Lögberg - 25.12.1930, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.12.1930, Blaðsíða 1
43. ARGANGUR WINNIPEG. MAN., FIMTUDAGINN 23. DESEMBER 1930 NUMER 51 Kveld-gyðjan George Sterling. Hún ráfar upp í dalinn, dulda slóð, Með dagsins roða enn um heiða brá. Hún læddist að frá rokkur-lieimi, hljóð, Og hlakkast um hve dögun langt sé frá. Ilmur dagsins hvílir henni á. í háii titra blöð af liljum tveim. En barnið hennar, svefninn, situr hjá Og sér að barmi vefur lúinn heim. A himni sofa ótal augu skær, Sem opnast þegar ljósið burt er fælt. Til hennar flýja feimnu raddir þær, Sem fergi dagsins hafði niður bælt. i En óma þeirra’ eg aldrei framar nýt, Unz að mér lýtur kveld í hinzta sinn; Né löngu-þráða friðar-hvíld eg hlýt, Unz hylja fífil-skuggar beðinn minn. —P. B. --------------------------------------------——+ Skipskaðar Víkingafélagið enska Árið 1892 var stofnað í Lund- únum félag til rannsókna í nor- rænum fræðum, sérstaklega að því leyti er þau snerta Bretlandseyj- ar. lega “Viking Club”, en því var síð- ar breytt í “Vikinig Society for Northern Research” (Víkingafé- lagið fyrir norrænar rannsóknir). Nú er þttta félag orðið nálega fer- tugt, og hefir það starfað mikið á þessum tíma, haft fundi að minsta kosti einu sinni á mánuði, þar sem fyrirlestrar hafa verið haldnir af félögum eða gestum, og umræður hafðar á eftir. Meðal féla!gsmanna hafa verið margir frægir menn Breta, og má nefna William Morris, James Bryce, William P. Kerr, F. York Powell, W. G. Collingwood, o. fl. Frá byrjun hefir félagið gefið út ársrit undir titlinum, “Saga- Book”, þar sem prentaðir eru marig- ir af fyrirlestrum þeim, sem haldn- ir hafa verið í félaginu, auk ýmsra annara ritgerða. Enn fremur hef- ir það stundum gefið út sérstaka árbók (Yearbook), aðallega með ritdómum um bækur, sem snerta norræn efni, og nokkur bindi af fornbréfasafni Orkneyja og Hjalt- lands og annara norskra bygða á Skotlandi, svo og um almenna forn-i fræði þessara landshluta. Líka' hefir það !gefið út einstök rit, svo sem enska þýðingu af Kormáks- sögu með ágætum myndum eftir Collingwood, enska þýðingu af goðakvæðum Eddu o. fl. Með öðr- um orðum, félagið hefir verið einskonar arinn íslenzkra og nor- rænna fræða í Lundúnum, og eiga þau hjón, Mr. og Mrs. A. W. John- ston, mikla viðurkenningu skilið fyrir starf þeirra í félagsins þarf- ir; þau voru meðal stofnendanna og annað hvort þeirra hefir jafn- an verið ritari félagsins. Nú hefir félagið, eins og marg- ar aðrar stofnanir eftir stríðið mikla, átt við fjárþröng að berj- ast. Fyrir stríðið voru félagsmenn 550, og árstillög þeirra námu um 300 sterlingspundum; á þeim ár- um, gat því félagið haldið áfram útgáfu-starfsemi sinni. Eftir stríðið þótti ekki ráðlegt að hækka árstillagið, þótt peningar hefðu auðvitað fallið mjög í verði, og þarafleiðandi prentunarkostnaður hækkað að miklum mun. Varð félagið því að minka útgáfugerð, og það, sem verra er, félögum hef- ir fækkað um meir en helming, svo nú eru þeir um 200, og árstil- lögin nema einungis um 150 ster- lingspundum. Af þessum ástæðum, hefir stjórn félagsins ‘ákveðið að gera ítrustu tilraun til að rétta félagið við og auka gengi þess svo það að minsta kcsti geti afrekað eins miklu, og fyrir stríðið. En til þess að geta það, þarf það að fá 300 nýja fé- laga með eins sterlingspunds árs- tillagi. Það er sérstök ástæða fyrir ís- endinga, hvar sem þeir búa, til þess að styrkja þetta félag, því það er eina