Lögberg - 15.08.1929, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.08.1929, Blaðsíða 6
Bls. 6. LÖGBERG FIMTUDAGINN 15. ÁGÚST 1925. .... ....... Mánadalurinn EFTIR J AC K LON DON. “Þér lítið ekki út fyrir að vera fátækar eða -óánægðar,” sagði Saxon. Saxon skildist, að konunni líkaði þetta vel. ‘ ‘ En það getur vel verið, að eg hafi þá eig- inleáka, sem til þess þarf að láta sér líða vel í sveitinni. Þér hafið, eins og þér segið, verið alla yðar æfi í borginni, og vitið því ekkert um sveitalífið. Hver veit, nema það yrði yður ó- bærilegt. ’ ’ Saxon rendi huganum yfir það, sem hún hafði átt við að húa síðustu mánuðina, sem þau voru í litla húsinu á Pine stræti. “Mér er það full-ljóst nú, að eg get ekki lengur átt heima í borginni. Ef til vill reynist mér sveitalífið ekki betur, en það er nú samt eini vegurinn. Ef það getur ekki gengið, þá eru okkur allar bjargir bannaðar. Alt okk- ar fólk hefir verið sveitafólk, og það sýnist miklu eðlilogra. Eg held sjálf, að eg sé ekki illa til þess fallin að búa í sveitinni, og þess vegna er eg hér komin.” Konan fór að veita henni nánari eftirtekt. “Hver er þessi ungi maður?” spurði hún. “Hann er maðurinn minn. Hann var keyr- ari áður en verkfallið mikla kom. Eg .heiti Roberts, Saxon Roberts og maðurinn minn heitir William Roþerts.” “Eg heiti Mrs. Mortimer,” sagði konan. “Eg er ekkja. Ef þér viljið nú kalla á bónda yðar, þá skal eg reyna að svara einhverju at þessum mörgu spumingum, sem þér hafið í huga. Segið honum að skilja eftir farangur- inn innan við girðinguna.------Og hverjar eru nú allar þessar spurningar, sem þér hafið í huga?” “Þær em ótal,” sagði Saxon. “Hvernig borgar þetta sig? Hvernig er þessu öllu stjórnað! Hvrað kostaði landið? Létuð þér byggja þetta fallega 'hús! Hvað borgið þér vinnumönnunum? Hvemig fóruð þér að læra alt, sem búskapnum viðkemur, t. d. hvað auð- veldast er að rækta, og hvað gefur beztan arð? Hvernig hentugast er að selja og hverjum á að selja.” Saxon þagnaði snöggvast, til að draga andann. “Nei, eg er ekki ibyrjuð enn þá. Hvers vegna ræktið þér öll þessi blóm, með fram öll- um gangstéttum og eins með fram görðunum? Við komum til nokurra Portúgalsmanna nálægt San Francisco, en þeir höfðu ekki mikið af blómum. ’ ’ Mrs. Mortimer lyfti upp annari hendinni. “Eg skal svara fyrst síðustu spurningunni, því það er lykill að mörgu af þessu. ’ ’ Willi kotn að í 'þessu og Saxon gerði hann kunnugan húsmóðurinni. “Það -vora blómin, sem vöktu eftirtekt yð- ar, kona góð, var það ekki? Það var þeirra vegna, að þér komuð inn fyrir girðinguna og hér alveg upp að húsdnu. Það var einmitt á- stæðan fyrir því, að þau vom plöntuð hér, að þau áttu að vekja athygli þeirra, sem um veg- inn fóru. Þeir sem komið hafa inn fvrir girð- inguna þeirra vegna, eru ótrúiega margir. Keyrslubrautin er góð, og bæjarfólkið er hér oft á ferð. Þetta er ekki eins gott, síðan fólk fór að keyra í bílum, eins og meðan það hafði hesta, því bílarnir fara svo fljótt yfir og þyrla upp svo miklu ryki, að fólkið sér ekki það sem í kring um það er. En eg byrjaði áður en bíl- arnir komu. Bæjarfólkið fór sjaldan fram hjá. Það stanzaði úti á brautinni til að horfa á blómin, og það vildi oftast svo til, að eg var úti og gat haft tal af því. Eg fékk það til að koma inn fyrir og