Lögberg - 15.08.1929, Blaðsíða 2
Bls. 2.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 16. ÁGÚST 1926.
Fertugasta og fimta ársþing
Hins evangeliska lúterska kirkjufélagrs Islendinga
í Vesturheimi,
HALDIÐ 1 RIVERTON, MANITOBA,
5.—8. Júní 1929.
(Framh.)
Bindindismál.
LagÖi séra Jóhann Bjarnason, fyrir hönd þingnefndar, fram
þessa tillögu til þingsályktunar:
Alit þingnefndar í bindindismálinu.
Nefndin leyfir sér a’5 leggja fram svohljóðandi tillögu til þings-
ályktunar:
Kirkjuþing þetta finnur til þess með sársaúka hve stórt og hræði-
legt alheimSböl að ofdrykkjan er og ráðleggur fólki mjög alvarlega,
að sneyða hjá ofnautn áfengis, og helzt hjá öllum áfengum drykkjum.
IÞað lítur á bindindismálið sem eitt af hinum stærztu og merkustu
siöferðis og velferðarmálum þjóðanna,og ráðleggur fólki eindregið
að styðja þá hreyfing. Það skorar á kennimenn sína, sunnudags-
skólakennara og safnaðarfólk yfirleitt, svo og alla þá er heimilum
veita forstöðu, að innræta Ihinum ungu algert bindindi, og að gefa
í þessu efni, í orði og verki, hið bezta dæmi að freíkast er unt.
A kirkjuþingi í Riverton, Man. þ. 7. júní, 1929.
Jóhann Bjarnason N. Gudmundson Mrs. K, Gudmundson
Bað forseti séra N. S. Thorláksson taka sæti fundarstjóra,
og flutti síÖan skörulega ræðu um tnálið. Tóku síðan ýmsir til
máls og urÖu fjörugar umræÖur. Var þingsályktunartillagan síð-
an borin upp til atkvæða og samþykt í e. hlj. Einnig var sam-
þykt, samkvæmt tillögu þeirra séra N. S. Thorláácssonar og Dr.
B. B. Jónssonar, aÖ skrifari birti samþykt þessa i enskum blöðum.
_Dr. B. B. Jónsson gerði þá tillögu, en séra N. S- Thorláks-
son, studdi, að þmg þefcta, að svo miklul leyti sem það er búsett i
Canada, sendi áskorun til Dominion stjómarinnar í Ottawa um,
að hætta að leyfa afgreiðslu á skipum, við kanadískar hafnir, 'er
flytja eiga áfengi til Bandaríkjanna.
Var þetta samþykt. Til þess að semja áskorun þessa, og senda
við tækifæri síðar, setti forseti þá Dr. B. B. Jónsson og þingskrif-
ara. Var málið þar með afgreitt á þessu þingi.
í>á lá fyrir á ný Sjöunda rnál á dagsskrá:
Útgáfumál.
Fyrir hönd þingnefndar í því máli lagði G. J. Oleson fram
þetta nefndarálit:
Þingnefndin í útgáfumálinu leggur til:
1. Að ritstjórum og ráðsmanni Sameiningarinnar sé þakkað
þeirra mikla starf á árinu.
2. Þingið harmar að séra G. Guttormsson, einn af ritstjórunum,
skuli elcki hafa getað komið til þings, og samhryggist honum í hans
erfiðu kringumstæðum hvað heilsuleysi snertir á honum og fjölskyldu
hans.
Að gjörðabók sé gefin út með sama fyrirkomulagi og undanfarin
tvö ári: Fyrst prentuð í Lögbergi og síðan sérprentuð 250 eintök
sem útbýtt sé gefins um innan kirkjufélagsins þeim, sem þess æskja.
Ráðsmanni sé falið að senda það kirkjuþingsmönnum til út útbýting-
ar.
4. Að Sameiningin verði gefin út í sama formi og að undanförnu
og með sama verði.
5. Að framkvæmdarnefndin og ráðsmaður sé beðin að gera ítár-
lega gangskör að því, að útbreiða blaðið og innkalla gömul útistand-
andi áskriftargjöld og í því sambandi leita aðstoðar ibestu manna í
hverju bygðarlagi. (
6. Að ritstjórar og ráðsmaður Sam. séu endurkosnir sé þess
kostur.
