Lögberg - 05.02.1931, Blaðsíða 6

Lögberg - 05.02.1931, Blaðsíða 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. FEBRÚAR 1931. Sonur Guðanna Eftir REXBEACH. ................. Eftir nokkm formála, byrjaði hann á því að segja henni, að hann skildi alveg út í æsar hvernig öllu væri varið milli hennar og Sam Lee. Hann hefði mjög mikla og einlæga sam- hygð með henni, en engu að síður gæti honum ekki dulist, að alt samband þeirra á milli væri alveg óhugsandi og að hún yrði að gera sér grein fyrir því og taka því skynsamlega. Alanna leit til föður síns og það var ein kennilegur glampi í augunum. “Einmitt það,” sagði hún, “svo uppskurðurinn er fast ráðinn, læknir góður? p]g hefi tekið eftir því, að þú hefir verið að búa þig undir þetta nú í nokkra daga. P]g veit, að þú ætlar að skera djiípt og hér á ekki að vera nema um tvent að gera, full- komna lækningu, eða þá dauðann, eða er það ekki? Jæja þá, hefirðu sveflyfið við hend- ina?” “Þú getur kallað það uppskurð, ef þér sýn- ist, en þú verður að skilja, að ]>etta getur ekki gengið lengur. Við þetta er ekkert hægt að gera, og það gerir þér ekkert nema ilt eitt. að vera nokkuð að hugsa um þennan náunga lengur.” “Eitthvað væri nú hægt að gera,” sagði hún hæglátlega, “ef eg væri ekki kjarklaus vesal- ingur. ’ ’ “Hvað er það?” “Eg gæti látið aftur augun og gifst honum. Eg vildi eg hefði kjark til þess, en það er ekki því að heilsa.” “Þú gætir ekki einu sinni gert það, eftir að þú hefir heyrt það, sem eg hefi að segja þér. Mér þykir mikið fyrir að segja þér það, sem eg veit um þennan mann, því ég veit þú tekur þér það nærri, en það er satt engu að síður. Hann er ekki sá maður, sem þú getur haft nokkuð saman við að sælda. Hann er gerspiltur, alveg farinn í hundana.” “Góði pabbi! Þú freistar mín til uppreisn- ar gegn öllum heiminum.” “Eg varð fyrir óttalegum vonbrigðum, kvöldið sem ég var að leita að honum. Eg hélt alt af, að hann væri sæmilega siðaður maður. Þó hann sé Kínverji, þá hugsaði ég að hann væri siðprúður maður og vandur að virðingu sinni, en hann er það ekki. Veiztu hvar eg fann hann?. Eg fann hann í einum af þessum svo- kölluðu dansölum, sem Austurlandabúar hafa hér í borginni. Viðbjóðslegasti staður, sem eg hefi nokkurn tíma séð.” “Hvar var það? Segðu mér um þetta.” Wagner var fús til þess, og hann lýsti ekki að eins þessum stað, þar sem hann hafði fund- ið Sam, heldur líka \Tnsum öðrum samskonar stöðum, sem hann hafði séð sama kveldið. Það var ljóta lýsingin, sem hann gaf af þessum stöð- um, en Alanna hlustaði á það alt saman með mestu athygli. Þegar hann var búinn, gekk hún næstum fram af föður sínum með því að segja ekkeft nema: “Aumingja Sam!” “Aumingja Sam! Hamingjan góða, hann á ekki skilið neina meðlíðun. Hvítar stúlkur! Og gulirmenn! Hugsaðu þér það. Það gerði mig veikan, að sjá þetta, eg hefi aldrei séð neitt eins viðbjóðslegt. ” “Eg er að hugsa um, hvort þetta sé nokkuð verra en sumt af því, sem eg hefi séð og hevrt. Hefir þú séð þessa svörtu og gulu í Harlem?” “Nei, aldrei. Hverjir eru það?” Það eru bara skemtistaðir, sem dökkir menn og gulir stjórna. Þar er alt fínt og fallegt, og þangað fer fjöldi fólks. Þar er heldra fólkið, svo kailaða, fyrstu klukkutíma sólarhringsins, ef þú veizt hvað það þýðir.” “Fórst þú þangað?” spurði Wagner með ákafa. Þegar