Lögberg - 19.12.1929, Blaðsíða 4
Bls. 12.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. DESEMBER 1929.
Það fer nú óðum að líða að þeim tíma, er
kirkjuklukkurnar hringja inn jólahátíðina, frið-
arhátíðina mestu á vorri jörð, — hátíðina, sem
tengd er við nafn hans, sem var og er, vegur-
inn, sannleikurinn og lífið.
I hvert sinn og jólahátíðin er hringd inn,
líður um sálu sérhvers þess manns, er eigi hef-
ir með öllu steinrunnið hjarta, heitur straumur
hrifningar og sigurfagnaðar. Hann finnur til
þess ósjálfrátt, hver er á ferð. Honum dylst
ekki, að það er enginn annar, en höfundur
fjallræðunnar, Jesús frá Nazaret sjálfur, sem
er á ferð, með sættina miklu við lífið, og eilífð
arvissuna í jólagjöf. Þar sem áður var dapurt
og svalt, verður á svipstundu bjart og hlýtt.
Mismunandi skilningur er lagður í flest það,
er að oss mönnunum snýr. Um málefni er deilt,
og marg-hyggja lögð í andleg og efnisleg við-
horf mannanna. Til ágreinings-atriðanna ætti
það samt ekki að teljast, að Jesús frá Naza-
ret hafi verið og sé, fyrirmyndin æðsta og full-
komnasta, er nokkru sinni hefir opinberast
mannheimum.
En hingað til hafa ekki nema tiltölulega
fáir menn í heiminum viljað láta Krist ráða.
Og því er, sem er.
Enn þá einu sinni höldum vér jól, til minn-
ingar um það, að Kristur-inn hafi vitjað jarð-
arbúa. ✓
Hvort hugsandi manni sé jólin til gleði eða
hrygðar, fer eftir því, hvað sannfæringu hans
líður um það, hvort veldi Krists hér á jörðu
sé að vaxa eða þverra — hvort Kristur sé að
koma eða fara.
Sennilega mætti það lengi kappræða, hvort
áhrifa Krists gæti meira nú en áður í mann-
félaginu.
Neitendum þess, að vald Krists fari vax-
andi hér á jörðu, verður greitt um gögn, er þeir
hugleiða sundrung og siðspilling þorrans.
Skæðasta vopn í þeirra höndum er staðreynd
sú, að þeir menn margir, sem kristnir kallast,
eru vondir menn. Viðurkent er, að kirhja/n
vaxi og útbreiðist æ meir. En sökum þess, að
margir þeir menn, sem í kirkjunni standa, eru
óheiðarlegir menn og hlutfallslega fáir þeir,
sem eru fyltir anda Krists og breyta eftir
boðum hans í daglegu lífi, — þá véfengja
neitendur þessa máls ^önnunargildi kirkju-
vaxtarins, er um álirif Krists er að ræða.
Játendur þess, að vald Krists fari vaxandi
í heiminum, fá læ fært margföld rök við hina
sínu máli til staðfestu, — svo óþarft er að
leggja jólin niður. Þeir kannast að sönnu við
það,' að skamt sé áleiðis komið enn; víða sé
Prince Edward Island.
Kristi enginn gaumur gefinn, og sumstaðar sé
kristnihald manna helzt í því fólgið, að deila
um Krist. En réttsýnir menn fá ekki lokað
augum fyrir því, hve óumræðilega mikið þessi
veröld á Kristi upp að unna. Og verði mönn-
um hugþungt út af því, hve seint það geng-
ur, að Kristur fái umráð yfir mönnunum, þá er
þess að minnast, að raunar er mannkynið enn
þá ungt og naumast komið af barnsaldri.
Fáir tugir alda í framrás tímans, eru örfá
augnablik eilífrar æfi. Og ekki er nema stutt
síðan mennirnir fóru alment að ganga upp-
réttir, andlega, og hugsa djarft og frjálst. Og
. . hvar um heim, sem vottar fyrir vexti mannsins
læpast verður því neitað, að stundum sé Upp ^ hærri svið réttlætis, sannleika og sið-
frá
óþarflega miklum tíma, og óþarflega miklu fé,
eytt til hins ytra undirbúnings i sambandi við
jólahaldið. Flestir gefa jólagjafir, og það
sumir langt um efni fram. Margir gefa gjafir
sínar tízkunnar vegna, eða fyrir siðasakir.