félagið á Bretlandseyj- um, og enda í brezka ríkinu, sem gefur sig við íslenzkum efnum bæði að fornu og nýju. Það eru í Lundúnum félög fyrir hvert hinna af Norðurlöndum, en þau eru að- allega skemtifélög o'g eiga íslend- ingar ekki heima í neinu þeirra. Víkingaféilagið er samkvæmt markmiði sínu og starfsemi hið eina félag, sem íslendingar geta sérstaklega sótt þar, enda hefir það á liðnum árum gert mikið til þess að fræða heiminn um bók- mentir íslands og menningu. Þeir ættu því að finna hvöt hjá sér til þess að ganga í félagið, styrkja það og styðja eftir megni. Það getur orðið miðstöð fyrir íslend- inga, sem koma til Lundúna, eða búa þar, og það getur gert mikið að því að efla samband og sam- göngur milli lslands og Bretlands, og komið einstökum íslendingum i kynni við Breta. Félagið á nú allstórt bókasafn; það er í West- field College, sem er partur af Lundúna háskóla (University of Xindon), og er það safn opið öllum félagsmönnum og enda öðrum, sem fást við þessi fræði. Við undirskrifaðir vildum því hér með skora á sem flesta íslend- inga að gerast félagar í þessu fé- lagi, og geta menn í því efni snú- ið sér til Mr. A. W. Johnson, c-o. Westfield College, Hampstead, London, N.W. 3, England, Halldoir Hermann,sson. Vilhjálmur Stefánsson. Tvennir tímar Eftirfarandi ritstjórnargrein, sem er lauslega þýd'd og nokkuð stytt, birtist fyrir skömmu í einhverju út- breiddasta blaöi Vesturheims: ■* “Mestu valdamenn Bretlands og brezka sjálfstjórnarnýlendna (dom- inions) sitja á ráðstefnu í London. Svo mætti virðast sem þeir hefðu í höndum sér forlög mikils hluta jarð- arbúa og geti miklu ráðið um fram- tíð þeirra landa, sem þeir byggja. Svo mætti virðast að þeir gæti notað rétt tækifærin, sem þeir hafa, en í raunjnni er vart við því að búast, að þeim auðnist það. Það er mikil deyfð yfir atvinnu- lífi eylandsins (þ. e. Bretlands), en landgæði nýlendnanna virðast bjóða takmarkalaus tækifæri dugandi mönn- um. En það er eitthvað í veginum. •Það er eitthvað í ólagi, að því er snertir stað, stundu — og mennina. 'Það nriðar ekki í áttina áfram á ráð- stefnunni. Suður-Afrika ein gæti orðið undirstaða nýrrar velgengni alls Bretaveldis. Nútímamennirnir hafa betri aðstöðu en menn áður höfðu til þess að gera sér arðbær ný lönd, sem til ræktunar eru tekin. ' Flutningar fara fram með svo auðveldu móti nú á dögum, að flest það, sem útflytj- endur áttu við að stríða fyrr á tim- um, ótal hættur og erfiðleikar, — fvrirfinst ekki lengur. Nýtt land er tekið til ræktunar. að heita má, að landnámsmennirnir eigi þegar frá byrjun við “öll þægindi” að búa. tHeimurinn býður enn ótal tækifæri. Þegar enskir menn lögðu líf sitt i hættu til að komast til nýju landanna, áttu þeir við óskaplega erfiðleika að striða á leiðinni, enda skipakostur þá vanalega slæmur. Og er starfið í nýja landinu hófst. tók ekki betra við. Þeir urðu að erfiða undir drep ineð ófullkomnum verkfærum, kunnu ekki að varast margt, sem heilsu þeirra stafaði hætta af. Læknar voru eng- 'r. Og oft urðu menn að svelta hedu og hálfu lmngri á meðan verið var að brfóta landið. Baráttu við \ ilta þjóðflokka varð að heyja annað yeifið. Flutningar allir voru afar erf- iðir. Þeir gátu ekki flutt “menning- una'' með sér nema að litlu leyti Þeir urðu að byggja hana upp 'af nýju. Nú er alt breytt. Samgöng- ur eru góðar. Menn hafa ráð undir hverju rifi til þess að varðveita heils- una. Menn hafa góð tæki sér til varnar. Vélar vinna nú