Lögberg - 10.10.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.10.1929, Blaðsíða 1
42 ARGANGUR [| WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 10. OKTÓBER 1929 NÚMER 40 ANDANIA Cunard línuskipið, sem flytja á íslendinga tik Alþingishátíðarinnar næáta ár Sir Samuel Cunard (f. í Hali- fax 1787, d. í London 1865), ólst upp í Halifax, sem lítilsmegandi drengur, fór síðar til knúinn af þrá að sjá drauma sína rætast. Markmið ihans var, að stofnsetja reglubundna eimskipa- línu yfir Atlantshafið. Að lokum tókst honum að semja við Eng- landsstjórn um fjögur póstskip, sem byrja skyldi þeta fyrirtæki, er margir álitu barnalega vit- Ieysu. Fyrsta ferð Cunard línunnar Captain E. Edkin, O.B.E., R.D. R. N. R. var hafin 4. júlí 1840; skipið hét Britannia og stóð ferðin yfir í fimtán daga. Meðal farþeganna var rithöfundurinn frægi, Charles Dickens. Nú eru liðin alt að því 90 ár, síðan Cunard línan hóf göngu sína, og frá því fyrsta hefir hún verið viðurkend fyrir það, að veita frábærlega góða þjónustu; ástæð- an fyrir því, að henni tekst ávalt að halda sér við hámark fullkom- innar þjónustu og ná þannig al- mennri tiltrú, svo að nafnið Cun- ard táknar öll þægindi á sjóferð- um, er verkleg þekking og stjórn- þægindum. Eitt skipa þessara, er skipið Andania, sem valið hefir verið til þess að flytja Islendinga- hópinn til Alþingishátíðarinnar 1930. Þrjú farými eru á skipinu, fyrsta (cabin)i, tourist og þriðja. Þar sem þetta er sérstök skemti- ferð fyrir einn hóp, gætir merkja- línunnar milli farþeganna næsta lítið; mismunurinn liggur aðal- lega í svefnklefunum. Ekki mun frágangssök fyrir neinn að ferðast t. d; á þriðja plássi, því það er muh betra, en fyrsta far- rými var, þegar íslendingar voru mest að flytjast til Ameríku; hreinlæti og þjónusta er sú sama á öllum farrýmunum. Eitt sem mælir með Andania, er það, að hún, eins og öll hin “A” skipin, er mjög stöðug, ruggar til- tölulega lítið jafnvel í stórsjó. Á henni er stórt pláss fyrir flutn- ing og er hún æfinlega þungt hlaðin, er þess vegna stöðugri. Hún mun verða eins þungt hlaðin og endranær, á þessari sérstöku ferð til fslands, því eftir að hafa komið við í Reykjavík, fer hún til Bretlands og skilar flutningi. — Þrjá fyrstu dagana af ferðinni, verður siglt niður St. Lawrence fljótið, og eru þá ekki eftir nema tæpir fjórir dagar á Atlantshaf- inu. iBúist er við, að velþekt, ís- Ienzk hjúkrunarkona verði á skip- inu til þess að hlynna að þeim, sem kunna að finna til lasleika. Nafn hennar verður auglýst síð- ar. Skemtanir á skipinu. Ráð er fyrir gert, að búa til skemtiskrá fyrir hvern einasta dag á skipinu, og verða skemtanir þessar af ýmsu tagi, lagaðar fyr- ir yngri og eldri. Það vill svo vel til, að í hópi þeim, sem alla reiðu er búinn að ákveða að fara með Cunard línunni, er fólk, sem er vel þekt meðal íslendinga, fyrir Andania, tekið frá brúnni í Quebec. semi, sem verður lifandi og til- finnanleg gegn um samvinnu allra meðlima Cunard félagsins, í smáu sem stóru. Cunard línuskipin, svo sem Aquitania, ‘Mauretania og Beren- geria, eru á hvers manns vörum, en þjónustan, sem gerir þau