Fátt virðist þó fjarstæðara tilgangi jólahátíð-
arinnar, en það. Hversu ríkmannleg gjöfin er,
getur engan veginn skoðast aðal-atriðið. Hitt
skiftir að sjálfsögðu mestu máli, í hvaða til-
gangi hún er af hendi látin. Sé hún gefin með
sama hugarfari og Jesús frá Nazaret gaf sínar
gjafir, hlýtur hún að hafa í för með sér ósegj-
anlega blessun, annars ekki.
Til eru þeir menn, og það hreint ekki svo
fáir, er telja sig upp úr því vaxna, að leita ráða
til Jesú frá Nazaret. Til eru þeir menn líka, er
fullyrða að jólin séu að einhverju leyti að tapa
gildi sínu. Til eru einn^g þeir menn, er ger-
samlega efast um haldgæði kristninnar, og
kenna henni um flest, sem aflaga fer í heimin-
um, svo sem styrjaldir og stríð. Sterk munu
þau þó tæpast rökin, fyrir þessum staðhæfing-
um, er þau verða krufin til mergjar. Eða mun
hitt ekki eðlilegra og sönnu nær, að það gagn
stæða eigi sér stað, — að víxlsporin í þjóðfé-
laginu stafi miklu fremur frá því, hve enn eru
margir illa kristnir og ósamræmir hjartalagi
meistarans frá Nazaret?
Jesús frá Nazaret á enn sem fyr, erindí
til allra manna. Hann er líka ávalt á ferð. All-
staðar, þar sem dapurt er og dimt umhorfs,
kemur hann með fögnuð, ljós og frið. Ómælis
allsleysi örvæntingar og örbirgðar, breytir hann
í unað og auð. Hvar sem umkomuleysingi er á
ferð, er Jesús frá Nazaret einnig á ferð, því m<“nn-
eilífur kærleiksfaðmur hans lykst um alt og
alla.
Að .svo mæltu, óskar Lögberg lesendum sín-
um, sem og fslendingum í heild, góðra og fagn-
aðarríkra jóla.
Er Kristur að koma eða fara ?
Eftir séra Björn B. Jónsson, D. D.
Það er trú vor kristinna manna, að dýrleg
vera, sem nefnist Kristur, ráði ríkjum Guðs í
alheimi öllum.
Það er og trú vor, að sú volduga vera hafi
gert vart við sig hér á jörðu, dvalið hér
stundarsakir í sýnilegri mynd og sé hér ósýni-
lega nálægur alla tíma.
Því trúum vér og, að Kristur(inn) hafi
afar-mikil /ihrif á líf manna hér í heimi og
hvar sem andi hans og áhrif ná til, verði líf
mannanna hamingjusamlegt og brevtni þeirra
góð og réttlát.
Hvað sem lífsskoðunum manna og trú líður
að öðru leyti, verða menn sennilega sammála
um það um heim þveran, að fengi Kristur öllu
að ráða, þá yrði gott að lifa í heimi þessum.
gæðis, þar er Kristur með; fyrir áhrif
anda hans hefir sá vöxtur orðið. Og þá rent
er augum til þeirra sviða mannlífsins, þá er
yfir óumræðilega miklu að fagna. Það er kom-
ið svo mikið af góðu og guðdómlegu inn í sálar-
líf margra manna, að snúið hefir verið til
orustu gegn mörgu því, sem ilt er og djöful-
legt í veröldinni; og fyrirliðinn í baráttunni er
Kristur; það er hans andi, sem knýr menn fram
til stríðs gegn illum völdum og venjum hér í
húsfélagi vor jarðarbúa. Og áreiðanlega er
Kristur með hverju ári að koma nokkrum
fetum nær mannkyninu. Þær sálir verða fleiri
með ári hverju, sem Krists-andinn fyllir. Trú-
arbrögðin fara að snúast um það eitt, að greiða
Kristi veg inn í mannlífið. Endurkoma Krists
er jafnan í núlegri tíð. Hann he’fir verið að
koma, hann er nú að koma, hann verður ávalt
að koma. Og betur og betur munu mennirnir
sjá hann með hverri kynslóð, unz andleg hyggjsi,
andlegt atgerfi og andlegt líf hefir svo þrosk-
ast með mönum hér á jörð, að þeir verða því
vaxnir, að sjá Krist augliti til auglitis, svo
segja megi, að hann sé kominn út úr skýjunum
með mikilli dýrð og veldi til þeirra vera, sem
hafast við í veröld hér, eins og hann er dýrð
og gæfa alls þess, sem í alheimi hrærist og
lifir.
