Lögberg - 10.10.1929, Blaðsíða 7
LÖGRERG, FIMTUDAGINN 10. OKTÓlBER, 1929.
Bls. 7.
Viðkynning
við Knut Hamsun
Eftir Sv. Elvestad.
Þegar Knut Hamsun var sjö-
tugur fyrir nokkru, voru birtar
um hann óteljandi blaðagreinar,
æfisöguágrip hans, um áhrif þau,
sem hann hefir haft á^samtíðar-
menn sína bæði í Noregi og ann-
ars staðar, og ýmsar endurminn-
ingar um líf hans. í norska blað-
inu Tidens Tegn birtist eftirfar-
andi grein eftir Sven Elvestad, þar
sem hann segir frá' viðkynningu
þeirra o. f 1., er gefur ef til vill
betri hugmynd um lunderni og
dagfar Knut Hamsun heldur en
langar og ítarlegar greinar bók-
mentalegs efnis. Rithöf. Sven
Elvestad ritar grein sína suður í
Róm. Birtist hún hér í lauslegri
þýðingu.
Eg sé í blöðunum, að Knut
Hamsun verður sjötugur eftir
nokkra daga. Undprlegt, hve tím-
inn liður fljótt. Mér finst það
hafi verið í fyrradag, sem hann
skrifaði hina ágœtu skáldkveðju
sína til Björnsons. En ef eg þekki
Hamsun rétt, þá á hann eftir að
fela sig á áttræðisafmæli sinu.
Það eru víst taugarnar, sem gera
það að verkum, að þunglyndi sæk-
ir á hann við og við, en þó svo sé,
þá er hann maður hraustbygður,
enda er í honum gamall norskur
kjarni.
Eg sit hér inni í rómverskri vín-
stofu og rita með blýant ýmsar
smávægilegar endurminningar um
hann. Hér suður á ítalíu þekkja
hann allir nú orðið, einkum er
það æskulýðurinn, sem dáist að,
honum. Og þegar ítalskir stú-|
dentar komast í kynni við Norð-
mann, vilja þeir fyrst og fremst’
heyra eitthvað um Hamsun.
BækurnaV hans sjást hér um
alt í allskonar útgáfum, og það
má drottinn vita, hvort Hamsun
fær nokkuð í sinn eigin vasa fyr-
ir útgáfur þessar.
Eg mintist á skáldkveðjuna til
Björnsons. Þegar Björnson hélt
þakkarræðuna, þá beindi hann
aðallega orðum sínum til Ham-
sun. En hann fanst ekki frekar
en fyrri daginn. Enginn vissi,
hvar hann var. Hann lá veikur
hjá Rauða krossinum. Eg spurði
Hamsun einu sinni að því, hvort
Björnson hefði aldrei náð í hann,
til að þakka honum. — Jú, svar-
aði Hamsun, hann kom til mín á
spítalann. Hann sagði: þakka
yður fyrir kvæðið, Hamsun, og
þakka yður fyrir, að það voruð
þér, sem ortuð.
Á þeim árum kom það fyrir við
og við, þegar Hamsun hafði unn-
ið í einveru mánuðum saman og
var þreyttur, að hann kom og lét
á sér bera í höfuðborginni. Þá
kom hann fram að sið fornnor-
rænna höfðingja. Þetta kom að
vísu ekki oft fyrir. Hann þoldi
það ekki vel þá, og nú víst alls
ekki. En sögurnar eru margar um
höfðingsbrag Hamsuns á víkinga-
ferðum hans til höfuðstaðarins í
þá daga. Eins og kunnugt er,
bygðu norskir höfðingjar skála
sína yfir alfaraveg, til þess að
enginn ’vegfarandi færi fram hjá.
Hamsun fyrirskipaði að framreiða
nýjar birgðir af kampavíni og
aðrir vildu koma í veg fyrir það
og töldu sl'íkt óþarfa, þá var vana
viðkvæðið hjá honum: Það getur
staðið þarna þó við förum.
