Lögberg - 25.12.1930, Blaðsíða 4
Bls. 4.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. DESEMBER 1930.
Högberg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LTD.,
Cor. Sargent Ave. og Toronto St.
Winnipeg, Manitoba.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaSsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrtrjram.
The "Löpftersr" ls printed and published by
The Columhia Press, Limited,
G95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
— ------------------— — — -----------
Verður nœáli landstjóri
vor canadiskur?
LikKi alls íyrir löngu vék blaðið Mauitoba
íVee Press að því, hvort ekki væri tími til þess
kominn frá sjónarmiði canadiskra þjóðréttinda,
að canadiskur maður yrði til þess kjörinn, að
fara með landstjóra embættið, og lét þess jafn-
framt getið um leið, að þjóðin ætti um þessar
mundir afburðamanni á að skipa, þar sem væri
Sir Röbert Borden. Ekki var annað sjáanlegt,
en að uppástunga blaðsins sætti í hvívetna hin-
um beztu undirtektum, þótt hljótt hafi að vísu
verið um málið að undanförnu, að undanteknum
nokkrum bloðum eystra, er rætt hafa það frá
ýmsum hliðum með og mót.
Svo að segja alveg nýverið hefir Sir Robert
Borden lýst yfir því, að hann muni ekki undir
nokkrum kringumstæðum íáanlegur til þess, að
takast á hendur landstjóra embætti í Canada;
má vera að til beri margt, þótt líkur séu til að
hinn hái aldur hans komi þar að einhverju leyti
til gieina.
Um ieið og Sir Robert gerði heyrinkunna af-
stöðu sína til þessa máls, komst hann meðal
annars þannig að orði:
“Á fundi í Lundúnum 1919, lét eg þess getið
við Mr. Lloyd Geoige að eg teldi æskilegt að þær
ákvarðanir yrðu teknar, að útnefning lafidstjóra
í Canada skyldi ekki einskorðuð við brezkfædda
menn og félst hann þegar á þá skoðun mína.
Fyrsta. sambandsþjóðin, er færði sér þetta ný-
mæli í nyt, var fríríkið írska, og nokkru síðar
fetaði Ástralía í fótspor þess.”
Um atriði það, sem hér um ræðir, hafa þrír
forsætisráðgjafar í Canada, eða þeir Sir Robert
Borden, Mr. King og Mr. Bennett, orðið sam-
mála; þó er samt sem áður ekki laust við það
með öllu, að flokkadráttar hafi orðið vart um
málið; nokkur hluti afturhaldsflokksins, senni-
lega þó ekki ýkja mannmargur, virðist því næsta
mótfallinn, að vikið verði frá hinni gömlu reglu
viðvíkjandi útnefningu landstjóra; líta slíkir
menn þannig á, að með því að skipa canadiskan
mann í landstjóra embættið, sé stigið alvarlegt
spor í þá átt, að veikja tengslin við Bretland;
slíkt er samt sem áður á ástæðulausum ótta bygt;
reynsla þeirra tveggja sambandsþjóða, er stigið
hafa þetta skref, gefur enga minstu átyllu til
slíks ótta.
Sjálfstæðisflokkurinn canadiski, má með
réttu kallast þjóðréttindaflokkur; það er hann,
sem frá fyrstu stjói nartíð Sir Wilfred Lauriers,
hefir sýknt og heilagt barist fyrir því að cana-
diska þjóðin skyldi verða sjálfmyndug þjóð og
sjálfbyrg í öllum efnum; í þessu tilfelli sem
öðru, fetaði Mr. King trúlega í fótspor Lauriers;
nægir í því efni að vitna til framkomu hans á
samveldisstefnunni í Lundúnum 1926, sem og á
fundum þjóðbandalagsins.
Hvort næsti landstjóri vor verður canadisk-
ur, eða ekki, er vitanlega enn á huldu; canadisku
þjóðinni ber, þó til þess fullur réttur, að benda á
landstjóraefni innan vébanda hins canadiska
þjóðfélags. Með því að neyta slíks réttar, virð-
ist oss sem óneitanlega væri stigið spor í rétta
átt.