sjá blómin og þá náttúrlega garð- ana um leið. Alt var hreinlegt og vel um gengið, alt aðlaðandi. Fólkinu þótti þetta ein- kennilegt og fallegt, að sjá garðávextina vaxa á milli blómanna. Þegar fólk hafði séð þetta, vildi það endilega kaupa garðmat af mér, og margir borguðu mér tvöfalt verð. Það var eins og fólk keptist um að fá það, sem eg. ræktaði. Eg hafði auðvitað eins góðan garðmat, eins og nokkurs -staðar var hægt að fá, og svo naut fólkið þeirrar ánægju að það vissi, að með því að kaupa af mér, var það að hjálpa fátækri ekkju. Það var eins og fólk hefði ánægju af að segja frá því, að það keypti sína ávexti af Mrs. Mortimer. Þetta varð til þess, að alt bæjarfólkið fór að þekkja mig, það er að segja efnafólkið, og það keyrði oft hingað, þó erind- ið væri stundum lítið annað en að skoða blóm- in og eyða tímanum. Þetta leiddi alt til þess, að allir vissu hver maðurinn minn hafði verið og hver eg hafði sjálf verið áður en eg fór að búa. Sumar konurnar hafði eg þekt áður, og þær beinlínis lögðu sig fram um að auka mín viðskifti sem mest.. Þar að auki veitti eg fólk- inu se<m kom, kaffi og te og það var eins og gestir mínir. Þetta geri eg enn, og fólkið í bænum kemur oft hingað með vini sína, sem koma lengra að. Af þessu sjáið þér, að það er blómunum mínum mikið að þakka, að mér hefir gengið hér vel.” Saxon veitti nána eftirtekt öllu, sem Mrs. Mortimer sagði og leyndi sér ekki, að henni þótti mikið til þeas koma. Þar á móti fanst Mrs. Mortimer, að Willi mundi ekki allskostar ánægður. “Yður lízt eitthvað ekki sem bezt á þetta,” sagði hún. “Látið þér okkur heyra vðar skoðun.” Willi svaraði öðruvísi en Saxon átti von á. Fvrst og fremst svaraði hann blátt áfram, og í öðra lagi svaraði hann því, sem Saxon hafði | aldrei dottið í hug. “Þetta er bara nokkurs konar leikur,” svar- aði hann. “Það sem eg var að liugsa um—” “En það er þá leikur, sem borgar sig vel,” tók Mrs. Mortimer fram í. “Það getur nú verið, en ekki er eg viss um það,” sagði Willi, seinlega eins og honum var lagið, en dálítið þrákelknislega. “Ef allir bændur færu eins að og þér, þá fengju allir tvö- falt verð fyrir sinn garðmat. Eða með öðmm orðum, þá yrði ekkert tvöfalt margaðsverð og alt yrði eins það var áður. ’ ’ “Hér eruð þér að skáka fram hugmynd á móti veruleikanum. Það sem í raun og veru á sér stað, er ekki það, að allir bændur prýði sinn matjurtagarð með blómum, og það er á- reiðanlegt, að eg hefi fengið helmingi hærra verð en aðrir. Þér getið ekki neitað því.” Willi var ekki sannfærður, en vissi hins veg- ar ekki vel, hverju svara skyldi. “Einhvern veginn er þetta ekki ljóst fyrir mér, ” svaraði hann, “og eg er hræddur um, að það kæmi ekki að miklu haldi fyrir mig og mína konu. Eg skil þetta kannske betur seinna, þeg- ar eg get hugsað um það.” “A meðan skulum við skoða alt, sem hér er að sjá. Eg vil sýna ykkur sem flest og skýra fyrir ykkur hvernig eg fer að búa. Svo skulum við setjast niðnr og eg skal segja ykkur, hvern- ig byrjunin var. Eg vil sannfæra ykkur um það fullkomlega, að þig getið vel komist áfram í búúskapnum, ef þið byrjið rétt og farið rétt að. Eg vissi ekkert um búskap, þegar eg byrjaði, og eg átti ekki stóran og stefkan og fallegan mann. Eg var einsöjnul. Eg skal segja þér hvemig það gekk.” Þarna inn á milli