Lögberg - 25.12.1930, Blaðsíða 6
Bls. 6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. DESEMBER 1930.
Sonur Guðanna
Eftir
R E X B E A C II.
Hann baðat fyrir langa stund og hann beindi
bænum sínum aðallega* til anda síns framliðna
föður. Hann lofaði því hátíðlega, að feta í
fótspor hans og leitast við að fara eftir því, er
hann hafði vitað að var hans vilji. Lengi sökti
hann sér niður í umhugsanir um sinn elskaða
föður, hinn góða og göfuga og vitra Lee Ying.
Hvíta fólkið hafði orðið til að flýta fyrir dauða
hans. Svipuhöggin, sem stefnt hafði verið að
honum sjálfum, höfðu líka lent á föður hans.
Gremjan logaði í huga hans, eins og eldurinn,
þegar liann verður naumast viðráðanlegur.
Óvinir! Aðdáun á þeim hafði snúist upp í
viðbjóð. 1 þeirra augum voru Kínverjar und-
irförulir, slægir og sviksamir. Jæja þá, hann
skvldi lifa samkvæmt þessum vitnisburði, hann
skyldi verða hvítum mönnum það, sem þeir
hefðu verið honum og föður hans. Vopnin voru
lögð honum í hendur. Hann var auðugur og
maður, sem gat haft mikil áhrif. Hann skyldi
fylgja dæmi föður síns í því, að vera góður sín-
um eigin löndum, en þar fyrir utan skyldi hann
nota auð sinn og vald til að ná sér niðri á þeim,
sem höfðu sýnt honum sjálfum og föður hans
lítilsvirðingu.
Tækifærin gáfust smátt og smátt, og hann
notaði þau. Hann var einstaklega góður í öll-
um viðskiftum við sína eigin landa, en harð-
drægur mjög við aðra. Kínverjar þar í ná-
grenninu höfðu alt af litið á hann eitthvað öðru
vísi en aðra menn og þá hafði grunað, að hann
mundi ekki reynast eins vel og faðir hans. Þeir
höfðu að vísu borið virðingu fyrir honum, því
þeir vissu allir, að hann var mentaður maður,
en þeim fanst hann i raun og veru ekki vera
einn af þeim, og höfðu því liálf illan grun á
honum. En sá grunur hvarf fljótlega eftir að
hann fór sjálfur að rða yfir sínum miklu eign-
um. Þeir sannfærðust fljótt um, að sonur liins
mikla manns, Lee Ying, mundi reynast þeim
engu síður góður vinur og leiðtogi, heldur en
faðir hans, og jafnvel enn betur, og það leið
ekki á löngu þangað til hann varð nokkurs kon-
ar átrúnaðargoð þeirra. Hjá þeim öllum mætti
hann ekki öðru en vinsemd og góðvild og þakk-
ltssemi.
Þar sem Sam var nú orðinn stóreignamað-
ur og stjómaði mikilli verzlun, þá gat ekki hjá
því farið, að margir veittu honum nána eftir-
tekt. Fyrir sumum vakti ekki annað en heið-
arleg viðskifti, en því miður var ekki hægt að
segja það um alla. Þarna var ungur Kínverji,
sem var alinn upp í Bandaríkjunum og liafði
fengið góða vestræna mentun. Það gat naura-
ast hjá því farið, að hann hefði hlotið eitthvað
töluvert af framsóknarhug og gróðalöngun Am-
eríkumanna. Ekki all-fáir af þeim, sem það
hlutverk höífðu að leiðbeina öðrum á gróðaveg-
inum og kenna þeim að ávaxta peninga sína,
héldu að hér væri verkefni fyrir sig. Það var
því ekki sparað, að draga athygli hans að ýms-
um gróðafyrirtækjum og gera þau sem girni-
legust. Þau voru ekki öll beinlínis áhættuspil,
en Sam hafði gaman af því, að gera sem minst
úr þeim og .sýna fram á, hve óheilbrigð þau
væru, og hann gerði þeim öllum sömu skil og
hafnaði þeim öllum. Honum gekk vel að gera
lítið úr ])essum fjármálafræðingum, sem þótt-
ust vora, og fyrirtækjum þeirra, en það varð til
þess að auka hans eigin gremju. . Hann
gladdist af því, að geta sýnt þeim, sem til lians
komu í slíkum erindum, sem mesta óvirðingu
og reka þá á stampinn við öll tækifæri, en fyrir-
litning hans á gróðabralli og svikum hvítra
manna, fór stöðugt vaxandi. Þeir svifust ekki
neins og ekkert var þeim heilagt. Lög þeirra
voru óréttlát og löghlýðni þektu þeir ekki. Trú-
arbrögð þeirra voru ekkert nema hræsni og
yfirskin. Þær lífsskoðanir, sem faðir hans
hafði innrætt lionum, voru þær hinar réttu, og
þó gat hann ekki fylgt þeim nákvæmlega.
