Lögberg - 19.12.1929, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.12.1929, Blaðsíða 2
Bls. 10. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. DESEMBER 1929. Guðmundur Fnðjónsson (Framh. frá 8. bls.) Örlaganna útnyrÖingi enginn lengur móti brauzt. Bama og vina mikinn missi. mátti hann þola bótalaust. Svalbarð, jörð í Sorgarfylki, sat hann fram á æfihaust. Þaðan sér ’inn hljóði og hygni hversu mjög er víður sær,— lengra en þeir, er lokið hafa lærdómsgreinum fjær og nær. Útigenginn íslendingur oft í djúpan jaröveg grær. Þessi dæmi verða að nægja, en hvergi mundi eg skipa G. Fr. ann- arsstaðar en á bekk með þeim, sem bezt hafa kveðið erfiljóð á Islandi, að fornu og nýju. En eftir á að hyggja. Eg verS enn að minnast á eina eftirdrápu G. Fr., sem stendur i “Kveðling- um” og heitir “Fráfall harðstjóra.” Hún er af alt öðru tæi en hinar. Þær sýna, hvað hann elskar. Hún sýnir, hvað hann hatar, og svo er þar fast tylt að hverjum hnút, aS vandfundinn mun rammlegar bund- inn syndabaggi. Eg býst við að þeir sem dást að harðstjóranum, signi sig hans marki, er þeir lesa kvæðið, og kyrji nýjan sálm, en vel mega þeir vanda orðbragðið, ef hann á að verða betur kveðinn. Á siðari árum hefir G. Fr. kveð- ið fáein kvæði um menn úr forn sögum vorum. Um Eirík víSförla ímynd hins hrausta drengs, er fylgir hugsjón sinni hvað sem á veginum verður. Um Gisla Súrsson og Auði sem G. Fr. ann mest allra kvenna í fornöld. Um Hrærek blinda, konunginn forvitra og harðráða, er halda vill ríki og og trú feðra sinna, en Ólafur digri níðist á og sendir til íslands. Um Melkorku, kon- ungsdótturina útlendu í ambáttar- stöðu, er ann ættlandi sinu og kenn- ir syni sinum mál feðra sinna. Um Erling Skjálgsson, hinn glæsilega hersi, er hlynnir að sjálfskapardáð þeirra, er honum þjóna, en þolir ekki konungi ójöfnuð og heldur til jafns við hann, unz hann hnigur fyrir griðníðingsöxinni. Um Sig- urð Slembi, er varð svo vel við píslardauða sínum, að það ])ótti “umfram eljan og styrk annarra manna.” Hann yrkir um Völund smið, því að honum gengur til hjarta, að þjóðhagi má lifa í leynum lamaður, við gullsmiðið.” Öll þessi efni sýna, hvaða mönn- um G. Fr. ann og fnnur til með: En hverja hann hatar, sýnir kvæðið “'Hiildiríítarsynir.” Bezt af þess- um kvæðum þykja mér “Hrærekur blindi” og “Erlingur Skjálgsson.”— Hér er ekki rúm til að víkja að öllum hliðum á ljóðum G. Fr. Þó að karlmenska, kraftur og sterkleg tök séu þar algengust, getur hann stundum verið eins og blíður blær. Lesi menn t. d. “Brosið” fTil Hild- ar i Hliðskjálf)—yndislegt kvæði. Eitt af nýjustu kvæðunum hans heitir “Sendlingar.” Hann lýsir þar átakanlega lífi og úrkostum fuglsins í fjörunni, svo að varla verður betur gert, en um leið blas- ir líf og kjör sjálfs hans við. “Sendl- ingur” er dregið að “Sandur,” svo að hugsanasamíbandið er ljóst. “I upphafi var orðið.” Svo er um margt í ljóðum G. Fr. Hann leikur sér stundum að því að fá allskonar útsýn úr eiginnöfnum og örnefnum og hann er snillingur i því að velja orð, sem slá á marga strengi í senn. Litum t. d. á þetta