Lögberg - 15.08.1929, Blaðsíða 7

Lögberg - 15.08.1929, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 16. ÁGÚST 1926. BU. T. Kvæði flutt á þjóðmin i- ingardegi Islendinga í Winnipeg River Park, 3. ágúst 1929. MINNI ISLANDS. í dýrð sinni skapandi drottinn leit uim dimman og auðan geim; af efniviðunum átti hann nóg, en eftir að raða 'þeim. Hann augunum rendi af stað a stað, því stöðvar hins bezta lands hann ætlaði’ að velja sem óðals- blett hins and'lega stærsta manns.,— —Og ísland varð hugsjón hans. En framþróun öll er svo undur sein, og eins er með drottins verk, þó mund hans sé bæði mikilvirk og mittug, — já, reginsterk. — Hann hefir ei skift um skoðun enn við skðpun hins bezta lands, og enn ekki hætt að auðga sál hins andlega stærsta manns. —Nei, ísland er er hugsjón hans. Því helgara boðorð en önnur öll skal ávalt hins frónska manns — hins andlega stærsta manns — að velja og skilja sín skyldustörf við sköpun síns föðurlands — við sköpun hins bezta lands. — En við, sem í dreifingu dveljum hér? — Oss dreymir tii átthagans. Hve sælt væri’ að eiga þar son- askerf í samvinnu skaparans að fullkomna hugsjón hans. Sig. Júl. Jóhannesson. MINNI VESTUR-ÍSLENDINGA. í sólarlagsins landi í lita og þjóðablandi og hljómi hjáræns máls, er okkar ból og bygðir hvar biómgast flestra dygðir ' í glaumi gulls og stáls. Þér, íslendingar ungu! sem eigið frægsta tungu og skýrast skálda mál og hugsjónirnar hærri og hjartans óskir stærri og sólskin mest í sál. Ef málmsins hvélli hljómur er hæstur lífsins dómur en hugsjón hædd og grýtt, til einskis er þá barist, til einskis sótt og varist og lífið lítils nýtt. í elfu tímans unga, í undirstraumnum þunga býr meinvætt mörg og ljót, sem hvoft og glyrnur glennir og gildru marga spennir og æpir öllu mót. En til hvers var að vinna ef verkum feðra þinna er þeytt í þennan straum, og erfðir æðri kenda í opinn kjaftinn lenda á þessum rama raum? í nafni okkar ætta og allra góðra vætta — til hafs og lofts og lands, vér strengjum heit í huga: í hildi lífs að duga og halda’ upp’ merki manns. í sólarlagsins landi ef lækkar flug þinn andi, á austrið ennþá skjól hvar árdagseldar glóðu, úr aldabíárri móðu rís ísland upp með sól. Jón Jónaitansson. MINNI CANADA. Hvera flótta-maður—frjálsa land! sem flýði ok og þrældómsband, mun ávalt unna þér. Þaer þúsundir, sem þreyttu skeið «n þrotlaust tsrið og hungur beið unz hingað vestur lögðu leið, fá Ijúfust kynni hér. Þú margra þúsund mílna land, sem miljónanna beizlar gand er gullið gefur þér, hú svalar ætíð útþrá hans hins unga, sterka og hrausta manns. Hér framsókn djarfa fullhugans á frjálsum grunni er. Hér gamla heimsins glæfra menn, sem glapráð unnu ‘tvenn og þrenn, oft fundu frið og skjól. — Það góðverk hafði gildi þrenn. í*ú gerðir úr þeim nýta menn. í*ú mörgum fáráð ornar enn við yl af manndóms sól. * * * J fornöld beiðstu ótöld ár ^Ueð ægisljóma um hvelfdar brár — að kóngsson kæmi að strönd, ^ví Indíána aldrei þú Pazt alla þína gefið trú írá örlaganna alheims brú fMn einvöld stýrði hönd. Einn sunnudaginn sigling glæst með sigurfána á stöngu hæst sást hylla hafs við rönd, þar Leifur heppni í lyfting stóð og létti’ hjálm mót sólarglóð, en drekinn bláar öldur óð að’ Ameríku strönd. Þeim fagra og unga farmanni, sem festum rendi á höfninni, þú