kálgarðanria, aldintrjánna og berjarunnanna hafði Saxon nóg að gera að taka á móti allskonar upplýsingum, sem hún skildi að vísu ekki allar fullkomlega, en bjóst við að skilja síðar, þegar hún hefði betri tíma til að hugsa sig um. Willi var líka eftirtektar- samur, en sagði mjög lítið og spurði um fátt. Iíann lét Saxon hafa fyrir því. Aftan við íbúð- afhúsið, þar sem alt var eins hreint og þrifa- legt eins og að framan, var þeim sýnt hvar fuglamir voru geymdir. Þama voru snjó- hvítar hænur og ungar hundraðum saman. — “Þið hafið enga hugmynd um, hvað þessir fuglar gefa mikið af sér,” sagði Mrs. Morti- mer. “Eg hefi aldrei nokkra hænu degi leng- ur, en meðan hún verpir. ” “Þetta er nú eitthvað líkt því, sem eg var að segja þér, Saxon, um hestana,” skaut Willi inn í. “Það er í raun og veru afar auðvelt, að láta hænurnar verpa að vetrinum, en fæstir bændur láta sér einu sinni detta það í hug. Mínar hænur verpa að vetrinum, og þá eru egg- in dýrari en á öðram tímum árs. Þar að auki hefi eg vissa viðskiftamenn. Þeir borga mér tíu centum meira fyrir hverja tylft, heldur en markáðsverðið er, vegna. þess að þeir geta reitt sig á að mín egg eru glæný.” Hún leit á Willa og gat sér til, að enn væri harin að glíma við það, sem hann hafði ekki getað skilið af því, sem hún var að segja þeim viðvíkjandi búskapnum. “Hafið þér enn hið sama í huga?” spurði hún. “ Já, alveg það sama. Ef allir bændur færu að selja egg sín glæný, þá fengi ekki einn meira en annar fyrir þau og enginn græddi neitt á því.” ‘ ‘ En þá væru líka öll egg ný, þegar þau væru seld og notuð, ” sagði Mrs. Mortimer. “Þér megið ekki glejuna því.” “En það gefur mér og minni konu ekkert í aðra hönd, en það er einmitt það sem eg hefi verið að hugsa um. Þér erað að tala um mögu- leika og það sem í raun og veru á sér stað. Þetta háa verð fyrir egg er bara nokkuð, sem við Saxon getum einungis hugsað um. Sann- leikurinn er sa, að við höfum engin egg og enga fugla og ekkert land. ’ ’ Húsmóðirin leit til hans góðlátlega. “Það er ýmislegt fleira af því, sem þér haf- ið verið að segja okkur, sem eg s'kil ekki nærri vel, en samt sem áður finn eg, að það er mikið af sannleika í því. ’ ’» Mrs. Mortimer skifti búinu í margar deild- ir. Þær voru allar smáar, en þær voru allar arðberandi, hver út af fyrir sig, og hún gat sagt þeim nákvæmlega, hve mikill kostnaðurinn væri við hverja deild og eins arðurinn af henni. — Kýrnar vorau af allra bezta mjólkurkúakvni, og þeir, sem 'keyptu mjólkina af henni, borguðu henni töluvert hærra verð heldur en mjólkur- 'búin fengu fyrir sína mjólk. Willa duldist ekki, að það var töluverður mismunur á hennar búskap og annara, sem hann hafði séð, og hann varð að viðurkenna það. Þau sátu öll þrjú úti fyrir húsdyrunum í þægilegum stólum og Mrs. Mortimer sagði þeim enn margt um búskapinn, sem aðallega laut að því, hvernig hún seldi sínar afurðir og fékk æf- inlega hæsta verð. Mrs. Mortimer duldist ekki, að Willi var ekki vel ánægður. Það var alt af einhver þrjózkusvipur á honum og Mrs. Mortimer bjóst við að hann mundi þá og þegar fara að hafa eitthvað á móti því, sem hún var að sogja, en það varð þó ekki. Saxon bað hana nú að segja þeim sína eigin sögu frá byrjun, en það sagðist Mrs. Mortimer ekki geta gert, nema þau vildu standa nokkuð