Einn daginn mintist Mr. Carter, lögmaður
hans, á það við Eileen Cassidy, hve miklum
breytingum Sam hefði tekið.
“Vinur yðar, Sam Lee, er ekki mikið líkur
föður sínum,” sagði hann. “Lee Ying var eitt-
hvert rnesta prúðmenni, sem eg hefi nokkurn
tíma þekt, en drengurinn er harður eins og
grjótið. ”
Eileen kannaðist við, að svo væri. “Hann
er ekki elngur sami maðurinn, eins og eg þekti
hann áður. ”
“Það er undarlegt, að þó liann sé alinn upp
hér og hafi fengið ágæta mentun, þá er hann
þó enn þá kínverskari heldur en faðir hans var.
Hann er mjög vinsæll hjá sínu eigin fólki, jafn-
vel enn meir en Lee Ying var, en við alla aðra
er hann harðdrægur og jafnvel óbilgjarn.
Stundum finst mér honum beinlínis vera illa
við mig, og eg er viss um, að hann treystir mér
ekki, sínum eigin lögmanni.”
“Finst yður þetta ekki eðlilegt?” spurði
Plileen. “Hvíta fólkið hefir verið ósanngjarnt
í hans garð. Eg mundi hata það líka.”
“Já, auðvitað. En mér þykir reglulega
sbæmt, hans vegna, að þetta skuli vera svona.
Eg hefi einhvern veginn aldrei getað hugsað
mér Sam sem Kínverja. Mér duldist aldrei,
að Lee Ying var það, það var auðséð og auð-
fundið á öllu. Drengurinn var alt af öðru vísi.
Mér fanst hann aldrei hugsa eins og Kínverji.
Vitaskuld talaði Lee Ying alt af eitthvað svo
undarlega um hann. Sonur guðanna! Eg
skildi aldrei hvað hann átti við. Einu sinni
spurði eg hann að því, en hann gaf mér lítið út
á það.”
“Væri það ekki4 óskaplegt, ef hann skyldi í
raun og veru vera hvítur maður?” sagði
Eileen.
“Það er engin hætta á því. Lee Ying var
skynsamur og strang-heiðarlegur maður. Eitt
sem hann óttaðist mest af öllu var það, að Sam
giftist hvítri stúlku. Það er nú ekki hætt við
því héðan af,” sagði Carter.
“Þar sem Sam hefir nú tekið við öllum um-
ráðum yfir hinum miklu eigum föður síns, þótti
ýmsum skólabræðrum lians frá Eastern há-
skólanum fýsilegt, að endurnýja nú hinn forna
kunningsskap við hann, og var Kicker Wade
einn þeirra ámeðal. Wade kom heim til hans
einn daginn, og sagði hann að það væri meir en
tími til þess kominn, að þeir endurnýjuðu sína
fornu vináttu. Hann hafði æði-lengi ætlað að
koma til að finna sinn gamla félaga, en það
gengi nú oft þannig, að margt drægist of lengi,
þó ásetningurinn væri góður. Þeir hefðu áreið-
anlega saknað hans mikið á skólanum. Það var
reglulega skammarlegt, að hann skyldi hafa
verið látinn fara þaðan. Þvílíkt uppistand út
af engu! Maður hefði annars lítið upp xír þess-
ari háskólagöngu annað en það, að kynnast góð-
um mönnum.
Kicker hafði nú þá atvinnu, að selja hluta-
'bréf og honum gekk ágætlega. Hann var með
einu af þessum yngri félögnm og mjög fram-
kvaundarsömu. Agætir menn, sem fyrir því
réðu. Við þá atvinnu varð maður að halda á
spöðunum, hjá þessu félagi að minsta kosti. En
honum gekk nú gætlega. En þó hann hafði nú
mikið fyrir stafni og væri ákaflega önnum kaf-
inn, ])á væri ]>að þó ekki svo, að hann gleymdi
sínum gömlu vinum. Ekkert því líkt. Sú eina
vinátta, sem ætti sér verulega djúpar rætur og
entist lífið á enda, væri sú vinátta, sem yrði til
og festi rætur meðan maður væri ungur. Þeir,
Sam og hann, ættu að finnast oft eftir þetta, og
byrja á því nú strax. Hvemig leið honum ann-
ars, hinum gamla, góða félaga ? Það var reglu-
leg nautn að sjá hann aftur og mega taka í hend-
ina á honum. Hvernig leið honum annars?
