Lögberg - 05.02.1931, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. FEBRÚAR 1931.
Bls. 7.
OG EIGIÐ
ÞESSA BÓK
y^LT, sem þér þurfið til að
byrja með, er $1.00, og
þér getið bætt við það eða
tekið af því frá kl. 10 f. h. til
kl. 6 e. h. dagle'ga; á laugar-
dögum frá kl. 9.30 f.h. til kl.
1 e. h.
Manitoba fylki ber beinlínis
ábyrgð á öllum innlögum í
bankann.
Vextir eru 3%%
PROVINCE of MANITOBA
SAVINGS OFFICE
Donald St. at Ellice
or 984 Main Street
Winnipeg
Bók um Rússland
Á þessum tímum. þegar svo mik-
ið er talað um Rússland, ættu
menn að gefa gaum að bók einni,
sem nýkomin er út, eftir norskan
rithöfund og ferðalang, Theo Fin-
dahl, og heitir “Rússland í da'g.”
Findahl hefir um langt skeið
verið í Rússlandi. Hann hefir
kynst þar fjölmörgu af eigin
sjón og reynd, atvinnulífinu, fimm
ára áætlun bolsastjórnarinnar,
skólum og uppeldismálum eins og
þau eru í ráðstjórnarríkinu, trú-
arbragða stofnunum, og stjórnar-
högum bolsa, flokksaga þeirra og
kúgun.
En það góða við bókina er, að
höfundur er auðsjáanlega utan
flokka. Hann lýsir ástandinu
ekki til þess, að lýsing hans verði
notuð fyrir einhvern sérstakan
stjórnmálaflokk; hann lýsir Rúss-
landi eins og það er í dag, með
það eitt fyrir augum, að menn fái
að vita hið sanna og rétta, hvort
sem lesandanum, kommúnista,
sósíaldemokrat eða borgara, líkar
betur eða ver.
Þess vegna er bók þessi sérlega
lærdómsrík.
Theo Findahl hefir haft per-
sónuleg kynni af mðrgum áhrifa-
mönnum Rússlands. Mannlýsing-
ar hans gefa lesandanum myndir
af hinu rússenska ástandi, menn-
ingu og þroskastigi. Menn fá út-
sýn yfir Rússland, eins og það er
nú, — og eins og það var, áður en
byltingin brauzt út; hve geysileg-
ur munur var á Rússlandi og Vest-
ur-Evrópu-löndum, munur á þeim
jarðvegi, þar sem rússneskir kom-
múnistar hafa reist ráðstjórnar-
ríki sitt, og jarðveginum í þjóðlífi
allra germanskra landa.
Rússneska byltingin verður ekki
skilin nema menn þekki marg-
háttað neyðarástand þjóðarinnar
undir hinni fyrri harðstjórn.
Rússneska þjóðin býr við sult
og seyru. Því verður ekki neitað.
En kommunista-foringjarnir, sem
með völdin fara, telja múgpum trú
um, að Rússar eigi að frelsa heim-
inn. Að þjóðin þurfi mikið á sig
að leggja, til þess að verjast hin-
um voldugu óvinum, sem ógnandi
standa við landamærin.
Þegar menn hafa lesið bók Fin-
dahls, verða síðustu viðburðir í
stjórnarfarssögu Rússa mjög skilj-
anlegir. Ráðstjórnin hefir sem
sagt talið þjðinni trú um, að stór-
veldi heimsins séu svarnir óvinir
rússneskrar alþýðu. Til þess að
utbreiða þær kenningar öflugleg-
ar en nokkru sinni áður, hefir
stjórnin tekið það ráð, að útbúa
landráðamálin, sem nú eru á döf-
inni.
Þeir kunna margt í þeirri list,
Rússabolsar, að æsa upp almúg-
ann, og þeir kunna margt til þess
að skipuleggja öfluga og harð-
snúna stjórnmálaflokka. — Mgbl.
14. des. ’30.
Borgið Lögberg!!!
Brot úr bréfum
’ I.
Eg hafði eins og ætlað mér:
að yrkja vísu handa þér.
En aldrei kom þó yfir mig:
sú andagift — að kveða um þig!
II
Þú biður mig að benda þér á beztu kvæði:
Okkar helztu óðsnillinga;
Er það málið samt: að þvinga.