7. Að framkvæmdarnefndin sé beðin að hraða sem mest útkomu
sunnudagsskóla lexía þeirra, er séra G. Guttormsson hefir verið að
semja og síðasta kirkjuþing samþ. að gefa út.
8. Nefndin veit og viðurkennir að starf ráðsmanns er erfitt og
umfangsmikið og að það er erfiðleikum bundið að ná því takmarki,
sem skyldi svo alt, fara vel, nema því að eins, að hann njóti aðstoðar
og styrks þingmanna og innköllunarmanna í það ítrasta. Mælir þingið
með því við alla hlutaðeigendur að þar leggi allir fram krafta sína og
stuðning svo útgáfumálin komist í sem bezt horf.
Á kirkjuþingi í Riverton, Manitoba, þ. 7 júní, 1929.
G- J. Oleson. C. Olafson, P. S. Guðmundson,
A. Olafson, John Freeman.
Nefndarálitið var teldð fyrir lið fyrir lið.
1. liður samþyktur.
2. liður samþyktur með því að allir stóðu á fætur.
3. liður ræddur nokkur og síðan samþyktur.
4., 5., 6., 7. og 8. liður, allir samþyktir.
Nefndarálitið siðan í heild sinni samþykt Málið þar með
afgreitt af þinginu.
Þegar hér var komið var ekkert mál undirbúið til meðferðar
og var fundi frestað kl. 3.45 e. h., þar til kl. 8 að kvöldi, eftir að
sunginn hafði verið sálmurinn No. 38.
NIUNDI FUNDUR—kl. 8 e. h. sama dag. Fundurinn byrj.
aði með guðræknisstund undir umsjón séra Sigurðar Ólafssonar.
Sunginn var sálmurinn 167, esinn 12. kapítulinn í Rómverjábréf-
inu og flutt bæn.
Fundurinn var trúmálafundur þingsins. Umræðuefnið:
Undirbúningur ungmenna undir fermingu. Málshefjandi var
séra Sigurður S. Christopherson. Innleiddi hann efnið með frem-
ur stuttu, en fallegu og vel sömdu erindi. Urðu f jörugar umræð-
ur og tóku margir til máls. Stóðu umræður þær yfir þar til kl.
10.30 e. h. Var þá sunginn sálmurinn 318, hinni postullegu bless-
an lýst af forseta og fundi síðan frestað þar til kl 9 f. h. næsta
dag.
TIUNDI FUNDUR—kl. 9 f. h. þ- 8. júní.
Fundurinn byrjaði með guðræknisstund undir umsjón séra
J. A. Sigurðssonar. Sunginn var sálmurinn 222, lesinn 17. kap.
Jóhannesar guðspjalls, flutt stutt prédikun um Bœnarlífið og síðan
flutt bæn. Var svo sunginn sálmurinn No. 42.
Við nafnakall var fjarverandi Jónas Jónasson.
Gjörðabók 7., 8. og 9. fundar lesin og staðfest.
Tekið var fyrir á ný Þriðja mál á dagsskrá:
Jóns Bjarnasonar skóli.
Fyrir hönd þingnefndar í því máli lagði séra N. S. Thor-
láksson fram þetta nefndarálit:
Álit þingnefndar í skólamálinu. Herra forseti:
Skólamálið hefir verið eitt af ökkar þýðingarmestu málum, en
erfiðlega hefir stundum gengið, aðallega vegna þess, að við höfum
ekki verið nógu samhuga og vegna skorts á trú á málinu og áhuga
fyrir því. Þó hefir Drottinn blessað verkið og gefið okkur mörg
merki þess, því æfinlega þegar erfiðlega hefir litið út, þá hefir hjálp
komið. Nú síðastliðið ár kom $900 gjöf frá einum bróður okkar, er
sýnir, að hann hefir trú á skólanum og vill að hann, lifi. Og svo nú
rétt fyrir þing fékk ákólinn $50,000 gjöf í verðbréfum frá annarar
þjóðar marmi, er kann þó að meta feðra-arfinn,- sem við með skól-
anum viljum varðveita og ávaxta. Þetta ætti sannarlega að auka
hjá okkur trú; en með aukinni trú kemur aukinn vilji og áhugi og
um Ieið megin til þess að vinna.