fræg, er einnig sú sama á smærri skip- unum. (Partur af Cunard flotanum, kallaður “A” skipin, sigla reglu- lega frá Montreal til Evrópu. Þau skip hafa verið bygð síðan á stríð- inu stóð, brenna olíu í stað kola og eru útbúin með öllum nýtízku- hæfileika að skemta fólki, t. d. góðkunnugt söngfólk. Búisti er við, að íslenzkt orchester, saman standandi af fimm manns, fari, og verður frægi íslenzki cellistinn, Fred. Dalman, einn af meðlimum þess flokks, einnig Vilhjálmur Einarsson, fiðlusnillingur, og kona hans Sylvia Hall Einarson, sem leikur listilega á slaghörpu, o. fl. Reynt verður að haga skemtun- unum svo að þær falli í geð yngri og eldri. Dansað verður í hinum storu samkomusolum og eins á þilfarinu, einnig verða hinir og aðrir leikir á þilfari, og tækifæri “Verandah Café”, Andania. Kaffi e. h. á þilfarinu. Tourist Cabin, að reyna sig að synda í sund- pollinum, o. s. frv. Fjöldi af bréfum hafa borist í hendur undirritaðarar frá velþekt- um íslendingum, sem ferðast hafa áður með Cunar línunni og ætla næsta ár einnig með henni. Barði G. Skúlason lögmaður í Portiand, Oregon, sagði í bréfi 6. ágúst þ.á.: “Eg hefi ferðast tvisvar með Cunard línunni, líkaði ágætlega svefnklefi. Nauðsynlegt er að þeir, sem hafa í hyggju að fara með Andania til íslands næsta ár, geri sér sem allra fyrst grein fyrir því, að plássið á skipinu er takmarkað, og nauðsynlegt er sem allra fyrst að tryggja sér pláss með því að greiða dálítinn hluta af farinu, segjum $25.00. Eins og áður hefir verið tekið fram, verður þeim peningum skilað aftur, svo framarlega sem og áforma að fara með henni næsta ár til íslands.” Dr. ólafur ólafsson, Chicago, ritar í bréfi 8. ágúst þ. á.: “Eg vona að fara til íslands næsta ár, og fer eg tvímælaiaust með Cunard línunni.” Prófessor Halldór Hermanns- son tilkynti mér nýlega, að hann færi með Cunard línunni, sama hefir Vilhjálmur Sefánsson gert og fjöldamargir aðrir. félaginu er tilkynt, þrem vikum áður en farið er, að sá, sem gert hefir þessa niðurborgun, geti ekki orðið með. Vonandi er að þeir, sem hugsa til ferðar til íslands, geri sér ljóst sem fyrst, að nauðsynlegt er að ráðstafa plássi og tilkynna undirskrifaðri eða sjálfboðanefnd- inni, hvernig menn vilja haga ferðalaginu. Thorstína Jackson Walters. Ur bænum Séra Kristinn K. Ólafson, for- seti íslenzka og lúterska kirkju- félagsins, nýkominn úr ferð til íslands, flytur fyrirlestur um ættjörðina í Fyrstu lút. kirkju að kvöldi fimtudagsins í næstu viku (17. þ.m.). Aðgangur verður 50 cents. Samkoman er haldin til arðs fyrir Jóns Bjarnasonar skóla. Þetta verður auglýst í næsta blaði. Tæpast mun nokkur ættjarðarvin- ur láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga. Veitið athygli lauglýsingunni, sem birtist nú hér í blaðinu, frá líknarfélaginu Harpa um “Whist Drive og dans í Goodtempjarahús- inu þann 15. þ. m. Styðjið mann- úðarmálefni með því að fjölmenna á samkomuna. Gefin saman í sjónaband, þann 1. þ.m., Walter M. A. Cooper og Roonie Jóhannesson. Hjónavígsl- una framkvæmdi séra Björn B. Jónsson. Goodtemplarastúkan Skuld hef- ir ákveðið að halda sína fertug- ustu og fyrstu afmælishátíð, miðvikudaginn 23. okt. næstkom- andi. Allir íslenzkir Goodtempl- arar velkomnir. Messuboð — Sunnudaginn 13. okt. messar séra Sig. ólafsson á Hnausum kl. 2 e. h. og í Árborg kl. 8 síðdegis. í vikunni sem leið, kom hingað til borgarinnar, hr. Jón J. Sig- urðsson frá Akureyri á íslandi. Ráðgerði hann að setjast hér að fyrst um sinn. Fremur vel lét hann af högum manna á Fróni yfirleitt. Séra K. K. 