I
1 Það er ekki rétt að nota orðið
veizlu, þegar Hamsun á 1 hlut, þvi
Guðmundur Helgason Goodman
Hinn 19. ágúst s. 1. andaðist
að heimili sínu nálægt Upham,
N. Dak., bóndinn Guðmundur
Helgason Goodman. Var hann
fæddur að Stafholti í Borgar-
firði, 8. september 1870. For-
eldrar hans voru þ^u Helgi
Guðmundsson frá Ferjubakka
í Mýrasýslu, og Helga Eyvind-
ardóttir frá Gerðubergi í
Hnappadalssýslu. 11 ára gam-
all fluttist Guðmundur með for-
eldrum sínum vestur um haf og
dvaldi hjá þeim fyrstu árin,
fyrst 1 Elk Rapids, Mich., og
síðar að Akra, N. D. Nokkrum
árum síðar fluttist fjölskvldan
vestur til hinnar svo nefndu
Mouse River bygðar í Norður-
Dakota, og þar hefir Guðmund-
ur alið aldur sinn síðan. Árið
189(7 gekk hann að eiga eftir-
lifandi konu sína, önnu Jóns-
dóttur Filip. Reistu þau hjón
strax bú á heimilisréttarlandi
sínu, þar sem þau hafa búið alt
til þessa. Þeim Guðmundi og
Önnu varð fjórtán barna auð-
ið; ellefu þeirra lifa föður
sinn.
Guðmundur var stór maður
vexti, mikill að burðum, elju-
maður og hagsýnn til verka,
enda blessaðist bú þeirra hjóna
mætavel. Um margra ára skeið
fékst hann við klippingu sauð-
fjár; er þess getið, að hann
hafi oft klipt hundrað fjár á
degi hverjum; var það meðfæri
aðeins fárra manna á þeim ár-
um með þeim tækjum, sem þá
voru fyrir hendi. í þreskingu
og annars staðar, þar sem á þol-
ið reyndi, segja kunnugir, a*
hann leysti oft af hendi vinnu,
sem annars var tveim mönnum
ætluð. Hestamaður var hann
með afbrigðum, einkum á yngri
árum; ferðaðist hann lengi sem
hjarðmaður frá Towner, N. D.,
til Williston. Á þeim ferðum lá
hann oft undir beru lofti ásamt
hesti sínum, einkum í “Buffalo
Lodge Hill”, sem hann nfv
mintist á og kallaðf “hótel nátt-
úrunnar.” — Guðmundur var
maður brjóstgóður, hjálpfús
og vingjarnlegur við alla, eink-
um börn. Sýndi það gjörla
hjartalag hans. Mörgum sund-
manninum bjargaði hann frá
drukknun, þau fjörutíu ár, sem
hann bjó á bakka “Músar” ár-
innar. Nágrannar hans virtu
hann' mikils sem dýralæknir,
enda var hann æfinlega fús að
ljá þeim liðveizlu á þann hátt.
Æfinlega var hann fús til að
gera sitt til að auka þægindi
annara, jafnvel þótt það kost-
aði hann allmikla sjáfsafneit-
un. Þakklátur var hann ávalt,
og mat mikils allan kærleika og
hjálpsemi, sem honum var auð-
sýnd, jafnvel fram til hins síð-
asta, mitt í þjáningunum og
dauðastríðinu. Gestrisinn var
hann, og höfðingi heim að
sækja. Lét hann þess oft get-
ið, að heimili sitt stæði öllum
opið.N Jafnan gekk hann frá
heimili sínu ólæstu, þótt eng-
inn væri heima; þjófa eða inn-
brotsmenn kvaðst hann ekki
óttast, því enginn myndi girn-
ast húsmuni sína eða eignir.
Virtist hann bera óvenjulega
mikið traust til samferðamanna
sinna í lifinu og gera ráð fyrir
að þeir væru allir jafn heið-
virðir í viðskiftum og hann var
sjálfur.
Með Guðmundi er til moldar
hnigjnn einn af frumbyggjum
Mouse River bygðarinnar. Þeim
fækkar nú óðum í öllum bygð-
um Vestur-fslendinga, þessum
hraustu, heiðvirðu mönnum,
sem fyrstir gerðu sér jörðina
undirgefna og reistu sér bygð-
ir og bú í óbygðum og villi-
skógum þessa lands. Gefi guð,
að atorka þeirra og lyndiseink-
unnir megi ganga að erfðum til
niðjanna í þúsund liðu.
