Lögberg - 19.12.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. DESBMBER 1929.
Bls. 13.
Mas um tvær bœkur.
Eg hefi nýlega lesið tvær bæk-
ur, sem mig langar til að tala um
lítillega. Eg vona að ritstjóri
Lögbergs geri svo vel að gefa
mér rúm í blaðinu, þótt ekki sé
nema aftan á. Eg hefi nú feng-
ið vissu um, að það sem þar er
prentað, er ekki síður lesið, en
það, sem prentað er annars stað-
ar 'í blaðinu.
Ritstjórinn sagði mér um dag-
inn, að hann hefði fengið dóma-
dags skammir fyrir að gerast svo
djarfur, að prenta litlu grenina
mína um bókina “Sagan af Bróður
Ylfing.” Mér þykir það mjög
slæmt, að hann eða nokkrir aðrir,
skuli liða tfyrir mig — fyrir að
sýna mér góðgirni. Það er öfug
píslarsaga. Eg á að líða fyrir
œjínar eigin syndir, en enginn
annar. Eg vil mælast til, að rit-
stjórinn vísi þessum úfnu mönn-
um til mín.
Fyrst er þá bókin “Gestur”. —
Um þessa bók eru strax misjafn-
ir dómar. Það er sagt, að hér sé
verið að gefa í skyn, að það sé
rétt að taka lögin í manns eigin
hendur, ef maður sé sterkari en
sá, sem maður á í höggi við, — í
stuttu máli, að hér sé verið að
réttlæta hnefaréttinn.
Eg held, að það sé vafasamt,
»
að þessi sé hugmynd höfundar-
ins. Höfundurinn er Jór.as
Rafnar. Ýmsir munu kannast við
hötfundinn.
Sagan er í stuttu máli þetta:
Tvö umkomulaus bðrn eru flæmd
á braut frá æskustöðvum sínum.
Þá er drengurinn eitthvað 14 eða
15 ára, og stúlkan lítið eitt eldri.
Eftir 10 ár kemur drengurinn til
baka, til þess að reyna að rétta
hluta sinn, en sérstaklega hluta
systur sinnar. Hann fer til sýslu-
mannsins, eina yfirvaldsins, sem
um er að gera, og ráðgast um við
hann, hvað gerlegt sé í þessu
efni. Sýslumaður telur öll tor-
merki á, að nokkuð sé unt að
gera. Hann segir, að alt sé klapp-
að og klárt í máli þessu, staðfest
með vottum—óbreytanlegt. Það
var þá ekki annað eftir, en láta
hendur skifta, og það gerir þessi
ungi maður, Sigvaldi. Hann
heimsækir Einar verzlunarmann,
sem hefir leikið hann svo hart,
og krefst skaðabóta tfjárhagslega.
Telst honum svo til, að Einar eigí
að greiða í skaðabætur 17 þús.
og 900 kr. iSkipar hann Einari,
að greiða féð af hendi; en Einar
neitar og segir honum að fara út
og til fjandans og ætlar að reka
hann út. Sigvaldi var svo mikið
sterkari og aflmeiri og fimari en
. Einar, að hann hefði getað með-
höndlað þrjá hans líka, og verð-
ur það því úr, að hann tók þessa
upphæð, sem honum taldist til
að hann ætti, og lét hitt aftur í
skápinn, fer svo og skilur Einar
eftir illa til reika. — Einar klag-
ar svo Sigvalda fyrir rán og mis-
þyrmingar, og daginn eftir mætir
Sigvaldi, hreppstjórinn og Einar.
Söguhetjan Sigvaldi segir nú sögu
sína alla, hvað þeim Einari og
systur Sigvalda og móður og Sig-
valda sjálfum, hafði farið á
milli ,fyr og síðar. Sýslumaður
* krefst þess, að Sigvaldi skili
aftur peningum þeim, sem hann
hafði tekið frá Einari, en Sigvaldi
neitar og býður þremenningunum
byrginn: sýslumanni, hreppstjóra
og Einari, og sýnir myndir til
þess að sanna sögu sína. Gerir
hann Einari tvo kosti: (1) að hann
sleppi sér með peningana, og þá
ætli hann að sleppa allri frekari
málaleitan; (2) ef ekki, þá ætlar
hann að halda þessum 17 þús. og
900 kr. og þar að auki draga
Einar fyrir lög og dóm. Einar
kýs að sleppa Sigvalda með pen-
ingana, og þar endar viðureign-
in.