Yér, Islendingar í þessum bæ og út um
margar bygðir, þyrftum þess nauðsynlega, að
Kristur kæmi til vor — eða fari ekki frá oss,
að því litla leyti, sem hann er til vor kominn.
Kristur þarf áreiðanlega að fá meiru að ráða
hjá oss, ef nokkuð á að lagast hjá oss sundr-
ungin og annað mannfélagsböl. Islandi veitti
víst heldur ekki af, að Kristur kæmi þar nokkru
nær landi. Svo er um allar þjóðir og alla
tJti á Islandi og vestur hér virðist all-mikið
barist fyrir trúar- og kirkju-málum, — en frem-
ur lítið fyrir Kristi. Trúar- og kirkju-málin
greiddu sjálf úr sér, ef það væri Kristur, sem
menn hafa í huga, og ef augnamiðið væri það,
að gera sjálfan sig og aðra menn líka Jesú
Kristi að skapgerð og sljyldurækni, og ef menn
vildu aðhyllast sömu trú og hann hafði.
Þeim fækkar nú óðum, Islendingum í Vest-
urheimi. Þeir mega ekki týna sinni litlu tölu í
tómu gjálfri. Um eitthvað þyrftu þeir að sam-
einast. Hví ekki sameinast allir um Krist?
Hér hverfur Kristur, en kemur eigi, ef kald-
lyndið og fúllyndið heldur áfram.
Nú vilja allir í rauninni Krist, — á öllum
góðum stundum, á öllum helgum jólum, vildu
menn að Kristur væri ávalt hjá sér. Hann er
svo heilagur, hann gerir mann svo góðan og
sælan, að af honum má maður ekki sjá. Það
finnur hver maður, þegar hann er með sjálfum
sér.
Er enginn vegur til þess, að vér fáum allir
að lifa þau jól, að Kristur komi til vor og verði
oss alt í ölluf
Er ekki unt, að allir sameinist í anda
Krists, og haldi jól árið um kring?
Það væru gleðileg jól.
Allir vita, að Prince Edward
Island er eitt af hinum níu fylkj-
um Canada, og eins hitt, að það er
þeirra lang-minst. Fylkið alt, er
bara dálítil eyja í sunnanverðum
St. Lawrence flóanum, rétt aust-
an við New Brunswick og norðan
við Nova Scotia. Helzti bærinn
er Charlottetown. Fylkisbúar eru
að eins áttatíu og átta þúsundir
og þeim getur ekki fjölgað mikið
heima fyrir, vegna þess, hve eyj-
an er lítil, en þeim fjölgar mikið
út á við, dg það er sagt, að meir
en hundrað þúsund af íbúum
Bandarikjanna, séu upprunnlr á
Prince Edward Island. Miðað við
stærð landsins, er helmingi fleira
fólk á Prínce Edward Island,
heldur en í nokkru öðru fylki í
Canada, fjórum sinnum eins marg-
ir nautgripir og átta sinnum eins
margir alifuglar, eins og í nokkru
öðru fylki í landinu. Sama er að
segja, þegar við stærðina á land-
inu er miðað, að þá er þar meira
af járnbrautum og símalínum,
fleiri pósthús og fleiri kirkjur, en
í hinum fylkjunum. Þar á fólkið
líka meiri peninga á sparibönk-
um, að tiltölu við fólksfjölda,
heldur en í nokkru öðru fylki í
Canada.
