Lögberg - 05.02.1931, Blaðsíða 4
Bls. 4.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. FEBRÚAR 1931.
Hogberg
Gefið út hvem fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LTD.,
Cor. Sargent Ave. og Toronto St.
Winnipeg, Manitoba.
TcUsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Cplumbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lógberg, Box 3172, Winnip>eg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The “Lögbers” is printed and publiahed by
• The Columbia Prgss, Llmited,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
#
Skjótra úrræða þörf
Þeim fer nú svo að segja dagfjölgandi, blöð-
um og einstaklingum, er til opinberrar umræðu
taka viðskiftakreppu þá, er mannkynið um
þessar mundir á við að stríða, og spyrja, sem
vænta mátti, livert stefni; og þótt skoðanirnar
séu, eins og gengur og gerist, nokkuð skiftar, þá
virðist þó mikill meiri hluti allra aðilja á eitt
sáttur um það, að svo sé kaupgetu almennings
illa komið, að til stórvandræða horfi, nema því
að eins, að ráð sé í tíma tekið.
Þeir af iðjuhöldum og athafnamönnum, sem
íhaldssamastir era og minst vilja eiga á hætt-
unni viðvíkjandi breytingum á sviði viðskifta-
lífsins, tjást hlyntir hverri þeirri tilraun, er í
l»á átt hnigi, að bæta úr brýnustu þörfinni, svo
sem með því, að samræma að einhverju leyti ^
verð lífsnauðsynja við kaupgetu fólksins; hinir,
sem lengra horfa fram í tímann og róttækari
eru, telja óumflýjanlegt, að kaupgeta fólks verði
þannig tafarlaust aukin og trygð, að hún svari
að t'ullu til framleiðslumagnsins, með því að
alt annað sé í rauninni lítils nýtt bráðabirgar
kák.
Einn í hópi hinna mörgu, mætu manna, er
svo líta á, að mál þetta þoli enga bið, er Hon.
Reginald McKenna, fyrrum fjármálaráðgjafi
stjórnarinnar brezku, og víðkunnur bankafræð-
ingur; komst hann nýlega meðal nanars þannig
að orði:
“Eins og nú horfir við, ríður mest af öllu á
því, að koma heilbrigðri festu í verð hinna ýmsu
framleiðslutegunda; viðskiiftamálin ná sér
aldrei að fullu, fyr en útilokað hefir verið með
öllu ósamræmi það, er nú á sér stað á sviði hinn-
ar peningalegu kaupgetu, þar sem eitt á við í
öðru landinu, en annað í hinu.”
Eitt af áhrifamestu verzlunar-tímaritum
Bandaríkjanna, “The Business Week,” telur
það ljóst hverjum heilskygnum manni, að þar í
landi standi. framleiðslumagnið í allsendis
öfugu hlutfalli við kaupgetuna; hér í landi, er
ástandið vitaskuld að miklu leyti hið sama, og
má óhætt fullyrða, að líkt sé ástatt með Bretum
Japönum og Þjóðverjum, eða öðrum iðnaðar-
'þjóðum.
Erá hvaða sjónarmiði, sem skoðað er, ætti
það að vera flestum mönnum nokkurn veginn
ljóst, hvert óumflýjanlegt lífsskilyrði það er, að
finna nýja og hagkvæma markaði fyrir hinar
ýmsu tegundir framleiðslunnar, !með því að
kaupgetan heima fyrir, jafnvel hvað mikið sem
hún eykst, verður aldrei nándar nærri fullnægj-
andi.
Hér á þessu mikla meginlandi, hafa iðju-
höldar gert sér þó nokkuð far um, að auka kaup-
getuna með því að hækka laun starfsmanna
sinna; reið Henry Ford þar að miklu leyti á
vaðið; þó mun sannleikurinn sá, að hvorki til-
1 aunir hans í þessa átt, né heldur nokkurra ann-
ara manna, hafi komið að tilætluðum notum,
með því að samfara hækkuðu kaupi fór jafnan
hækkandi verð lífsnauðsynja. Þessvegna má
svo heita, að alt standi við það sama, og að hlut-
fallið sé nokkum veginn óbreytt við það, sem
átt sér stað, áður en laun verkafólks vora hækk-
uð.
