Lögberg - 10.10.1929, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.10.1929, Blaðsíða 4
Blb. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. OKTÓBER, 1929. Hogberg Glefið út hvern fimtudag af The Col- umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” ia printed and publlshed by The Columbia Press, Limited, in the Columbia o Buildlng, 695 Sargent Ave., Winnlpeg, Manitoba. Meát um vert 1 daglegu samtali verður það jafnan efst á baugi, er um þaÖ er rætt, hvers Canada, og þá ekki hvað sízt hin fámennu Sléttufvlki þarfn- ist mest, að hin efnalega velsæld hljóti aÖ ganga fyrir öllu öðru, — að alt sé undir því komiS, að fá fleiri menn með meiii peninga til þess að rækta landiS, vinna námur, höggva skóga, efla fiskiútveginn og leggja grundvöllinn aS nýjum borgum. Þetta getur nú í sjálfu sér veriS alt- saman gott og blessaÖ, en þó er þaS engan veg- inn einhlítt, ef vel á að takast til um framtíð vors unga þjóÖfélags. Menningarleg afkoma, hvaða þjóðfélags sem er, er hvorttvegigja í senn, bæði hagsmunalegs og andlegs eðlis. Vér höfum vafalaust, flest hver, kynst þjóð- um, er orÖið !hafa undir í baráttunni 'fyrir til- veru sinni, sökum' þess, aS þær lÖgðu ónóga rækt viS manndómseðli sitt, og létu stundar- hagnaSinn eða hagnaðarvonina, sitja í fyrir- rúmi. HeilbrigS sámbönd viS lífiS og um- hverfið, höfðu brostið. Eins lengi og almenn- ingur veður í villu og svíma einsýninnar, — tekur hóglífi og munað fram yfir þrekraun og starf, ber alt að einum og sama brunni. Vægð- arlaus tortíming starir slíkum lýð í augu, fyr eða síÖár. HarSstjórn, af IhvaÖ^, tegund sem er, hvort heldur hún kemur frá kreptum hnefa alræðis- mannsins, kúgunar samtökum hinna svoköll- uðu aÖalbornu stétta, hjartalausum samtökum vinnuveitenda eða vinnuþiggjenda, leiðir ávalt til stéttahaturs, misskilnings og niðurdreps. AS Canada þarfnist aukinnar framleiðslu, er vitanlega ekkert efamál. Þó vill fólkið heldur vera án hennar, en að láta það viðgangast, að náttúru fríðindi landsins séu að mestu leyti unnin í þágu fárra manna, á kostnaÖ fjöldans. AS Canada þarfnist fleira fólks, er heldur ekkert efamál. Þó mun skilningurinn, sem bet- ur fer, ærið alment sá, að mest sé um vert, að aðkomumenn séu líklégir til þss aS verða trúir og heilþrigðir borgarar. • Gáfnafar þeirra og siSferðisþrek, verður að vera slíkt, að samboð- ið sé 'kostum canadi.skra þegnréttinda. HöfSatalan og fjármunirnir, geta engan veginn skoðast fullnægjandi markmið nokkurr- ar þjóðar. Mest af öllu ríður á, að full rækt sé lögð við skapgerðina og meðfædda mannkosti. AS því takmarki, ætti öll starfsemi mentamál- anna að stefna. Vel er, að það sé í minni haft, að menta- stofnanirnár hafa orðið, og geta orðið enn, engu síður til iUs en góðs. ÞaS er hvergi nærri fullnægjandi, að starfrækja skóla og bókasöfn, gera aðganginn greiðan að skemtistöðum og auka útbreiðslu blaða og tímarita. Sérhvert afl, getur orðið neikvætt, engu síður en jákvætt. Kröfur vorar um aukna mentun, verða allar aS snúast um þá mentun eina, • er vitkar fólkiS, eykur siðferðisþrek þess og gerir það að nýt- ari og 'betri borgurum. Vér getum