Lögberg - 14.05.1931, Page 5

Lögberg - 14.05.1931, Page 5
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 14. MAÍ, 1931. Bls. s Randaflugan Eftir Árna Friðriksson mag. Það er ekki mikill vandi að búa til nokkrar býflugur. Láttu dauða kú úldna í einhVerju úthýsi og vitjaðu hennar eftir nokkrar vik- ur- Þá skaltu sjá, að húsið er fult af býflugum. — Fyrirskrift sem þessa má lesa í ritum margra gömlu, “klassisku” rithöfundanna (Ovid, Virgiljt Það er nú löngu hrakið, að nokkuð lifandi geti kviknað af ■sjálfu sér. Maður elur mann, köttur kött, býfluga býflugu, o. s- frv. En áður var öldin önnur með skoðanir manna, jafnvel hinna lærðu, eins og sjá má að ofan. Á dögum Virgils og Ovids var margt í lifnaðarháttum randa- flugunnar, ásamt mörgu fleira, 'hulið myrkri, enda talið að hún (eða býflugan, því að þeim var ruglað saman), yrði til af sjálfu sér. En nú hafa vísindin leyst flestar þessar ráðgátur. En hvað veit alþýða manna um randafluguna? f öðrum löndum, þar sem loftið er fult af litskrúði þyti stórra, skrautlegra skor- <Iýra, er henni lítill gaumur gef- inn. En við íslendinigar, sem sjáum svo lítið af ljóma hinnar fjölbreyttu skordýra - fylkingar, ættum að njóta meiri gleði af því litla, sem náttúran býður okkur. Hér á landi eru líklega til fleiri en ein tegund af randaflug- um, en þeim er ruglað saman, og svo er randaflugunum ruglað saman við hunangsflugurnar, eða villibýflugurnar, sem hér eru. Bæði randaflugan og hunangs- flugan eru nokkuð loðnar, dökkar! á lit með gulum rákum. En aði öðru leyti líkjast þær ekki mikið! hvor ananri, nema hvað báðarj eru skordýr. Enda teljast þær til tveggja ólíkra ólíkra flokka skor-l dýra, randaflugan, til tvívængj-1 anna, en hunangsflugan til æð- vængjanna. Helztu aðlgreining-1 arnterki, sem alt af er hægt að koma auga á, eru þessi: Randaflugan hefir að eins tvo vængi, og fyrir aftan þá eru tvær j dálitlar kylfur, ein við hvorn* væng. Frambolur og afturbolurj eru alveg þétt saman, en með djúpri skoru á milli. Bezta einkennið eru vængirnir. Síðari hluta sumars og á haust-j in> þegar allar aðrar flugur eruj á förum, sjáum við randaflug-í urnar þyrpast í kring um blómin.l Á morgnana ‘hvíla líkamir þeirra ^yrlátir á haustblómunum, en þeg- ar sóIin fer að hækka á lofti, þá öyrjar starfsemin. Flugan flýg- ur nú af einu blómi á annað, til þess að neyta hunnags og frjó- korna. Hún safnar ekki í “korn- hlöður” eins og hunangsflugan, og hefir heldur tekki fyrir fjöl- skyldu að sjá eins o!g hún. í fimlegum hreyfingum standa randaflugurnar hunangsflugunum langt að baki. Hunangsflugan flýgur með fögrum, léttum hreyf- ln!gum, og tyllir sér með nær- gætni og lipurð á blómin, altaf á sama stað, til þess að tæma hunangið úr botni þeirra með hinum langa rana sínum. Randa- flugan er, eins og flestar aðrar flugur, stirð og klaufaleg, hless- ir sér hvatskeytlega mitt niður í blómiþ, og treður um alt. Enda eyðiltíggur ’hún meiri mat með athæfi sínu, en þaþ, sem hún torgar. Seinni part dags, þegar sólar- lagið nálgast, og á kvöldin, læt- ur randaflugan af borðhaldinu, flýgur í burtu af blómabreið- unni, og leitar uppi