réttir hægri hönd. Því Ioksins, eftir öld og ár hinn útvaldi með gullbjart hár var kominn yfir unnir blár að unnustunnar strönd. Af heimþrá Leifur heppni brann, á hafið vildi sigla hann og foma frændur sjá. Þá fanstu víst í fyrsta sinn hve furðusár var harmurinn, er íslands væni vinurinn þér vildi hverfa frá. Þú kvaddir Leif og kappa fans og klökk þú enn þá minnist hans. — Á hafið hurfu þeir! — En hörð þér reyndist hugraun sú, því honum gafstu ást og trú. Um rhargar aldir unnir þú, en aldrei sást hann meir. * * * En löngu seinna lentu hér og landnámsstarfið tóku að sér —þeir kristnu og hvítu menn.— —Þú unnir Leifi’ af alhuga og aldrei fanst hans jafningja á meðal þeirra miljóna, sem með þér dvelja enn. En eitt er víst, að íslending þú ætíð gefur sigurhring í hverjum kappleik hér. Þú þekkir íslenzkt ættarmót með augu blá og hugtök skjót, og Leifi heppna líkist sjót, sem lang er kærust þér. * * * Nú Canada sér kveður hljóðs og kallar hátt í nafni óðs á alla íslands þjóð! “Ó, gullhærðan mér gefðu Leif, sem gæfuleysið frá mér hreif og frið minn upp með rótum reif og rændi hálfum móð! “Og þó að kosti þúsund.ár! og þúsund mein og blóðug tár! Þú mátt ei bregðast mér! En ef eg fæ hann, alt er falt— og útvöld þjóð þú verða skalt, og láta mun ég alt — já alt, sem upphefð veitir þér!” Jónas Stefánsson frá Kaldbak. * Avarp Egils Skallagrímssonar Samið, og flutt á íslendingadag- inn í Winnipeg og að Hanusum, af Nikulási Óttenson. Börn mín kær! Þannig haga eg orðum til ykk- ar, fyrir því, að öll munuð þið eiga til mín ættarskyldlelik að telja, þótt langt. sé fram komið. Má það ekki furða heita, þá gætt er aldurs míns, eins og þið öll vit- ið, sem komin eruð til fullorðins- ára, þá hefir nafn mitt sífelt verið í minni haft og á lofti hald- ið, meðal bræðra ykkar og systra, og mun enn svo verða um langa ó- komna tíð, en það megið þið vita, að eigi mundi svo vera, hefða eg ekki þau framaverk unnið, er fá- gæt þóttu, og fár eða enginn gat af höndum inþ Hér skal aðeins eins getið. Það var eftir orrust- una á Vinarheiði, árið 925. Þá var eg 24 ára gamall, fæddur 901. Við Þórólfur bróðir minn höfðum þar 360 manna, en það lið var harðsnúið og vanið orustum; eins og kunnugt er, þá vorum við liðs- menn Aðalsteins Englandskon- ungs, og enginn þarf það að efa, að við Þórólfur, áður hann féll og eg eftir hann látinn, unnum að miklu leyti á orrustu og frelsuð- um England; í þeirri orustu hlífða eg mér ekki og það vissi Aðal- steinn konungur, og um kvöldið, þá er eg kom í höllina, þar sem hann drakk með mönnum sínum, með glaumi miklum og gleðilát- um, þá var ek bæði hryggur ok reiður, svo at ek mælta ekki. Það var þá, að konungi leizt það » ráð að mýkja skap mitt og sefa reiði mína. Það var þá, að hann stóð upp, dró sverð sitt úr slíðr- um og dróg af hönd sér gullhring þann bezta, er hann átti, og rétti mér yfir langeldinn á sverðsoddi sínum, en eg tók við á sverðsoddi mínum. Og það ætla eg, að þá hafi hann gert mestan sóma mér og yk*kur, því það eru eins dæmi, í sögu veraldar. Nú hefi eg nokkuð minst á ungdómsár mín. En þar eð dvöl mín með ykkur er skömm, og elli mæðir mig, mun eg verða fljótt yfir sögu að fara. Samt skal nokkru við bætt.