Því er haldið fram, að kaup sé yfirleitt of
hátt; slík staðhæfing er samt sem áður á veikum
riikum bvgð. Lækkun kaups kemur iðnaðinum
sjaldnast að miklu liði; hitt miklu víðkunnara,
hve víðtækt tjón þjóðfélagið oft og einatt hefir
beðið, sökum verkfalla og óánægju út af launa-
kjörum; slík örþrifaráð, miða jafnan miklu
fremur til þess að rýra kaupgetuna í stað þess
að auka hana.
Áhrif vélavísinda á atvinnulífið, eru að
verða víðtækari og yfirgripsmeiri, með hverju
líðanda ári; margt gott hefir slíkt óneitanlega
í för með sér, og meðal annars það, að gera
vinnuna í mörgum tilfellum auðveldali; þó get-
ur tæpast hjá því farið, að vélavísindin, að því
leyti sem þau grípa inn í atvinnulífið, hljóti í
ýmsum tilfellum að skoðast tvíeggjað sverð; þau
taka oft og einatt með annari hendinni, það sem
gefið var með hinni.
f þessu sambandi virðist ekki óviðeigandi, að
vitnað 'sé í ummæli prófessor Frederick Soddys
í tímaritinu ‘ ‘ Tiie Inversion of Science, er meðal
annars hljóða á þessa leið:
“Það er engu líkara en nútíma menningin
keppi að tveimur gagnstæðum í senn, að því er
úrlausn atvinnumálanna áhrasrir; á mánudag,
þriðjudag og miðvikudag, er róið að því öllum
árum, að finna upp nýjar vélar til þess að hægt
sé að komast af með sem allra minstan mann-
afla við framleiðsluna; hinir þrír virkir dagar
vikunnar, fara að mgstu leyti í bollaleggingar út
af atvinnuleysi.
Sínum augum lítur liver á silfrið.
Því til sönnunar, hve skiftar eru skoðanir
um gild eða vangildi vélamenningarinnar, virð-
ist ekki úr vegi, að vitnað sé í ummæli Artliurs
Kitson, sem er voldugur verksmiðjueigandi
brezkur, og nafnkunnur fésýslumaður; lionum
farast þannig orð:
“Svo virðist sem takmark vélavísindanna sé
það, að gera algenga handavinnu með öllu ó-
nauðsytílega; livað tekur þá viðf Á mannkynið
að horfast í augu við eymd og örbirgð í fram-
tíðinni, og týna jafnframt tölunni, fyrir þá sök
eina, að forkólfar þess á sviði fjármálanna, eru
rígbundnir á klafa úreltra erfikenninga, að því
er réttlátri skiftingu auðs og iðju viðkemur?”
Vafalaust á það ennþá langt í land, að dagleg
handavinna hverfi með öllu úr sögunni, eða
rými sæti fyrir hinni svonefndu vélamenningu;
um það verður samt sem áður ekki vilst, að á
þessu sviði getur orðið um ískyggilegan árekst-
ur að ræða, nema því aðeins, að ráð sé í tíma
tekið og báðum þessum andstæðum verði stilt í
hóf.
St j órnarboðskapurinn
við setningu fjórða setutvmabils hins átjánda
fylkisþings í Mamtoba, flutt af fylkisstjóranum,
Hon. James Duncan McGregor.—
Herra þingforseti og þingmenn:—
Um leið og eg býð yður velkomna til fjórða
setutímabils hins átjánda þings, þá læt eg með
ánægju þá sannfæríngu í ljós, að þrátt fyrir nú-
verandi kreppu, þá munið þér ganga djarflega
til yerks með fullu trausti á framtíð landsins, og
starfsemi yðar muni reynast giftudrjúg öllum
almeimingi til handa. Tilhlýðilegt verður það
að teljast, að eg láti í ljós samúð vor allra með
hans liátign konunginum, í tilefni af fráfalli
systur hans, prisessu Lovísu Victoríu.