forarpolla, tjarnarholur og ræsi, til þess að vterpa þar eglgjum sínum. Eggin eru aflöng, ljós á lit, og loða sam- an í kekkjum á botni pollanna, þar sem vatn er grunt. Lifnaðarhættir randaflugunnar hafa mjög lítið verið rannsakað- ir hér á landi, og reyndar einnig erlendis. Hvað af henni verður, þegar hún hefir verpt teggjunum, hvort hún legst þá í dvala og lifir veturinn af, eða deyr strax, er ekki gott að segja. Út úr egginu kemur skepna, sem sízt minnir á skordýr, en miklu fremur líkist ormi. Hún er hvít á lit, lítið eitt stærri en maðkur maðkaflugunnar, og nefn- ist lirfa eins og hún, og eins og ungar skordýranna yfirleitt. Lirf- an lifir einkum í verstu forar- pollum o!g ræsum, þar s'em varla niokkurt kvikindjí getur haldist við vegna súrefnisleysis. Því oft vantar sérhvern vott af súrefni í slíka polla, og er þá skotið loku fyrir að öndun geti átt sér stað þar. En hvernig fer nú lirfan að ráða fram úr þessum erfiðleik- um? Til þess að svara spurn- ingunni, skulum við virða útlit lirfunnar fyrir okkur. Líkaminn er nokkuð aflangur, og neðan á honum eru fjórtán smáar örður, fæturnir. Aftur úr bolnum geng- ur langt stýri, með kransi af hár- um á endanum. Þetta er öndun- arfæri. Til þess að sjá hvernig dýrið notar þetta stýri við önd- unina, skulum við láta það í vatnsfötu, og hella vatni í fötuna smátt og smátt. Fyrst hellum við ei|num eða tveimur kaffibollum, þangað til vatnið <er um tveggja til þriggja sentimetra djúpt. Eft- ir örstutta stund er lirfan búin að koma sér fyrir, og skríður nú hægt um botninn á fötunni. Hún hefir teygt úr stýrinu, svo hárin á afturenda þess liggja eins og skermur á yfirborði vatns- ins. Inni í stýrinu eru tvær píp- ur, sem opnast inni í hárkransin- um, og greinast í örfínar álmur um allan líkamann. Af þessu er auðskilið, hVernig lirfan fer að lifa í forarpollum, sem eru fullir af hálfrotnuðum efnum og ó- þverra. Stýrið nær alveg upp úr pollinum, og gegnum það berst líkamanum það 2oft, sem nauðsynlegt er til þess að halda lífinu við. Hárin á enda stýris- ins varna því, að vatn komist inn í pípurnar. Nú h'ellum við meira af vatni í fötuna, þangað til dýpið er orðið 5—6 sm., og gefum svo lirfunni tíma til að átta sig. Eftir stund- arkorn hefir hún aftur teygt úr stýrinu, þannig að hárkransinn er kominn upp á yfirborðið á ný, og svona heldur hún áíram um hríð, þótt við bætum meira í föt- una. En loksins gefst hún þó upp, því það er takmarkað, hve mikið getur tognað úr stýrinu. Fari nú svo, að vatnið hækki svo mikið, að lirfan geti ekkert við ráðið, kann hún þó ráð við vand- anum. Hún teygir út úr sér fingurmyndaðar totur, eins kon- ar tálkn, á takmörkum stýrisins og bolsins. í totunum er urmull af Örfínum æðum og síast súr- efnið úr vatninu, ef eitthvað er, inn í þær. Þegar lirfan étur, grefur hún sig í gegn um sorpið á botninum unz hún finnur einhverjar hálf- úldnar agnir. Þær ber hún séi| til munns, með öllum þ'eim ó- hreinindum, sem við þær hangaj « | og lætur svo grön sía. Munnhol- an er girt mjög fínu neti, sem í, verkun sinni minnir mjög á skíðij hvalanna. Þegar næringin er komin inn í munninn, þrengir