----------Leifur Eiríksson hinn heppni bar gæfu til að finna Vínland, þar er nú búum vér, en hvorki hann né niðjar hans, báru gæfu til að festa þar fót á storð og nema land. Það var ykkur ætlað, ættstuðlar mínir, en mikla þökk og heiður á ER SVEFNINN ENDURNÆR- ANDI? “Eg gat ekki sofið,” sagði Mrs. John Riohards, Jaokson, Ohio. “Eg var lasburða, hafði litla mat- arlyst, þjáðist af hægðaleysi og svima og taugaóstyrk. Mér batn- aði mikið við fyrstu flöskuna af Nuga-Tone, og eftir að hafa tekið úr tveimur meira, var heilsan á- gæt. Nuga-Tone er áreiðanlega gott meðal, hvað snertir magann, blóðið og taugarnar.” Tala þeirra, sem notið hafa góðs af Núga-Tone, skiftir milj- ónum. Það bætir matarlystina og meltínguna, eyðir gasi í magan- um; læknar svima, höfuðverk, hægðaleysi og nýrna og blöðru- sjúkdóma, oft á fáum dögum. Það styrkir taugarnar og hreinsar blóðið og veitir manneskjunni lík- amlegt og andlegt þrek. Nuga- Tone er ábyrgst og peningunum skilað aftur, ef það reynist ekki eins og lofað er. Lesið ábyrgðar- skjalið. Leifur skilið fyrir landfund þenn- an, enda hefir Bandaþjóð Vín- landsfylkja sýnt það, með stand- mynd þeirri, er þeir sæma hann með á 1000 ára afmæli fyrsta lögþings feðra vorra á íslandi, og ekki dylst mér það, að í þessari miklu heiðurs viðurkenningu haf- ið þið, Vínlands íslendingar, arf- ar mínir, tekið mikinn þátt, með framkomu ykkar gagnvart þjóð vorri, eða þjóðum þeim, er þér hér búið með og umgangist. Það sem orðið hefir ykkur samferða til Vínlands frá feðralandinu, er það, sem enginn annarar þjóðar samlandi ykkar gat frá ykkur tek- ið, sem er: kjarkur ósveigjanleg- ur, ásamt elju, starfsemi og tak- markalausri þrautseigju, að með- fylgjandi frómleik, drengskap, orðheldni og áreiðanlegheitum í öllum viðsikiftum. Þetta er það, sem aflað hefir ykkur þess álits, að vera settir efst á bekk rneð hin- um beztu þjóðflokkum, sem hér hafa land numið; að ógleymdu andans atgjörfi, sem þið hafið einnig sýnt, að þið standið í fram- arla, svo sem lærdómsgáfa, hug- vits og skáldskapar gáfa, sem margir ykkar hafa sýnt, að ykk- ur hefir í ríkum mæli gefin verið. Þessa miklu kosti munduð þið ei hafa öðlast, ef að þið væruð ei komin af göfugu foreldri, enda er það svo. Tvö börn mín tengdust þeirri göfugustu ætt, er til ís- lands flutti á landnámstíðinni. Þorsteinn sonur minn átti Jófríði dóttur Helgu ólafsdóttur feilans, Þorstéinssonar Rauðs, Auðarson- ar hinnar djúpauðgu. Tími leyf- dóttir mín átti Ólaf pá; hann var dóttursonur Mírkjartans Ira kon- ungs, en faðir ólafs var Höskuld- ur; hans móðir var Þórgerður Þorsteinsdóttir Rauðs, Auðarson- ar hinnar djúpauðgu. Tími leyf- ir ekki að fara lengra í þetta mál að þessu sinni. Eg minnist hér aftur á Leif. Fjarri fer það, að eg öfundi hann af sæmd þeirri, er hann hefir hlot- ið. Síður en svo. En hitt kemur mér í hug, að ef að þið, sem hér í Vínlandi búið, vinir mínir og vandamenn, gerðuð kunnugt þeim, er nú sitja við stjórnvöl Plnglands, hvað eg vann þeim til frelsis 9(25, þá mætti ske, að eg fengi slíka viðurkenningu sem Leifur. Meðal ykkar veit eg minning mín mun lengi lifa, þótt elcki væri fyr- ir annað en kvæði þau, er eg hefi ort, og "sem að beztu skáld meðal okkar hafa bygt á sín ljóð. Svo að endingu hefi eg þessu við að bæta: Mér er sönn og mikil ánægja í að sjá ykkur og finna hér, við góða líðan og vel- sæld. /Og eg vil biðja ykkur öll, vinir mínir og vandamenn, að gleyma því ekki, að þið eruð öll af einu og sama bergi brotin, og að þar fyrir er það skylda ykkar, að sýna hvert öðru bróðurlegan félagsskap og kærleika. Haldið óslítandi vinaböndum hvert til ’annars, þá mun álit ykkar, auð- ur og velsæld margfaldast í kom- andi tíð. Ýtta ek knör úr Amar vör of landa dróma leituðumk sóma þás víkinga þjóð valkesti hlóð, dundi.