En þetta er ekki alt, Prince Ed-
ward Island viðvíkjandi, sem
frásögur sé færandl.
Á sextíu árum, eða síðan fylkja
sambandið var myndað, hefir þar
átt sér stað aðein einn hjónaskiln
aður. Það var árið 1913, og var
hann leyfður af sambandsþiginu.
Það er meira að segja sá eini
hjónaskilnaður, sem átt hefir sér
stað á eyjunni í nálega fjögur
hundruð ár, sem hún hefir verið
bygð.
Þá eru glæpirnir, sem svo mik-
ið er talað um að alt af séu að
færast í vöxt, sérstaklega í Banda-
ríkjunum. En það er ekkert um
þá að segja, því þeir eru þar eng
ir, eða ekki í sama skilningi og
víðast annars staðar — ekki nein-
ir stórglæpir.
Atvinnuleysi, eins og það er
þekt í borgum og bæjum í Norð-
ur-Ameríku og ekki síður í öðrum
löndum, þekkja íbúar fylkisins að-
eins af afspurn, en ekki af eigin
reynslu. Það á sér þar ekki stað.
Þá er fátæktin. Það er að segja
örbirgð, allsleysi. Slík fátæ-kt á
sér þar ekki stað. Allir eiga bæri-
lega góða daga og hafa nægilegt
fyrir sig og sína.
Þótt hér sé um eyland að ræða,
þá á sér hér þó engin einangrun
stað, því samgöngur við megin-
landið eru ágætar. Tvær afar-
miklar ferjur ganga milli lands
og eyjar á hverjum klukkutíma alt
sumarið, og þær eru notaðar líka
að vetrinum, þó að þá þurfi oft að
brjóta þykkan ís á sundinu. Eyj-
an er ekki fullar þúsund mílur
frá New York, og þangað er að-
eins ein dagleið frá Boston.
Bandaríkjamenn eru þar í hundr-
aða tali á hverju sumri, samgöng-
ur við Austur-Canada eru einnig
miklar. Fólkið er efnað og nýtur
allra nútíðarþæginda. En hvefn-
ig sem á því stendur, þá sýnist að-
eins hin betri hlið menningarinn-
ar, eða kostir hennar, hafa náð
þar tökum, en ekki ókostirnir. Þar
eru, eins og fyr segir, engir hjóna-
skilnaðir, engir glæpir, eins og
þeir tíðkast annarsstaðar, engin
örbirgð og ekkart atvinnuleysi.
1 hinu reglulega lögregluliði fylk-
isins, eru að eins þrettán menn.
Þar er ekkert betrunarhús, þó
fangahús séu þar til.
Hvernig stendur á því, að svona
er ástatt í Prince Edward Island,
eins og stuttlega hefir verið drep-
ið á hér að framan? Sjálfir þakka
fylkísbúar það aðallega heimil-
unum og kirkjunum. Ungir menn
gifta sig þar vanalega ekki fyr en
þeir eru færir um að hafa sín eig-
ín heimili og sjá sómasamlega fyr-
ir þeim. Það er metnaður fólks-
ins, að hafa heimilin sém bezt í
öllum skilningi, og heimilisguðs-
þjónustur eru þar enn algengar.
Við kirkjuna er fólkið fastheldið
og verður ekki auðveldlega fyrir
áhrifum af allskonar ismum, sem
að berast.
“Þeir vita, hvað það þýðir, að
vera samtaka, þessir eylending-
ar,” segir Dr. Barnhill. “Þeir
skifta sér ekki í flokka og rífast
ekki, þegar þeir sjá, að samtökin
eru þeim í hag. Þeir eru sjálf-
sagt Conservatives og Liberals á
kosningadaginn, og þeir eru Pres-
byterar og Methodistar og kaþ-
ólskir á sunnudögum, en hina
dagana eru allir fyrir einn og
einn fyrir alla, þegar um hag og
heiður þeirra eigin fólks er að
ræða.”
Nýr trúarflokkur
fundinn í Califomíu.