lirfan munnholuna, með sérstök- um vöðvum, svo vatnið síast út um netið, út í þann hluta munn- holunnar, Sem er utan við það. Þaðan er því spýtt út um munn- inn, en fæðan verður eftir í net- inu, og rennur þaðan eftir vél- indinu niður í magann. í hinum ógeðslegu og hálf- eiturmenguðu forarpollum og ræsum, þar sem flestum lifver- um er bráður bani vís, lifir randa-r flugulirfan, hver veit hvað lengi. En loks segir hún skilið við æsku- stöðvarnar skríður á land þar sem vott er og íklæðist föstum hjúp, sem myndast hefir úr 'hjúp lirfunnar. Tvær nýjar öndunar- pípur myndast nú á framenda bolsins, og stýrið hverfur næst- um alveg. Lirfan hefir nú náð nýju þroskastigi á þróunarbraut lífsins, og fellur nú í nokkurs- konar dvala. Útvortis virðist engin br'eyting eiga sér stað, en líkaminn, inni í hjúpnum, tekur stórfeldum stakkaskiftum. Þetta er púpstigið. — Þegar að breytingunni er lokið, brestur hjúpurinn, og út úr honum kem- ur randafluga. Hún fetar í fót- spor forfeðra sinna, styrkir lík- ama sinn við nægtarborð blóm- anna, og geldur horfnum kyn- slóðum skuld sína, með því að stofna nýja kynslóð. Forarpoll- um og ræsum trúir hún b'ezt fyrir afkvæmi sínu, því þar hafð- ist hún sjálf við I æsku. Randaflugan er gott dæmi upp á dýr, sem lifir við gerólík kjör á ýmsum stigum lífsins. Lirfan er vel fallin til þess að vekja and- stygð og óbeit almennings, því glæsileg og aðlaðandi er hún ekki. En fáar verur eru b'etur gerðar úr garði til þess að mæta orustu lífsins en einmitt hún. Og innri líffæri hennar eru gerð af svo mikilli fegurð og yndisleik, aSð fátítt er í dýraríkinu. — Lesb. Fólksflutningur til Canada Á árinu sem leið komu 104,806 innflytjendur til Canada. Þar af voru 31,709 frá Englandi, Skot- iandi og írlandi, og 85,632 frá Bandaríkjunum. þ>ær 47,645, sem þá eru eftir, komu frá 44 lönd- um, þar af 10,401 frá Þýzka- landi. KARLMANNA V0R YFIRHAFNIR verða að seljaát NU $18.95 ALLAR GERÐIR—A LLAR STÆRÐIR Hœgir $J^B Niðurborgun borgunar- skilmálar 20 vikur til að borga afganginn, meðan fötin eru notuð. ÍSf Alfatnaðir *29J» Búðin opin á laugardagskveldum til kl. 10. Martin & Co. EASY PAYMENTS LTD. End Floor Wpg. Piano Bldg., Portage and Hargrave. Wonderful range of Indigo Blue Serge Suits $35 Grænland Eftir Próf. Rudolf Samoilowitsch. Prófessor þessi er heimsfræg- ur maður *síðan hann stóð fyrir “Krassins” leiðangrinum, sem bjargaði félögum. Nobiles. — Rit- aði hann grein þessa fyrir þýzkt blað, er getgátur fóru að koma fram um það, að Wegener og fé- lagar hans myndi hafa orðið úti á Grænlandsjökli. 1— Grænland — svo nefndi Eirík- ur rauði þetta hvíta land, sem hann fann. Sennilega hefir það verið vegna þess, að hann hefir komið þar að landi, sem grænir hagar eru. Það, eru 1000 ár síðan. Nú vitum vér það um Græn- land, að þaz er stærsta eyja á jörðinni, rúmlega 2,000,000 fer- kílóm'etra að stærð. Með öðrum orðum: Það er stærra en öll lönd- in, Danmörk, Þýzkaland, Frakk- land, Austurríki, Sviss, Spánn og Portúgal samanlögð. Rúmlega 200 rannsóknarferðir hafa verið farnar til Grænlads. Þrátt fyrir það, er mikill hluti hins mikla lands