aldrei varið til þess of miklu fé, að sannmenta fólk vort, og heldur aldrei lagt of lítið til þeirra stofnana, er veikja skapgerð- ina og rýra manngildið. Lagning brúa, járn- brauta og þjóðvega, kemst aldrei í hálfkvisti að gildi við bygging heilbrigðrar skapgerðar. Sá tími kemur, fyr en síðar, er mikiíleiki hverrar þjóðar verður metinn eftir mannkost- um hennar. ÞaS eru til þjóðir í dag, er velta •sér svo í jarÖneskum auðæfum, aS einstætt mun vera í sögu mannkynsins. Sennilega væri ekki úr vegi, að þær stingju hendinni í eigin barm, og spyrðu sig sjálfar hvert stefndi. SjálfsdýrS og auðæfahroki eru ávalt fyrir- boðar tortímingar. Mikilleiki canadisku. þjóð- arinnar hlýtur að liggja á öðru sviði. Hann hlýtur að grundvallast á réttlæti og víÖsýni, er öllum gerir jafnt undir höfði. 1 sérhverju því þjóðfélagi, er ræktað hefir hjartalag sitt við arinn mannástar og réttvísi, nær viðskiftalífið hámarki heilbrigðs þroska. Þar kemst stéttarígurinn ekki að, því allir finna jafnt til bróðurskyldunnar. Slíkir skulu vera máttarvdðir hins canadiska þjóðfélags í framtíðinni. Og mun þá verða því bjartara umhorfs, er aldir líða. Úr ýmsum áttum i. Frá því er heimsstyrjöldinni miklu sleit, hafa það aðallega verið tvær stefnur í alþjóða- málum, er togast hafa á um völd. Hina fyrri mætti réttilega nefna samvinnu, eða samúSar- stefnu, er þaS megin mark liefir, að stuðla aÖ bróðurlegum skilningi þjóSa á meðal, en þá síð- ari, þröngsýna, þjóSernislega hagsmunastefnu, þar sem hver vill fyrst og fremst skara eld að sinni köku, hvað sem umhverfi nágrannanna og afkomu leið. MeSal afreka hinnar fyrnefndu stefnu, má telja þjóSbandalagið, Locarno samþyktina og Kellogg sáttmálann. Hin síðarnefnda stefna, eða síngimi-stefnan, er skorðuð við einhliða þjóðemiskend, er sem allra minst samneyti vill hafa við aðra, og hygst að tryggja þjóðarör- yggið bezt með tollmúrum. 1 skjóli þeirrar stefnu, þróast hugvillan um nytsemi hers og flota, til öryggis gegn ímynduðum yfirgangi saklausra og friðsamra þjóða. ÞaS er þessi stefna, sem lætur þjóðhaginn sitja í fyrirrúmi fyrir heimshagnum, og það er henni að kenna, að ein þjóðin lítur aðra tortryggnis augum og skoðar borgara hennar ískyggilega útlendinga, er þá og þegar muni grípa til vopna. Sigur fyraefndu stefnunnar, hlýtur aS hafa í för með sér bræðralag og friS, en yfirhönd þeirrar síðarnefndu, tortryggni, öfund og ófrið. Með þetta fyrir augum, er ekki nema eðli- legt, þótt ýmsum verði á að spy.rja, hvemig í dauðanum að jafnvoldug þjóð, sem Bandaríkja- þjóðin, skyldi láta sér til hugar koma, aS fara fram á aðra eins feikna tollmúrahækkun, og hún gerði, jafnvel þótt nokkrar líkur séu á að eitt- hvað verði mildað til. Það var Bandaríkjaþjóðin, er frumkvæði átti að Kellogg sáttmálanum. Fvrir það spor f áttina til varanlegs friðar, hlaut hún aðdáun svo að segja alls liins siðaða heims. ÞaS er því f sjálfu sér engan vegin óskiljanlegt, þótt það vekti nokkum óhug, er það varð lýðum ljóst, að svo að segja um sömu mundir skyldi þjóð- þingið fara fram á hækkun tollmúranna, sem og aukning flotans. tJr þessu hefir þó nokkuð raknað síðan. Sumpart af