þá blóð * á darraðar slóð. Vínlandi þá vær girntumst ná, vestur um sjá sá vegur lá. Landa af Bandi lagða’ ek at sandi brimvallar gandi beitti ek at landi. Breiðum á sléttum bygðir vér settum, Leifur því fréttum lands héldi réttum, vor er ættbróður vegs af því hróður. Fjðrgínar gróður gefst, fyllist sjóður. Ö'llum mér örfum snjöllum allvel hér virðist falla, litklæðum lýður skreytist ljóst virðist, Orma byrði skreyta hér skírar snótir, skjóma og hlyni' fróma, Gróttu mél áður áttak arfinn þið fenguð þarfan. Beiði ek alda öðling eyða mótlæti’ en greiða vegi til gleði og gæfu gunnfránum hjörvarunnum, hreysti, hugdáð og orku hljótið með dýrum snótum, eins lengi og röðull rjóðum roða að morgni boðar. Fœrist Ameríka vestur á bóginn Eftir S. A. Andersen, mag. (Við nýjar mælingar á afstöðu Grænlands við Evrópu, sem ný- lega voru gerðar, tókst að sanna, að Grænland færist vestur á bóg- inn. Hér er stuttlega gerð grein fyrir kenningu þýzka jarðfræð- ingsins A. Wegeners, um það að landflutningar eigi sér stað„ en þessi flutningur Grænlands er á- litinn sanna kenningu þessa.) Fæstar af hinum víðtæku vís- indalegu kenningum, eru þess eðl- is, að hægt sé að útskýra þær fyrir þeim, sem hversdagslega hugsa ekkert um þau viðfangs- efni, er kenningunni eru samfara. Þannig eru þeir teljandi, er vita, hvað Einsteins-kenningin er, hvað þá heldur að þeir viti, hvað hún hefir sér til ágætis, eða hvaða munur er á heimsmynd hennar eða heimsmynd Newtons. Með Wegeners kenninguna er alt öðru máli að gegna, þar eð aðal at- riðin eru feykilega einföld, svo einföld, að vísindamönnum hætti til í byrjun að gera lítið úr kenn- ingunni, og það var fyrst eftir að hún gat skýrt ýms algeng fyrir- brigði á einfaldari hátt en áður, að farið var að veita henni til- hlýðilega athygli. Þúsundir vísindamanna sitja daglega við að safna athugunum, setja þær saman, mynda kerfi, án þess þó að hægt sé að skilja sam- hengið, eða steypa öllu í stærra mót og safna því undir allsherj- ar lögmál. En við og við lyftir vísindamaður sér út yfir athug- anir sínar og annara„ því að hann hefir fundið samhengið, allsherj- arlögmál, sem skýrir ýmislegt tor- skilið á einfaldan hátt. Ef hug- myndin er ófullkomin, nefnist hún tilgáta. Tilraunir munu þá annað tveggja hafna henni, og er hún þá ómerk, eða þær munu staðfesta hana, er hún þá nefnd kenning, er síðar verður fyllilega sönnuð og talin með staðreynd- um. Öll þessi stig hefir kenning Wegeners farið yfir. Englend- ingur, Green að nafni, kvað ár- ið 1857 upp úr með þá tilgátu, að hlutar jarðskorpunnar fljóti í kjarna, og 1880 segir Svisslend- ingurinn Wettstein, að það sé ekki nóg, að löndin fljóti í vestur, heldur breyti þau einnig lögun. Pickering bendir á það 1907, að af því austurströnd Suður-Ame- ríku sé lík vesturströnd Afríku, megi draga þá ályktun, að Ame- ríka hafi slitnað frá Afríku, þeg- ar