erindi úr kvæðinu “Haustmerki”: sem hefir fengið nafn sitt af því, hve gjöful hún er, en Gefn mun af sömu rót og gefa. Hún “sér eftir mey í ver.” Dóttir hennar er farin í kauptúnið. En margar hugsanir eru tengdar við “verið, ’ t. d. sú, að “allir eru ógiftir i ver- inu,” og getur það verið áhyggju- efni fyrir móður að senda mey þangað. Hver maður horfir eftir —scr cftir því, sem hann ann, þeg ar það fer frá honum. íslenzkan hefir myndina af þessu viðbragði til að tákna söknuðinn„sem missir- inn veldur. Gamla konan stendur oss lifandi fyrir hugskotssjónum.ær hún “sér eftir mey í ver.” En dótt- irin ekki siður. Kvenkenningin “gullspöng” sýnir oss, hve ljómandi glæsileg hún er og spengileg; en að hún hatar ull, getur bent á hvort- tveggja, að hún er ekki gefin fyrir tóvinnu og kýs heldur að klæðast silki en ulL “Glaumbær” lýsir vel bæjarlífinu, en jafnframt er það gamalt bæjarnafn og er því tviveðr- ungur í orðinu. “Hringiða” er og ágæt mynd af bæjarifinu og minnir um leið notalega á dans. Hjómföng er myndað eins og matföng, vin- föng, veizluföng o. s. frv. og felur í sér eins konar mótsögn: forði af því sem ekkert er. Að hylla minnir á hyllingar álfa og bendir á álfa- skapinn. Sumbl er skylt svaml. Hæsta stigi nær orðaleikurinn í refskák. Refskák er nafn á tafli einu, en þarna er það orðið nafn á prettum íævisra manna. Að ranga einhverju er að skjóta einhverju á ská, en það minnir um leið á öfug- streymið. Þannig er alt erindið margraddað og sagan þó fullskýrt sögð.”*) Vér getum tekið úr sama kvæði dæmi um náttúrulýsingar G. Fr.: Hallar sumri; haustull hlíðum gefur ótið; hengir él við hádrang, höllin sölna gervöll, svaki vekr særok. Syngr við þarabing brimtunga, blótrám. Bylr gnýr fám í vil. Bandóðr um brimgrend belgir sig Hræsvelgr. Berskjaldaðr brotsjór brösur á við þangflös. Æsist við andnes aldan með skautfald. Gustr, sem nær i naust, nasbráðr eykr þras. Héluloðini haustföl höllin morra gervöll. Norpir rjúpa, í sinn sarp sækir mötu, fátæk. Svartr krummi, síspertur, sitr, þingar djúpvitr; fengsæll við matarmang morgun hvern fer á torg. að enn þá yrkir hann með fullum krafti, svo sem margt í hinni nýju kvæðabók hans sýnir. En raunar er það fávíslegt að finna það að skáldi, að hann er ekki bæði þetta og hitt. Um ]>að á að spyrja, hvað gert hefir verið og hvernig það er gert, hvort það er gott í sinni tegund. Og þá hygg eg, að allir skynbærir menn verði að játa, að G. Fr. er um margt af- burðamaður og að það er aðdáan- legt, hverju hann hefir orkað í þrá við alla þá örðugleika, sem hann hefir átt við að stríða. 24. október þ. á. verður G. Fr sextugur Eg býst við að íslend- ingar rísi þá upp til handa og fóta um land alt til þess að votta honum þökk sína og aðdáun, því að alman akið er venjulega helzti vekjari samvizkunnar. En sérstaklega geri eg ráð fyrir, að þann dag sjáist “vinreið á vegum öllum” í Þing eyjarsýslu. Guðmundur Friðjóns- son er Þingeyingur. Og hann hefir meira unnið úr efnum þeirrar sýslu og gert arðbært fyrir alda og óborna en nokkur maður annar. Hann hefr sýnt, hve hátt þingeyskur bóndi getur hafið sig yfir múginn, þótt hann sitji heima i sveitinni sinni, sjá fyrir búi og barnaf jöld og gjaldi hverjum sitt. Alþýðumentun Þingeyinga er við brugðið. En eins og William James hefir sagt, er sönn mentun fólgin í því að þekkja góðan mann, þegar maður sér hann. í september, 15(29. Guðm. Finnbocjason. —Vaka. Frá Islandi. Trítlar lóa um túnfót, tínir þar æti sin ; kippir upp kaldri löpp, kvefað er söngnef.