Alanna henigði höfuðið til samþykk- is, lét hann út úr sér óttaleg blótsyrði. “Það er mikið að liugsa um þessa syndum spiltu ver- öld,” sagði Alanna dálítið háðslega. “Það er von þér ofbjóði, Albert minn, og eg kenni í brjósti um þig, því enn þá ertu }>ó faðir minn. Eg skal segja þer, að eg for allstaðar, þar sem eg hélt að einhverjar skemtanir væri að hafa og eg reyndi alt sem mér datt í hug, en það kom ekki að neinu haldi. Þetta gerir Sam líka. Eg veit alt um hann og heyri um hann á hverjum degi. Vertu nú ekkÞ of fljótur að draga nokkrar ályktanir af þessu. Eg hefi ekki talað við hann, og ]>að er ásetningur minn að gera það ekki.” “Hvernig veiztu þú alt um hann?” “Hann bað vinstúlku sína að síma hjúkr unarkonunni, og spyrja hana Jiverig mér liði, og láta sig svo vita. Hann gat naumast farið betur að því. Það vildi svo til, að eg svaraði símanum tvisvar þegar hún hringdi; þessi stúlka og Sam hafa þekst síðan þau voru börn, og nú erum við orðnar góðar vinstúlkur. Hún kom héroa f dag til að finna mig. Eg er viss um, að hún elskar hann líka, svo við höfum nóg um að tala.” Wagner varð nú stiltari, og það var auð- fundið á öllu, að hann tók innilegan þátt í raunum dóttur sinnar. “Mér þykir fjarskalegamikið fyrir þessu, baniið mitt. Þú getur ekki skilið, hvað eg tek mér það nærri, að sjá þér líða illa. En hvað getum við við þetta gert? Ekki neitt. Eg vildi eg gæti hjálpað þér til að slíta þetta band, sem tengir þig, en — ” “Eg sleit það einu sinni á þann eina hátt, sem mögulegt er að slíta það, en þú og Sam gerðuð það alt ónýtt,” sagði Alanna. “Við skulum ekki tala meira um þetta. Farðu nú eitthvað og reyndu að skemta þér. ” Wagner hafði eitthvað á móti því að fara, en Alanna vildi ekki annað heyra. “Þú getur farið í eitthvert kvikmyndahúsið, eða í klúbb- inn, þú hefir gaman af því. Eg er þreytt og eg vil miklu heldur mega vera ein. Eg segi ])ér alveg satt. ” “Jæja, þá,” sagði Wagner og kvsti hið þreytulega og raunalega anadlit dóttur sinn- ar. “Eg vildi svo feginn hjálpa þér til að komast yfir þetta, ef eg gæti og ef þú vildir lofa mér að gera það. Þií ert það eina í þess- um heimi, Sem mér þykir nokkuð verulega vænt um. P]g vildi gefa alt sem eg á fyrir það að sjá þig glaða og ánægða. En eg er ráðalaus og veit ekki hvað ég á að gera, finst ég ekkert geta gert. t hvert skifti, sem þú lítur á mig, er mér næst skapi að gráta. Eg vildi heldur, að þú værir reið við mig, heldur en þú værir svona. ’ ” Alanna reyndi að lesa, en henni fanst bók- in svo þung, að hún gat varla haldið á henni, og hún gat varla haldið opnum augunum, og hún gat ekki fest hugann við það, sem hún var að lesa. Hún var svo þreytt og utan við sig og alt öðru vísi, en hún átti að sér, og þó sagði læknirinn, að henni væri batnað. Hvað þeir vissu annars lítið, þessir læknar! Henni skildist að slíkt hugarstríð, sem liún átti við að búa, leiddi oft til þess, að fólk misti vitið, og líklega ætti hún að reyna að stríða á móti því. En samt liði henni þá kannske betur, ef vitið væri frá henni tekið og hún væri lokuð inni einhvers staðar, þar sem bærilega færi um hana. Hún vissi fullvel, að það var heldur ekki til neins fyrir Sam að eryna að gleyma. Hún hafði reynsluna fvrir sér í þeim efnum. Bezt væri að halda áfram að hugsa um þetta, meðan maður hefði hæfileika til að hugsa.