Lögberg - 19.12.1929, Blaðsíða 1
42 ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 19. DESEMBER 1929
NÚMER 50
• «**«*&*!&'*$&*& «ssix««»«»Sr«MSr«*fr«>»^^
f
Jólin í Fyrstu lútersku kirkju:
Sunnud. 22. Des.—
a) Kl. 11 :f. h., ensk jólamessa með hátíðarsöng, er
yngri söngflokkur kirkjunnar stýrir.
b) t Kl. 7 e. h., altarisganga og hátíðasöngur eldra
söngflokksins.
Jólanótt—
Jólatrés-samkoma og barna-guðsþjónusta, kl. 7.30.
Jóladag—
íslenzk jólamessa, kl. 11 f. h.
Sunnud. 29. des.—
Ársloka-samkoma sunnudagsskólans, kl. 7 e. h.
)}
f
f
f
f.
i'
• í
i'
L
HELZTU HEIMSFRÉTTIR
Merkilegir samningar fullgerðir
Bardagi í fangahúsi
Nú eru hinir langþráðu samn-
ingar, milli sambandsstjórnarinn-
og fylkisstjórnarinnar í Manitoba
og Alberta, viðvíkjandi náttúru-
■auðæfum fylkjanna, fullgerðir og
undirskrifaðir' af (hlutaðeigend-
um. Hafa þessi fylki þar með
full yfirráð yfir sínum eigin
náttúruauðæfum, sem sambands-
stjórnin hefir alt til þessa haít
umráð yfir. Hefir Manitoba-
fylki langa lengi staðið í stíma-
braki við sambandsstjórnina út af
þessu, en aldrei hafa samningar
tekist fyr en nú. Samningarnir
voru undirskrifaðir í Ottawa á
laugardaginn í vikunni sem leið.
Fyrir hönd sambandsstjórnarinn-
ar undirskrifaði samningana
Hon. Charles Stewart, innanríkis-
ráðherra, og Hon. Ernest Lapoint
dómsmálaráðherra undirskrifaði
þá seinna. Fyrir hönd Manítoba
fylkis, undirskrifuðu samninginn
þeir ráðherrarnir, John Bracken
stjórnarformaður, Hon. D. G. Mc-
Kenzie og Hon. W. J. Major. En
Alberta samningurinn er undir-
skrifaður af hinum sömu og hinir
fyrir hönd, sambandsstjórnarinn-
ar, en fyrir hönd Alberta fylkis af
Hon. J. E. Brownlee forsætisráð-
herra, Hon. George Hoadley og
Hon. J. F. Lymburn. Má vafa-
laust telja þetta merkis atburð í
sögu Manitoba fylkis, en frá inni-
haldi samninganna gefst ekki
tækifæri/að skýra frekar í þetta
sinn.
Olögleg vínsala og hœttuleg
Samkvæmt skýrslu frá Dr.
James M. Doran, aðal umsjónar-
manni með vínbannslögunum í
Bandaríkjunum, hafa 147 mann-
eskjur mist lífið af völdum þeirra
er laganna áttu að gæta, síðan
vínbannslögin öðluðust gildi. Alt
þetta fólk hefir fallið fyrir um-
boðsmönnum; stjómarinnar, þeg-
ar þeir hafa verið að gæta lag-
anna, en þeir sem fallið hafa,
hafa verið að brjóta þau, eða að
minstaí kosti langflestir þeirra.
Sýnir þetta fyrst og fremst, að
margir hika ekki við , að gera
hvorttveggja í senn, brjóta lögin
og hættu líi sinu, þegar um á-
batann er að ræða.
1 Auburn fangelsinu í New York
ríki,\ verð mikið uppistand einn
daginn í vikunni sem leið. Lenti
þar í bardaga milli fangavarð-
anna annars vegar og fanganna
hins vegar, og var barist lengi
dags. Fangarnir voru vitanlega
miklu fleiri en fangaverðirnir, en
líklega ekkii eíns vel vopnaðir, og
unnu hvorugir fullan sigur, fyr
en hermenn og lögreglulið kom
og skakkaði leikinn. Féllu þarna
einir átta menn og nokkrir fleiri
særðust hættulega. Það einkenni-
legast vi§ þetta er það, að fang-
arnir voru allvel búnir að vopn-1
um og höfðu margar byssur, með
hvaða ódæmum, sem þeir kunna
að hafa fengið þær. Hefir þessu
líkt komið þarna fyrir áður, þó
ekki hafi verið í eins stórum
stíl. Þykir þetta með fádæmum,
að fangar hafi vopn i hndum, og
meira að segja mikið af þeim.
