Lögberg - 05.09.1929, Síða 6

Lögberg - 05.09.1929, Síða 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER 1929. Mánadalurinn EFTIB JACK LONDON. “l>að var nú af því, að þá vissi eg ekki um þig. Nú skil eg þetta betur. Eg hekl að það sé mj'ög sjaldgæft nú á dögum, að ung lijóu leggi út í aðra eins ferð og þið hafið gert, gang- andi og berandi á bakinu það sem þið nauðsyn- legast þurfið að hafa með ykkur. En ]mð er nokkuð, sem eg þarf að segja ykkur, áður en eg gleymi ]>ví, og það er ]>að, að hjá mér getið þið fengið vimiu árið um kring. Eg hefi líka dá- lítið hús með þremur herbergjum, þar sem þið getið búið. Þið getið haft það í huga, ef þið þurfið vinnu.” Saxon komst að því af samtali sínu við Ben- son, að hann hafði gengið á búnaðarskóla í Cal- iforníu, en þá mentastofnun hafði hún ekki áð ur heyrt nefnda og vissi ekki að til væri. Hann gaf henni litlar. vonir, að þau gætu fengið sæmilegt heimilisréttarland. “Það er eitthvað að öllum ]>eim heimilis- réttarlöndum, sem ótekin eru, og þess vegna eru þau ótekin. Það er einhver ókostur við þau öll. Það er gott land þania suður frá, þar sem ])ið eruð að hugsa um að leita fyrir ykkur, en það er alt of langt frá markaði, og eg veit ekki til, að nokkur járnb> aut verði lögð þangað. “Þegar \að komum til Pajaro Valley, skal eg sýna ykkur livemig hægt er að rækta jörð- iria, og ]>að eru engir búfræðis-kandídatar sem það hafa gert, heldur þe&sir svo kölluðu óment- uðu útlendingar, sem Ameríkumenn líta alt af hornauga til og telja langt fyrir neðan sig. En aðra eins jarðrækt er hvergi að sjá í þessu ríki. ’ ’ í einum bænum fór Benosn út úr bílnum og skildi þau tvö eftir dálitla stund, meðan hann var að reka eitthvert erindi, sem hann átti þar. “Þetta er miklu fljótlegra en að ganga,” sagði Willi, “og hægra líka. Það er ekki enn mikið liðið á daginn, og þegar hann skilur við okkur, þá verðum við óþreytt og getum geng- ið nokkrar mílur. Samt held eg, að ])egar við erum farin að búa og komin í góð efni, að eg vilji heldur hafa hestana, heldur en bíl.” “Þessir bílar era bara til þess að komast sem fyrst þangað, .sem maður þarf að fara. En samt, ef við skyldum verða, ósköp rík—” “Heyrðu, Saxon!” greip Willi fram í. “Það er eitt, sem eg hefi komist að. Eg er ekki leng- ur hræddur um, að eg geti ekkert fengið að gera í sveitinni. Eg var það, en eg hafði ekki orð á því. Eg hafði miklar áhyggjur af því engu að síður.* Nú get eg fengið ársvinnu, og það í tveimur stöðum að minsta kosti, hjá Mrs. Mor- timer og Mr. Benson. Það er svo sem hægt að fá vinnu í sveitinni.” “Það sem þú átt við,” sagði Saxon bros- andi, “<4* það, að duglegur maður getur fengið vinnu í sveitinni. Þessir efnuðu bændur gefa mönnum ekki vinnu í gustuka skjoii.” “Nei, ekki hreint,” svaraði Willi. “En þig vilja ]>eir fá í vinnu strax og þeir sjá þig. Þeim dylst ekki, að þú eijt duglegur maðnr og vilt vinna. Við höfum, síðan við fórum af .stað, maát mörgum mönnum, sem þykjast vilja vinna, þú ert ekki líkur neinum þeirra og bændurnir sjá það vel. Þessir menn eru Alli r eitthvað gallaðir til sálar eða líkama, eða hvorttveggja. ’ ’ “Já, það er nú satt. Þeir eru flestir eitt- hvað