Sagan er sögð mjög blátt á-
fram og skemtilega. Eiginlega
er bókin snildarlega rituð að því
leyti, að það eru engar mála-
Ie(ngingar viðhafðar. Það er
varla hægt að finna nokkurt ó-
nytju orð, — enga útúrdúra, til
þess að sýna hvað höfundurinn
viti mikið um önnur efni, og ekki
neinar óþarfa útskýringar, á því,
sem flestir skilja án sérstakra
skýringa.
Eg læt hér fylgja sýnishorn af
því, sem Sigvalda og Einari fer
á milli, og geta menn þá dæmt
um, hvort söguhetjan hefir stig-
ið of langt, of skamt eða mátu-
lega langt, í því að taka lögin í
sínar eigin hendur.\
“Þú manst ef til vill eftir því,”
sagði Sigvaldi, “að skömmu áður
en við systkinin lögðum af stað
suður um árið, þá kom eg til þín
að Nesi snemma morguns — —
Þá var eg hnugginn og var að
fara þess á leit við þig, að eg
fengi eitthvað úr búinu til minn-
ingar um alt, sem eg hafði mist.
Þú glottir þá og sagðir, að eg
skyldi fá hundsbætur, og bentir
mér á flekkóttta hvolpinn. Eg
vildi ekki þiggja hundsbæturnar,
heldur fór eg svobúinn. Nú er
eg kominn til þess að jafna reikn-
ingana -------- Þér skulu hvorki
duga undanbrögð, hrottaskapur
eða hundsbætur. (1) I fyrsta lagi
gabbaðir þú móður mína; eg vil
ekki segja, að þú hafir svikið
hana í trygðum, því að eg hefi
ekki sannanir fyrir því, að þú
hafir heitið henni eiginorði; en
eg veit, að þú notaðir þér, að hún
var veik gagnvart þér. Nú er hún
dáin, svo þú getur ekki bætt henni
þær misgerðir,. (2)i í öðru lagi
flekaðir þú systur mína, og áttir
með henni barn, sem þú hefir ekki
gengist við eða skeytt um hið
allra minsta — — — — Þú ert
skyldugur til að greiða þann
kostnað, sem af uppeldi drengs-
ins hefir leitt, og það skaltu
gera.-----------Sigvaldi dró upp
tvær ljósmyndir og rétti þær
sýslumanni og hreppstjóra. —
Hverjum sýnist ykkur hann lík-
ur ?”
(3) 1 þriðja lagi, sölsaðir þú
undir þig föðurleifð okkar syst-
kyna, með öllum þeim brögðum
og klækjum, sem slungnum þjóf
sæma, og nú verður þú að gera svo
vel að greiða mér það fé, sem þú
hefir haft af okkur."
Dæmi nú hver sem vill um “að-
farir” söguhetjunnar.
Þá er að minnast á hina bókina,
Daglæti, eftir Hallgr. Jónsson.
Daglæti kallast öðru nafni:
“Sögur og Æfintýr”, og fjallar
um daglega viðburði, eins og
nafnið bendir á. Bókin ber það
með sér, að höfundurinn hefir
mikla lífsreynslu, og hefir glögt
auga fyrir fátækt, fákænsku, ó-
stýrilæti unglinga og draslara-
hætti þeim, sem á sér stað á með-
al hinna efnaðri hjá þjóð vorri,
og rembingi þeirra, sem meira
hafa af auði en aðrir.
Fyrsta sagan er nefnd “Sett
hjá.” Hún er ágæt en átakanleg
lýsing af fátækt hjóna, sem hétu
Björn og Ása. Það er ekki oft, að
maður heyrir um hjón, sem lifa i
slíkri fátækt. Eiginlega eiga þau
bókstaflega ekki neitt, en eru
samt ánægðari en flestir aðrir.
“Björn flutti ösku og rusl frá
húsum manna, en Ása sótti vatn.”
Þetta var í Reykjavík.