Stjórnarformanns skifti
í Ontario
+-------—-----------------—-—--4
Vikið hefir verið að því í fréttadálkum þessa
blaðs, að Mr. Ferguson, sá, er um alllangt skeið
hefir gegnt stjórnarformannsembætti í Ontario,
hefði látið af þeirri stöðu, og tekist á hendur
umboðssýslan fyrir hönd Canada í Lundúnum.
Má með sanni segja um Mr. Ferguson, að hann
hafi verið nokkurskonar Mussolini Ontario-
búa, þau ár, er hann fór með völd; hann hefir
verið ímynd afturhaldssamasta afturhaldsins,
er enn hefir komið við sögu hinnar canadisku
þjóðar; flokksbræður hans hafa hlífðarlaust orð-
ið að dansa eftir hans eigin nótum, hvort sem
þeim féll betur eða ver; hann er brezkari í anda
og athöfnum, en venja er til um flesta canadiska
menn, og kemst því vafalaust, í vissum skilningi
á rétta hyllu, er hann tekur við sínu nýja starfi
í Lundúnum.
Eftirmaður Mr. Fergusons, Mr. Henry, hefir
um langt skeið gefið sig við stjórnmálum, og
notið almennra vinsælda; hann er yfirlætislaus
maður, er látið hefir sig mannúðarmálin miklu
skifta, og má því líklegur teljast til nokkurra
nytjavérka í mannfélagi sínu; að því er mælsku
og ákafa áhrærir, kemst hann hvergi í námunda
við Mr. Ferguson; en hann er auðugur að þeim
hyggindum, sem í hag koma, gætinn, hagsýnn,
og rasar ekki að ráði sínu.
Mr. Ferguson var með eindaanum ráðríkur
maður, er jafnan knúði mál sitt fram með ofur-
kappi; eftirmaður hans, Mr. Henry, er á hinn
bóginn samvinnuþýður maður, með djúpa og
einlæga virðingu fyrir þeim hugsjónum, er lýð-
• ræðið grundvallast á. Þessvegna mun með
rétti meða gera sér góða von um nytsaman á-
rangur af starfi hans sem stjórnarformanns.
*-------------------------
Þingin ráðþrota?
--------------------------
Fyrverandi fjánnálaráðgjafi Breta, Mr.
Winston Churchili, virðist veia kominn á þá
skoðun, að núgildandi þingræðis fyrirkomulagi
sé að nokkru leyti um það að kenna, hve örðugt
hinum ýmsu þjóðum, þar á meðal brezku þjóð-
inni, veitist með að koma f jármálum sínum í við-
unanlegt horf; telur hann mikið af þingtímanum
ganga í þjark og þref um hin og þessi formsat-
riði, auk þess sem fjöldi þingmanna sé bein-
línis úti á þekju, þá er um f jármálin sé að ræða;
skoðar hann það æskilegt, að stofnað skuli ein-
hverskonar undir þing, samsett af fjármála-
fræðingum einum, er einvörðungu gefi sig við
f jár hagsmálum.
f ræðu, sem Mr. Churchill flutti fyrir
skömmu við Oxford háskólann, komst hann
meðal annars þannig að orði:
“Þótt því verði að vísu ekki mótmælt, að þing-
in gefci til lykta leitt hin og þessi pólitísk atriði,
'þá verður hinu jafnframt ekki neitað, að þau
hafi íeynst og reynist enn, öldungis ófullnægj-
andi, þá er ráða skal bót á f járhagslegum örðug-
leikum; langar þingræður um fjármál, ráða
sjaldnast bót á nokkru, hversu glæsilega sem
‘þær kunna að vera fluttar; það stendur öldung-
is á sama hve hátt er galað um þjóðarviljann í
þingsölum þjóðanna; sannleikurinn er sá, að
fólkið ræður þar í raun og veru sára litlu um;
kjöroiðið ætti að vera athafnir í stað orða. Að
sjálfsögðu vita flestir þingmenn hvað fólkið
vill; vita að það vill meiri vellíðan og aukna
liamingju; hvorugt þetta fæst með orðum ein-
um; aðeins viturlegar athafnir geta veitt fólk-
inu hvorttveggja.”