Hinn framliðni var jarðsett-
ur í grafreit íslenzka safnaðar-
ins í Upham, sem hann ávalt
tilheyrði. Mikill mannfjöldi af
ýmsum þjóðflokkum var þar
saman kominn til að votta hon-
um virðingu sína og samúð
börnunum og ekkjunni, sem
Yneð stakri ástúð stunduðu
hann til dauðans. Við jarðar-
förina töluðu þeir, guðfræða-
nemi Egill H. Fáfnis, sem þá
veitti söfnuðinum prestlega
þjónustu, og sá, sem þetta
ritar. V. J. E.
að hjá honum var alt stórfengi-
legra heldur en menn eiga að
venjast.
Hamsun var heillandi, töfrandi
á þessum dögum. Hann hreif alla
með sér. Peningar flutu, vín flaut,
en mest kvað þó að gáskanum,
fyndninni — og ástúðinni, sem
hann bar til alls og allra.
Má vera, að hann hafi heillað
alla af því að hann vildi gera svo;
en nokkuð var það, að allir urðu
hrifnir af honum, ér nálægt hon-
um komu. Og menn fundu vinar-
þel hans streyma á móti sér,
fundu hvílíkt trygðatröll hann
var, og hve ant honum var um
alla gestina. í öllu því, sem hann
tók sér fyrir hendur •— og hann
fann upp á mörgu í þá daga —
fann maður til þess, hve ákemtinn
hann var, hve gáskinn var grunn-
tónninn í því, sem hann tók sér
fyrir hendur, og hve höfðings-
lundin var honum í blóðið borin.
Eitt sinn sat hann með marg-
menni inni á “Vífli” í Kaup-
mannahöfn. Allskonar vinteg-
undir voru á borð bornar úr vín-
kjallaranum, og hundrað-krónu-
seðlarnir ruku hver af öðrum.
Hvað eftir annað sendi hann eft-
ir peningum til Gyldendal. Þá
var Peter Nansen formaður þar.
Hann hugsaði sem svo, að nú væri
Hamsun að eyða og spenna í vit-
leysu og réttast væri að stemma
stigu fyrir því. — Þegar boð komu
frá Hamsun í næsta sinn, sendi
Nansen honum 100 kr. í gulli og
með skriflegri orðsendingu á
þessa leið:
Góði Hamsun, kassinn er lokað-
ur, en ef þér getið látið yður
nægja þessar 100 kr. í gulli, sem
eg sendi yður úr eigin vasa —
o. s. frv.
Hamsun varð hugsi við, er hann
fékk boðin, og fór svo út. Hálfri
stundu síðar kom hann aftur með
alla vasa fulla af peningum. Hann
var aldrei í vandræðum með að
útvega sér lán, því það var al-
kunnugt þá, að hann var og hef-
ir alla tíð verið hinn mesti skila-
maður. Veizlan hélt áfram eins
og ekkert hefði hefði ískorist. En
daginn eftir fréttist, að Hamsun
hefði geypt stórar gular rósir fyr-
ir nákvæmlega 100 kr., og sent
þær til frú Betty Nansen. En
falslitinn gula valdi hann henni,
manni* hennar til skapraunar.
Eg hefi sjálfur heyrt Hamsun
segja frá því, þegar þeir Chr.
Skredsvig og hann komu sumar-
morgun einn svefnlausir eftir
Drammensvegi og keyptu þar
kúna. Hann lagði enga sérlega
áherzlu á það uppátæki þeirra að
kaupa kúna, en útlistaði mjög ná-
kvæmlega, hve beljan varð þeim
til mikilla trafala, eftir að veit-
ingastofur borgarinnar voru opn-
aðar og kýrin fylgdi hinum nýju
eigendum sínum og stóð t. d. og
jórtraði í dyrunum á Hótel Grand.
Að lokum keypti Hamsun blóm-
vönd og sendi kúna og blómvönd-
inn til stúlku þeirrar, sem hann
þá hafði mestar mætur á þar í
borginni. En frá því er ekkert
skýrt, hvernig hún tók á móti
gjöf þessari.