lengi við, og þiggja kveldverð hjá sé.r Saxon granaði, að Willi væri ekki sem bezt ánægður með það, en þáði þó boðið fyrir beggja hönd. “Þegar eg byrjaði að búa,” sagði Mrs. Mortimer, “vissi eg eiginlega ekkert um bú- skap. Eg var fædd og uppalin í borginni, og hafði verið þar alla mína æfi. Hér um bil það eina, sem eg vissi um sveitnna var það, að þangað fór fólk oft á sumrum, þegar það tók sér hvíld frá störfum sínuxm Eg fór æfin- lega til einhvers skemtistaðar, annað hvort upp í fjöllum eða niður við sjóinn. Eg þekti ami- ars fátt anað en bækur, því við þeim 'hafði eg gefið mig svo að segja eingöngu frá því eg var á bamsaldrj. Síðustu árin áður en eg giftist, var eg bókavörður við stórt 'bókasafn. Svo giftist eg Mr. Mortimer. Hann var líka bóka- maður og prófessor við San Miguel háskólann. Hann misti heilsuna og var lengi veikur, og þegar liann dó, áttum við ekkert til. Eg varð meira að segja að nota nokkuð, af lífsábyrgð hans til að borga skuldir okkar. Eg var orðin úttauguð af þessu veikindastríði og nærri orð- in heilsulaus aumingi. Eg átti samt um fimm þúsund dali, og án þess að gera mér nokkra ljósa grein fyrir því hvað eg var að gera, þá afréði eg að byrja búskap. Eg fann þenna stað og hér leizt mér sérlega.vel á mig. Hér er loftslagið framúrsakarandi gott og eg er hér rétt hjá San José og strætisvagnamir1 ganga rétt að segja hingað,- svo það er mjög þægilegt að komast til bæjarins. Eg keypti þetta land og borgaði tvö þúsund dali út í hönd, og tvö þúsund áttu að borgast seinna. Verðið var tvö hundruð dalir ekran.” “Tuttugu ekruí, ” sagði Saxon. “Nei, langt frá, alt of stór. Eg leigði helm- inginn af landinu strax, og það er enn leigt, eft- ir öll þessi ár. Jafnvel helmingurinn, sem eg hafði sjálf, var alt of mikið land fyrir mig mörg fyrstu árin. Það er ekki fyr en nú rétt nýlega, að eg er farin að finna til þrengsla.” “Og á þessum tíu ekrum liafið þér gétað lifað og haldið tvo vinnumenn og borgað þeim kaup?” spurði Willi og þótti þetta sjáanlega ‘heldur ótrúlegt. I Mrs. Mortimer játaði því mjög glaðlega. “Eg var bókavörður, og eg veit hvar hægt er að finna hvað sem vera vill í bókunum, og eg las alt sem eg gat fundið um búskap, og eg fór að kaupa nokkur beztu búnaðarrit stöðugt. Eg hefi ekki bara tvo vinnumenn, heldur fjóra, og svo er Hanna, sem gerir húsverkin fyrir mig. Hún er svensk ekkja og á eina dóttur, sem geng- ur á skóla og hjálpar okkur við verkin. Þar að auki hefi eg frænda minn, sem eg er að ala upp og menta. Fyrir utan alt þetta, hafa þessar tíu ekrur nálega horgað fyrir alt landið og húsið og allar útibyggingaraar og skepnurnar, sem allar eru af allra bezta kyni.” Saxon mintist nú þess, sem maðurinn sem var að gera við símalínuna, hafði sagt þeim um Portúgalsmennina. “Það eru ekki þessar tíu ekrur af landi, sem hafa gert alt þetta, það eru vitsmunir yðar og dugnaður,” sagði Saxon. “Það er nú kannske eitthvað til í því, en þetta sýnir, að hægt er að komast af á landinu fyrir þá, sem kunna með að fara. Landið er örlátt, það getur maður reitt sig á. En þó því aðeins, að maður sé líka örlátur við það, en það er nokkuð, sem þessir gömlu landnámsmenn flestir eiga svo dæmalaust erfitt með að skilja. Auðvitað er það váðdeildin og passasemin, sem mestu varðar. Bændumir margir