margra manna verk. Menn hins nýja land- náms búa við öryggi og þægindi. En eitt vantar, sem ganda tímann vant- aði ekki; sannfæringuna um að sigra í baráttunni við alla erfiðleika. Nú vilja menn heldur líða heima við litl- ar vonir heldur en áð hætta á að fara í leiðangur til annara landa, þar sem að vísu er við erfiðleika að stríða, en erfiðleika sem uppfylling glæsi- Iegra vona byggist á, ef menn aðeins bíta það í sig, að gugna ekki. Sjálfstjórnarnýlendurnar brezku og nýlendurnar eiga gnægð af ungum krafti til að treysta allar þæf stoðir, sem alrikið hvílir á. Mikil eru þau tækifæri, sem ungum, enskurn mönn- um eru hér i hendur lögð, til að treysta alrikisböndin. Nefnum Rhodesia til dæmis, sem verður að akveða um þessar mundir, hvort þar eigi i framtiðinni að starfa frjáls, bvitur verkalýður, eða hvit yfirstétt, sení lifir á sveita blökkumanna. En eru ungir Englendingar nú hæfir til þeirra stórræða, sem forfeður þeirra ótrauðir ráðust i? Ef til vill ekki, ahrient talað. En það sannar ekki, að ekki sé hægt að gera þá þannig ur garði, að þeir séu til þess færir. Bretland getur ekki lengur ráðið hvernig landnámi er hagað í sjálf- stjórnarnýlendunum. En það virðist vera á valdi alrikisráðstefnunnar, að hafist verði handa um framhaldandi landnám á réttum grundvelli: að mennirnir, sem eiga að feta í fótspor feðranna og nema ný lönd, verði gerðir hæfir til starfsins.” Sumt af því, sem hér kemur fram, verður athugað nánnca siðar, því að margt í þessu sambandi er að ýmsu fróölegt. Aðeins skal á það bent að þessu sinni, að einnig hér kemur fram það, sem við íslendingar ættum að gera oss l ióst: Landnám oq lýðrcckt vcrða aS haldast í hcndur, ef vel á að takast.—Vísir. Kom í bíl frá The Pas til Winnipeg í viknni sem leið kom maður nokkur, Bill Smith að nafni, í bíl alla leið frá The Pas til Winni- peg, og var hann fimm daga á leiðinni. Mikið af þessari leið er vegleysur einar og fór Smith yf- ir forarflóa og vötn, sem nú er alt lagt. Það er furða, hvað hægt er að komast á bílum, ef þeir sökkva ekki í. Járnbrautarslys Hinn 16. þ. m. vildi það slys til, að Canadian Pacific járnbrautar- Iestin nr. 60, sem fer milli Re- gina og Brandon, fór út af spor- inu í grend við Killaly, Sask, og fcrust þar þrír menn og átta aðr- ir meiddust meira og minna. Þeir sem dóu, voru H. Stevenson lestar- stjóri, J. A. Kennedy kyndari og Warren H. Lennan póstþjónn. allir voru þeir frá Brandon. Hátt fjárlagafrumvarp Hoover forseti hefir lagt fyrir þingið fjárlagafrumvarp stjórn- arinnar og þar farið fram á út- gjöld, er nema $4,667,845,468. Er þetta fjárlagafrumvarp hærra en það hefir nokkurn tíma áður ver- ið, að undanteknum ófriðarárun- um. Forsetinn segir, að eins og nú sé ástatt, megi stjórnin ekki við því, að gefa eftir 1 per cent. af tekjuskattinum, eins og gert hafi verið á síðasta fjárhagsári. Nýmæli Armand Lavergne, sambands- þingmaður frá Montmagny og stjórnarflokknum tilheyrandi, hef- ir tilkynt, að á næsta þingi ætli hann að koma fram með þrenn ný- mæli. Fyrst er það, að breyta hinu löghelgaða nafni landsins, Dominion of Canada, í Kingdom of Canada. Annað er það, að hætta að kalla landstjórann governor- General, en nefna hann viceroy, og hið þriðja er að biðja konung- inn að taka aftur upp þann sið, að veita Canadamönnum titla og nafnbætur, samkvæmt tillögum stjórnarinnar. Helzt illa á auðnum Robert Clairmont heitir maður nokkur í New York, sem fyrir fimtán mánuðum átti miljón