aumingjalegir,” sagði 'Willi. “Þetta er nú ekki réttur tími til að sjá Pa- jaro Valley,” sagði Benson, þ^gar hann var aftur kominn af stað. “En það er engu að síð- ur pláss, sem æfinlega er gaman að sjá. Hugs- aðu þér, tólf þúsund ekrur af eplum. Veiztu hvað þeir eru farnir að kalla Pajaro Valley nú orðið? Nýja Dalmatia. Við erum að verða undir í .samkepninni. Við, sem kö,llum okkur Ameríkumenn og höldum að við séum ðllum fremri. Þetta fólk hefir sýnt að það er okkur fremra. Þetta <>ru útlendingar, sem við lítum niður á, og ,sem komu þarna eins fátækir eins og menn geta fátækastir vferið. Fyrst unnu þeir eins og daglaunamenn um uppskerutím- ann, hjá bændúnum, sem fyrir voru. Svo fóru þeir að kaupa epiin á trjánum. Eftir því sem þeir komust yfir meiri peninga, ]>ví lengra færðu þeir sig upp áskaftið. Það leið ekki á löngu, þangað til þeir fóru að leigja spildu af landi. Nú era þeir sem óðast að kaupa landið og þess verður ekki langt að bíða, að þeir eigi allan dalinn og Ameríkumennirnir verði allir horfnir. Þessir útlendingar eru alt af að komast lengra og lengra, og við erum alt af að dragast meir og mpir aftur úr.” “Það er rétt eins og í San Leando,” sagði Saxon. “Þeir, sem þar settust að í fvrstunni, eru nálega allir horfnir. Þar er landið ræktað framúrskarandi vel og mikill og góður búskap- ur. Ekki það, að bændurnir hafi mikið land hver um sig, heldur hitt, hvað þeir hafa fjarska- lega mikið upp úr hverri ekru af landi.” “Þeir eru ekki allir smálxendur,” svaraði Benson. “Sumir þeirra, eins og t. d. Luke Scurich, eru reglulegir stórbændur. Nokkrir þeirra eru orðnir svo ríkir, að þeir eiga fjórða part. úr miljón. Eg þekki tíu af þeim, sem eiga að minsta kosti hundrað og fimtíu þúsundir hver. Það er eins og þeir hafi eitthvert alveg sérstakt lag með eplin. Þeir þekkja eplatrén álíka eins og maðurinn þinn þekkir hesta og kunna eins vel með þau að fara. Þeir þekkja hvert eplatré sem þeir eiga, eins og eg þekki hvern hest, sesm eg á, alla þess sögu og alt sem fyiir það héfir komið. Það er engu líkara, en þeir geti tekið á lífæð trósins og fundið hvoi’t því líður eins vel í dag, eins og því leið í gær, og ef það er ekki, þá vita ]>eir æfinlega hvað gera skal. Löngu áður en eplin eru fullvaxin, geta þeir sagt upp á liár, hvað mikið af eplum þeir muni fá af hverju tré fyrir sig og hvaða tegund, númer eitt, eða tvö, eða þrjú. Þeir þekkja hvert einasta epli og þeir taka þau af trjánum og raða þeim í kassana með þeirri dæmalausustu varfærni og umhyggjusemi, svo það komi ekki fyrir, að nokkurt epli skemmist. Enda bregzt aldrei, að þeir fái hæsta verð ]>eg- ar á markaðinn kemur. “Það er ekki bara það, að þeir séu iðnir og umhyggjusamir liændur, heldur eru þeir líka framsýnir og liygnir í viðskiftum. Þeir geta ekki bara ræktað epli, þeir geta selt þau líka. Ef markaðurinn er ekki til, eða ekki góður, þá finna þeir sér nvjan markað, en við verðum ráðalapsir og látum eplin rotna 1 í liaugum. Peter Mengol fer á hverju ári til Englands og tekur með sér liundr^ð járiibrauta vagnhlöss. Nú eru jæir að selja eplin sín í Suður-Ameríku, og þeir raka saman peningum eins og eg veit ekki hvað.” “Hvað gera þeir