Leyni-lögreglumaður nokkur á
heima í Venice, sem er all-stór bær
skamt fyrir sunnan Santa Mon-
ica, og er nú aðal baðstöð tilheyr-
andi Los Angeles, því hann er
nýlega sameinaður borginni.
Eins og gefur að skilja, þarf
hver sá, er vera vill góður lög-
regluþjónn, að hafa opin augun
fyrir öllu því, er virðist eitthvað
undavert, og þefa í alla dalla, róta
í öskuhaugum o. s. frv.
Meðal annars fór umræddur
leynilögreglumaður í Venice, að
hafa gætur á einu húsi í nágrenni
sínu. Það sem vakti þá helzt
undrun hans, var það, að hann
komst eftir því, að fólkið í þessu
húsi keyppti 600 pund af ís og
100 pund af salti vikulega.
1 huga hans reis nú forvitni
mikil um það, í hvaða tilgangi að
allur þessi ís væri keyptur. Hann
vissi, að þetta va^ ekki matsölu-
hús. Grunur hans valt nú á því,
að ef til vildi væri þarna stolið
kjöt eða eitthvað því um líkt.
Hann fær því leyfi hjá yfirboð-
urum sínum til að rannsaka hús-
ið, og heimsækir svo húsráðend-
ur. Þarna 4ifu þá gömul hjón,
maður að nafni Walter Blackbum
70 ára og kona hans, tveim árum
eldri.
Þegar svo lögregluþjónninn er
kominn inn 1 hús gömlu hjón-
anna, fer hann að leitast fyfir um
hvort hann sjái nokkuð grunsamt.
Verður honum þá litið á niður-
göngu úr svefnherbergi hjón-
anna; opnar hann hurðina að
ganginum, fer þar niður og verð-
ur þá brátt var við stóran kassa,
og után um hann er hlaðið ís og
salti.
Lögreglumaður opnar nú kass-
ann og sér, að í honum er geymt
lík af á að gizka 16 ára gamalli
stúlku. Svo finnur hann þar ann-
an kassa og skoðar einnig í hann,
og í honum finnur hann sjö dauða
rakka.
Þar næst fer lögregluþjónninn
að spyrja gömlu hjónin, og segja
þau, að uppeldisdóttir þeirra, að
nafni May Otis Blackburn, hafi
mist þessa stúlku fyrir 4 árum.
Nú sé hún orðin æðstiprestur í
trúarflokki þeim er hún hafi
stofnað og kalli “The Great Elev-
en Cult”. Stúlkan ed þarna liggi
í kassanum, hafi dáið fyir fjórum
árum síðan og hafi verið fóstur-
dóttir hennar. Og svo bæta þau
því við, að dóttir þeirra, Mrs. May
Otis, ætli að vekja hana upp frá
dauðum, þegar hún fái þau boð
frá San Gabriel englinum.
Nú var lögregluþjóninum víst
nóg boðið. Gengur hann út og
segir ekkert meira, eins og slíkra
er siður, þegar þeir þykjast hafa
vel fiskað.
Nú leið samt ekki á löngu, þar
til alt þetta komst í hámæli.
Blöðin koma út með stóru höfða-
letri: “Undraverður, nýr trúflokk-
ur fundinn”, og það sem þá fyrst
var skýrt frá, var að öllu leyti í
samhljóðan við það, sem hér að
ofan er greint. En svo hafa blöð-
in smám saman haldið áfram með
ýmsar frásagnir, þar á meðal xem-
ur til sögunnar ríkur bankamað-
ur, er hefir grætt mjög á olíu-
brunnum, maður að nafni C. R.
Dabney. Hann hafði snemma
gengið í The Great Eleven Cult
söfnuðinn og meðtekið titil, eins
og öllum meðlimum í reglu þess-
ari var gefinn og var hans: The
HoIIey Baron hér, og hér eftir.
Hjá bankamanni þessum hafði
Mrs. M. O. Blackburn fengið 45
þús. dali.
Nú við þetta rót, sem komið var
á regluna eða söfnuðinn, eða hvað
helzt á að kalla það, lætur C. R.