Vafalaust verða skoðanimar um afstöðu
Mr. Churchills til þessa máls, næsta skiftar; þó
hefir hann auðsjáanlega nokkuð til síns máls,
að ógleymdu því að orðin era til alls fyrst.
Á öðrum stað í fyrgreindri ræðu, falla Mr.
Churchill orð á þessa leið:
“Mér skilst, að einhvers konar undir-þing,
er einungis fjallaði um fjármálin gæti miklu
góðu til vegar komið; slík samkunda yrði að-
eins skipuð hæfustu fjármála sérfræðingum, er
gæfu sig óskifta við starfi sínu; ætti slíkt að
leiða til þess að skapa þá festu í þjóðfélögin, er
þau um þessar mundir svo tilfinnanlega skortir.
Að sjálfsögðu greinir menn á um þetta ný-
mæli Mr. Churchills, sem flest, ef ekki öll önnur,
viðfangsefni manna. Er það þó ekki samt sem
áður vert fylztu íhugunar?’
+-----------------—-----------------------*
Nýr flokksforingi
Frjálslyndi flokkurinn í Ontario, hefir val-
ið sér nýjan leiðtoga, Mr. Mitchell Frederick
Hepburn, núverandi sambands þingmann fyrir
West Elgin kjördæmið. Er hann maður ungur
að aldri, aðeins þrjátíu og fjögra ára. Hvort
hann lætur af þingmensku á næstunni, er enn á
huldu, þó líkur séu til, að hann geri það ekki
fyr en eftir næsta þing.
Hinn nýi leiðtogi, er sagður að yera með af-
burðum mælskur, rökfimur 0g fylginn sér; hann
hefir haft mörg járn í eldinum, þótt æfin sé enn
eigi löng. Að loknu miðskólanámi, gekk hann í
þjónustu Commerce bankans, og starfaði þar í
fjögur ár; að því loknu vann hann um hríð hjá
jámbrautarfélagi, en stofnaði síðar sameignar
ostagerð, er hann hefir veitt forstöðu til þessa;
hafa öll fyrirtæki hans hepnast hvert öðru betur.
Mr. Hepbura bauð sig fyrst fram til sambands-
þings í kosningum 1926, í West Elgin og vann
hinn eftirtektaverðasta sigur; var keppinautur
hans Mr. H. C. McKillop, fyrverandi sambands-
þingmaður, er sigrað hafði við kosningar næst á
undan með hartnær tvö þúsund atkvæða meiri-
hluta; var sigur Mr. Hepbums alment talinn
með stærstu sigrum frjálslynda flokksins 1926.
Með kosningu Mr. Hepburns til foringja-
tignar, er því alment spáð, að svo muni frjáls-
lynda flokknum í Ontario aukast fylgi, að miklar
líkur séu til að hann vinni næstu fylkiskosning-
ar.
»---------------------------------—-------+
Blátt áfram
+------------------------------------------
Eg er að enda við að lesa “Læknablaðið,”
sem gefið er út af læknafélaginu á Islandi. Það
er merkilegt blað, eins og vænta má, þar sem að
því standa jafn margir og mætir menn.
í blaðinu fyrir október 0g nóvember er
greinagerð af aðalfundi norska læknafélagsins,
sem haldinn var í Niðarósi 15-17 júlí, 1930.
Þennan fund sóttu að minsta kosti tveir læknar
frá Islandi 0g er greinin rituð af þeim. Aðal-
efni þessa merka fundar var eitt atriðið í þeirri
stefnu, sem fylgir fram kynbótum fólks 0g f jölg-
unar takmörkun. Segist þessum merku læknum
svo frá að fundurinn hafi talið þetta mál afar
þýðingarmikið og ákveðið að gefa því rækilegan
gaum.
Eg hefi þrisvar eða f jórum sinnum ritað um
þetta mál í íslenzku blöðin hér vestra, og gladdi
það mig að sjá hversu víðtækar hreifingarnar
eru orðnar í þessa átt.---
Þau málefni eru til, sem ekki þykir sæma
að ræða blátt áfram og hispurslaust; málefni
sem ekki er talið vogandi að snerta við með
penna né tungu nema laust og hikandi. Eitt
slíkra málefna er einmitt sambúð manns og
konu að því er afkvæmi þeirra snertir.
