Lögberg - 19.12.1929, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.12.1929, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. DESEMBER 1929. Bls. 11. Jól Jesús Kristur fæddist á jólun- um. Það er það, sem setur ljóm- ann á jólin, í hugum mannanna, I hreysum ifátæklinga, í höllum konunganna. Og ástæðan fyrir Ijómanum er sú, að hann er frels- ari mannanna. En það eru tvö atriði sem liggja til grundvallar fyrir því, að verða aðnjótandi þeirrar dýrð- ar, sem jólunum fylgja: Menn verða að vita um jólaviðburðinn og menn verða að trúa honum. Þegar hringt er “í hásalnum víða”, þá er um að gera, að sú hringing finni bergmál í manns- sálunum, helzt öllum! Jólin eru o;ft nefnd hátíð barn- anna. Þau eru það. Sá, sem fæddist á jólunum, frelsarinn Jesús' Kristur, skipaði svo fyrir: “Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er Guðsríki” (Lúk. 18, 16)). Ekkert jafnast á við það fyrir barnið, að verða snortið af frels- aranum Jesú Kris.ti. í sðgum er oft talaJð um menn, er leituðu að óskasteini eða öðrum undrahlut, er gerði þeim mögu- Iegt að sigra alla erfiðleika. Það er mannlegu eðli samkvæmt, að vilja eignast slíkt. Það er afl til sigurs. Ailar þessar kynjasögur eru dæmisögur um atburði heimsins, en aflið til sigurs verður að vera í okkur sjálfum. Það afl verður að koma ,frá Guði sjálfum. Ekkert og enginn opinberar mannsálinni Guð eins og Jesús Kristur. Kæra barn, sem lest eða heyrir þessar línur, það er mest áríð- andi fyrir þig, að meðtaka jóla- barnið Jesúm Krist, í sál þína. Það er fullkomnasti og veruleg- asti óskasteinninn til sigurs. Ef þú lærir ungur, eða ung, að elska Jesúm, lærirðu af honum að vera Ijúfur, sem var öllum ljúf- ari, kærleiksríkur af honum, sem var óllum kærleiksríkari. Þegar hér er kalt, hlýnar þér af því, átt heitt hjarta. Það eignast þú. eigi vorís heima í því, þá verður það bæði hreint og heitt. Þegar þig skortir jafnvægið, öðlast þú það frá honum, sem átti mesta jafnvægið. Ef að sorgirnar beygja þig, réttir hann þig við. Enginn nema Guð einn á það afl til styrkt- ar, sem Jesús Kristur á. Það er einn talandi votturinn um það, hver hann er. Alt það bezta í ■«ðli þínu þroskast, en það Iakara fölnar og deyr. Ef skyldan leggur þér erfiði á heiðar, eða lífið á einhvern hátt, flókaspurningar fyrir þig, þá leitaðu Guðs í bæninni, og þá bregst ekki gæfuríkasta úrlausn- in, hvernig sem þér þykir hún í bili. í stuttu máli, ef þú lærir að trua því ungur, að Jesús sé frels- ari þinn, fyrir tíma og eilífð, þá er engin sú dygð til, sem sál þín verður ekki snortin af. Það er eina stóra þýðingin í því, að færa bornm til Jesú og að hann snerti bau. En án þess að bera virð-' mgu fyrir dygðinni og temja sér hana, eftir fremsta megni, getur engmn maður orðið stór. Hvorki verður það alþýþumaðurinn, sem skólamentunar laus eða lítill hef- Ir hafist til auðs og metorða, á meðfæddri orku, né mentamaðúr- inn, hve hátt sem hann hefir kom- ist í þekkingunni. Þeir þurfa báðir að virða dygð- ma hámæti, eins 0g einstakling- urinn í fjöldanum, sem aldrei hef- ir getið sér neinnar frægðar, né á meira pund en til þarf