Það átakanlegasta í sögunni er
það, þegar þær Ása og tfrú Blæng
verða samtferða til grafa manna
sinna. Frú ’Blæng var auðug og
stærilát. Ása var opinská. Hér
er sýnishorn:
“Hvað eruð þér að fara, Ása
gamla?” spurði frú Blæng.
‘'Eg ætla að líta á leiðið hans
Björns míns,” svaraði Ása.
“Hver er þessi Björn yðar?”
spurði frúin.
“Hann var maðurinn minn,”
ansaði Ása.
“Nú, liggur hann hér í kirkju-
garðinum?” spurði frúin enn
fremur.
“Hvar hélduð þér hann lægi?
Jú, hann liggur í kirkjugarðínum
eins og maðurinn yðar. Við eig-
um samleið, frú Blæng, gatan er
nógu breið, enginn troðningur í
kirkjugarðshliðinu og garðurinn
rúmar okkur.”
Næsta sagan er kölluð “Segðu
það engum.”
Þetta er samtal milli tveggja
stúlkna, sem um eitt skeið voru
saman í skóla — alþýðuskólanum.
Önnur var af fremur fátæku fólki
komin og gat að eins tekið alþýðu-
skólapróf og fór svo á kennara-
skólann. Efnin leyfðu ekki meira.
Hún hafði ætíð verið góð stúlka,
stundaði námið kappsamlega og
fékk hæstu einkunn.— Hin var af
ríkum foreldrum komin og til-
heyrði hinum svo kölluðu hærri
stéttum. Hún trassaði lærdóminn
með öllu móti að komast í gegn um
prófin með lægstu einkunnum með
meðmælum efnaðs fólks.
Saga þessarar hefðarmeyjar er
raunaleg og þó brosleg. Hún toll-
ir í tízkunni í öllum myndum,
klæðnaði, heimboðum, gerfinöfnum
og hugsunarhætti.
Menn ættu að kaupa þessa bók.
Hún er ágæt lýsing -— á heimsku
tízkunnar, hvernig menn leggja
líf sitt og eiginlega alt annað í
veð til þess að tolla, í tízkunni.
Næsta saga er “Káti-Láki.” —
Hún er ágæt lýsing á lötum, illa
innrættum strák, sem allir kenn-
arar eru í vandræðum með, og sem
ekki svífist þess að gera gabb að
foreldrum sínum.
Flestir kennarar þekkja þenna
Láka.
Þá er “Haukur á Tindi” Það er
ágætt æfintýri, skemtilegt, og fer
svo vel. Það er lýsing á því, hvað
miklu hjón, sem bæði eru vel gef-
in og lifa saman eins og skapar-
inn sýnist hafa ætlast til, geta
komið miklu góðu til leiðar i sveit
sinni og nærlndis á einum manns-
aldri. Þegar maður hefir lesið
frásögu þessa, óskar maður þess
innilega, að lífið gæti og mætti
vera svona, því þá væri vert að
lifa. Það er lýsing á þeim, sem
'fljúga hátt og smá-lokka aðra upp
á tindinn til sín.
Þá er “Skafthrífan og Hestskó-
naglin” æfintýri, svipað æfintýr-
um Hans Ghr. Andersens.
Síðast er “Krítarmolinn”, líka
.æfintýri. Bæði eru æfintýrin tals-
vert skopleg — gert háð að, þó
græskulaust—, að samdrætti karla
og kvenna.
Eg býst við, að þetta verði köll-
uð barnabók, er; bókin er mjög
'skemtileg og lærdómsrík, og er
ekki síður fyrir fullorðna en
börn.
Margt er ágætt í bókinni, bæði
að efni og frágangl.
Jóhannes Eiríksson.
Nokkur orð um endur
heimt íslenzkra handrita
Dr. Páll Bggert Ólason, pró-
fessor, hefir nýlega skrifað gagn-
merkilega blaðagrein með þessu
nafni. Og hefir hann nú gefið
hana út sérprentaða.
Prófessorinn getur þess í upp-
hafi ritlings þessa, að tveir atburð-
ir hafi gerzt á þessu ári, er þjóð-
ræknum íslendingum megi vera
fagnaðarefni.
