Lögberg - 05.02.1931, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.02.1931, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. FEBRÚAR 1931. Bls. 3. SÓLSKIN LITLA MARLIN. Eg skil þig-, blessuð Marlin mín, og mér er geðfeld óskin þín. Þig langar út í ljóssins höll að líta‘ á gullin öll. Og læra að þekkja stein og stál, og stássleg blóm og fuglamál. Þér finst að haninn miklist mest, þó margt hann kveði bezt. Eg skil þig, blessuð Marlin mín, og málið kemur senn til þín. Hann afi’ er svo sem fálmi flón, en fær þó aftur sjón. Um augábrýmar grúskið grær, þú getur ekki lagað þær, því árin krypla kotið mitt, en hvessa augað þitt. Eg skil þig, blessuð Marlin mín. Ó, mikil er nú gleðin þín. Svo brjótirðu ekki boðorðin, ég bind um fótinn þinn. 1 heimi er gæfan heldur stutt, sé hættu ekki af vegi rutt. En röðull passar rósirnar, í ríki fegurðar. Fr. Guðmundsson. SAGAN AF ÓBREYTTA LIÐSMANNINUM, sem varð konunr/ur. (Sannur viðburður.) Festir þekkja gömlu þjóðsögurnar, um karls- son, sem varð konungur, og auðvitað átti kóngs- dótturina fyrir konu. En það kemur víst fáum til hugar, að leggja nokkurn trúnað á þessa æfa- gömlu þjóðsögu., nema hvað skáldin hafa fund- ið henni stað í breyttri mynd í lífinu, (en þau hafa heldur ekki tekið hana í bókstaflegri merk- ingu), og nema ef vera skyldi að einhverjum at- hugulum manni hafi komið til liugar, að þess- háttar uppphefð fyrir smælingja hefði kannske gotað átt sér stað einhvern tíma aftur í forn- öld, meðan þjóðfélags-skiplag var ekki jafn reglubundið og það er nú. En hér sannast, sem oftar, spakmælið um að “sannleikurinn sé stundum eins undarlegur eins og skáldskapur”, og í raun og veru hefir koniið fyrir, að “karlsson” hefir orðið kóngur, og það ekki fyrir mjög mörgupm mannsöldrum síðan. Einn dag, skömmu áður en'franska stjórn- arbyltingin brauzt út, kom hermaður nokkur með matarseðil sinn að húsi kaupmanns eins í Marseilles. Kaupmaðurinn sneri hermannin- um þegar aftur, til sveitarforingjans, með þeim ummælum, að hann tæki ekki við óbreyttum liðsmanni, heldur einhverjum af herforingjun- um til fæðis. Á þeim tímum var hermönnum oft skift nið- ur á heimili hjá fólki. .— Barnung dóttir kaup- mannsins var nærstödd og hlýddi á. 1— Þrjátíu árum síðar sátu þau ba'ði í sama hásæti, þessi fyrirlitni hermaður og dóttir kaupmannsins, og sonar-sonar-sonur þeirra, núverandi krónprins Svía, hefir gengið að eiga konu af konungsætt-, inni brezku. — Hermaðurinn hét Bernadotte. t ibók einni, er nefnist “Undra-ferill Berna- dotte”, eftir Sir Plunkett Barton, er dýrleg lýs- ing í fegurstu dráttum, af Glaskon þeim, er skáldið Dumas gergi að fyrirmynd fvrir dTArt- agnan; en helzt til of bjart hefir orðið yfir sögu- hetjunni hjá honum. Hann hefir að sönnu gert rétt í því, að bera af honum ákærur þær, um þjóðmálasvik, er á hann voru bornar, enda var það nú ekki annað en sjálfur Napoleon 1. gerði; en hann hefir algerlega gengið fram hjá lirekkja- hrögðum hans við bandamenn, og gert alt of mikið úr herstjórnar-hæfileikum hans, því þar stóð hann ekki jafnfætis þeim Davant, Mareau né Massena. Jean Baptiste Bernadotte var af góðum borgaraættum; hann strauk frá heimili sínu, þá á unga aldri, til að komast í herinn, eins og ýms- ir fleiri unglingmenn hafa gert. Eftir stjórn- arbyltinguna fékk hann einhvers konar undir- forigjastöðu; slapp hann þá nauðlega frá fall- öxi fiuillotins. Síðar hafði hann fengið stöðu sem hermálaráðherra, og síðar sem sendiherra til Austurríkis, um það leyti sem Napoleon 1. vmrð fyrsti konsúll. Bernadotte var kvæntur kaupmannsdóttur