í “Vktoríu” segir malarasonur-
inn: “Varið yður á mér, því að
annars tírýt eg yður saman og
sting yður í vasa min.” Hamsun
hafði altaf alveg sérstakt lag á
því að gera lítið úr sjálfum sér
og eins að afsaka að hann væri til.
Má vera, að hann hafi meint hið
gagnstæða, en það verður að fyr-
irgefast honum. Hann vildi ávalt
sjálfur setja þær reglur og það
takmark, sem leikið var eftir. Ef
út af var brugðið, mátti búast við
því, að manni yrði stungið í vas-
ann. Einu sinni stóð eg með
Hamsun á Karl Johans-götu, er
maður nokkur með skjalatösku
gekk fram hjá okkur. » Hamsun
heilsaði manni þessum með hátíð-
leg'ri lotningu. — Hvað á nú þetta
að þýða? Hvaða maður er þetta?
spurði eg. — Ertu frá þér, mað-
uf! Hann er hershöfðingi, svar-
aði Hamsun.
iHamsun hafði einu sinni lofað að
hjálpa mér, þegar eg var að braska
í að koma mér upp blaði. Hann
átti þá heima í Kongsberg. Þaðan
fékk eg bréf frá honum. Inni í
umslaginu var annað umslag, og
utan á því stóð skrifað:
-— Nei, nú veit eg, hver fyrst
og fremst á að vera með þér i
þessu nýja fyrirtæki þínu. Ef sá
gamli grautarheili X. X. (þektur
vinstrimaður og háttsettur em-
bættismaður) á að vera með, þá
vil eg ekki vera með. Það, sem eg
hefi skrifað innan í þetta umslag
er ógilt.
Það var eitt af sérkennum Ham-
suns, að hann þjáðist af einskon-
ar undarlegri feimni; tók það oft
aftur, sem hann nýlega hafði
stungið upp á.
Það er undarlegt nú að sjá, hve
mörg eintök eru prentuð af bókum
Hamsuns. Þegar bók hans, “Un-
der Höststjernen” kom út, seld-
ust 3000 eintök. Þá sagði Ham-
sun: Eg sel aldrei meira. Eg
hefi vissa lesendur og fæ ekki
fleiri.
Ritdómurinn um bókina í “Af-
tenposten byrjaði þannig: “Einu
sinni var skáld, sem hét Hamsun”.
Það er stór furða, hve norskir rit-
dómarar hafa á undanförnum ár-
um getað framleitt mikið af smá-
sálarskap, moðreyk og heimsku.
Þegar Hamsun hafði lesið grein-
ina í Aftenposten, varð honum að
orði: “Og þetta er bezi;a bókin
mín, sem maðurinn er að skrifa
um.” Mig minnir að Hamsun hafi
kallað bókina fyrst Neu-Rosen.
En Nærup fékk hann til að breyta
titlinum og þá fann hann þetta á-
gæta nafn, sem sæmir svo vel
listverki þessu.
En þó Hamsun væri ágætur í
gleði og glaumi, þá hefir mér
fundist mest til hans koma, þeg-
ar í móti hefir blásið; jafnvel
þegar hann var í vondu skapi —
það gat komið fyrir — var hann
alt af jafn viðfeldinn og viðmóts-
þýður. r—•
Einu sinni var eg á ferð og
langaði mig þá til að heimsækja
hann í Elverum. Eg símaði til
hans og spurði hv(jrt eg mætti
koma. Hann svaraði: “Já, — en
komdu einn, eg er veikur.” Það
Það vildi svo einkennilega til, að
missiri seinna var eg í Stokkhólmi
með Niels Kjær, og Kjær sendi
August Strindberg álíka fyrir-
spurn. Strindberg svaraði: “Já,
en komdu einn; eg er þreyttur.”
Hamsun bjó þá í litlu húsi fyrir
utan Elverum. Þar var fallegt og
þriflegt. Hann var þá nýgiftur
og var að byrja að koma sér fyrir.