doll- ara, en á nú ekki neitt o!g er upp á aðra kominn til að geta lifað. En þannig komst hann yfir þenn- an mikla auð, að auðugur maður arfleiddi hann, vegna þess að Clairmont hafði ein sinni bjargað lífi hans, þegar hinn auðugi mað- ur lenti í lífshættu og var að því kominn að drukna. Vildi Clair- mont, eins og flestir aðrir menn vilja, ávaxta peninga sína, en það hepnaðist ekki betur en svo, að hann tapaði öllu sem hann átti, og það næstum ótrúlega fljótt. Þessi maður hefir því áreiðanlega reynt það, að “auður er valtastur vina.” *A í vök að verjast Efri málstofa brezka þingsins hefir tvisvar sinnum lýst van- trausti á stjórninni, en ekki er lit- ið svo á, að stjórninni beri að leggja niður völdin fyrir það, ef hún hefir meiri hluta neðri mál- stofunnar með sér, og það hefir stjórnin enn þá, þó stundum hafi skollið hurð nærri hælum, að hún félli. Hefir íháldsflokkurinn gert margar tilraunir til að fella stjórnina, en ekki hefir honum tekist það enn. Frjálslyndi flokk- urinn styður hana og hefir Lloyd George lýst yfir því, að hann mundi halda því áfram, nema því aðeins að eitthvert stórmál kynni að koma fyrir, þar sem frjálslyndi flokkurinn gæti ekki fylgt stjórn- inni. Það sem MacDonald stjórn- inni er aðallega fundið til saka, er það, áð henni hafi algerlega mishépnast að bæta úr atvinnu- leysinu, sem nú all-lengi hefir verið eitthvert mesta böl brezku ijóðarinnar. Dr. Halpenny dáinn Á föstudagsmorlguninn í vikunni sem leið, andaðist Dr. Jasper Hal- penny, 61 árs að aldri. Hann stundaði lækningar í Winnipeg í mörg ár og þótti góður læknir, og var þar. að auki atkvæðamaður í ýmsum öðrum efnum. Síðustu ár- in var hann mjög bilaðr á heils. Takmörkun tolla Stjórnin í Noregi héfir tilkynt, að stjórnir sex landa Evrópu, hafi gert þá samninga sín á milli, að hækka ekki innflutningstolla frá því sem nú er, eða leggja á aðra nýja, án þess að ei'ga fyrst tal um það hver við aðra og reyna að ná samkomulagi. Þau lönd, sem hér eiga hlt að máli, eru þessi: Norag- ur, Holland, Belgía, Danmörk og Luxemburg. Hvert það sjötta er, verður ekki séð af þeirri frétt, sem hér er farið eftir. Er þetta gert í þeim tilgangi að auka vinsamleg viðskifti milli þessara þjða. Minna drukkið í fyrsta sinni, síðan stjórnar- vínsalan var viðtekin í British Columbia, hefir áfengissalan nú í síðustu þrjá mánuðina minkað stórkostlega. í octóber minkaði hún 15 per cent., í nóvember um 20 per cent. og útlit er fyrir, að í þessum mánuði muni hún verða 30 per cent. lægri en í desember í fyrra. Vínsölunefndin gerir ráð fyrir að loka mör'gum smærri vín- sölubúðunum. Lord Willingdon skipaður vísi-konungur á Indlandi Lord Willingdon, landstjóri 5 Canada, hefir verið skipaður vísi- konungur á Indlandi og tekur hann við því embætti af Lord Irwin snemma í apríl í vor. Er svo litið á af mörgum, að þetta sé eitthvert allra vandaisamasta em- bættið í öllu brezka ríkinu. En Lord Willingdon hefir gegnt mörfgum ábyrgðarmiklum stöðum og ávalt reynst ágætlega, og mun því alment liti ðsvo á, að hér hafi berzku stjórninni tekist valið vel. Landstjóri í Canada var hann skipaður 1926, og hefir hann hér sem annars staðar unnið sér mik- ið álit. Hver verður næsti land- stjóri í Canada, veit enginn enn. Því ræður konungurinn og stjórn- in i Ottawa. Hefir stjórnin rétt til að nefna Canadamann í þá stöðu og þykir mörgum vel til fall- ið, að Mr. Borden verði næsti landstjóri, en sjálfur hefir hann lýst yfir því, að