því, að efri málstof- an tók fram fyrir hendur forseta, tollmálunum viðvíkjandi, og eins isökum samtalsfundar þess um flotamálin, er um þessar mundir hefir átt sér staÖ milli forsetans og Mí. Ramsay Mac- Donalds, því líkur em til, að hann beri giftu- drjúgan árangur. II. Þótt ekki verði að vísu um það deilt, að í strangasta skilningi séu tollmálin sérmál hverr- ar þjóðar um sig, og þá að sjálfsögðu Banda- ríkjaþjóðarinnar líka, þá hafa þó uppástungur stjórnarinnar um hækkaða tollmúra, vakið tals- verSan óhug hér og þar í. Norðurálfunni. Á hinn bóginn virÖast ýmsir þéirrar skoðunar, svo sem Heriot, fyrverandi stjórnarformaður Frakka, að hvað sem öðru líSi, þá hljóti þetta tiltæki Bandaríkjanna að hafa að minsta kosti það gott í för með sér, aÖ flýtt verði meS því fyrir stofnun allsherjar Norðurálfu sambands, og væri slí'kt hið mesta nytjaverk. Hin og þessi canadísk blöð, einkum sum stór- blöðin austanlands, hafa hvað ofan í annað liamraS á því, að eigi aðeins væri það réttmætt, lieldur og beinlínis sjálfsagt að núverandi sam- bandsstjórn í Ottawa hlutaÖist til um, að toll- hækkun Bandaríkja yrði mætt með gagnkvæmri hækkun tolla af hálfu canadísku stjórnarinnar. Tæplegast mun þurfa að gera ráð fyrir því, með- an núverandi stjóm situr viS völd, að til nokk- urs slíks komi; væri slíkt og hin mesta fásinna, að ætla, að ráðstafanir, bygðar á hefndarhug, gætu til nokkurs góðs leitt. III. Reglubundnar flugferðir í Canada, em að verða eitt af lífsskilyrSum þjóðarinnar, eigi að- eins til póstflutninga, heldur og til fólksflutn- inga líka. Svo hratt hefir flugmálunum skilað áfram sunnan landamæranna, að hin canadíska þjóS getur undir engum kringumstæðum staðið sig við að sitja hjá, og hafast eigi að. Um þessar mundir era því sem næst liðin tíu ár, frá því aS farið var til þess fyrir alvöm að gefa gaum að flugmálunum hér í landi. Var það upphaflega sambandsstjórnin, er fékk í þjónustu sína nokkur loftför, í því sérstaka skyni, að hafa á hendi eftirlit með skógareldum, kynna sér högun þeirra og afstöðu, þannig, að hægt yrþi um vik með að fyrirbyggja útbreiðslu þeirra. Að árangurinn hafi orðið góður, verð- ur ekki um deilt. Nú er svo komið, að stjórnin er búin að beita sér fyrir stofnun flugsambanda um land- IS þvert og endilangt til póstflutninga, auk þess sem hin og þesisi flugfélög halda uppi reglu bundnum ferðum til farþegaflutnings. Margt og mikið er um það ritað og rætt, hver feikna háski sé flugferðunum samfara,/og ber því sízt að neit, aS nokkuS .sé til í því. En hvað er um bílana? Tæpast tekur maður sér svo blað í hönd hér í borginni, að ekki mæti aug- anu fregnir af einu bílslysinu á eftir öðm. Myndi nokkur heilvita maður dirfast að láta sér þau orð um munn fara, að fólk ætti að hætta bíl- notkun fyrir það? Slysin eru ekki ávalt far- tækinu að kenna, heldur þeim, er gálauslega stýra og stungið virðast hafa ábyrgSartilfinn- ingunni svefnþorn. Samgöngnr í loftinu, eru í rauninni aðeins á tilraunastigi,' enn sem komið er. Og þótt all- mörg höi muleg tslys hafi átt sér stað, þá munu þau þó vera tiltölulega færri, en við hefir geng- ist um notkun annara, nýrra