Lögberg - 31.07.1930, Side 7

Lögberg - 31.07.1930, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. JÚLl 1930. Bls. 7, Nótt á Þingvöllum. (Fp. í Mgbl.) Blaðamönnum var ætlaður far- kostur til Þingvalla kl. 9 á mið- vikudagskvöld í sömu lotunni og sendir voru erlendir 'gestir, þing- menn erlendir og íslenzkir, og var Jandsstjórn í fararbroddi. Bíla- runan náði frá Reykjavíkur apó- teki hinu nýja og að Uppsölum. Blaðamannabílar voru við Skjald- breið. — Lagt var af stað kl. 10. Þokusúld var í Reykjavík, þoku- súld á Mosfellsheiði, þokusúld á á Þingvöllum og eins dimt og verið getur um þetta leyti árs. Var stórrigning í aðsilgi? Átti 1000 ára hátíðin að drukna í sunn- lenzkU regni Var verið að stefna öllu út í ófæru — með hina erlendu gesti í broddi fylkingar? Voru þeir hingað komnir til að kynnast íslenzkum veðraham? Þannig hugsaði hver íslenzkur blaðamaður í þessari ferð. Bílalestin rann niður Almanna- gjá. Hinn mikli fáni drúpti á stöng á Lö'gbergi. Þungt var yf- ir þingstaðnum — og þó kvikt, er kom niður á “kastala”, þar sem áður var Valhöll. Þar var umferð mikil, tjaldaþorp og söluturnar, símastöð og banki, bílar á flugi og ferð — og þá voru skiljanleg orð útlendingsins á dögunum, að Þingvelir væru fallegri þegar eng- in væri þar Alþingishátíð. Það fyrsta, sem sást af umönn- un hátíðarnefndar voru hvít- klæddir lögreglumenn á Almanna- gjár barmi, þar sem er bílator'g. Hvítklæddir, auðkennilegir, góð og hugulsöm tilhögun. Og við nánari viðkynningu kom það í ljós, að löigregluliðið á Þingvöll- um voru menn prúðir, kurteisir og stóðu vel í stöðu sinni. Tjaldborgin á Leirunum. Langt er að ganga upp á Leir- urnar frá Þingvöllum. Er þang- að kom, nálægt miðnætti, voru menn farnir að Iganga til hvílu, glaðir og ánægðir, með eftir- væntingu, skrafandi um veður- horfur og hátíðarútlit. Prúð- mannlegt var þar alt framferði manna. Sýslurnar hafa þar hver sitt hveríi. Götunúmer og tjalda gerðu mönnum auðvelt að finna híbýli sín í þessum þri!ggja daga höfuðstað landsins. Uppi í Hvannagjá er tjaldborg stúdentanna, innilukt milli hamra veggja, á grænum grasbala. Af gjárbarminum var einkennilegt að að líta yfir tjaldborlgina á Leir- unum — 4000 tjöldin, í tjaldborg- arhverfum — og samkomutjöld- in gnæfandi yfir hin lægri svefn- tjöld. Regnúðinn og þokan í suðrinu þyknaði, útlitið döknaði. En uppi í Hvannagjá var lítil kyrð. Þar gen!gu stúdentar Norðurlanda- þjóða fram og aftur. Þar var uppi fótur og fit. — Dönsku stúdentunum þótti lofts- lagið kalt. Þar var nafn fröken Mogensen á allra vörum, er segir að sér sé kalt, vog að öllum kunni að verða kalt, hún heimtar húsa- skjól, eða a. m. k. mikið meira af værðarvoðum — hestburði af værðarvoðum eða hús. Hvar er nú Álafoss o'g Sigurjón? Talað er um, að hinir dönsku stúdentar vilji hverfa aftur til Rvíkur og það samstundis. — En svo er þetta alt orðum aukið. Eg hitti ljóshærðan kven- stúdent sunnan af eyjunum dönsku. Hún hafði aldrei á æfi sinni legið í tjaldi. Hún kvaðst vilja ganga sér