Lestu hvað þér líkar bezt og lærðu ’ að velja:
Anda þínum eigin gróður;
um hvað bézt er — verð ég hljóður.
Alt, hvað lvftir anda m^nns er, öllum gróði.
Það er lindin ljúfra strauma;
Leiksvið þinna fögru drauma.
111.
Lesið hefi ég ljóðin þín,
Litla, fagra stúlkan mín.
Um það helzt: Hvar ást þín bvr,
Orð þín falla hrein og skýr.
Myndin, sem þú málar þar,
Mættu frægir snillingar
Helga sér. Svo holl og góð
Iíeilsa mér, þín fögru ljóð.
Jón Kernested.
Liátamenn
SÖNGVARINN.
Syng þú hátt,
syng þú um eilífan, guðlegan mátt.
Syng þú um liðna og líðandi stund,
lífið og kvik þess í forsjónar mund,
ljósríki kvöldsins og komandi dag,
kærleikans almætti, hátíðar lag;
dvrð þá, sem kemur og dýrð þá, sem er,
dýrð þá, sem var og er minnisstæð þér;
feðranna dygðir og frægðgullnu sor,
fölmjðu blómin og komandi vor;
Guðsríkis morgun og guðveldislýð,
Guðsfriðar sælu og afnumin istríð.
IILJÓMLEIKARINN.
Hörpuna slá, t
hljómlistar djúpstrauma sendu þér frá;
voldugan, sigrandi, vekjandi hljóm,
vekjandi þjóðlífsins sætustu blóm;
blessaðan vorfugla blíðróma söng,
bergmál í hjartna og sálnanna þröng,
einróma lofgjörð í sérhverri sál,
sætlega hljómandi tilbeiðslu mál;
alt, sem er fagurt og alt, sem er gott,
alt, sem um guðlega hátign ber vott.
Alheimi kendu þín lífrænu lög,
listanna valdsboð við hörpunnar slög.
SKALDIÐ.
Skálda þú góð,
skapandi, innblásin voraldar ljóð,
])ýð eins og vorblær og sterk eins og stál, ,
stórvirk í alþjóða vaxandi sál;
máttugan orðanna menningar óð,
máttugan hersöng á víkinga slóð,
voldugu tungunnar traustustu gerð,
tvíeggjað blikandi guðsanda sverð,
hæðandi, dæmandi hatur og stríð,
hræsnandi kristni og valdsjúkan lýð;
nístandi kulda um klæki og lygð,
kærleikans hásöng um mannúð og dygð.
MYNDIIÖGGV ARINN.
Legg þú í mót
listamanns hugsjóna, málma og grjót.
Gefðu því stóra og göfuga sál
gullalda hetjanna, — ódauðlegt mál.
Láttu hvert einasta litvarp og drátt
lifanda vitni um stálviljans mátt.
Reistu upp aldanna svipmestu sjón:
sannleikans konunga, hrevstinnar ljón;
kröftugust vitni á komandi tíð,
knýjandi ungborinn, hugsandi lýð,
afram og liærra, í hetjanna spor,
helgaðan trúnni á komanda vor.
MALARINN.
Mála þú skýrt,
mvndir á því, sem er verðmætt og dýrt;
köpppum, er fetuðu krossberans slóð,
keyptu oss sigrana fyrir sitt blóð,
frelsuðu þjóðanna þrælkaða lýð,
þrevttu hin guðboðnu, heilögu stríð,
leystu úr viðjum hin óþektu öfl,
unnu þá mannsandans flóknustu töfl.
Málaðu sögunnar svipstóru mynd:
sigur liins góða með viðbjóð á synd;
málverk, er talar og miklar það eitt:
myrkri sem getur í ljósríki breytt.
Pétur Sigurðsson.
Upphlaupið á bæjar-
stjórnarfundinum
Frá því segir Vísir’’ 2. janúar á
þessa leið:
Þess var lauslega getið í síðasta
blaði, að uppþot hefði orðið á
bæjarstjórnarfundi 30. f. m. —
Atburður þessi var einstæður í
sögu bæjarins : Bæjarstjórnarfundi
hleypt upp og ofbeldisverk framin
á lögregluþjónum bæjarins.