Ekki kannske sem allra bezt, eftir því að dæma
sem hann hafði séð í blöðum um hann sagt fyr-
ir nokkru. En hví skyldi ekki ungur maður
gera sér eitthvað til gamans, ef hann gæti vel
staðið sig við það og borgað kostnaðinn? —
Kicker fór mörgum orðum um það, hve Sam
hefði verið mikill íþróttamaður, á skólaárum
þeirra. Hann hefði skarað fram úr öllum öðr-
um. Það var reglulega slæmt, að hann skyldi
ekki halda því áfram.
Nú var hann orðinn auðugur kaupmaður, og
lifði eins og stórhöfðingi. Það var reglulega
ánægjulegt til þess að vita. Kicker leit alt í
kringnm sig og dáðist að þessum glæstu sölum.
Þcir væru tilvaldir til að hafa samkvæmi þar
sem ungt og fjörugt fólk gæti gert sér eitthvað
til gamans. Húsið væri þannig bygt, að ekkert
heyrðist hvað hér gerðist. Hann þekti pilta og
stúlkur, sem væru til með að taka þátt í því.
Sam gerði ekkert úr þessari uppástungu.
flann var að hugsa um, livað mikla peninga
Kicker vildi fá til láns.
Wade liafði ekki komið til að fá peningalán.
Hann hafði komið til að endurnýja vináttu sína
við Sam. Og hann varð reglulega klökkur í
máli, þegar liann var að tala um hvað hann ætti
Sam mikið að þakka. Kicker gleymdi því aldr-
ei, sem vel var til hans gert. Hann hefði nú
ekki þessa góðu stöðu, ef Sam hefði ekki hjálpað
honum eins örlátlega, eins og hann gerði, þeg-
ar honum reið mest á. Það stóð ekki svo á, að
hann gæti gert neitt rétt núna. En þegar tæki-
færi gæfist, þá skyldi hann borga Sam hundrað-
falt, það .sem hann hefði gert fyrir hann. Hon-
um var alvara. Hann var ekki að fara með
neina vitleysu. Þeir skvldu ekkert meira um
þetta segja rétt núna.
Kicker símaði Sam oft næstu viku og hafði
margt að segja af svipuðu tagi og liér hefir
lýst verið. Sam beið. Hann hafði gaman af
þessum leik. Honum brá því ekkert við, þegar
hans gamli vinur kom ^inn daginn og var nú
mikið niðri fyrir og auðséð á honum, að liann
bjó yfir einhverju. Hann byrjaði á því, að
taka það skýrt fram, að menn græddu ekki auð
á Wall stræti með })ví að leggja á tvær hættur.
Nei, það var öðru nær. Það væru bara þeir, sem
tiltölulega hefðu lítið umleikis, sem gerðu það.
Stóru mennimir vissu ávalt, livað þeir væru að
gera, og þeir yrðu aldrei fvrir miklu skakka-
falli.
“Við seljum aðallega hluti í olíufélögum, ”
sagði hann. “Og þegar gott tækifæri býðst, þá
kaupum við stundum sjálfir. Þar eru pening-
arnir. Það er vanalega búið að veiða rjómann
ofan af, áður en almenningur kemst nokkurs-
staðar nærri. Þú skilur. Nú höfum við tæki-
færj, sem vert er um að tala, og eg skal sjá um,
að þú komist þar að, meðan tími er til. Eg hefi
sagt, að eg skyldi launa þér greiðann, sem þú
hefir gert mér.”
“Eg legg aldrei peninga í nein svona á-
liættu fyrirtæki,” sagði Sam.
“Auðvitað ekki. Það er alveg rétt af þér.