við alla þessa pepinga?” spurði Saxon. > “Þeir brúka þá auðvitað til að kaupa land- ið af ba'ndunum, sem fvrir voru í Pajaro Val- ley og áttu það.” “Og livað svo?” spurði Sa-xon. Benson leit til hennar snögglega. “Svo fara þeir að kaupa löndin af Ameríku bændunum í hinum dölunum, og þeir eyða pen- ingunum, en þeirra börn rotna niður í borgun- um og verða að engu, og það hefðir þú líklega gert og maðurinn þinn, ef þið hefðuð ekki haft framkvamid til að fara burtu.” Saxon svaraði engu, en hún fann að það var mikið 'satt í ])essu. Iíún hugsaði um Maríu og um Bert og ýmsa fleiri, sem hún þekti, og þar á meðal Tom bróður sinn. “Þetta er rnikið land og gott,” hélt Benson, áfram. “En við, sem liér komum fvrst og nám- um landið og liöfðum alt tækifæri til að komast hér vel af, við erum ekki eins og við ættum að vera. Kipling .skákl hefir rétt að mæla. Við erum smátt og smátt að taka hinn óæðri sess. Og við höfum enga afsökuri fyrir því, að svona hefir farið. Alt er gert, sem hægt er, til að kenna okkur að búa. Það er nóg af búnaðar- skólum, tilraunastöðvum og öllu þess konar, en fólkið vill ekki færa sér það í nyt. En útlend- ingunum, sem lært hafa í liinum hai'ða skóla reynslunnar, þeim ferst betur. Þegar eg út- skr/faðist, þá var faðir minn enn lifandi. Hann var af gamla skólanum og hann gerði ekki nema hló að því, sem eg vár að segja honum um bú- skapinn og því, sem eg hafði lært honum við- víkjandi. Hann hélt, að það væri alt mesta vitleysa og að liann vissi sjálfur miklu betur. Eg var tvö ár { ferðalögum eftir að eg útskrif- aði.st, því eg vildi sjá sjálfur livemig þeir færu að búa í gömlu löndunum, og eg má ^segja þér, að eg sá ýmislegt og lærði mikið. “Tökum til damis Japan. Þar hafa þeir akra og aldingarða upp eftir öllum fjöllum, jafnvel.þói þau séu svo lirött, að þú getir ekki keyrt hesta upp eftir þeim. Þar sem ekki eru hjallar í fjöllunum, þar eru þeir búnir til, stundum ekki nema, sex og jafnvel ekki nema þriggja feta breiðir, og á þessum hjöllum er svo ræktað eitthvað sem hægt er að hafa til matar, og fólkið fer þarna upp með körfur á bakinu til að sækja uppskeruna. Eg hefi séð þetta sjálfur. Svona er það víða. Eg fór til Grikklands og eg fór til írlands. Þeir taka mold, hva,r sem þeir geta fundið hana, |)ó ekki sé nema hand- fylli í hverjum stað. Þetta bera þeir svo upp í fjöll og' dreifa því um klettana og búa beinlínis til akra, þar sem ekki voru áður nema klettar og klungur. Á Frakklandi hefi eg séð menn taka mold úr lækjarfarvegum, eins og okkar forfeð- ur tóku gullið úr lækjarfarvegunum í Cali- forníu. Munurinn er það, að gullið er farið, en moldin er kyr og gefur alt af uppskeru, enda er aldrei vanrækt að snúa henni og bera í hana áburð. En hér ætla eg að standa við ofurlítið, því nú erum við komin að dalnum.” “Okkar forfeður voru ekkert að eiga við ]>að,” .sagði Willi í< dálítið skrítilegum tón. “ Það var sjálfsagt ekki von, að vel/færi. ” “Þarna er nú dalurinn,” sagði Benson. “Lít- ið þið á öll þessi tré! Þetta er það, sem þeir , kalla epla-paradís, og sýnist vera réttnefni. Takið þið eftir landslaginu og hvernig landið er unnið.” Saxon sá, nð þetta var ekki stór