Það verður einnig að skoðast tillilýðilegt, að
eg, fyrir munn yðar og fólksins í Manitoba, víki
að hugarfarsafstöðu yðar og þess, í tilefni af
brottför landsstjórans, Willingdons lávarðar og
Lady Willingdon, að loknum embættistíma, sem
landstjóri í Canada; oss er ljóst, hve þar er
mikið skarð fyrir skildi, þött fyrir það sé að
nokkru bætt með vitundinni um það, að lionum
hefir verið falið á hendur þýðingarmikið em-
bætti, sem umboðsmanni hans liátignar kon-
ungsins á öðrum stað innan vébanda hins brezka
veldis.
Með tilliti til hinna margvíslegu fjárhags-
örðugleika, sem almenningur á við að búa um
þessar mundir, og með það fyrir augum, að
ráða bót á þeim, hefir stjómin lagt á það alt
hugsanlegt kapp, að grandskoða málið niður í
kjölinn, og rannsaka það frá sem allra flestum
hliðum.
Hafist hefir verið handa, í samráði við sam-
bandsstjórnina, sem og stjómir bæja og sveitar-
félaga, í þá átt, að ráða. bót á því öngþveiti, sem
frá atvinnuleysinu stafar, er fólk vort því miður
hefir engan veginn farið varhluta af. 1 þessu
sambandi fer stjómin fram á, að henni verði
veitt heimild til nauðsynlegrar lántöku með það
fyrir augum að nytfæra sér hlunnindi þau, sem
sambandsstjómin býður, úrlausn atvinnuleys-
jsins viðvíkjandi; þá verður og fram á það farið,
að fá löggjöf afgreidda, er í þá átt fer að á-
byrgjast veðskuldabréf vissra héraða, er gefin
hafa verið út í þeim tilgangi, að slík hérað gætu
orðið sömu hlunninda aðnjótandi og hin. Einnig
verður farið fram á samþykt vissra héraðs-
stjóma aukalaga, er nauðsynleg verða að teljast
til þess að fyrirbyggja drátt á framkvæmdum
ýmissa ráðstafana úrlausn atvinnuleysisins við-
víkjandi.
Verið er nú að vinna að mörgum stórfengi-
legum mannvirkjum víðsvegar um fylkið. 1 við-
bót við það, sem gerð slíkra mannvirkja bætir
að sjálfsögðu nokkuð úr brýnustu þörfinni at-
vinnumálunum viðvíkjandi, þá koma þau jafn-
framt að æskilegum notum í framtíðinni.
Meðal ýmsra stjórnarbygginga, sem verið er
um þessar mundir að vinna að, án íhlutunar af
hálfu sambandsstjórnar, eða héraðsstjóma, má
sérstaklega tilnefna háskólabygginguna, síma-
bygginguna, Manitoba School handa stúlkum og
Manitoba School handa drengjum, í Portage la
Prairie. Þá er verið að byggja viðbót geð-
veikrastofnunarinnar í Selkirk, auk þess sem
verið er að reisa ný betranarhús í Headingly og
Portage la Prairie.
Eitt af því er hvað mesta áhyggju vekur um
þessar mundir, er ástand það, sem orsakast
hefir af verðhmni á afurðum landbúnaðarins.
Með það fyrir augum, að koma á ný fótum undir
þenna afar mikilvæga atvinnuveg, hefir stjórnin
verið sýknt og heilagt að verki.