þeirri, sem áður er umgetið; hún var góð kona og fríð sýnum, Þó Bernadotte væri einn af þeim fyrstu, sem fékk marskálks nafnbót á dögum keisaradæm- isins franska, þá áttu þeir Napoleon jog hann í sífeldum illdeilum, því Bernadotte var í raun og veru lýðveldissinni og fráhverfur einveldis- stjórn,---en var þó sjálfur þvrstur í metorð og mamivirðingar. Svo þegar Svíar 1810 vildu fá konung, þá bauð Bernadotte sig fram. Svíar mundu hon- um þá miskunnsemi hans við sigraða óvini, og 1<usu hann og kusu hann til konungs viðstöðu- laust. Þegar barist var fyrir frelsi, þá var það Bernadotte, sem leiddi her bandamanna til sig- urs við Leipzig á móti sínum gömlu samherjum. Sem konungur Svía og Norðmanna frá 1818 til 1B44; fékk Bernadotte vinsældir allmiklar af alþýðu manna. Ráðríkur, en þó góðgjörðasam- Ur, efldi hann fagrar listir, svo sem sönglist og einnig bókmentir. Réði hann Jenny Lind fyrir söngkonu við hirð sína. Var það seint á ríkis- stjórnarárum hans. Þýtt af Jakobínu J. Stefánsson, ' Hecla P. 0., Man. VORVISA. Vorið er komið og líður um landið. Losna úr fjötrunum gróandans mögn. Loftið er söng\rað og ljóðstöfum blandið. Lífsþráin titrar í sérhverri ögn. Velkomið inndæla, íslenzka vor! Komdu með suðræna, sóllilýja blæinn, — seiðandi, töfrandi voraldardaginn! Ó, íslenzka vor — íslenzka vor! Efldu þjóð vorri framtak og þor. —Smári. KOMA KRISTS. Eftir Aimeé Blech. Það var aðfangadagskveld. Snjórinn félll í stórum flögum; sléttan var snævi þakin, eins langt og augað eygði. Kyrð ríkti yfir öllu. Yzt í skógarjaðrinum, á mjórri götu, undir snævi þöktum trjánum, kom maður gangandi seint og þreytulega, uppgefinn af langri og erf- iðri ferð. Hann var ungur, berhöfðaður og mjög fátæklega búinn. Hárið hékk rennvott niður um hið tignarlega enni hans, og það var ein- kennilegnr glampi í hvössum augunum. Siim- bland af ma*tti og mildi gerði svip hans ákaflega aðlaðandi. —|---Hann gekk áfram í djúpum hugsunum, þangað til eitthvað mjúkt varð fyrir fæti lians. Hann beygði sig niður og tók upp lítinn þröst, lireyfingarlausan og hálfdauðan úr kulda. Með viðkvæmu brosi stakk liann fuglin- um inn á brjóst sér og settist svo stundarkom niður við veginn. I fjarska sást alsnjóugur turn á þorpskirkju einni. kunni maðurinn stóð þreytulega upp, leysti fuglinn úr fangelsinu og hélt áfram ferð. sinni; en fuglinn flaug aftur glaður og endur- lífgaður leiðar sinnar. Það var komin nótt, þegar hann kom til þorpsins. Hann gekk frá húsi ti húss og baðst gistingar, en allstaðar var honum úthýst. Dyra' vörðurinn í kastalanum leit fyrirlitlega á hann og sagði með lítilsvirðingu: ‘Heldurðu að eg fari að ónáða húsbónda minn fyrir svona flæking? Hafðu þig á burt!” Þegjandi hélt ókunni maðurinn leið sína; dvravörðurinn horfði forvitinn á eftir honum, honuf fanst hann ekki vera vanalegur flæking, ur, enda þótt liann væri fátæklega til fara. Hann l)arði að dvrum á prestssetrinu og þjónustustúlkan, sem gaf honum tortrygnislegt auga, vísaði honum inn í betri stofuna. Prest- urinn kom inn með bænabók í hendinni. “Bróðir,” sagði ókunni maðurinn auðmjúk lega, “viltu skjóta skjólshúsi yfir mig eina nótt?” Reiður og undrandi horfði presturinn á hinn einkennilega gest sinn. Han var eldrauður í andliti af gremju yfir því, að aumingja flæking- ur skyldi kalla sig bróður. Aldrei hafði honum verið sýnd slík ósvífni fyr. “Bróðir,” hélt ókunni maðurinn áfram. “Eg bið þig, í nafni Krists, sem þú þjónar, viltu veita mér viðtöku ? ’ ’ “Hann víkur kunnuglea að mér,” hugsaði presturinn, “hann hlýtur að vra ggggjaður'.” Hátt