órannsakaður, og jafnvel strandlengjurnar. Það er nú sktemst á að minnast, að Daninn Petersen gerði þar merki- lega uppgötvun. I héraðinu, sem kent er við Scoresbysund, fann hann mörg hundruð kílómetra langan fjörð. Inni í firðinum voru frjósamar sléttur, og þar vaxa ýmsar jurtir, sem menn vissu tekki áður að fyndist á Grænlandi. Þarna ivoru stórar hjarðir sauðnauta og hreindýríA og þar voru pólarúlfar, snæhér- ar og fleiri dýr. í firðinum voru ísbirnir og selir og áttu sér þar noklkurs konar paradís. flVIenn ætla, að fleiri slíkir firðir muni finnast þar. Hitt vitum vér ekki enn, hve meginlandsísinn á Grænlandi er þykkur, meginlandsísinn, sem liggur eins og kápa á öllu land- inum. Þetta tók Wegener hér fyr- ir hendur an rannsaka, og þess vegna hafa allir vísindamenn í heimi mikinn áhuga fyrir rann- sóknarför hans. Grænland er einnig lykillinn að veðurspám vorum. Hvort sem kemur loftlægð við austurströnd teða vesturströnd þessa mikla kuldagjafa, hefir það áhrif á veðráttuna í Njorðurálfu. Auk þessa er Grænland sérstaklega vel til þess fallið, að þar sé gerðar rannsóknir viðvíkjandi seguL magni jarðar, líffræði, jarðfræði ag mannfræði. En hvernig mundi það hægt, að ákveða þykt meginlandsíss- ins? þ>ar er Alfred W'egener braut- ryðjandi vísyndanna. Hann var sá fyrsti, sem notaði jarðskjálfta- mæli (seismograf) til þess að mæla jökulþykt. Með dynamitsprengingum fram- leiðir Wegener jarðhræringar, sem fara hraðar í feegn um jök- ul, heldur ten fasta fold. Jarð- skjálftamælarnir sýuia þá hve lengi hræringarnar eru að ber- ast gegn um jökulinn. Og á því er hægt að sjá, hvað jökullinn muni vera þykkur. Þetta er framkvæmt þannig: Mælt er nákvæmlega í ýmsar áttir frá sprengingarstaðnum, og jarðskjálftamælar settir þar í tjöld, sem engin birta kemst í ge!gn um. Allar hreyfingar koma i ljós á spegli, sem 'hangir á þol- inmóðum í umgjörð, og er svo kvikur, að hinar smávægilegustu hræringar hreyfa hann. Nú er beint ljósgeisla á spegil þenna, og endurkastar hann birtunni á “filmu”-band, sem 'er á hreyf- ingu og tekur myndir af hrær- ingunum. Á þenna hátt er hægt að “stækka” Ihræringarnar eitt- hvað 30 þúsund sinnum. — Það var fyrirætlun Wegeners að koma upp þremur stöðvum á Grænlandi: einni í Umanakfirði á vesturströndinni (Þar er Guð- mundur Gíslason frá Eyrarbakka í vetur); annari 400 km. inni á meginlandsjöklinum; og þteirri þriðju í Scoresbysundi á austur- 'ströndinni. iSumarið 1929 fór Wegener prófessor, ásamt vís- indamönnunum George Löwe og Sorge til Umanak til þess að finna leið upp á jökulinn, og um haustið komu þeir heim aftur til Þýzkalands. í sumar sem leið fóru þeir svo aftur til Grænlands í aðalleiðangurinn. Og nú var stofnuð fyrsta vetursetustöðin á miðjum meginlandsísi Græn- lands! E!g hefi litið frétt af leiðangr- inum. Seinasta afréttin kom 2. október 1930, og var svohljóð- andi: “Á fjórðu hundasleða ferð- inni til miðstöðv^rinnar á meg- inlandsísnum, brast alt í einu stórhríð á okkur og ógurlegur kuldi. Snjókoman var 21 s'enti- meter. Vildu þá 9 af Grænlend- ingum okkar ekki fara lengra, og sneru heimleiðis. Við dr. Löwe erum einir