---- Þvílík ógæfa fyrir tvær manneskjur, sem báð- ar erfðu auð og allsnægtir. Síminn hringdi og hún svaraði, með veik- um burðum þó. Það var Eileen Cassidv, sem var að tala. En hún tala'ði með svo miklum ákafa og henni var svo mikið niðri fyrir, að Alanna kannaðist fvrst ekki við málróminn og jafnvel eftir að hún vissi hver var að tala, var mjög erfitt að skilja hana. Stúlkan hlaut að vera búin að missa vitið. Það var ekki nokkur heil brú í því sem hún var að segja. Hvítur maður? Sam hvítur maður? Aum- ingja stúlkan! Þetta var reglulegt brjálæðis- tal. Hún hló og talaði svo fljótt, að það var engu lagi líkt. Sam var ekki sonur Lee Ying. Þessi gamli Kínverji var ekki faðir hans. Annað hvort hlaut að vera, að Eileen væri gengin af vitinu, eða þá hún sjálf, og það var kannske líklegra. Alanna hlustaði á það, sem verið var að segja, eða reyndi að gera það. Sjálf gat hún ekki komið upp nokkru orði. Það kom einhver óskiljanleg suða fyrir eyrun á henni og eftir litla stund hætti hún alveg að heyra nokkur orðaskil. Það var undarlegt, hvað fljótur maður gat verið að tapa vitinu. Fyrir fáeinum mínútum hafði hún áreiðganlega haft fult vit. Nú vissi hún naumast sitt rjúkandi ráð. Samt sem áð- ur var það áreiðanlega Eileen Cassidy, sem var að tala; símatækin voru köld og hörð við- komu, eins og }>au áttu að sér, og ekki gat hún fundið, að höfuðið á sér væri ekki eins og vanalega. Hún var vakandi, á því var enginn efi; ljósin voru þarna, eins og þau höfðu verið og hún fann hjartað slá í brjósti sér. Það sló meira að Segja miklu liraðara, en það átti að sér og hún átti örðugra með andardráttinn. Annars var hún rétt eins og vanalega. “Talið þér hægara,” gat hún loksins sagt. “Eg skil ekki helminginn af því, sem þér segið. Segið þér það aftur, hægt.” “Sam er kjörsonur, eða sama sem það. Lee Ying var að minsta kosti ekki faðir hans. ’ ’ “Eg get ekki trúað þessu. Hvernig vitið þér þetta?” “Þetta er undarlegt. Það er er ekki að furða, þó þér haldið að eg sé að fara með vit- leysu. Frændi móður minnar kom hér að heimsækja okkur. Hann er hérna núna. Hann heitir Daly, Peter Daly, og hann þekti föður vðar, þegar hann var iögregllumaður ,í San Francisco. Lee Ying kom þaðan og Peter frændi þekti hann líka. Hann segir, að Lee Ying hafi fundið Sam utan við dyrnar á heim- ili sínu, þegar hann var svo að segja nýfædd- ur. Þetta er alveg áreiðanlegt, og þetta gerir það skiljanlegt, hvernig Sam lítur út — Halló! halló!” “Já.” “Heyrið þér til mín?” “Eg held það. En því hefir Sam ekki sagt mér þetta?” “Hann veit ekkert um þetta. Eg símaði heim til hans, en hann var ekki heima, isvo ég símaði yður.” “Er þetta áreiðanlegt?” “Þessar fréttir, eigið þér við? Já, þær eru alveg dagsannar. Þess vegna ríður svo mikið á að finna hann í kveld. Peter siglir snemma í fyrramálið og það væri hræðilegt, ef — Sam er víst einhvers staðar að skemta sér, býst ég við. Óonögulegt að segja, hvenær hann kemur heim; kannske ekki fyr en mjög seint og kannske ekki fyr en á morgun. Hann ætti að vita þetta strax.” “Já, alveg áreiðanlega. Faðir minn ætti að vita það líka. Gætuð þér ekki komið hing- að strax og sagt honum þetta? Eg er svo ó- ) \ KAUPiÐ AVALT LUMBER Kjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRYAVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offloe: 6th Floor, Bank of Hamilton Chamberi styrk, að eg get ekki sagt meira. Eg vona þér gerið svo vel að koma, Miss Cassidy.” ‘ ‘ Fg kem áreiðanlega. En þér megið til að istilla yður. Bíðið þér þangað til eg kem. Þá getum við grátið báðar saman.