Það er engin hætta á því að skólinn deyi ef Drottinn fær að
auka oss trúna og hann vill það. Hann vill ekki, að við látum skól-
ann deyja.
Við þurfum að sikilja tjónið sem við biðum við það kirkjulega
og ósómann þjóðernislega. Okkur ætti því ekki að koma neitt slíkt
til hugar að láta skólann deyja. Miklu fremur ættum við nú að
hefjast handa í Drottins nafni og í einum anda að vinna að efling
skólans. Hér má engin sundrung né tvískifting eiga sér stað, heldur
hugheil samvinna, svo að skólinn haldi, á lofti og í heiðri, menning
hans, sem hann er heitinn eftir.
Til þess að þessu marki verði náð1 með slkólann, riður á því„ að
hann komist sem allra næst söfnuðunum og að þeir finni til þess, að
hann er barn á brjósti þeirra, sem þeir eigi að elslka og ala. Öllum
er ant um barnið sitt. Og skólinn er Ibarn safnaðanna. Enginn um-
skiftingur heldur þeirra eigið barn. Vilja þeir vanrækja það? Nei.
Það er ekki í eðli Islendingsins að gera það.
Nefndin hefir fengið þær upplýsingar hjá forseta og féhirði skóla-
ráðsins, að til reksturs skólans á þessu næsta skólaári þurfi $4,000 í
gjöfum. Þiessi upphæð þarf að koma frá söfnuðunum. Við íslending-
ar erum að eðlisfari engar smásálir. Okkur ætti því ekki að ógna
slík upphæð, ekki sízt þegar þess er gætt að hún nemur ekki meir en
um 70 centum á hvern fermdan safnaðarlim í kirkjufélaginu. I þessu
sambandi mætti geta þess, að i Fyrsta lúterska söfnuði í Winnipeg
gáfu fjórir menn og eitt félag, safnaðarins $400 til skólans siðastliðið
ár.
Nefndin leyfir sér nú að leggja fyrir hið háttvirta þing eftirfylgj-
andi tillögur:
1. Að þingið votti skólaráðinu og kennurum skólans þakklæti
fyrir vel unnið verk á árinu.
2. Að þingið skori á fulltrúa safnaða kirkjufélagsins, fyrir munn
erindreka þeirra, að gangast fyrir því að safnað verði til skólans
miklu fé og unt er hjá einstökum meðlimum, félögum og öðrum, sem
myndu vilja styrkja slkólann.
3. Að reglugjörð skólans um sjóði hans verði nú þegar breytt
svo að hér eftir verði aðeins um einn sjóð að ræða og einn reikning.
Á kirkjuþingi, 8. júní, 1929.
N. S. Thorláksson, G. K. Breckman, Jóhann Peterson,
Hálfdan Sigmundsson, B. Jones.
Nefndarálitið var tekið fyrir HÖ fyrir lið.
1. liður samþyktur með því að allir stóðu á fætur.
2. liður var ræddur allmikið og af áhuga. Stóðu umræður
þær yfir þar til slitið var fundi, kl. 12 á hádegi, eftir að sungið
hafði verið versið No. 45. Næsti fundur ákveðinn kl. 2 e. h.
sama dag.
ELLEFTI FUNDUR—kl. 2 e. h. sama dag.
Sunginn var sálmurinn No. 7 . Við nafnakall voru f jarver-
andi séra H J. Le.o, E. H. Fáfnis, Jónas Jónasson og Konráð
Nordman. Forseti tikynti að honum hefði borist kveðja og árn-
aðarorð til kirkjuþingsins frá séra Valdimar J. Eylands. Var
forseta falið að flytja séra Valdimar þakkir og blessunaróskir
þingsins.
Skólamálið lá fyrir til umræðu, þar sem frá var horfið í lok
næstliðins fundar. Höfðu umræður um 2. lið þingnefndarálits þá
staðið yfir. Var liðurinn nú lesinn af nýju í þinginu og siðan
samþyktur. 3. liður var ræddur lítið eitt, útskýrður af S. W.
Melsted, féhirði skólans, samkvæmt ósk nokkurra þingmanna og
síðan samþyktur. Var síðan nefndarálitið i heild sinni samþykt
í e. hlj. Sömuleiðis var samþykt, að fela stjórn kirkjufélagsins
að senda herra A. R. McNichol þakklætisbréf fyrir hina höfðing-
legu gjöf hans til Jóns Bjarnasonar skóla.—Var skólamálið þar
með afgreitt á þessu þingi. /
Þá lá fyrir á ný Fyrsta mál á dagsskrá.
