Lögberg - 10.10.1929, Síða 2

Lögberg - 10.10.1929, Síða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. OKTÓtBER, 1929. Fœti bjargað á 4 dögum “Ekkert nema Zam-Buk hefði getað gert það”, segir Mrs. Berry- man, 190 John Street, North Ham- ilton, en h-ún lýsti því, hvernig hægri fóturinn, sem marðist á milli vagnhjóla, varð læknaður. “Holdið var blátt og marið, og orðið kolsvart á lit. Lá við að eg félli í yfirlið sökum sársauka. Er svo var komið, að eg fékk ekki lengur hreyft mig, útvegaði tengda móðir mín mér Zam-Buk. Árang- urinn varð stórkostlegur. “Innan tveggja daga var bólgan horfin, og marbláminn allur á brott. Eftir, fjóra daga var eg fyrir tilstilli Zam-<Buk, komin aft- ur á kreik og gróin sára minna.” Zam-Buk er hið óyggjandi sótt- hreinsunarmeðal, er græðir sár og sprungur ótrúlega fljótt, og út- rýmir sýklum fljótar en flest ann- að. Engin venjuleg smyrsl eru sambærilegt við ZamjBuk. Fáið öskju í dag! Fæst í öllum lyfja- búðum fyrir 50c., eða ókeypis sýnishorn fyrir lc. frímerki frá Zam-Buk Co., Toronto. ZAH-BUK For Heaííng! gera, ef hann hefði þá komið fram með sjálfstæð og gild rök, máli sínu til stuðnings. En það er ekki því að heilsa, að hann komi fram með nokkrar likur í þá átt, að styðja það, sem hann er að fara með, viðvíkjandi Edduljóðunum. Hann getur ekki vitað til þess, að Sæmundur hafi komið nærri því, að skifta sér af þessum fornald- arljóðum, heldur hafi því hlassi verið hlaðið á hann, að honum Iátnum. “Hlass” er óviðfeldið orð, i sambandi við Edduljóðin. Eg veit ekki til, að þetta orð hafi verið notað í svo háleitri merk- ingu, sem hér virðist koma fram. Það var í fornðld haft um klyfjar eða æki, sem var hlaðið á vögur eða sleða. Var það nefnt eftir því, sem farið var með: heyhlass, viðarhlass, torfhlass eð skíthlass. í seinni tíð vissi eg ekki til, að þetta orð þætti nothæft við annað en mykju, sem hleypt var niður úr kláfum á töðuvöll. Nú er þeirri aðferð útrýmt með öllu, sem kunnugt er. Fer svo, þegar fram líða stundir, að menn vita ekki hvað hlass hafi verið, í eiginlegri merkingu, og þetta orð verði týnt og tröllum gefið, nema eitthvað verði því til bjargar. Nú vill svo vel til, að þessi rithöfundur, Magnús Jónsson, hefir nú séð hvert stefndi með þetta orð, ef ekki yrði viðgert, áður en alt yrði um seinan. Hefir hann nú, með I því að hefja þetta orð upp i virðu- | legri merkingu, en áður hefir átt I sér stað, slegið hér tvær flugur í I einu hðggi, með því um leið, að j forða sínu eigin nafni frá Sæmundur fróði gleymsku. í upphafi þessarar ritgerðar sinnar, kemur höfundurinn fram með þá staðhæfingu, að hvert mannsbarn í landinu, sem komið Með þessari fyrirsögn stendur er til vitg og ára> hafi ^kt gæ_ ritgerð í 28. árgangi Eimreiðar- j mund fróða En gv0 vi]] nú i]]a innar, en undirritaður er Magnús ti]> _ og verður maður nokkuö Jónsson. j hvumsa við það, — að hann sjáíf- En það mun virðast nokkuð á eftir timanum, aíT fara nú að hreyfa við þessari ritgerð, eftir hann neitt til hlítar. fleiri ár. Eg verð því að geta þess mér til afsökunar, að eg hefi ekki séð hana fyr en nýlega, og ekki heldur 'haft Eimreiðina undir höndum, og aðeins rakst á þenn- an árgang hennar þar sem eg var á ferð. Því set eg nú fram þessar lín- ur, að eg verð ekki hðfundinum samdóma um aðal atriði þessarar ritgerðar hans, sem virðist vera helzt í því fólgið, að hnekkja því áliti, er Sæmundur