Eg vildi ekki eiga nokkurn þátt í að þú gerðir
það. En hér er ekki neitt slíkt að ræða, bara
skifta ágóðanum. Eg skal segja þér, livernig
þessu er varið. Við höfum hald á landspildu í
Texas. Þar hafa menn verið að bora eftir olíu,
en þeir kunnu það ekki, og eþir vita ekki hvaða
auðæfi þeir hafa fundið þarna. En þarna er
mikið af henni og Standard olíufélagið kaupir
landið áreiðanlega fyrir hálfa aðra miljón
meira, en við leggjum í þetta. Þetta verður alt
komið í kring innan þrjátíu daga. Eg legg í
])etta alt sem eg á, og með þessu móti get eg
launað þér þá miklu hjálp, sem þú hefir látið
mér í té. Þú færð áreiðanlega tíu dali fyrir hvem
einn, sem þú leggur í Þetta fyrirtæki. Þú veizt
það, Sam, að eg vildi heldur láta lífið, heldur en
þú tapaðir peningum á þessu. ”
Sam lét sér svo sem ekki detta í liug, að efast
um þetta. Kicker var áreiðanlega góður og óeig-
ingjarn vinur. En Wall stræti var töluvert
liættulegt fyrir þá, sem ekki voru vanir við það.
Auðvitað var hér ekki um neina hættu að ræða,
ef alt væri iens og Kicker sagði, og það var það
s náttúrlega. Samt bað hann Kicker að gefa sér
einn dag til að hugsa sig betur um. Eftir nokk-
uð lengra tal um þetta, skildu þeir vinirnir í
þetta sinn, en fullvissuðu hvor annan fyrst um
órjúfanlega vináttu, og óbifanlegt traust hvor
á öðrum. Kicker næstum vöknaði um augu.
Dæmalaust var gott, að þeir skyldu vera orðn-
ir vinir aftur. Þeir skyldu áreiðanlega hafa
marga gleðistund saman. Þeir hefðu haft það
áður, og nú gætu þeir það miklu betur en áður,
því nú hefðu þeir báðir nóga peninga, eða mundu
hafa innan lítils tíma.
Kicker kom aftur daginn eftir og Sam tók
honum vel og vinsamlega. “Það var einstak-
lega fallegt af þér, að gera þér svona mikið far
um að gera mér greiða. Eg má segja þér, Kick-
er, að eg hefi átt fáa vini um dagana. Vinalaus
maður er eins og lækur án uppsprettu, eða tré,
sem ekki á rætur.”
“ Alveg rétt,” sagði Kicker og fékk sér vindil
og settist í bezta stólinn í stofunni, án þess að
honum væri boðið það. “Hvað þessum kaupum
viðvíkur, ])á vil eg náttúrlega ekkert vera að
reka eftir þér, en eg verð að segja þér að þetta
er síðastn dagurinn.”
“Eg er uppalinn við ýmsar orfikenningar, ”
sagði Sam, * ‘ og ein af þeim er sú, að treysta alt
af sjálfum mér bezt og hugsa sjálfur mitt eigið
ráð. Auðvitað efaðist eg ekki eitt augnablik
j um það, að alt væri satt og rétt, sem þú varst að
! segja mér, en mér fanst eg breyta út af boðum
föður míns, ef eg rannsakaði ekki þetta mál
sjálfur, áður en eg gerði þessi kaup. Til þess
því að gera skyldu mína, kynti eg mér þetta
fyrirtæki þitt, Kicker, all-nákvæmlega. ” Sam
brosti dálítið skrítilega, og Kicker fór að gruna
margt.
“Já, einmitt það. Eg býst við að þú hafir
fundið alt í góðu lagi.”
“Nei, þvert á móti.”
“Hvað áttu við? Eg mundi hafa svarað
öllum spurningum ]>essu viðvíkjandi. Eg sagði
þér frá þessu í fullkomnum trúnaði. Hamingj-
an góða, eg vona þú hafir ekki efast um ein-
lægni mína! ’ ’
“ Sem betur fór, þá gerði eg það nú, og eg
fann, að hún var ekkert nema fals, eins og
vanalega.”
“Eins og vanalega!” Gesturinn fölnaði í
andliti og reis á fætur. “Það er þokkalegt, að
segja þetta við vin sinn, eða liitt þó heldur. Mig
varðar engu að hverju þú hefir komist, eða þyk-
ist hafa komist að. Hér er um regluleg kjör-
kaup að ræða, hvað sem þú segir. Eg sé, að, það
borgðar sig illa, að leggja sig fram um að gera
slíkum vini sem þú ert nokkum greiða.”
Kicker sneri sér við og ætlaði út, en Sam
hafði meira að segja.
“Kannske eg mætti segja þér dálítið ná-
kvæmlega að hverju eg hefi komist, þessu gróða-
fyrirtæki viðvíkjandi?”