Stofa hans var einfðld og íburð-
arlaus, — vitanlega. Hann var
þá byrjaður að safna málverkum,
einkum eftir norska málarann
Thorsteinsson. Var Hamsun mjög
hrifinn af málverkum hans. Þetta
var rétt fyrir Jólin. Hamsun var
mjög gramur yfir, að hann gat
ekki boðið mér glas. — Eg á ekk-
ert í húsinu. Kunningjar heim-
sækja mig við og við, en eg gleymi
því alt af. Vitaskuld hefi eg pant-
að kassa frá Kristjaníu núna fyr-
ir jólin. '
Orðið “kassi” hljómaði svo há-
tíðlega í munni hans. — “En
heldurðu að hann komi nokkurn
HVERNIG NUGA-TONE
STYRKIR LÍKAMANN.
Nuga-Tone inniheldur þau efni,
er veita líkamanum meira en nóg
af heilbrigðu og auðugu blóði. Það
ínniheldur einnig þau efni, er sér-
staklega styrkja taugarnar, enda
ráðleggja margir ágætustu lækn-
ar notkun þess.
Nuga-Tone skerpir meltinguna,
eykur matarlyst, og veitir þreyttu
fólki væran svefn og ágæta hvíld.
Sá, sem þjáist af andremmu, ætti
ávalt að nota Nuga-Tone. Það er
og ágætt við höfuðverk. nýrna- og
blöðrusjúkdómum, og kemur öllu
líkamskerfinu yfirleitt í hið bezta
lag. Slitið og taugavei'klað fólk
Hamsun vann aftur, en það var
enginn fögnuður yfir því. Hann
fylgdi mér álieðis til járnbraut-
arstöðvarinnar.
Það bezta, sem hægt er að óska
Hamsun nú, er að hann skrifi
brátt aðra bók eins og seinustu
bókina, “Landstrykere”. Hún
er með mestu ritverkum hans.
Hún er betri en Per Gynt/ því að
hún flettir ennþá betur í sundur
lyndiseinkennum norsku þjóðar-
innar. (Tidens Tegn.)
Mahatama Gandhi
getur ekki fengið betra meðal, en indverska þjóðhetjan, er einhver
Nuga-Tone. Fæst í lyfjabúðum.
Reynið það í 20 daga, og séuð þér
þá ekki ánægð með árangurinn,
verður peningunum skilað aftur.
Varist eftirlíkingar. Biðjið um
ekta Nuga-Tone.
tima? Ónei, eg held ekki. Eg
pantaði hann fyrir hálfum mán-
uði, en það er allstaðar að mæta
þeim sama norska trassaskap. Það
er merkilegt, hve menn geta verið
stirðir og þverir. Sjáðu .t .d ofn-
rörið þarna, sem eg vildi hafa
svona, en svo komu einhverjir
menn til að gera við ofninn, og þá
setja þeir það alveg þveröfugt.
Eg reyni að fá mínu framgengt,
en þeir bara hrista höfuðið og
glápa. Og þó ætti eg að hafa eins
mikið vit á því og*þeir.”
Við fórum að spila “dam”, en
stuttu síðar heyrðum við eitthvert
þrusk fram í eldhúsinu. Það var
komið með eitthvað eftir veginum
og farið með það inn. Frú María
kom inn og sagði að kassinn væri
kominn. — “Já, einmitt,” svaraði
Hamsun; “já, kassinn er kominn!
Það er nú svo; kassinn er kominn!
En eg drekk ekki dropa. Þú verð-
ur að fá þér eitt glas.”
Hamsun vann spilið fljótt' og
stóð á fætur. Undarlegt bros lék
um varir hans.
— Það væri ekki alveg ómögu-
legt, að eg fengi mér ofurlítið tár.
Það eru annars, ósköpin öll, sem
eg panta af ýmsu tægi; — fullan
kassa!
Við fórum fram í eldhús. Þar
stóð maður og var að opna kass-
ann. Hamsun tók hamarinn af
honum. — “Hvað er þetta” sagði
hann; “getið þér ekki skilið, að
það á að opna kassann svona, en
ekki svona!” Brátt kom í ljós, að
í kassanum var alt annað en ætl-
að var. Þar var ostur, ekkert
annað en ostur, sem ættingjar
frú Maríu höfðu ' sent henni.