að vínna fyrir óbrotnu lífi og máske ekki svo mikið fæktunarlítill. Allir þurfa þeir jafnt að meta dygðina, og allir þurfa þeir jafnt á mann- kynsfrelsaranum, Jesú Kristi, að halda. Eg hefi orðið þess vör, að ungu fólki á þroskaárunum, hefir fund- ist kristindómurinn ekkert hafa, er styddi að framför þroskamikils unglings, að hann heimtaði alt af sjálfsafneitunina, !'en gæfi ekki byr undir vængi. Þetta er grunn- færni. Að kærleiknum einum undan- teknum, er ef til vill engin lynd- iseinkunn auðsærri í lífi Jesú Krists, heldur en einbeitnin að æðstu takmörkum, ef svo má að orði komast, sinnar miklu tilveru. Strax í æsku bendir hann móður sinni á, hvar hann eigi að vera. Minnist þess öllu heldur, að manni finst, eins og með angur- værum huga: “Vissuð þið ekki, að mér ber að vera í því, sem míns föður?” (Lúk. 2, 49þ Manni getur fundist einhver drengurinn eða stúlkan vera að segja þetta í dag, með tárvotum augum, við elskað foreldri, sem samt skilur ekki lífsköllun barns síns, sem er að byrja að hreyfa vængina til flugs í einhverri mynd: “Mamma, vissirðu ekki—” (Það er nú einmitt það, mamma veit ekki æfinlega, þó hún vildi vita, og ekki hann pabbi heldur, þó hann kannske viti margt og mikið) Svo kemur freistingin á full- þroskaárunum. Verður sýnd “öll ríki veraldar og þeirra dýrð”, og boðið til eignar og umráða, vilji hann ganga höfðingja heimsins á vald. Hve mikla stundaránægju hefði hann getað aflað sj.tlfum sér, með aðdáun fjöldans, t. d. yfir mælsku hans, sem sagði fólk- inu, óundirbúinn og óskólageng- inn, sögur ,sem ekki einungis lifa nú eftir nær því tvö þúsund ár, heldur eru viðurkendar af meist- ara rithöfundum heimsins, að vera mesta snildarverkið í sögugerð, sem fundist hefir í nokkurri meningu? En hann horfði á Guð og mannssálirnar, sem liðu. Hann Hann var kominn til að færa ljós inn í heiminn, inn í þessar sálir, ekki til að leika fyrir mönnum. Hann sló óvin sálnanna þrem rot- höggum með Gfiðs orði, og hélt sína leið. Hann fór að kenna, og kendi ‘‘eins og sá, sem vald hafði, en ekki eins og hinir skriiftlærðu.” Honum var sifeldlega brigslað vegna þess, að hann þættist betri og vitrari en aðrir, en hann varð aldrei hrakinn og synd var aldr- ei fundin hjá honum. Hann skor- aði á óvinina að gera það, ef þeir gætu: “Hver yðar getur sannað upp á mig synd?” (Jóh. 8, 46). Hann sagði þeim enn fremur: “Sá sem er af Guði, heyrir Guðs orð; þér heyrið ekki, vegna þess að þér eruð ekki af Guði” (Jóh. 8, 48)v Að hann heyrði Guð og var af Guði, um það báru kenningar og verk hans vott, dauði hans og tilvera öll. Líka tilvera, vöxtur og viðgangur kristinnar kirkju fram á þennan dag. Kraftaverk sín, líknarverkin, framkvæmdi hann hvar og hvenær sem var, og braut þannig í bága við sálarlausa krítík samtiðarinnar, sem bygðist á dauðri bókstafstrú, og öfund á honum, manninum sem gat gert betur en þeir, sem fundu að hon- um. Hann lét það eitt sitja fyr- ir, að líkna þeim, sem við þurftu. í í 'f í II i í- D. D. Wood & Sons óska ö'lum sínum íslenzku vinum Gleðilegra Jóla! og Farsœls Nýárs! D. D. Wood & Sons j 3 Jólagjafir frá Holt, Renfrew