Nú er það vitanlegt öllum, sem nokkuð hugsa
og eftir nokkru taka að ekkert málefni er til, sem
dýpra snertir við rótum mannfélagsins en ein-
mitt þetta; ekkert, sem meiri þátt á í örlögum
komandi kynslóðar en það, hveraig núlifandi
kynslóð hegðar sér í þessu efni.
Stjómir landa, bæja og sveitafélaga verja
ógrynni fjár til þess að bæta kyn allra skepna
og kvikinda og alls jurtagróðurs. Off jár er t. d.
varið hér í landi til þess að bæta^kyn svína og
fullkomna þau. Kynbætur hesta, nauta og sauð-
fjár eru fyrir löngu viðurkendar sem ein aðal
máttarstoð og trygging góðs landbúnaðar.
Kartöflur, kál, hveiti; yfir höfuð allur jarðar-
gróður er kynbættur og fullkomnaður.
En um mannkynið sjálft, sem er óendanlega
æðra og mikilsverðara, en alt þetta er lítið hugs-
að. Það er talið stórvægilegt atriði að undirbúa
þannig foreldra grísanna, kálfanna, hvolpanna
og ketlinganna að heilsa þeirra og þroski geti
náð sem mestri fullkomnun.
En það er svo að segja látið slampast og reka
á reiðann hvernig búið sé í hag fyrir börnin að
þessu leyti.
1 sumum ríkjum Bandaríkjanna hafa læknar
komið fram, sem fvrir kynbótum fólks hafa bar-
ist, og svo óvinsælt var það lengi vel, eins og
flest annað nýtt, að þeir voru blátt áfram of-
sóttir. Nú fleygir samt málinu áfram þar í
landi og eins í sumum löndum Norðurálfunnar,
þar á meðal á Englandi.
Aðalatriðið í þessu efni er það að ríkið banni
hjónaband, nema eftir læknisskoðun beggja
brúðhjóna-efnanna. Þetta er þá oftast gert í
sambandi við vissa hættulega sjúkdóma.
Það hefir þráfaldlega komið í ljós bæði hér
í landi og annarsstaðar, að börn hafi fæðst af
sjúkum foreldrum og veikin verið þess eðlis að
heilsu barnsins var óhjákvæmilega stofnað í
voða.
Stundum er þessari veiki þannig háttað að
hvorugt foreldranna veit af henni, en oftar er
það þó svo að hún er öðru þeirra kunn en hulin
hinu.
Kynferðis sjúkdómar, sem aðallega eru
tvenns konar, eru afar algengir hér í landi meðal
allra stétta og flokka. Eðli þeirra sjúkdóma er
slíkt að lífi og heilsu afkvæmis hinna veiku er
stórkostleg hætta búin. Veikin er aðallega
tvenns konar, orsakast hvorutveggja af sótt-
kveikju og er afar næm og hættuleg.
Nú á þessum tímum er þúsund sinnum meiri
þörf á að tala blátt áfram um þetta atriði en
nokkru sinni áður.
Það var algengt að siðferðishrein og saklaus
stúlka giftist manni, sem hefir kynferðissjúk-
dóm og veit ekkert um það fyr en það er orðið
uin seinan.
Eftir nokkurn tíma verður hún veik sjálf, og
þeirri veiki er margt samfara: líkamlegar þján-
ingar, sálarangist og sorg.
Þessari sýktu, saklausu konu fæðist barn og
veikin hofir innsiglað það með dauðamerki sínu.
Það er satt, að konur eru oft undir sömu sök-
ina seldar og menn, í þessu tilliti; sýkt stúlka
getur gifst heilbrigðum manni og valdið van-
heilsu hans, en það sýna þó bæði dagleg dæmi
og órækar skýrslur, að hitt er tíðara.