hann óski ekki eftir þeirri stöðu. Unglingahiónabönd í U. S. A. Eins og kunnugt er voru hin svo- kölluðu barnahjónabönd almenn í Indlandi til skannns tíma. Þau eru nú bönnuð með lögum þar í land, en vafalaust eru þau lög brotin að meira eða minna leyti ennþá, þar sem svo skamt er siðan þau gengu í gildi, og um upprætingu á alda gömlum venj- um er að ræða. Mannvinir í Bret- landi og fleiri löndum unnu að því af kappi, að fá það tekið í lög, að barnahjónabönd væru bönnuð. Er og hvervetna i siðuðum löndum litið svo I á af öllu sæmilega mentuðu innrættu fólki, að unglingar verði að ná viss- um andlegum og líkatnlegum þroska, áður en um hjónaband gcti verið að ræða. Það vakti því eigi litla undrun, er amerísk fréttastofa (International news Service) sendi eigi alls fyrir löngu út tilkynningu um barnahjóna- bönd í stærstu borg Bandaríkjanna— New York borg. Segir í tilkynning- unni, að það hafi komið í Ijós er árs- skýrsla O’Shea fræðslumálastjóra var brt, að 483 drengir og stúlkur urðu að fara úr skólum vegna þess, að börnin voru bundin hjúskaparbönd- um, Samkvæmt skýrslunni var ein telpa, sem var 12 ára gömul, gift, en önnur var 13 ára. 20 drengir og stúlkur á 14 ára aldri fóru úr skólum til að bindast hjúskaparböndum, en 83 á 15 ára aldri, en 342 16 ára ung- lingar fóru úr skólanum á árinu (1929) í sama skvni. Eins og geta má nærri, ber skýrslan það með sér, að börn þau og unglingar, sem hér er um að ræða, voru öll úr skuggahverf- um heimsborgarinnar. Flest barn- anna og unglinganna, segir í skvrsl- unni, höfðu sýnt litla námshæfileika og báru það með sér, að skortur og ilt uppeldi hafði háð þeim.—Vísir. i Korn og kvörn i. Orðið korn táknar víst í upphafi það se mer hart, eins og horn, á latínu cornu. Af korntegundunum er bezt að byrja á hveiti. Það orð mun þýða það sem er hvítt, og er þá nafn- ið leitt af mjölinu; hvítur er á þýzku weiss, en hveiti weizen; enska nafn- ið á hveiti wheat líkist mjög í fram- burði hvít. Öðru máli er að gegna með rúginn; rúgur og hrúga er víst náskylt; þýzka orðið yfir rúg, Roggen, er víst sama orðið og hrogn. Á latínu er rúgur secale, sem þýðir það sem skorið er eða skurðhæft, en latínu orðið vfir hveiti, triticum, þýð- ir mjöl eða það sem malað er; er það fornt rómverskt orð, en secale er víst búið til af seinni mönnum, og veit ég þó ekki nógu vel hversu gam- alt það orð er. Hafrar er fyrir hafra- korn, það korn sem mjög er gefið höfrum; en hafur þýðir dýrið sem hefur sig á loft, og er smáhvelisnafn- ið höfrungur af því leitt og þýðir, því nokkuð líkt og stökkull. En í likingu við þetta bjó ég til orðið örnungur yfir Albatros (diomedea) þegar ég þýddi hina aðdáanlegu sögu Kiplings um hvíta selinn; en þessi fýlungsfrændi sem ég kallaði örn- ung, er sagður sex fet vængbrodd- anna á milli, og er slík vængvídd í samræmi við hin miklu suðurhöf, sem örnungurinn svífur yfir. En svo ég víki aftur að korntegundunum, þá þvðir bvgg víst þa'ð sem ræktað er. En nafnið sem Rómverjar gáfu bvgg- inu, hordeum, er leitt af hinum löngu burstum, sem einkenna blómaxið. II. Hinir fróðustu menn telja líklegast, að kvenfólkið eigi upptökin að þeim afarþýðingarmikla hætti í framfara- sögu mannkynsins, sera kornræktin er, en að búfjárræktin sé frá upphaæfi stofnuð af karlmönnunum. Yrði of langt að rekja það mál hér, en þó vildi ég i þessu sambandi ekki láta ógetið svissneskrar toókar sem heitir Der Mensch zvir Eiszeit (Mannkynið á xsöldu), eftir