eru al með miklum myndarbrag auk þ i , sem verðið er s tV lega sanngjarnt Jólagjafir fá enn meira gildi, þegar þær koma í Holt Renfrew umbúðum, því hin miklu vörugæði, fall- ega gerð og ágæti frágangur á öllu, sem kemur frá Holt Renfrew er alþektur. Kaupið í The Gift Shop þar sem öllu er svo dæmalaust haglega fyrirkomið á aðal gólfinu. lólar, Yfirhafnir, Sportföt Vetlingar, Treflar, Sokkar, FURS Holt, Renfrew & Co. Limited Portage og Garlton Tryggingin felst 1 nafninu! Pantið um hátíðarnar beztu tegundirnar frá gömlu og veiþektu ölgerðarhúsi STADACONA og TALBOT PHONE 57 241 Gleðileg Jól! Gleðilegt ár! Cunard-Line árnar hér með öllum Islendingum Gleðilegra Jóla og Farsæls Nýárs! Cunard félagið skoðar það mikinn heiður, að eiga þess kost, að flvtja Islendinga lieim næsta ár, og getur fullvissað þá um fullkomna afgreiðslu og fyrsta flokks aðbúð. Eins áreiðanlegt eins og Sólin kemur upp Þegar þér notið Purity Flour til brauðgerðar heima fyrir, þá munuð þér finna, eins og þegar þér notið þetta heimsfræga hveiti til annarar bök- unar, að það reynist ágætlega og bregzt aldrei. —“3“ >l'w S5ÖJ 98Lbs. •»»ANOON M,U*AT COMO*10 ^ COOERICM . FlIOUf1 ÞESSA FUDGE KAKE 1% bolli Purlty Flour, 1% bolll sykur, % bolli smjör, % bolli nýmjólk, 2 egg, 1 teskeiö vanilla, 2 ounces chocolate, 1% teskeiB cream of tarter, 1 teskeið sóda (dissolved) Rétt íiður en þér bætið I sódanum, þá l&tið % bolla af sjóðandi vatni I deigiS. Bakið kökuna I tvennu lagi. Westem Canada Flour Milla Co, Limited winnipee - Calg&ry 30 Staðfestan, sem lausnari vor sýndi í dauðanum, hefir á öllum öldum verið lífsafl fylgjendum hans og óviðjafnanleg aðdáun öllum hugsandi mönnum. Sá kærleksmáttur, að reynast trúr undir háði, smán og mis- þyrmingum áleiðis til grimmileg- ustu aftöku, og í þeirri aftöku, að illa valdið, saman dregið í áherzlu- afl, gat ekki knúið fram af vörum hans eitt möglunar né hefndarorð, - ekki með orði né atviki fengist hann til að víkja af útmældum vegi Guðs, það er dýrðlegasta fyrirmyndin í staðfestu, sem heimurinn á til. Og í dýrðarkórónu hans eru mannssálirnar allar, sem' koma til hans. Það eru sigurlaunm. Að vera á meðal þeirra, er stærsta spursmál tilverunnar. Bið þú Guð á hverjum degi lífs þíns og lestu hans orð. Það eru uppspretturnar, sem leiða til Krists. Gerirðu það, öðlastu alt það af náðargáfum Guðs, sem sál þín er móttækileg fyrir. Meðfæddar gáfur þínar þroskast og þú nær marki lífs þíns. Þú eignast afl í öllum veðrum lífsins, til þess að lifa og stríða. Lífið alt verður þér fegurra, sólskinið bjartara, blómin yndis- legri, skógurinn fjölskrúðugri og blærinn mýkri og stormurinn ekki eins skelfilegur. Því, að öllu at- huguðu er það langt um stærra spursmál, hve mikið lífsþrek við eigum til þess að bera byrðarnar, heldur en hitt, hve þungar þær í sjálfu sér eru. Alt eignast sína sál, ifyrir þínum huga, og Guðs dýrð verður þar með þér augljós- ari. Alt eignast takmörkin á milli þín og þess, og þú sjálfur finn- ur yfirburði mannlegrar sálar yf- ir það, sem hann skapaði fyrir þig, en öðlast um leið miskunnar- anda gagnvart öllu því, sem li.fir og hrærist: sver þig í ættiou við sjálfan Guð. “Á jólunum Jesús fæddist, í jötu var rúmið hans.” Að þeirri jötunni áttu að koma. Sértu ungur, eða ung, sértu full- orðinn, þarftu að verða barn í anda og koma þangað. Drottinn veiti jólabarninu að- gang í ótal barnahjörtu á þessum jólum og komandi ári. Guð gefi öllum gleðileg jól, í Jesú naifni. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Viðurkenning og þakklæti. Á síðastliðnu sumri varð eg 70 ára. (Eg er nefnilega fæddur 29. ágúst 1859). Tóku sig þá til nokkrir vinir mínir hér í Dakota og sömdu áskorun til íslendinga í Bandaríkjunum og veita mér of- urlítinn árlegan viðurkenningar- styrk og leita almennra samskota í því skyni. Bar þetta þann á- rangur, að eg fékk talsverða fjár- upphæð frá forgöngumönnunum síðastliðið ár. Var meginið ax þvi úr Norður Dakota og Blaine, Wash. Þar sem eg hefi á undangegn- um árum átt við talsverða van- heilsu að búa og þar af leiðandi ekki góðan efnahag, hefir þetta drengskaparbragð orðið mér kær- kominn styrkur. Fyrstu hvatamenn .að þessari nýjung, munu hafa verið þeir nafnarnir Árni Jóhannsson og Árni Magnússon á Hallson, og Guðmundur dómari Grímsson i Rugby, N. D. Nokkrir aðrir hafa einnig tekið þátt í þessari fjár- söfnun, svo sem Gamaliel Thor- leifsson, Gardar og séra H. E. Johnson, Blaine, og fleiri. Þessum forgöngumönnuin og öllum, er lagt hafa í þenna styrkt- arsjóð (þó eg ekki nefni nöfn þeirra í þetta sinn)), færi eg hér með mitt innilegasta þakklæti fyrir velvild sína og viðurkenn- ingu til mín, með þeirrri ósk, að VesturHÍslendingar minnist hinna annara skálda sinna, sem ekki síð- ur eiga viðurkenning skilið. Enn fremur er mér skylt að geta þess hér, að á síðast liðnu hausti sendi H. C. Thordarson raf- magnsfræðingur í Chicago, mér sem afmælisgjöf $300, með vin- hlýju bréfi, og þakka eg hlýtt og einlæglega þessum nafnfræga manni og alþekta stórhöfðingja hina rausnarlegu gjöf. Að lokum skal þess og getið, að ýmsir aðrir gamlir og nýir og nýir vinir mínir, hafa einnig sýnt mér margvíslegan velvildar vott og drengskaps, sem eg ekki fæ fullþakkað. Þar á meðal er Chris. Johnson i Duluth, sem hefir reynst mér sem bezti bróðir, bæði í orði og verki. Enn fremur frændi hans, Hjálmur Þorsteinsson á Gimli — atdavinur minn, sem hefir reynst mér sem bezti dreng- ur frá fyrstu kynningu. — Eru margir þeirra frænda tryggir og veglyndir menn, sem mörgum Borgfirðingum er kunnugt. Eg mun ætíð minnast allra þeirra, sem hér eiga hlut að máli, með þakklátssemi og hlýjum til- tilfinningum. Þorskabítur. $rinceð£i Jflotoer ^>í)op 680 SARGENT AVENUE Sími: 36 102 Cor. Victor St. Nú fyrir jólin liöfum vér mikið af allskouar blómum, bæði í blómapottum og lausum. Vér höfum mestar birgðir af Rósum og Carnations af ölíum í borginni, en eins og vant er, |>á er eftirspurnin meiri en birgðirnar til sölu, og því vildum vér ráða fólki til að gefa <oss pantanir sínar sem fvrst. DAVID SWAIL verzla með 'IS, K0L, KÖK oá VIÐ 1405 Portage Ave. WINNIPEG Phones 39 500-39 217 CUNARD LINE Z7DMAIN ST. WINNIPEC

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.