'Olafson og frú hans komu heim úr Evrópuför sinni í vikunni sem leið. Er séra K. K. staddur hér í borginni í dag, mið- vikudag, og flytur erindi í kveld, kl. 6.30, fyrir Men’s Club of The First Lutheran Church í sam- komusal kirkjunnar. Hann lætur ágætlega af ferðinni, sem hann segir, að frá upphafi til enda hafi verið hin ánægjulegasta, og ekki sízt ferðalagið um ísland. Hvaðanæfa Símað er frá Berlín þann 3. þ. m., að láinn sé utanrikis ráðgjafi þýzku stjórnarinnar, Dr. Gustav Stresemann, einn af djúpvitrustu stjórnmálamönnum Norðurájf- unnar, í samtíð sinni. Lézt han af hjartaslagi. Gustav Stresemann var ekki nema rúmlega fimtugur að aldri, en þrátt fyrir það hafði hann get- ið sér heimsfrægð. Tvisvar hafði hann með höndum ráðuneytis- forystu, en gegndi hinu um- svifamikla utanríkis ráðgjafaem- bætti fimm sinnum. Verður Stresemanns vafalaust lengst minst, fyrir afskifti hans af Loc- arno-samþyktinni, sem og baráttu hans fyrir því, að Þjóðverjar fengju inngöngu í Þjóðbandalag- ið — League of Nations. Jarðarför Stresemanns fór fram á kostnað þess opinbera, síðastlið- inn sunnudag, að viðstöddum for- seta þýzka lýðveldisins, von Hin- denberg, Mueller forsætisráðgjafa, er flutti við þetta tækifæri, eina af sínum allra snjöllustu ræðum, og mannfjölda miklum af öllum stéttum. * * * * Látinn er nýlega í borginni Zur- ich á Svisslandi, Louis Marshall, nafnfrægur lögmaður, og einn af helztu leiðtogum Gyðinga. # * * General Cesare Rossi, um eitt skeið einn af hinum áhrifa- mestu stjórnmálamönnum Fas- cistaflokksins á ítalíu, hefir verið dæmdur til þrjátíu ára fangelsis- vistar, fyrir að hafa stofnað til samsæris gegn Mussolini stjórn- inni og sínum fyrri flokksbræðr- um. Alþingishátíðin hér veátra Eggert Stefánsson Þegar þjóðhátíðin var haldin heima árið 1874, voru tiltölulega fáir íslendingar hér í álfu; samt sem áður héldu þeir þann dag há- tíðlegan. Aðallega var það víst í Mil- waukeé; þar voru íslendingar þá fjölmennastir, eins og þeir eru nú fjölmennastir í Winnipeg. Að líkindum telja það allir Is- lendingar sjálfsagt, að hátíð verði haldin hér vestra næsta ár á sama tíma og .heima, þótt enn hafi ekki kveðið mikið að störfum í þá átt, hefir það sennilega verið af því, hversu miklum tíma og umhugsun hefir verið varið til undirbúnings heimfararinnar. Samt hefir þessu máli verið hreyft opinberlega oftar en einu sinni; hafa þeir allir, sem eitt- hvað hafa látið til sín heyra, ver- ið sammála um það, að hátíðahald- ið hér sé sjálfsagt samtímis heima- hátíðinni. Joseph T. Thorson sam- bandsþingmaður, Jón Stefánsson læknir og W. J. Lindal lögmaður rituðu í blöðin greín eða öllu heldur ávarp til almennings við- víkjandi þessu máli. Var sú grein