geta vitan- lega ekki rekið sjálfa sig úr vitni um það, að landið tæmist smátt, og hjá því verður ekki komist að bera í það. En þá geta þeir ekki skilið að það hafi nokkra þýðingu, hvers konar áburður notaður er, þeir virðast halda að hann sé allur jafngóður. ” “Þetta er einmitt eitt af því, sem mig lang- ar tii að fræðast um,” sagði Saxon. “Eg skal segja ykkur alt, sem eg veit þessu viðvíkjandi. En eg sé, að þér erað þreyttar, og því vil eg að þið komið inn í húsið og hvflið ykk- ur. Þið þurfið ekkert að( hugsa um farangur- inn. Eg skal senda Chang eftir honum.” Saxon hafði mjög næman smekk fyrir því, sem fallegt var og haglegt, og henni fanst mjög mikið til um það, hve hér var öllu haglega og smekklega fyrir komið. Hún var eiginlega al- veg ókunnug á heimilum þess fólks, sem bjó við heldur góð efni, án þess að vera auðugt eða fátækt. Hún var kunnug á heimilum fátæka fólksins, og hún hafði séð fáein ríkismanna- heimili. Þetta heimili var langt um fallegra, heldur en hún hafði ímyndað sér og alt öðru- vísi en hún hafði ímyndað sér. Mrs. Mortimer tók eftir því, hve mikið henni þótti til þess koma, sem fyrir augun bar, og gerði sér því far um aðsýna henni alt og útskýra sem flest fyrir henni, án þess þó að þykjast nokkuð af því. Hún sikýrði fyrir henni, hvað það hefði kostað, að gera þetta og hitt, þar á meðal að búa til istóran og laglegan hægindastól, sem þar var. Willi fylgdist með konunum, en var mjög hæglátur og sagði fátt og ekkert, sem miður skyldi. Aldrei fyr höfðu þau, Willi 0g Saxon, setið til borðs annars staðar en í veitingahús- um, þar sem þjónn var við hendina til að stjana við alla, sem til horðs sátp. “Ef þið bara kæmuð hingað næsta ár, þá skyldi eg hafa gestaherbergi í húsinu, sem eg gæti lánað ykkur, því eg er að láta útbúa það nú.” “Eg þakka yður kærlega fyrir gestrisnina, en það er óþarfi að hýsa okkur, því við getum hæglega farið til San José með strætisvagnin- um og sofið þar í nótt.” Mrs. Mortimer hafði eitthvað meira um það að segja, að sér þætti slæmt að geta ekki þægi- lega lofað þeim að vera um nóttina, en Saxon eyddi því umtalsefni og vék aftur að búskapn- um. “Þið munið að eg sgaði ykkur, að eg borg- aði aðeins tvö þúsund niður í landin, þegar eg keypti það,” sagði Mrs. Mortimer. “Eg hafði því þrjú þúsund eftir, til að byrja með búskop- inn. Allir, sem á þetta fyrirtæki mintust, voru alveg vissir um, að þetta myndi alt verða að engu, og þess myndi ekki langt að bíða, að eg flosnaði upp. Eg gerði líka marga vitleysuna fvrst í stað, það vantaði ekki, en það sem forð- KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offlce: 6th Floor, Bank of HamiltonChamber* aði mér frá að þær yrðu enn stórkostlegri, var það, að eg hafði með mestu kostgæfni reynt að kynna mér með lestri, alt sem að búskapnum laut og hélt því alt af áfram. Eg var strax ráð- in í því, að færa mér í nyt allar nýjustu um- bætur. Það var strax í byrjun fast í huga mín- um, að bændurnir alment færa rangt að flestu, sem að búskapnum laut. Síðar hefi eg fyllilega sannfærst um, að þessi hugmynd mín var að miklu leyti rétt. Það er næstum ótrúlegt, hve ráðlauslega margir eldri bændur fara að í bú- skapnum. Eg talaði við marga þeirra oft og mörgum sinnum, og hélt fram minni skoðun og reyndi að sýna þeim fram á, að