Fjárhagsáætlun bæjarins var
til umræðu á fundinum, og urðu
lanlgar umræður m það mál, eins
og vant er að vera, og yar gert
fndarhlé um kl. 8. En áður en
bæjarfulltrúar gen'gu út, kvaddi
einn áheyranda sér hljóðs og skor-
aði á bæjarfulltrúa að taka at-
vinnubæturnar á dagskrá. Varð
þá nokkur þröng í salnum og há-
reysti, en þó skildust menn vand-
ræðalaust.
Eftir kvöldverðarhlé var áheyr-
andasalurinn troðfullur af fólki,
og gerðist brátt hávært í salnum.
Um kl. 9% var gert boð eftir
tveimur eða þremur lögregluþjón-
um og voru þeir Karl Guðmunds-
son og Magnús Hjaltested sendir
þangað, og verður hér farið eftir
frásögn lögreglunnar um það, sem
á fundinum gerðist eftir þetta.
Þegar lógregluþjónarnir komu,
var áheyrandasvæðið þéttskipað,
en nokkrir menn voru komnir inn
fyrir grindurnar, þar sem sæti
bæjarfulltrúanna eru. Hávaði var
nokkur í salnum og sumir voru
reykjandi, en reykingar eru
stranglega bannaðar í húsinu.
FYRIR ÞA SEM ERU
ALT AF ÞREYTTIR.I
Þessi stöðuga þreyta og kjark-
leysi og slæm heilsa yfirleitt or-
sakast aðallega af hægðaleysi.
Taktu Nuga-Tone og læknaðu þenn-
an kvilla áður en hann verður
verri en hann er og kannske ó-
læknandi. Nuga-Tone hreinsar
þessi eitruðu efni úr líkamanum,
sem spilla heilsunni og gera lífið
leitt. Þá verður matarlystin betri
og meltingin kemst í lag og þú
nýtur endurnærandi svefns og þér
líður vel, eins og á að vera.
Stundum fær fólk mikla bót á
heilsunni eftir að nota Nuga-
Tone bara fáeina daga, svo skjót-
ar eru verkanir þess, og ef heilsan
er ekki eins góð og hún ætti að
vera, þá láttu eldci bregðast að
reyna Nuga-Tone. Þú getur feng-
ið það allstaðar þar sem meðul eru
seld. Hafi lyfsalinn það ekki við
hendina, þá láttu hann útvega þér
það frá heildsöluhúsinu.
blæddi allmikið. Hann meiddist
Þegar forseti, Guðm. Ásbjörnssonr á hné og fótlegg.
bað menn að þoka fram fyrir
grindurnar og hætta að reykja,
)á var því svarað með hrópum ein-
um og reykingarnar jukust. Með-
an þessu fór fram, höfðu þessir
)rír lögregluþjónar komið á fund-
inn: Magnús Sigurðsson, Mar-
grímur Gíslason og Ingólfur Þor-
steinsson, og stóðu þeir, ásamt
hinum, í anddyri hússins. Með
3ví að hávaðanum linti ekki, og
fleiri ruddust inn fyrir grindurn-
ar, bað lögreglustjóri lögreglu-
ijónana að koma inn fyrir grind-
urnar. Brugðu þeir þegar við, á-
samt Sveini Sæmundssyni lög-
regluþjóni, sem þar var staddur,
en ekki í einkennisbúningi. Þegar
seir vor komnir inn fyrir grind-
urnar, báðu þeir áheyrendur meðj
góðu að þoka fram fyrir grind-; sagði, að bezt væri að koma út á
urnar, en þeir kváðust ekki fara,! götu og halda kröfugöngu. Fóru
nema dagskránni yrði breytt, og þeir svo að tínast út og héldu
gerðu sig liklega til þess að ryðj- fyrst nokkrar æsingaræður hjá
ast enn lengra inn í salinn. Stjök- Þórshamri í Templarasundi, en
uðu þá lögregluþjónarnir við: lögðu síðan af stað í kröfugöngu
>eim og ýttu þeim að mestu fram um bæinn, með söng og hávaða,
henni. Börðu þeir lögregluna með
hnefum og stólum og hentu vatns-
flöskum, glösum og öðru, sem
hönd á festi.