— Harðger á flugferð, fótviss um hraungrjót, hestr með hankað brjóst hregg sýpr undir vegg. Svefnlítil sauma-Gefn sér eftir mey í ver. Glóir í glaumbæ gullspöng, er hatar ull. Hringiðu hjómföng hylla sál, er neitt vill. Reykr, sumbl og refskák rangar lýð á húsgang. “Hér leikur svo að kalla hvert orð á marga strengi, “Sauma-Gefn” er að vísu algeng kven-kenning, en hún er ekki valin þarna af handa- hófi. Ein^rkja-konan, sem fær lítið að sofa fyrir önnum og á- hyg'gjum og situr uppi fram á nótt við sauma, þegar öðrum störfum er lokið, hún er sannkölluð sauma- Gefn. Alúð hennar og ósérplægni er gyðju samboðin og helzt þeirri. Vandi mun vera að koma meiru af nákvæmri athugun og lifi í slíka lýsingu, en hér er gert. Þarna er jafnt fyrir augu, eyru og hugsun, og hvert orð hnitmiðað. Bragar- hátturinn er og ættaður sem bezt, vígður af Jóni biskupi Arasyni, í- bygginn, ýmist hleýpur við fót eða stígur fast til jarðar.— Sumum finst G. Fr. einhæfur, og sjálfur talar hann í einu kvæði um “einhæfu ómana sína.” Það er satt að mörg skáld eiga fleiri strengi á hörpu sinni og margfalt fjölskrúð- ugra efni. Efnisvali G. Fr. hafa lífskjörin mjög ráðið og svo lund- erni hans, að hann hefir haft rika samúð með sérstakri lífsstefnu og þeim dygðum, er henni fylgja, en hins vegar ekki viljað nema stærra land en hann gat sjálfur farið eldi um í hinum fáu tómstundum sínum. Enginn veit, hve mikils bókmentir vorar hafa mist við það, að G. Fr. hefir ekki getað farið um fleiri lönd en ísland og þó ekki um ísland alt. Ferðir hans t. d. um Suður- land hafa orðið tilefni afbragðs- kvæða, svo sem “Um Rangárþing” o. fl., og bendir það á, að ferðalög hefðu getað orðið honum frjó að yrkisefnum og gætu orðið enn, því Slys. ísafirði í gær. Kl. 10 árdegis á fimtudag var togarinn “Hafstein” tfrá ísafirfði að veiðum úti á Hala. Veður var gott, en sjór mikill. Var verið að draga inn pokann, og reið þá sjór undir skipið, svo að pokinn drógst út aftur. Binn hásetanna, Har aldur Pálsson, mun hafa staðið á pokanum, þegar hann drógst út, og kastaðist hann fyrir borð. Var hann rétt við skipið, og köstuðu skipverjar til hans bjarghring og linum, en hann virtist ekki gefa þeim neinn gaum, og er haldið, að hann muni þegar hafa fengið krampa. Sökk hann síðan og sást ekki meir. — Haraldur sál. var 32 ára að aldri, ókvæntur, afburða- sjómaður og drengur hinn bezti. Hann var sonur Páls Hafliðason- ar skipstjóra hér í bænum.