sprett, meðan alt væri að komast í samt lag. Hún vildi enga óánægju heyra. Og Svíarnir voru 1 en'gum efa um, “att det vilde g&t bra”. Þeim fanst al- veg ótrúlegt að nokkur baktería gæti þrifist í svo hreinu lofti sem í Hvannagjá. Og nú komu heilar lestir af stú- dentum með værðarvoðir handa öllum frökenum Mogensen. Og þegar é!g sneri úr Hvanna- gjá, mætti ég Páli Einarssyni hæstaréttardómara í brekkunni; með stúdentahúfu. Hann ætlaði að vera ungur í annað sinn — qg nátta sig þar sem æskan réði nú rikjum. — Liðið var fram yfir miðnætti er €8T sneri aftur í tjaldborgina. — Skvaldur var þar alt úti í tjöld- unum, og einstaka hæg svefnhljóð skiftus á við vellið 1 spóunum, er svifu yfir Leirurnar í nætur- kyrðinni. — Kl. er að ganga þrjú. Nú er orð- íð kyrt í söluhverfinu á “kastalan- um”. Síðustu símritaranir fara úr símatjaldinu. Öll afgreiðsla hætt. Alt í lagi. Hvíld og fullkominn friður á að ríkja yfir Þingvöllum í nokkrar klukkustundir. Þús- undirnar sofa. Kl. 5%. óglemanlegur morgun E!g hafði lánað allar værðarvoð- irnar — sem betur fór — og vakn- aði; liggjandi á “legubekk” — þ. e. a. s. bekk, sem annars er not- aður til að sitja á. E'g reyndi að hugsa um alt, sem hlýtt er og yf- irvinna hrollinn, en það tókst ekki, svo ég velti mér af bekknum. Bjart veður. Guði sé lof. Blæja- logn á Þingvallavatni. Sól í Sandey, o!g skýjarof yfir Skuggabjörgum. Hve oft, óendan lega oft skyldu menn, þúsundir hafa vaknað með hrolli á Þing- völlum. — En hér var skjót heilsubót í vændum. Eg braust inn í eitt- hvert blessað Bjarnheiðar tjald, þar sem stóðu “prímusar” í löng- um röðum, og konur voru vaknað- ar til starfa. — Fimm kaffibollar runnu ljúflega niður. — Mikil ó- gæfa, að eigi skuli hafa verið prím- usar á Þingvöllum í gamla daga — fyrir þá, sem þá voru uppi. Mér var reikað til Lögbergs. Þar var enginn maður — engin hreyfing. — Reykurinn liðaðist upp úr reykháfnum hjá rikiserf- ingja Svía í Þin'gvallabænum. Á Þingvallatúni voru allir í sof- um, innlendir sem erlendir — og gat manni heyrst sem fólk svæfi þar “á alskonar tungumálum.” En kl. 7 kom Tryggvi Þórhalls- son forsætisráðherra út á hlað og gáði til veðurs. Síðan fóru menn að komast á kreik. Einna fyrstur var Sigfús Einarsson söngstjóri. Hann vildi ganga úr skugga um, að allur undirbúningur væri í lagi. En í tjaldi nr. 73 svaf maður á sínu græna eyra — svaf eins og sá, sem góða samvizku hefir. Það var Magnús Kjaran. “Góðan daginn, Magnús bóndi.” Magnús reis upp skjótt. Hann hafði sofið í þrjá tíma og var það lnegsti dúr, sem hann hafði lengi fengið. Við töluðum um veðrið, þetta allsendis óákveðna atriði í hátíð- arskránni, og það eina, sem Magn- ús átti ekki að sjá um að neinu leyti. Klukkan er að ganga átta. Fólks- straumurinn er byrjaður niður Al- mannagjá sem stríð og stöðug elfa, áfram og áfram óslítandi. Margir skunda upp í Leirur með pjönkur sínar, en mæta þá fólks- straumnum ofanað. Hátíðin er að byrja. Bandaríki Evrópu. Á þingi þjóðbandalagsins í fyra hóf Briand umræður um