Frökkum ber að greiða Banda-
ríkjunum sex biljónir dala |
Samningar um greiðslu á skuldi
Frakklands við Bandaríkin, eru
nú fullgerðir að öllu öðru en því,
að Hoover forseti hefir enn ekki
undirritað þá, þegar þetta er
skrifað. Franska þingið hefir
samþykt þessa samninga og sömu-
leiðis neðri málstofa Bandaríkja-
þingsins, og nú hefir öldunga-
deildin einnig samþykt þá með 53
atkvæðum gegn 21. Senatorarn-
ir, sem greiddu atkvæði gegn
samningunum, eru aðallega frá
Suðurríkjunum, en þó nokkrir úr
öðrum ríkjum, þar sem Þjóðverj-
ar eru fjölmennir. Samningarn-
ir eru miðaðir við árið 1925. Síð-
an hafa Frakkar borgað sem
svarar þremur fyrstu ársborgun-
um. Skuldasúpan öll er talin að
að nema fjórum biljónum dala og
á hún að borgast, með rentum, á
62 árum. Fyrsta ársborgunin er
$30,000,000, sem alt af fer hækk-
andi þangað til árið 1942, að hún
er komin upp í $125,000,000, og
helzt hún við það þar til skuldin
er greidd að fullu. Þá verða
Frakkar búnir að greiða Banda-
ríkjamönnum, að rentum meðtöld-
um, sex biljónir dala.
Þingmannsefni í Mountain
kjördœmi
Frjálslyndi flokkurinn í Moun-
tain kjördæmi hélt fund í Holm-
field, Man., á miðvikudaginn í
vikunni sem leið, til að velja þing-
mannsefni í staðinn fyrir Dr.
Cleghorn, sem dó í haust. Fyrir
valinu varð Ivan Schultz, lögmað-
ur í Baldur, Man. Nokkrir fleiri
voru í vali, en kosning hans var
þó gerð í einu t hljóði. Hvenær
aukakosningin fer fram í Moun-
tain kjördæmi, er enn ekki á-
kveðið.
Horfa ekki í skildinginn
Vancouver búar sýnast ekki
hræddir við að verja miklu fé til
umbóta í bæ sínum. Fyrir fáum
dögum heimiluðu gjaldendur borg-
arinnar $4,200,000 útgjöld í mann-
virki í borginni og höfðu fyr á ár-
inu heimilað til samskona*- út-
gjalda $5,850,000. Alls verða árs-
útgjöld borgarinnar yfir tuttugu
og fimm miljónir og leynir sér
því ekki, að það er eitthvað tölu-
vert verið að hafast að í Van-
couver borg.
Endurkosnir
Ray McPhail, Brandon, Man.,
hefir verið endurkosinn forseti
Manitoba Co-operative Livestock
Producers félagsins, og I. Ingald-
son, M.L.A., ráðsmaður félagsins
i St. Boniface, hefir verið endur-
kosinn gjaldkeri.
FRA ÍSLANDI.
Reykjavik, 23. nóv.
Árni Pálsson bókavörður sigldi
með Goðafoss síðast áleiðis til
Canada. Gerði hann ráð fyrir,
að dvelja í Bretlandi fram til ára-
móta, en síðan er ferðinni heitið
vestur. Er Árni ráðinn til að
flytja erindi um ísland í öllum
stórborgum Canada frá hafi til
hafs. Fer hann för þessa að til-
hlutan mentamálanefnda Canada
og gerði hann ráð fyrir að verða
tæpt missiri í burtu. Árni er
manna málsnjallastur og er til-
valinn fulltrúi þjóðar siimar í
slíka för. Fyrirlestrarnir Verða
fluttir á ensku. — Vörður.
Makleg viðurkenning.
Ein af merkiskonum okkar hér
vestra, er Helga Sigríður Ingj-
aldsdóttir Sigurðsson, yfirsetu-
kona; hátt mun hún skipa bekk
hjá þeim heima líka, sérstaklega
um Norðurland.