í viðbót við þau hin ýmsu útgjöld, er þér þeg-
ar hafið afgreitt til hinnar venjulegu stjórnar-
starfrækslu, hefir stjórain lagt fram fé til Mani-
toba Cattle Loan félagsins, með það fvrir aug-
um að veita bændum greiðari aðgang að lánsfé
til þess að auka með þ,ví gripa.stofn sinn, og
skapa þar með tafarlaust aukin og hagkvæmari
markaðsskilvrði. Með svipuðum hætti, hefir
stjórnin veitt bændum stuðning til kaupa á
hreinkynjuðum undaneldisgripum. Þá gerir
stjórnin og ráð fyrir því, að greiða nokkurn
liluta flutningsgjalds á búpeningi, er bænaur
kaupa í samræmi við þessi ákvæði. t
Vei t er og að þess sé getið, að stjórnin ráð-
gerir að koma á fót kerfi búnaðarfulltrúa, víðs-
vegar um fylkið, og að hún sjálf beri allan kostn-
að við .starfsemi þess framan af.
Á árinu, sem leið, átti stjórnin fund með full-
tiúum lánardrotna og lánsþiggjenda, er til þess
leiddi, að sett var á íot Debt-Adjustment Ser-
vice, er það skyldi megin verkefni hafa með
liöndum, að draga að einhverju úr þeim erfið-* *
leikum, er verðhrun á bænda-afurðum orsakaði.
Þá hefir stjórnin einnig, í samráði við stjórnina
í Alberta og Saskatchewan lagt fyrir sambands-
stjóraina ákveðnar tillögur, er í þá átt fara, að
tryggja bændum betra verð fyrir liveitið og
aðrar korntegundir, en þeir undanfarið hafa
oiðið að sætta sig við.
Stjórnin leggur ennfremur fyrir yður til urn-
ræðu og úrskurðar, ákveðnar uppástungur, er
til þess miða, að lækka skatta af óbúðarjörðum,
með það fyrir augum, að gera bændum léttara
fyrir með búskapinn og draga úr byrðum hinna
ýmsu sveitarfélaga.
Meðal annara nýmæla, sem yður verða feng-
111 til meðferðar á þinginu, má einkum og séi ílagi
nefna til ákveðna skilgreining skattsviðs milli
sambands og fylkisstjórnar; lægstu liugsanleg
farmgjöld á vörum til Churchill hafilar, sem og
frá henni; liagkvæm og lág flutningsgjöld með
Hudsonsflóa brautinni til hafnstaðar og þaðan
aftur; jafnari og sanngjamari flutningsgjöld á.
garðávöxtum, svo sem jarðeplum, og ýmsum
fleiri ávaxtateguiulum; enn fremur leggur
stjórnin aukna áherzlu á lækkuð flutningsgjöld
á hveiti, innan sem utan takmarka fylkisins.
Með það fyrir augum að tryggja viðgang
raforkukerfis fylkisins í vesturhluta þess,
keypti stjórnin orkustöðina í Brandon; verður
farið fram á það við þingið, að það fallist á
gerðir stjórnarinnar í þessu tilliti.
Þó nokkuð sé enn óselt af hveitiuppskerunni
frá árinU 1929, þá er það samt sem áður sýnt, að
all-þungar kvaðir hvíla á herðum stjórnarinnar,
í tilefni af ábyrgð hennar fyrir hönd hveitisam-
lagsins, gagnvart bönkunum. Lögð verður fyrir
þingið löggjöf þessu viðvíkjandi, er tryggir
liagsmuni stjórnarinnar, sem þá, er frekast má
verða.
Með það fyrir augum, að hlynna sem allra
bezt að málefnum verkamanna og efla jafn-
framt iðnað innan vébanda fylkisins, leggur
stjórnin fyrir þingið frumvarp til laga um stofn-
un iðnaðar og verkamálaráðuneytis. Ennfrem-
ur leggur stjórnin til, að skipuð verði sérstök
nefnd, til þess að íhuga væntanlega kjördæma-
skiftingu í fylkinu.
Þá verða og fjárlögin lögð fram í þingi við
allra fyrstu hentugleika, ásamt áætlun yfir tekj-
ur og útgjöld á fjárhagsárinu til apríl loka 1932.
1 fullu trausti þess að þér vinnið dyggilega
að framgangi hinna mörgu og mikilvægu mála,
er yður verða fengin ti'l meðferðar, segi eg þing
sett og bið þess að hin lieilaga forsjón megi vaka
yfir yður í öllum yðar athöfnum.