hefir hlotið, hjá þeim, er nokkuð haifa þekt um hann að segja, af fyrri tíðar rit- um. iSvo skilst mér, sem alt of víða megi draga þessa mína álykt- un fram, og ætla eg ekki að rekja það orði til orðs. Þó skal bent á þessar setningar, sem gefa full- an skilning á því efni: “Sæmund- ur fróði er frægur aðeins fyrir það, að hann er frægur. Vér vit- um ekkert um hann sögulega, er komist nálægt því að réttlæta frægð hans. Vér vitum að hann ættstór maður og afar lærður og hðfðingi.” En mun þá Sæmundur ekki hafa orðið frægur fyrir sinn afar lærdóm? Það er ekki ólík- legt, þar sem nú er það kunnugt, eftir 800 ár, að hann var afar- lærður. Næst á undan því, sem hér er tilfært, jþar sem höfundurinn minnist á Edduljóðin, kemst hann þannig að orði: “Hvort sem Brynj- ólfur biskup hefir tekið það upp hjá sjálfum sér, eða farið eftir eldri frásðgnum, er hann valdi Ijóðasafni þessu najfn, þá verður Sæmundur að hafa verið ákaflega frægur maður, áður en þessu nýja hlassi var á hann hlaðið. Ella hefði það aldrei á honum lent.” Hér rökstyður þessi greinarhðf- undur það, að Sæmundur hafi ver- ið ákaflega frægur, með því, að ella hefði ekki hlassið á honum lent. — Mér skilst, hann eigi hér við Edduljóðin, — þó ekki mætti þykja líklegt. En það, sem hann kemur fram með síðar, og eg hefi bent á hér áður, er ekki í góðu samræmi við það, sem hann rðk- færir hér, og er þó illa í samræmi við sjálft sig, að um Sæmund vit- um vér ekkert, er komist nálægt því að réttlæta frægð hans, og hitt, að hann var afar lærður, kemst þó nálægt því að réttlæta frægð hans, —[ eins og bent er á hér að framan. • En hitt gat verið vel hugsað af greinarhöifundinum, að uppræta þann skilning úr hugum manna, að Sæmundur hafi einhver af- skifti haft með Edduljóðin að ur, sem þó mun vera kominn til vits og ára, virðist ekki þekkja Hvers má þá vænta um hina, sem Iægra ber á yfir holt og hundaþúfur? Það er aðallega fyrir þjóðsögur þær, er af Sæmundi hafa myndast, sem þessi höfuðvitringur 20. aldarlnn ar, hefir bezt þekt hann. Og svo má segja um allflesta, að þeir hafa lítið sem ekkert virkilegt þekt um hann að segja. En þess- ar þjóðsögur hafa orðið meir til þess, að draga ský yfir minningu Sæmundar, en auka henni gildi. Enda er þeim óspart veifað hér framan í almenning af greinar- höfundinum, þótt þær komi Sæ- mundi ekki vitund við, sem virki- leiki, þar sem ritað er um hann persónulega. Þær kynjasagnir, sem myndast hafa af Sæmundi, hafa að ðllum líkindum, aldrei orðið til í hans tíð, eða næstu aldir eftir hans dag. Og lang-líklegast, að ekkert hafi farið að bóla á þeim fyr en eftir siðaskiftin, þegar galdratrú- in kemst í algleyming, í lok 16. og byrjun 17. aldar. En-aðalvísir þeirra, er ekki ólíklegt að verið hafi það, sem Jónssaga helga seg- ir um hinn mikla lærdóm Sæ- mundar, er hann kemur frá skóla- námi sínu í iFarís á Frakklftndi, og M. J. minnist hér á í sinni rit- gerð, og hann telur að gengið hafi langt yfir mannlegan mælikvarða. En slíkt eru ekki meiri öfgar en það, sem helgra manna sögur hafa að segja nm dýrlinga sína, og hinir notið þá góðs af, þar sem þeir komu, við þeirra sögu, — er mun hafa átt sér stað með Sæ- mund. Þetta minnir á það, sem Hungurvaka getur um tungumála- kunnáttu Halls Teitssonar í Haukadal, að hann hafi í Rómför, talað hverrar þjóðar mál sem inn- borinn væri, bvar sem hann kom á þeirri leið. Engin saga hefir hinni íslenzku