Dabey stefna höfuðpresti sínum,
Mrs. May Otis Blackburn, fyrir
rannsóknarrétt, og vill halda því
fram, að hún muni hafa hatt föls
un í frammi og svikist um að skrifa
bók, er hún hafi lofað sér að gera,
er átti að vera innblásin at engl-
inum Gabriel, og bók þessi átti að
skýra frá, hvar týnd auðæfi væru
fólgin, bæði í sjó og á þurru landi.
Frá þeirri vitneskju átti svo Dab-
ney að fá peninga sína aftur, og
svo vitaskuld miklu meira.
Af þessu leiddi, að æðstiprest-
ur, Mrs. May Otis, og maður henn-
H[eILBRIGÐAE grundvallarreglur og sú fasta
stefna, að færa jafnan út kvíarnar, eru ástæðurnar
fyrir hinum stöðuga vexti þessa banka um sextíu
ára skeið.
Nú er hann ein af hinum mestu og öflugustu
bankastofnunum í heimi, og sinnir öllum bankavið-
skiftum innanlands, auk forystu í utanlands við-
skiftum.
The Royal Bank
of Canada
ar, Ward Blackburn, 29 ára, 19
árum yngri en Mrs. Otis, og dótt-
ir hennar, Mrs. Risso, sem var
einnig kölluð æðstiprestur, voru
öll tekin föst.
Við rannsóknina kom svo ótal
margt í ljós, er blöðin hér hafa
flutt undanfarið, t. d., þegar Mrs.
May Otis Blackburn, var spurð,
af hvaða ástæðu hún hefði byrj-
að regluna (The Great Cult) þá
skýrir hún það á þann hátt, að
þegar hún hafi búið á 44th Street
South í Vermont, þá hafi komið
til sín San Gabriel engill og bund-
ið sig við rúmstóilpa, auðvitað á
langri línu, svo hún gat komist
fram í eldhús sér til hjálpar, í 11
vikur, og á því tímabili hafi hún
öðlast innblástur af stöðugri um-
gengni engilsins, og þaðan hefði
hún öðlast sín fræði. Hún hafi
svo látið byggja sér kirkju og bú-
stað á Santa Súsanna hæðinni
fyrir ofan Pasadena í Ventura
County. Hafi hún síðan tekið þó
nokkrar persónur þangað til lækn-
inga og fósturs. En við frekari
vitnaleiðslu kom það ‘í Ijós, að
sumt af þeim hafi dáið og sumt
harfið. En dauðsföllin og annaö
því um líkt hafði aldrei verið skrá-
sett, og það vitnaðist einnig, að
Mrs. Otis hafði látið svita suma
sjúklingana í ofni, er bygður var
út múrsteini.
Eitt vitnið bar það í réttinum,
að gömul kona hafi lengi verið
bundin við rúmstóilpa, til að vinna
sér inn titil eða nafnbót, og átt
að kallast Scales of Eqyal Justice,
og svo hafði hún verið sett í múr-
grjótsofninn, og verið svituð þar,
þar til hún dó hæglátum dauða.
Mann sinn kallaði Mrs. Otis:
Konunginn af Norðurstjörnunni
(The King of the North Star);
tengdason sinn kallaði hún: Hinn
vanalega prest (Common priest),
hann hvarf fyrir tveimur árum og
hefir ekkert af honum frézt síð-
an. Litlu áður en hann hvarf,
sagði eitt vitnið, að hann hefði
verið látinn ganga berfættur yfir
fjörusand, sem var vættur með
eiturlög, og við hvert spor hafi
hann orðið að segja: “Eg er hinn
látni prestur”, og svo margt og
margt fleira, sem hér verður ekki
frá skýrt.
Það virðist enginn vafi á þyí,
að þetta sé sannur viðburður, því
að öll Los Angeles blöðin hafa
flutt greinar þessu viðvíkjandi.
Erl. Johnson,
1123 W. 98th St.
Los Angeles, Cal, 4 des 1929
Til safnaðarfólksins
og annara vina í Vatnabygðunum.