En það eru ekki einungis kynferðis sjúk-
dómarnir, sem til greina koma, þegar talað er
um kynbætur á fólki. Að því er nú unnið kapp-
samlega af fjölda mörgum læknum og vísinda-
mönnum að bæta mannkynið yfirleitt. Tvö aðal-
atriðin eru þýðingarmest í þeirri baráttu, auk
þess sem minst er á hér að ofan. 1 fyrsta lagi
að koma í veg fyrir það að andlegir eða líkam-
legir aumingjar og ali böm; í öðru lagi að menta
þannig fólkið alment, ef svo mætti segja, að
þeir, sem heilsuleysi eða efnaskortur bannar
möguleika þess að ala sómasamlega upp mörg
börn, geti í því efni sniðið sér stakk eftir vexti
—með öðrum orðum að fólk eignist aðeins þá
tölu baraa, sem það er fært um að veita sæmilegt
uppeldi, en ekki fleiri.
Fylkisstjórain í Alberta hefir þegar samið
og samþykt lög um það að fábjánum eða aum-
ingjar skuli þannig úr garði gerðir af læknum,
að þeir geti ekki getið börn og biskupa þingið
enska samþykti tillögu í sumar þess efnis að
undir umsjón læknanna skyldi fólki, sem á þyrfti
að halda efnaskorts eða heilsuleysis vegna,
kendar reglur til þess að takmarka barnafæð-
ingar.
Þetta mál þótti svo viðkvæmt fyrir 10—20
árum, að fáir dirfðust að hreifa við því; þegar
læknaþing stórþjóðanna, stjórnir landanna og
biskupaþing ensku kirkjunnar hafa tekið það til
opinberrár umræðu og framkvæmdalegra at-
hafna, þá ætti ekki að vera goðgá að minnast á
það í íslenzkum blöðum—það snertir jafnt Is-
lendinga sem aðra—og því ekki að tala blátt
áfram um þessi mál sem öll önnur?
Sig. Júl. Jóharmesson.
Einstein og Shaw
Prófessor Einstein kom til
Lundúnaborgar í lok októbermán-
aðar. Hann er Gyðingur að ætt
o!g einn kunnasti vísindamaður,
sem nú er uppi. “Ort-Oze” heitir
félag, sem vinnur að bættum kjör-
um Gyðinga í Austur-Evrópu, og
gekst hin berzka deild þess fyrir
því, að veglegt samsæti var hald-
ið í virðingarskyni við prófessor
Einstein í Savoy iHotel 28. októ-
ber. Sátu það margir kunnustu
menn Breta, svo sem Rothschild
lávarður, Sir Herbert Samuel og
-
DODDS
^KIDNEYji
1,/PI.LLSXM
--iKlDNUJ^-ý t
S^|ítCRKTARC0H^'£ Já
1 meir en þriðjung aldar hafa
.. _ | Dodd's Kidney Pills verið viður-
Bernard Shaw. Hann helt aoal- , , . *,.*.*,, ,
. , _ | kendar retta meðalið við bakverk,
ræðuna fyrir mmm heiðurs'gests- þvagteppu og mörgum fleiri
ins og mælti á þessa leið: | gjúkdómum Fá8t hjá ðllum lyf.
“Hér í Lundúnaborg höfum vér sölum, fyrir 50c. askajn, eða sex
enn mikið höfuðsetur. Eg býst öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
ekki við að það muni standa lengi. xhe Dodds Medicine Co., Ltd.,
Alt þess háttar verður bráðlega Toronto, ef borgun fylgir.
flutt til Bandaríkjanna (hlátur),
æfi sinni til þess að göfga mann-
kynið og leysa einstaka menn und-
an niðurlægingu og kúgun.”
— Vísir.
Nýtízku byggingarlist
en eins og er, þá tala eg í höfuð-
borg, þar sem það er altíður við-
burður, að miklum mönnum sé
fagnað. Vér eigum hóp mikilla
stjórnfræðinga, mikilla fjármála-
manna, mik;illa stjóiinarerinds-
reka og mikilla herforingja — og
jafnvel einstaka rithöfunda (hlát-
ur). Vér höldum ræður og drekk-
um miftni þessara manna og þó1 Um og eftir heimsstyrjaldarárin
eru slíkir viðburðir ekki næsta komu UPP ýmsar nýjar stefnur í
merkilegir. Ef satt skal segja, málaralist og myndhögglist, sem af
, . . morgum voru taldar vottur um meira
þá eru mikhr menn a hverju|e8a minna brj41æCi tíSarandans.