eftir ásamt 4 Skræl- ingjum, og höldum áfram.” Síðan hefir maður ekki frétt n'eitt meira af þeim. En það er| álit mitt, að engin ástæða sé til þess að óttast um þá. Menn melgaj ekki gleyma því, að í veðurvonsk-j unum þarna geta loftskeytastöðv-j ar hæglega bilað. Og þegar svoj er komið, þá eru vísindamenn-j irnir algterlega einangraðir. En við verðum að minnast þess, að árið 1869—70 misti leiðangur! þeirra Koldwey og Hagemanns skip sitt “Hansa”, en þó komu þeir fram sjö mánuðum seinna.j Hafði þá rekið 2,500 kílómetra á ísjaka suður fyrir Grænland og alla leið að Friðriksdal. — Wegenter prófessor er enginn viðvaningur í norðurförum. Hann| hefir bæði eigin reynslu og ann-j ara við að styðjast. Árið 1888, fór Friðþjófur Nansen á skíðumj þvert yfir Grænland frá austri til vesturs. Vísindafélagið norska vildi ekki styrkja hann til 'þess- arar farar, því að það leit á hana sem glæfraför. Það voru einstak- ir menn, sem styrktu hann. En í þessari ferð, fékk Nansen sönn- un fyrir því, að kuldapóll er á Grænlandi, og að alt landið er hulið jökulkápu. Dansk-íslenzka félagið Islandsdeildin hélt ársfund sinn föstud. 27. marz á Hótel ísland, og var hann að vanda prýðilega sóttur. Formaður félagsdeildarinnarj (dr. J. H.) setti fundinn og, gerði grein fyrir hag félagsins^ og framkvæmdum á liðnu ári. Gat| hann þess, að félagatala væri nú^ alls 263 (þar af í Rvík 177), og. hefði því félagsmönnum fækkað We!gener prófessor var einn í hinum mikla danska vísindaleið- angri undir yfirstjórn Mylius Erichsen 1906—1908. Hann var einnig í Iteiðangri J. P. Cochs 1912 o'g 1913. Þá fór hann yfir Grænland, þar sem það er breið- ast, um 1000 km. Árið 1926 kyntist eg Wegener prófessor á fundi í ‘Aero Arktis’. Hann er framúrskarandi vilja- sterkur maður, þrautseigur með afbrigðum, rólegur og glögg- skygn, en gæðamaður. Það er á- lit mitt á Alfred Wegener. — — Lesb. 25. jan. Fréttabréf Vogar, 2. maí 1931. Þá er nú veturinn liðinn, og sumarið komið. Þó urðu þau missiraskifti með öðru móti en ' ænta mátti, því með sumrinu gerði frost og kulda, en áður var bezta tíð. Þó hefir ísa leyst af Manitobavatni þessa síðajstliðnu viku, og má það þakka stormum en ekki hlýindum. Gróður er eng- inn kominn, enda mundi hann hafa kalið jafnharðan í þessum frostum; jörðin er svo þur, að gróður getur ekki þrifist fyr en rignir. Snjór var hér lítill und- an vetrinum, og nú fyrir löngu horfinn, og engin úrkoma hefir komið hér sem teljandi sé í nærri tvo mánuði. Vonandi rætist úr þessu bráðlega, því loftslag er hlýrra í. dag en að undanförnu. Veturinn hefir verið einhver sá bezti, sem menn muna. Þó hefir dann verið nokkuð fóður- frekur, því bæði hafa hey reynst lett eftir ofþurkana í fyrra- sumar, og svo hefir þurft að gefa ollum gripum fullkomna gjöf fram á þennan dag, vegna gróð- urleysis. Heybyrgðir eru þó nægar hjá flestum. Heilsufar manna hefir verið með betra móti hér í vetur; eng- !n umgangsveiki eða skæðar sótt- ir. Að eins einn maður hefir dá- >ð hér, Helgi B. Helgason. Hann var sonur Bjarna Helgasonar er lengi bjó að Hayland, en er dá- inn fyrir mörgum árum. Hafa synir hans fjórir