sagði hann: “Þér skjátlast, vinur minn, eg get ekki hýst neinn. Farðu þama út til lians Jóns bónda, það getur hugsast, að hann lofi þér að sofa í lilöðunni.” Hann horfði reiðulega á eftir ókunna mann- inum, sem gekk hægt og þreytulega burtu. “Ef til vill hefði verið réttara af mér að gera lögreglunni aðvart,” hugsaði hann með sér. Bær Jóns var spölkorn fvrir ofan þorpið. Þegar ókunni maðurinn kom þangað, var hann orðinn svo þreyttur, að honum hefði ekki verið unt að halda lengra. En bóndi vísaði honum ekki burtu. Hann var stór, óheflaður maður, en í rauninni hjartagóður. “Ef þú vilt láta þér nægja fjósið.” savaraði hann, þegar hann var beðinn gistingar, “þá máttu vera. Eg skal senda hálmvönd út til þín, til að sofa á, og konan mín gefur þér svo góða súpu í stórri skál, því nú er aðfangadagskvöld. Konnlu inn.” Ókunni maðurinn tók með gleði við boðinu og gekk inn í eldhúsið. Þar setti bóndakonan fyrir hann súpuskál, um leið og hún muldraði eitthvað óskiljanlegt fyrir munni sér. Þegj- andi borðaði borðaði hann mat sinn og settist svo fyrir framan eldstóna, til þess að þurka föt sín, sem vatnið rann úr, við eldinn, sem skíðlogaði. Tví lítil böm bóndans, sem höfðu verið að leika sér í einu horninu á eldhúsinu, komu nú nær, því brosið sem lék um varir ó- kunna mannsins, dró þau að sér, og ekki leið á löngu, áður en mjög vel féll á með þeim öllum. Klara litla settist sjálf á hnéð á ókunna mann- inum og hvíldi höfuð sitt ástúðlega á herðum hans, en Pétur litli þrýsti sér fast uppp að hon- um og lét hverja spurninguna reka aðra. “Segðu mér, herra minn, hver ertu?” “Einstæðings göngumaður.” “Hvar áttu lieima?” “Mér er hvergi markaður bás.” “Hvers vegna komstú hingað?” “Til þess að þeir, sem fvlgja mér, geti kynst mér og lært að fylgja boðum mínum.” “Viltu setjast að hjá okkur ? ’ ’ sagði Pétur, “mér finst þú vera svo góður og vingjarnlegur. Eg skal láta þig fá rúmið rnitt.” “Og eg skal gefa. þér stóru brúðuna mína,” sagði Klara litla, “ég elska þig------Þú ert svo líkur frelsaranum, Jesú Kristi.” “Seztu að hjá okkur,” sagði Pétur litli aft- ur og lagði nú fast að honum. “Eg má hvergi setjast að,” sagði ókunni maðurinn og brosti angurblítt. “Þá vil eg líka fara, taktu mig með þér,” sagði Pétur ákveðinn. “Og mig líka,” sagði Klara litla. “Elsku litlu börn, þið eruð of lítil enn. Þeg- ar vkkur vex fiskur um hrygg, skal eg leita vkk- ur uppi.” “Þú ætlar þá að muna það og gleyma því ekki?” sagði Pétur. “Komið þið nú, krakkar, það er kominn háttatími,” hrópaði móðirin, sém kom inn í því, “og setjið þið tréskóna vkkar fyrir framan eld- stóna, svo að “ Jólapabbi” glevmi ykkur ekki.” En börnin voru ekkert á því að hlýða henni. Klara litla greip með báðum liöndum fast í ó- kunna manninn, svo að móðir hennar varð að rífa hana burt með valdi. En litla telpan linti ekki á hljóðunum og hrópaði: “Eg vil vera kvr hjá fína manninum, eg vil vera kyr hjá fína manninum. ” Pétur litli, sem hafði séð fram á, að liaun yrði að hlýða, spurði móður sína: “Hvar á fíni maðurinn að sofa?” “1 fjósinu var svarað í höstum tón, “hann er ekki fínn maður, hann er flækingur.” “Nei, nef, hann er fínn, maðurinn,” andæþti littli drengurinn. I Svo kom bóndinn, að sækja gestinn, sem enn ])á sat kyr fyrir framan eldinn og starði fram undan sér, á fjóra, litlu tréskóna. “Komdu nú,” sagði bóndinn, “og mundu eftir því að halda þér sem næst mér, þegar \úð göngum yfir hlaðið, því að varðhundurinn er grimmur.” Tryggur kom urrandi til þeirra, en óðar en hann kom að þeim, lét hann í ljós ótvírætt merki um vináttu sína við