strái í Lundúnaborg. (Hlátur). fjfgar þéjrra hafa nú flestar fjarað
Og þar er misjafn sauður í mörgu út, en málaralistin hefir samt tekið
fé. Þegar vér drekkum minnji ýmsum stakkaskiftum. Aftur á
þeirra, og flytjum þeim ræður, moti Þykir ýmsum svo sem öfganna
x - x 4 1 ,,hh, gæti ennþá á öðrum sviðum, sem sé
verðum ver að gerast sekir um f . .. „ , . . . . f
. , , , 1 byggingarhst, eða 1 þeirri stefnu
vitaverða yfirhylmmg og hneyksl- hennar
sem náð hefir hámarki sínu
anlegahræsi hræsni. Alt af er nóg ; verkum Frakkans Le Corbusier og
af því, sem draga verður dul á. I samverkamanns hans Jeannerets.
En í kveld að minsta kosti — I’essir nlenn hafa á sí8ustu árum ^
, . 'mikiö af húsum og búiÖ til bæjaskipu-
og ef til vi 11 verður það 1 eina ... 8,n . , -í
log, sem eru gagnolik þvi sem aöur
skifti á æfinni — þurfum vér hefir tlðkast 5 Evrópu en eru að
engu að leyna. Eg hefi sagt, að nokkru leyti bygð á amerískum fyrir-
meðal stórmenna er margur mis- myndum.
jafn sauður. En miklum mönnum’ Stefnan er þessi: Hús eiga að vera
má skifta í flokka. Til eru miklir einfoH praktísk, ódýr. Borgir eiga
___* , _____ að vera eins litlar um siar og auðið
mennn meðal smamenna, og til TI , „ , , , . M
er. Hver hæð 1 husi er sjalfstæður
em miklir menn, sem eru mikiL flöturt veggjalaus og 4 einungis að
menni meðal stórmenna. Einn hvíla á nokkrum súlum. En eftir á
slíkra mikilmenna sitr með oss í á að vera hægt að skifta gólffletin-
kveld. (Lófaklapp). í þrjár ald- um ' herbergi eftir vild á hverri hæð,
ir trúðum vér á kenningar New- án tihits t'l þess hvernig skiftingin
, , * „i. er á öðrum hæðum. Hús eiga helzt
tons, en þa varð furðulegur at- ,, . , _ . . , .„
, ekki að vera bvgð alveg ofan a got-
burður. Ungur professor 1 Mið- urnar he]dur eiga þau ag standa á
Evróp reis upp, og sagði, alveg stólpum og í stað neðstu hæðarinnar
yfirlætislaust, að þessi kenning gangi götur í gegnum þau, eða undir
væri' röng. Öll Evrópa var sem þeim eða plássið þar verði notað fyrir
steini lostin og sagði: “Eitthvað hiiageymslu. Útveggir eiga að vera
, , . -T , i sem allra minnstir en gluggar miklir,
er ran^ f kennin*um Newtons. þ, eins og ,gur hefir tWkast>
Hvernig má það vera? Það geng- heldur á ag hafa
útveggi sem allra
ur guðlasti næst!” En hann hafði mest úr gleri og á einni teikningu Le
á réttu að standa. |Corbusiers (fyrir Þjóðbandalagshús í
Hér er maður, sem vefengdi’Genf> hefir hann ^ert ráð *y.rir
. _ . , h* ... metra löngum gluggúm. Litil hus
ekki aðeins staðhæfð sannmdi. , ekk. byggja . bæjum Bæði
Það geta þeir líka, sem kenna það ihúðar- og verzlunarhús eiga helzt
í Hyde Park, að jörðin sé flöt. ekki að vera lægri en (H> hæðir, en
Vinir vorir í Scotland Yard eyða mega gjarnan vera mun hærri. Þau
æfi sinni til þess. En þessi mað- ei£a byggjast í einskonar kross,
í . ... • til þess að njóta sem mestrar hirtu.
ur vefengir ekki sannindi, heldur . , i . v , ,
. I hverju husi eiga að bua morg
það, sem vismdm kölluðu sann-^hundruð eða mörg þúsund manns og
mæli. j hglzt eiga íbúarnir að hafa sem flest
í þessum mánuði hefir mér, eins sameiginlegt. til dæmis mat. Milli
óg mörgum öðrum, borist trúar- þessara stórhýsa eiga að vera stór
játning heiðursgestsins. Mér hef- bil ,og breiðar götur og garðar hús-
. , ,. , , , , ! m eiga að vera slett og utflurslaus
ír fundist stormikils til um hana.i & .. . , , .