fartækja. FlugiS hefir aldrei verið lagt fuglinum til á- mælis. IIví ekki að láta það sama gilda um manninn? Þroski alþýðunnar Ekki alls fyrir löngu var á ferðalagi hér um land, Mr. Milledge L. Bonham, prófessor í sagnfiæSi, við Hamilton lærða skólann í New York. Komst hann meðal annars þannig aÖ orði: “SagnfræSi nútímans á ekki nema aS litlu leyti skylt við sagnfræði fortíðarinnar. Lengi vel, var sagan í raun og veru lítið annað, en markaskrá hirðlífs og herfrægðar. Nú er þessu fariÖ nokkuð á annan veg. SagnfræÖingar vorra tíma geta nú undir engum kringumstæðum hjá því komist, að taka alþýðuna með í reikning- inn, því svo hefir henni aukist ásmegin í seinni tíð. Þeir Verða einnig knúðir til að taka til alvarlegrar íhugunar, innflutningsmál, isamfé- lagsmál, líknarstarfsemi, uppeldismál og margt annað, er tiltölulega bar lítið á í sögu fomra tíma, því slíkt verður ekki með nokkrum hætti umflúið. Þeir verða ekki látnir sleppa með liað, að rýna í- gamlar skræður, og geta sér la-rdóms orð.stír fyrir það. Nei, sagnfræðing- ar nútímans verða að gagn-kynnast hversdags- manninum, eða alþýðumanninum, eins og hann í rauninni er, því afstaða hans í þjóðfélaginu er nú orðin slík, að ekki vérður þegjandi fram hjá honum lengur gengið.” Sannleikurinn í ofangreindum ummælum, virðist ofur auðsær. Engum heilskygnum manni getur hlandast hugur um það, að víðsýnna foringja á sviðum mannlegra athafna, andlegra sem efnislegra, , sé þörf nú í dag, engu síður en í liðinni tíð. Nú eiu menn farnir að koma auga á skýrar, en ef til vill nokkru sinni fyr, aS æskilegustu for- ingjana, eða foringjaefnin, er ekki ávalt að finna í flokki forréttindastéttanna, eða á með- al þeirra fáu útvöldu. Vaknandi, upplýst aiþýða, velur sjálf sína eigin foringja, livort ýmsum fellur það betur eða ver. Margir af ágætustu leiStogum mannkynsins voru fæddir í alþýðustétt, og fluttu með sér út { þjóðfélagið ómetanlega nytsama reynslu á hög- um almennings. Á þetta þó ekki hvað sízt við á vfirstandandi tímum, þar sem fjöldinn allur af mætustu foringjum á sviði stjórnmála og samfélagsmála, eru úr alþýðuhópnum komnir. Henry Ward Beecher, var svo hugfanginn af vexti og viðgangi alþýSustéttarinnar í sinni tíð, að hann flutti um það efni ýmsa sína allra áhrifamestu fyrirlestra. HvaS myndi verða, ef hann mætti líta upp úr gröf sinni í dag, og stæði augliti til auglitis við allar þær feikna breyting- ar til hins betra, er átt bafa sér stað á högum alþýðunnar, þótt enn sé það vitanlega margt, sem aflaga fer. 1 dag ler það í raun og veru alþýðan, sem ræður. ÞaS er hún, er ein getur verndað lýð- ræSið í veiöldinni og haldiS því við. Úr henn- ar flokki birtast á sjónarsviÖinu, ýmsir ágæt- ustu leiðtogamir í istjórnmálum, iðnaSi og fé- Iagsmálum. Núverandi stjórnarformaður Breta, er son- ur fátæks fiskimanns. Þeir Briand og Poincare, eru báðir komnir af almúgafólki. Hafa ekki þessir meim staðiS fyrirrennurum sínum í em- bættum, fyllilega á sporði? Um það verður tæplegast deilt. Þó eru þeir til, er sjá þykjast í því hinn mesta háska, aS slíkir menn fari með völd. 