---------Nei, þetta er ekki draumur. Þetta kom alt í ljós, vegna þess að Lee Ying hafði eftirlátið móður mirini peninga og við vorum að segja Peter frænda okkar frá því. Er þetta ekki annars stór merkilegt! ’ ’ Alanna gat ekki munað, livor þeirra hefði haft síðasta orðið. f fyrsta sinni á æfinni tap- aði hún alveg haldi á tilfinningum sínum. Hiín ýmist grét eða hló, eða öllu heldur, hún gerði hvorttveggja í einu. Henni fanst hún varla geta náð andanum, og hún varð þess vör. að hún liélt fast um símann, eftir að hún var bú- in að loka honum. Þetta varaði ekki lengi, en ])að var nóg til þess, að gera hana aftur líka því, sem hún hafði verið áður en hún veiktist, og-hún byrjaði að klæða sig til að fara út næstum áður en hún gerði sér grein fyrir hvers vegna. Tárin flóðu stöðugt og hún var enn að tala hátt við sjálfa siff> þegar hún sneri sér að speglinum og lét á sig hattinn. Sam vár hvítur maður. Hennar og hans mikla mótlæti var á enda. Hún efað- ist ekki um, að hún mundi finna hann. Hann var kannske þama í þessu húsi á Riverside Drive, og það átti hún föður sínum að þakka, að hún vissi upp á hár, hvar það var. Hún varð að flýta sér! Hvernig gat staðið á því, að tár- in heldu stöðugt áfram að strevma? Nú var ekki lengur yfir neinu að gráta.' Hún hlaut að vera óheyrilega veikgeðja. Úti alla nóttina að skemta sér með þessum sí-dansandi stúlkum? að var svo sem auðvitað. í]n hann skyldi nú ekki vera ])ar lengur. Hún skjddi hrífa hann út úr þeim óþverra stað, þó hún yrði að brjóta húsið til þess. Hún hafði stundum áður ekki látið sér alt fvrir brjósti brenna. Ef hann nokk- urn tíma hér eftir snerti á nokkurri annari stúlku, þá skyldi hann eiga ®ig á fæti. Hann var elskulegur, eini elskulegi maðurinn í ver- öldinni! Hún var reyndar kannske heldur veikburða til að leggja út í nokkra herferð. En það gerði ekkert. Henni mundi aukast styrkur. Faðir hennar hafði sagt henni svo nákvæm- lega frá þessu húsi á Riverside Drive, að henni veittist létt að finna það, og það var engin fyr- irstaða á því að komast inn. Dvravörðurinn sagði henni ofur blíðlega, að Sam Lee væri þar inni. Þegar hún kom inn fyrfir dyrnar, hevrði hún töluvert hávært samtal og mikinn umgang ofan af næstu hæð. Til hægri handar var revk- ingarherbergi, og þar sátu nokkrir litlir menn, * sem allir voru af hinum gula kynflokki, og hjá þeim sat ein hvít stúlka. Einn þeirra hafði handlegginn utan um mittið á henni. Alanna hikaði dálítið, þegar liún kom inn fyrir dyrnar, og leit í kringum sig. Þeir litu tii hennar og hún fékk þegar illan grun á þeim. Svo hélt hún áfram í áttina til stigans, en tveir af })essum mönnum fylgdu henni eftir. Hljóðfærasveitin byrjaði að leika á hljóð- færin, og þegar hún kom upp, var dansgólfið þakið fólki. Hún hélt áfram, þangað til velbú- inn japanskur maður gekk í veg fvrir hana. Það leit út fyrir, að þessi maður hefði þarna einhver ráð, og hún gerði þegar ráð fyrir, að hann væri ráðsðmaðurinn. “H'allo,” sagði hann. “Vilduð þér hitta mig?” “ Já. Eg er að gæta að Sam