Við þessa árás hlutu fjórir lög-
regluþjónar meiðsli, og voru þeir
þessir:
Karl Guðmundsson var snúinn
úr liði á þumalfingri hægri hand-
ar.
Sveinn Sæmundsson varð fyrir
vatnsflösku eða glaði, sem hent
var af afli á ennið á honum. Skarst
hann mjög á enni og hruflaðist
mikið á kinninni, og í sama bili
sló maður hann á efri vörina, svo
að blóðið fossaði um hann allan.
Ingólfur Þorsteinsson fékk höf-
uðhögg, svo að sprakk fyrir og
Lögreglunni mun kunnugt umf
nöfn þeirra, er þarna voru fremst-
ir í flokki, og mun rannsókn haf-
in i dag, út af þessum ofbeldis-
verkum, sem varða þungri refs-
ingu. — Vísir.
SAXI I HÖNDUM
Kuldablöðrur og Frostbólga
Lœknast Hjótt með Zam-Buk
Ointment50c Medicinal Soap 25c
Magnús Eggertsson, sem ekki
var í einkennisbúningi, en kom að,
þegar ryskingarnar hófust, fékk
hnefahögg á nefið svo að brákað-
ist og hann fékk blóðnasir.
Þegar hér var komið, virtist
verða ofurlítið hlé. En þá komu
óeirðarmennirnir inn í salinn með
rauða ',;fána og kröfuspjöld og
hófu enn að syngja og létu ófrið-
lega. Um sama leyti kom Erling-
ur Pálsson yfirlögregluþjónn inn
í salinn ásamt þremur lögreglu-
þjónum.
Sumir bæjarfulltrúar ávörpuðu
áheyrendur og reyndu að stilla til
friðar, þegar bæjarstjórnarfundi
var slitið, en fengu ilt hljóð.
Gekk svo í þessu þófi um hríð,
þangað til einhver kallaði upp og
fyrir grindurnar. En þá var gert
áhlaup framan úr salnum, og hóf-
ust þá stympingar. í sama bili
stukku nokkrir menn menn upp á[ dreifst.
og námu m. a. staðar fyrir utan
bústað forsætisráðherra. Um kl.
1 um nóttina hafði hópurinn
borð og bekki í salnum o'g héldu
æsingaræður. Hótuðu þeir borg-
arstjórn og bæjarfulltrúum meiðsl-
um, og að ekki skyldi verða fund-
arfriður, fyrr en dagskránni yrði
breytt, og einnig höfðu þeir i hót-
unum við lögregluna. Var tekið
undir þetta í salnum með hrópum
og söng.
Sleit þá forseti fundi og ætlaði
Sigurður Jónasson bæj^rfulltrúi
fyrstur út. Laust þá upp ópi miklu
og var honum varnað útgöngu og
hrakinn aftur og ætlaði þá allur
skarinn að ryðjast inn fyrir
grindurnar og var því hótað, að
enginn bæjarfulltrúi skyldi kom-
ast út, fyr en atvinnuleysismálið
væri tekið á dagskrá.
Stóð nú lögreglan framan við
bæjarfulltrúana og varnaði áheyr-
öndum að rýðjast inn. Tókust þa
allharðar ryskingar, en nokkrir
óspektarmenn komust inn fyrir
lögregluna og réðust að baki
Frá íslandi
Siglufirði, 1. jan.
Eldur kom upp í dag i húsi Guð-
mundar Sigurðssonar. 1 húsinu
er Félagsbakaríið með veitinga-
sal, brauðbúð og löregluvarðstofa
bæjarins. Fólk bjargaðist út og
eitthvað af innanstokksmunum.
Er ætlað,: að eldurinn hafi kvikn-
að út frá miðstöðinni, en vissa
ekki fengin um það. Unnið vaí
að því af kappi að bjarga húsinu.
Eldurinn kom upp um níu-leytið í
morgun, og var búið að slökkva
hann um ellefu-leytið. Fólk var
vaknað í húsinu, er eldurinn kom
upp. Talið er nú að kviknað hafi
út frá miðstöðvarofni kjallarans
og eldurinn læst sig upp með reyk-
háf hússins alla leið upp að þaki.