dalur, en hver blettur sýndist vera iæktaður, bæði niðri á flatlendinu og eins uppi í hlíðunum. Jafnframt og hún virti þetta fvrir sér, hlustaði hún á það sem Benson var að segja. “Veiztu hvað' okkar forfeður gerðu við þetta land? Þeir ræktuðu hveiti á sléttlendinu og höfðu sumt af því fvrir engi, en hlíðaraar höfðu þeir fvrir bithaga handa gripum sínum. En nú eru tólf þúsupnd ekrur af ])essu landi þaktar eplatrjám. Hingað fara allir ferðamenn, sem að austan koma, til að sjá þetta. Gamli Matteo Lettunich var einn af allra fyrstu út- lendingunum, sem hingað komu. Fyrst eftir að hann kom til <Californíu, fékk hann atvinnu við að þvo di.ska { gistihúsi, en þegar hann sá þennan dal, ]rá sá hann .strax að þetta var nokk- urs konar Klondyke fyrir liann. Nú leigir hann sjö hundruð ekrur og á sjálfur hundrað og þrjá- tíu ekrur af allra bezta landinu, sem til er í dalnum, og hann selur svo áem fjörutíu til fimtíu ])úsund eplakassa á ári til útlanda og enginn vinnur hjá honum nema hans landar. Eg spurði hann einu sinni, hvað hann vildi taka fyrir þessar hun'drað og þrjátíu eknir, sem hann á þarna. Hann .sagði mér, livað liann hefði fengið í hreinan ágóða af landinu ár frá ári og tók meðaltal af ])ví. Eftir því liefði hver ekra átt að vera meira en þrjú þúsund dala virði.” “Hvað eru allir hinir náungarnir að gera hér í dalnum, rækta þeir allir epli?” spurði Willi. “Nei, en þeir hafa allir nóg að gera, því hér er alt hirt og gert sér eitthvað úr öllu, sem rækt- að er, en það eru Kínverjarnir, en ekki Ame- ríkumennimir, sem njóta alls liagnaðarins.” “ Það var samt okkar fólk, sem nam þetta land og margt af því lagði lífið í sölurnar fvrir það, og við liefðum því átt að njóta þess,” sagði Willi. “Já, okkar forfeður gerðu meira en rækta landið”, svaraði Benson. “Þeir gerðu alt sem hægt var til að spilla því og eyðileggja það, al- veg eins og þeir gerðu í Ný-Englands ríkjun- um. Ef þú kæmir þarna 'hinu megin við hæð- irnar, ])á mundi þér finnast að þú værir komin til Japan. Jajianar hafa alveg lagt undir sig ýmsa af þessum smádölum í Californíu. Þeir fara dálítið öðru vísi að heldur en Kínverjar. j Fvrst koma þeir hópum saman og fara að j vinná hjá bændunum, sem rækta ávexti. Þeir þykja betri við þá vinnu heklur en innlendir menn. Svo líður ekki á löngu þangað til þeir mynda verkámannafélag sín á milli, og eftir það liafa innlendir verkamenn lítið tækifæri að fá okkra vinnu hjá bændum. Bændumir eru ánægðir með þetta. Það næsta, sem fyrir kem- ur, er það, að Japarnir vilja ekki vinna leng- ur, innlendu verkamennirnir eru farnir og bændurnir eru ráðalausir og bújarðiraar fara í órækt. Þá eru Japanar komnir vel á veg að ná öllum yfirráðunum og hafa bænduma nokkum veginn á sínu valdi. Smátt og smátt fara bænd- urnir burtu og Japamir sitja eftir og taka svo landið á leigu. Þeir, sem eiga það, fara inn í bæina og lxfa eins og liöfðingjar um tíma og taka sér ferð til Evrópu og eyða því, sem þeir hafa og eru svo tilneyddir að selja eignir sínar. Japarnir eru ekki lengi að ganga á lagið og kaupa eignir þeirra. Þeir verða að selja, því þeir fá enga vinnumenn og geta ekki búið.” “Ef þessu heldur áfram, hvað verður