Lee.” ‘Maðurinn leit til hennar grunsamlega. “Einmitt það. Er Mr. Sam Lee vinur yðar? Þekkið þér Sam Lee?” Alanna ^agði að svo væri, og hún veitti þessu fólki, sem var að dansa, nákvæma eftir- tekt. Þessir náungar, sem komið höfðu á eftir henni upp stigann, stóðu nú rétt hjá henni og báðir voru þeir að biðja hana að dansa við sig. Hún skifti sér ekkert af þeim, en sneri sér að ráðsmanninum. Eg þarf endilega að hitta Mr. Lee strax. Segið mér hvar hann er. ” “Hvers vegna komuð þér—?” ‘ ‘ Þetta er mjög áríðandi. Fljótt nú! Eg verð að flýta mér. Annar þessara manna, sem komið höfðu á eftir henni upp stigann, tók nú um hendina á henni og utan um mittið á henni og ætlaði að leiða hana í dansinn. Með töluverðu snarræði hrynti hún honum frá sér, en það varð ekki til annars en þess, að hinn náunginn greip hana danstökum. “Sleppið þér mér, ” sagði hún kurteislega. “Eg ætla ekki að dansa.” “Hvað gengur að yður, því viljið þér ekki dansa?” spurði ráðsmaðurinn. “Hér kemur enginn til annars en að dansa.” “Eg get það ekki, og mig langar ekki til þess. En mér er alvara, eg þarf endilega að finna Mr.— ” “Til hvers komuð þér hingað? Lögreglan hefir máske sent yður? Hér er alt í bezta lagi.” “Nei, nei! Mr. Lee er vinur minn, og eg þarf endilega að taka við hann.” “Einmitt það. Eg sé hann ekki hér í kveld.” “ En eg er viss um, að hann er hérna. Mað- urinn við dymar sagði mér, að hann væri hér.” “Sam Lee er ekki hér. ” Þetta stutta samtal hafði ekki gengið nærri greiðlega, því þessir náungar tveir, sem fvr er getið, létu hana ekki í friði. Aðrir ge.stir veittu henni líka fljótt eftirtekt, sem ekki var furða, því hún var falleg og hún var ung og þeir höfðu aldrei séð þessa stúlku þama áður, og þeim fanst hún góð viðbót við þær sem fyrir voru. Allmargir menn töluðu til hennar og vildu fá að dansa við hana og það lá við að það lenti í ilt millli þeirra út af henni. Alanna liafði kvnst Austurlandabúum áður, en þeir liöfðu allir ver- ið ólíkt betur siðaðir heldur en þessir náungar. Tal þeirra alt og útlit bar þess ljósan vott, að þeir voru alt annað en velsiðaðir, og það leyndi sér lieldur ekki, að sumir þeirra að minsta kosti voru druknir. Hún fann sjálf, að hún var að lenda í vandræðum og hún varð meir en lítið hrædd. Henni duldist ekki, að ráðsmaðurinn liafði illan gran á lienni. Hann, gaf henni fvlli- lega að skilja, að það væri bezt fyrir liana að gera annað hvort, dansa eins og liinar stúlk- urnar, eða hafa sig burtu. Svo fór hann sína leið. Alanna hafði aldrei verið í neinum vand- ræðum með það, að halda þeim mönnum sem hún hafði kynst, í hæfilegri fjarlægð. Þeir höfðu aldrei vogað sér að sýna henni ókurteisi eða fiækju, en þetta vora ekki menn eins og þelr sem hún hafði þekt. Þetta vora gulir, skældir apakettir, sem hopppuðu þarna í kringum hana og keptust hver við annan um að taka á henni og þeir gláptu á hana og töluðu hver í kapp við annan. Vafalaust sáu þeir, að hún var lirædd og ráðafá, og héldu líklega að hún væri einhver sakleysingi, sem hefði vilzt þaraa inn án þess að vita hvað þar væri um að vera. Það æsti þá enn meira. Þetta var ekki New York eða Riv- erside Drive; það var Manila, Shanghai, Yoko- hama, og hún var þarna einsömul. Þessir ná- ungar ætluðu sjáanlega ekki að láta hana sleppa. Hún fékk ákafan hjartslátt. Hana lang- aði til að berja á þessum óaldarlýð. Henni fanst hún vera að missa máttinn og hún átti erfitt með að ná andanum. Það mátti ekki koma fyrir, að það liði yfir hana. Dæmalaus heimskingi var hún að fara ])arna inn; hún hefði getað sent föður sinn, eða þá beðið. Henni sortnaði fyrir augum, og hún varð að taka á öllu vilja?