Hún var fædd 3. des. 1838, á
Syðra Brekkukoti í Möðruvalla-
sókn í Eyjafjarðarsýslu, dóttir
hjónanna Ingjaldar og Sesselju.
Ingjaldur var sonur hjónanna
Halldórs Jónssonar og Arnfríðar
Jónsdóttur, ættuð frá Mýri í Bárð-
ardal í Þingeyjarsýslu; Sesselja
var dóttir hjónanna Jóns Halldórs-
sonar og Sigríðar Rögnvalds-
dóttur, sem bjuggu í Hvammkoti
í Möðruvallasókn.
Árið 1862 giftist hún frænda
sínum, Jóni, syni hjónanna Sig-
urðar Jónssonar og Sigríðar
Gunnlaugsdóttur, sem bjuggu á
Boggustöum í Svarvaðardal í
Eyjafjarðarsýslu. — Tólf árum
seinna dó maður hnnar. Nokkru
eftir að hún gifti sig, tók hún að
lesa yfirsetukonufræði á Akur-
eyri hjá héraðslækni Jóni Fin-
sen. Hlaut Helga mikið lof frá
yfirlækni fyrir frábæran skilning
og vandvirkni á öllu því, er að
námi hennar og störfum laut.
Útskrifaðist hún með fyrstu eink-
unn 1866.
Stundar hún þar ljósmóðurstörf
á íslandi rúmlega tuttugu og tvö
ár, eða frá því áður en hún út-
skrifast til 1888. Á þessu tíma-
bili tekur hún á móti hálfu sjötta
hundraði af börnum. Starfssvið
hennar nær vyfir Eyjafjarðar-,
Skagafjarðar- og Húnava+ns-
sýslur, svo eitthvað hefir hún
ferðast um dagana, og það án
sporvagna, eimlesta, bifreiða eða
flugvéla tækja, og komist það, sem
kom^st þurfti fram á þennan dag.
Hún ávann sér fult traust þeirra,
sem til hennar þektu strax í byrj-
un, læknar skipuðu fyrir að láta
sækja hana, sumir aftóku að fara
þangað, þar sem hún var fyrir,
því þeirra væri engin þörf þar
sem Helga væri að verki.
Árið 1888, þá fimtug, fór hún
til Vesturheims. í Winnipeg var
hún um þrjú ár, ftuttist þaðan
vestur til Tantallon, Sask., með
uppeldisdóttur sinni Jóhönnu og
manni hennar Tryggva Thorsteins-
syni. Til heimilis hefir hún ver-
ið hjá þeim ávalt síðan. Er hún
því með fyrstu íslendingum, sem
settust hér að. — Mun það hafa
verið eitt mesta lán bygðarinnar,
að Helga skyldi verða til heimilis
hér. Þekking hennar og reynsla
hefir orðið bygðarbúum og fleir-
um til ómetanlegs gagns, fyrstu
tuttugu og fimm árin, ekki ein-
göngu sem yfirsetukona, heldui
gaf hún ráð og meðöl í barnaveik-
indum. Engir Iæknar voru þá
innan 40 eða 50 mílna fjarlægðar.
Helga bætti við ljósbamahóp
sinn sér í landi, öðrum tveimur
hundruðum. Hefir hún þvi tek-
ið á móti í alt, hér og heima, um
sjö hundruð og fimtíu börnum, á
rúmlega fimtíu ára timabili. Það
merkilegasta við alt þetta er, að
aldrei hefir hún mist konu eða
börn. Annað stórmerkilegt er
það að öll hennar störf eru út
um landssveitir. Árið 1917 tók
tók hún á móti því síðasta, þá
orðin 78 ára gömul.
Tuttugasta og fyrsta júlí í sum-
ar, héldu- bygðarbúar að heimili
Tryggva Thorsteinssonar, hinni
há-öldruðu konu heiðurssamsæti,
g tilhlutan nokkurra kvenna, sem
færðu henni vandaðan hæginda-
stól sem viðurkenningu um vel
unnin störf í þágu bygðarinnar.