gestinn, flaðraði upp um hann og sleikti hendur hans. “Þú hlýtur að vera töframaður,” sagði bónd- inn, því að þú töfrar bæði börn og dýr. En þú mátt ekki trvlla fyrir mér kýrnar. ” Þeir gengu inn í fósið og Tryggur með þeim. “Héma er hálmvöndull og gömul hestá- breiða; þú ættir að geta látið fara vel um þig,” sagði bóndinn. “Á básinn þinn, Hvít,” sagði hann um leið og hann sneri sér að einni kúnni. Svo fór hann og lokaði fjósdvrunum. Pétur litli lá í rúminu sínu og bylti sér, án þess að geta sofnað. Andlitið á gestinum vék ekki frá augum hans. Hvað lionum lilyti að vera kalt í fjósinu. Og það var svo sem auð- séð, að hann hlaut að vera mjög fátækur, úr því hann átti ekki einu sinni neitt höfuðfat. Alt í einu datt barninu í hug: “Nú kemur ‘ Jólapabbi’ auðvitað ekki með neina jólagjöf handa lionum, því hann veit ekki af gestinum. Ætti ég ekki að gefa honum aurana, sem eg á-í sparibauknum mínum, og líka nýju húfuna mína. Þegar all- ir eru sofnaðir, ætla ég að fara út í fjós.” Tlann læddist hægt yfir snjóinn út að fjós- inu. “Hvað skyldi vera orðið af Tryggg, hann er horfinn af hlaðinu?” Pétur opnaði hægt fjós- dvrnar. “Nei, hvað þetta var skrítið! Hérna var skínandi bjart og ])arna lágu skórnir fína mannsins.” Hann laut niður og lagði alla pen- ingana sína í annan skóinn og húfuna í hinn; svo rétti hann úr sér og stóð steinhissa á því’ sem fvrir au.gu hans bar. “Hvít” lá fyrir fram- an hálmvöndulinn og á hinu breiða baki henn- ar lá höfuð gestsins, sem svaf vært; asninn hafði snúið baki við jötunni og virtist standa heill- aður af því sem hann sá, en báðir heimiliskett- irnir höfðu hringað sig á fótum ókunna manns- ins, til þess að halda a þeim hita, en Trygggur sat við höfuðið og hélt þegjandi vörð. Allur hópurinn var vafinn í hvítu ljósi; Pétur nuggg- aði sér um augun og hélt að sig væri að dreyma, er hann sá bjarta, gylta stjörnu rísa vfir höfði þessa nýja vinar síns og stíga hægt uppp í rjáfr- ið á fjósinu, sem onaðist hægt til að hlevpa lienni út. Alt í einu flaug drengnum í hug hugsun, sem kom honum til að skjálfa og hjarta hans að berjast: “Ókunni maðurinn er líklega ‘Jólapabbi’ sjálfur. ” Um leið greip einhver uggur litla dreng- inn og hann lét fallast á bæði knén við hliðina á varðhundinum og fórnaði hödum, eins og hann lægi á bæn. . . . í dögun, þegar bóndinn kom út í fjós að vitja gestsins, var hann allur á burt; en þar sem hann hafði legið, lá nú Pétur litli í fasta svefni, á bak- inu á ”Hvít”, sem ekki hafði hrevft sig. Þegar drengurinn var vakinn og spurður, hvað við hefði borið, gat hann að eins gefið sundurlausa og óskýra lýsingu af atburðinum. En í trevju- hans var nælt blað og á það skrifuð þassi orð: ‘ ‘ Eg er sá, sem koma átti. En enginn, sem í þorpinu bjó, þekti mig, nema tvö börn og fá- ein vesöl dýr. Friður minn hvíli að eilífu vfir þessu húsi.” DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medic&I Arts Bldg. Cor Gr&ham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Ofíice timar: í—í Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Qraham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office Umar: 2—3 Heimill: 764 Vlctor St., Phone: 27 586 Winnipeg, Manti aba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office timar: 3—6 HeimlU. 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manltoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. ' Cor. Graham og Kennedy Sta PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka ejúkdöma.