Bandaríki Evrópu. Mörgum þótti það stórmerkur viðburður, því Briand leiddi þá þetta mál inn á nýja braut, frá draumalandi hu'g- sjónanna inn á verksvið rikls- stjórnanna. — Briand bauð á þinginu í fyrra fulltrúum Erópu- þjóða á fund sinn, til þess að ræða málið. Þeir fólu Briand að senda ríkisstjórnunum fyrirspurnir, þar sem spurt væri um álit þeirra við- víkjandi væntanlegum bandaríkj- um eða bandalagi. Briand sendi nýlega þessar fyr- irspurnir til stjórna allra Evrópu þjóða, sem eru í þjóðbandalaginu. Hann gerði um leið nánari grein fyrir hugmynd sinni. iBriand gerir ekki ráð fyrir, að Evrópuþjóðir geti þegar í stað stofnað bandaríki eins og t. d. Bandaríkin í Ameríku. En Briand leggur til, að Evrópuþjóðir stofni bandalag með svipuðu skipulagi og þjóðbandalagið. Evrópubanda- lagið ætti svo ef til vill að geta orðið byrjun að bandaríkjum Evrópu. Briand ætlast til, að Evrópu- bandalagið hafi fulltrúaþing, skrifstofur og ráð eins og þjóð- bandalagið. Evrópubandalagið á að vinna að úrlausn vandamála Evrópuþjóða, reyna að efla frið, eindrægni og samvinnu milli þjóð- anna í álfunni. Seinna ætti svo að vera hægt að komast lengra á þessari leið. Briand leggur áherzlu á það, að stofnun Evrópubandalags megi ekki skerða sjálfstæði hinna ein- stöku ríkja, og að bandalagið megi ekki veikja þjóðbandalagið. Ev- rópubandalagið á að vera eins- konar undirdeild þjóðbandalags- ins, ekki keppinautur þess. Briand hefir beðið ríkistjórn- irnar að svara ýmsum fyrirspun- um viðvíkjandi skipulagi og verk- sviði væntanlegs Evrópubanda- lags. Svörin eiga að vera komin til Briands fyrir 15. júlí. Málið verður svo rætt í Genf í septem- ber, og þá ef til vill ákvarðanir teknar viðvíkjandi stofnun banda- lagsins. Briand vonar, að það geti tekið til starfa á næstkom- andi ári. Hér hefir oft áður verið minst á, hvað veldur því, að Evrópu- þjóðir hugsa nú meira en áður um stofnun bandaríkja. 1 fyrsta lagi er það hættan frá öðrum heimsálfum — barátta Asíuþjóða á móti Evrópuþjóðum og vaxandi fjármála yfirráð Bandaríkjanna í Ameríku. Þar við bætist, að deil- urnar milli Evrópuþjóða draga úr mætti þeira og geta fyr eða síðar valdið því, að stríð hefjist og alt fari í auðn í álfunni, ef friður- inn verður ekki fulltrygður í tæk- an tíma. Menn verða að gera sér grein fyrir núverandi ástandi Evrópu, til þess að skilja, hvers vegna Bri- and hefir borið fram framan- nefndar tillögur ,sínar einmitt nú, og hvernig þeim muni verða tek-l ið. Stærstu deilumál Frakka og Þjóðverja voru jöfnuð að mestu leyti á Haagfundinum í fyrra, ogi nú eru þau leidd til lykta aðj fullu. En eftir Haagfundinn í fyrrasumar var fyrirsjáanlegt, að gagngerðar breytingar mundu verða á bandalögum milli stór- þjóðanna. Gömlum bandalögum var slitið og líkur til að ný mynd- ist. Englendingar slitu gamla bandalaginu við Frakka, og sam- vinna hefir nú tekist milli Eng- lendinga og Bandaríkjanna. Eng- lendingar vilja sem minst afskifti hafa af deilumálum þjóðanna á meginlandi Evrópu. — Utanríkis- stefna