Heimatrúboð.
Fyrir hönd þingnefndar í því máli lagði séra N. S. Thorláks-
son fram þessa nefndarskýrslu :
Nefndin í heimatrúboðsmálinu leggur til:
1. Að samþykt sé ráðstöfun framkvæmdarnefndar, sem felst í
annari tillögu hennar.
2. Að þingið þakki prestunum séra Jóh. B. og séra S. S. Chr.
og séra R. M. trúboðsstarf þeirra á árinu.
3. Að framkvæmdanefndin ráði séra Jóh. Bj. fyrir $150.00 um
mánuðinn, auk ferðakostnaðar, til heimatrúboðsstarfs, að svo miklu
leyti sem unt er og ástæður leyfa.
4. Að séra S. S. Christopherson sé veittur $300.00 styrkur til
heimatrúboðs starfs næsta ár, með von um að honum takist að verða
sjálfstæður starfsmaður á árinu.
6. Að söfnuði vorum í Seattle sé veittir $300.00 upp í kirkju-
skuld hans.
6. Að þess sé óskað að hinn ungi og ágæti starfsbróðir vor,
séra Valdimar J. Eylands, komist sem allra fyrst að prestlegu starfi
hjá oss.
7. Að framkvæmdarnefnd sé falin öll umsjón á heimatrúboðs-
starfi og henni heimilað að veita guðfræðinemanda E. H. Fáfnis
$75.00 námsstyrk.
8. Að henni sé einnig falið, eftir ástæðum, að áætla þá fjárupp-
hæð til starfs, sem biðja þarf um hjá söfnuðunum.
9. Að skýrsla féhirðis sýni hvað mikið hver söfnuður hefir borg-
að í Heimatrúboðssjóð af upphæð þeirri, sem honum var áætluð.
Á kirkjuþingi 8. júní 1929.
N. S. Thorláksson, P. Bardal, A. E. Johnson,
Ben. Stefánson, Steingr. Johnson.
Skýrslan var tekin fyrir lið fyrir lið.
1. liður samþyktur.
2. liður samþyktur með því að allir stóðu á fætur.
3. liður samþyktur.
Um 4. lið urðu nokkrar umræður. Kom að lokum fram breyt-
ingartillaga, er F. Johnson gerði, en Dr. B. B. Jónsson studdi, að
framkvæmdarnefnd sé heimilað að styrkja séra Sigurð S. Christo-
pherson með $300.00 tillagi á árinu, ef nauðsyn krefur og ástæður
leyfa. Breytingartillaga þessi var rædd nokkuð, en síðan feld.
Aðal tillagan var að því búnu samþykt.
5. liður var nokkuð ræddur og málefni það, er hann ræðir
um nákvæmlega útskýrt af forseta. Var liðurinn síðan sam-
þyktur í e. hlj.
6. liður, 7., 8. og 9. liður, allir santþyktir. Skýrslan síðan í
heild sinni samþykt.
Forseti skýrði frá að, Furudals-söfnuður óskaði eftir að fá
sex guðsþjónustur á árinu. Lýsti hann um leið ánægju sinni
yfir því, að sá söfnuður er nú aftur starfandi og með hfandi á-
huga. Var alment tekið undir það af þingmönnum.
Þá var rætt um áætlað fast tillag frá söfnuðum kirkjufélags-
ins ( kirkjufélagssjóð. Var samþykt að það skyldi vera $600.00,
eins og það hefir verið umliðið ár.
Séra Rúnólfur Marteinsson skýrði frá, að ágizkunar seðlar
þeir, er fólk hefði keypt í samkepni um mynd herra Emile Walters,
er hann hefði gefið Jóns Bjarnasonar skóla, hefðu verið látnir í
innsiglaðan kassa og biðu þar þess tíma, að stjórnarskýrslur í
Ottawa yrðu fullgerðar og birtar á prenti. Þá yrði kassinn opn-
aður og listaverkíð afhent þeim, er næst hefði komist að geta rétt
til með uppskeruna.
Þá lá fyrir kosning embættismanna.
