Lögberg - 10.10.1929, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.10.1929, Blaðsíða 6
BIs. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. OKTÓiBER, 1929. Mánadalurinn EFTIR JAGK LONDON. “Einlivers staðar, inni í einliverju dalverp- inu, muntu að lokum finna býli,” sagði hann gletnislega. i\Irs. Hall leit til þeirra rannsakandi aug- um, um leið og þau gengu inn. “Eg var að sýna henni Mánadalinn, eða dalinn í tunglinn, þar sem hún hefir í ‘hyggju að byrja búskap,” sagði hann hlæjandi. “Við höfðum ætlað okkur að ganga spotta- korn,” sagði Saxon. “íOg jafnvel þótt förinni væri heitið til tunglsins, geri eg ráð fyrir að við myndum komast þangað.” “En, barnið mitt góða, þú getur ekki vænst þess, að finna slíka paradís á jarðríki,” bætti Hall við. “Til dæmis áttu þess engin tök, að fá rauðvið, nema á svæðunum, þar sem þokan beltar sig. Það er eins og þau eigi ávalt samleið. ’ ’ “Eg skil varla annað, en við gætum vanist þokunni sæmilega — rauðviðurinn gengur fyr- ir öllu öðru,” sagði Saxon í nokkurri ákefð. “Ekki hefi eg nokkra minstu hugmynd um, hvernig sú náma lítur út, þar sem heimspekis- steinarnir svokölluðu fást, en sé hún svipuð mannaranámunni hans Mr. Haflers og þægileg járnbrautarskilyrði við hendina, hygg eg, að við myndum ekki láta okkur fyrir brjósti brenna, að reyna að komast þangað. Og þú þarft ekki að ferðast alla leið til tunglsins eftir hunangsdögginni. Þeir bara strjúka hana af trjánum þarna* uppi í Nevada-'héraðinu. Eg veit það með vissu, því faðir minn sagði móð- ur minni frá því og hún aftur mér.” Nokkru seinna um 'kvöldið, eftir að útrætt var um búskapinn að mestu, sneri Hall við blaðinu og fór að tala um paradís braskaranna, er svo mjög var á orði í Bandaríkjunum. “Hugsið ykkur hið gullna tækifæri,” sagði hann. “Nýtt land með úthöf á allar hliðar, auðugasta landið í veröldinni frá náttúrunnar hendi, þéttsett nýbyggjum, er varpað hafa af sér viðjum hins gamla tíma, og drukkið í sig lýðstiórnar hugsjónirnar. Það eina, sem haml- aði þ£im frá því að fullkomna lýðveldis fyrir- komulagið, var græðgin. . “Þeir gleyptu hvað sem fyrir hendi var, eins og gráðug svín, og í öllu því óskapa æði, fór lýðstjómar skipulagið í mola. Græðgin varð að reglulegum glæfrum. Ef maður tap- aði landbletti eða lóðarspildu, þurfti ekki ann- að en að fara fáar mílur vestur, til þess að fá skaðann meira en fullbættan. Þeir fóru um landið lfkt og fellibylur. Þeir eyðilögðu hvað sem á vegi þeirra varð, Indíána, jarðveginn, skógana, alveg eins og þeir upprættu vísund- ana og margt annað lífrænt. Siðferði þeirra í viðskiftalífinu og stjórnmálunum, var siðferði gTÓðabrallarans. Allir tóku þátt í leiknum, og leikurinn var dáður mjög. Enginn mótmælti, sökum þess, að allir vora trúðarar, þótt með misjöfnum hætti væri. Eins og eg sagði áður, þá leituðu þeir, sem tapað höfðu, vestur á bóg- inn, eða til Qandamæranna, í von um ný auðæfi. Sá, sem yann í dag, var allslaus á morgun. En daginn þar á eftir ók hann ef til vildi í konung- legri kerru. “Þannig ginu þeir við öllu og gleyptu, frá Atlantshafi til Kyrrahafs, unz hald hafði ver- ið lagt á alt það, er fyrir hendi var. Þegar ekki var lengur meira upp úr landinu að hafa, skóg- arnir evddir og námurnar tæmdar, fóru þeir að berjast fyrir sérleyfum og allskyns einokun- ar-samtökum, og til þess að hylma yfir hið sviksamlega brall, var leitað skjóls á bak Við hina pólitisku floikka. Tók þá vegur lýðstjórn- ar skipulagsins að þverra. “Og svo kom fyrir hið kátbroslegasta af þessu öllu saman. Þeir, sem höfðu orðið und- ir, gátu hvergi náð fótfestu efnalega á ný, en sigurvegaramir tóku að leika