yfirunnu þjóðanna beinast meira og meira í þá átt, að knýja fram endurskoðun á þeim friðar- samningum, sem þær voru látnar undirskri^a að ófriðnum loknum. En Frakkar og bandamenn þeirra (Litla bandalagið o. fl) spyrna á móti endurskoðun. Aðstaða Frakka er nú veikari en áður, þar sem Englendingar hafa snúið bakinu við þeim. Alt þetta á vafalaust mikinn þátt í því, að Briand hefir borið fram tillögurnar viðvíkjandi stofn- un Evrópubandalags. Merkur franskur stjórnmála- maður, Henry de Jouvenel, skrif- aði nýlega grein um Bandaríki Ev- rópu. Jauvenel telur allar horfur vera á því, að stórstríð sé í aðsigi í Evrópu, og að það muni ríða menningu Evrópuþjóða að fullu. Hann telur upp alvarlegustu deilu- efnin í álfunni Austurríkismenn halda fast við kröfuna um að Aust- r.rríki sameinist Þýzkalandi. Ung- verjar studdir af Mussolini heimta að landamærum TJngverjalands sé breytt. í Mákedóníu eru enda- lausar deilur og flokkavíg milli Serba og Búlgara. Þjóðverjar hugsa stöðugt meira um breyt- ingar á landamærum Þýzkalands og Póllands. Samkepnin milli Frakka og ítala fer síyaxandi. Og loks nefnir Jouvenel hættuna frá Rússlandi. Jouvenel álítur að Evrópuþjóð- ir séu að skiftast í tvo flokka, með eða móti breytingum á núver- andi landamæraum í álfunni. Þetta hafi sannfært Briand um það, að stofnun Bandaríkja og afvopnun sé eina hjálpræðið. 'Tillögur Briands hafa fengið daufar viðtökur í Englandi. Mest- ur hluti Bretaveldis liggur í öðr- um heimsálfum og hefir því ann- ara hagsmuna að gæta en Evrópu- þjóðir. “Times” segir, að Eng- lendin'gar muni varla taka þátt í bandalagi Evrópuþjóða, þótt það verði stofnað. En náttúrlega gætu þjóðirnar á meginlandinu stofnað bandalag án þátttöku Breta. Mest veltur á Þjóðverjum og ítölum um örlög tillaga Briands. Þýzk vinstriblöð taka tillögunum vel, en blöð miðflokkanna og hægrimanna taka þeim fálega. — Tillögur Briands hafa vakið tor- trygni í ítalíu og víða í Þýzka- landi. ítalir og margir Þjóð- verjar halda, að til'gangur Bri- ands með þessum tillögum sé sá, að efla vald Frakka. Afstaða ítala og Þjóðverja til málsins verður því mikið undir því komin, að Frökkum takist að útrýma þessari tortrygni. Stofnun bandalags með Evrópu- þjóðunum verður því vafalaust miklum erfiðleikum bundið, og er haétt við, að ekki verði komist langt í þetta sinn. En það er þó þýðingarmikið, að tilraunin nú er gerð. Tilraun Briands er glögg- ur vottur þess, að valdamiklum stjórnmálamönnum er nú orðin ljós nauðsyn samtaka og friðar roeð þjóðunum í álfunni. Olafur Goodman. Dáinn 15. nóvember 1939. Sennilega ætti Briand að geta komið því til leiðar, að þjóðirnar á meginlandinu stofni einhvers- konar bandalag, þótt það verði fyrst um sinn varla til annars, en að ræða vandamál Evrópuþjóða. En þetta væri þó strax betra en ekkert — og gæti orðið upphaf að meiru. Khöfn í maí 1930. P. —Lesb. Sigfríður Einarson. 