Samsætinu stýrði Mr. Narfi Vig-
fússon, talaði hann sköruleg fyr-
ir minni heiðursgestsins og af-
henti henni gjöfina. Heiðurs-
gesturinn þakkaði fyrir sig sjálf
myndarlega, þó væri hún þá yf-
ir nirætt. Aðrir tölumenn voru:
J. J. Johnson og Guðm. Ólafsson.
Margir íslenzkir söngvar voru og
sungnir, kaffi og ágætar veiting-
ar á borðum fyrir alla, er við-
staddir voru úm fimtíu manns).
Munu flestir minuast þessarar
stundar lengi með ánægju.
í þessum desembermánuði, þann
23. mun Helga Ingjalddóttir Sig-
urðsson fagna sínum nitugasta og
fyrsta afmælisdegi, og óskum vér
henni afmælisfagnaðar, jafnframt
jólagleði og farsælu nýári.
O. G. O.
\
Langspilið
Eftir Einar Bcncdiktsson.
í algleymi veit eg eitt auðnanna veldi,
sem á minnar sálar trega og fagnað;
það signist af fjarlægra sólna eldi,
þá syngja englar, en lífið er þagnað.
Svo vítt nær það riki sem örvar míns anda,
frá árloga norðurs til myrkvaðra sanda.
Þar tindra mín ljós, þar dvín timanna þoka,
viö tvisöngva brimniðs, og glitrandi strauma;
þar man eg tvö hjörtu. Þau lifðu til loka,
á leiksviði minna björtustu drauma.
Þar fyrst nam eg yndi af stefjum og stökum.
Ó, stjörnutöfrar á skammdegisvökum.
í borg þeirra minninga er hrunið hreysi,
þar hugir og þel yfir æfitrygð bjóu;
hvað hirði eg þó veröldin hofgarða reisi,
ef hógværð brjóstsins og göfgi dóu.
Þar fanst ekki metnaður, menntun né seimur,
en musteri lífstrúar þó handa tveimur.
Eitt haustkvöld eg man, er farandi flokkar,
fyltu minn heim með söngvum og kvaki.
í torfkofa smáum við túnfótinn okkar,
skein tíran ein. Þar var dátt undir þaki.
Karl hafði dvalið í kaupstað þann daginn;
þá kvað hann æ fyrst og svo hóf liann slaginn.
Hann tók mig á kné, hann var kendur og blíður,
kongur í hásæti ánægju og friðar,
hans sjónarhringur var himinvíður,
þó húmaði jörð, leið hans sól ei til viðar.
Og nú skyldi ljóma um litla gluggann
* og langflæma hurtu næturskuggann.
Eg skildi hans draumlíf, sem grætur og göfgr •
þar gleymskunnar djúp verður hafsjór af rninni,
þar heilsast og kynna sig ýtrustu öfgar,
sá ölvaði vex,i en jörð verður minni.
Eins syrtir um daga þótt sjónhæðir skini;
syndarans himinn er skálin af víni.
Hann kvað. Okkar ljóð voru ljós gegn um myrkur
þau lifðu þó greppar hyrfu í vali,
eins og i skógunum streymir styrkur,
um stofna þótt blöðin og greinarnar tali.
Það orð, sem var borið, með háttsins hlekki,
það hefir æ líf því það gleymist ekki;
En strengir tveir kveða, á langaleiki
líðandi tíminn með óbreyttum rómi,
og mannsandans lifandi ljóð á reiki,
sem leitar að eilífð í stundlegum hljómi.
í öðrum býr lífið, sem gang sinn gengur,
hinn grætur og hlær, það er sálnanna strengur.
Handan það var þá við hólmans strendur,
sem hjáleiguskáldið mitt lifið dreymdi,
um fágaðan óð og æfðar hendur,
sem okraða landið vort þegjandi geymdi.
Heima eg ólst, f jarri heimsins snilli;
höfin og aldirnar skildu á milli.
Hann nam af sér sjálfum og laut sínum lögum,
í ljóðheimi mínum þar var hann sjóli.
Hann knúði sinn streng undir sterkum brögum,
stórskorna f jallauðnin, hún var hans skóli;
hans villirödd brautst til valda i hæðum,
en vélc sér hjá söngvanna sköruðu glæðum.
Eg átthagann sá eftir áratugi,
á ungu sumri og bláheiðum degi,
þá voru hreiöranna feður á flugi,
og fyrstu skárarnir slegnir á teigi.