fjárbrallsleik sinn innbyrðis. Þeir, sem tapað höfðu, stóðu álengd- ar með hendur í vösum og horfðu á aðfarirnar. Þegar hungrið tók að sverfa að þeim, leituðu þeir auðmjúkir og með hattinn í hendinni á fund braskaranna, og báðu þá náðarsamlegast um atvinnu. Þeir, sem töpuðu, urðu þjónar sigurvegaranna, eða þeirra auðugu, og hafa verið það jafnan síðan. “Þú, Willi Roberts, hefir í raun og veru aldrei haft spil á hendinni, hvað þessu við- víkur.” “Hvað er um þig sjálfan?” spurði Willi. “Eg hefi aldrei séð þig altrompa í fjármál- unum.” “Eg þarf ekki að vera það. Það er ekkert tillit tekið til mín. Eg er uppskafningur.” “Hvað er það?” “Með því er átt við einhvem, sem fær eitt- hvað fvrir ekki neitt. Svitadropar verkamanns- ins eru kjölfesta mín í lífinu. Eg þarf ekki að braska. Eg þarf heldur ekki að vinna. Faðir minn eftirlét mér sína vinninga í arf. Þit.t fólk var engu betra, en mitt fólk. Munurinn aðeins sá, að mitt fólk sigraði, en þitt tapaði, og þess vegna ert þú núna að plægja jarðepla blettixm minn. ” “Við getum ekki séð auga til auga í þessu til- liti,” svaraði Willi djarflega. “Gætinn og meðal skynsamur maður, getur borið sigur úr býtum enn. ” “Með því að taka heimilisréttarland, eða hvað?” svaraði Hall snögglega. Willi skildi fljótt hvert örinni var stefnt. “Þrátt fyrir það getur maður samt borið sigur úr býtum,” sagði hann á ný. “Auðvitað getur hann það í vissum skiln- ingi — liann getur sennilega fengið atvinnu hjá einhverjum öðrum náunga, og orðið þjónn. En hugsaðu þér aðstöðu þess, 'sem hefir -tapað. Hvað mörgum flækingum hefir þú mætt við þjóðveginn, er gátu fengið atvinnu við keyrslu hjá flutningafélaginu í Carmel. Þeir fengu hana ekki, hvað sem í boði var, og voru þeir þó engu minni fyrir sér, né síður gefnir heldur en þú, meðan þeir voru ungir. Það er geysimunur á því, að fórna einhverju af lífi sínu í leit eftir auðugu landflæmi, eða lítilfjör- legri daglaunavinnu. ” “En, samt sem áður-------” sagði Willi. “ó-já! Þetta liggur í blóðinu,” sagði Hall frjálsmannlega. “Því ekki?” “Kynslóð eftir kynslóð, hafa menn “spekúlerað” hér í landi. Það lá í loftinu, þegar þú fæddist. Þú hefir andað því að þér alla þína æfi. Og þú, sem aldr- ei hefir haft hvíta plötu á spilaborðinu, sækist nú eftir einni slíkri af lífs og sálar kröftum.” “En hvað verður um alla þá, sem tapa?” greip Saxon fram í. “Lögreglan verður kvödd til verks, og leik- sviðinu lokað,” svaraði Hall. Saxon hleypti brúnum. “Gerðu það, sem forfeður þínir létu ógert,” sagði Hall. “Gaktu til verks og fullkomnaðu lýðst jórnarfyrirkomulagið. ’ ’ Nú flaug Saxon alt í einu í hug, hvað Mer- cides hafði sagt. “Vinur minn sagði, að lýðræði væri óendan- lega dýrðlegt.” “Já, — í spila- eða fjárglæfrakránni. Fólk- ið er afvegaleitt. Miljónir mætra borgara, ganga til hvíldar að kveldi og sofa draumlaust nóttina á enda í þeirri trá, að það sé nú í raun- inni þeir, er stjórni landinu og ráði lögum og lofum. ” “Þú talar alveg eins og Tom bróðir minn,” sagði Saxon, eins og út í hött. “Ef allir færu að gefa sig við stjórnmálum, og legðust á eitt, er engan veginn óhugsandi, að að eitthvað kynni að vinnast á til bins betra, eftir þúsund ár eða svo. En eg krefst skjótra umbóta, — eg hefi hvorki tíma né kringumstæður til að bíða. Eg krefst þeirra þegar í stað.” “Er þetta ekki einmitt það, sem hefi alt af af verið að segja þér, góða mín. Sá er einmitt ljóður á ráði þeirra, er tapa, eða verða undir, að þeir gefa sér ekki tíma til þess að bíða. Þeir heimta alla skapaða hluti þegar í stað. En þeir geta ekki fengið óskir sínar uppfyltar á éinu augnabliki. Það er meðal annars það, sem