1854—929. Það hefir dregist nokkuð leng- ur, en átti að vera, að minnast Sigfríðar sál. Einarson, sem dó á heimili sínu íMountain, N. D., 26. október 1929. Sigfríður sál. fæddist á Smá- hömrum í Strandasýslu á íslandi 10. maí 1854, og var þv í 75 ára, er hún lézt. Foreldrar hennar voru Halldór Jónsson og Vi'gdís Björnsdóttir, sem lifðu öll búskap- arár sín á Smáhömrum, og hjá þeim mun hún hafa alist upp. Tveir bræður hennar eru á lífi: Jósteinn Hallderson í Colorado, og Kristján Hallderson í Saskatche- wan í Canada. Einnig mun eitt- hvað af systkinum hennar enn vera á lífi, búsett á íslandi. Fyrir hér um bil 40 árum síðan giftist hún eftirlifandi manni sín- um, Þorvarði Einarson, sem þá var ekkjumaður. Giftust þau í Pembina og bjuggu þar á landar- eign Þorvarðar, þar til fyrir nokkrum árum, að þau fluttu til Mountain, N. D., og bju'ggu þar á- valt síðan. Börn þeirra hjóna á lífi eru (börn Mr. Einarsonar af fyrra hjónabandi: Jóhann Einarson, í Nornir sitja að teningstafli tefla djarft um líf og hel. Enginn veit hvað upp mun velta, enda er slíku farið vel. Hlutast til með hendingunni, hærra vald um kjör vor öll. Flytur einum auðn og gengi, öðrum slys og skakkaföll. Virtist út til vegar-enda vera langt og greiðfært skeið. Nornin sat að sínu tafli, sá hvað valt og aldan reið. ísar brustu, bylgjan kalda bjó honum hvílu á sinni lóð; vafði hann sínum silkivoðum, söng við rekkjustokkinn ljóð. Enn er teflt og enn er kastað, enginn veit hver hnígur næst; forlögin í fylgsnum sínum framtíð hefir byrgt og læst. Eitt er víst: að tenings-táknið til vor allra vísa skal. Lífið alt er fætt til feigðar, friður sé með dauðans val. * * * Einn af hinum mörigu, er fór- ust af slysum við fiskiveiðar síð- astliðinn vetur, var ólafur heit- inn Goodman, Guðmundsson, frá Stóra-Eyrarlandi í Eyjafirði, son- ur Guðmundar ólafssonar frá Hvammi, er lengi bjó á Eyrar- lani og var vel kunnur maður í sínu héraði og víðar. Flutti Ólaf- ur heitinn til Canada þá er hann var fulltíða maður, og átti heima hér í Manitoba ávalt síðan. Hann var dugnaðarmaður og hafði unn- ið að ýmsu síðan hann kom hing- að, bæði fiskiveiðum og öðru. Hann var ötull fiskimaður og hafði stunað vetrarveiðar á Mani- tobavatni árum saman. En síðast- liðið haust breytti hann til og flutti úþgerð sína til Moose Lake, er liggur í nán við Flóabrautina norður af The Pas. Hafði hann búið þar vel um sig og var byrjað- ur að leggja net sín, er slysið bar að. Fór hann út um morguninn 15. nóvember að vitja fárra netja, er lágu út frá landsteinum í vík nokk- urri eigi all-langt þaðan, er hann hafði vérstöð sína. ísinn var orð- inn alltraustur og’skildi hann því eftir bát sinn, sem hann annars hafði með sér, er ísar voru ótrygg- ir. Með honum var ungur maður efnilegur, A. Hall .Davidson, frá Sinclair, Man. — Bjuggust þeir við að verða aðeins stundarkorn að heiman; en hér sannaðost hið forn- kveðna, að margt fer öðru vísi en ætlað er, og druknuðu þeir báðir. Brast á ofviðri skömmu eftir að þeir komu á vatnið og rofnaði ís- inn. Veit enginn með hverjum hætti slysið varð, en líkle'gt þykir, að þeir hafi snemma orðið varir ísreksins