Húsið er allstórt tveggja hæða
steinsteypuhús, og leigir Félags-
brauðgerðin alla neðri hæð þess til
brauðsölu og veitinga, en brauð-
gerðin sjálf er í áföstum skúr
austan undir, og komst eldurinn
ekki í hann. Uppi býr eigandinn
með fjölskyldu; þar leigði einnig
Guðm. Jóakimsson trésmiður, og
þar er lögregluvarðstofan. Skemd-
ir urðu miklar, sviðnaði öll efri
hæðin innan, og niðri læsti eld-
urinn sig vestur í brauðbúðina,
en mestar urðu skemdirnar af
vatni við björgun hússins. Er það
alt eyðilagt að innan. Af lausafé
varð litlu bjargað, áður eldur og
vatn náði að eyileggja það, nema
einhverju af húsgögnum leigjand-
ans. Innbú húsráðandans var vá-
trygt, en lágt, og mun hann bíða
allmikið tjón, einnig brauðgerðin
í skemdum vara og rekstursstöðv-
un. — Vísir.
Sanngirni
Þjóðverji, dr. Wengraf, sem
sjálfur kveðst trúleysingi, komst
nýlega svo að orði um árásir trú-
leysingja þar syðra á kristin-
dóm:
“Öll útbreiðslustarfsemi trúleys-
isins virðist mér glæpsamleg. Ekki
svo að skilja að eg óski þess að
borgaraleg lög leggi hana í ein-
elti, fjarri fer því. En mér virð-
ist hún ósiðferðileg og fyrirlitleg.
Mæli ég svo, ekki af trúarákafa,
— hann er mér fjarri —, heldur
blátt áfram af því, að eg hefi
sannfærst um á langri æi minni,
að trúrækinn maður er farsælli
en ótrúrækinn, þótt ytri kjör séu
svipuð. Margoft hefi eg, kærulaus
og efasjúkur og sviftur allri já-
kveðinni trú, öfundað aðra þá, sem
djúpsett trúrækni veitti örugt at-
hvarf í öllum stormum lífsins.
Skammarlegt er það, að kippa sál-
arlegri fótfestu frá því fólki.
Eg er andstæður allri trúskifta-
starfsemi, og þó er mér skiljan-
legt að sá, sem er alveg sannfærð-
ur um að eiga sáluhjálplega trú,
reyni að fá aðra menn til að eign-
ast hana. En útbreiðslustarf trú-
leysis skil ég ekki. Enginn hefir
heimild til að svifta annan mann
athvarfi hans, jafnvel þótt það
kunni að vera hrörlegur kofi, þeg-
ar maður er ekki viss um að geta
boðið betra og fegurra húsnæði.
Að tæla menn frá arfgengu heim-
ili sálar þeirra og láta þá svo ráfa
leiðsagnarvana um villugjarnt víð-
lendi ágizkana og heimspekilegra
spurningarmerkja, það er óhafandi
ofstæki ("fanatismus”) eða óverj-
andi léttúð. — Bjarmi.
mmmmm'j
Eins og sjá má af framan-
skráðu, þá fór lögreglan með
hinni mestu lipurð að óróaseggj
unum, fór beinlínis bónarveg að
þeim um að þoka fram fyrir
grindurnar, og þó að hún ætti
síðar hendur sínar að verja, þá
beitti hún aldrei bareflum, gerði
alls ekkert annað en að þoka
mönnum frá sér, stilla til friðar
og verja bæjarfulltrúana.
Mörgum finst, að lögreglan hafi
ekki gengið nógu harðlega fram í
þessari viðureign, en þess er að
gæta, að hún hefir í lengstu lög
viljað fylgja þeirri reglu, að beita
ekki hörku á meðan von væri þess,
að henni væri hlýtt með góðu. En
nú, þegar útséð er um, að hún
geti framkvæmt störf sin með
góðu, án þess að verða fyrir bar-
smíðum og áverkum, þá mun hún
framvegis ekki láta á sig ganga,
ef slíku ofbeldi verður beitt við
hana öðru sinni.