að er, í ákefð þinni eða ásælni eftir mánadalnum, eða dalnum í tunglinu. Alveg nák\Temlega það sama gengur að Willa, því núna rétt í augna- blikinu kvelst hann af því að geta ekki haft út úr mér tíu cents í pedro-spili. ” “Ja, sei, sei! Þú hefðir átt að vera stræta- prédikari, eða eitthvað því um líkt,” sagði Willi. “Það hefði eg líka orðið, hefði eg ekki haft hið illa fengna fé föður míns til að spila úr. Það er í rauninni ekki mitt fé, — það má fjúka út í veður og vind fvrir mér. Hér er aðeins um að ræða blindingaleik á blindingaleik. ofan” Nú kom Mrs. Hall til sögunnar. “Ætli það sé nú ekki nóg komið af svo góðu?” sagði hún glaðlega, en þó í fullri al- vöru. “Hvað sem er um það, þá ætla eg nú samt að hafa tíu cent út úr Willa í pedro. Hann hef- ir ekkert að gera í hendurnar á mér.” Þau Saxon og Willi undu sér frábærlega vel í hinu frjálsa og fjörgandi andrámslofti í Carmel. Saxon fann til þess með sjálfrí sér, að hún var eitthvað annað og meira, en óbrotin þvottastúlka, eða kona ökumanns. Hún var nú ekki lengur innilokuð í þröngu verkamanna- umhverfi á Pine stræti. Lífið sýndist henni nú auðugt og bjart, í hvaða átt sem litið var. Þeim leið stórum betur, bæði líkamlega, andlega og efnalega; enda kom það augljóslega fram í háttum þeirra og svip. Aldrei nokkru sinni hafði Willi verið jafn fallegur og hann var nú, eða jafn hraustlegur á að líta.. Hann sór og sárt við lagði, að hann Væri tvígiftur, og að seinni konan væri mörgum sinnum fegurri, en sú fvrri. Saxon stakk því að honum í trúnaði, að einu sinni þegar hún ihefði verið að baða sig í Carmel ánni, hefði Mrs. Hall og ýmsar kunn- ingjakonur hennar, dáðst mjög að vaxtarlagi sínu. Þær hefðu þvrpst utan um sig, og kall- að sig ástargyðjuna, eða Venus. íSamjöfnuðurinn við Venus kom Willa eng- an veginn á óvart, því í dagstofu Halls stóð marmara lfkneski með brotinn handlegg, er skáldið hafði sagt honum, að allur heimurinn lyti,vSem ímynd kvenlegrar fegurðar. Á HEIÐUM Eftr HenriJc Ibsen. ............... IV. Langt um sæinn sá er kominn suðri frá, með leyndra rósa hugarleiftur yfir enni, eins og sveiflur norðurljósa. 1 hans hlátri ’ er hulinn grátur; hann er þögull, samt hann talar. En um hvað? Það er mér hulið eins og það, sem vindur hjalar. KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEC, MAN. Yard Offlce: 6th Floor, Bank of HamlltonChamber*_ Svo í vop, með sinni af stáli, sæki ég þær tvær í dalinn; hef þær hversdagsamstrið yfir, upp til mín í f jallasalinn. Læt þær nema nýju fræðin, njóta lífsins, striti gleyma; brátt ég veit, þeim finst þá frjálsa fjallaloftið betra’ en heima. Veidur kalda augað ótta; óþekt dýpi, svo sem hárra gnípna jökla girtra milli gljúfratjama sortablárra. Svangir hugarfuglar flökta fleti vænjíyjiungir yfir. Þegar stormur öldur ýfir alt á flótta snýr, sem lifir. Eg með byssu, hann með hunda, hittumst upp við Jötnasæti, fylgdumst að og félag bundum, frá því slippi’ ég, ef eg gæti. Því hefi eg við þetta unað, þótt eg margoft vildi skilja? Mér finst það' nú helst, hann hafi -hart nær svift mig öllum vilja. V. “Hví ert þú að þrá á kvöldin þinnar móður lága kofa? Betra’ er 'en í*fúlu fleti frjáls á heiða vídd að sofa.” “Hví skal heima dotta’ og dreyma? Dáðum lífs er betra’ að sinna. Betra’ en svefn hjá föllnum feðrum Fræknleik reyna’ og sigur vinna. Hreinninn rennur hæstu eggjar. Hans er leið þó illa viðri stundum, betri’ en basl við hrjóstug börð og móa þarna niðri.” Vtnesskirkju klukknahringing kalla til mín oft eg heyri. “Skeyttu sízt um kall frá klukku, kliður fossa’ er betri og meiri.” Mamma’ og hún til kirkju koma, klúti’ er sálmabókin