náttúrufræðinginn doktor L. Rcinhardt; heti ég lésið bæði fyrstu útgáfu þeirrar bókar, sem kom út 1906 og hina 4., frá 1924; þekki ég enga líkt því eins ágæta lýs- ingu á ævi mannkvnsins, um þau hundruð þúsundnir ára, sem það hafði verið til, áður en sögur hefjast. En af korninu er það að segja, að það gat litt orðið að notum, fyr en það var malað. ar hin fyrsta mölunarað- ferð mjög ófullkomin. K venfólkið mun það liafa verið, sem inalaði. Kornið var látið á hellu og núið sund- ur með hnullungi se mekki var stærri en það að hann var vel greiptækur. Hnullungnum var ekki snúið í hring, og mun mjöl það, sem þannig varð til, hafa verið mjög stórgert. Mvlna er á latínu mola, en á grísku myle, og minnir það á mola og mylja. En þiír kom, að stórkostleg umbót varð á ntölunaraðferðinni, ntjög merkileg uppfinning var gerð — eins og nú myndi að orði komist — og veit þó enginn hver gert hefir. Það sem ein- hverjum snillingi hugkvæmdist, var að snúa hinurn myljandi steini sífelt í hring, ofan á hellunni sem malað var á. Þegar þannig var að farið, varð mjölið miklu betra, og hægt að búa til úr því betri mat. Fyrst hafa menn aðeins búið til graut, en síðan lærðu þeir að baka brauð. Það orð þýðir ef til vill, það sem breytt er, og væri vel til fundið, svo rnikill sem munur- inn er á deiginu og hinu bakaða brauði. En mjög eftirtektarvert er norræna nafnið á hinni endurbættu ntylnu. Hún var nefnd kyörn. Það er hverfin; varð fyrst hverfin og síð- an hverfn og síðan hvern og kvörn. Að hverfa er að snúa eða snúast, hverfisteinn er steinn sem snúið er. Vér þurfum ekki að vera í vandræð- um með orð yfir turbine, því að slíkt mætti vel nefna hverfu.—Vísir. 17. okt. (21. nóv.) Helgi Pjeturss. FURÐULJÓS yfir Norðursjónum. Frá því er sagt, að íbúarnir í Kent á Englandi hafi fyrstu dag- ana í október orðið varir við ein- kennilega ljóslglampa í loftinu, kvöld eftir kvöld. Hafi glampar þessir sézt úti yfir Norðursjón- um. Oft hafi þeir myndað kross- mark á himninum. Alþýða manna taldi ljós þessi fyrirboða einhverra stórtíðinda; enda var þess ekki langt að bíða, að hið mikla loftfar R-161 færist og fjöldi ágætra manna léti líf sitt. Síðar í mánuðinum urðu hin stórfeldu námuslys í Þýzkalandi. -----Lesb. Uppreisn á Spáni Um miðjan þennan mánuð barst sú fregn út um allan heim, að upp- reisn væri hafin á Spáni. Það var einhver hluti af herliðinu, sem uppreisnina hóf i bænum Jaca, rétt við landamæri Frakklands. En ekki varð mikið úr þessu, og var þessi uppreisn strax bæld niður Tveir af uppreisnar foringjunum voru skotnir, en nokkrir aðrir dfemdir í lífstíðar fangelsi. Mikill munur Þurkarnir í sumar og verð- fallið á hveiti og öðrum kornteg- undum, veldur því, að uppskeran í Bandaríkjnum er tveim bilj. og fjögur hundruð milj. dollara minna virði þetta ár, heldur en árið 1929. Lækkunin er sem næst 3 per cent í fyrra var uppskeran talin að vera $8,675,420,00 virði, en á þessu ári $6,274,824,000. Þetta er aam- kvæmt síðustu skýrslum búnaðar- deildar stjórnarinnar í Washing- ton, svo að spálfsögðu er rétt skýrt frá. Þetta þýðir, að tekjur bændanna í landinu hafa á þessu ári orðið 30 per cent. lægri en i fyrra, sem er stórkostlega mikill munur. Hveiti, rúgur og bygg er nú í lægra verði í Bandaríkjun- um, heldur en það hefir verið nokkurn tíma í desembermánuði síðan árið 1899. A skautasvellinu við Wesley College.... Hockey-flokkum “Fákanna”, sem eru fjórir, lenti saman á skauta svellinu við Wesley