vel hugsuð, og þar að sjálfsögðu mælt fyrir munn allra Vestur- íslendinga; enda var greininni alment vel tekið. Auk þess hefir ritstjóri Lögbergs tvívegis rætt málið í blaði sínu og léð því ein- dregið fylgi; nokkrar fleiri radd- ir hafa komið fram og allar sam- róma. íslendingadagsnefndin hefir hafist handa til þess að hrinda málinu af stað; var þar fyrsta sporið vel og viturlega stigið. Bráðabyrgðarnefnd var kosin á almennum fundi; skipa þá nefnd fimrrt mætir menn og var þeim falið að komast í samband við allar íslenzkar bygðir til þess að algerð samvinna mætti takast| milli allra Vestur-íslendinga, hvar] sem þeir væru búsettir. Á íslendingadagsnefndin heið- ur skilinn fyrir þetta ’ spor, og ætti full samvinna að vera trygð, þegar jafn skynsamlega er riðið úr hlaði; enda eru ritstjórar beggja blaðanna í nefndinni og er því óhugsandi annað, en að bæði blöðin ljái málinu fullkomið fylgi. Um heimfararmálið hafa orðið skiftar skoðanir í einu atriði, eins og öllum er ljóst. Um hátíðahald- ið hér vestra er ekki líklegt að nokkur ágreiningur geti átt sér stað; það á ekkert skylt við heim- fararmálið; til íslands fara ein- ungis fáir tiltölulega, að öllum líkindum ekki fleiri en í flesta lagi 890 manns, eða um 2 til 3% allra Vestur-íslendinga; hinir sitja heima •— geta ekki farið, ýmsra orsaka vegna, þótt fegnir vildu. Telja má þáð víst, að báðar heimfararnefndirnar, bæði sem heildir og einstaklingar þeirra, finni sér það skylt, að veita sam- vinnu og aðstoð þeirri nefnd, sem kosin verður til þess að. annast undirbúning og forstöðu hátíða- haldsins hér vestra; en í þeirri nefnd ætti þó enginn að vera, sem sæti á í heimfararnefndunum. Er það einkar áríðandi, að valið í þessa nefnd takist vel; undir því er mikið komið; sú nefnd má eng- um flokki verða háð, heldur þann- ig kosin, að hún geti með réttu talist fulltrúanefnd allra íslend- inga í Vesturheimi. Verður þar að taka tiMit til þess, að nefndina skipi nógu margt hinna yngri manna og kvertna, til þess að ís- lenzk æska leggi fram alla krafta sína af fúsum og frjálsum vilja og dragi sig hvergi í hlé né liggi á liði sínu; en jafnframt þarf nefndin að vera skipuð fólki, sem að heiman hefir komið og sjálft er lifandi myndir úr sögu þjóðar- innar. Verði þessa gætt, þá er hér miklum og góðum kröftum á að skipa og úr að velja og hátíðin getur orðið oss til varanlegs heið- urs hér vestra, en ættjörð vorri og móðurþjóð til virðingar og vegsauka. Eftir því sem mér skilst, er það hlutverk hinna fimm manna, sem bráðabyrgðanefndina skipa, að fá fulltrúa útnefnda af fólkinú al- ment í hverju einasta bygðarlagi, þar sem því verður komið við, bæði sunnan og norðan landamæranna. Að því búnu er ætlast til, að allir þessir fulltrúar mæti á almennum fundi hér í Winnipeg og verði málið rætt þar rækilega frá sem allra flestum hliðum; þar verður að líkindum kosin framkvæmdar- nefnd og störfum skift eftir því, sem hagkvæmast þykir. Hátíðanefndin á íslandi lýsti því yfir í blöðunum, að hún óskaði ef.tir tillögum frá almenningi um tilhögun hátíðarinnar þar, og kveðst hún fúslega taka til íhug- unar allar