þreki sínu til að varna því að það liði yfir hana. Ef hún misti meðvitundina, hvað mvndi þá ekki geta komið fyrir? Hún teygði úr sér eins og hún gat, til að sjá vfir hitt fólkið. Hún sá Sam svo að segja strax. Hann kom niður stigann af næsta lofti fvrir ofan, en það veika hljóð, sem hún gat gefið af sér, heyrði hann sjálfsagt ekki vegna hávaðans í salnum. Hann stanzaði í stiganum til þess að kveikja í vindlingi og rétti í því hætti hljóðfæra- slátturinn. Alanna kallaði nafn hans af öllum mætti og reyndi að komast. í áttina til haris. En hnjáliðirnir voru veikir og beinin eins og tágar. Dæmalaus vesalingur gat liún verið! En það gerði ekki svo mikið til. Hann var að koma og hann ruddi sér óvægilega. braut gegn um mann- þyrpinguna. Hún gat séð höfuðið á honum, ])VÍ hann var hærri en aðrir, sem þarna voru. Hún var að missa meðvitundina. En það var ekki áríðandi að berjast lengur gegn þessu. Sam var að koma. Herbergið, öll jörðin var að síga niður undir fótum hennar, og sjálf var hún í lausu lofti. Hún var borin hærra og hærra. Það var gott og þægilegt að vera þama uppi í skýjunum með Sam. Hún þurfti engu að kvíða, þegar hann hélt lienni f fangi sínu. Henni leið vel. XXI. KAPITULI. Þessir mjúku skýjabólstrar, sem Alanna hafði svifið á um geiminn, vora komnir niður á jörðina. Nú hossuðust þeir upp og niður. Vindurinn var kannske farinn úr hjólinu. Lukk- an var hverful. Það var einhver að kalla á hana aftur og aftur; það var Sam, og hann var að hrista hana. Það var alt of ruddalegt af hon- um að gera það. Því var hann að flýta sér svona ósköp mikið með hana, og því var alt svona undarlegt kring um hana, ýmist björt ljós, eða dimmir skuggar? Það var eitthvað rangt við kvikmyndina og alt leikhúsið eins og lék á reiðiskjálfi. Hlvaða vitleysa var þetta annars! Þetta var ekki leikhús, og hún sveif ekki um loftið á neinum skýjabólstrum. Hún var að ferðast í leigubíl.' Jlún sá áhaldið, sem mælir mílurnar, og hún sá hnakkann á ökumanninum og þessi ljós, sem hún fór fram hjá, voru bara götuljósin. Aljiðvitað. Það var áredÖandega Sam, sem sat þarna við liliðina á lienni. Það hafði líklega liðið yfir liana. “Já, það leið yfir yður”. Það var Sam sem var að tala. “Hamingjunni sé lof, að yður er að batna. Heyrið þér til mín, Alanna? Eg er að fara með yður heim til yðar, og þér eruð ekki lengur í neinni hættu.” Hreyfingin á bílnum var hressandi. Sam nuddaði hendurnar á henni og gerði alt, sem I honum gat dottið í hug til þess að hún raknaði við og það hepnaðist líka fljótt. “Nú man ég það . . . .Hveraig slappp ég út úr þessu húsi og frá þessum mönnum?” “Eg bar yður út. 1 hamingju-bænum segið mér hvernig þér komust þangað inn. Mér hef- ir aldrei orðið ver við á æfi minni.” Alanna var aftur með fulllu ráði. Það var eins og sál og líkami hefðu orðið aðskila ofur- litla stund. Nú var alt í góðu lagi aftur og henni leið vel. Hvað það var heimskulegt, að láta líða yfir sig.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.