Forseti var kosinn séra Kristinn K. Ólafsson, endurkosinn. í
e. hlj. Vára-forseti var endurkosinn séra Rúnólfur Marteinsson
í e. hlj. Fyrir skrifara voru tilnefndir séra Sigurður Ólafson
og éra Jóhann Bjarnason. Lýsti séra Sigurður yfir því, að hann
tæki ekki kosningu fyrir skrifara og ekki heldur fyrir vara-
skrifara. Var þá séra Jóhann endurkosinn skrifari. Vara-skrif-
ari var kosinn séra J. A. Sigurðsson í e. hlj.
Péhirðir, herra Finnur Johnson og vara-féhirðir, herra Jón
J. Bíldfell, báðir endurkosnir í e. hlj.
I framkvæmdarnefnd, auk forseta, skrifara og féhirðis, voru
kosnir Dr. B. J. Brandson, séra J. A. Sigurðsson, dr. B, B', Jótts-
son og séra N. S. Thorláksson, allir endurkosnir í e. hlj.
I skólaráð Jóns Bjarnasonar skóla voru endurkosnir, til
þriggja ára, þeir dr. Jón Stefánson, S. W;. Melsted og T. E. Thor-
steinson, allir í e. hlj. ,
I stjórnarnefnd gamalmenna heimilisins Betel, voru endur-
kosnir, til þriggja ára, þeir J. J. Swanson, og Th. Thórdarson, báð-
ir í e. hlj.
Fulltrúi kirkjubyggingarsjóðs var endurkosinn í e. hlj. F.
Johnson.
Yfirskoðunarmenn voru endurkosnir T. E. Thorsteinson og
F. Thórdarson.—
I milliþinganefnd í ungmennafélagsmálinu voru kosin þau
séra Sigurður Ólafson, Miss Dóra Benson og séra H. Sigmar.
Þá lagði séra J. A. Sigurðsson fram þessa tillögu til þings-
•nlyktunar:
Kirkjuþingið þakkar Bræðra söfn. fyrir ágætar og alúðlegar við-
tökur, sem þingmenn og þing-gestir hafa mætt. Einstakt höfðinglyndi
hefir í öllu mætt oss að komumönnum. Biðjum vér Guð að blessa
söfnuðinn og allan andlegan hag hans, og árnum prestinum ný-kjörna,
sr. Sig. Ólafssyni, og prestakalli hans allrar blessunar Drottins.
/. A. S.
Var tillagan samþykt í e. hlj. með því að allir stóðu á fætur.
Þá spurði forseti um kirkjuþingsboð fyrir næsta ársþing.
Bjarni Jones bar fram heimboð frá prestakallinu í Minnesota.
Fleiri tilboð komu ekki fram. Samþykt var að þiggja og þakka
þetta boð.—1
Þamþykt var að greiða skrifara og féhirði venjulega þóknun
fyrir störf þeirra, skrifara $50.00 en féhirði $100.00.
Séra N. S. Thorláksson gerði þá tillögu, er margir studdu,
að ef eitthvað hefir gleymst, er athuga hefði þurft, þá sé úrlausn
á því falin framkvæmdarnefnd. Var það samþykt.
Séra Sigurður Olafson, fyrir hönd Bræðrasafnaðar, þakkaði
kirkjuþingsmönnum fyrir yfirlýsing og vinsamleg ummæli um við-
tökur kirkjuþingsins, og bar fram um leið kveðju og árnaðarorð
til þingmanna og þakkaði þeim komu þeirra til Riverton.
Þá las forseti kafla úr bréfi til hans frá herra Ásmundi P.
Jóhannsson. Tilkynnir hann þar, að hann sé í þann veginn að
leggja upp í ferðalag og búist við að vera f jarverandi um lengri
tíma. Ráðleggur að kosinn sé maður í sinn stað í skólaráð Jónis
Bjarnasonar skóla. Séra J. A. Sigurðsson gerði þá tillögu, en A.
E. Johnson studdi, að herra Asmundur P Jóhannsson sé beðinn
að vera áfram í skólaráðinu Var það samþykt í e. hlj.