og hafi verið að reyna að komast yfir raufina, sem opn- ast hafði milli íss og lands, og farist við þá tilraun. Vatnið lagði auðvitað aftur jafn- skjótt og veðrinu lægði, og urðu leitir að líkum þeirra félaga árang- urslausar; fundust þau ekki fyr en ísa leysti. Lík ólafs heitins var flutt til Gimli og jarðað þar af séra Sig. Ólafssyni, þ. 17. f.m. Ólafur heitinn var tvíkvæntur. Hét fyrri kona hans Sigurey, var hún dóttir Einárs gullsmiðs á Gimli og Málfríðalr konu hans. Þau ólafur áttu tvö börn, bæði upp komin og hin mannvænleg- ustu: ólafur, er vinnur við Roy- al bankann, og Lilju, til heimilis hjá fósturforeldrum sínum, Guð- mundi og ólöfu ísberg. Seinni kona ólafs sál. var Stef- anía Jónsdóttir Sturlusonar frá Kandahar. Þau höfðu skamma stund verið samvistum og áttu ekki barna. Fimm systkini ólafs heitins eru á lífi, tvö búsett hér; Ármann, bóndi við Fairford, Man., og Sús- anna, gift kona í Winnipeg, og tvær systur og bróðir á íslandi. P. G. SAMBAND ungra Sjálfstæðismanna stofnað á Þingvöllum. Klukkan 8 í gærmorgun héldu fulltrúar félaga ungra Sjálf- stæðismanna fund í Almannagjá, til þess að ræða stofnun Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna. Voru mættir 44 fulltrúar frá fé- lögum víðsvegar að af landinu. Voru fulltrúarnir einhuga um að stofna sambandið og lýstu yfir á- nægju sinni til forgöngumann- anna. Var sambandið síðan stofn- að með samhljóða atkvæðum full- trúanna. Því næst voru samþykt lög sam- bandsins og stjórn kosin. — For- ir.aður var kosinn Torfi Hjartar- son cand. jur., og meðstjórnend- ur ungfrú Sigríður J. Auðuns, fsafirði; Kristján Steingrímsson, Akureyri; Árni Mathiesen lyfja- fræðingur, Hafnarfirði, og Guðni Jónsson cand. mag., Reykjavík. Fundinum var lokið um hádegi, ÉRU NÝRUN VEIKLUÐ? Það er undravert, hve fljótt Nuga-Tone læknar nýrnaveiki og blöðrusjúkdóma og þenna afar- þreytandi bakverk, sem þeim sjúk- dómum fglgir. Eftir það getur þú notið svefns á nóttunni og vaknað á morgnana hress og glað- ur, eftir næturhvíldina. Nuga-Tone vinnur þetta þarfa- verk, vegna þess að það eyðir þeim óhollu efnum, sem veikja nýrun og hjálpar þeim þannig til að vinna sitt verk. Þar að auki er Nuga-Tone ágætis heilsulyf, sem styrkir öll líffærin og allan lík- amann. Það eyðir gasi og upp- þembu í maganum, læknar höfuð- verk og svima og annað því um líkt, sem orsakast af því, að melt- ingarfærin eru eldci í góðu lagi, og nýrun ekki fær um að vinna sitt ve'rk. Nuga-Tone fæst hjá öllum lyf- sölum. Hafi lyfsalinn það ekki við hendina, getur hann útvegað það frá heildsöluhúsinu. enu áður en fðlagarnir skildu, sungu þeir ættjarðarsöngva og hrópuðu húrra fyrir fósturjörð- inni og Sjálfstæðisflokknum. — Mgbl. 28. júní. BRUNI. Sunnudaginn 22. júní brann bærinn að Miklaholti á Snæfells- nesi. Var það torfbær, eign Magnúsar bónda Sigurðssonar. Eldurinn mun hafa komið upp þannig, að neisti hefir hrokkið úr reykháf í torfþakið. Var bónd- inn ekki heima og engir aðrir en blindur maður og kona hans, sem nýl. hafði