—Mgbl. 16. nóv. *)Kg- lána þetta hjá sjálfum mér úr Skírni 1928, bls. 151. fföf. <m<m<m<m<m<m<m<mm<mm<mm<m>m<m<m<m<m<m<mi ■ Gleðileg Jól til allra Islendinga Rullupylsa, Harðfiskur og Allar Tegundir Fugla. i West End Food Market 690 SARGENT AVENUE S. JAKOBSON, eigandi. Úr Húnaþingi í nóv. Fjártaka mikil í kaupstöðum sýslunnar, einkanlega hjá kaup- félögunum. Þar mest af kjöti fryst. í sumar sem leið seldi Höepfner húseignir sínar á Blönduósi og nokkru síðar útistandandi skuld- Húseignir munu hafa verið seldar sem næst einum þriðja af brunatrygðu verði og útistand- andi skuldir sem næst einum þriðja af nafnverði. Kaupandi að skuldunum er talinn vera fyrver- andi verzlunarstjóri Höepfner á Blönduósi í félagi við sýslumann Húnvetninga. Steinsteypubyggingar á Lækja- móti, Sveinsstöðum og Björnólfs- stöðum, eru nú vel á veg komnar og hafa bændur, að sögn, bygt fyrir lán úr landnámssjóði. Kaupfél. Húnvetninga á Blöndu- ósi Iét í sumar kaupa hesta til út- flutnings. Verð fyrir 4—8 vetra var kr. 120—160 og fyrir 3 vetra —110 kr. Enn tfremur hefir afsláttar, jafnvel alla leið suður í Grindavík. Stefán Runólfsson, bróðir Bjarna á Hólmi, kom hingað í ágústmán- uði. Ferðaðist hann víða um og athugaði skilyrði til vatnsvirkj- unar. Leizt honum víða vel á staðhætti. Óráðið enn um fram- kvæmdir. í Miðfirði komust upp í sumar rafstöðvar á tveimur bæjum, Aðalbóli og Brúarvelli. Verkafólksekla meiri en áður. Margt manna hefir sótt í sjópláss- in yfir sumarið, ennfremur hafa hinar miklu framfarir í vega-, brúa- og símamálum leitt það af sér, að bændum veitist enn örð- ugra að fá nægan vinnukraft. Menn kvarta yfir því að veður- skeytin komi óreglulega, stundum koma þau alls ekki um lergri tíma. Stundum koma þau þó dag- lega og jafnvel tvisvar á dag og þá í seinna skiftið einskonar yfir- lit og veðurspá. — Veðurskeyti þurfa menn helzt að fá bæði fyrri og seinni part dags og væri æski- legt, að þau gætu komið reglu- lega, og er þess vænst, að land- síminn kippi því í lag. — Mgbl. <m<m<m<m<m<mm<mm<m<m<m<m<mm<m<m<m<m<m<m<m<m,<m<m<m l GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝÁR £ Til allra Islendinga B|ornson, Brandson og Olson LÆKNAR Medical Arts Building, Winnipeg I Gleðileg Jól! Farsælt Nýár! til allra Islendinga Thos. J. Edmundson Radio Sales and Service Lyric, Steinite and Kolster Radios \ 535 ELLICE AVENUE m<>m<m<m<m<m<m<mi<m<m<m<m<m<m <m<m <mm<m.<im<m<ettom<<m<m<mi: Manítoba Co-operative Dairies Reglulegt bœndafélag er rekur viðskifti í öllum hlutum fylkisins Óskar íslendingum Gleðilegra Jóla og Farsæls Nýárs Með Þ'ókk Fyrir Viðskiftin WHITE SEAL BEER Vorum mörgu íslenzku vinum óskum við góðrar og gleðilegrar hátíðar Phone 87 647 vcnð selt allmikið af hrossum tll , ÍwaívatwaSwntca Ljúfur og heilnæmur drykkur með þetta aðlaðandi bragð, sem aðeins humall og hæfilegur aldur geta veitt. Fæst í öllum löggiltum ölstofum og í Cash and Carry búðum. The Kiewel Brewing Go. Limited St. Boniface Man. Við óskum öllum vorum íslenzku viðskiftavinum Gleðilegra Jóla og góðs Nýárs! Perth Dye Works 482 PORTAGE AVENUE Látið hreinsa föt yðar þar sem að margir Islendingar vinna í Tma Avalt velkomin gjöf SwiSt’s Premium Hams og Bacon Swift Canadian Co., Limited

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.