Gjörðabók 10. og 11. fundar lesin og staðfest. — Bar þá fór-
seti fram kveðju og árnaðarorð til þingsins, las Jóh. 15:1-8 og
flutti bæn. Lásu þjngmenn þá sameiginega Faðir vor í heyranda
hljóði og var svo blessun lýst af forseta. Sunginn var sálmurinn
No. 56. Að því búnu lýsti forseti slitið hinu fertugasta og fimta
ársþingi Hins evang. lút. kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi,
kl. 4.20 e. h.—
Um kvöldið, kl 6—8, fór fram veglegt samsæti í samkomusal
Riverton-bæjar og til þess boðið" öllum kirkjuþingsmönnum og
gestum þingsins. Að samsæti þvi loknu, fór fram vönduð og ágæt
söngskemtan, með ræðuhöldum á milli, í kirkju Bræðrasafnaðar.—
Daginn eftir, sunnudaginn 9. júní, messuðu aðkomuprestar í nær
öllum kirkjum Nýja íslands og á gamalmennaheimilinu Betel á
Gimli. Þann dag var og vígð kirkja Geysissafnaðar. Vígsluna
framkvæmdi vara-forseti, séra Rúnólfur Marteinsson, í fjarveru
forseta, er lagður var upp í ferðalag til allsherjar þings lúterskra
manna er mæta á innan skamms i kaupmannahöfn. Til aðstoðar
vara-forseta við vígsluna voru þeir séra Jónas A. Sigurðsson og
séra Jóhann Bjarnason. Afarmargt fólk viðstatt. Á eftir fór
fram veglegt samsæti* í samkomusal bygðarinnar og stýrði því
Jón bóndi Pálsson, formaður Geysissafnaðar. Kirkja þessi hin
nýja mun hafa kostað um eða yfir háft fjórða þúsund dollara.
Hún er með nýtíszku lagi, smekkleg og vönduð í alla staði. Hefir
söfnuðurinn þar reist sér veglega ánægjulegt heimili og er þessi
nýja kirkja i ofanálag hin mesta bygðarprýði um leið.—
Jósefus sagnfræðingur
Gyðinga
Frásaga hans um Krist.
Flavíus Jósefus er frægastur
af sagnfræðingum Gyðinga.
Á einum stað minnist hann á
Jesús og segir:
“Á þessum tímum lifði Jesús.
Hann var vitur maður, ef það er
annars leyfilegt, að kalla hann
mann. Því að hann gerði krafta-
verk og kendi mönnum, sem veita
sannleikanum viðtöku með á-
nægju. Margir Gyðingar að-
hyltust kenningar hans. Og einn-
ig margir heiðingjar. Hann var
Kristur.”
Og þegar Pílatus dæmdi Jesús
til þess að deyja á krossi, eftir
kröfum margra leiðandi manna á
meðal vor, yfirgáfu fylgismenn
hans hann ekki. Því að þeim virt-
ist hann vera lifandi á þriðja
degi, eins og hinir guðdómlegu
spámenn höfðu sagt fyrir. Og
hinir kristnu, sem nefndir eru
eftir honum, eru til enn þann dag
í dag.”
Sumir hafa haldið því fram, að
Jósefus hafi ekki skrifað þennan
kafla. — Hann sé .innskot frá
seinni tímum.
Margir hafa trúað þessu. Og
þar sem Jósefus er fæddur fjór-
um árum eftir dauða Krists, þá
getur vitanlega ekki hjá því far-
ið, að hann hafi heyrt um hann
getið. En þar sem Jósefus minn-
ist ekki á hann, segja þessir
menn, þá hefir Kristur aldrei ver-
ið til. — Þó að þessi skoðun sé
einkennileg, þá hafa margir orðið
til þess að trúa henni. En þess
er rétt að geta, að þrír stórfrægir
vísindamenn, Harnack, prófessor
Burkitt og prófessor Emery Barn-
es, fullyrða að kaflarnir, sem til
færðir voru hér á undan, séu eft-
ir Jósefus og engan annan.
Flavíus Jósefus fæddist fjórum
árum eftir dauða Krists, eins og
áður er sagt. Hann var vel ætt-
aður og naut ágætrar mentunar.
Hann naut snemma mikils álits,
eins og sést af því, að þegar hann
vah 26 ára, var hann valinn af
löndum sínum til þess að fara til
Rómaborgar og bera þar fram
kvartanir Gyðinga við Neró keis-
ara.