College, þanr- 17. þ. m. Fyrst mættust Fálkar og Víking- ar, og fóru leikar þannig, að hin- ir fyrnpfndu höfðu fjóra vinninga en hinir síðarnefndu engan. Má þó geta þess, að fyrirliði Víkinga, Bill Goodman, og vinstrivængs- maður þeirra, Wally Johannesson, voru ekki í leiknum, og veikti það mjög sókn og vörn Víkinga, þvi Fálkarnir brutust hvað eftir ann- að í gegn um varnarlið þeirra; en með snarræði og fljóthugsuðum samleik, vörðust þó Víkingar all- hreystilega. Albert Johnson, fyr- irliði Fálkanna, hefir því unnið fyrsta sigurinn. En Víkingar hugsa þeim gott til Iglóðarinnar, er þeir mætast næst. Þá mættust “Natives” og “GooL ias”, sem einnig eru hockey-flokk- ar íþróttafélagsins, og fóru leikar svo, að Natives höfðu fjóra vinn- inga, en Goolies þrjá. W. B. Björn- son, fyrirlitiði Natives o!g Skúli Anderson, fyrirliði Goolies, börð- ust svo hreystilega, að svo leit út sem stórskotalið Breta og Þjóð- verja væri þarna saman komið. Næsti leikur verður 24. þ. m. Mætast þá Fálkarnir og Natives, en Víkin'gar ætla að lumbra á Goolies. Allir íslendingar velkomnir. Seinni part vikunnar sem leið voru þokur afar miklar víða í norð- urhluta Evrópu og rð af því skað- ar miklir á sjó á ýmsm stöðum. í grend við Danmörku rákiist á tvö finsk skip og sökk annað þeirra og fórust þar um 40 menn. Bændur í Vestur-Can; da óánægðir Á ýmsum stöðum í Saskatche- wan, hafa bændurnir nú að und- anförnu haldið all-fjölmenna fundi til að ræða sín sameiginlegu hags- munamál. Verðfallið á hveitinu hefir verið aðal umtalsefnið, og vilja bændur að stjórnin setji lág- marksverð á hveitið. en ýmsar eru tillögurnar um það, hvað það lág- marksverð skuli vera, alla leið frá 70 cents til $1.15 mælirinn. Hafa bændurnir á sumum þessum fundm gengið svo langt, að þeir hafa samið og jafnvel samþykt yf- irlýsin'gar i þá átt, að það sé ein- dreginn vilji þeirra, að Vestur- Canada segi skilið við Austur- Canada, ef stjórnin verði ekki við kröfum þeirra. Sýnir þetta býsna ljóslega, hve afar óánægðir bænd- urnir í Vestur-Canada eru með kjör sín nú sem stendur. BRÚÐKAUP. Enn í.dag er það mjög algeng venja meðal Arabanna í Palestínu að kaupa konur sínar. Er verðið ákveðið, eftir því, hvort konan sé fögur eða ljót, eða af góðum ætt- um. Því hærri kröfur sem biðill- inn gerir til fegurðar og góðrar ættar konunnar, þeim mun meira verður hann að gjalda. Hefir margur blóðheitur Arabi látið blindast af augnabliks óviðráðan- legum ástríðum, og keypt konu sína miklu hærra verði, en efni lians leyfðu, svo að maðurinn hefir farið á höfuðið. Þegar Strichland ráðherra var fyrir skömmu í Palestínu í þeim erindum, að rannsaka möguleikana til þess að draga úr neyðinni, er Arabar eiga við að berjast, var honum sagt, að vi ðlýði væri félag meðal Arabanna, er veitti mönn- um lán til konukaupa. Ennn frem- ur var sú saga sögð um bónda nokkurn, að hann hefði í augna- bliks ástarvímu selt bú sitt til að geta keypt ástmey sína. Strichland sagði, að konuverðið væri alt of hátt, og stakk hann þess vegna upp á því, að ákveða hámarksverð, hve fögur og töfr- andi sem konan annars væri. Mætti nota féð, sem við það sparaðist, á annan njrtsaman hátt. Auðvitað aðhyltust ungu menn- irnir þessa uppástung ráðherrans, en öðru máli gegnir um feður, er eiga hinar fögru, gjafvaxta Ar- abadætur, því að þeir urðu eðlilega afar reiðir út af tillögunni. — —Lesb. Nafn félagsins var upphaf-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.