“Mér er sama, að liverjum fjandanum þú
þykist hafa komist. Þú ættir skilið, að eg gæfi
þér á kjaftinn. Eg er því óvanur, að vera
móðgaður svona.”
’“ Það er nú samt það sem þú verður að sætta
þig við í þetta sinn. Það er ekki til neins að
vera með þennan hroka. Þú ert bara sama lít
ilmennið o gsvikarinn, eins og þú hefir alt af
verið. Tímarnir liafa breyzt, Kicker. Eg
vandist því áður, að vera móðgaður, nú móðga
eg aðra, og mér fellur það betur. Eg kynti mér
þetta félag þitt, og eg komst að því, að þið eruð
bara svikarar. ’ ’
“Þú ert vitlaus, en haltu bara áfram; eg
ætla ekki að hlusta á þig lengur. Svikarar!
Ekki nema það þó!” Kicker sagði þetta, þeg-
ar hann var að fara fram að dyrunum. En hann
kornst ekki leiðar sinnar, ]>ví tveir Kínverjar
komu og gengu í veg fyrir hann. Þeir voru
þéttbygðir, ungir menn, og þeir gáfu honum
heldur óvinsamlegt auga. “Hvað er þetta?”
sagði Kicker og hikaði við.
“Það eru bara tveir af mínum piltum.”
“Ertu að hugsa um að hleypa mér ekki út?”
spurði gesturinn og vissi ekki, hvað þetta átti
að þýða.
“Eg er að hugsa um að kasta þér út.”
“Hvað?”
“En fyrst ætti ég líklega að kalla á lögregl-
una.”
“Heyrðu nú, Sam—”
“Þú sagðir að búið væri að bora þama ni<7-
ur í olíulind.”
“Það er rétt. Það veit hamaingjan—”
“Það er rétt, að búið er að borna þarna í
þrjá mánuuði, en þeir hafa enga olíu fundið.
0g þetta liald, sem þið þykist hafa á landinu,
það er ekkert nema svik. Nei, Kicker, þú ert
alveg eins og þú varst, þegar þú varst í skóla,
auðvirðilogur lvgari, sem ert að reyna að hafa
peninga út af vinum þínum á sviksamlegan
hátt.”
“Þú getur ekki látið taka mig fastan. Þú
hefir engum peninguná tapað. Hvað hefi eg
gert? Eg hélt, að þetta væri gott gróðafyrir-
•tæki. Eg vissi ekki betur. Þú misskilur þetta
alt. Vertu ekki svona harður, Sam, við sem
vorum alt af svo —”
Sam sagði eitthvað við piltana og þeir réð-
ust á Kicker báðir í einu. Hann reyndi að verj-
ast og mótmælti þessum aðförum kröftulega.
KAUPbÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
H£NfiVAVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offlce: 8th Floor, Bank of Hamilton Qhambere
“Þú ert óþokki. Svona vildi eg ekki einu sinni
fara með hund.”
Þó Kicker væri stór og þungur, drógu pilt-
arnir hann þó út úr herberginu og út í ganginn
fyrir utan. Hann bjóst helzt við, að þeir mundu
kasta sér ofan um lvftivélaropið. Það varð þó
ekki, heldur opnuðu þeir liurð þar í ganginum,
létu hann þar út fyrir og veltu honum svo nið-
ur stigann, sem var utan við hurðina. Hann kom
þó fljótt fyrir sig fótunum, og ekki var liann
stórkostlega meiddur, en þó hruflaður dálítið.
Hann varð að ganga niður þessa löngu stiga til
að komast út og hugsanir lians í gai*ð vinar
síns voru ekki vinsamlegar. Sam var bara gul-
ur hundur. Þama sást nú, hve tryggur vinur
hann var. En þetta var ekki nema mátulegt,
ef maður gerði svo lítið úr sér, að leggja lag
sitt við lúsugan Kínverja.
XVII. KAITULI.
Aður en Albert, Wa.gner skildi við konuna,
hafði hann notið' lieimilislífsins að einhverju
leyti. Síðan hafði það verið lítið og nú alls
ekki. Hann var fariim að langa reglulega til
þess að mega vera heima. Heimili hans í Cali-
fomíu var mjög kostnaðarsamt, og þar vildi
hann langhelzt vera, en síðasta árið liafði hann
naumast séð það, auk heldur meira.. Alanna
hafði altaf viljað vera á sífeldu ferðalagi, og
hann varð að fara með henni, hvert sem hún
fór, og þau höfðu livergi verið nógu lengi í
einu, til þess að þau gætu fengið póstinn reglu-
lega. Honum var farið að finnast, að hann
mundi ekki hjá því komast, að eyða því sem eft-
ir var æfinnar á afar dýram/ en ekki þar eftir
þægilegum eða skemtilegum gistihúsum, og lík-
lega lifði hann sínar síðustu stundir í Pull-
manvagni, eða þá á einhverju eimskipinu. Það
mátti einu gilda hvar þau komu til að dvelja um
tíma, að Alanna vildi endilega fara þaðan strax
aftur, í einlivern annan stað, og svona gekk það
koll af kolli.