'Carlyle liélt því fram, sem í sjálfu sér hvorki var, né er, nýtt, að einungis þeir hæfustu ættu með völdin að fara. En þá hæfustu var , hvergi nærri ávalt að finna í forréttinda flokk • unum, heldur oft og einatt miklu fremur það gagnstæða. Almenningi nú á dögum, er ekki farið að standa annar eins ógnar stuggur af draum- mönnum, eins og fyr meir. Ramsay MacDonald er hugsýnis maður fyrst og* fremst, eða draum- maður, og samt voru Bretar livergi nærri skelkaðir við að fela honum stjórnarforystu á hendur. Hið sama er um núverandi stjóm- arformann Frakka að segja. Flestar fegurstu staðreyndir nútímans á sviði samfélagsmál- anna, bii’tust fyrst í draumi. Eins lengi og 'hlutföllin milli upplýsingar og orku halda jafnvægi, er sérhvert þjóðfélag trygt. Atburðir þeir, er gerst hafa síðustu árin, hljóta að hafa fært mapnkyninu heim isanninn um það, aS innan vébanda upplýstrar alþýðu, sé að finna marga þá giftudrýgstu leiðtoga, er kostur var á. Fjölsóttur fundur SíðastliSið mánudagskveld, hélt frú Thor- stína Jaekson-Walters fund á Fort Garry hótel- inu, undir umsjón sjálfboðanefndarinnar. Flutti hún þar snjalt og skemtilegt erindi um Alþingishátíðina, og Islandsferðina á vegum Cunard eimskipafélagsins. -Sýndi hún einnig margar nýjar og fagrar myndir frá Islandi. Dr. B. J. Brand-son setti fundinn og stýrði honum moS þeim skörangsskap, sem honum er laginn. MeS píanóspili skemti frú Guðrún Helgason, en með söng f rú S. K. Hall og Mr. Paul Bardal. Yfir fjögur hundruð manns sóttu fundinn, er var í alla staði hinn ánægjulegasti. Kom þar í ljós áhugi mikill fyrir íslandsförinni; enda stækkar hann nú óðum íslenzki hópurinn, sem heim fer á vegum sjálfboSanefndarinnar. Canada framtíðarlandið í hinum fyrri greinum hefir verið nokkuð að því vikið, hvers vegna að -hugur svo margra ís- lenzkra bænda, hefir hneigst að Manitobafylki. En í þessari grein vergur leitast við að lýsa að nokkru ástandi og staðháttum í Saskatchewanfylki. í mörgum til-. fellum gildir það sama um Mani- toba og Saskatchewan, enda liggja þau saman hlið við hlið. Þó eru ýms atriði, að því er snertir Sas- katchewan, sem væntanlegir inn- flytjendur hefðu gott af að kynn- ast, þar sem öðru vísi hagar til, og skal hér drepið stuttlega á nokkur helztu atriðin, sem gera það fylki frábrugðið Manitoba. Það sem nú er kallað Saskatche- wan, var áður fyrri víðáttumikið landflæmi í Vestur-Canada, sem Hudsons Bey félagið hafði fengið samkvæmt erindisbréfi frá Char- les II., árið 1670. Síðan komst landspildan undir hina canadisku stjórn, og var henni stjórnað frá Regina, sem nú er höfuðborg þess fylkis, með hér um bil 55,000 í- búa. Árið 1882 var megin hluta þessa flæmis skift niður í Alberta, Assiniboia og Saskatchewan. Það var pkki fyr en 1905, að Saskat- chewan hlaut fylkisréttindi, með Manitoba að austan, Alberta að að vestan, Bandarikin að sunnan, en North West Territories oð norðan. Saskatchewanfylki er 257,700 fer- mílur að stærð, og er því ummáls- meira en nokkurt Norðurálffiríkið, að undanteknu Rússlandi; það er tvisvar sinnum stærra en Eng- land, Wales, Skotland og írland til samans, og hefir um sjötíu og tvær miljónir ekra, sem hæfar eru