Sá annar, að van Rossum hafi
sýnt íslenzku þjóðinni heiður mik-
inn, er hann kom hingað til þess að
vígja biskup og kirkju.
Hinn er sá, að Bandaríki Vest
urheims hafa þegar ákveðið að sýna
íslendingum sérstakan heiður, í til-
efni að iooo-ára hátíðinni á sumri
komanda.
Norðmenn hafa þótt djarftækir
til íslenzkra manna og fornrita. Og
er þar skemmst að minnast, að þeir
hafa eignað sér Leif Eiríksson og
fund Vesturheims.
Tveir menn af norskum ættum
voru á meðal flutningsmanna til-
lögu þeirrar, er kom fram á þingi
Bandaríkjanna og hlaut.þar sam-
þykki, um að heiðra Island i tilefni
iooo-ára hátíðarinnar. — Þykir
prófessornum þetta merkilegt, og
telur það benda til þess, að Norð-
menn ætli nú að skila því aftur er
þeir hafa fengið hjá oss að láni.
“Vér þökkum frændum vorum
þessa skilsemi,” segir prófessirinn,
“en jafnframt verður oss að spyrja,
hvort aðrar frændþjóðir vorar hafi
engu að skila aftur.”
Siðan ræðir prófessorinn um
handritamálið.
í hinni ágætu ritgerð Halldórs
prófessors Hermannssonar um
handritamálið, er birtist i siðasta
“Skírni’’ er lagt til, að neytt verði
heimildar í skipulagsskrá Árnasafns
í Kaupmannahöfn, þannig að reynt
verði að koma hérlendum mönnum
í stjórn þess. — I annan stað leggur
Halldór til, að nefnd verði sett í
mál þetta, skipuð íslendingum og
Dönum.
Dr. Páll fellst á þessar tillögur,
en gengur nokkuru lengra.
Hann segir:
“Allir Islendingar munu sammála
um það, að hingaS beri að skila aft-
ur öllum embœttisbókum íslcnzkum,
sem til eru í Árnasafni eða öðrum
söfnum, og eins þeim handritum,
sem léð hafa verið Árna sjálfum,
hvort heldur eru embættisgögn eða
annað.
En hvað er þá að segja um það,
sem brunniö hefir? Eiga íslend-
ingar um aldur og æfi að líða það
bótalaust, að handrit og skjöl eru
tekin úr öruggum vörslum í landinu
sjálfu, flutt á stað, sem reynist ó-
trausíur, svo að alt fuðrar upp?
Fáir munu svo ósanngjarnir, að
þeir geti ætlast til þess. Og ef
spurt er, hver bæta skuli, verður
ekki annað svarið en að það standi
þeirri stofnun næst, þar sem tjónið
hlauzt, þ. e. Árnasafni sjálfu. Og
hvað myndi þá helzt vera um að
tala að leggja í bætur? Að vísu er
tjónið óbætanlegt oss íslendingum,
en þó myndi þykja sem viðleitni
væri höfð til sanngirni, ef stofnun-
inni allri væri skilað hingað til lands.
þ. e. öllu, sem íslenskt er í Árna-
safni, nema eftirritum af frumritum,
sem til eru þar eða í söfnum hér.
Sanngjarnlegra og hóflegra sjónar-
mið mun vart auðið að finna, og
svo mun lcoma, er menn íhuga tjón
landsins, að slíkri tillögu munu allir
kjósa að fylgja, mér er nær að
halda eigi síður ráðamenn Dana en
aðrir. Ekki svo að skilja, að engin
mótspyrna muni rísa við þeim sjón-
armiðum, sem hér er bent á. Kveða
munu við alkunnar mótbárur, svo
sem “haldi hönd því er hefir,”
“beati possidentes” og önnur slík
slagorð.
En undir þessa lausn renna fleiri
stoðir, ef vel er að gáð.
Fyrst er nú það, að þess eins er í
bætur beiðst, sem runnið er frá ts-
lendingum sjálfum, og* því ætti að
réttu að vera til í landinu sjálfu.
\I öðru lagi er mundang allrar
íslenzkrar frœðistarfscrni komið
inn í landið sjálft, og glæðist sú
starfsemi þar með ári hverju.