fengið slag, og börn. Frá næstu bæjum varð eldsins vart og kom fólk til hjálpar. Tókst þannig að bjarga fatnaði og inn- anstokksmunum. En bærinn brann allur nema eldhús. Ekkert var vátrygt, svo að tjónið er tilfinn- anlegt fyrir bónda. En hann var hjá fé, þegar þetta gerðist, o’g sá ekki til bæjar. Kona hans, sem er ljósmóðir, var heldur ekki heima. —Mgbl. Siglufirði 26. júní. Undanfarið hefir verið góð tíð. Þoka og norðlægt hráslagaveður í dag. Fiskiflotinn flaggar, ann- ars engin hátíðahöld í bænum. — Afli er góður, en beituleysi hefir hamlað róðrum að mestu síðasta hálfan mánuð. Reknetasíldar verður nú aðeins vart- hér, en 2—3 skip fengu um 30 tunnur um helg- ina í Húnaflóa. — Mgbl. Sask., Canada og Mrs. E. B. Stef- anson, í Sask., Can.): Mrs. O. P. Olson, Grand Forks, N.D.; H. F. Einarson, Two Harbors, Minn., og E. T. Einarson, einnig í Two Har- bors, Minn. Þorvarður Einarson, eiginmað- ur hinnar látnu, er nú um áttrætt og þó enn vjð góða ehilsu. Síðan er Sigfríður lézt, hefir hann búið hjá bróðurdóttur sinni og manni hennar hér að Mountain, þeim Mr. og Mrs. H. ólafsson. Framan af árum munu þau Þor- varður o!g Sigfríður hafa verið fátæk, og baráttan stundum dá- lítið erfið. En þeim tókst þó að gefa börnum sínum gott uppeldi. Lögðu þau mjög einlæga alúð við það, að uppala þau í “Iguðsótta og góðum siðum”. Þeim var sérlega ant um það, að þau lærðu að lifa og starfa kristilega. Síðari árin hér á Mountain, var efnahagur þeirra í góðu lagi og þeim leið mikið vel, þar til er sjúkdómur sá tók Sigfríði sál tökum, er leiddi hana til bana. Þau árin, sem þau bjuggu hér, tók hin látna mikinn o'g góðan þátt í starfi kvenfélags- ins, og við sunnudagsskólann starfaði hún mörg ár af hinni dýpstu alúð, enda mintist sunnu- dagsskólinn hennar með blóma- gjöfum um síðustu páska, því þá var hún orðin sjúk; og við útfðr hennar var einnig blómsveigur frá sunnudagsskólanum Sigfríður sál. var vönduð kona o!g vel kristin, góð húsmóðir, ást- rík eiginkona og móðir. Einnig var hún mjög félagslynd og vildi styðja sérhvert gott málefni. — Hana syrgja sárt eiginmaðurinn, sem nú er svo hniginn að aldri, o!g börnin, sem finna með djúpu þakklæti til alls þess mikla, er þau eiga henni upp að unna. Og sam- ferðafólkið saknar hennar og þakkar henni starfið. Við útför hennar 28 okt. var fjölmenni. Hún var jarðsungin frá heimilinu og kirkjunni á Mountain af sóknar- prestinum. ETHYL íNGBÆ f f NG»HÍÍ> Það eru launin, ef þér notið Brit ish American <Gasolene. Orka, er flytur yður þangað, sem þér viljið fara, með þeim hraða, er þér kjósið — með þægindum, sem ekki breytast. Orka til að komast af stað, orka til að halda áfram, án of mikillar eyðslu eða vandræða — og allra þessara óþæginda, sem lakari teg- undir valda .— og þó er verðið ckki hærra. HÆFILEG TEGUND FYRIR HVERN BÍL, DRATTARVÉL og FLUTNINGBÍL 2W 77/c Briiish American Oil Co. Limited Supvr-Poncr .ind Bntish Americun F.THVI, Gcisolenes - úuioivru Vils

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.