Fæðingarhátíð frelsarans er í
nánd. Innan skamms byrja jóla-
klukkurnar að óma hátt og snjalt,
frá heimskauti einu til annars —
hjá öllum þjóðum, í öllum lönd-
um, út um allan heim. Bráðum
verður jólagleðin komin í al-
gleymingi á ný í hvívetna.
Þetta verða áreiðanlega sein-
ustu jólin, sem eg á með yður, og
líklega þau síðustu, ssm eg á með
samlöndum mínum (íslendingum)
til æfiloka. Sérstaklega í tilefni
af þessu, langar mig til af öllu
hjarta, að þau &ætu orðið eins
gleðileg og unt er. Eg mun gjöra
alt, sem í mínu valdi stendur, til
þess að svo megi verða, og eg veit
að allir kappkosta að leggja fram
sinn skerf, eins mikinn skerf og
verða má, í sörnu átt.
Eg veit að allir, sem vetlingi
geta valdið, koma á jólaguðsþjón-
usturnar, en eg hefi annað i
huga. Það er ein (ekki sú eina,
samt)/ stofnun á meðal Vestur-
íslendinga, sem eg ber sérstak-
lega fyrir brjósti, þ. e. a. s. Jóns
Bjarnasonar skóli, og mig langar
til að gjöra eitthvað f-yrir hann
áður en eg fer alfarinn frá þjóð-
bræðrum mínum.
Á síðasta kirkjuþingi var sam-
þykt í einu hljóði, að fara þess á
leit við söfnuðina, að þeir allir
gjörðu tilraun til að safna fé í
þarfir skólans, hver í sínu bygð-
arlagi, sem næmi að minsta kosti
74 cents á hvern fermdan meðlim
til jafnaðar. Eftir þessum regl-
um, mundu upphæðirnar í þessu
prestakalli verða sem fylgir:
Ágústínus söfnuður .... $62.90
Immanúels söfn.......... 54.76
Lúters söfn.......... .... 46.62
Elfros söfn............. 33.30
Hallgríms söfn.......... 25.90
Sion söfn...... ........ 19.24
Foam Lake söfn...........31.08
Mér skilst, að söfnuðir kirkju-
félagsins í hvívetna og hver út af
fyrir sig, séu að gjöra sitt ítr-
asta að verða við þessum tilmæl-
um kirkjuþingsins, og mér er ant
um, að þetta prestakall verði ekki
eftirbátur annara. Uefi eg þess
vegna afráðið, að leita samskota
við jólaguðsþjónusturnar fyrir
þetta hágöfuga fyrirtæki. Þetta
verður jólagjöf prestakallsins til
skólans.
Öllum, sem guðsþjónusturnar
sækja, verður gefið umslag og
blýantsstúfur, og þeir, sem vilja
taka þátt 1 þessari jólagjöf, verða
beðnir að láta það, sem þeim sýn-
ist, inn í umslagið og skrifa svo
nafnið sitt utan á það. Ugglaust
verða sumir að láta $5 til $10, til
þess að upphæðinni verði náð.
Þeir, sem ekki hafa áður lofað
einhverjum upphæðum, sem eru
fallnar í gjalddaga, gjöri svo vel
og greiði þær nú, og auðvitað
munu þær teljast með jólagjöf-
inni.
Ef að þessar upphæðir koma,
verða jólin gleðileg fyrir mig.
Eg hefi aldrei á yæfinni mælst
til, að einhver gæfi mér jólagjöf,
en nú ætla eg að gjöra það. Það
verður bezta jólagjöfin, sem eg
fæ þetta ár, ef að fólk alment
sinnir þessari beiðni og ef að upp-
hæðirnar fást. Eg mun aldrei
framar minnast á fjármál skólans
við yður, kæru vinir, ef að þessi
fjársöfnun tekst.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg
jól. Guð blessi þetta fyrirtæki og
láti það verða honum til dýrðar.
Skólinn verður að lifa!
Það er sannarlegt hrygðarefni
fyrir mig, að þetta verður sein-
asta tækifærið, sem mér gefst að
gjöra eitthvað fyrir hann.
En það má ekki mishepnast.
Með kærustu kveðju til allra, og
með öllum blessunaróskum.
Yðar ávalt í kærleika,
Carl J. Olson.