þjóð verið kunnugri, en saga Jóns biskups helga. Og af þeirri sögu hefir mönnum kunnugt orðið um skólaveru Sæmundar í París á Frakklandi. En, einmitt í París var fastast staðið á móti siðaskift- unum, þegar þau voru boðuð, 500 árum eftir daga Sæmundar. Þá voru þar unnin hin grimmustu hryðjuverk gagnvart hinum nýja sið. Því var ekki furða, þótt kölski kæmist þar að góðri stððu, við háskóla borgarinnar, og haft þar um langan aldur hin æðstu völd og virðingar í þessu ram- kaþólska umhverfi. En á þeim tíma, er hin lúterska trú var að ryð^a sér til rúms, gegnum kaM ólskuna, varð úlfaldanum lítið fyrir, að ganga alklyfjaður gegn- um nálaraugað, og hika ekki hið minsta við; svo var þá ímyndun- araflið næmt fyrir öllum áhrifum, í þá átt, að trúa sem mestum fyrn- um og fjarstæðum. Hafa þá far- ið að ganga sögúr í löndum mót- mælenda af þessum aldraða pró- fessor við Parísarháskólann. Koma þá fyrir margar skringilegar frá- sagnir, er ýmsir merkir menn hafa þá komið við. En þegar til íslands kemur með slíkar kynjasögur, eru þær látnar snúast um Sæmund fróða.fremur en nokkurn annan, því, eins og áður er sagt, var það kunnugt af sðgu Jóns biskups helga, að hann lærði við skólann í París. En Sæmundur mátti tæp- lega teljast kaþólskur. Því í hans tíð, voru hinar kaþólsku trúar- kreddur ekki búnar að ná þeim unditökum á trúarlífi Islendinga, sem þær náðu síðar með flökku- biskupinum Guðmundi Arasyni. Hefir nú þótt einkar vel til fallið, að Sæmundur jafnaði á kölska, — þessum lærimeistara, er hann vq,” búinn að læra nógu mikið af, til þess að hafa nú ráð hans í hendi sér. En með því að Sæmundur var óháður þeim siðakreddum hinnar kaþólsku kirkju, er mót- mælendum voru mest fjandsam- legar, fékk sá gamli engu áorkað, í þeirri viðureign. En þeir, sem höfðu tekið hinn nýja sið, urðu fyrir hinum grimmustu ofsóknum af hendi hinna, sem héldu fast í við sinn barnalærdóm, sem í hug- um mótmælenda þótti stafa frá hinum vonda. Upp úr öllu því of- stækishatri, hafa ýmsar kynja- sögur spunnist. Því margir voru þá tortrygðir um fastheldni við hinn eldri sið, og grunaðir um kukl, sem flestir notuðu til ills, en aðrir til varnar gegn því illa. Út af því hafa runnið frásagnir af Sæmundi um viðureign hans við kölska, Enda eru þær þjóðsagnir taldar mjög nýjar. Um skólanám Sæmundar, segir höfundur þessarar ritgerðar, að ekki hafi verið frábrugðið venju- legu námi í neinu verulegu. I*ó getur hann þess, að Sæmundur hafi verið sá alfyrsti maður af Norðurlöndum, er sækir nám í sjálft höfuðból vísindanna. Það nám, er Sæmundur hefir þangað sótt, hefir hlotið að vera frá- brugðið venjulegu námi, sem gerst hefir við aðra skóla, er þekst hafa á sama tíma, og verið í ein- hverju fullkomnara. Samt getur hðfundurinn þess, “að ýmsir “ágætir kennarar hafi starfað í París um þessar mund- ir.” “En ekki er óhugsandi,” — segir hann enn fremur, — “að Sæ- mundur hafi hlýtt á fyrirlestra Vilhjálms frá Champeaux, sem var stórfrægur af lærdómi sínum, og oft er talinn fyrsti frægi kennar- inn í Parísarborg.” Þetta síðast talda bendir til þess, að Sæmundur hafi notið betri og meiri mentun- ar, en aðrir skólar hafa gefið á sama tíma. \ Þar sem bent er á það, að Sæ- mundur hafi verið búinn að gleyma nafni sínu og ætt, er hann kemur út frá skólanámi sínu, mætti taka sem ónákvæma frá- sögn. Það má sjá það á Land- námu og fornsögum vorum, að á ritöldinni hafa