Wagner gat með engu móti skilið, hvað að
henni gekk. Ráðagerðir hennar voru óteljandi
og liún breytti þeim öllum, svo að segja dag-
lega. Einn daginn liafði hún t. d. þverneitað að
fara frá Paradis, en næsta dag hafðn liún ver-
ið jafn-áköf með að komast þaðan alveg undir
eins. Hún hafði fastlega ráðgert, að vera um
tíma í New York, en næsta dag hafði hún lield-
ur kosið Californíu. Hún hafði símað þangað
og lagt svo fyrir, að liafa hið mikla heimili
Wagners alt í lagi, áður en þau kæmu og sett-
ust þar að. En þegar þau höfðu verið þar í
tvær vikur, undu þau sér þar ekki lengur og
vildu flvtja inn í borgina. Þetta gekk alt af,
ýmist hér eða þar, og aldrei nema fáeina daga í
hverjum stað. Wagner fanst þetta vera hreint
og beint hunda líf.
En hvað gat hann annað gert? Neitað að
fara með henni? Látið hana fara einsamla?
Til þess þekti Wagner dóttur sína of vel og van-
treysti lienni of mikið, en það, sem mestu réði
þó, var það, að lionum þótti of vænt um hana.
Hann reyndi alt, sem liann mögulega gat til að
koma fyrir hana vitinu, og var töluvert harð-
orður stundum, en æfinlega lét hann undan.
Það hefði ekki verið rétt að segja um Al-
anna, að hún væri jafnlynd. Hvin skifti oft um
skap, en alt af hafði hún lag á því, að vefja
föður sínum um fingur sér. Aðra stundina var
hún blíðleg og góð og eins elskuleeg og bezt gat
verið, en liina stundina hreytti hún ónotunum
óspart og hafði alt á hornum sér. Stundum var
eins og hún vildi alt gera föður sínum til geðs,
en annað slagið þvert á móti. En hún var alt-
af sjálfri sér lík í því, að það var eins og hún
hefði aldrei nokkum frið og gæti ekki haft á-
nægju af neinu, nema örstutta stund í einu.
Stundum var hún fram úr hófi örlát og eyðslu-
söm, en stundum þvert á móti. Wagner leið alt
annað en vel. Hanum fanst eittlivert olán vofa
yfir sér og dóttur sinni, og han var farinn að
eiga erfitt með að verjast þunglyndi.
Þau voru aftur komin til New York. Enginn
vissi hvers vegna og ekki þau sjálf, en stúlkan
var erfiðari viðureignar, en nokkru sinni fyr.
Þau héldu til í hinu mikla Ambassador lióteli
og eligðu þar mörg og stór og falleg herbergi,
en það var engu líkara, en það var engu líkara,
en þar væri fólk, sem ekki væri með fullu viti.
Þjónustufólkið hafði engan stundlegan frið.
Það varð alt af að vera á hlaupum. Símamir.
sem voru margir í þessum lierbergjum, hringdu
án afláts, stundum tveir og þrír í einu, og vita
flestir hve skemtilegt það er, eða hitt þó held-
ur. Alanna átti fleiri vini heldur en nokkru
sinni fyr. Alt var það fólk, sem var að liugsa
um skemtanir öllu öðru fremur. Samkvæmin og
dansleikarnir voru fleiri en svo, að hún gæti sint
þeim öllum, og var hún þó oft úti alla nóttina.
1 þetta sinn hafði Wagner sett sér að gefa
henni ekkert eftir, og taka engu minni þátt í
samkvæmislífinu heldur en hún gerði, og liún
var mjög ánægð með það. En þetta entist ekki
lengi. Hann varð fljótt svo þreyttur og leiður
á þessu, að hann gat með engu móti haldið það
út. Aldrei fyr liafði hann verið eins þreyttur
og leiður á lífinu, eins og liann var nú. Hvað
eftir annað sótti sú hugsun að honum, að fremja
sjálfsmorð.