Mín æska var liðin. Eg einn dvaldi í leyni.
Hér unni eg hverri þúfu og steini.
Kotið var lagt fyrir löngu í eyði,
og langspilið glatað í öreigaskrani;
nú sýndist mér túnbalinn litli sem leiði
þar lygndu augum gleymska og vani.
Eitt mansöngsblað fanrt eg með máðum stöfum.
GuSs máttur kveður þau hjörtu af gröfum.
HanS dauði kom hratt eins og hrykki strengur.
Hún fylgdi að viku með krosslagðar mundir.
Tvíradda harpan hljómar ei lengur,
en hafgnýr við lifsóðinn tekur undir.
Þar byggist upp list vorrar bögu og slaga;
að brúa djúp er vort líf og vor saga.
Sá andi skal lifa urp eilífa daga,
þar innstir vér sitjum hjá guðanna brunni;
ein veig, einn dropi af bikari Braga,
má ibrimsjói reisa af hjartnanna grunni,
Árnan og signing Jieim ógrynnissjóðum,
sem ísland skal vaxta í framtímans ljóSum.
Hljómríka ljóðstafi aldirnar æfa,
í uppheima bergmáli standa þeir skráðir,
svo frutnságði skáldið foldar og sæva,
er flutti hann boðskap um orðsins dáðir.
í orku vors máls er eilífð vors frama;
hjá alvaldi er hjarta og muni hið sama.
Af hástökkum andans vex íslenzka listin,
þar ódýr kend veröur hjáróma og þagnar,
þann hróður á þjóð vor, heiðin og kristin,
í hending og orðskvið, í flutning sagnar.
Og stuðlarnir falla og fimmtin hljómar,
Á Fróni varðveitast heilagir dómar.
Sem knör taki land, á tveim brestandi bárum,
er bragdjarfa vígslan ósamra hljóma;
það snart mína sál á æskunnár árum,
í útræna himiúsins veldi og ljóma.
Þar bý eg i heimi, sem tíminn ei týnir,
enn titra hans strengir, enn leiftra hans sýnir.
Og framtíð á íslands fornhelga gígja,
sem fjarskyldu ómanna djúp skal tengja.
Vor list hún skal máttkast. Oss kennist aö knýja
þá kemur öld, hinna tveggja strengja,
Með nýsköpun eilífri í norrænu máli,
neistamir kvikna, sem verða að báli.
—Lesb.
t«Sírt<«S«^V«^«j»«ff»«^«g»«?»«»^a^«?!»«»!»«t»««a«»a«»ft«^«?»«!»«<»«j»««^.«»*^
Cþnstmas Batmi
By Richard Beck.
The curtain of dark is lifted
As if by a magác hand,
And flooded in golden sunlight
Emerges the dreaming land:
The elms with their^snow-clad branches
Like fingers, that point to the sky,
The lake with its dancing pictures
Of clouds that are drifting by.
Thus rises like sudden vision,
The morn, which the angels hail,
With life for the sick and dying,
With hopes, that will never fail,
With joy for the poor and mouming,
With peace for the great and small,
With grace for the erring sinners,
With Christ for us—one and all.
We kneel in the early morning
To welcome the new-born King,
We feel in His sacred presence
The breezes of coming spring.
The curtain of dark is lifted
As if by a magic hand,
And flooded in golden sunlight
Einerges the dreaming land.
i
Fólk gerði vel í því, að veita
eftirtekt auglýsingunni frá Win-
nipeg Electric félaginu, á öðrum
stað hér í blaðinu. Það félag
hefir marga fallega muni, sem eru
sérlega hentugir til jólagjafa.
Séra Jóhann Bjarnason messar
væntanlega næsta sunnudag, þ.
22, des., í gamalmenna heimilinu
Betel, kl. 9.30 f. h.; í kirkju Víði-
nessafnaðar kl. 2 e. h., og í kirkju
Gimlisafnaðar að kvöldi.
Cecil G. Anderson og Margaret
Hamiltorí voru gefin saman í
hjónaband laugardaginn 14. des.
Hjónavígsluna framkvæmdi séra
Bjöm B. Jónssson, D.D., að 774
Victor St.