fræðimenn lagt mikla rækt við ættfræðina, og for- feður þeirra langt aftur talið. Því er ekki ólíkleg um Sæmund, að hann hafi þekt ætt sína nokkuð langt talið, áður en hann fer að heiman, jafnvel til Haralds Hildi- tannar, Sigurðar Fáfnisbana, Hrólfs á Bergi og fleiri. En sam- anborið við það, mætti hafa þótt, að hann væri búinn að gleyma ætt sinni, er hann kemur heim, hafi hann þá ekki kunnað hana lengra en til afa sinna eða langafa. En nafn haps hefir orðið að samþíð- ast latínunni. Því mun hann hafa borið það fram með nokkuð annar- legum hreim, þegar heim er kom- ið. Kæmi þetta vel í samræmi við það, sem Ari getur 1 sinni bók, að Gizur biskup ísleifsson var nefnd- ur Gisröður, er hann var á Gaut- landi. Þegar Sæmundur er kominn hefm frá skólanáminu, sezt hann að á föðurleifð sinni, Oddt á Rangárvöllum. Hvort hann hafi þá strax farið að kenna nokkuð til hlítar, er óvíst. En 30 árum síðar setur hann á stofn skóla á heimili sínu, er lengi síðan var aðalstöð þjóðlegra fræða í land- inu. Hefir þá Eyjólfur sonur hans verið fulltíða maður, sem mest hefir aðstoðað hann við skólánn, Ágætt við magapínu Ef þér finnið til ógleði, eða þembu í maga eftir máltíðir, þá er ekkert meðal áreiðanlegra en Bisurated Magnesia! Þetta ber öllum sam- an um. Jafnvel fyrsti skerfurinn ber venjulega góðan árangur. •— Fæst hjá öllum ábyggilegum lyf- sölum. Þessi sérstaka tegund af Bisurated Magnesia, er lang-ör- uggasta meðalið við magasjúk- dómum. Spyrjið lyfsalann. og síðan haldið honum uppi eftir hans dag. Á þennan skóla minnist grein- arhöfundurinn ékki einu orði. Það lítur helzt út fyrir, að honum hafi eitthvað hlekst þarna á, í stærð og víðtæki sinnar þekkingar á því, sem hann er að rita um. Þetta, með stofnun skólans í Odda, er svo þýðingarmikið atriði, að sízt ætti að gleymast þeim, sem færi að rita nokkuð um Sæmund prest hinn fróða, — þ.e.a.s., ef það ætti að vera af nokkru viti, en ekki í því einu fólgið, að koma að hnitti- legum, en meinlegum setningum, — eins og hér á sér alt of víða stað. En svo er farið hér í kring um minningu Sæmundar, af frá- bærri list, að engu er líkara, en þegar köttur fer í kringum heitan graut. Hefir sú aðferð jafnan til- heyrt hæverskunni, og talist dá- samleg, þ.e.a.s., fyrir köttinn. Hvað því veldur, að á skólann er ^cki minst í þessari ritgerð, verð- ur óráðið veður, hvort helzt er þekkingarskortur, ógætni, eða þá að því er vísvitandi slept, og er sízt fyrir það að synja. Svo mætti líka geta sér þess tjl, að höfund- inum hafi ekki fundist nokkurs um I vert, að geta þessa smáskóla á j sveitarbæ á íslandi, svo einu mætti gilda, hvoru megin hryggj- ar hann lá. — Hann var enginn stórborgar háskóli. Það liggur í augum uppi, að Sæ- mundur prestur fróði hefir orðið frægur fyrir þetta mikilvæga at- iði, að koma á fót skólanum. Og það er þó ekki fyrir það eitt, sem það ábyggilega traust er borið til hans, sem hvervetna kemur fram, þar sem á hann er minst. Hann kemur við þau stærstu nýmæli, sem gerðust um hans daga, tíund- arlögin og kristinna laga þátt, sem gerst hefir áður en hann setur skólann á fót. Sama traustið er borið til hans í öðrum greinum. Ari prestur hinn fróði ber undir hans álit íslendingabók sína, og höfundur Landnámu vitnar til hans frásagnar um fund íslands. En þar sem þessum miklu fræði- mönnum, Sæmundi og Ara, ber á milli um æfi Noregskonunga, tel- ur dr. Guðbrandur Vigfússon, að