I þriðja lagi þverr að sama skapi
ástundun þeirra fræða í Kaup-
mannahöfn og mun innan skamms
engin verða, beinlínis af því, að eft-
ir fáa áratugi verður þar ekki völ
íslenzkra manna, er sinni þeim efn-
um.
Engum getur dulist, hvert stefnir
að þessu leyti, þótt ekki sé nánara
rakið hér. Benda má t. d. á það,
að islenzkir stúdentar sækja æ meir
og meir mentun þá, er sækja ber
út fyrir'landið, til annarra landa en
Danmerkur, og í ár hef\r sá atburð-
ur orðið, sem er einstæðnr um rúm-
ar þrjár aldir: Fleiri stúdentar frá
íslandi hafa bæst við til náms í
Þýskalandi en í háskólanum í Kaup-
mannahöfn.
Nú má sjá í dönsku blaði tillögu
frá dönskum þingmanni, að fresta
til 1940 að semja um afhending ís-
lenzkra gripa úr dönsku þjóðminja-'
safni; muni þá greiðara að semja
um sjálf stjórnmálin.
Víst eru minnishorn, kaleikar og I
forngripir mikils virði. Víst eru
handrit og skjalgögn þjóðinni dýr-
mæt. En ef saga og tilvera þjóð-'
arinnar í framtíðinni verður ekki
trygð með öðru en afsali á því, sem
enn er óbrent af sögu hennar á liðn-
um öldum, er víst enginn íslending-
ur í vafa um, hvort velja skuli.
—ísland.
Mr. og Mrs. Oli Stefánsson 3.90
Mr. og Mrs. H. Josephson 1.00
Mr. og Mrs. S. Guðbrandss. 2.00
Mr. og Mrs. Chris. Nordman 1.00
Mr. og Mrs. P. Frederickson 1.00
Mr. og Mrs. J. Th. Johnson 1.00
Mr. og Mrs. Th. Hallgrímsson 1.00
Mr. og Mrs. Conrad Norman 1.00
Mrs. Guðrún Sigurdson .... 2.00
Mrs. Sigr. Helgason ...... 3.00
i
Mrs. Lilja Oliver ........ 1.00
Mrs. Guðr. Stevenson...... 2.00
Mrs. Thorunn Olafson...... 1.00
Mrs. Sigrún Johnson....... 1.00
Mr. H. Stefánsson.......... 2.00
Mr. Sigurgeir 'Thordarson 1.00
Guðbrandson Bros........... 1-00
Innilega er þetta þakkað,
J. Jóhannesson,
675 McDei-mot Ave., Wpg.
! GLEÐILEG JÓL OG
FARSÆLT NÝTT ÁR 1
til handa öllum Islendingum, en ekki hvað sízt
fiskimönnum, með þökk fyrir viðskiftin á liðnu
íslenzkum
ári.
Fishermeir/s Suapplies Limited
402 Confederation Life Bldg., Winnipeg.
E.
P. GARLAND,
Manager.
Phone: 28 071.
JÓLAGJAFIR TIL BETEL.
í minningu um Ingibjörgu S.
Laxdal, dáin 13. des. 1928.—
E. B. Laxdal.............$10.00
J. og P. Hjálmsson, Marker-
ville, Alta.............. 10.00
N. Vigfússon, Tntallon .... 20.00
Mrs. Thorunn Jónasson, East-
end, Sask., í minningu um
mína elskuðu systur, Mrs. Rut
I. Sölvason, d. 14. nóv s.l. 20.00
Kvenfélag Ágústínus safnaðar, |
Kandahar ................ 35.00
The Imm. Missionary Society,
Wynyard ................ 25.00
Gardar safn. kvenfél. ....... 25.00
Mrs. Sigr. Hallgrímsson,
Minneota ............. 10.00
Kvenfél. St. Pauls safn...25.00
Frá ísafold, kvenfél. Vestur-
heims safn, Minn........ 10.00 !
