt má verða. — Alt með Norðurálfusniði CLUB HOTEL (Gustafson og Wood) 652 MainSt. Winnlpeg Ph. 25 738. Skamt norðan við C.P.R. stöðina. Reynið oss. 100 herbergi, með eða án baðs. Sanngjarnt verð. SEYMOUR HOTEL Simi: 28 411 Björt og rúmgóð setustofa. Market og King Street, C. G. Hutchison, eigandi. Winnipeg - Manitoba PRINCESS FLOWER SHOP Laus blóm—Blóm í pottum Blómskraut fyrir öll tækifæri Sérstaklega fyrir jarSarfarir. COR. SARGENT and VICTOR Phone 36 102 SAFETY TAXICAB C0. LTD. Beztu bílar í voröldinni Til taks dag og nótt Sann- gjamt verð. Sími, 23 309. Afgreiðsla: Léland Hotel. N. CHARACK, forstjóri. Dr. Royal S. Copeland segir: “Raf þvottavél, gólfdúka hreinsunarvél, vél til að þvo diskana, vél til að fægja gólfin, raf-kæliskápur, vél til að hnoða deig, straujárn og mörg fleiri nýtízkuáhöld, létta verk hús- móðurinnar, sem jafnan hefir ærið nóg að starfa.” “Hugsið yður um, hvað af þessum hlutum er yður til mests hægðarauka. Látið svo það áhaldið, sem hentast er, fyrir heimilið, verða það næsta er þér kaupið, eftir að hafa talað um þetta við fjölskylduna. Það marg-borgar sig fyr- ir fjölskylduna, því fyrir það helzt húsmóðirin ung og glöð og ánægð miklu lengur.” Færið yður í nyt vora miklu reynslu. Vér höfum allar tegundir af gas- og raf-áhöldum. Komið í búðina í Power Building, Portage Ave., eða í búðir vorar að 1841 Portage Ave., St. James, og Morion og Marion og Tache St., St. Boniface. WINMIPEC ELECTRIC COHPANY ‘Your Guarantee of Good Service.” Business Training Pays— especially Success Training More than 2700 employment c-alls for our graduates were registered with our Placement Department dnring the past twelve monthis, and more than’ 700 in May, June and July of this year. Fall Term opens August 26th DAY AND EVENING CLASSES If you cannot enroll then you may start at any time. Our system of individual instruction makes this possible. WRITE, PHONE OR CALL Corner Portage Ave. and Edmonton St. WINNIPEG ' MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.