konungatal Sæmundar muni vera réttara, og færir fram ábyggileg rök fyrir því. Þetta, sem hér er sagt, sýnir það glögt, að sú frpgð er Sæmundur hefir hlotið, hefír ekki verið svo innanhol, sem þessi M. J. reynir að sýna fram á, í þessari Eimreiðar ritgerð. En það, sem þessi rithöfundur segir um Edduljóðin, að Sæmund- ur hafi ekki verið höfundur þeirra, þá hefir hann það frá öðr- um, og er sjálfsagt rétt. Þrátt fyrir það, er hitt ósannað mál, að hann engin afskifti hafi haft um meðferð þeirra. Og eru full líkindi þess, að hann hafi átt að- aiþáttinn í því að safna þeim sam- an, jafnvel fyrstur manna hafið þá leit, og svo niðjar hans haldið því uppi eftir hans' dag. Eitthvað mun þó Brynjólfur biskup hafa haft fyrir sér í því, að tileinka Sæ- mundi þessi ljóð. Og vel mætti hann hafa þekt þau skilríki fyrir þeim afskiftum hans af þeim ljóðum, að vel mættu þau bera nafn hans, þótt skilríki þau séu nú með öllu týnd. Svo margt hef- ir tapast síðan á dögum Brynjólfs biskups, að varlega mætti fara í þær sakir að bera það af Sæmundi og þeim Oddverjum, að hafa átt mestan hluta að söfnun og síðan að gfeymslu þeirra frá því að glatast. Svo mikill fræðimaður var Sæ- mundur og niðjar hans hver af öðrum, að ekki væri að ólíkindum með þessi fornaldarljóð, það sem hér er farið með. A. m. k. hefir prófessor Finnur Jónsson í for- mála sínum fyrir Sæmundar Eddu, ekki borið af honum, henni við- víkjandi, annað en höfundskap- inn. Og ekki er ólíklegt, að Snorri hafi orðið fyrir áhrifum frá þess- um söguljóðum, með sína Gilfa- ginning, er hann einmitt hafi kynst hjá fósturföður sínum í Odda, sonarsyni Sæmundar fróða. Eitt það furðar greinarhöfund- inn mikillega, að enginn skyldi taka sig til, að rita sögu Sæmund- ar. En slíkt er alls ekki furðu- legt. Þá var unnið að friðsamleg- um störfum í landinu, er iðkaðar voru listir og vísindi, er Sæmund- ur hefir óefað átt mikinn eða mestan hlut í. En friðartímar eiga sjaldnast íburðarmikla sögu. Af öðrum hinum mætustu mönnum þessa tíma er heldur engin saga,- nema af' Þorgilsi Oddasyni, er ha'nn deildi við Hafliða Másson.. Það sem tilfært er um Hall Teits- son í Haukadal innifelst í fáum setningum, og Ari er vart nefnd- ur, nema þar sem vitnað er í rit hans. Þær einu deilur, sem getið er í tíð Sæmndar, voru þær, sem hér er sagt milli þeirra Þorgils og Hafliða, sem lyktaði mann- skaðalaust. Þá ekki síður hneykslar það höfundinn, sem saga Jóns biskups helga telur Sæmund “þann mann er einhver hefir enn verið mest- ur nytjamaður guðskristni á þessu landi.” “Hér er ausið lofi ómælt”, segir höfundurinn, og hefir hann mikið—í þessari sinni ritgerð-— fárast yfir því dálæti og gumi um Sæmund prest, er alstaðar komi þar fram sem hans er getið. Það lítur út fyrir, að þetta valdi hon- um einhverra sárinda. — En það er alls ekkert gum eða oflof um Sæmund að ræða, þar sem hans er getið. Söguatriðin, sem nafn hans tengist við, eru sögð svo blátt á- fram eins og þau liggja fyrir. Og sýnir það sig glögt, að þeirra er ekki getið til þess eins, að koma þar að nafni Sæmundar, heldur er hans einmitt þar getið fyrir það eitt, að hann kemur við málefnið, sem farið er með. Það sýnist ekki neítt gífurlegt lof om Sæmund prest — og sízt oflof, þótt hann á sinni tíð, hafi talinn verið öðrum prestum fram- ar, er “enn” hafi verið á íslandi. Það er ekki um marga presta að ræða, er nokkuð kveður að í hans tíð eða