I—nema svalir eiga helzt ao vera —•
því að ekki er nú til ein einasta^Qg allar linur sem beínastar. Hús-
trúarskoðun eða kenning í heim- gögn eiga öll að vera létt og einföld
inum, sem eg geti fallist á. En
honum get eg verið sammála. Því
að hann hefir ónýtt allar gamlar
hugmyndir, jafnvel hina bjartg-
föstu kpnning um rúm og tíma.
Gestur vor hefir ekki að eins bor-
ið fram undraverð viðfangsefni,
heldur einnig tekið að fcáða þau.
Kenningar Einsteins spruttu
ekki að eins af lærdómi vísinda-
mannsins, heldur af hugsæi lista-
mannsins.
Prófessor Einstein er hingað
kominn til þess að tala máli þeirra,
sem fátækastir eru allra fátækl-
inga. Minnumst “OrLOze” féla!gs-
ins og skálum fyrir vorum mesta
samtíðarmanni — Einstein.
Prófessar Einstein sagði meðal
annars í svari sínu:
,, “Meðal ættgengra athafna Gyð-
°g gjarna úr málmi.
Helzta húsið sem Corbusier hefir,
reist, er stórhýsi rússneska samvinnu-
sambándsins Moskva (Centrosoyus).
Þar eru heilir veggir út að götu úr
eintómu gleri og húsið stendur alt á
stólpum. Það þykir sumum opinber-
un hinnar nýju fegurðar og prak-
tísku, en öðrum þykir það með en-
demum ljótt og br jálæðislega bygt.
í Revkjavík heíir þessarar bygging-
arlistar lítið gætt. En eitt verzlunar-
hús í miðbœnum/ og eitt íbúðarhús er
nú verið að ljúka við og fer talsvert
í þessa átt og stingur í stúf við önn-
ur hús.
—Lögr.
Minni vinna, sömu laun
Bæjarstjórnin í Winniptg hélt
síðasta fund á þessu ári á mánu-
dagskveldið í þessari vik. Það
inga er baráttan fyrir réttlæti og helzta, sem þar gerðist var það.
skilningi, sem öðrum þjóðum get-Jað bæjarstjórnin samþykti ellefu
ur orðið til gagns, bæði nú og á ó-l atkvæðum !gegn sjö, að vinnuvikan
komnum árum. Spinoza og Karl skyldi nú stytt ofan í 44 klukkutíma
Marx eru börn þessa þjóðaranda.i fyrir verkamenn bæjarins, án þess
Hver, sem vernda vill andannj þó að þeir töpuðu þar með nokkru
verður einnig að sjá fyrir likam-
anum, sem andinn er við bundinn.
Oze-félagið sér bókstaflega fyrir
líkamsþörfum þjóðflokks vors. f
Austur-Evrópu virinur það hvíld-
arlaust fyrir líkamlegri velferð
hins fátæka lýðs, en Ort-félagið
reynir að afnema þá þungbæru
rangsleitni, sem Gyðingar hafa
verið beittir síðan á miðöldum.
Vér eigum ekki marga vini, en
meðal þeirra eru göfugir andans
menn og réttlátir, sem varið hafa
af launum sínum; launin um
klukktímann hækka að því skapi,
sem vinnutíminn styttist. Þeir,
sem njóta hagnaðar af þessu, eru
nálega þúsund manns. Þetta nær
samt ekki til lögreglumanna eða
slökkviliðsmanna. Það má heita,
að 44 stunda vinnuvika sé nú al-
gengur vinnutími í Winnipeg, en
verkamenn bæjarins hafa til þessa
unnið töluvert lenjgur. Vitanlega
þýðir þetta meiri útgjöld fyrir bæ-
innð og hærri skattar.