tunglið, eftir tilgátu G. H. Darwins, hafi kastast út úr jörð- inni, á þeim átað, þar sem nú er Kyrrahafið. En árið 1910 setti Wegener fram kenningu sína, óháða hinum óvissu tilgátum fyrirrennara sinna. Hann komst að þessari nið- urstöðu með því að athuga strendurnar báðum megin við 'Atlantshaf, og með því að athuga þær niðurstðður, er menn höfðu komist að um bygging jarðarinn- ar. Á nokkrum árum hafði hann safnað svo miklum gögnum, að kenning hans mátti teljast á á- gætum rökum bygð, og loks hepn- aðist Dönum að sanna kenningu hans, þannig, að nú má teljast staðreynd, að löndin færist yfir yfirborð jarðar. Til þess að útskýra, hve frá- brugðin þessi kenning er eldra áliti,, er nauðsynlegt að skýra lít- I ið eitt frá því. Frá alda öðli hafa menn greint í sundur meginlönd Magic bckunaiduít er ávalt það bezta í kökur og annað kaffi- brauð. það inniheldur ekkert alum, né nokk- ur önnur efni, sem valdið gætu skemd. Góð máltíð á ferðinni* Brauðið úr OCILVIES ROYAL HOUSEHOLD j *»rrr ið við Kyrjálabotn, eða á miðju ísaldarsvæðinu, þar sem menn hafa gengið úr skugga um, að landið hefst um einn 1 cm. á ári hverju, og hefir alls hækkað um 275 metra. Við tilraunir u-m aðdráttarafl jarðarinnar, hafa menn komist að þeirri niðurstöðu, að það er minst í fjöllum, meira á láglendi, en mest yfir hafinu. Þetta sýnir, að jarðskorpan er þyngst í höfunum, léttari á láglendinu og léttust á fjallsvæði. Af þessu má sjá, að hinn þungi hafsbotn, hefir tæp- lega getað verið land áður, þar eð öll meginlönd eru samsett úr Iéttum bergtegundum, og skaga því upp úr hinu þyngra efni hafs- botnsins. Kenning Wegeners skýrir enn fremur það, að dýpt hafsins er á- kaflega jöfn, samanborið við yfir- borð meginlandsins. Venjulega er dýpst næst landi, en kenningin skýrir það þannig, að hafsbotninn er úr seigu efni, sem þjappast nið- ur, er löndin fljóta yfir, og verð- ur lægri við strendumar. Til- raunir hafa sýnt, að meginlandið er hér um bil 60 km. að þykt. Þetta kann að virðast afar mikil | þykt, en samanborið við víðáttu, er hún ekki mikil. Hún er t. d. og höf, og álitið, að það útlit, sem jörðin hefir nú, hafi hún ætíðl haft. En eftir því, sem jarðfræð- inni fleygði fram, kom í ljós, að lögur og láð vom miklum breyt- ingum undirorpin. Þar eð víst var, að jörðin hafði fyr verið miklu heitari, lá skýringin um isamdrátt jarðarskorpunnar afar- nærri. — Allir þekkja þessa skýr- ingu og ef hugsað er um hana j nánar, er ein mikil veila í henni i ekki nema einn hundraðasti h]uti þ .e. a. s. það, hvemig hrukkum-l úr breidd Suður.Ameríku. ar gátu orðið jafn misjafnar og, þær eru, þannig að jafnstór höf | Aðal atriðið í kenningunni er og Atlantshaf og Kyrrahaf gátu j samt það, að meginlandsflögurn- myndast, og það, að f jöllin voru | ar haldi ekki kyrru fyrir, heldur á einstökum stöðum á jörðinni, j fljóta á hinu þyngra efni. Þannig en ekki jafn útbreidd. í Suður-j færist Ameríka í vestur, en af því Evrópu eru fjallgarðar, sem ekki j leiðir, að vesturströnd hennar er halda áfram út í hafið, sem við j há og brött að sjó, þar eð svo mætti búast, eg sama efni væri j mikil mótstaða mæðir á henni. í landinu þar og hafsbotninum.: Hækkun vesturstrandarinnar hef- En ef reiknað væri, hve jörðin ir leitt af sér mikil umbrot, svo hefði þurft að vera heit fyr, til j sem jarðskjálftann 1906, þegar þess að Alparnir gætu myndast mestur hluti San Francisco syði- við fellingar jarðskorpunnar, lagðist, og við jarðskjálfta 1899 kemur út, að hún þyrfti að hafa; hófst ströndin norðanverð um alt verið a. m. k. 3000 gr. heitari, en: að því 16 metra. 