fyrir hans dag, frá því kristni er viðtekin í landinu. En Sæmundur var, einsog þeim er kunnugt, er nokkuð um hann vita, hinn gáfaðasti og lærðasti íslend- ingur á sínum tíma og ágætur kennimaður. Þar að auki héfir hann verið sá eini prestur á land- inu, sem haft hefir skóla á heimili sínu, og kent prestaefnum lyidir þeirra kennimannsstöðu. En góð- ir kennimenn hafa á þeim tíma og síðan, verið taldir guðskristni til nytsemdarj— Auðvitað hafði Teit- ur skóla í Haukadal, er var til að- sttoðar við skólann í Skálholti og í sambandi við hann algjörlega. Telja má víst að sá skóli, er Sæ- mundur hefir haft, hafi ekki stað- ið að baki hinna skólanna, er stóðu að biskupsstólnum. Og einhverir þeirra presta, sem getið er í því prestatali, sem gert er 1143, munu hafa lært hjá Sæmundi, • Þá getur og höfundurinn þess enn fremur: “Þá er það enn haft eftir Sæmundi á alþingi, að í sótt þeirri, sem þá hafði gengið yfir landið, mundu ekki færri hafa lát- ist en þeir, sem þá voru til þings komnir.” Svo bætir hann þessu við: “i sjálfu sér er ekki gott að vita, hvernig Sæmundur gat vitað * þ^tta betur en aðrir.” Það er í sjálfu sér skiljanlegt, hvernig Sæ- mundur gat vitað um þétta betur en aðrir. Hann hefir haft nákvæma tölu á þeim, er til þings voru komnir. Svo mun það hafa verið siðvenja hans öðrum fremur, að hafa sem greinilegastar fréttir úr hverri þingsókn fyrir sig, og þann- ig fengið heildar yfirlit um þau tíðindi, sem gerðust í landinu. Er mjög sennilegt, að hann hafi haldið þeim sið hvert sumar. Á þann hátt mátti hann hafa orðið margs þess vísari, sem aðrir höfðu ekkert af að segja. Er ekki ólíklegt, að hann hafi haldið nokk- urs konar árbækur. Sannfróðir menn segja fyrir víst, að Sæmund- ur hafi ritað bækur, sem nú séu fyrir löngu týndar. Vitum vér því ekki fyrir víst, hvort verið hafi á íslenzku eða latínu. En ýmsir höfundar fornrita vorra hafa vitn- að í rit hans.-' Magnús Jónsson getur ^þess í sinni ritgerð, að til hafi verið bók eftir Sæmund, er hafi hlekst á; er að skilja á því, að hún ekki hafi tapast fyrir fult og alt, heldur orðið fyrir meiri eða minni skemdum. Það liggur í orðinu hlekst á, verður því lítið lagt upp úr svona glefsu. Telja má það hér um bil víst, ) að Sæmundur hafi verið fyrstur íslenzkur rithöfundur. Hann er Itvítugur, þegar hann kemur út frá skólanámi sínu. Þá er ekki ólík- legt, að hann hafi byrjað á rit- störfum upp úr því. En Ari er fyrir víst 11 árum yngri en Sæ- mundur. Hefir hann því ekki byrjað á sínum ritum fyr en nokkrum árum síðar. Og í þá átt er ekki ólíklegt að hahn hafi orð- ið fyrir áhrifum frá Sæmundi. Nú er Ari talinn faðir íslenzkrar sagnaritunar. Og það er fyrir sér- stakt happ, að íslendingabók hans varð ekki fyrir sömu afdrifum og hin fyrri bók hans og ritverk Sæ- mundar, sem tapast hafa. Skall hurð nærri hæl, að hún færist ekki algjörlega, þegar Brynjólfur biskup Sveinsson bjargaði henni frá glötun ásamt Edduljóðunum, sem þá vor líka komin fram á sama hengiflugið, með það að tap- ast fyrir fult og alt. , Þóttl vér íslendingar séum auð- ugir af fornum fræðum, þá er hitt ægilega mikið, sem alveg hefir tapast eða hlekst á meira og minna. Því mættum vér vera þeim öllum þakklátir, sem unnið hafa að þeirn ritverkum beinlínis og óbeinlínis, jafnt þeim, sem tap- ast haf*, og hinum, sem vér nú höfum með höndum, sem óbeinlín- is er þáttur úr^sömu keðjunni, og byggist margt