til kornræktar og annarar yrkju. Af þessu flæmi hafa enn ekki tuttugu miljónir ekra komist und- ir rækt. Það er því sýnt, að tæki- færi fyrir nýbyggja í Vestur- landinu, eru enn þvínær ótakmörk- uð. íbúatala fylkisins er nú nálægt 800,000. Eins og nú standa sak- ir, framleiðir Saskatchewan af hinum litla, ræktaða ekrufjölda, meira korn en nokkurt annað fylki í Canada. Saskatchewan hefir á einu einasta ári framleit alt að 384,156,000 mæla af hveiti, byggi, höfrum og hör, og er þess vegna eitt hið mesta kornframleiðslu- land innan brezka veldisins. Fyrir hálfri öld eða svo, var fylkið að -heita mátti óbygt. Hin litla jarðrækt, er þektist þar þá, var á mjög ófullkomnu stigi. En stórar buffalo hjarðir undu sér lítt truflaðar á beit, um sléttu- flæmið víðáttumikla. Rauðskinnarnir, það er að segja Indíánarnir, þóttust hafa tekið sléttuna að erfðum og þar af leið- andi hefðu engir aðrir hið minsta tilkall til hennar. Fáeinir stór- huga æfintýramenn, tóku að leita þangað vestur fyrir rúmum fjöru- tíu árum. Jafnskjótt og tekið var að leggja járnbrautirnar, þyrptist fólkið úr öllum áttum. Jarðvegurinn er framúrskar- andi auðugur að gróðrarmagni og á því voru nýbyggjarnir ekki lengi að átta sig. Erfiðleikarnir voru að miklu leyti hinir sömu og átti sér stað í Manitoba, en þeir urðu samt enn fljótar yfirstignir. Nú hafa verið reistir skólar og kirkjur um alt fylkið. Símalínur tengja borg við borg, sveit við sveit. Bifreiðar eru komnar á allflesta bóndabæi og járnbraut- arkerfip liggja um fylkið þvert og endilangt. Alls eru um 6,500 mílur af járnbrautum í fylkinu, og er það meira ,en í nokkru öðru fylki, að undanskildu Ontario. Nútiðarþægindi í iðnaði, sam- göngum og verzlun, hafa komið í m stað örðugleikanna, sem land- ’ nemalífinu voru samfara. En þó nú séu við hendina flest þau þægindi, sem nútíminn þekk- ir, þarf samt engu að síður að leggja alúð og rækt við störfin. Kornyrkja út af fyrir sig, stuðl- ar miklu fremur að því að veikja jarðveginn en styrkja. Og þess vegna'tóku landnemarnir snemma upp á því að rækta sem mest af gripum. Örðugt var.til markaðs hér fyr- á árum og það svo mjög, að bænd- ur áttu fult í fangi með að láta hveitiræktina borga sig. Nú er þettaj alt saman breytt til hins be.tra; hvar sem bóndinn á heima í fylkinu, á hann tiltölulega mjög skamt til kornhlöðu og járnbraut- arstöðva. Á liðnum árum hefir miklu ver- ið úthlutað af heimilisréttarlandi í fylkinu, og enn er talsvert af þeim þar. En rétt er að geta þess, að í flestum tilfellum eru þau nokkuð frá járnbraut. Auðvitað breytist það fljótt, þegar nýbyggj- ar koma og taka löndin, því þá fylgja járnbrautirnar jafnan á eftir. Mikið er þar af góðum löndum, er fást til kaups fyrir þetta frá $18 til $40 ékran, og má í flestum tilfellum fá þau með slíkum skil- málum, að borga má fyrir þau á mörgum árum. Ræktuð lönd kosta vitanlega uumstaðar miklu meira, og fer það alt eftir því, í hverju helzt að umbæturnar liggja. Enn fremur má fá mikið af löndum á leigu, til dæmis fyrir vissa hlut- deild í ársarðinum. — Það, sem væntanlegir innflytjendur ættu samt fyrst og fremst að hafa í hyggju, er það, að hinar miklu umbætur seinni ára í fylkinu hafa gert það að verkum, að erfiðleik- ar frumbýlingsáranna þekkjast ekki lengur. Eða með öðrum orð- um, að það er margfalt auðveld- ara fyrir nýbyggjann að byrja búskap nú, en átti sér stað hér fyr meir. Sléttan býður engum heim upp á ekki neitt. Hún borg- ar iðjumanninum handtök hans vafningalaust. 