búið þar síðan og eiga eitt hið bezta bú og mynd- arlegasta heimili, sem til er í þessari bygð. — Framar Eyford, bondi að Vogar, veiktist snöfeg- lega fyrir viku síðan. Var hann tluttur a spítalann í Eriksdale, og er nu sagður á góðum bata- vegi. Húsbruni varð hér 25. f. m. Brann þá íbúðarhús Jóns bónda Steinþórssonar að Vogar. Mestu var bja'rgað af innanhússmun- um, því eldurinn .kviknaði að degi ti • Engu að síður er skaðinn tilfinnanlegur, því maðurinn er fatækur, með fult hds barna. / Guðm. Jónsson. nokkuð á árinu, en þá fækkun setti formaður sumpart í sam- band við þreytu mannna á hlut- töku í mörgum félögum og kostn- að, sem það hefði í för með sér, sumpart þættust menn fá of lítið í aðra hönd fyrir félagsgjald sitt, en gleymdu því, að tilgangur fé- lagsins væri í eðli sinu hugsjón-j arlegur (ideel), sem sé sá, að vinna að vaxandi samúðarþeli með sambandsþjóðunum, íslendingum og Dönum. Loks væri hið pólit- iska andrúmsloft úti hér hin síð- ari árin ekki sem hagfeldast fyr- ir félagsskap, er hefði slíkan til- gang að keppa að sem Dansk-ísl. félagið. Um fjárhag félagsins upplýsti form., að hann hefði verið þröng- ur á liðnu ári, mest vegna áfalla þeirra, er íslandsbanki hefði orð- ið fyrir, sem höfðu kostað deild- ina fullan helming sjóðseignar 1 fyrra árs byrjun. Þó ætti deild- in nú í sjóði nálægt 3000 kr. En vegna hins þrönga fjárhags hefði deildin ekki séð sér fært að ráðast í útgáfu nokkurs rits á liðnu ári, svo félagsmenn hefðu orðið að láta sér nægja það, er aðaldeildin danska hefði gefið út, sem sé Aarbog II o’g Budbringer, 0 sem hins vegar jafngilti þó árs- tillaginu. En nú — vonandi i næsta mánuði —r ættu félagsmenn von á nýju riti — alt að 16 arka bók: “íslendingar í Danmörku fyr og siðar”, með nálega 150 myndum af ísjendingum, sem þar hefðu borið beinin, og ein- stöku merkum niðjum þeirra. Bók þessa, sem form. hefði sam- ið, fengju allir skuldlausir fé- lagsmenn ókeypis og eins nýir félagsmenn, er borguðu tillag sitt (5 kr.) um leið og þeir gengju í félagið. (En bókhlöðuverð yrði 10 kr)i Einnig ættu félagsmenn von á “Aarbog” III. — Tveir fundir hefðu haldnir verið á liðnu ári við prýðilega aðsókn báðir. “Mannaskiftin” á liönu ári hefðu verið með mesta móti, færi sýnilega í vöxt. Nálega 30 ung- ir menn og konur hefðu dvalist hér yfir sumarið. Og á þessu ári væri að minsta kosti von á jafn- mörgum. Hve margir hefðu far- ið héðan til Danmerkur, gat for- maður ekki upplýst, en gerði þó ráð fyrir fullri tylftinni. Eim- skip hefði stutt mannaskiftin með því að láta þá, er héðan fóru, fara með hálfu fargjaldi. Og hið sama stendur til boða nú. Forstöðumaður Vinding - lýð- skóla hjá Vöðlum hefði gefið kost á ókeypis dvöl fyrir íslenzka stúlku á sumar-námsskei,ði fyr- ir stúlkur, er stæði yfir þrjá mán- uði (maí-júlí). Þetta göfuglynda tilboð hefði verið þegið og færi ung stúlka héðan í næsta mán- uði til þess að tajca þátt í náms- skeiðinu. Að síðustu var stjórnin endur- kosin með tölu. Því næst flutti prófessor dr. E. Abrahamsen ágætan fyrirlest- ur um uppruna og eðli svonefndr- ar “jazz”-tónlistar, sem á síðari árum hefði’ rutt