Kvenfélagið Sólskin, Foam
Lake, Sask.............. 25.00
Mrs. V. Thordarson, Wpeg 2.00
Sigríður Bjarnason, Wpg .... 5.00 \
Safnað af kvenfél. Fríkirkju-
safnaðar, Brú:
Kvenfél. Fríkirkjusafn... $10.00
Mr. og Mrs. Halld. Anderson 5.00
Mr. og Mrs. S. Landy ....... 10.00
Mr. og IMrs. Ben. Anderson 5.00
Mr. og Mrs. M. Nordal,..... 4.00
Mr. og Mrs. T. S. Arason .... 4.00
Mr. og Mrs. Jónas Anderson 3.00
Mr. og Mrs. G. Björnson.,.. 2.00
Mr. og Mrs. G. Ruth ....... 2.00
Mr. og Mrs. J. Walterson.... 3.00
Gleðileg Jól
og nýtt
Með þökk fyrir við-
skiftin í liðinni tíð, og
von um aukin viðskifti
í framtíðinni
^ulcan 3ron
orfeö, i.ímtteb
ðSHtnntpeg, Jlanttotja
■ i
f
t
t i:
fg
H
f
í*
f*
f:
f;
1 í
'h
v
SALA A J0LAKJ0LUM
Með allra hægustu borgunarskilmálum
20 vikur að borga
*
NIÐUR
Fáið þér hvaða Kjól sem er
í búð vorri, sem kostað hefir
alt að $25.00
Hundruð af
KJOLUM
MARTIN & CO
TÆKIFÆRIS-SALA
á Furskreyttum Yfirhöfnum
20 vikur að borga
NIÐUR
Fáið þér hvaða Yfirhofn sem
er í búð vorri, sem kostað
hefir alt að $55.00.
Furskreyttar
YFIRHAFNIR
Vanaverð alt að $15.75
Færðir niður í
$9.75
Vanaverð alt. að $24.75
Færðir niður 1
$15.75
Vanaverð alt að $19.75
Færðir niður í
$12.75
Vanaverð alt að $29.50
Færðir niður I
$19.75
Vanaverð alt að $39.50
Færðar niður í
$29.50
Vanaverð alt að $55.00
Færðar niður í
$39.50
Vanaverð alt að $45.00
Færðar niður í
$34.50
Vanaverð alt að $79.50
Færðar niður í
$49.50
Munið að
þér hafið
20 vikur
til að borga.
DARK RAT—
Vanaverð $239.
PERSIAN LAMB—
Vanaverð $149.
5
'ji
\\
jl
f
Í
■ g r
ii
11
\
11
p^^sa»*a»i^iia»*a»^^^^ii>a»ta»wi»«i»i»i»*a»«i»wi» r-............
Kjörkaup á FUR-YFIRHÖFNUM
SILVER RAT— 0*1,0 AA
Vanaverð $165. NÚ $ IHU.ÚU
N0........ $215.00
nú........ $125.00
Söluskilmálar 10% út í hönd, afgangur á nokkrum mánuðum
PLAIN SEAL—
Vanaverð $89.50 NÚ .....
SEAL—Stór Sable kragi og
Uppslög. Vanav. $169. NÚ....
SEAL — Kragi og uppslög
Vanaverð $149. NÚ ......
$65.00
$145.00
$125.00
Furkápum, sem hér eru keyptar, er haldið við heilt ár
Það er
þægilegt
að borga
smátt og smátt.
kostnaðarlaust.
í Vér óskum f f öllum § 2nd Floor Wpg. Piano MARTIN & C0. Portage and f
^ Gleðilegra Jóla f | 4B»4H»4a»4B»X>a»M»iW»MW? Building EASY PAYMENTS LIMITED Hargrave. r
Gleðilegt og
Farsælt
Nýár!
ta»tð»iía»4a»i»i>»^^iwi»i^^^i»i»^i^^^^4ta»^Lw»^i»ita»«i»ii>awa»- i6a»it!a»i»a»^ta»sa»^iiíð»«M»^^iK»»ið»«i»iwi»«i»'Æ)
»i>ð»ii>B»ið»^^<ia»ifta»^a»iiia»ii!a»«i»^a»ii!a»^á»wi»«i»^M»w«»ilM»»ð»ifw»^a»iaa»<iai»it.ia»iaa»ta»ta»<ið»iiið»»ð»«i»aa»<M»«(»^i»^!»«i»^!»«i»^a»»5