Eftirtektavert bréf
Fyrir skömmu barst blaðinu Toronto Globe,
eftirfylgjandi bréf frá Mr. James A. Macneill,
mikilsmetnum verksmiðjueiganda að Auckland
í Nýja Sjálandi; efni bréfsins er slíkt, að hlýða
þykir, að það komi fyrir sem flestra sjónir.
Bréfið er á þessa leið:
“Stjórnin í Canada liefir sett átta centa
innflutningstoll á hvert pund smjörs frá Nýja
Sjálandi, og eins cents toll á smjörpundið frá
Ástralíu. Yið, sem Nýja Sjáland byggjum,
furðum okkur nokkuð á þessu tiltæki. Hvað
höfum við unnið til saka til þess að vera beittir
slíkum órétti? Okkur kemur vitan'lega ekki til
hugar að efast um valdsvið Canada-stjómar í
þessu tilliti, en á hinu eigum við erfitt með að
átta okkur, hve munurinn á innflutningstolli frá
þessum tveimur þjóðum, er geysimikill. Við
höfum undanfarin ár keypt allmikið af canadisk-
um vörum og selt þær við góðum árangri; þetta
nýja tiltæki Canada-stjórnar gagnvart okkur
Nýja Sjálendingum, hlýtur að sjálfsögðu að gera
okkur drjúgum örðugra fyrir en ella mundi
verið hafa, og eg ber kvíðboga fyrir því, að
árangurinn verði hvorugri þjóðinni til góðs.”
1 síðustu sambandskosningum þeytti aftur-
lialdsliðið upp feikna moldviðri út af Nýja Sjá-
lands smjörinu; af innflutningi þess áttu flest,
ef ekki öll, efnaleg átumein bændanna í Sléttu-
fylkjunum að stafa, og tollurinn var hækkaður
upp í átta cent á pundið. Hvað skeður þá? Við
innflutningstollinum á smjörinu frá Ástralíu er
ekki hróflað, svo nú ér flutt in þaðan hröðum
fetum meira smjör, en nokkru sinni var innflutt
frá Nýja Sjálandi. Ekki er óhugsandi, að al-
mennings álitið knýji stjórnina á sínum tíma,
til þess að samræma að einhverju leyti innflutn-
ingstollinn frá þeim tveimur þjóðum, er hér um
ræðir; en meðan hún gerir það ekki, liggur Iiún
að sjálfsögðu undir því ámæli, að hafa ifotað
viðskiftasamning King-stjóraarinnar við Nýja
*Sjáland, eða minsta kosti þau ákvæði hans, er að
innfluttu .smjöri lutu, sem illkynjaða. kosninga-.
.beitu. Býður nohkur betur? .
Ritfregn
Perlur I., 3.—4. hefti —Júní 1930.
í Alþingishátíðarblöðum þeim,
sem eg gerði nýlega að umtalsefni
í Lögbergi, var næsta lítið sagt um
íslenzka myndlist; sú hlið íslenzkr-
ar menningar varð þar útundan,
þó vikið væri að henni. Þó hefir
gróandinn í andlegu lífi á Islandi
ef til vill verið lang örastur ein-
mitt á þessu sviði. Eg hefi eflaust
eigi verið hinn eini íslendinga,
sem furðaði á þeirri fjölbreytni
og auðlegð í myndlist, eigi sízt í
í meir en þriðjung aldar hafa
málverkum, sem gat að líta á Qodd’s Kidney Pills verið viður-
Listasýningunum tveimur í Reykja
vík í sumar. Enginn vafi leikur á
því, að merkileg íslenzk myndlist
er að skapast; þó á hún eigi nema
svo sem þrjátíu ár að baki; er það
kendar rétta meðalið við bakverk,
gigt, þvagteppu og mörgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
sölum, fyrir 50c. askajn, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.,
Toronto, ef borgun fylgir.
sem augnablik eitt í sögu listar-
innar.