Rosedale Kol
MORE HEAT---LESS ASH
Exclusive Retailers in Greater Winnipeg
Lump $12.00 Egg $11.00
Coke, all kinds, Stove or Nut
Souris, for real economy, $7.00 per ton
Poca Lump — Foothills
Canmore Bricqucts
Credit to responsible parties
THOS. JACKSOIM & SONS
370 Colony St. Phone 37 021
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
•
Amaranth, Man............................. B^G^Kjartanson.
Akra, N. Dakota............................................S. Thorvardson.
Arbore Man ................................Tryggvi Ingjaldson.
* gVr ......J. K. Kardal
Baldur, Man............................... • • • T°'An^rs°"-
Bantry, N.Dakota.........................Kinar J- Breiðfjorð.
Bellingham, Wash.........................Thorgeir Símonarson.
Belmont, Man...................................Anderson.
Blaine, Wash.............................Thorgeir Símonarson.
Bredenbury, Sask.................................^ • _L'°/2Tf.?n
Brown, Man................................••••"•{• S' ^1 llS-
Cavalier, N. Dakota.......................B. S. Thorvardson.
Churchbridge, Sask........................• • • • • S' Loptson.
Cvpress River, Man........................
Dolly Bav, Man..............................ólafur Thorlacms.
Edinburg, N. Dakota..............................S' Bergmann.
Elfros, Sask..........................Goodmundson, Mrs. J. H.
Foam Lake, Sask............................Guðmundur Johnson.
Framnes, Man..............................Try^ Ingjaldson.
Garðar, N. Dakota.........................Jonas S'
Gardena, N. Dakota........................^nar J. Breiðfjorð.
Gerald, Sask..................................... C- Pfnlson’
Geysir, Man.............................Tryggvi Ing^aldssom
Gimli, Man..................................^
Glenooro, Man..............................P- S. Frednckson.
Glenora, Man...................................... Anderson.
Hallson, N. Dakota........................Col. Paul Johnson.
Havlafld, Man..................................Kr- Plfursson.
Hecla, Man....................................Gunnar Tomasson
Hensel, N. Dakota.............................Joseph Einarson
Hnausa, Man......................................J- K- Kar?í
Hove, Man.....................................A. J. Skagfeld.
Howardville, Man................................. G. Sölvason.
Húsavík, Man.....................................G. Sölvason.
Ivanhoe, Minn......................................B. Jones.
Kristnes. Sask.................................Gunnar Laxdal.
Langruth. Man.............................John Valdimarson.
Leslie, Sask....................................Jón Ólafson.
Lundar, Man.....................................S. Einarson.
Lögberg, Sask.....................................S. Loptson.
Marshall, Minn.....................................B. Jones.
Markerville, A!ta...............................O. Sigurdson.
Maryhill, Man...................................S. Einarson.
Miiineota, Minn....................................B. Jones.
Mountain, N. Dakota........................Col. Paul Johnson.
Mözart, Sask...................................H. B. Grímson.
Narrows, Man...............................................Kr Pjetursson.
Nes. Man................................'........J- K. Kardal
Oak Point, Man................................A. J. Skagield.
Oakview, Man. .............................Ólafur Thorlacius.
Otto, Man........................................ S. Einarson.
Pembina, N. Dakota................................G. V. Leifur.
Point Roberts, Wash.............................S. J. Myrdal.
Red Deer, Alta............................ O. Sigurdson.
Revkjavík, Man.............................- . • Árni Paulson.
Riverton, Man............................................ G. Sölvason.
Seattle Wash....................................J. J. Middal.
Selkirk, Man............................... Klemens Jónasson.
Siglunes, Man.............................................Kr. Pjetursson.
Silver Bay, Man............................Ólafur Thorlacius.
Svold, N. Dakota...........................B. S. Thorvardson.
Swan River, Man.................................J. A. Vopni.
Tantallon, Sask...............................J. Kr. Johnson.
Upham, N. Dakota.........................Einar J. Breiðfjörð.
Vancouver, B.C................................Mrs. A. Harvey.
Viðir, Man.................................Tryggvi Ingjaldsson.
Vogar, Man.....................................Guðm. Jónsson
Westbourne, Man...........................................Jón Valdimarsson
Winnipeg Beach. Man..............................G. Sölvason.
Winnipegosis, Man.......................Finnbogi Hjálmarsson.
WVnyard, Sask..............................Gunnar Tohannsson.