1906 hófst strönd það kemur ekki heim við þá stað-j Chile um 60 metra við jarð- reynd, að í þeim hita myndn allarj skjálfta. Á sama hátt er mest steintegundir hafa verið fljótandi,; hafdýpi 1 Kyrrahafi við strönd en ekki fastar. Þar að auki er Suður-Ameríku. upplýst, að hitabreytingar hafa ekki orðið miklar síðan á elztu jarðöldum er taldar eru. Frá elztu jarðfræðitímum finnast enn menjar um ís, en það sannar, að hitinn hefir á ýmsam stöðum stundum verið fyrir neðan 0. Af rannsóknum á dýralífi fyr á tímum, plöntulífi og jarðfræði, hafa menn komist að þeirri nið- urstöðu, að Ameríka hafi í fyrnd- inni verið samvaxin Evrópu. Lá þá nærri að halda, að hafsbotn- inn hafi sígið siðan þá; en á móti því mæíir það, að jafnvægið í jarðskorpunni myndí þá hafa raskast, en slikt hefir ekki átt sér stað. Hafsbotninn, í Atlantshafi hefði orðið of þungur og hann hefði raskað jafnvægi jarðarinn- ar. — Suður-Ameríka færist því vest- ur á bóginn, og hefir áður legið fast við Afríku. Það er afar auð- velt að finna, hve strandlínurnar eru líkar. Nálægt suður-odda Afríku er fjallgarður, sem liggur frá austri til vesturs. Sá fjall- garður á sér framhald við Buenos Aires í Suður-Ameríku. Þetta hef- ir jarðfræðingur frá Afríku sann- að. — Hann var gagn-kunnugur fjöllum í Suður-Afríku, og þegar hann kom til Suður-Ameríku, fanst honum, sem hann væri að rannsaka. Afríku-fjöllin, svo lík voru jarðlögin. Slíkt væri óhugs- andi; ef löndin hefðu ætíð staðið eins af sér. röðun á megiiriöndum má benda á öll þau lönd, þar sem spor finn- ast eftir ís, og liggja þau þannig saman, 1 stað þess að nú eru þau dreifð um helming hnattarins. Þessi spor hafa íundist í austan- verðri Suður-Ameríku,, Suður- Afríku, Vestur-Indlandi og á vest- anverðri Ástralíu, og hefir þvi Suðurpóllinn að líkindum legið á þessu svæði. Á sama hátt lendir hin þáverandi miðjarðarlína yfir mestu kolalöndin, svo sem Banda- ríkin, England, Frakkland, Þýzka- j land, Pólland, Rússland og Kína. Þessi lönd virðast í þann tíma hafa haft hitabeltislofstlag. 1 lok krítartímabilsins, hefir Suður-Ameríka losnað frá Afriku og flotið vestur á bóginn. Nokkru síðar hefir svo Norður-Ameríka losnað frá Evrópu, en virðist þó fram yfir ísöldina hafa verið landföst við hana á Grænlandi. Þetta sannar sú staðreynd, að ís- mörkin í Norður-Ameríku liggja á líkum stöðum og í Evrópu. Eftir þessu að dæma, er Græn- land sá hluti Ameríku, sem síð- astur losnaði við meginlandið, og sé borin saman fjarlægð landsins frá Evrópu (1780 km.)i og sá tími, er það tók að fjarlægjast (50— 100 þús. ár), kemur út hinn ár- legi flutningur, 18—36 m. Slíkt ætti að koma fram á hinum hár- fínu verkfærum, sem nú eru not- uð, og það kom þegar í ljós við fyrri mælingar á Grænlandi, að mælingarskekkjur bentu á, að landið færðist vestur á bóginn. Þar eð þarna var fenginn mögu- leiki til að sanna kenningu Weg- eners, ákvað Geodætisk Institut í Kaupmannahöfn að mæla landið nákvæmlega, með fimm ára milli- bili, til að ganga úr skugga um