Við fórum afttir að spila “da
einkennilegasti maður þessarar
aldar. Saga hans er jafnframt
saga sjálfstæðisbaráttu Indverja
síðustu áratugina. Hann hefir
verið áhrifamestur allra þjóðmála
foringja þar í landi um langt
skeið, og hreyfing sú, sem hann
hefir vakið með Indverjum, hin
ofbeldislausa mótstaða gegn yfir-
ráðum Englendinga, mun verða
talin eitt hið einkennilegasta þjóð-
málafyrirbrigði síðari tíma. Þessi
hógværa andstaða Indverja hefir
orðið að hvössu vopni í höndum
þeirra og hnekt veldi Breta þar
eystra meira en nokkuð annað.
Séra Friðrik Rafnar hefir fyrir
nokkru ritað bók um Gandhi, sem
Þortseinn M. Jónsson, bóksali á
Akureyri, hefir gefið út. Bókin
er skipulega samin og gefur mönn-
um glögga hugmynd um líf og
starf þessa ágæta manns. Er þar
lýst af mikilli samúð hinu mikla
viðreisnarstarvfi Gand'hi’s 1 þágu
Indlands. Viljastyrkur og þol-
gæði þessa sjaldgæfa mikilmenn-
is, er gott dæmi þess, hverju slík-
ir eiginleikar mega til vegar koma.
Gandhi er nú sextugur að aldri
(f. 1869). Hann er lögfræðingur
að mentun, stundaði nám í Eng-
landi og var um hríð (1893-1914)
málaflutningsmaður, og dváldist
þá í Suður-Afríku. — 1 desember
1914 sneri hann heim til Indlands
og hefir alla stund síðan — og þó
einkum frá 1919 — barist hinni
friðsömu baáttu gegn Indlands-
stjórn Breta. Árið 1922 var hon-
um varpað í fangelsi og dæmdur
til þungrar refsingar. — Ræður
hans hafa verð gefnar út á ensku
(1921)i undir titlinum “Freedom’s
battle”. — Gand'hi hefir orðið
fyrir miklum áhrifum af lífsskoð-
un og keoningum Tolstojs, hins
rússneska skáldspekings. — Vísir.
DEPARTMENT OF PUBLIC WORKS,
FIRE PREVENTION BRANCH
An Appeal
Practise Fire Prevention
Every Week
Throuéhout the Year
The Demon Fire Never Sleeps
i *
Be Ever On Guard
Against 11 By Beiné
Gareful
\
Better Be Saíe Than Sorry
Issued by authority of
HON. W. R. CLUBB.
Minister of Public Works
and Fire Prevention Branch
E. McGRATH,
Provincial Fire Commissioner,
Winnipeg.
Fishermen’s Supplies Limited
Umboðsmenn fyrir—
Tanglefin Fiskinet, tilbúin af National Net and Twine Co,
Brownie kaðla og tvinna.
Vér höfum í Winnipeg birgðir af
Tanglefin Fiskinetjum, með lögákveðinni möskvastærð.
Maitre kagla og tvinna. %
Kork og blý.
Togleður fatnað.
Komið og sjáið oss, þegar þér komið til Winnipeg, eða skrif-
ið oss og vér skulum senda yður Verðlista og sýnishom.
Fishermen’s Supplies Limited
401 Confederation Life Bldg. Winnipeg. Sími 28 071
Hversu óbrotin, örugg og
ódýr mjólkin er—bezta fæð-
an, sem náttúran framleið-
ir fyrir menn, konur og
börn.
HREIN
MJÓLK
Bezta mjólkin, sem fæst fyr-
ir litla peninga, ef þér
kaupið
Crescent mjólk er hreinsuð
mjólk, rjómi, smjör, áfir, Cottage Cheese. Sími: 37 101
CRESCENT CREAMERY COMPANY, LTD.
w % ;■ /y f , , j e fV ■ ■; ■—■ ■ ■ i Sendið korn yðar
tii !< • ' iíiyT 1
í uhitedGrain Bank of Hamilton CKambers GROWERStr LougKeed Building
WINNIPEG CALGARY
Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er.
er
ve\
*«"efit
“i6»tw«'eg
BREU/ED IN
WESTERN
CANADA
F0R OVER
4-0 YEARS
STOCK
ALE
SHEÁS WINNIPEG BREWERY LIMITED