Sextíu og sex árum eftir Krists
fæðingu, hóf Judea, sem var að
nokkru leyti sjálfstæð, uppreisn
gegn Rómverjum. — Þá var Jós-
efus landstjóri í Galíleu. Hann
sá fyrir afleiðingar uppreisnar-
innar, og reyndi að aftra löndum
sínum frá því að grípa til vopna.
En þeir hlýddu honum ekki. Títus
og Vespasían voru fyrir liði Róm-
verja, sem var vel búið til bar-
daga. 1 Þeir settust um Jótapata,
en Jósefus varði hana af mikilli
hreysti. Borgin veitti viðnám í 47
daiga, en varð þá að láta undan
ofureflinu. Jósefus komst undan
á flótta með 40 mönnum. Þeir
leituðu skýlis í helli einum. Að
lokum fór svo, að þeir urðu að
velja einn kostinn af tveimur, að
deyja eða ganga á vald Rómverj-
um. Þeir kusu þann fyrri, og
vörpuðu hlutkesti um það, í hvaða
röð hver og einn skyldi deyja.
Dauðdaginn var sá, að þeir vógu
hver að öðrum, þar til tveir voru
eftir lifandi, Jósefus og annar
til. Jósefus fékk þennan félaga
sinn til þess að falla frá áform-
inu, og gengu þeir síðan á vald
Rómverja.
Jósefus reyndi mjög að koma
sér í mjúkinn hjá Vespasian,
hældi honum á hvert reipi og
spáði því að hann yrði keisari.
Hershöfðingjanum gazt vel að
slíkum spádómi og lét Jósefus
halda lífi. En sitja vaírð hann í
fangelsi í tvö ár, þar til spádóm-
urinn var kominn fram.
Þegar Títus lagði Jerúsalem í
eyði, árið 70, fylgdi Jósefus hon-
um til Gyðingalands. Og tókst
honum að bjarga nokkrum mönn-
um og mörgum helgum bókum frá
eyðileggingu.
Hann gerðist rómverksur borg-
ari og vann að því síðustu ár æfi
sinar, að skrifa sögu Gyðinga.
Hann var hæfileikamaður mikill,
fróður með afgbrigðum og gan-
rýninn, enda er Gyðingasaga hans
fræg um öll lönd.
Jósefus leit á fornsögu þjóðar
sinnar með líkum augm og vís-
indamenn gera nú á tímum. Hann
skoðaði Móse frekar sem mann en
sem guðinnblásna veru. En för-
ina yfir Rauðahafið taldi hann
sanna. En lítið gerði hann úr
sannleiksgildi sögunnar um Jónas
og hvalinn. Og Salómon konung-
ur var, að hans álti hátt hafinn
yfir alla “kritík”. Hann telur
hann gáfaðastan allra manna. Og
segir fullum fetum, að hann hafi
kunnað að reka út djöfla.
—ísland.
Flughafnir í GrænlandL
Hinn kunni, danski flugmaður,
Herhchend kapteinn, sem flaug
með Botved til Austur-Asíu, legg-
ur á stað frá Kaupmannahöfn þ.
30. júlí með skipinu “Disco”, og
er förinni heitið til Grænlands.
Ætlar hann að ferðast meðfram
endilangri vesturströnd Græn-
lands til þess að leita að góðum
lendingarsþöðum fyrir flugmenn,
sem ætla að fara yfir Atlantshaf
um Grænland og ísland, og eins
fyrir flugvélar þær, sim eiga að
taka ljósmyndir af landinu í sam-
bandi við landmælingar. — Mbl.
Tryggvi Björnsson
Það var 1922, að eg fyrst kynt-
ist Tryggva Björnson, þá unglingi,
þó eg hefði nú reyndar frá barn-
æsku þekt fólk hans. Fyrsta við-
kynning mín af Tryggva fullviss-
aði mig um, að hann hafði lista-
manns hæfileika á háu stigi og
einnig staðfestu og viljakraft, sem
er svo nauðsynlegt á listabraut-
inni. Eg hitti hann aftur 1924 og
hafði hann þá náð meira þroska-
stigi. Foreldrar hans og hann
færðu í tal við mig, að hann færi
til New York í þeim tilgangi að
stunda þar hljómlistarnám, en eg
dró heldur úr því, vegna þess eg
þekti svo vel örðugleikana, sem
ungir nemendur þar hafa við að
stríða, einkum þeir, sem leggja
fyrir sig hljóðfæraslátt. Þeir
geta ekki tekið almenna atvinnu.