það væri ekki von, að búskapurinn gengi vel með því fyrir- komulagi, sem þeir hefðu; en alt, sem eg gat sannfært þá um, var það, að eg hefði ekkert vit á búskap, og að minn búskapur hlyti að fara á hausinn og það mjög bráðlega. Hvernig ætti líka annað að vera, þar sem eg hafði alla mína æfi verið í stóram bæ og aldrei fengist við neitt nema bækur,’og bókvitið yrði ekki í askana látið.” “Eh búskapurinn gekk yður betur en þeir héldu.” Mrs. Mortimer brosti góðlátlega. “Já, hann gekk vel. En jafnvel enn í dag furða eg mig á því, að þetta fyrirtæki mitt skyldi 'hepnast. En eg er af því fólki komin, sem var skynsamt og hyggið, og sem var búið að vera nógu lengi burtu frá búskapnum, til að losa sig við þessar gömlu og 'öngu úreltu hug- myndir, sem bændurnir flestir ganga enn með og geta ekki losað sig við. Þegar eg var orðin sannfærð um, að eitthvað borgaði sig vel, þá fór eg til og gerði það og horfði aldrei í kostn- aðinn. Það næstum því leið yfir gamla Colk- ins nágranna minn, þegar hann sá hve miklu ég varði til að bœta aldingarðinn, sem ekkert gaf af sér, þegar eg kom hingað, en sem þið hafið séð hvernig nú lítur út. Þar sem þetta hús stendur, var afar ómerkilegur kofi. Eg lét hann samt duga fyrst um sinn, en öll úti'húsin reif eg strax og bygði önnur ný. Nágrönnun- um ofbauð sú eyðslusemi og héldu að gömlu kofarnir væru nógu góðir, og fram yfir það. En þó tók út yfir, þegar eg seldi kýrnar og svínin og fuglana, sem eg fékk með landinu, fyrir mjög lítið verð, og keypti aðrar skepnur fyrir afar hátt verð. Nágrönnunum datt ekki neitt slíkt í hug; það var eins og þeim væri það algerlega hulið, að ein kýrin væri betri en önn- ur, eða ein hænan tæki annari fram, o. s. frv. Nokkuð var það, að allir héldu þeir áfram með sínar sömu skepnur, ,sem varla borguðu fyrir fóðrið sitt.” Þetta skildi Willi og féll vel að heyra. “Manstu hvað eg hefi sagt þér um hest- ana?” sagði liann og sneri sér að Saxon, og með dálítilli hjálp húsmóðurinnar flutti hann nú stutta en all-fróðlega t.lu um kynbætur hesta, uppeldi þeirra og meðferð, frá hagfræðilegu sjónarmiði. Eftir það fór Willi út til að reykja og Mrs. Mortimer fékk Saxon til að segja sér nokkuð af sínum eigin högum. Hún lét sér ekkert bregða, þó Saxon segði 'henni alt af létta um það, að maðurinn sinn væri hnefaleikari, og hann hafði hvað eftir annað átt í slagsmálum, þegar verk- fallið stóð yfir í Oakland. “Hann er myndar maður og góður piltur,” sagði Mrs. Mortimer. “Hann ber það með sér. Og 'bezt af öllu er það, að hann elskar yður og þykir mikið til yðar koma. Eg hefi haft mikla ánægju af að taka eftir því, hvernig 'hann horf- ir á yður, sérstaklega þegar þér talið. Hann er naumast farinn að hugsa alvarloga um lífið enn þá. En hann tekur sterkum og föstum tökgm á því einhvem tíma, og þér munuð þurfa að hafa yður alla við til að fylgja lionum. En eg býst við honum verði dálítið erfitt að venja sig af þeim eina lifnaðarhætti, sem liann liefir vanist.” » Hinn reyndi veiðimaður veit, að kæruleysi veiðimanna orsakar oft skógareld, er eyði- leggur ágæt veiðipláss og mikið af verð- mætu timbri. Góður veiðimaður fer var- lega með eld í skógunum. Prentað samkvæmt fyrirmælum, Hon. Charles Stewart, Min. of the Int.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.