Það var því snjallræði af þeim,
sem að Perlum standa, að láta há-
tíðarhefti ritsins flytja góðar^ hætt ag breyta um skoðun. Kvar-
greinar og glöggar um íslenzk.i an föriast ekki enn tökin á sálræn-
myndiist og tréskurð; og eigi síð-l um efnurrlj en þar verður mörgum
ur hitt, að birta jafnframt fjölda gkáldsagnahöfundinum villu-
ágætra mynda af íslenzkum mál- gjarnt. iSvo er hér á söguefninu
verkum, höggmyndum og útskorn-j haldið( að mann þyrstir j fram„
um smíðisgripum. Þvi að öll sönn| haidjg
list lýsir sér bezt sjálf. Emil
Thoroddsen ritar um Málaralist á
íslandi, en Björn Björnsson um
Höggmyndalist og Tréskurð.
Lárus Sigurbjörnsson ritar skil-
merkilega um annan merkan þátt
íslenzkrar nútíðar-menningar, ís-
lenzka leiklist, eða öllu heldur um
nokkra helztu leikara vora; fylgja
myndir af þeim í nokkrum merk-
ustu hlutverkum þeirra. Eg sakna
þess, að ekki er þar frekar sagt
frá starfi frú Guðrúnar Indriða-
dóttur í þágu íslenzkrar leiklistar,
og mynd af henni í Höllu í Fjalla-
Eyvindi hefði ekki verið óprýði í
hópnum.
Margt fleira er í Perlum að
þessu sinni, meðal annars ljóð og
sögur eftir ýms hin kunnustu skáld
vor, núlifandi. Hér er Alþingis-
hátíðarkvæði Stefáns frá Hvíta-
dal, — Anno Domini 1930”; langt
kvæði og, á köflum, einkar fagurt,
með undirstraum heitrar tilfinn-
ingar; en þó get ég eigi að þvíj
gert, að mér finst skáldið teygja
lopann um of. Davíð Stefánsson
á hér snjalt kvæði: “Viðkvörn-
ina”; í því er eldur og ólga;
Smásögur eru hér eftir Soffíu
Ingvarsdóttur, Svanhildi Þorsteins-
dóttur, Kristmann Guðmundsson
og Lárus Sigurbjörnsson. Hópur
í kvenrithöfunda vorra fer stöðugt
I stækkandi, og ber að fagna hverj-
í um þeim nýliða, sem góðs má af
I vænta, en svo er um nefndar kon-
ur.—Þetta mun vera fyrsta skáld-
saga Kristmanns, sem birst hefir
á íslenzku, en nú er verið að þýða
á vora tungu bók hans Livets
Morgen, og mun hennar von á
bókamarkaðinn áður langt líður.
Er gott til þess að vita, því að
Kristmann hefir unnið sér víð-
frægð fyrir skáldsögu þessa og
| önnur rit sín. — Eins og fyrri sög-
ur Lárusar (Over Passet) sýnir
þessi smásaga, að hann kann að
segja frá.
Af ritgerðum í þessu hefti af
Perlum eru tvær merkastar: Þing
vellir og öræfatöfrar, báðar eftir
! Guðmund Einarsson frá Miðdal.
Hann er fjölhæfur listamaður, og
hefir t. d. verið nefndur “málari
íslenzku fjallauðnanna og jökl-
anna.’ Að honum þykir “fagurt á
leynist engum, sem les
frelsisást skáldsins og samúð Lönum
með öllum eru hér ljósu letri ^ssar Prýðilegu ritgerðir hans.
Hann á ekki að eins óvenjulega
skráð. Kvæði Jakobs Thoraren-
sens “Gullfoss” sver sig í ættina;
það er karlmannlegt og kjarnort.
Skáldið sér í reginmáttkum foss-
inum lifandi dáðahvöt; hann sæk-
ir þangað orku 1 stað þess að
sökkva í hann hörmum sínum, sem
mörígum hefir orðið.