Tryggvi var ekki vanur t. d. skrif-
stofustörfum, enda er sú vinna
svo lítið borguð, að ekki er hægt
nema rétt að lifa af þeim laun-
um, hvað þá heldur kaupa þar að
auki dýra tilsögn. Þess ber að
geta, að frægir hljóðfærasláttar-
kennarar 1 New York, svo sem eins
og Tryggvi óskaði að læra hjá,
setja meðal vikukaup fyrir hverja.
stundarkenslu.
Um haustið 1924 varð eg einn
dag hissa á því, að hitta í New
York bróður Tryggva, Björn.
Trúði hann mér fyrir því, að hann
væri kominn til borgarinnar til
þess að búa í haginn fyrir bróður
sinn, og hann væri alla reiðu það
á veg kominn, að hann væri bú-
inn að fá vinnu og farinn að
stunda nám á kövldskóla. Rúmn
ári seinna kom Tryggvi. Hjálp
bróður hans var mikill styrkur,
en samt vantaði fé til þess að
gjalda fyrir dýra kenslu og ann-
að. Brátt fékk hann loforð fyrir
þremur nemendum. Þótti mér
það furða, því þó hann hefði haft
stóran hóp af nemendum í Mani-
toba og Norður-Dakota, var eg
vondauf um þess konar í New
York og grendinni, þar sem sam-
kepnin er svo mikil og úir og grú-
ir af Evrópufólki, með afarmikla
hljóðfærasláttar og kenslu hæfi-
leika. Jafnframt því að segja til
þessum fáu nemendum, tók
Tryggvi það að sér, að gerast far-
andsali ifyrir saumavélar, aðal-
lega til þess að hafa eitthvað fyr-
ir stafni, meðan ekki greiddist
meira úr fyrir honum. Ekki gat
eg gefið honum neina von um, að
það yrði arðsamt starf, því eg
dæmdi konur yfirleitt eftir sjálfri
mér; þó allir farandsalar legðust
á eitt með mælsku sína, myndi
þeim ekki takast að selja mér
saumavél.
Þegar Tryggvi var búinn nokkra.
daga að reka þessa farandsölu,
kom hann eitt sinn í hús og fór
nú að reyna að sýna húsmóður-
inni fram á, hvað hún gæti grætt
. á því að kaupa saumavél. Það
gekk nú stirt, en mitt í samræð-
unum heyrði Tryggvi, að sungið
var inni með fagurri kvenmanns-
rödd, en undirspilið var afleitt.
Spyr hann þá, hvort söngmærin
vilji ekki, að hann spili fyrir
hana, og þáði hún það. Útfallið
varð það, að stúlkan semur um
við Tryggva, að taka lexíur hjá
honum, og segja þær mæðgur hon-
um, að þær geti ef til vill útveg-
að honum fleiri nemendur, þar
sem þær þekki nágrennið mjög
vel. —r Brátt hætti Tryggvi við
farandsöluna, og fékk á litlum
tíma álitlegan nemendahóp. Og
sjálfur fór hann einnig að stunda
nám á einhverjum frægasta skóla
í New York.
Þessi þrjú ár, sem hann hefir
dvalið hér, hefir hann stundað
nám við þenna skóla af miklu
kappi og hlotið lof kennara sinna.
Hann hefir komið talsvert fram
opinberlega, t. d. spilað fyrir víð-
boðið. Lærisveina hópur hans
sjálfs hefir aukist svo, að hann
hefir til jafnaðar nálægt fjörutíu
nemendum. Síðastl. vetur kom
nemendahópur, sem hann hafði í
Newark, N. J., fram opin'berlega
og hlaut lof í New Jersey blððun-
um, bæði í Newark og East
Orange.
Tryggvi er nú á ferð um ís-
lendingabygðirnar í því skyni, að
skemta með piano hljómleikum,
og veit eg, að Islendingar munu
fjölmenna á samkomur hans, ekki
einu sinni til þess að njóta á-
nægjustunda, heldur líka til þess
að sýna samúð og bróðurhug ung-
um samlanda, sem rutt hefir sér
braut, aðallega af eigin ramleik, í
hairðsn'únu samkepninni í NeW
York. \
Thorstína Jackson Walters.