þá um okkur?” spurði Saxon. “Bara þetta, sem er að koma fvrir. Þeir af okkur, sem ekkert hafa, verða að engu í bæjun- um. Einstaka verða stóreignameiín, nolckrir emlwettismenn, en flestir eyða eignum sínum og rotna svo niður og verða að engu og afkomend- ur þeirra líka.” Samleiðin með Benson var nú á enda, og þegar hann kvaddi þau, minti hann Willa á það sem liann hafði áður sagt lionum, að hann gæti fengið stöðuga vinnu hjá séu nær sem hann • vildi. “Mig langar til að sjá þessi heimilisréttar lönd fvrst,” sagði Willi. “Eg veit ekkert enn hvar við lendum, en það er eitt sem eg veit að við reynum aldrei.” “Hvað er það?” “Það er að rækta epli á landi, sem kostar þrjú þúsund dali ekran eða þar yfir.” Þau Willi og Saxon lögðu nú aftur á stað gangandi. “Það skal nú aldrei koma fyrir,” sagði Willi, “að við förum að bera mold á bakinu upp í fjöll til að rækta þar einhverja bletti. Það er enn mikið af óræktuðu landi í Banda- ríkjunum, miljónir ekra, en það, sem við þurf- um að gera, er að finna hentugt land fyrir okkur.” “Við erum smátt og smátt að fræðast um margt, sem við þurfum að vita,” svaraði Sax- on. “Tom bróðir minn er alinn up]> á sveitar- heimili, en eg er viss um, að hann veit minna um búskap, eins og hann, nú er, heldur en við vitum. En eg skal segja ]>ér, að því meira sem eg liugsa um þessi heimilisréttarlönd, því minni trú liefi eg á þeim.” “Það er ekki til neins að leggja trúnað á alt, sem manni er sagt,” sagði Willi. ‘‘Eg geri það nú ekki, en þetta er ]>að, sem eg held sjálf. Þú skilur ]>að, að ef landið hér í kring er þrjú ]>úsund dala virði ekran, þá er ekki líklegt, að gott land sé fáanlegt hér skamt frá fyrir ekki neitt.” Willi vissi ekki vel hverju hann ætti að svara þessu, en eftir nokkra umhugsun sagði liann: “Við getum ge>-mt okkur að tala um þetta, þangað til við sjáum landið, finst þér það ekki?” “Það er alveg satt,” svaraSi Saxon. “Við skulum fara og skoða þessi héimilisréttar- lönd.” VI. KAPITULI. Þau liöfðu farið bemustu leið milli hæðanna til Monterey, en ekki Sjömílnaveginn með ströndinni, svo fegurð Canne flóans blasti nú alt í einu við sjónum þeirra fyrirvaralaust. Saxon vissi ekki livað hún átti að hugsa eða segja. Slíkt blómskrúð hafði hún ahlrei fyr séð og enn síður hafði hún áður séð sjávaröldur eins háreistar og tignarlegar, eins og þær, sem brotnuðu þarna við livítan sandinn. Hvað lengi hún stóð ])arna og horfði á öld- urnar rísa úti á flóanum, hverja á fætur ann- ari, færast nær landi og brotna við ströndina, vissi hún ekki. Það var eins og hún vaknaði upp við það, að Willi liló og reyndi að taka af henni það, sem hún bar á bakinu. ‘Mér sýnist þú ætla að vera hér fyrst um sinn,” sagði hann, “svo við mættum eins vel reyna að láta fara eins vel um okkur eins og hægt er.” “Þetta er nokkuð, sem mér hefir aldrei kom- ið til hugar,” sagði hún undrandi. ‘‘Eg hefði KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Office: 6th Floor, Bank of HamiltonChamber* aldrei getað látið mig dreyma um nokkuð líkt þessu. Eg hefi séð öldur áður, en aldrei líkar ]>essum. aldrei séð neitt eins stórkostlega fag- urt. Líttu bara á þær og öll þessi óvenjulegu litbrigði. Hefirðu