þetta. Fyrri mæ'lingin var gerð 1922, en hin síðari 1927. og sann- aðist þar með, að landið hafði færst 180 metra í vestur þau fimm ár, sem liðið höfðu, en það er að meðaltali 36 metrar á ári. Hér var fengin óræk sönnun fyrir kenningu Wegeners, og hún má því teljast með staðreyndum. Lík mæling var nýlega gerð á fjarlægð Washington frá París. Sú tilraun sýndi, að fjarlægðin óx 32 cm. á ári. Deilur risu út af þessu. sumir fram, að spöng hefði verið milli landanna, en aðrir, að ekk- ert slíkt hefði getað átt sér stað. Deilunni varð aðeins skorið úr með nýrri kenningu, er sannaði, að báðir hefðu nokkuð til síns máls. Þessa spurning leysti Weg- eners kenningip algerlega. Hún heldur því fram, að fyrrum hafi Ameríka legið upp að Evrópu og Afríku. Dýr og plöntur hafi því hæglega breiðst jafnt í báða heimshluta. Botn Atlantshafsins hefir þá verið undirstaða Ame- ríku, en Ameríka hefir flotið burtu, eftir að hún slitnaði frá meginlandinu. Wegener álítur, eins og hér hefir verið lýst, að löndin fljóti eins og granitflögur í basalti, sem að mestu leyti er undirstaða land- anna, Það mætti líkja þessu við ís, sem sígur niður, þegar stigið er ofan á hann, en rís upp, ef farginu er létt. Löndin síga und- an t. d. jöklum, og hefjast aftur upp, er jöklarnir bráðna. Á ísöldinni hvíldi feikna ísfarg á Norður-Evrópu, og ætla má, að það hafi þrýst jarðskorpunni mik- ið inn, enda er það staðreynd, að síðan hefir það land sífelt verið að hefjast upp. Mest hefst land- Eftir kenningu Wegeners hefir. þróun jarðarinnar farið fram án mikillar kólnunar. Sá hiti, sem jörðin meðtekur frá sólinni, geisl- ar aftur út í geiminn,, en sá hiti, sem'’ iður jarðarinnar hafa geymt, hefir ekki , farið forgörðum. ís- flákar eins og Grænlandsjökull, hafa ætíð verið einhvers staðar á jörðinni. Það má glögt sjá, hvemig byrj- unin að Atlantshafinu hefir litið út, með því að athuga Austur- Ef vér hugsum oss, að hinar Afríku. Frá Dauðahafi í Pales- miklu fellingar, sem eru í Hima-j tínu gegn um Tanganjika-vatn og layafjöllunum, yrðu flattar út, þá; Njassa-vatn, gengur mikill klasi Héldu mundi Vestur-Indland ná alla leið af brotalínum, er bendir á, að til Madagskar við austanverðan j landflutningar séu þar í undir- odda Afríku. Þetta skýrir það, j búningi. Slíkt hefir þegar átt sér hve Madakaskar minnir að mörgu leyti á Vestur-Indladd, enda þótt hún liggi tiu sinnum lengra frá V.-Indlandi en Afríku. Enn frem- ur er pMtið, að Ástralía hafi leg- ið nálægt Suður-Afríku, en milli hennar og -Suður-Amríku hafi legið meginland það, sem nú ligg- stað í Rauðahafi, því að Arabía og Afríka hafa fjarlægst hvor aðra um nokkur hundruð kílómetra. — Eftir nokkrar miljónir ára má gera ráð fyrir, að austurhluti Afríku verði orðinn orðinn eyja- klasi; sem skilinn sé frá megin- landinu með djúpum álum. — Les- ur við suðurpólinn. Við slíka bók Mgbl. Tryggið yður ávalt nægan fórða af HEITU VATNI fáið yður ELECTRIC WATER HEATER Vér setjum hann inn og önnumst um vírleiðslu fyrir . Aðeins $1.00 út í hönd Afgangurinn greiðist með vægum kjörum Hot Point Water Heater, gegn útborgun $20.50 Red Seal Water Heater, gegn útborgun $19.00 Plumbing aukreitis, þar sem þarf Wúuu'pcOHijdro, 55-59 PRINCESSST. Phone 848 132 848 133

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.