—Er aB l.itita kl. 10-12 f. h. og 2-6 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arta Bldg. Stundar sérstaklega k v e n n a og barna ajúkdóma. Er a8 hitta frg kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimill: 806 Victor St. Siml: 28 180 Dr. S. J. JOH ANNESSON tPundar lœkningar og vfirtetur. Til viBtale kl. 11 f. h. tU 4 a h. og frfi. 6—8 aB kveldinu. SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877 HAFIÐ pÉR SÁRA FÆTURT ef svo, finniS DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlæknar. 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 645 WINNIPBQ DR. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir. 212 Curry Bldg. Sími 28 840. Heimilis 46 064 Dr. Ragnar E. Eyolf son Chiropractor. Stundar sjerstaklega Gigt, Bak- verk, Taukaveiklun og Svefnleysl Skrifst. sim. 80 726—Heima 39 265 Suite 837, Somerset Bldg. 294 Portage Ave. Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Building, Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Sími: 23 742 Heimilis: 33 328 J. SIGURDSSON UPHOLSTERER Sími: 36 473 562 Sherbrooke Street H. A. BERGMAN, K.C. l.lenzkur lögfræBingur Skrlfetofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tstenakur lögmaOur. Rosevear, Rutherford. Mclntoeh and Johnson. 910-911 Electrlc Railway Chmbrm. Winnipeg, Canads Slml: 23 082 Heima: 71 758 Cable Address: Roecum Lindal Buhr & Stefánsaon ffelenzkir lögfræBlngar. 356 MAIN ST. TALS.: 24 963 peir hafa einnlg skrlfstofur aB Lundar, Riverton, Gimll og Piney, og eru þar aB hitta fi eftirfylgjandi tlmum: Lundar: Fyreta miBvlkudog, Rlverton: Fyrsta fimtudag, Gimll: Fyrsta mlBvikudag, Plney: priBja föstudag I hverjum mfinuBi. J. T. Thorson, K.C. íslenzkur lögfræðingur. Skrifst.: 411 Paris Building Phone: 24 471 G. S. THORVALDSON BA, LL.B. LögfræBingur Skrifetoía: 702 Oonfeder&tlon Life Bulldlng. Main St. gegnt City Hali PHONE: 24 687 Residence Office phone 24 206. Phnone 89 991 E. G. Baldwinson, LLB. tslenzkur lögfræðingur 809 Paris Bldg., Winnipeg J.J.SWANSON&CO. limited 601 PARIS BLDG., WINNirEO Faatelgnasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningal&n og eldsftbyrgB af öUu tagl. PHONE : 26 349 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annaat um íasteignlr manna. Tekur aB sér aB fivaxta sparlf* fölks. Selur eldsfibyrgB og bií- reiBa fibyrgBir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraB sainstundis. Skrifstofusimi: 24 263 Heimasimi'. 33 328 DR. C. H. VROMAN Tannlæknlr 505 BOTD BLDG. PHONE: 34 171 WTNNIPKQ G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 VlBt&la tlmi klukkan 3 tll 3 &8 morgninum. ALiLAR TEQUNDIR FDUTNINOAI Hvenær, sem þér þurfið að l&ta flytja eitthvað, smátt eða stórt, þá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,— fljót afgreiðsla. Jakob F. Bjamason 762 VICTOR ST. Slml: 24 500 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur Ukklstur og annaat um ttt- farlr. Allur tttbttnaBur s& besti Ennfremur selur hann allekonar minnlsvarBa og legstelna. Bkrifttofu taisimi: 86 607 Heimilis talsimi: 58 303 En fvrir framan eldstóna, þar sem gesturinn hafði setið kvöldið áður, fann bóndakonan fjóra litla tréskó og upp úr þeim uxu f jórar inndælar jólarósir, sem aldrei visnuðu. {E. þýddi.) — Jólablað Vísis. BARNAHUGSUN. Eg geng um kvöld, er sólin signir lönd, og svalur andi leikur mér um kinnar, ég finn það glögt, að guðleg náðarhönd mér götu bendir heim til dýrðar sinnar. Eg óska’, að synd mig aldrei bindi’ í bönd, né blindað geti augu sálar minnar, svo gleymi’ ég því, að guðleg náðarhönd mér götu bendir heim til dýrðar sinnar. Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.