uppástungur, sem hvers efnis sem væri. Hefi eg það fyr- ir satt, að þessi stefna nefndar- innar hafi borið sérlega góðan á- rangur — hafi vakið almennan á- huga og opnað leiðir mörgum merkum nýmælum, sem ef til vill hefðu aldrei annars komist á framfæri. Eg tel það sjálfsagt, að hin væntanlega hátíðarnefnd hér vestra feti í fótspor systurnefnd- ar sinnar í þessu sem mörgu öðru. Geri hún það, og hepnist henni að leysa hlutverk sitt vel af hendi, þá auðnast henni að rita síðu í sögu Vestur-íslendinga og þjóðar vorr- ar í heild sinni, sem lesin verður um langan aldur. En eigi hátíðin hér að hepnast, sem öllum mun vera áhugamál, þá þarf að hraða störfum, því tím- inn líður óðum; væri þess því ósk- andi, að allar íslenzgkar bygðir beggja megin landamæranna hröð- uðu því sem mest, að ræða málið í héraði og kjósa fulltrúa til þess að mæta á hinum fyrirhugaða allsherjarfundi í Winnipeg. Verði því ekki^við komið, einhverra or- saka vegna í einhverjum bygðum að senda fulltrúa, þá væri það samt æskilegt og nauðsynlegt, að fólkið kæmi þar saman, bæri sam- an ráð sín og sendi ritara fimm manna nefndarinnar, Mr. W. J. Lindal, álit sitt og tillögur. Auk þessa eru einstakir íslend- ingar og sérstakar fjölskyldur hér og þar, sem ekki eiga heima í neinni íslenzkri bygð; álit þeirra væri einnig æskilegt að fá, því þátttakan þarf að verða almenn og undantekningarlaus. Þetta þarf að gerast nógu snemma til þess að öll bréf eða skeyti verði komin í hendur bráðabyrgðarnefndarinnar fyrir 15. október, því þá mun hún hafa í hyggju að taka til starfa. Sig. Júl. Jóhannesson. Steindranga flóðgarðurinn fram- kvæmanlegur. Ræða þessi er tekin úr South- west Topics, einu af vikublöðun- um í Los Angeles, dags. 24. júní. Dr. Elwood Mead, Commissioner of Reclamation, segir frá fram- kvæmdum og möguleikum á þessu stórvirki, er á að kosta 165miljón- ir dala. Doktornum farast orð á þessa leið: Fótslóðin liggur hér, eins og svo víða, innað hinni fornu sið- menningu, hér í þessu suðvestri. Á bökkum Colorado árinnar eru enn sýnilegar fornar leifar af vatnsveitu tilraunum. Svo gaml- ar eru iþær og einstæðar í sinni röð, að engar sagnir eru finnan- legar um þær í sögu vorrar þjóð- ar, svo fyrir það vitum vér eigi hvenær þær voru bygðar eður starfræktar, og ekki heldur hve- nær var hætt við þær. Á þessum stöðvum, inni í parti þeirra héraða, sem eru heit og þur, streymir Colorado áin með bráðinn snjó úr mörgum þar nær- liggjandi fjöllum. En þar eð vér fljótum nú áfram á breiðari far- vegum, umkringdir af vorri nú- verandi siðmenning, virðist tími til kominn, að vér förum að nota ^atnsveitinga og annara þarfa, er liggúr oss næst að fullnægja. Boulder Dam Project. Eggert Stefánsson hélt fyrstu söngskemtun sína hér í bænum á þessu hausti 5. þ. m., og endurtók hana í gærkveldi. Á söngskránni voru einkum ítölsk lög og einnig nokkur ensk og íslenzk. Meðal íslenzku laganna voru tvö eftir Þórarinn Jónsson (Ave Maria og Nótt)! og eitt eftir Markús Krist- jánsson. Þessum íslenzku lögum var ágætlega tekið, og einkanlega lagi Markúsar við eitt af beztu kvæðum Jóhanns Sigurjónssonar, Bikarinn, enda fór