'Skilyrðin til ak- uryrkju og griparæktar í fylki þessu eru að heita má ótæmandi. Loftslagið í Saskatchewan. Það er nú orðið viðurkent, að þegar alt kemur til alls, þá er loftslagið og veðráttufarið ein mesta gullnáma fylkisins. Ekki einasta, er loftslagið -heilnæmt, heldur skapar það skilyrði fyrir allan hugsanlegan jarðargróða. Sáning hefst venjulegast í apríl- mánuði og í maí er þar oftast miklu heitara, en í Austurfylkj- unum. Heitast verður þar í júlí og fer hitinn stundum upp í 100 stig, en venjulegast eru svalar nætur og hressandi. Vetrarnir eru kaldir, frost stundum 40 stig og snjófall mikið. iÞó er þess að gæta, að slíkt frost stendur mjög sjaldan nema örlítinn tíma. Þrátt fyrir kuldann, er vetrarveðrið og loftið þó heilnæmt og styrkjandi. Loftið er oftast heiðskírt og raka- lítið. Flest fólk sættir sig langt- um betur við kalt þurviðri, en stöðugar slyddur. Það er al- gengt, að heyra nýbyggja lýsa yfir því, að þeir kunni betur við kuldann í Vestur-Canada. en hrá- slagaveðrin -heima. í Saskatchewan eru heyskapar- lönd þau allra beztú. Enn frem- ur má rækta þar eins mikið af allskortar garðávöxtum og vera vill. Allar tegundir berja vaxa þar í stórum stíl. Yfir sumar- mánuðina skín sól í heiði að með- altali níu klukkustundir á dag, en til jafnaðar mun mega fullyrða, að aldrei séu færri sólskins klukkustundir á ári, en 2,000. Sandgrœðslan Frá því að landið bygðist, hefir að líkindum sandfok átt sér stað víðsvegar á landinu, einkum með- fram sjó og árfarvegum. Jarðmyndun íslands er, sem kpnnugt er áð mestu af völdum elds. Eldgosasvæðið er yfir land- ið þvert sunnan af Reykjanesi og norður á Melrakkasléttu. Á því svæði eru stærstu hraunin og flest eldvörpin, móbergsmyndunin mest og sandarnir og foksvæðin stærst (sjá jarðfræðisuppdr. Isl. eftir Þ. Th.). írt frá þessu aðal jarðaldar- belti landsins liggja svo ýmsar aukaálmur, bæði til vesturs og austurs. Mestur hluti foksanda á landi hér á rót sína að rekja til eldgosanna, enda eru stærstu sandfokssvæðin í Þingeyjarsýsl- um, Rangárvallasýslu, Árnes- sýslu og Skaftafellssýslu. Sand- fok er að sönnu á fleiri stöðum t. d. á Vesturlandi—en þar er sand- urinn líka annarar tegundar. Kem- ur hann þar víðast frá sjó og er sumstaðar mjög kalkblandaður (skeljasandur). Sandsvæðin eru þar víða gráhvít, t.d. í Sauðlauks- dal, Breiðuvík, Kollsvík o. fl. stöðum. Slíkur sandur er vana- Iega moldarlítill. Á öðrum stöð- um er sandfok frá sjó með litlu af skeljum, t. d. Bolungarvík, Mið- firði í Húnavatnssýslu, Þingeyr- arsandur, sandurinn af Skjálfanda flóa, og sandarnir við botn öxar- fjarðar. í öxarfirði eru sandarn- ir mjög vikurblandaðir. Jökulsá í öxarfirði ber með sér vikur- hrannir til sjávar. Vikurinn er

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.