nokkurn tíma séð annað eins? Sérðu liveraig sólargeislamir brotna á öldunum? Þetta er dýrðlegt!” Loksins gát hún þó hætt að horfa á brimið og líta út á dimmblátt hafið og upp til f jall- anna, hinum megin við hæðirnar upp frá Car- meldalnum. “Við mættum rétt eins vel setjast niður og hvíla okkur,” sagði Willi. “Þetta er of fallegt til að yfirgefa það strax.” Saxon félst á það, og fór strax að levsa af sér skóna. Willa þótti undarlega vænt um þetta og fór að leysa af sér skóna líka. En áður en þau vora tilbúin að leika sér í f jöruborðinu og hlaupa berfætt í sandinum, því það var það, sem þau ætluðu að gera, sáu þau nokkuÖ, sem vakti eftirtekt þeirra. Út úr skóginum kom ungur maður og liljóp yfir sandhæðirnar ofan að sjónum. Hann var í sundfötum, en klæðlaus að öðru leyti. Hann var óvanalega storklegur og vel bygður maður, ljóshærður og rjóður í kinnum og vöðvarnir svo miklir og sterklegir, að þeir mintu á mvnd- ir, sem þau höfðu séð af Herkúles. “ Þetta er knálegur náungi,” sagði Willi í hálfum hljóðum við Saxon. Saxon fór að liugsa um myndina, í mrada- bók móður sinnar, af víkingunum, þar sem þeir voru að vaða til lands, einiivers staðar á Eng- landi. Þessi ókunni maður 'hljóp rétt fram hjá þeim og ofan að sjónum og óð út í hann án þess að liika hið minsta. Þrátt fyrir það, hve sterk- legur liann var, sýndLst liann þó liér vera að leggja á móti sínu ofurefli. Saxon stalst til að líta framan í Vrilla, og hún sá að liann gaf manninum nákvæmar gætur. Ilvoragu þeirra hafði nokkura tíma til liugar komið, að nokkur maður gæti glímt svona knálega við hinar stórfengilegu öldur hafsins og slopppið ó- skemdur, og þau fylgdu öllum hrevfingum hans eins nákvæmlega og bezt þau gátu. “Honum er ekki fisjað saman, þessum ná- unga, og hann kann meira en rétt sundtökin,” sagði Willi. “Eg kann ekki meira en svo, að eg get synt í sundlaugum, og auðvitað í sjónum líka, þar sem hann er alveg sléttur og enginn straumur í honum, en nú ætla eg að synda í brimlöðrinu eins og þessi maður. Ef eg gæti það, þá yrði eg svo stoltur g,f sjálfum mér, að þú kæmist hvergi nærri mér. Eg bara liti nið- ur á þig. En eg segi þér alveg satt, Saxon, að heldur vildi eg geta gert þetta, heldur en þó eg ætti þúsund bújarðir. Eg get synt eins og fisk- ur, þegar vatnið er nógu kvrt og straumlaust, en eg get ekki gert það sem þessi piltur gerir. Hann er áreiðanlega enginn vesalingur, þessi náungi. Þau foru að leika sér og eltu hvort annað berfætt i blautum sandinum, rétt eins og smá- krakkar, og þau voru að því einn klukutíma. Þá voru þau orðin þreytt og settust niður og fóru að láta á sig skona, og sáu ])á hvar sund- manninn með ljósa hárið bar að landi. Willi stóð eins nærri brimgarðinum eins og hann komst til að taka á móti honum, og það fvrsta sem hann tók eftir var ])að, að maðurinn var nú ekki eins bjartur á hörundsli't, eins og þegar hann lagðist til sunds. ASK DryGinger Ale OR SODA Brewers Of COU NTRY *C LU B" BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT BREWER.V OSBORN E A M U LVEY - Wl N NIPEG PHONES 4I III 42-304-56 PROMPT DELIVERY TO PERMIT HOLDERS

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.