Eggert prýði- lega með það. Voru þeir báðir, hann og Markús, kallaðir fram oftsinnis á eftir því lagi. Eitt inn- lent lag söng Eggert enn, Ágnus Dei, og er það gamalt, íslenzkt kirkjulag, sem hann hefir sjálíur fært í stílinn, einkennilegt og há- tíðlegt lag, sem hann fór vel með. Tvö ísenzk aukaög söng hann einnig, ísand ögrum skorið, eftir Kaldalóns, í fyrra skiftið, og Nú legg ég augun aftur, eftir Bjðrg- vin Guðmundsson, síðara kveldið. En það hefir orðið hér einkar vin- sælt lag í meðferð Eggerts, eins og fleiri ný lög, sem hann hefir flutt eftir íslenzk tónskáld. Af útlendu lögunum, sem Egg- ert söng, má helzt geta Tarantella Sincera eftir Viucenso Crescenzo og Dauða óthellós úr óperunni óthelló eftir Verdi, glæsilegt lag, sem Eggert söng meistaralega. iHljómleikarnir voru vel sóttir. Fyrra kveldið var alveg húsfyllir og undirtektir áheyrenda ágætar, lófaklapp mikið og svo miklu rigndi yfir söngmanninn af blóm- um, að fádæmi mun vera hér. Viðtökurnar sýndu það vel, hver ítök Eggert á í mörgum söngelsk- um Reykvíkingum. Það hefir líka sézt oft áður, þó að á ýmsu hafi gengið um opinbera dóma um list hans. Og þess má vel minnast, þegar rakinn er söngferill hans, að enginn söngvari, sem hér hefir sungið, hefir haldið hér við góða aðsókn fleiri hljómleika í einni lotu en hann gerði eitt sumar, þegar hann kom hingað fyrir nokkrum árum. Það er líka “Sou- venir’ fyrir Eggert Stefánsson. Þessir fyrstu hljómleikar Egg- erts voru hinir ánægjulegustu og rödd hans naut sín vel, en fram- burðurinn var víða óglöggur til lýta. En það voru fyrst og fremst erlend viðfangsefni, sem settu blæinn á þá, einkum ítölsku lögin, sem Eggert fer að jafnaði ágæt- lega með. En íslenzku lögunum á hann eftir að gera rækilegri skil, og mun ætla að halda sér- staka hljómleika seinna í þessum mánuði og syngja þá eingöngu ís- lenzk lög. Sönglistarblað í París hefir komist svo að orði um með- ferð hans á sumum þeim lögum, að þau “voru túlkuð með djúpri tilfinningu og miklum krafti: Röddin er björt, hljómfögur og mikil.” Þegar sagt er skrumlaust og áreitnislaust frá list Eggerts, verður ekki hjá því komist að við- urkenna það, að hið bezta í list hans réttlætir slík ummæli og sá sigur, sem hann vann nú hér með fyrstu hljómliekum sínum, sýnir það einnig, að margir Reykvíking- ar eru þeim sammála, og munu sjálfsagt verða ennþá fleiri, þeg- ar þeir hafa heyrt íslenzku lðgin. Hann er ágætur söngvari. —Vísir. G. TALSÍMI VIÐ ALFARAVEG. Á Þýzkalandi hafa menn nú tek- ið upp á því, að setja upp talsíma- áhöld hér og þar við þjóðvegi, til þess að vegfarendur, sem þurfa á einhverri hjálp að halda, geti not- fært sér símasambandið, eins og t. d. ef bíll bilar eða annað þess- háttar. Eru Þjóðverjar auðsjá- anlega ekkert hræddir um, ag tal- símaáhöldin verði skemd, eða sím- inn misnotaður. Ef þær ástæður væru ekki fyrir hendi hér á landi, ætti sannarlega að taka það til yfirvegunar, hvort ekki væri hægt að setja símasamband í sæluhús við fjölfarna vegi, sem ferðamenn gætu notað. Gæti það einkum komið sér vel á vetrum. — Lesb.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.