Sökum þrengsla í blaðinu yfir-
standandi viku, verður greinar-
korn um samsöng þann, er Ice-
Iandic Choral Sovciety hélt þann
10. þ. m., að tííða næsta blaðs, á-
samt ýmsu fleira.
Á jóladaginn, kl. 2 e. h., messar
séra Jóhann Bjarnason í hinni
nýju kirkju lúterska safnaðarins
í Langruth, Man. Einnig verður
jólatrés-samkoma í kirkjunni á
aðfangadagskveldið, og byrjar kl.
8. Allir hjartanlega velkomnir.
Cíjrtötmaö Jföuötc tn
Jfíröt Hutíjcran
Cfturcöl
December 22.
Introit—Christians, Awake.
English Service, 11 A. m.
Anthem — Arise, Shine for Thy
Light is Come ........... Elvey
Solo—Mrs. S. K. Hall.
Carols—
Come, Good Christians All.
Christ was born on Christmas
Day.
Earth To-day Rejoices.
Dec. 22—25. •
Carol—'Break Forth ....... Bach
Anthems—
Behold, Thou Shalt
Conceive...._........ Handel
Night Divine, Sweet Christmas
Tide ........... Arcadelt
This is the Day that Christ
is Bom ............. Kramer
Gloria In Excelsis Deo Bridge
A Child is Born in Bethle-
hem .............. Chadwick
Soloists—
Sunday, Mrs. S. K. Hall.
Christmas Day, Mrs. B. H. Olson
I Paul Bardal, Conductor.
Rödd frá Japan
575 Ueno, Nishi Nada,
Kobe, Japan, 28. nóv. ’29.
Mr. E. P. Jónsson,
Ritstjóri Lögbergs,
Winnipeg, Man.
Kæri vin!
Viltu gera svo vel og lofa hlað-
inu á jólunum að bera vinum okk-
ar, þeim sem blaðið lesa, innilega
jóla- og nýárs-kveðju frá okkur
hjónunum, og frá syni okkar og
tengdadóttur hér. Við árnum öll-
um fagnaðarríkrar hátíðar og far-
sæls árs í Jesú nafni.
Heilsa okkar er ágæt og líðan
yfirleitt upp á hið bezta, G. s. 1.
Hefi verið að hugsa um að senda
þér handa blaðinu Japans bréf»
ef tþú kærðir þig nokkuð um það.
Sjá, eg neyði ei upp á neinn
neinu, sem eg hefi að bjóða;
en ég reynist ærið seinn
orðagrautinn minn að sjóða.
Hann þó hráan vil ei veita,
veit að betra er seinn að heita.
Blessaður og sæll!
Þinn einlægur,
N. S. Th.
FRÁ ÍSLANDl
Eins og frá hefir verið skýrt hér
í blaðinu, var Ólafur Benjamlns-
son ráðinn framkvæmdarstjóri
Eimskipafélagsins frá næstu ára-
mótum. Vegna heilsubrests, hef-
ir O. B. afsalað sér starfinu og
er óráðinn framkvæmdarstjóri fé-
lagsins. Búist er við, að Emil
Nielsen mun gegna framkvæmd-
arstjórastörfum áfram fyrstu
mánuði ársins, en annars er hann
ráðinn áfram í þjónustu félags-
ins til að sjá um viðgerðir skip-
anna og viðhald. — Vjjrður.
Árnesingamót var haldið á Hotel
ísland síðastl. laugardagskvöld og
sátu það á annað hundrað manns.
Samkvæmið hófst með sameigin-
legu borðhaldi og voru þá marg-
ar og skörulegar ræður fluttar,
t. d. fyrir minni íslands, minni
Árnesinga og minni Hannesar
Þorsteinssonar, þjóðskjalavarðar,
sem var þar heiðursgestur. S'”ar-
aði heiðursgesturinn með fróðlegri
ræðu um merka staði og merkis-
menn í Árnessýslu að fornu og
nýju. Jón Guðmundsson söng
nokkur lög og lék Emil Thorodd-
sen undir. Samsætið fór hið bezta
fram og skemtu menn sér ágæt-
lega. — Vörður.
Fyrsta boöorö siögöfgisstefnunn-
ar. ÞaÖ skal vera aðalhlutverk
stjórnmálamannanna að gera menn-
ina betri.—Brautin.