vafin. “Heyrðu. karl minn, kvaðir tímans: kirkjan ætti’ að vera grafin.” Þar er inndæll organhljómur, og sú ljósadýrð við gaflinn! “Betur syngja byljir heiða, betur Ijómar sól á skaflinn.” < Komdu þá, í hríð og hörku heiðaskafla vil ég troða. Látum 'hina lötra í kirkju, leiðir nýjar skal ég boða. VI. Haustar nú, og hornabjöllur heyri ég bola niðri’ á ási. Fyrir heiðafrelsið aftur fær hann líf á þröngum bási. Brátt er fjall í vetrarvoðum, vistin erfið heiðabúa. Fennir yfir allar götur; aftur verð ég heim að snúa. Heim? En ég hefi‘ heiman snúið hug í volki minna ferða. Hann því olli. En svo ég sjál^r sál og skrokk minn lærði’ að herða. Dáðir lífsins drýgir ekki dvergafólk í bygðum lágum. Eg hefi fylst af þreki' og þrótti, þrifst nú bezt á vegum háum. Seljakofar auðir eru athvarf, þangað dreg ég veiði. Hugur, þótt sé reimt í rökkrum, rennur vitt á frjálsu skeiði. Leyniíhvísl frá nornum nætur nær í kyrð til eyrna minna. Þót ég margoft hlusti hræddur, hugans magn skal sigur vinna. Vetrarlíf á víðum heiðum viljann stælir, hugann magnar. Ekkert söngl í isumarfuglum sýkir hér í ríki þagnar. VII. Langa tíma sat ég svona, sár og leiður á að spinna hugsans lopa einn. — Eg ætla oní bygÖ til vina minna. Þar hjá henni’ og móður minni mun eg fáa daga sitja. Hverf svo burt, ert brátt ,er vorar, báðar skal til heiða flytja. Eg þarf heim. En seint ég sá það. Sorthríð á hverjum degi, hörkufrost og liúm. Nú sé eg héðan enga færa vegi. VIII. Svo liðu vikur, mín löngun heim og leiðindin fóra að skána. ♦ Það lagði lijarn yfir heiða geim. En heiðríkar nætur, ég gleymi ’ ei þeim, með starandi stjörnur og mána. Svo (hress var eg oft, að hússins dyr eg hreif upp að liðnum degi, er hugur og þróttur þurftu byr; eg þaut út um víddir og stóð fyrst kyr, er hengiflug hefti vegi. í gapandi dýpi ég dalinn sá, Af dunum heyrði ég niðinn. Eg hallaði vanga og hlustaði á. Hvern heyrði .ég þessa tóna slá? Þá þekti ég klukkna kliðinn. v Þær hringja nú jóla háíð inn, sem helgi um sveitina breiðir. Nú glæðir hún ljós við gluggann sinn, og glampa slær út um ljórann minn, er sál mína laðar og seiðir. Af heimilislífsins helga frið í hug mér brá f jölda mynda. Svo helkalt varð nú ínitt heiða svið. Eg hlaut þessa stundu minning við þig móðir og mey að binda. Þá heyrði ég bak vij5 mig hlegið kalt. Hún hló þar hin ókunna skytta. Þótt hugsaði’ eg aðeins, hún heyrði alt. “Er hjartað í lagi’, ef þú aftur skalt þá kæru í kotunum hitta?” Og aftur stóð eg með stæltan dug og styrkleik í armi mínum, » lét jöklakyljuna kæla liug og kveifarmenskuna rak á bug með jólum og sálmum sínum. * Þá leit eg livar glampi’ í loft sig hóf og lýsti í stórum boga. Frá húsi mömmu hann út sig óf, á eftir fylgdi svo reykjarkóf. Svo laust þar upp rauðum loga. Eg æpti og hefði fleygt mér fús af fjallsbrún til hennar niður. En skyttan glotti: “Svo gamalt hús að gráta’, eða brunninn kött og mús, mér finst ekki frækinn siður. ” / , Hann talaði ’ af viti og mælti margt, sem mér færði rauna bætur. Hann sýndi í loftinu logans skart, er ljósaglapinn að neðan snart við töfradýrð tunglskinsnætur. Eg sá, fyrir auga hann bar hönd og hórfði’ út í geiminn víða. Þá hljómaði söngur um heiðalönd; tl himins göjjjlu mömmu önd eg vissi þá var að líða. s Þú vanst í kvrð og barst liarm þinn hljóð, með hægð gekstu vegi þína. Nú líður þú hljótt um loftsins slóð til ljóss og sælu, því þú varst góð. Svo kvaddi ég móður mína. En skyttan var horfin og skugga sló af skýflóka’ á himinbogann.. Með hita- og kulda-flog ég fló um fannirnar. Neita því ekkj þó, að loftið varð fegra við logann.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.