En fágaðast og ljóðrænast
kvæða þeirra, sem hér eru birt, er
sonnetta Jakobs Jóh. Smára
“Þingvellir”;
“Sólskinið titrar hæ!gt um hamra’
og gjár,
en handan vatnsins sveipast fjöll-
in móðu.
Himininn breiðir faðm jafn-fag-
urblár
sem fyrst, er menn um þessa velli
tróðu.
Og hinlgað mændu eitt sinn allar
þrár,
ótti og von á þessum steinum
glóðu;
og þetta berg var eins og ólgu-
sjár, —
þar allir landsins straumar sam-
an flóðu.
Minning um grimd og göfgi, þrek
og sár,
geymist hér, þar sem heilög véin
stóðu, —
höfðingjans stolt og tötraþrælsins
tár,
sem tími’ og dauði’ í sama köstinn
hlóðu.
Nú heyri’ eg minnar þjóðar þús-
und ár,
sem þyt í laufi, á sumarkvöldi
hljóðu.”
Svona yrkja þeir einir, sem ljóð-
skáld eru meir en að nafninu til.
Og mér er nær að halda, að ljóðum
Smára hafi eigi verið verðskuld-
aður gaumur gefinn. En þess er
ekki einsdæmi um listræn skáld,
að kvæði þeirra séu þá fyrst sann-
metin, þegar höfundurinn er fyr-
ir löngu kominn undir græna
torfu.
Einar H. Kvaran á hér upphaf
að langri, óprentaðri sögu, “Vit-
firringurinn”. Hafi einhverjir
haldið, að sögulist skáldsins væri
ellidauð, er þeim hinum sömu ó-
næmt auga fyrir fjallafegurð,
töfrum öræfanna, heldur það, sem
sjaldgæfara, er, hæfileikann til
að túlka þá fegurð, svo að hún
verði augljós þeim, sem ekki eiga
næmleik sjónar hans og fegurð-
arskyn. Hér er maður, sem kann
að halda á penna eigi síður en lit-
skúf. Lýsingar hans eru svo líf-
rænar, að þær mótast í hug les-
andans. Segja má, að Guðmund-
ur riti í myndum. Tökum þennan
kafla úr lýsingu hans á Þingvöll-
um:
“Um haust, er frostnætur byrja,
bjó eg eitt sinn í tjaldi við “gjá-
arendann”, þar sem Silfra gengur
fram í Þingvallavatn. — Þá var
það einn morgun í ljósaskiftun-
um, að umhverfi Þingvalla birtist
í þeim æfintýrabjarma, að eg hefi
aldrei í bygð séð neitt svipað. —
í norðri og austri gylti morgun-
sólin fjallatoppana, en hlíðarnar
voru dimmrauðar, haustlitirnir í
skóginum virtust skærari en í
raunveru, því að gjárnar voru
fullar af myrkrí. — Næst tjaldinu
var grár mosinn með hrímgráða,
en gulvísisblöðin og bláberjalyng-
ið skifti hólmunum fram við Silfru
í sítrónugula og fjóluláa reiti.
Þingvallavatn lá í skugga nætur-
innar, dimmblátt, þungt eins og
blý. Hengillinn með fyrsta snjón-
um, rósaruður með grænbláum
skuggum. Jórutindur og Hátindur
köstuðu löngum skuggum yfir á
Vegghamra. 1— Allar þessar and-
stæður voru bundnar iðandi lit-
rofum, en hrímþoku-ský í ótal litum
tegðust ýfir fjallatoppana.” —
Til frekara smekksbætis og
fjölbreytni eru í ritinu tvö söng-
lög eftir þá Emil Thoroddsen og
Sigvalda Kaldalóns, en þar kann
eg ekki um að dæma fremur en
blindur um lit.,
Miklu lofsorði hefir verið lokið
á allan ytra frágang þessa tíma-
rits, enda má það; hann er hlutað-
eigendum og íslenzkri prentlist
til sæmdar. Og að minst kosti,
hvað þetta hefti snertir, þá hald-
ast umbúðir og innihald vel í
hendur.
Richard Beck.