sér til rúms 1 heiminum og mðrgum væri býsna andstæðileg, en þó, að áliti fyr- irlesarans, að ástæðulausu. Var gerður bezti rómur að þessu erindi prófessorsins, sem hann flutti með þeirhi lifandi mælsku, sem Reykvíkingum er þe!gar kunn orðin frá fyrirlestr- um hans, sem svo prýðilega hafa verið sóttir. Að síðustu skemtu félags- menn sér við dans fram eftfr nóttu. — Mgbl. JÓN BJARJNASON ACADEMY GJAFIR Mrs. Guðrún Swanson, Win- nipeg, i minningu um mann- inn hennar sál. Thorward SwansOn...............,$10.00 Kvenfél: Baldursbrá, per. Mrs. Dora Anderson, Baldur.. 25.00 Kvenfél. Betaníusafnaðar Oák Wiew.....................25.00 Fultrúar Vesturheimssafnaðar Cottonwood, Minn........57-00 Taflfél. íslendinga í Wp>g... 10.00 Theodor Jóhannsson, Glen- boro ...................... 5.00 Safnað af G. J. Oleson, Glenboro, Man. íslenzka kvenfél. í Glenboro $10.00 Mr. og Mrs. G. J. Oleson.. 10.00 Mr. og Mrs. S. A. Anderson 5.00 Mr. og Mrs. P. A. Anderson 2.00 Mr. og Mrs. Jóh. Baldwinson 2.00 Mr. og Mrs. B. Einarsson .. 1.00 Mr. og Mrs. F. Fredirckson 1.00 J. S. Frederickson......... 5.00 K. Friðbjarnarson .......... 1.50 Sigmar FriSbjarnarson .... 1.00 J. H. Friðfinnsson.......... 1.00 Ónefnd .................. 1.00 Mr. og Mrs. G. F. Goodman 1.00 Árni Haldórsson.......... 1.00 Mrs. Ben. Heidman........ 1.50 Mr. og Mrs. C. B. Jónsson 2.00 Mr. og Mrs.Theo. Jóhannson 4.00 S. S. Johnson............. 0.50 Mr. og Mrs. A. S. Josephson 1.00 B. B. Myrdal.............. 1.00 B. G. Myrdal.............. 0.50 S. S. Stephenson .......... 5.00 Mr. og Mrs. G. Storm ..... 2.00 Mr. og Mrs. B. Josephson 1.00 Mrs. Guðbj. Johnson...... 0.25 S. W. Mclsted, gjaldkeri skólans. SMÆLKI. Sundkennari: ójá, tekki hafa nu forfeður þínir verið sjómenn. — Mamma, mér var hælt í skól- anum í dag. Kennarinn spurði iinig hve margar lappir strúturinn hefði, og eg safeði þrjár. — Hvað segirðu, barn? Strút- urinn hefir ekki nema tvær lapp- ir. — Hinir krakkarnir sögð.u, að |hann hefði fjórar lappir, og þess vegna komst ég næst hinu rétta. Good Beddlng ON SALE AT BANFIELDS Now is the time to re- place that old bed. A comportable rest-giv- ing bed can now be procured w i t h o u t much outlay. SIMMONS NEW RE-SALE OUTFIT Beautiful Wide Panel Bed, very heavy in design, eom- plete with guaranteed cable spring and all- white cotton Mattress. All standard sizes. Price. Complete Bed Outfit P a n e 1 desgined W a I n u t Finish Steel Bed with coil or cable spring and all-felt mat- tress. Sizes 3.3, 4.0 and sV$2495 spilllg itliu 0,11- $37.50 Banfield’s Special Outfit Heavy Walnut finish Bed with large deco- rated Panel; good quality cable spring and a splendid all- felt mattress. CS$29-50 Silver Seal Mattress A new low price for ParkhiUs standard quality all-cotton mattress. Encased in an at- tractive art ticking, built in layers and crowned, assuring real service and comfort. All sizes. Special . $12.95 Convenient Payments Arranged YOU MAY TRADE IN YOUR OLD BED ON ONE OF THESE SPECIALS The Reliable Home Furnishers" 492 MAIN 8T. Phone 86 667 ■

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.