á því elzta, sem nú er tapað, t. d. ritum Sæmundar fróða. Og hafi hann bjargað einu því ágætasta, sem vér nú eigum, —Edduljóðunum—frá því að glat- ast, sem eg tel vísast, þá sýnist ekki óréttmætt að þau bæru nafn hans. Svo er með hin fornu, ís- lenzku lög, að þau eru kend við Úlfljót, þótt hann ekki hafi nema lítið eitt unnið að þeim. Svo mætti telja til fleira. Þegar Magnús Jónsson hefir lokið því, sem hann veit um Sæ- mund, kallar hann að mögur sé eftirtekjan. Má það vera rétt, sé farið eftir orðafjölda, sem ýmsum er svo lagin list, að hauga sem mestum saman í efnislaust fimb- ulfamb, eða hégómlega fordild, sem hossað getur nógu hátt. En hér er ekki því að heilsa með það sem af Sæmundi er sagt. Það er í fáum en efnisríkum orðum. Sama mætti segja um Eyjólf son hans eða Loft, það er ekki í marg- yrðum, en það er ábyggilegt. Af Jóni syni Lofts er engin saga, en hann kemur við sögur, og er þá leiðtogi þjóðarinnar á þingum að semja sættir manna, Kemur þar fram sú tiltrú, sem borin er til hans, á sama hátt og það traust, sem borið var til Sæmundap í þeim friðsamlegu málum, sem komu fram um hans daga. Ritað í september 1929. Magnús Sigurðsson, á Storð. fj BAKIÐ YÐAR EIGIN M 1 ' BRAUD $ 1 b ROTAL CAKES Sem staðist het- ir reynsluna nú yfir 5o ár Frá Islandi Reykjavík 10. sep. Adolph Schföder málari hefir dvalið hér á landi nokkra mánuði. Hann kom hingað/í vor með Dr. Lotz, en varð hér eftir og hefir dvalið norðanlands í þrjá mánuði, mest í Mývatnssveit. Hann hefir málað og teiknað mikið á ferðum sínum, og hélt hann sýningu á verkum sínum á Akureyri. Lang- ar ferðir hefir hann farið inn í óbygðir og gekk hann þá eitt sinn upp á Hofsjökul. Hann er ötull ferðamaður og ferðast mest gang- andi. Leo Hansen, hin danski mynda- smiður, sem verið hefir hér á landi í sumar til þess að taka hér kvikmyndir, hefir víða farið um landið, en er nú kominn hingað til bæjarins. Reykjavíkurgötur og Halinn. — Sjómaður einn, er séð hafði tvo bílaárekstra í gær hér á götunum með fimm mínútna millibili, komst svo að orði, að hann teldi meiri lífshættu á Reykjavíkurgötum um hábjartan dag, en úti á Halamiði í óveðri um hávetur. 540 grömm var kartafla, sem Mgbl. barst í gær. Hún er úr garði Kjartans Helgasinar í Mos- húsum í Miðnesi. Er þetta stærsta kartafla, sem blaðið hefir haft fregnir af. — Mgbl. Siglufirði, 9. sept. Nokkur herpinótaskip tóku síld á Skagafirði í dag og undanfarna daga, þar af tvö 300 tunnur hvort. Síldin er í fjörusteinum undan Reykjarströnd, en er mjög blönduð smásíld. Að undanförnu hefir öll síld farið í beitu og ís- hús. í dag var fyrst kryddað lít- ililega. Nokkur skip, sem hætt voru veiðum, eru nú byrjuð á ný. Síldarvart hefir orðið hér inni á firðinum. — Þorskafli góður og gæftir. — Mgbl. VERULEG KJÖRKAUP Hin nýja ROYAL PRINCESS RAF HREINSUNARVÉL Með áhöldum til að vaxbera og og fægja gólf fyrir $49.50 út í hönd eða $1.00 út í hönd og $1.00 á viku (Mánaðarborganir ef óskað er), Lítill auka-kostnaður ef borgað er smátt og smátt Hreinsunaráhöld $8.50 aukreitis Skoðið þessa undravél í Hydro búðinni, 55 Princess Street. Sjáið hvernig hún vinnur. Wúuu'po^Hijdro, 55-59 PRtNCESSSI Phone 848 132 848 133 ROSEDALE K°L Lump $12.00 Stove $11.00 FORD COKE $15.50 Ton SCRANTON HARDKOL POCA LUMP og CANMORE BRICQUETS Thomas Jackson & Sons 370 COLONY 8T. PHONE: 37 021

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.